Er nú kallaður laxafaðmarinn

Ming Li með stórlaxinn. Árni Harðarsson segir að Ming gangi …
Ming Li með stórlaxinn. Árni Harðarsson segir að Ming gangi nú undir nafninu laxafaðmarinn. Myndin styður vel við það nafn. Ljósmynd/Aðsend

Það er nokkuð langt um liðið síðan að hundraðkalli var landað í íslenskri laxveiðiá. Það gerðist þó í síðasta holli í Haffjarðará. Bandaríkjamaðurinn Ming Li lenti þar í miklu veiðiævintýri. Hann var með Madeline númer sextán undir og var að kasta við gömlu brú. Hann fékk þessa líka rokna töku og viðstaddir áttuðu sig strax á að þar var stór fiskur á ferð.

„Hann var mjög stressaður. Hjartað örugglega í 180 slögum. Hann hafði líka miklar áhyggjur af því hvað flugan var lítil en þetta hafðist og hann landaði risanum. Eins og sjá má var Ming Li gríðarlega ánægður með fenginn og faðmaði laxinn vel og lengi áður en honum var sleppt aftur. Hefur Ming Li nú fengið viðurnefnið Laxafaðmarinn af samstarfsfélögum sínum,“ sagði Árni Harðarsson í samtali við Sporðaköst. Árni var staddur í hollinu með Ming.

Það getur verið erfitt að halda á svo stórum laxi. …
Það getur verið erfitt að halda á svo stórum laxi. Á endanum tók Ming hann bara í fangið og féll það vel í kramið hjá viðstöddum. Ljósmynd/Aðsend

Hinrik leiðsögumaður mældi fiskinn eftir réttum kúnstarinnar reglum og stóð hann slétta 102 sentímetra.

Árni sagði að veiðin hefði verið flott. Hollið var með 33 laxa á tveimur dögum. „Áin var í sínum besta gír. Temmilega lág í vatni og draumafæri fyrir flot og smáflugur.“

Haffjarðará hefur verið að gefa stöðuga veiði og er ein af örfáum ám á landinu sem er að gefa svipaða veiði og í fyrra. Samtals hafði hún gefið 642 laxa í fyrradag.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert