mbl | sjónvarp

Transmaður í hormónasprautu

INNLENT  | 27. júní | 21:00 
„Dagana eftir fyrstu sprautuna fann ég strax breytingar,“ segir Hafþór Loki Theodórsson, transmaður í kynleiðréttingarferli. Í þessum þætti af TRANS fylgjum við Hafþóri þegar hann fær sína aðra hormónasprautu á heilsugæslustöðinni.

„Dagana eftir fyrstu sprautuna fann ég strax breytingar. Gelgjulegur pirringur, röddin og jafnvel greddan!“ segir Hafþór Loki Theodórsson, transmaður í kynleiðréttingarferli. Í þessum þætti af TRANS fylgjum við Hafþóri þegar hann fær sína aðra hormónasprautu á heilsugæslustöðinni og heyrum einnig af því hvernig hann ber sig að í búningsklefanum í ræktinni.  

Trans
Það er ekki ákvörðun að vera trans. Transfólk eru einstaklingar sem telja sig hafa fæðst með fæðingargalla. Þau fæddust í röngum líkama, af röngu kyni, og vilja láta leiðrétta það - sem er langt frá því að vera einfalt.
Loading