mbl | sjónvarp

Mörkin: Bale eyðilagði fyrir Leicester

ÍÞRÓTTIR  | 23. maí | 20:50 
Leicester missti af sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta annað tímabilið í röð en liðið fékk 2:4-skell á heimavelli gegn Tottenham í dag.

Leicester missti af sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta annað tímabilið í röð en liðið fékk 2:4-skell á heimavelli gegn Tottenham í dag. 

Gareth Bale skoraði tvö mörk fyrir Tottenham á lokakaflanum og tryggði liðinu sæti í nýrri Evrópukeppni sem hefst á næstu leiktíð en hún er einu þrepi neðar en Evrópudeildin. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

 

Loading