Gæti orðið stóra árið fyrir Jöklu

Þröstur Elliðason leigutaki Jöklu horfir björtum augum til sumarsins. Vatnsstaðan …
Þröstur Elliðason leigutaki Jöklu horfir björtum augum til sumarsins. Vatnsstaðan í Hálslóni bendir til þess að í eðlilegu árferði verði yfirfall ekki fyrr en langt er liðið á sumar. Ljósmynd/Strengir

Á sama tíma og Landsvirkjun vonast eftir auknu innrennsli í Hálslón og önnur uppistöðulón er Þröstur Elliðason, leigutaki Jöklu fyrir austan ánægður með stöðuna. Yfirborð Hálslóns er lægra nú en flest önnur ár. Þegar Hálslón fyllist fer yfirfallið af stað og Jökla verður gruggug og óveiðanleg. Þessi staða hefur komið upp snemma síðustu tvö veiðiár og þá hefur Jökla farið á yfirfall í byrjun ágúst.

„Eins og staðan er núna þá eru yfirgnæfandi líkur á að yfirfallið verði seinna á ferðinni og við getum jafnvel veitt út ágúst,“ sagði Þröstur Elliðason í samtali við Sporðaköst um stöðuna á Hálslóni. Hann segir að ef sumarið verði eðlilegt þá líti vel út með ágúst en það sé ekki á vísan að róa, þar sem hitabylgja gæti breitt stöðunni.

Svona lítur þetta út í Hálslóni. Fjólubláa línan er núverandi …
Svona lítur þetta út í Hálslóni. Fjólubláa línan er núverandi staða og hún er vel fyrir neðan gulu línuna sem er áætlað meðaltal. Bláa línan sýnir svo árið í fyrra. Mynd/Landsvirkjun

Árið 2015 var hægt að veiða Jöklu í níutíu daga og yfirfallið kom ekki á fyrr en daginn eftir að veiðitíma lauk. Það ár veiddust 815 laxar í henni og er það næst besta veiðiár í henni. „Það er margt breytt frá 2015. Nú erum við tilbúin. Áin var ekki mikið seld 2015 og margir veiðistaðir sem gefa vel núna voru óþekktir þá. Þannig að það er mjög spennandi ár framundan ef allt verður eðlilegt.“ Þröstur segir ána vel selda fyrir sumarið en nokkuð sé laust í ágúst, enda viðurkennir hann að vegna reynslunnar hefur hann ekki lagt áherslu á ágústmánuð í sölunni.

Þó svo að Jökla fari á yfirfall er hægt að veiða hliðarárnar og þar hefur Þröstur og hans fólk verið að sleppa umtalsverðu af seiðum síðustu ár, einmitt til að vega upp á móti yfirfalli, komi til þess.

Svipuð staða er í Blöndulóni en Blanda sem laxveiðiá er býr við sömu stöðu og Jökla ef kemur til yfirfalls. Sannast hér hið fornkveðna að eins dauði er annars brauð.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert