mbl | sjónvarp

Gylfi kom að fyrsta marki Everton (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 9. nóvember | 17:35 
Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í fyrsta marki Everton þegar liðið vann afar mikilvægan 2:1-útisigur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson átti þátt í fyrsta marki Everton þegar liðið vann afar mikilvægan 2:1-útisigur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gylfi tók þá hornspyrnu á 4. mínútu sem Mason Holgate skallaði á fjærstöngina og þar var mættur Tom Davies.

Everton leiddi með einu marki í hálfleik en Danny Ings jafnaði metin fyrir Southampton í upphafi síðari hálfleiks og staðan orðin 1:1. Það var svo Richarlison sem skoraði sigurmark leiksins á 75. mínútu og Everton fagnaði sigri.

Þetta var fyrstu sigurleikur Everton í deildinni síðan 19. október en liðið fer með sigrinum upp í þrettánda sæti deildarinnar í 14 stig. Southampton er áfram í nítjánda sæti eða næst neðsta sæti deildarinnar með 8 stig.

Loading