Urriðatröll á land úr Veiðivötnum

Friðrik Þórarinsson með stærsta fisk sumarsins úr Veiðivötnum.
Friðrik Þórarinsson með stærsta fisk sumarsins úr Veiðivötnum. Ljósmynd/Aðsend

Í miklum norðanhvelli og sandbyl síðastliðinn laugardag veiddist stærsti urriði sumarsins úr Veiðivötnum og jafnframt sá næststærsti sem veiðst hefur á stöng í vötnunum frá því skipulegar skráningar hófust. Stangveiðitímabilinu er nú lokið og netaveiðar taka við.

Það var Friðrik Þórarinsson sem þann 17. ágúst fékk þennan stærsta fisk sumarsin á beitu úr  Grænavatni. Hann  var veginn 8,02 kíló (16,06 pund) og mældur 74 cm að lengd og var belgmikill því hann mældist 79 cm að ummáli. Þetta er annar þyngsti fiskur sem veiðst hefur á stöng í Veiðivötnum. 

Stangveiðitímabilinu lauk í Veiðivötnum á miðvikudaginn og tekur við netaveiðitími landeigenda sem stendur næstu þrjár til fjórar vikur.

Alls fengust 20.393 fiskar á stöng í sumar, 9659 urriðar og 10.734 bleikjur. Þetta er svipaður afli á stangveiðitímanum og undanfarin ár að er fram kemur í samantekt frá veiðivörðum við vötnin.

Veiðin glæddist mikið í síðustu veiðivikunni frá illviðravikunni á undan. Alls komu 1196 fiskar á land þá vikuna, þar af 640 urriðar úr Litlasjó og 157 úr Hraunvötnum. Þetta voru jafnframt aflahæstu vötnin vikunnar.

Flestir fiskar hafa komið á land úr Snjóölduvatni, 5649 á þessu veiðitímabili og úr Litlasjó hafa fengist 4502 fiskar.

Fleiri stórir fiskar fengust úr Grænavatni í þessari síðustu viku, tveir 14  til 15 punda auk þessa stóra sem Friðrik fékk. Meðalþyngd afla úr vötnunum er nú 1,34 pund en mesta meðalþyngd var í Grænavatni 2,97 pund. Einnig var góð meðalþyngd úr Ónýtavatni fremra, Arnarpolli, Hraunvötnum og Litlasjó.

Nánar má kynna sér þessa samantekt hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.
100 cm Nesveiðar Anna Margrét Kristinsdóttir 19. júlí 19.7.

Skoða meira