Fyrsti lax úr Elliðaánum kom á þurrflugu

Hafþór Bjarni Bjarnason með laxinn úr Ármótum. Miðað við lit …
Hafþór Bjarni Bjarnason með laxinn úr Ármótum. Miðað við lit þá er hann búinn að vera í ánni í nokkurn tíma. Hafþór Bjarni tók það sérstaklega fram að þetta væri ekki hoplax. Ljósmynd/Aðsend

Hafþór Bjarni Bjarnason og félagar fóru til silungsveiða í Elliðaánum í dag og fengu óvæntan happadrátt. Þeir voru að kasta þurrflugu fyrir urriða og skyndilega tekur góður fiskur fluguna. Það síðasta sem þeir áttu von á var lax.

Þeir höfðu landað einum urriða í Höfuðhyl, sem er efsti veiðistaður í Elliðaánum. Þeir færðu sig nokkru neðar, eða í Ármót. „Við lönduðum þremur urriðum í Ármótum og fengum svo sextíu sentímetra lax. Þetta var ekki hoplax, en greinilega búinn að vera í ánni í einhvern tíma því hann var ekki silfurbjartur eins og maður á von á um þetta leyti,“ sagði kátur og ofurlítið hissa veiðimaður í samtali við Sporðaköst í kvöld, eftir að veiði lauk.

Síðustu ár hefur Reykvíkingur ársins fengið þann heiður að kasta fyrstur í Elliðaárnar. Nú er spurning hvort Hafþór Bjarni hefur ekki með þessu krækt í þann titil. Elliðaársérfræðingar sem Sporðaköst leituðu til í kvöld eru sammála um að þetta sé mjög sérstakt en kvitta upp á að þetta sé fyrsti laxinn. 

Hafþór Bjarni Bjarnason er sonur fyrrverandi formanns SVFR, Bjarna Júlíussonar.

Árnar verða opnaðar formlega fyrir laxveiði á aðalsvæðinu hinn 20. júní.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira