Tilhögun rjúpnaveiða 2019

Myndarlegur rjúpnakarri á lyngi.
Myndarlegur rjúpnakarri á lyngi. Fuglavernd

Fyrr í dag sendi Umhverfisstofnun bréf til umhverfisráðherra um tillögu um tilhögun rjúpnaveiða á landinu 2019.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skotveiðifélagi Íslands.

Tillögurnar hljóða upp á að veitt verði 22 daga í nóvember, alla daga að undanskildum miðvikudögum og fimmtudögum. Veiðimenn verða eins og áður hvattir til að veiða hóflega og sýna ábyrgð.

Fyrirkomulagið mun bara gilda í haust verði það samþykkt af umhverfisráðherra. Þá yrði nú í haust jafnframt byrjað á vinnu við virka veiðistjórnun (Adaptive Harvest Management).

Fram kemur að Fuglavernd og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa fallist á þessar tillögur ásamt öðrum hagaðilum.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is