Skjálfandafljót komið yfir 60 laxa

Grétar ásamt föður sínum Sigvalda sem heldur á maríulaxi þess …
Grétar ásamt föður sínum Sigvalda sem heldur á maríulaxi þess fyrrnefnda

Samkvæmt veiðitölum frá Landssambandi Veiðifélaga er Skjálfandafljót ásamt Miðfjarðará þær ár sem eru fyrstar í gang og með bestu veiðina á norðurlandi það sem af er sumri.

Veiðin í Skjálfandafljóti fór gífurlega vel af stað þegar 17 löxum var landað í opnunarhollinu en það frábær opnun miðað við allar forsendur sem hægt væri að gefa sér.  Uppistaðan í veiðinni er tveggja ára lax en það má bara tíðindum sæta ef smálax veiðist í fljótinu fyrstu dagana en nokkrir voru þeir samt sem veit á gott fyrir frekari smálaxagöngur.  Það sem kemur líka á óvart er að heildarveiðin er yfirleitt um 500-600 laxar og er þá samt nokkuð um lausar stangir sem segir kannski meira en nokkuð annað um laxgengdina þarna.  Það er Lax-Á og Stangaveiðifélag Akureyrar sem selja leyfin í Skjálfandafljót, Lax-Á með laxasvæðið en SVAK með silungasvæðið, en þar er jafnan ágæt laxavon líka.  Við birtum skemmtilega mynd sem við fengum senda frá Stefáni Sigurðssyni hjá Lax-Á en hún er af feðgunum Sigvalda og Grétari Jóhannesi Sigvaldasyni þegar þeir voru við veiðar í Neðri Skjálfandafljóti.  Þar fékk Grétar sem er 7 ára maríulaxinn sinn í veiðistaðnum Útfall.  Laxinn var 10 pund og mældist 84 sm.  Við óskum hinum knáa veiðimanni til hamingju með laxinn sinn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert