„Það eru meiri læti í þessari veiði“

Vaxandi áhugi er meðal íslenskra veiðimanna á veiði í öðrum heimshlutum. Bæði sjávarveiði og ekki síður veiði í frumskógum Suður – Ameríku. Einn þeirra sem hafa stundað þessa veiði í fjölmörg ár er Ólafur Vigfússon, kenndur við Veiðihornið.

Óli og kona hans María hafa veitt um nánast allan heim og þá bæði í fersku vatni en ekki síður í söltu. Við fengum Óla í spjall um þessar ferðir. Verðið, pöddurnar og ekki síst hvernig er þessi upplifun. Hann segir þetta eðli málsins samkvæmt mjög ólíka upplifun og því sem við eigum að venjast hér heima. Í sjávarveiðinni segir hann að sé mun meiri aksjón og meiri læti en þegar kastað er fyrir lax eða silung. Fiskar geti geti komið úr öllum áttum og iðulega sé verið að sjónkasta á fisk.

Framboð af ferðum til fjarlægra landa hefur aukist mikið upp á síðkastið og íslenskir veiðileyfasalar hafa aðeins verið að færa sig upp á skaftið með að bjóða slíkar ferðir.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jorgensen 17. september 17.9.
100 cm Stóra - Laxá Jóhann Gunnar Jóhannsson 13. september 13.9.
100 cm Miðfjarðará Daði Þorsteinsson 12. september 12.9.
103 cm Stóra - Laxá Magnús Stephensen 10. september 10.9.
102 cm Stóra - Laxá Reto Suremann 10. september 10.9.
101 cm Laxá í Aðaldal Sindri Rósenkranz 9. september 9.9.
100 cm Miðfjarðará N/A 8. september 8.9.

Skoða meira