Opnað í Aðaldal í morgun

Jón Helgi Vigfússon með fyrsta laxinn úr Aðaldal í sumar.
Jón Helgi Vigfússon með fyrsta laxinn úr Aðaldal í sumar. Jón Helgi Björnsson

Laxá í Aðaldal opnaði í morgun fyrir neðan Æðarfossa, á svokölluðu Laxamýrarsvæði.

Samkvæmt venju voru það landeigendur og ættingjar frá Laxamýri sem riðu á vaðið og byrjuðu veiðar í morgunsárið fyrir neðan Æðarfossa.

Að sögn Jóns Helga Vigfússonar á Laxamýri náðist að landa fjórum löxum fram að hádegi, en mikil blíða og glæra gerðu laxinn fremur erfiðan viðureignar. Þá misstu menn þrjá eða fjóra til viðbótar.

Það var Jón Helgi Vigfússon sem náði þeim fyrsta á land sem var 90 cm hængur úr Sjávarholu.

Jón Helgi Björnsson með lax úr Kistukvísl.
Jón Helgi Björnsson með lax úr Kistukvísl. Jón Helgi
Halla Bergþóra Björnsdóttir rmeð lax úr Fosspolli í morgun.
Halla Bergþóra Björnsdóttir rmeð lax úr Fosspolli í morgun. Jón Helgi
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert