mbl | sjónvarp

Campbell við Tómas: Hermann er æðislegur

ÍÞRÓTTIR  | 25. september | 22:49 
„Hermann er æðislegur. Við spiluðum saman og þekkjumst vel og höfum unnið saman. Hann verður á meðal þeirra fyrstu sem ég hringi í þegar ég fæ næsta þjálfarastarf,“ sagði Sol Campbell, fyrrverandi leikmaður Arsenal og Tottenham, í samtali við Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport.

„Hermann er æðislegur. Við spiluðum saman og þekkjumst vel og höfum unnið saman. Hann verður á meðal þeirra fyrstu sem ég hringi í þegar ég fæ næsta þjálfarastarf,“ sagði Sol Campbell, fyrrverandi leikmaður Arsenal og Tottenham, í samtali við Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport. 

Hermann Hreiðarsson, sem var aðstoðarþjálfari hjá Campbell hjá Southend síðasta vetur og stjórnar nú liði Þróttar í Vogum, hefur orð á sér að vera ansi skrautlegur og Campbell heillast að því við Hermann. „Ég er vanur því að hafa skrautlega karaktera í kringum mig. Þú getur verið rólegur utan vallar og svo vaknað til lífsins þegar þú ferð af vellinum, svo getur það verið akkúrat öfugt. Það er nauðsynlegt að hafa svona karaktera í fótboltanum,“ sagði Campbell. 

Hluta af viðtali Tómasar við Campbell má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Loading