Hundraðkallar og flóðatafla

Svona lítur flipinn út sem hægt er að smella á …
Svona lítur flipinn út sem hægt er að smella á til sjá listann yfir hundraðkalla ársins og umfjöllun um þá fiska. Við stólum á að veiðimenn láti okkur vita þegar slíkur fiskur veiðist. Samsett mynd/Ljósmynd Einar Falur

Nú er kominn nýr liður hér á Sporðaköstum. Allir laxar sem veiðast og mælast hundrað sentímetrar eða lengri fara á listann „Hundraðkallar 2020.“ Sérstakur flipi er nú á síðu Sporðakasta þar sem hægt er að nálgast listann og umfjöllun um þessa stærstu fiska sumarsins.

Það er mikilvægt að hvetja veiðimenn sem landa svo stórum fiski að láta okkur vita og verður hann þá færður inn á listann.

Eins og er þá vitum við um fimm hundraðkalla sem veiðst hafa í sumar. Tveir í Árnesi í Laxá í Aðaldal, einn í Laxá í Kjós, Blöndu og Víðidalsá.

Með því að smella á flipann má sjá umfjöllun um þessa fiska.

Flóðatafla á Sporðaköstum

Rétt er að vekja athygli veiðimanna á því að hér hægra megin á síðu Sporðakasta, fyrir neðan lista yfir mest lesnu fréttirnar má finna flóðatöflu sem sýnir flóð og fjöru á fjórum stöðum á landinu. Reykjavík, Ísafirð, Siglufirði og Djúpavogi. Flóðataflan uppfærist daglega og byggir á upplýsingum frá Sjómælingum Íslands.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.

Skoða meira