Loksins, loksins lax úr Blöndu

Sá fyrsti úr Blöndu sumarið 2022. Veiðimaður er Detlef Fischer. …
Sá fyrsti úr Blöndu sumarið 2022. Veiðimaður er Detlef Fischer. Þvílíkur fiskur. 93 sentímetrar og splunkunýr. Eins og þeir gerast flottastir á vorin. Ljósmynd/EK

Fyrsta laxinum úr Blöndu var landað í morgun. Mönnum var verulega létt og ekki spillti fyrir að laxar sáust á nokkrum stöðum. Í Holunni, Dammnum og rétt í þessu þrír á Breiðunni að sunnanverðu. Hann virðist loks vera að mæta með vaxandi straumi.

Það var þýski veiðimaðurinn Detlef Fischer sem setti í og landaði 93 sentímetra laxi í morgun á Breiðunni að sunnan. Einn lax var misstur í gærkvöldi en Detlef landaði sínum fyrsta laxi á Íslandi og er óhætt að fullyrða að gleðin var meiri en hann sjálfur átti von á.

„Það var mjög ánægjulegt að sjá fyrsta laxinum landað, loksins. Við sáum fiska á nokkrum stöðum í morgun þannig að við erum spenntir fyrir næstu dögum,“ sagði Erik Koberling í samtali við Sporðaköst skömmu eftir að fyrsti laxin var kominn í bók.

Í samtalinu við Erik sá hann þrjá aðra laxa á Breiðunni og það dró ekki úr ánægjunni. Blanda opnaði 5. júní og mörgum var hætt að lítast á blikuna þar sem að lítið hafði sést af fiski. Vera kann að straumurinn sem nú er að bresta á í vikunni sé straumurinn sem fyrstu fiskarnir eru að ganga í. Síðasti stóri straumur var fyrir um hálfum mánuði og kannski var hann aðeins of snemma. En allavega Blanda er komin á blað og spennandi verður að sjá hvernig framhaldið verður. Hvort hann er að mæta í einhverju magni eða bíða þurfi smálaxins til að veiðin verði sæmandi Blöndu eins og menn þekkja hana.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Laxá í Dölum Stefán Sigurðsson 24. júní 24.6.
102 cm Laxá í Aðaldal Dagur Ólafsson 24. júní 24.6.
104 cm Þverá Snorri Arnar Viðarsson 15. júní 15.6.
105 cm Laxá í Leirársveit Pétur Óðinsson 13. júní 13.6.
Veiðiárið 2021:
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.

Skoða meira