Samfagnað með „veiðisjúklingi“

Höfundurinn og veiðisjúklingurinn, Ólafur Tómas Guðbjartsson kátur með afurðina. Dagbók …
Höfundurinn og veiðisjúklingurinn, Ólafur Tómas Guðbjartsson kátur með afurðina. Dagbók urriða er skrifuð á léttum nótum og byggir á reynsluheimi höfundar. Ljósmynd/Salka
Bókaútgáfan Salka og „veiðisjúklingurinn“ Ólafur Tómas Guðbjartsson fögnuðu í gær útkomu bókarinnar Dagbók urriða sem Ólafur Tómas skrifaði. Fjölmargir veiðimenn lögðu leið sína á Hverfisgötuna og samfögnuðu með höfundi og útgefendum.
„Ólafur Tómas Guðbjartsson hefur staðið við bakkann með veiðistöng í hönd við hvert tækifæri síðustu 30 ár og nú miðlar hann fróðleik í nafni Dagbókar urriða, meðal annars í sjónvarpsþáttum og hlaðvörpum og nú fyrir jólin kemur út veiðibókin Dagbók urriða. Bók þessi er óður Ólafs til veiðinnar og náttúrunnar. Í henni má finna fyndnar og merkilegar sögur, frásagnir af baráttum við ótal fiska á fjölbreyttum slóðum og fróðleik um sjóbirtinga, urriða, bleikjur, laxa og ótal veiðisvæði,“ segir í fréttatilkynningu frá Sölku um veiðibókina Dagbók urriða. Í sömu tilkynningu lýsir Ólafur Tómas sjálfum sér á einlægan hátt.
Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttir með höfundinn á milli …
Dögg Hjaltalín og Anna Lea Friðriksdóttir með höfundinn á milli sín. Þær Dögg og Anna Lea eiga og reka Sölku. Ljósmynd/Salka

„Ég er veiðisjúklingur. Ég hef lengi verið veiðisjúklingur. Að einhverju leyti væri hægt að tala um mig sem veiðifíkil. Veiðimennskan átti mig strax frá unga aldri. Ég varð heillaður af því að takast á við náttúruna á einn eða annan hátt. Það er ekki til magnaðri stund en að setja í kraftmikinn fisk og vera algjörlega einn á móti náttúrunni. Að togast á við hana án þess að segja orð. Veiðin hefur alla tíð gefið mér gleði enda er hún alltaf jákvæð,“ segir Ólafur.

Hér er komin saman mikil veiðireynsla. Frá vinstri. Hafsteinn Már …
Hér er komin saman mikil veiðireynsla. Frá vinstri. Hafsteinn Már Sigurðsson, Ólafur Finnbogason, Ólafur Tómas, Atli Bergmann og Árni Kristinn Skúlason. Ljósmynd/Salka

Dagbók urriða er glettin bók uppfull af fróðleik á mörgum sviðum veiðinnar. Hún er fjórða bókin sem sem kemur út fyrir þessi jól og er beinlínis skrifuð fyrir veiðimenn. Hinar þrjár eru Norðurá, enn fegurst áa, eftir Jón G. Baldvinsson. Veiði, von og væntingar, eftir Sigurð Héðinn og loks skotveiðibókin hans Dúa Landmark, Gengið til rjúpna.

Allt eru þetta veglegar bækur og áhugaverðar. Sporðaköst munu á næstu dögum birta kafla úr þessum bókum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira