„Þetta eru slagsmál um örfáar gráður“

Vignir Hreinsson tekst á við stærðarinnar sjóbirting í Ytri-Rangá í …
Vignir Hreinsson tekst á við stærðarinnar sjóbirting í Ytri-Rangá í gær. Þessi náðist ekki á land. Ljósmynd/Aðsend

Félagar úr veiðiklúbbnum Óðflugum fengu spennandi dag í Ytri-Rangá í gær. Loksins komst hitinn yfir frostmark, yfir hádaginn, og þá lifnaði yfir fiskum og mönnum. „Þeir misstu tólf fiska en lönduðu fjórum. Þessir fiskar voru að taka Black Ghost og Orange Dýrbít. Mikið af tökunum voru grannar. Þessir strákar voru að taka þessu rólega og veiddu ekki nema á þrjár stangir,“ sagði Jóhannes Hinriksson, staðarhaldari við ána, þegar Sporðaköst leituðu frétta.

Gunnugilsbreiða og Breiðubakki voru heitu staðirnir og þar er greinilega mikið af fiski. Stærsti birtingurinn í gær var 75 sentimetrar en menn misstu nokkra í yfirstærð.

Ásgeir Bjarni Lárusson með 74 sentimetra birting sem tók á …
Ásgeir Bjarni Lárusson með 74 sentimetra birting sem tók á Gunnugilsbreiðu. Þessi tók straumfluguna Black Ghost. Ljósmynd/Aðsend

Við þessar aðstæður þarf að veiða með sökkendum og helst hraðsökkvandi. „Veðurspáin næstu daga er að sýna okkur að þetta kalda páskahret er að baki og þá geta verið spennandi tímar fram undan. Þegar eru bara bláar tölur í veðurkortunum þá er að frjósa í lykkjum og þetta verður mjög erfitt. Fiskurinn liggur líka bara og hreyfir sig ekki. Þetta eru slagsmál um örfáar gráður á hverjum degi. Næstu dagar bjóða upp á rauðar tölur og þá getur alveg orðið gaman,“ fullyrti Jóhannes.

Pétur Haukur Loftsson tók þennan á appelsínugulan Nobbler. 65 sentimetrar.
Pétur Haukur Loftsson tók þennan á appelsínugulan Nobbler. 65 sentimetrar. Ljósmynd/Aðsend

Eftir tvo fyrstu daga tímabilsins, sem víða gáfu vel, gerði þannig kuldakast að nánast var óveiðandi i flestum ám. Nú horfir þetta til betri vegar og marga veiðimenn klæjar orðið í strippfingurinn.

Góðar fréttir bárust víða að í gær og líklegt að fréttir næstu daga verði uppörvandi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira