Tilhögun rjúpnaveiða 2019

Myndarlegur rjúpnakarri á lyngi.
Myndarlegur rjúpnakarri á lyngi. Fuglavernd

Fyrr í dag sendi Umhverfisstofnun bréf til umhverfisráðherra um tillögu um tilhögun rjúpnaveiða á landinu 2019.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skotveiðifélagi Íslands.

Tillögurnar hljóða upp á að veitt verði 22 daga í nóvember, alla daga að undanskildum miðvikudögum og fimmtudögum. Veiðimenn verða eins og áður hvattir til að veiða hóflega og sýna ábyrgð.

Fyrirkomulagið mun bara gilda í haust verði það samþykkt af umhverfisráðherra. Þá yrði nú í haust jafnframt byrjað á vinnu við virka veiðistjórnun (Adaptive Harvest Management).

Fram kemur að Fuglavernd og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa fallist á þessar tillögur ásamt öðrum hagaðilum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Sogið Kristinn Örn 14. júlí 14.7.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.

Skoða meira