Straumur eldislaxa í Blöndu

Níu eldislaxar voru háfaðir úr laxastiganum í Blöndu í hádeginu í dag. Sporðaköst voru viðstödd og mynduðu atganginn þegar Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður veiðifélagsins fór með dóttur sinni og föður til að kanna stöðuna. 

Á átta dögum er þar með búið að háfa hátt í þrjátíu eldislaxa úr stiganum í Blöndu. Þetta er eini staður á Norð-Vesturlandi þar sem hægt er að stöðva þessa fiska og ná þeim.

Tveir dagar voru liðnir frá því að menn á vegum veiðifélagsins höfðu kannað stöðuna. Guðmundur fór með háfinn út í og strax var ljóst að lax var í hólfinu. Samtals háfuðu Guðmundur og Jakob Þór Guðmundsson pabbi hans sjö fiska úr teljarahólfinu, eins og meðfylgjandi myndbönd sýna. Þeir nutu aðstoðar Hildar Kristínar við verkið.

Guðmundur Haukur, Hildur Kristín og Jakob Þór með hluta af …
Guðmundur Haukur, Hildur Kristín og Jakob Þór með hluta af eldisfiskinum. Samtals forðuðu þau Blöndu frá níu norskum eldislöxum í dag. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Þegar Sporðaköst yfirgáfu vettvanginn voru sjö eldisfiskar komnir á land. Síðar fór Guðmundur Haukur neðar í stigann og náði þá tveimur til viðbótar. Þessir fiskar voru grálúsugir og var sum lúsin með hala þannig að þeir voru nýkomnir úr sjó.

Fréttir af eldisfiskum hrúgast inn. Tveir veiddust í Húseyjarkvísl í gær. Fjórir nýlegir stórlaxar sáust í Flekkudalsá. Bæði í Miðfjarðará og Vatnsdals veiddust svona fiskar í gær. Þá kom einn á land í Búðardalsá.

Uppskriftin að næstu kynslóð er einföld. Svil og hrogn. Hér …
Uppskriftin að næstu kynslóð er einföld. Svil og hrogn. Hér má sjá norska eldislaxa sem geyma bæði frumefnin í þessari uppskrift. Laxinn gengur í ferskvatn til að hrygna. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Það er ógerningur að vita hversu margir laxar eru þegar gengnir í laxveiðiárnar og enn síður hægt að meta hvað er í hafinu fyrir utan Vestanvert landið.

Við opnuðum hæng og hrygnu á staðnum og í hrygnunni voru hrogn og í hængnum svil. Það er eina sem þarf til að skapa næstu kynslóð, hvort sem hún verður norsk, eða norsk–íslensk. Þessir fiskar eru á leið í ferskvatn til að skila af sér afkvæmum.

Guðmundur Haukur, varaformaður veiðifélags Blöndu og Svartár með eldislax í …
Guðmundur Haukur, varaformaður veiðifélags Blöndu og Svartár með eldislax í háfnum í hádeginu í dag. Ljósmynd/Eggert Skúlason
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert