mbl | sjónvarp

Alisson hljóp yfir allan völlinn til að fagna (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 15. janúar | 10:29 
Liverpool hafði betur gegn Manchester United þegar liðin mættust á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í Liverpool.

Liverpool hafði betur gegn Manchester United þegar liðin mættust á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í Liverpool.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Liverpool en Virgil van Dijk kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik áður en Mohamed Salah innsiglaði sigur Liverpool-manna með marki á lokamínútunum.

Alisson, markvörður Liverpool, átti stoðsendinguna á Salah og hann var fyrsti maður til þess að fagna með Egyptanum fyrir framan Kop-stúkuna eftir að hann tók sprett upp allan völlinn.

Atvikið vakti mikla kátínu á meðal stuðningsmanna Liverpool en liðin mætast á nýjan leik á Anfield í Liverpool á sunnudaginn kemur.

Leikur Liverpool og Manchester United verður sýndur beint á Síminn Sport.

Loading