Eystri-Rangá varð fyrsta laxveiðiáin í sumar til að brjóta þúsund laxa múrinn. Jafnvel var búist við að Norðurá yrði fyrsta áin til að ná þessari tölu, en Eystri-Rangá er að skila sjötíu til áttatíu löxum á dag þessa dagana.
Jóhann Davíð Snorrason, framkvæmdastjóri Kolskeggs, sem rekur Eystri-Rangá og fleiri ár á Suðurlandi, birti fyrr í dag póst á síðu Kolskeggs. Þar er upplýst að áin er komin yfir þúsund laxa, enda var veiðin í gær ríflega sjötíu fiskar og vitað að hún var komin í 950 laxa.
Besti dagurinn til þessa í Eystri eru 85 laxar. Hún hefur undanfarin ár gefið mun betri veiði en þetta. Viðkvæðið í ár er hins vegar að laxinn sé seinn á ferðinni og vonandi er það rétt. Þannig er Affallið og Þverá í Fljótshlíð, sem Kolskeggur er einnig með, að hjarna við eftir lélega byrjun.
Norðurá mun að öllum líkindum ná þessu sama marki fljótlega.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Lagarfljót | Jóhannes Sturlaugsson | 2. október 2.10. |
100 cm | Stóra - Laxá | Vigfús Björnsson | 30. september 30.9. |
102 cm | Laxá í Aðaldal | Aðalsteinn Jóhannsson | 19. september 19.9. |
103 cm | Víðidalsá | Rob Williams | 17. september 17.9. |
101 cm | Stóra - Laxá | Jim Ray | 16. september 16.9. |
102 cm | Víðidalsá | Svanur Gíslason | 15. september 15.9. |
101 cm | Miðfjarðará | Stebbi Lísu | 14. september 14.9. |