Besta opnun síðan að niðursveiflan hófst

Rekstraraðilinn með lúsuguna lax af Bryggjunum. Rafn Valur Alfreðsson sagði …
Rekstraraðilinn með lúsuguna lax af Bryggjunum. Rafn Valur Alfreðsson sagði í samtali við Sporðaköst að eftirtektavert væri hversu vel haldnir og flottir laxarnir hafi verið í opnun. Ljósmynd/Jóhann Birgisson

Opnunarhollið í Norðurá lauk veiðum á hádegi í dag og hafði þá veitt í tvo og hálfan dag. Niðurstaðan var umfram væntingar en undanfarin ár hefur opnunin verið frekar dræm. Segja má að niðursveifla hafi hafist í laxveiðinni þurrkasumarið 2019. Frá þeim tíma hefur veiði á landsvísu verið um og undir meðaltali. Þar munar að sjálfsögðu miklu um veiðina í Borgarfirði en hún er nánast ráðandi þáttur í heildartölunni þegar upp er staðið.

Samtals landaði opnunarhollið 35 löxum og eins og gefur að skilja voru þetta nánast allt tveggja ára laxar en þeir mæta að öllu jöfnu fyrr í árnar og hafa verið tvö ár í sjó á meðan að smálaxinn dvelur ekki nema eitt ár í sjó. Þó gerðist það í Norðurá að einn smálax veiddist og telja menn það yfirleitt vita á gott að hann sé svo snemma sumars á ferðinni.

Þórir Traustason með þann þriðja sem Blanda hefur gefið. 76 …
Þórir Traustason með þann þriðja sem Blanda hefur gefið. 76 sentímetrar á Breiðu suður. Þessi tók Kolskegg. Ljósmynd/Starir

Þessi niðurstaða er ekkert loforð inn í sumarið en er afskaplega ánægjulegt upphaf í þessari lykilá sem allir fylgjast með. Til samanburðar voru komnir í bók 38 laxar í Norðurá þann 15. júní í fyrra. Fiskur var að ganga í Norðurá af krafti í aðdraganda og í kjölfar stórstreymis sem náði hámarki í gærkvöldi. Opnunardagurinn gaf sextán laxa og algilt er að eftir það dragi verulega úr veiði, þegar búið er að taka hrollinn úr þessu og veiða uppsafnaða fiska. Það gerðist nefnilega ekki í opnunarhollinu í Norðurá. Dagur tvö, 5. júní gaf líka sextán fiska og voru flestir þessara fiska grálúsugir.

Heldur rólegra var yfir hlutunum í morgun en þá veiddust þrír laxar á lokavakt opnunarhollsins. Samtals 35 og umfram væntingar flestra.

Jóhann Birgisson yfirleiðsögumaður í Miðfjarðará horfir á laxa neðarlega á …
Jóhann Birgisson yfirleiðsögumaður í Miðfjarðará horfir á laxa neðarlega á breiðunni fyrir neðan Kistufoss í Vesturá. Þeir sáu laxa neðan við Hlíðarfoss og einnig í Hlaupunum í Austurá. Ljósmynd/RVA

Hann er víða mættur

Laxar hafa verið að sjá víða síðustu daga. Blanda er að opna rólega en þar eru komnir þrír á land. Pollýönnur í laxveiðiheiminum benda á að þetta sé mun betra en í fyrra. Þá veiddist enginn lax í opnunarhollinu og raunar ekki fyrr en 13. júlí.

Sporðaköst hafa frétt af staðfestum löxum í nokkrum ám, þar sem menn hafa verið að sýsla til að undirbúa opnun. Þannig sáust laxar í Myrkhyl í Þverá en opnunin þar verður á fimmtudag. Daginn eftir byrjar svo veiðin í Kjarrá eða Kjarará eins og sífellt fleiri vilja kalla hana.

Mögnuð sjón. Lax í gjúfrunum í Laxá í Kjós. Töluvert …
Mögnuð sjón. Lax í gjúfrunum í Laxá í Kjós. Töluvert hefur sést af laxi í Kjósinni þrátt fyrir erfitt skyggni á köflum. Ljósmynd/Laxá í Kjós

Í Miðfirði sáu menn bæði laxa í Vesturá og Austurá. Fiskar voru mættir á hefðbundna staði eins og í Kistufoss og Hlíðarfoss. Þá sáu þeir félagar Rafn Valur Alfreðsson og Jóhann Birgisson lax í Hlaupunum í Austurá.

Af þessum fréttum má ráða að laxveiðisumarið fer af stað á jákvæðum nótum hvað sem verður svo þegar líður á. En í þessu er best að taka bara einn stórstraum í einu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert