mbl | sjónvarp

Mörkin: Óvæntur sigur Fulham

ÍÞRÓTTIR  | 30. nóvember | 20:01 
Fulham kom mjög á óvart í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Leicester City að velli á útivelli 2:1.

Fulham kom mjög á óvart í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Leicester City að velli á útivelli 2:1. 

Ivan Cavaleiro skoraði síðara mark Fulham og þar var stuðst við VAR-myndbandstæknina. Í meðfylgjandi myndskeiði geta áhorfendur myndað sér skoðun á þeirri ákvörðun. 

Áður en Fulham tók forystuna í leiknum áttu leikmenn Leicester skot í stöng og slá í sömu sókninni.

Leik­ur Leicester og Fulham var sýnd­ur beint á Sím­inn Sport.

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.
Loading