Loksins, loksins lax úr Blöndu

Sá fyrsti úr Blöndu sumarið 2022. Veiðimaður er Detlef Fischer. …
Sá fyrsti úr Blöndu sumarið 2022. Veiðimaður er Detlef Fischer. Þvílíkur fiskur. 93 sentímetrar og splunkunýr. Eins og þeir gerast flottastir á vorin. Ljósmynd/EK

Fyrsta laxinum úr Blöndu var landað í morgun. Mönnum var verulega létt og ekki spillti fyrir að laxar sáust á nokkrum stöðum. Í Holunni, Dammnum og rétt í þessu þrír á Breiðunni að sunnanverðu. Hann virðist loks vera að mæta með vaxandi straumi.

Það var þýski veiðimaðurinn Detlef Fischer sem setti í og landaði 93 sentímetra laxi í morgun á Breiðunni að sunnan. Einn lax var misstur í gærkvöldi en Detlef landaði sínum fyrsta laxi á Íslandi og er óhætt að fullyrða að gleðin var meiri en hann sjálfur átti von á.

„Það var mjög ánægjulegt að sjá fyrsta laxinum landað, loksins. Við sáum fiska á nokkrum stöðum í morgun þannig að við erum spenntir fyrir næstu dögum,“ sagði Erik Koberling í samtali við Sporðaköst skömmu eftir að fyrsti laxin var kominn í bók.

Í samtalinu við Erik sá hann þrjá aðra laxa á Breiðunni og það dró ekki úr ánægjunni. Blanda opnaði 5. júní og mörgum var hætt að lítast á blikuna þar sem að lítið hafði sést af fiski. Vera kann að straumurinn sem nú er að bresta á í vikunni sé straumurinn sem fyrstu fiskarnir eru að ganga í. Síðasti stóri straumur var fyrir um hálfum mánuði og kannski var hann aðeins of snemma. En allavega Blanda er komin á blað og spennandi verður að sjá hvernig framhaldið verður. Hvort hann er að mæta í einhverju magni eða bíða þurfi smálaxins til að veiðin verði sæmandi Blöndu eins og menn þekkja hana.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.

Skoða meira