mbl | sjónvarp

Aron og Ívar berjast í Carlisle

ÍÞRÓTTIR  | 27. september | 17:30 
Íslendingarnir Aron Kevinsson og Ívar Orri Ómarsson héldu út til Skotlands í gær en þeir munu keppa í MMA í Carlisle á Englandi á morgun og fór Magnús Ingi Ingvarsson, þjálfari þeirra, með þeim út.

Íslendingarnir Aron Kevinsson og Ívar Orri Ómarsson héldu út til Skotlands í gær en þeir munu keppa í MMA í Carlisle á Englandi á morgun og fór Magnús Ingi Ingvarsson, þjálfari þeirra, með þeim út.

Þeir berjast báðir fyrir Reykjavík MMA en félagið var stofnað á þessu ári og hafa nú þegar 27 keppendur barist erlendis fyrir félagið í MMA-íþróttinni.

Þetta er fyrsti bardagi Ívars en þetta verður fjórði bardagi Arons á árinu. Undirbúningur þeirra beggja, undanfarnar vikur, hefur verið afar stífur en í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá hvernig þeim hefur tekist til að búa sig undir bardagana í Carlisle.

Þetta er fyrsti þátturinn í þáttaröð um MMA sem mun birtast áfram hér á mbl.is.

MMA
Blandaðar bardagaíþróttir eða MMA hafa náð miklum vinsældum hér á landi. Hér er ljósinu beint að nokkrum keppendum í þessari slungnu og krefjandi kúnst.

Þættir

Loading