mbl | sjónvarp

Tilþrifin: Liverpool í miklum vandræðum

ÍÞRÓTTIR  | 21. janúar | 22:16 
Ashley Barnes var hetja Burnley í 1:0-sigri á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Barnes skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik úr víti sem hann náði í sjálfur þegar hann nýtti sér misskilning í vörn Liverpool.

Ashley Barnes var hetja Burnley í 1:0-sigri á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Barnes skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik úr víti sem hann náði í sjálfur þegar hann nýtti sér misskilning í vörn Liverpool. 

Liverpool hefur leikið fimm leiki í röð í deildinni án þess að vinna og fjóra í röð án þess að skora. Tapið var það fyrsta í deildinni á Anfield síðan í apríl 2017 og eru Englandsmeistararnir í miklu basli. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Loading