mbl | sjónvarp

Þrennur og ferna í stórleikjunum (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 25. september | 15:25 
Liverpool fær Arsenal í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta annað kvöld. Eru leikir liðanna oft miklir markaleikir og sóknarmenn fá að láta ljós sitt skína.

Liverpool fær Arsenal í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta annað kvöld. Eru leikir liðanna oft miklir markaleikir og sóknarmenn fá að láta ljós sitt skína. 

Robbie Fowler kunni vel við að mæta Arsenal því hann skoraði þrennu tvö tímabil í röð á Anfield gegn Arsenal. Þá hefur Thierry Henry skorað þrennu gegn Liverpool fyrir Arsenal og Peter Crouch fyrir Liverpool gegn Arsenal. 

Rússinn Andrey Arshavin gerði gott betur og skoraði fjögur mörk fyrir Arsenal í 4:4-jafntefli liðanna á Anfield í júní 2009. 

Hér fyrir ofan má sjá þrennur og fernu í leikjum liðanna síðustu ár en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

 

Loading