mbl | sjónvarp

Mótmæli ganga ekki svona langt á ný

INNLENT  | 21. desember | 10:36 
„Það var veist harkalega að okkur, allt of harkalega og í raun var þetta meira en mönnum er bjóðandi,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, varðstjóri hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, um mótmæli í miðborg Reykjavíkur sem breyttust í óeirðir 21. janúar 2009. „Við erum búnir að læra.“

„Það var veist harkalega að okkur, allt of harkalega og í raun var þetta meira en mönnum er bjóðandi,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, varðstjóri hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, um mótmæli í miðborg Reykjavíkur sem breyttust í óeirðir 21. janúar 2009. „Við erum búnir að læra.“

Í þættinum 112 hér á MBL Sjónvarpi er fjallað um erfiðasta dag lögreglunnar þegar alda mótmæla reið yfir í janúar 2009. Jafnframt eru birtar myndir sem aldrei hafa sést áður, meðal annars af því þegar táragasi er beitt á Austurvelli, í fyrsta skipti í um áratugaskeið.

Kristján Helgi segir að óeirðir eins og þær sem voru 21. janúar 2009 ættu ekki að geta endurtekið sig. „Sá lærdómur sem við höfum dregið af þessu, og ég reikna með, er að við myndum ekki láta þetta ganga svona langt, ef við þyrftum að takast á við þetta aftur. Við myndum ekki bjóða lögreglumönnum upp á svona mikið álag.“

112
Æsispennandi þættir um störf fólksins sem leggur sig í hættu við að bjarga öðrum úr háska. Eftirfarir, björgunarafrek, sakamál og margt fleira.
Loading