Hundraðkallarnir hrúgast inn

Sigurjón með stórlaxinn úr Miðfjarðará í Bakkafirði. Hann mældist 104 …
Sigurjón með stórlaxinn úr Miðfjarðará í Bakkafirði. Hann mældist 104 sentímetrar og veiddist í Netahyl. Ljósmynd/Árni Gunnarsson

Eftir frekar magurt sumar þegar kemur að hundraðköllum í laxveiðinni er september að skila mörgum slíkum. Við greindum frá einum slíkum í Miðfjarðará í vikunni sem Gunnar Pétursson veiddi. Daginn eftir kom annar í Miðfirðinum og mældist hann sléttir hundrað sentímetrar. Veiddist hann í Tangastreng nýja í Austurá.

Haraldur Eiríksson leyfir stórlaxinum sem Magnús Stephensen veiddi að jafna …
Haraldur Eiríksson leyfir stórlaxinum sem Magnús Stephensen veiddi að jafna sig. Þessi 103 sentímetra lax veiddist í Uppgöngugili á svæði fjögur. Ljósmynd/MS

Mikill fiskur veiddist um svipað leiti í annarri Miðfjarðará, nefnilega í Bakkafirði. Sá fiskur mældist 104 sentímetrar og er sá stærsti sem veiðst hefur þar í sumar, en sem komið er. Sigurjón Gunnarsson veiddi hann í Netahyl og tók hann Rauðan Frances kón.

Hundrað sentímetra fiskur úr Miðfjarðará sem veiddist í Tangastreng nýja. …
Hundrað sentímetra fiskur úr Miðfjarðará sem veiddist í Tangastreng nýja. Haustlitirnir skærir og hængurinn vígalegur. Ljósmynd/Aðsend

Stóra–Laxá í Hreppum stóð undir nafni þegar tveir hundraðkallar komu á land sama daginn. Báðir í fyrradal. Annar mældist 103 sentímetrar og veiddist í Uppgöngugili. Sá tók litla Collie Dog áltúbu. Veiðimaður var Magnús Stephensen og naut hann dyggrar aðstoðar frá Haraldi Eiríkssyni. Annar hundraðkall kom svo á land sama dag og veiddist hann í Bláhyl. Þar var að verki Reto Suremann. Leiðsögumaðurinn hans var Sindri Þór Kristjánsson.

Við höfum frétt af fleiri slíkum fiskum en bíðum staðfestingar og mynda. Þegar það liggur fyrir munu þeir rata inn á listann með hundraðköllunum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert