Smálaxinn sem hagaði sér eins og stórlax

Breski leikarinn Robson Green veiddi í fyrsta skipti lax á hitch í Laxá á Ásum við upptökur á Sporðakastaþætti í fyrra. Þessi mjög svo reyndi veiðimaður þurfti að hlaupa á eftir laxinum og lengi vel hélt hann að þetta væri stórlax.

Robson naut leiðsagnar Sturlu Birgissonar rekstraraðila Ásanna. Þegar þetta myndbrot er skoðað vakna margar spurningar. Átti hann að taka fastar á laxinum? Eða gerði hann allt rétt þegar krókurinn var af stærð átján? 

Hitchið að þessu sinni var örlítil plasttúpa af gerðinni Haugur. Hitch skautar í yfirborðinu þannig að veiðimaður sér tökuna og allar hreyfingar í námunda við hana ef fiskur er ógna flugunni. Áður en laxinn tók var hann búinn að skoða hana þrisvar sinnum og taugar voru þandar.

En það er gaman að fylgjast með stórleikaranum hlaupa niður með Laxá í miklu stresskasti. 

Fleiri brot úr Sporðaköstum eru væntanleg hér á næstu dögum. 

Eins og fyrr er það Steingrímur Jón Þórðarson sem annaðist kvikmyndatöku og klippingu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert