Þau hnýttu „heimsins besta“ Peacock

Eiður Nói var einn af þremur vinningshöfum í keppninni. Hann …
Eiður Nói var einn af þremur vinningshöfum í keppninni. Hann er hér með verðlaunin og afar sáttur. Ljósmynd/Veiðihornið

Flugan, eða púpan Peacock er ein vinsælasta silungafluga sem hnýtt hefur verið. Útgáfurnar eru orðnar býsna margar frá því að Kolbeinn Grímsson hnýtti hana fyrst. Nú í vetrarlok eða vorbyrjun hefur staðið yfir keppni um besta Peacock í heimi í Veiðihorninu í Síðumúla. Ólafur Tómas Guðbjartsson var keppnisstjóri og nú liggja úrslit fyrir. Hann brást vel við beiðni Sporðakasta um að skila skýrslu um keppnina og málið í heild sinni. Fylgir hún hér.

„Peacock “keppninni” er lokið og sigurvegarar hafa fengið glæsilegar nýjar línur frá RIO í hendurnar. Það bárust fjölmargir áhugaverðir Peacock í keppnina. Sumir reyndu að líkja eftir frumgerð Kolbeins Grímssonar en aðrir hnýtarar fóru sínar eigin leiðir í átt að heimsins besta Peacock-num.

Helga Gísladóttir fékk verðlaun fyrir sína hnýtingu og túlkun á …
Helga Gísladóttir fékk verðlaun fyrir sína hnýtingu og túlkun á Peacock. Ljósmynd/Veiðihornið


Það er áhugavert að velta því fyrir sér, hver heimsins besti Peacock sé. Er Peacock svo mögulega besta púpa allra tíma? Þá má alveg færa rök fyrir því. Afar auðveld að hnýta, veitir byrjendum sjálfstraust og trú á eigin handbragði og kemur þeim snemma í tengingu við eina af mikilvægustu lífveru silungsveiðimanna, Vorfluguna. Vorflugan fylgir silungsveiðimanninum allt tímabilið í hinum ýmsu myndum.

Haukur Pálsson hnýtti eina af verðlaunaflugunum.
Haukur Pálsson hnýtti eina af verðlaunaflugunum. Ljósmynd/Veiðihornið

En vitaskuld er heimsins besti Peacock sá sem er undir og gefur fisk hverju sinni. Það er þó gaman að velta því fyrir sér að tvær af gjöfulustu silungapúpum á Íslandi, eru einnig þær sem kannski auðveldast er að byrja að hnýta þegar fyrstu skrefin eru stigin í fluguhnýtingum. Pheasant Tail og Peacock. Það væri jafnvel hægt að nefna aðrar einfaldar en afar gjöfular, eins og Mobuto eftir Skúla Kristinsson eða Burton eftir Hafstein Björgvinsson. Það er jafnvel hægt að hnýta einföldustu útgáfur af fyrrnefndum flugum og þær munu gefa vel. Kannski erum við veiðimenn gjarnir á að ofhugsa hlutina stundum.

Útgáfurnar voru margvíslegar. Hér er ein skemmtileg.
Útgáfurnar voru margvíslegar. Hér er ein skemmtileg. Ljósmynd/Veiðihornið


Þegar við settum upp hnýtingarborðið í Veiðihorninu í febrúar, tókum við fljótt eftir því að það var ekki laust við að margir gestir væru feimnir að setjast niður og hnýta fyrir framan aðra. Ég get vel skilið það. En sú fluga, sem þó oftast var hnýtt, var einmitt Peacock. Það hafa til að mynda margir fengið sína fyrstu bleikju á Þingvöllum á stóran og feitan Peacock en þó eru fjölmargar mismunandi skoðanir á því hvernig þessi einfalda fluga á að vera.

Peacock og það ekki með kúlu. En margar útgáfur skörtuðu …
Peacock og það ekki með kúlu. En margar útgáfur skörtuðu kúlu. Ljósmynd/Veiðihornið

Sumir vilja hafa hana vindlalaga, en aðrir mjóslegna heilt í gegn. Enn aðrir vilja svo hafa hana eins og rúgbý-bolta, með kúlu eða ekki, með rauðum kraga eða orange, beinan legg eða Grubber. Það eru nánast eins margar útgáfur og það eru veiðimenn sem beita henni. En eitt er víst, hún er langbest sem sú er gefur veiðimanni trú. Það er jú þannig að flugan sem veiðimaður trúir á, er oft betri en hinar.

Með silfurkúlu. Allt eru þetta býsna veiðilegar púpur.
Með silfurkúlu. Allt eru þetta býsna veiðilegar púpur. Ljósmynd/Veiðihornið


Við starfsmenn Veiðihornsins fórum því að hnýta okkar útgáfur hver og sáum fljótt að þær voru afar misjafnar. Við settum því af stað litla skemmtilega keppni um heimsins besta Peacock og allir sem vildu gátu sest niður við væsana hjá okkur og tekið þátt. Um þrjátíu hnýtarar höfðu á endanum hnýtt sína útgáfu og voru valdir þrír hnýtarar sem okkur fannst hafa hnýtt Peacock-inn sinn af myndarskap og fengu þessir hnýtarar smá glaðning frá Veiðihorninu í formi glænýrra flugulína frá RIO. Varla hægt að byrja nýtt veiðitímabil betur en með nýrri hágæða línu.

Og hér er Peacock með grænni kúlu. Skyldi það vera …
Og hér er Peacock með grænni kúlu. Skyldi það vera málið? Ljósmynd/Veiðihornið


Sigurvegarar í heimsins besta Peacock voru:

Haukur Pálsson, Helga Gísladóttir og Eiður Nói. En Eiður á nú ekki langt að sækja hnýtingarhæfileikana, en faðir hans er Eiður Kristjánsson fluguhnýtari."

Hér má sjá nokkrar myndir af framlögum keppenda. Það eru svo silungar í hinum ýmsu ám og vötnum sem í sumar gefa lokasvarið, hvað af þessu virkar best.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira