mbl | sjónvarp

Johnson við Tómas: Mourinho manna sáttastur

ÍÞRÓTTIR  | 29. nóvember | 19:55 
José Mourinho og lærisveinar hans í Tottenham endurheimtu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Chelsea á Stamford Bridge í London í dag.

José Mourinho og lærisveinar hans í Tottenham endurheimtu toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Chelsea á Stamford Bridge í London í dag.

Bragðdauft í Lund­úna­slagn­um

Leikurinn var lítið fyrir augað en Tottenham-menn lágu mjög aftarlega á vellinum og freistuðu þess að beita skyndisóknum.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans, ræddi við Glen Johnson, fyrrverandi leikmann Chelsea og Liverpool, í leikslok.

„Þessi leikur var ekki mikið fyrir augað fyrir hinn almenna stuðningsmann,“ sagði Johnson.

„Maður hafði vonast til þess að liðin myndu leggja allt í sölurnar til þess að komast í efsta sæti deildarinnar en ekkert varð af því.

José Mourinho vildi gefa Chelsea erfiðan leik, koma sér aftur á toppinn, og hann er örugglega sá eini sem er ánægður með þessa frammistöðu," sagði Johnson meðal annars.

Loading