Þegar fiski er sleppt - leiðbeiningar

Nils Folmer með risa úr Nesi í Laxá í Aðaldal. …
Nils Folmer með risa úr Nesi í Laxá í Aðaldal. Hann heldur fiskinum ofan í ánni og hvetur menn til að taka sér ekki of langan tíma í myndatöku. Þessi lax mældist 111 sentímetrar og var sleppt. Ljósmynd/Aðsend

Þar sem veiða og sleppa fyrirkomulag er, þarf að huga að ýmsum atriðum við sleppingu. Markmiðið er jú að koma fiskinum ósködduðum í ána aftur. Nils Folmer Jörgensen er reyndur veiðimaður og leiðsögumaður. Hann hefur tekið saman nokkur ráð til að auka líkur á fiskur nái sér að fullu eftir að vera sleppt.

Nils setti fram þessar hugleiðingar á facebook síðu sinni og hér fer stutt endursögn á hans ráðleggingum.

Í fyrsta lagi að vera með sterka tauma. Það er ávísun á styttri viðureign og fiskurinn á þar af leiðandi meiri orku eftir þegar honum er sleppt.

Nils hvetur menn til að vera ekki með hanska þegar fiskur er sporðtekinn. Best sé einfaldlega að vera berhentur og með blautar hendur. Hættan við hanska er með þeim er hætta á að slímið sem umlykur fiskinn og er hans náttúrulega vörn, verði þurrkuð burt að hluta.

Haldið fiskinum eins mikið í vatni og hægt er. Þegar kemur að myndatöku, reyna að láta það ganga hratt fyrir sig, Lyfta fiskinum upp í stutta stund og setja hann strax aftur ofan í vatn.

Haldið um sporðinn og styðjið við framhlutann eða hausinn. Þegar fiski er lyft upp með því að halda undir maga á honum, kremur það innyfli.

Ef krókur situr mjög fastur í fiskinum er best að klippa á tauminn og láta hann fara með krókinn. Nils segir að krókurinn muni detta úr honum. Þessi ummæli urðu til nokkurra skoðanaskipta á síðu Nils. Menn spurðu um sannanir og athyglisvert var að lesa ummæli Paul Ryder sem segir að laxar sem veiddir hafi verið í kistur í Ytri Rangá séu gjarnan með fluguna í sér ef þeir taka hana af krafti. Hann segir jafnframt að eftir dag eða tvo megi sjá þessar flugur á botni kistunnar.

En áfram með ráðleggingar Nils. Þegar fiskur er háfaður er best að vera með háf sem er ekki með stórum möskvum. Ef möskvar eru mjög stórir er líklegt að þeir kljúfi uggana á laxinum. Fíngerðari net eru því hentugri.

Loks talar hann um kjafttöng, sem reyndar er ekki nánast óþekkt fyrirbæri við veiðar hér, en algengara við veiðar í sjó. Hann telur að slík tæki geti skaðað kjálka og valdið sárum í munni sem kunni að leiða til sýkingar.

Nils Folmer tekur fram að hann er ekki setja þessa punkta fram til að ræða efnislega um ágæti veiða/sleppa, heldur fyrst og fremst til hjálpa mönnum að stuðla að því að fiskur eigi sem mesta möguleika á að ljúka ætlunarverki sínu, sem er að koma nýrri kynslóð í ána. Hann bendir á að veiða/sleppa sé mjög mikilvægt í mörgum ám þar sem laxastofnar eiga undir högg að sækja.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert