mbl | sjónvarp

Þurftu að kalla út sjúkrabíl

FÓLKIÐ  | 5. október | 14:46 
Það dregur til tíðinda í næsta þætti af Biggest Loser Ísland þar sem kalla þurfti sjúkrabíl á vettvang. Hvorki keppendur né þjálfarar voru ánægðir með hvernig gekk í síðustu viku og því verður allt lagt í sölurnar í kvöld.

Það dregur til tíðinda í næsta þætti af Biggest Loser Ísland þar sem kalla þurfti sjúkrabíl á vettvang. Hvorki keppendur né þjálfarar voru ánægðir með hvernig gekk í síðustu viku og því verður allt lagt í sölurnar í þriðja þættinum sem fer í loftið klukkan átta kvöld.

Frétt mbl.is: Vonbrigði á vigtinni í síðasta þætti

Bláa liðinu var mjög brugðið þegar kalla þurfti til sjúkrabíl fyrir einn í hópnum. „Ég vildi hjálpa en ég vissi ekkert hvað við gætum gert meira en að bara halda í höndina og láta hana vita að við erum í kringum,“ segir Daria um liðsfélaga sinn en sjá má brot úr þættinum hér að ofan.

Í síðustu viku missti hvort lið um sig ekki nema 1,3% af heildarþyngd og verður því tekið hart á því í þessari viku. Þó aðeins sé um að ræða þriðju vikuna á Bifröst eru margir þátttakenda orðnir þreyttir en keppnin tekur á bæði íkamlega og andlega. Áki kvaddi í síðasta þætti en í kvöld kemur í ljós hver verður næst sendur heim. 

Biggest Loser
Í Biggest Loser Ísland glíma þátttakendur með yfirþyngd við það erfiða verkefni að snúa við blaðinu og taka upp nýjan lífsstíl sem einkennist af hollu mataræði og mikilli hreyfingu.
Loading