Mikil óvissa á laxveiðimarkaði

Erlendur veiðimaður með verklega hrygnu úr íslenskri laxveiðiá. Hvort þeir …
Erlendur veiðimaður með verklega hrygnu úr íslenskri laxveiðiá. Hvort þeir koma næsta sumar eða ekki er alveg óljóst. Þeir eru til í að panta en dettur ekki í hug að borga. Ljósmynd/Aðsend

Mikil óvissa ríkir á laxveiðimarkaði. Þessi óvissa snýr að nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi standa víða yfir viðræður milli landeigenda og leigutaka. Óvíst er hvernig þeim viðræðum mun ljúka en ljóst að mikið tekjutap varð víða á þessum markaði í sumar. 

Í öðru lagi er alger óvissa um sölumál fyrir næsta sumar. Þetta hafa margir leigutakar staðfest við Sporðaköst. Og eins og einn orðaði það: „Það er enginn útlendingur að fara að senda okkur peninga í dag. Þeir hlæja bara að manni ef spurt er. Menn eru til í að panta en ekki borga,“ sagði einn af mörgum leigutökum sem rætt var við.

Efnahagsástandið og slæmar horfur á Íslandi gera það líka að verkum að sala til íslenskra veiðimanna er stórt spurningarmerki. Ekki bætir úr skák að síðustu tvö sumur hafa verið léleg í laxi og krafa um lækkun á verði veiðileyfa verður sífellt háværari.

Laxá í Kjós og Bugða eru komnar í hendur nýs leigutaka og hefur hann boðað verðlækkanir yfir hluta tímans um allt að 35%. Ljóst er að leigutakar eru víða að fara fram á sambærilega hluti.

Samningur um Grímsá er laus en það er Hreggnasi ehf. sem verið hefur með ána á leigu. Viðræður standa yfir en óljóst hver niðurstaðan verður.

Það eru fram undan skrýtnir tímir á þessu sviði og ógerningur að segja fyrir um þróun mála. Hafi klisjan fordæmalausir tímar einhvern tímann átt við þá er það á þessu sviði og núna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira