Þessar ár gáfu flesta „hundraðkalla“

Ársæll Þór Bjarnason með 102 sentímetra hæng úr Kálfhagahyl í …
Ársæll Þór Bjarnason með 102 sentímetra hæng úr Kálfhagahyl í Stóru Laxá. Þessi veidist í gær á Frigga. Félagar hans kölluðu hann alsæll, eftir viðureignina. Ljósmynd/Aðsend

Það er draumur margra veiðimanna að setja í og landa 100 sentímetra laxi eða þaðan af stærri. Sporðaköst hafa leitað fanga víða um land til að finna út hvar þessir fiskar hafa verið að veiðast í sumar. Þeir eru ekki margir, hér að neðan má sjá lista yfir hvaða ár og veiðisvæði hafa gefið flesta slíka laxa. Það kemur engum á óvart að Nesveiðar tróna í fyrsta sæti með nokkrum yfirburðum.

Laxá í Aðaldal er samtals með 27 laxa í þessum stærsta stórlaxaflokki, en við aðgreinum Nesveiðar, þar sem það svæði er selt sérstaklega og er sjálfstæð rekstrareining og án efa enn einu sinni að sanna sig sem mesta stórlaxasvæði landsins.

Þessi listi kann eitthvað að breytast og til að mynda bættist fjórði slíki laxinn í bók í Miðfirði í gær og einnig veiddist 102 sentímetra hængur í Stóru-Laxá í gær. En svona er staðan núna. Ef veiðimenn vita um fiska sem eru ekki tilgreindir hér væru upplýsingar vel þegnar á netfangið eggertskula@mbl.is.

Á/Vatnasvæði       Fjöldi            Athugasemd

Nes í Aðaldal                   17             Stærsti lax sumarsins veiddur þar.

Laxá í Aðaldal                  10             Óstaðfest, en nærri lagi.

Víðidalsá                          7              Þar af þrír 104 sentímetrar.

Þverá/Kjarrá                    5              Stærsti 104 sm. Annars 1/4 skipting.

Miðfjarðará                      4              Sá síðasti veiddur 16.9.

Selá                                 2              Báðir á Fossbreiðu.

Vatnsdalsá                       2              Úr Línufljóti og Þórhöllustaðahyl.

Grímsá                            2              Langþráð. Ekki gerst í tuttugu ár.

Eystri Rangá                    2              Gætu verið fleiri en ekki staðfest.

Stóra Laxá                       2             102 cm hængur veiddur í gær.

Haukadalsá                      1              Þar veiddist 106 sentímetra lax.

Ytri Rangá                        1             Sá var 104 sentímetrar.

Mýrarkvísl                        1             Veiðin í sumar mun betri en í fyrra.

Hólsá                               1             Hér er átt við eystri bakka.

Ölfusá                              1             Mældist 105 cm.

Laxá í Leir.                       1              100 sm úr Miðfellsfljóti 6. sept.

Jökla                               1             102 sm í byrjun ágúst.

Húseyjarkvísl                   1             102 sm 13. ágúst í Réttarhyl.

Sigurður Veigar Bjarnason með stórlaxinn úr Grímsá. Þetta er stærsti …
Sigurður Veigar Bjarnason með stórlaxinn úr Grímsá. Þetta er stærsti lax sem hefur veiðst þar á þessari öld og þarf að fara lengra aftur. Þetta er enn ein staðfestingin á því að stórlaxinn er að koma aftur á Vesturlandi. Ljósmynd/GP

Þessi listi getur enn tekið breytingum en þetta er staðan í lok dags 16. september. Listinn verður uppfærður um leið og frekari upplýsingar berast eða breyting verður á fjölda.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Sogið Kristinn Örn 14. júlí 14.7.
100 cm Nesveiðar Grétar Þorgeirsson 12. júlí 12.7.
100 cm Blanda Tom Tynan 9. júlí 9.7.
105 cm Blanda Nigel Hawkins 8. júlí 8.7.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.

Skoða meira