Haraldur hárfagri með maríulax í Miðfirði

Finnski leikarinn Peter Franzen, sem leikur Harald hárfagra í þáttaröðinni Vikings á Netflix, landaði maríulaxinum í Miðfjarðará á afmælisdeginum sínum. Með Peter í för var Jasper Paakkönen sem lék Hálfdán svarta í sömu þáttum.

Jasper er reynslumikill veiðimaður en Peter var í fyrsta skipti að kasta fyrir lax þegar heimildamyndin Síðustu sporðaköstin var tekin upp í fyrra. Með þeim félögum var leiðsögumaðurinn Gary Champion sem glatt hefur margan veiðimanninn í Miðfirðinum.

Hér má sjá atriði úr myndinni þegar Jasper og Gary leggja allt í sölurnar til að koma afmælisbarninu í maríulaxinn. Sjón er sögu ríkari en myndin er aðgengileg í heild sinni á efnisveitum Símans og Sýnar.

Kvikmyndatöku annaðist Friðrik Þór Halldórsson en Steingrímur Jón Þórðarson klippti.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira