Gylfi Þór: Heimþrá vegna veiði

Gunnar Bender glaðbeittur með nýtt og spikfeitt Sportveiðiblað.
Gunnar Bender glaðbeittur með nýtt og spikfeitt Sportveiðiblað. Ljósmynd/María Gunnarsdóttir

Nýtt Sportveiðiblað er komið út. Forsíðuna prýðir Gylfi Þór Sigurðsson atvinnumaður í knattspyrnu sem er illa haldinn af veiðibakteríunni. Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta er einnig í stóru viðtali.

Báðir þessir miklu íþróttamenn eru afar áhugasamir um veiði og reyna eins mikið og tíminn leyfir að komast heim yfir sumarið og veiða í íslenskri náttúru. Þórir reyndar nýtur þess að geta veitt víða í Noregi og hann er duglegur við það þegar tími gefst. 

Sporðaköst bera ábyrgð á báðum þessum viðtölum og það er óhætt að segja að bæði þessi stóru nöfn voru reiðubúin að gefa af sér og voru persónulegir í lýsingum á aðstæðum sínum og áhuga á veiði. Athyglisvert var að heyra hvað Gylfi Þór Sigurðsson saknar þess að geta veitt meira í íslenskri náttúru.

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni prýðir forsíðuna. …
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni prýðir forsíðuna. Hann var við veiðar í Grímsá í fyrra og saknar Íslands, sérstaklega þegar veiðitíminn rennur upp. Ljósmynd/Sportveiðiblaðið

Fróðleg frásögn Óla og Maríu í Veiðihorninu er í blaðinu, þar sem þau fóru að eltast við Tigerfish í Afríku. Veiðisvæðið er Zambesiáin í Zambesi. Ótrúlegt ævintýri innan um fíla, vatnabuffla og flóðhesta.

Helga Kristín Tryggvadóttir, sem situr í stjórn FUSS eða Félags ungra í skot- og stangveiði, ræðir um framtíðina og möguleika ungra veiðimanna.

Um er að ræða 1. tölublað 39. árgangs og er blaðið eins og alltaf á vorin langþráð afþreyingarefni fyrir útivistarþyrsta stangveiðimenn. Gunnar Bender ritstjóri hefur verið önnum kafinn við dreifingu síðustu daga og er blaðið að hans sögn nú komið á helstu sölustaði. „Já. Ég held að þetta sé eitt af bestu blöðunum sem við höfum gefið út lengi,“ sagði ritstjórinn í samtali við Sporðaköst.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira