Greinar fimmtudaginn 20. apríl 1995

Forsíða

20. apríl 1995 | Forsíða | 141 orð

Hvatt til stofnunar TAFTA

EVRÓPA og Norður-Ameríka ættu að sameinast um eitt fríverslunarsvæði við Norður-Atlantshaf eða TAFTA. Kom þetta fram hjá Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, í gær en hvatti einnig til nánari, póltískrar samvinnu Evrópu og Bandaríkjanna. Meira
20. apríl 1995 | Forsíða | 543 orð

Mannskæðasta hermdarverk í allri sögu Bandaríkjanna

GRÍÐARLEG sprenging varð í stjórnsýsluhúsi í höfuðstað Oklahomaríkis, Oklahomaborg, í Bandaríkjunum í gær og fórust að minnsta kosti 20 manns, þar af 12 börn, auk þess sem hundruð manna slösuðust. Óttast var að manntjónið væri mun meira, Janet Reno dómsmálaráðherra sagði í gærkvöldi að 100­250 manns væri enn saknað. Sjúkrahús báðu fólk að gefa blóð og auglýst var eftir þjálfuðu hjúkrunarfólki. Meira
20. apríl 1995 | Forsíða | 82 orð

Vestræn menning í Kína

PEKINGBÚI virðir fyrir sér auglýsingaspjald með kynningu á bandarísku kvikmyndinni True Lies sem verður sýnd í kvikmyndahúsinu í dag. Kínversk stjórnvöld eru að aflétta kvóta sem verið hefur á innflutningi erlendra kvikmynda en eftir sem áður munu ritskoðarar fylgjast með því að þær verði ekki of margar, einnig að innihald þeirra sé í lagi. Meira

Fréttir

20. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 59 orð

30-40% með 3.200 kr.

UM 30-40% Rússa hafa minna en sem svarar 3.200 kr. ísl. í tekjur á mánuði en það er talin lágmarksupphæð til framfærslu í Rússlandi. Að sögn Vjatsjelavs Bobkovs, embættismanns í atvinnumálaráðuneytinu rússneska, vonast yfirvöld til að lækka þetta hlutfall á næsta ári með því að veita þeim tekjulægstu framfærslustyrki frá héraðsstjórnum og ríkinu. Meira
20. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 241 orð

400 manns flutt á sjúkrahús

UM 400 manns voru flutt á sjúkrahús í japönsku borginni Yokohama í gær eftir að forgen-gas streymdi inn í klefa járnbrautarlestar og á lestarpalla. Lögregla sagði að um "glæpsamlegt atferli" væri að ræða. Flestir þeirra sem fundu fyrir óþægindum af völdum gassins fengu að fara heim að lokinni læknisskoðun en fimmtán manns voru lagðir inn. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

82% vinningshlutfall

ÍSLENDINGAR hafa fengið 82,12% af framlagi sínu til fyrsta vinnings í Víkingalottó aftur til baka í þremur vinningum. Inni í þessum tölum er ekki útdrátturinn í Víkingalottóinu í gærkvöldi. Þá var dreginn út tvöfaldur fyrsti vinningur, 106,4 milljónir króna. Sá vinningur gékk ekki út og verður vinningurinn því þrefaldur næst. Meira
20. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 319 orð

Aznar slapp naumlega frá banatilræði

JOSE Maria Aznar, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Spáni, slapp með minni háttar meiðsli er sprengja sprakk nærri bíl hans í Madríd í gærmorgun. Segir lögregla um banatilræði við hann að ræða og kennir spænski dóms- og innanríkisráðherrann, Juan Alberto Belloch, skæruliðahreyfingu Baska, ETA, um. Fimmtán manns slösuðust í sprengingunni, þar af þrír alvarlega. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 1401 orð

ÁRANGURINN ER MIKILL OG AUGLJÓS Orri Vigfússon hefur náð að uppræta úthafsveiðar á laxi úti fyrir Grænlandi og Færeyjum. Orri

Orri Vigfússon stöðvaði laxveiðar við Færeyjar og Grænlanden starfinu er engan veginn lokiðÁRANGURINN ER MIKILL OG AUGLJÓS Orri Vigfússon hefur náð að uppræta úthafsveiðar á laxi úti fyrir Grænlandi og Færeyjum. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Árekstur á Fagradal

ÞRIGGJA bíla árekstur varð í hríðarkófi á Fagradal í gær. Ekki urðu meiðsli á fólki. Ökumaður bíls nam staðar þar sem hann sá ekki út úr augum fyrir kófinu og hið sama gerði ökumaður bílsins sem á eftir kom. Ökumanni þriðja bílsins tókst hins vegar ekki að nema staðar í tæka tíð og skemmdust bílarnir allir nokkuð. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 431 orð

Ávöxtun hefur hækkað um 0,8 prósentustig í ár

VERÐBRÉFASALA ríkissjóðs á innlendum lánsfjármarkaði hefur gengið afar illa það sem af er þessu ári og hefur engan veginn náð að mæta innlausn á ríkisverðbréfum. Hún er veruleg, ekki síst vegna þess að vaxandi hluti lánsfjáröflunar ríkissjóðs hefur færst úr langtímaverðbréfum eins og skuldabréfum ríkissjóðs í ríkisvíxla. Meira
20. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Bikarmót í þolfimi

BIKARMÓT í þolfimi verður haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri næstkomandi laugardag, 22. apríl og hefst það kl. 14.00. Þetta er fyrsta þolfimimótið sem haldið er á Akureyri. Allt stefnir í að um fjölmennasta þolfimimót sem haldið hefur verið hér á landi verði að ræða, en um 60 þátttakendur hafa skráð sig til keppni, þar á meðal skærustu stjörnurnar í þessari íþróttagrein, Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Blómamessa í Víðistaðakirkju

Í VÍÐISTAÐAKIRKJU í Hafnarfirði verður haldin Blómamessa í dag, sumardaginn fyrsta, og hefst athöfnin kl. 14. Þetta er í annað sinn sem þessi háttur er hafður á þennan dag. Kirkjan verður skreytt blómum. Víðistaðakórinn ásamt barnakór annast sönginn. Meira
20. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 135 orð

Bretar hóta aðgerðum

WILLIAM Waldegrave, landbúnaðarráðherra Bretlands, varaði spánska sjómenn við í gær og sagði, að fallbyssubátum yrði beitt til að vernda fiskimiðin við landið og tryggja, að farið væri eftir reglum Evrópusambandsins varðandi veiðarnar. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 526 orð

Búist við að viðræður skili niðurstöðu í næstu viku

FORMLEGAR stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófust í gær eftir að Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands veitti Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokksins í gærmorgun umboð til stjórnarmyndunar. Davíð og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, telja raunhæft að mynda stjórnina snemma í næstu viku. Meira
20. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 180 orð

Bæjarstjóri á aðalfund ÚA

MEIRIHLUTI bæjarráðs fól í gær bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundi Útgerðarfélags Akureyringa sem haldinn verður næstkomandi mánudag, 24. apríl. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi, óskaði á fundi bæjarráðs í gær eftir að bókað yrði að hún tæki ekki þátt í afgreiðslu umboðs til bæjarstjóra til að fara með umboð bæjarins á aðalfundi ÚA. "Ástæðan er m. Meira
20. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 332 orð

Clinton vill að stríðið verði víti til varnaðar

BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í fyrrakvöld, að Bandaríkjamenn þyrftu að draga lærdóm af Víetnamstríðinu svo mistök af því tagi sem þar hefðu verið gerð endurtækju sig ekki. Tuttugu ár verða liðin 30. apríl næstkomandi frá því Víetnamstríðinu lauk en þann dag féll Saigon, höfuðborg Suður-Víetnams, í hendur norður-víetnamskra hersveita. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

Dagskrá í Húsdýragarðinum

Á SUMARDAGINN fyrsta verður leikritið Lofthræddi örninn hann Örvar sýnt í Húsdýragarðinum kl. 15. Verkið er einleikur sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu, á Smíðaverkstæðinu og víðar í vor. Leikari er Björn Ingi Hilmarsson. Leikritið er fyrir alla fjölskylduna. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

Debetkortaþjónusta við skíðafólk

Í VEITINGASÖLU Bláfjallaskála og miðasölu í Kóngsgili verður bráðlega hægt að greiða með debetkorti þar sem samningur hefur verið gerður við Eurocard á Íslandi um þetta. Í framhaldi af þeim rammasamningum sem Eurocard á Íslandi gerði fyrir skömmu við ríki og borg hefur að undanförnu verið unnið að gerð samninga við ýmsar stofnanir og rekstraraðila sem starfa fyrir eða með ríki og borg. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 375 orð

Einn aðili hafi heildarsýn yfir málaflokkinn

FORMAÐUR úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, Gunnar Páll Pálsson, segir að endurskoða þurfi velferðarkerfið. Við lýði séu margskonar tryggingar og hugsanlega sé oft verið að þjónusta sama hópinn hjá mismunandi stofnunum. "Farið er að örla á því að heilu fjölskyldurnar [séu] atvinnulausar og í vandræðum alls staðar. Meira
20. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 301 orð

Engar bætur til hvalveiðimanna NORSKA ríkið h

NORSKA ríkið hefur unnið fyrsta áfangann í dómsmáli, sem hvalstöðvar og hvalveiðimenn höfðuðu vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að stöðva hvalveiðar í fimm ár. Kröfðust mennirnir skaðabóta vegna bannsins en dómstóll í Ósló úrskurðaði að ríkið hefði fullan rétt til að setja bannið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun. Meira
20. apríl 1995 | Landsbyggðin | 102 orð

Ég moka nú samt

"ÉG moka nú samt þó alltaf snjói," sagði 85 ára gamall Húsvíkingur, Þórarinn Vigfússon, áður þekktur skipstjóri og aflamaður. Þórarinn hefur í allan vetur haldið gangstéttinni framan við hús sitt á Mararbraut 11 snjólausri þó mikið hafi snjóað og beggja megin við hafi oft verið illfært. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

Ferðalög og útivist 1995 í Perlunni

KYNNING og sýning verður í Perlunni dagana 20.­23. apríl er ber yfirskriftina Ferðalög og útivist 1995. Allt að 40 aðilar kynna hina ýmsu möguleika á ferðalögum, gistingu, veitingum og afþreyingu í öllum landshlutum. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð

Fertugum Höfðingjanum fagnað

FJÖRUTÍU ára afmæli Höfðingjans var fagnað í gær, en það er annar tveggja bókabíla Borgarbókasafnsins. Höfðinginn, sem er af Volvo-gerð, gegndi hlutverki strætisvagns fram á unglingsár, en varð fyrsti bókabíllinn árið 1968. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fiskihagfræði og stjórn fiskveiða

Endurmenntunarstofnun Háskólans gengst fyrir námskeiði um fiskihagfræði og stjórn fiskveiða í byrjun næstu viku. Leiðbeinendur verða Rögnvaldur Hannesson og Ragnar Árnason, prófessorar í fiskihagfræði. Ragnar Árnason segir, að námskeiðið sé á sama grunni og námskeið, sem þeir Rögnvaldur voru með fyrir um tveimur árum, en námsefnið hafi verið nokkuð endurnýjað. Meira
20. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Fjöldi í sund um páskana

GÓÐ aðsókn var að Sundlaug Akureyrar alla páskadagana en þetta er í fyrsta skipti sem laugin er opin þessa helgidaga. Alls voru sundlaugargestir um 5.500 talsins frá fimmtudegi til mánudags eða að meðaltali um 1.100 manns hvern dag. Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar, sagði að gífurleg aðsókn hefði verið í laugina föstudaginn langa þegar um 1. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Fjölskylduhátíð í Tónabæ

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður haldin í Tónabæ á sumardaginn fyrsta. Húsið opnar kl. 15 og mun hljómsveitin Aggi Slæ og Tamlasveitin leika fyrir gesti. Grillað verður fyrir gesti og sýnt úr leikritinu Tíu litlir negrastrákar eftir Aghötu Christie. Einnig verður boðið upp á andlitsmálun, karokee og m.fl. Húsið lokar kl. 17.30. Allir velkomnir. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 74 orð

Fleiri rásir í Fjölvarpið

"VIÐ höfum heimild fyrir níu stöðvum innan Fjölvarpsins, en þær eru nú sjö. Við höfum þegar ákveðið að innan skamms bætist BBC Worldfréttastofan við, en frekari viðbót skýrist innan mánaðar," sagði Jafet Ólafsson, forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, í samtali við Morgunblaðið. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 193 orð

Fljúgandi diskar og geimverur

TVÆR konur segjast hafa séð fljúgandi furðuhluti í návígi hér á landi og önnur þeirra kveðst að auki hafa séð einn farþega slíks farartækis. Þetta kemur fram Geimdisknum, fréttabréfi Félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti, FÁFFH. Þar segir nánar af öðru atvikinu, þar sem roskin kona sá greinilega fljúgandi disk lenda í návígi við bústað sinn á Suðurlandi. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Flogið þrisvar í viku

BORGARSTJÓRINN í Belfast, Hughes Smyth, tók á móti Íslendingum sem sóttu borgina heim um páskahátíðina, en á ferðinni var fyrsti íslenski hópurinn í skipulagðri pakkaferð til Belfast. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, veitti viðtöku gjöf til Reykjavíkurborgar frá Belfast-búum og endurgalt með gjöf frá Reykvíkingum. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð

Flykkjast á skíði

870 börn á aldrinum 7-12 ára keppa á 20. Andrésar andar- leikunum, sem settir voru á Akureyri í gær. Að fararstjórum og foreldrum meðtöldum eru gestir skíðamótsins um 1.500. Þátttakendur á leikunum hafa aldrei verið fleiri né komið víðar að. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 432 orð

Format fyrir skemmtanaramma, skemmtanir, 103,7

Format fyrir skemmtanaramma, skemmtanir, 103,7 Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 292 orð

Fundað í þremur kjaradeilum hjá sáttasemjara

RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boðað til funda í þremur kjaradeilum í dag og næstu daga. Fundur verður í flugfreyjudeilunni í dag kl. 16, með Bifreiðastjórafélaginu Sleipni og viðsemjendum kl. 9 í fyrramálið og með Sjómannafélagi Reykjavíkur og viðsemjendum á mánudag. Meira
20. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Fyrirlestur um vefjagigt

FYRIRLESTUR um vefjagigt verður haldinn í samkomusal Dvalarheimilisins Hlíðar á Akureyri á laugardag, 22. apríl, og hefst hann kl. 10.00. Fyrirlesari er Sigrún Baldursdóttir, sjúkraþjálfari, sem hefur unnið mikið með vefjagigtarfólk á Reykjavíkursvæðinu. Fyrirlesturinn er öllum opinn, aðgangseyrir er 500 krónur. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Fyrsta þing Samiðnar hefst í dag

Munaðarnesi-Fyrsta reglulega sambandsþing Samiðnar, sambands iðnfélaga, verður haldið í Munaðarnesi í Borgarfirði dagana 20.­22. apríl. Þingið sækja 116 fulltrúar hvaðanæva af landinu auk innlendra og erlendra gesta. Þingið verður sett fimmtudaginn 20. apríl kl. 13.30 með ræðu Grétars Þorsteinssonar, formanns Samiðnar. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 32 orð

Gítarleikur á Kaffi List

SPÆNSKI gítarleikarinn Manuel Babiloni leikur á Kaffi List við Klapparstíg í kvöld, fimmtudag, kl. 21. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Sor, Tarrega, Turina, Fortea, Asencio og Albeniz. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 183 orð

Gjáin milli heimsálfa

CHRISTOPHER Coker, lektor við London School of Economics, flytur erindi á sameiginlegum hádegisverðarfundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Skála Hótels Sögu laugardaginn 22. apríl. Salurinn verður opnaður kl. 12. Fyrirlesturinn nefnist: Gjáin sem breikkar á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 155 orð

Hátíðahöld í Garðabæ

MIKIÐ verður um að vera í Garðabæ á sumardaginn fyrsta og munu skátar úr Skátafélaginu Vífli sjá um dagskrá alla helgina. Klukkan 11 verður fánaathöfn við Garðakirkju og strax að henni lokinni verður skátamessa í Garðakirkju. Skátar munu standa heiðursvörð og vígðir verða nýliðar inn í félagið. Ræðumaður dagsins verður Andrés B. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 251 orð

Hátíðarhöld í Hafnarfirði

ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar stendur fyrir, ásamt ýmsum félögum, fjölbreyttri dagskrá á sumardaginn fyrsta. Um kl. 10 mun Skátafélagið Hraunbúar standa fyrir skrúðgöngu frá skátaheimilinu við Hraunbrún. Gengið verður um Flatahraun, Álfaskeið, framhjá Sólvangi, Lækjargötu að Hafnarfjarðarkirkju þar sem haldin verður skátamessa að lokinni skrúðgöngu. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Hestadagur Gaflarans

Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði heldur Hestadag Gaflarans laugardaginn 22. apríl nk. á Sörlastöðum við Kaldárselsveg. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á svæðinu þennan dag. Keppt verður m.a. í hestaknattspyrnu, glæfrareið og skíðaskeið, þrautakeppni verður og sýnd verða glæsihross og kynbótahross. Loks verður hundasirkus. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð

Hundruð milljóna útistandandi

HERTAR aðgerðir innheimtumanna ríkissjóðs til innheimtu á bifreiðagjaldi og þungaskatti hefjast næstkomandi þriðjudag, en ríkissjóður á útistandandi 394 milljónir króna að meðtöldum dráttarvöxtum vegna 1994 og fyrri ára. 488 milljónir eru útistandandi og komnar fram yfir eindaga vegna ársins í ár. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 364 orð

Íslenskt par komst í verðlaunasæti á fyrsta degi

FYRSTI keppnisdagurinn í vikulangri danskeppni í Blackpool var á mánudag. Fyrsta daginn lenti íslenskt par í þriðja sæti í keppni í sömbu í flokki 12­15 ára og á þriðjudag komust tvö íslensk pör í úrslit í flokki 12 ára og yngri. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 239 orð

Jesús Kristur Superstar á sumarsýningum

HÓPUR ungs fólks hefur leitað samstarfs Leikfélags Reykjavíkur um sviðsetningu rokkóperunnar Jesús Kristur Superstar á stóra sviði Borgarleikhússins í sumar. Óskað hefur verið eftir styrk frá Reykjavíkurborg og Íþrótta- og tómstundaráði til sýningarinnar. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Jógastöðin Heimsljós flutt

JÓGASTÖÐIN Heimsljós, móðurstöð Kripalujóga á Íslandi, flutti 19. apríl sl. í nýtt húsnæði í Ármúla 15, 2. hæð. Jógastöðin hefur aukið við starfsemi sína og mun auk jógatíma og námskeiða koma til með að bjóða upp á nudd og ýmiss konar einkameðferð. Laugardaginn 22. apríl verður haldið opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða aðstöðuna, fara í jógatíma á tveggja klst. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð

Kaffisala Vatnaskógar

KAFFISALA Skógarmanna hefst kl. 14 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í dag, sumardaginn fyrsta. Kaffisalan verður til styrktar sumarbúðunum í Vatnaskógi sem Skógarmenn KFUM hafa starfrækt í yfir 70 ár. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 249 orð

Kal víða í túnum á Austurlandi

KAL er í túnum sums staðar á Vesturlandi og víða á Austurlandi, en þar hafa verið umhleypingar í vetur og snjór lagst yfir svell á túnum.Lyktar af kali Að sögn Bjarna Guðleifssonar, sérfræðings hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Möðruvöllum í Eyjafirði, Meira
20. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 334 orð

Keppendur um 870 frá öllum landshornum

UM 1.500 manns, þátttakendur á Andrésar andarleikunum sem nú er haldnir í 20. sinni, fararstjórar og foreldrar komu til Akureyrar í gær, ýmist með rútum eða flugvélum. Þátttakendur á leikunum hafa aldrei verið fleiri né komið víðar að en nú þegar þeir eru haldnir í 20. sinn, en alls taka 870 börn á aldrinum 7-12 ára þátt í leikunum. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 212 orð

Keppir við innfluttan áburð

TVÖ fyrirtæki sem bjóða innfluttan áburð keppa við Áburðarverksmiðjuna í útboði á 900 tonnum af áburði sem Ríkiskaup hafa efnt til fyrir Landgræðslu ríkisins. Að sögn Ólafs Ástgeirssonar, verkefnisstjóra hjá Ríkiskaupum, er verið að yfirfara og meta tilboðin. Sérstaklega þarf að meta mismunandi forsendur um flutninga og afhendingu sem fólust í tilboðunum. Meira
20. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 204 orð

Kína vill semja um höfundarrétt

KÍNA hefur fallizt á að gera sams konar samning við Evrópusambandið um vernd höfundarréttar og annarra hugverkaréttinda og gerður var við Bandaríkin í febrúar síðastliðnum. Í því felst meðal annars að kínversk stjórnvöld skuldbinda sig til að líða ekki gerð ódýrra eftirlíkinga af ýmislegri dýrri, vestrænni merkjavöru. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 487 orð

Kjördæmi eiga ekki ákveðin ráðherrasæti

DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einstök kjördæmi geti ekki gengið að því sem vísu að þingmenn þeirra eigi vísan ráðherrastól þegar flokkurinn er í ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi hafa nú miklar áhyggjur af að Ólafur G. Einarsson, fyrsti þingmaður kjördæmisins, verði ekki á ráðherralista þeim, sem Davíð mun leggja fyrir þingflokk sjálfstæðismanna. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Kveikt í sinu

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út tvívegis í gær vegna sinuelda og í Hafnarfirði var tilkynnt um þrjá sinuelda. Sina er mjög þurr um þessar mundir. Sina logaði á stóru svæði í Elliðaárdalnum í fyrradag og tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Í gær var slökkviliðið svo kvatt tvisvar í Árbæinn vegna sinuelda, annars vegar við sundlaugina og hins vegar við Árbæjarskóla. Meira
20. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 136 orð

Litla, ljóta verðbólgan

VERÐBÓLGAN er lítill og ljótur ári, grænn á lit og étur upp spariféð án þess nokkur fái rönd við reist. Segir svo í teiknimyndasögu, sem finnski seðlabankinn hefur gefið út, en ekki er vitað til, að þessum vopnum hafi áður verið beitt í baráttunni gegn verðbólgunni. Meira
20. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Líknarbelgurinn bjargaði

ELDRI maður slapp ótrúlega vel eftir harðan árekstur við tvo vörubíla á Hjalteyrargötu í gær. Maðurinn ók bíl sínum upp Furuvelli og út á Hjalteyrargötu í veg fyrir vörubíl sem kom úr norðurátt. Við áreksturinn snérist bifreið mannsins, fór yfir á öfugan vegarhelming og kastaðist á annan vörubíl sem kom úr suðurátt. Meira
20. apríl 1995 | Landsbyggðin | 291 orð

Líknarfélög bjóða fólki neyðarhnappa

Höfn-Líknarfélögin Lion, Kiwanis og Rauði krossinn á Hornafirði hafa í samvinnu við þjónustuhóp aldraðra á staðnum sett í umferð neyðarhnappa fyrir fólk sem hugsanlega þyrfti á neyðaraðstoð að halda. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 815 orð

Lítið svarthol í vetrarbraut okkar

Kenningin um aðdráttaraflið segir okkur, að þegar um er að ræða efnismassa þarf ákveðinn hraða til þess að losna frá aðdráttarafli hans," sagði Steinn. T.d. ef koma á geimfari á braut í kring um jörðina þarf 7 kílómetra á sekúndu, um það bil, Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Mest um kvef og magapest

KVEFVEIRUR og bakteríusýkingar eru það sem læknar á Læknavaktinni hafa mest orðið varir við undanfarið. Eins hefur verið mikið um magapestir, flestar af vírusuppruna. Guðmundur Ólafsson, læknir á Læknavaktinni, segir talsvert um að fólk fái bakteríusýkingar í kjölfar kvefpesta, sérstaklega ef það fer ekki vel með sig. Meira
20. apríl 1995 | Smáfréttir | 36 orð

NÁMSKEIÐ í skapandi viðhorfasjón, sem kennd er undir heitinu

NÁMSKEIÐ í skapandi viðhorfasjón, sem kennd er undir heitinu Avatar, verður haldið 22.­23. apríl og ætti að nýtast öllu áhugafólki um sjálfstýringu. Kennarar verða Soffía L. Karlsdóttir sem ásamt Margarethe Vervolf frá Hollandi er löggiltur Avatar kennari. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Námskeið um þjáninguna

SR. SIGFINNUR Þorleifsson, sjúkrahúsprestur, verður leiðbeinandi á námskeiði Biblíuskólans um þjáninguna 24. og 26. apríl kl. 18­22. Fjallað verður um hinn margvíslega missir mannsins og þá vanlíðan sem því fylgir. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 267 orð

Niðurstöðu um málefni að vænta á morgun

GÓÐUR gangur er í stjórnarmyndunarviðræðum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, að sögn formanna flokkanna. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að á morgun, föstudag, eigi að koma í ljós hvort flokkarnir verði komnir fyrir endann á málefnavinnu sinni. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

Norðmennirnir unnu

JÓHANN Hjartarson gerði jafntelfi við Lars Bo Hansen frá Danmörku en Helgi Ólafsson tapaði fyrir Norðmanninum Jonathan Tisdall í fyrstu umferð aukakeppni um þriðja sætið á Skákþingi Norðurlanda, sem hófst á Grand Hótel Reykjavík í gær. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 222 orð

Nýtt skipulag taki gildi í upphafi næsta árs

GEIR H. Haarde, forseti Norðurlandaráðs, átti í gær og í fyrradag viðræður í Kaupmannahöfn við Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Niels Helveg Petersen, utanríkisráðherra og Marianne Jelved, efnahagsmálaráðherra, en hún er norræni samstarfsráðherrann í Danmörku. Meira
20. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 638 orð

Ólýsanleg martröð á örfáum sekúndum

ÞAÐ ER alltaf ys og þys í kringum stjórnsýslubygginguna í Oklahomaborg en í gær breyttist götumyndin í ólýsanlega martröð. Gífurleg sprenging kvað við, steypubrotum og gleri rigndi yfir nágrennið og reykjar- og eldtungurnar stóðu upp af hálfhrundu húsinu. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 118 orð

Óvenju kaldur vetur að baki

VETURINN sem nú hefur kvatt var óvenju kaldur um mest allt land, samkvæmt upplýsingum veðurfarsdeildar Veðurstofu. Í Reykjavík hafa vetrarmánuðirnir desember til mars ekki verið ið jafn kaldir frá 1920. Meðalhitinn var -1,8 stig, sem er 1,7 stigum undir meðalhita 1961­90. Næst þessu kemur veturinn 1978-79, en þá var meðalhitinn -1,7 stig. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Postuli heimsækir söfnuð Nýju postulakirkjunnar

WILHELM Leber, svæðispostuli Nýju postulakirkjunnar í Bremen í Þýskalandi, heimsækir Ísland nú seinni hluta apríl og mun halda guðsþjónustu í kirkjusal Nýju postulakirkjunnar, Ármúla 23 í Reykjavík, á sunnudag 23. apríl nk. kl. 11 og á Hótel KEA, Akureyri, föstudagskvöldið 21. apríl kl. 20. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

Ráðstefna um kvennamálefni

ÍSLENSKA UNESCO-nefndin stendur dagana 21.­22. apríl fyrir evrópskri ráðstefnu um málefni kvenna í verkefnaáætlun UNESCO. Er þetta í fyrsta sinn sem UNESCO-ráðstefna er haldin hér á landi. Ráðstefnan verður á Scandic Hótel Loftleiðum, þingsal 8. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 298 orð

Rúmlega 8.200 manns atvinnulausir í mars

RÚMLEGA 8.200 manns voru að meðaltali skráðir atvinnulausir í marsmánuði, en það jafngildir 6,4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnulausum fjölgar um 957 frá mánuðinum á undan, en í febrúar nam atvinnuleysið 5,7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysi nú í mars er einnig meira en í sama mánuði í fyrra og munar þar 357 manns, en þá var atvinnuleysi 6,2% af mannaflanum. Meira
20. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 150 orð

Rússar hörfa frá Bamut

RÚSSNESKAR hersveitir neyddust í gær til þess að hörfa frá bænum Bamút í Tsjetsjníju, daginn eftir að yfirmaður sveitanna sagði að bærinn væri fallið. Fréttastofan Interfax sagði að mikil stórskotahríð frá uppreisnarmönnum úr fjöllum umhverfis Bamút hefði orðið til þess að rússnesku sveitirnar hörfuðu úr bænum í gær. Meira
20. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 134 orð

Rússar ráða ekki stækkun NATO

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, sem fer til Rússlands í næsta mánuði, sagði í fyrradag, að stjórnin í Moskvu gæti ekki haft og hefði ekki neitunarvald gagnvart stækkun Atlantshafsbandalagsins, NATO. Kvaðst hann vona, að þetta mál ylli engri spennu milli ríkjanna enda væri ekki verið að fjandskapast út í Rússa með stækkun bandalagsins. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Rætt um að fjölga landsmótum hestamanna

TALSVERÐ umræða er nú um að fjölga landsmótum hestamanna og halda þau annað hvert ár í staðinn fyrir á fjögurra ára fresti. Að sögn Sigurðar Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Landssambands hestamanna, verður þetta rætt á formannafundi hestamannafélaganna 5. maí, en taka verður ákvörðun á ársþingi næsta haust. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 537 orð

Rætt um breytingar á banndagakerfi og eftirliti

ÞINGMENN Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum og Vesturlandi, þeir Einar K. Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Sturla Böðvarsson og Guðjón Guðmundsson, ræddu í gær um tillögur, sem þeir hyggjast leggja fram á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins á morgun, föstudag, um breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Smuguveiðafundur ýtir á stjórnarmyndun

HALLDÓR Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins segir að væntanlegar viðræður Íslendinga, Norðmanna og Rússa um Smuguveiðar setji nokkra tímapressu á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fundurinn um Smuguveiðarnar er fyrirhugaður um mánaðamótin. Meira
20. apríl 1995 | Landsbyggðin | 120 orð

Sorphirðu ábótavant á Austurlandi

Egilsstöðum-Verkfræðistofan Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði hefur gert úttekt á stöðu sorphirðumála á Austurlandi. Sorphirða er verkefni sveitarfélaga og hafa 5 hreppar á Austurlandi leyfi til móttöku og förgunar á úrgangi. Í þessum 5 hreppum búa um 35% íbúar svæðisins, en í öðrum sveitum Austurlands telst ástand þessara mála ekki viðunandi. Meira
20. apríl 1995 | Smáfréttir | 60 orð

SUMARGLEÐI Barnabókaráðs (Íslandsdeild IBBÝ) verður haldin í

SUMARGLEÐI Barnabókaráðs (Íslandsdeild IBBÝ) verður haldin í Norræna húsinu 20. apríl á sumardaginn fyrsta og hefst kl. 15. Á dagskrá er afhending viðurkenninga Barnabókaráðsins fyrir framlag til barnamenningar, sumarsaga verður lesin og leikið og sungið úr leikriti Herdísar Egilsdóttur Gegnum holt og hæðir. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 29 orð

Sumarkaffi í Kópavogi

Sumarkaffi í Kópavogi SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar og kvennadeildin Urtur halda sína árlegu kaffisölu í Félagsheimilinu í Kópavogi frá kl. 3­5 á sumardaginn fyrsta. Hlaðborð með girnilegum kökum verður á boðstólum. Meira
20. apríl 1995 | Landsbyggðin | 156 orð

Sýningin Drekinn 95 í fjórða skipti á Egilsstöðum

Egilsstöðum-Í undirbúningi er samsýning fyrirtækja og handverksfólks á Austurlandi undir yfirskriftinni Drekinn 95. Það eru Atvinnuþróunarfélag Austurlands og Egilsstaðabær sem standa að sýningunni, en þetta er í fjórða sinn sem slík sýning er haldin á Egilsstöðum. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 308 orð

Tvöfaldar tekjur með Bingó Lottói

SÍÐASTLIÐIÐ happdrættisár, 1. maí til 30. apríl, hefur verið eitt hið viðburðaríkasta í rúmlega 40 ára sögu Happdrættis DAS, að sögn Sigurðar Ágústs Sigurðssonar forstjóra DAS. Stórt skref hafi verið stigið í uppbyggingu Hrafnistuheimilanna með tilkomu Bingó Lottós á Stöð 2 og hafi tekjur happdrættisins tvöfaldast. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 439 orð

Umsóknir skólafólks um störf streyma inn

UMSÓKNIR um sumarstörf eru farnar að streyma inn til vinnumiðlana í Reykjavík og á Akureyri. Karl Jörundsson, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar, segir að 800 umsóknir, miðað við 860 í fyrra, hafi borist um sumarstörf. Oddný Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, segist búast við svipuðum fjölda og á síðasta ári. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Útför Péturs J. Thorsteinsson

ÚTFÖR Péturs J. Thorsteinsson, fyrrv. sendiherra og ráðuneytisstjóra, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Séra Þórir Stephensen jarðsöng. Kistuna báru úr kirkju Hallgrímur Dalberg, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, Sigríður Á. Snævarr, sendiherra, Nils P. Meira
20. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Út í vorið í Deiglunni

Karlakvartettinn Út í vorið heldur tónleika í Deiglunni í kvöld kl. 20.30. Þá heldur kvartettinn tónleika í Skjólbrekku, Mývatnssveit á föstudagskvöld kl. 21. Á efnisskrá tónleikannna má m.a. finna lög eins og Haf blikandi haf, Capríljóð, Óli lokbrá og Laugardagskveld, sígildar perlur Schuberts og vinsæl dægurlög fyrri ára. Meira
20. apríl 1995 | Erlendar fréttir | 392 orð

Vara Spánverja við að brjóta ESB-reglur

WILLIAM Waldegrave, landbúnaðarráðherra Bretlands, sem jafnframt fer með sjávarútvegsmál, lýsti því yfir í gær að Bretar myndu beita fallbyssubátum gegn ólöglegum veiðum úr fiskistofnum á Bretlandsmiðum og framfylgja reglum Evrópusambandsins um eftirlit með veiðum með mun strangari hætti en áður. Aðvaranir Waldegraves beinast einkum að spænskum fiskimönnum. Meira
20. apríl 1995 | Akureyri og nágrenni | 329 orð

Vart verra ástand síðan á stríðsárunum

UM 25% viðvarandi atvinnuleysi hefur verið hjá trésmiðum á Akureyri svo til í allan vetur og segir Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingamanna í Eyjafirði, að leita þurfi allt aftur til stríðsáranna til að finna svo langvarandi atvinnuleysi meðal trésmiða. "Það er ekkert nýtt að sveiflur séu í þessari starfsgrein, svo hefur verið alla tíð. Meira
20. apríl 1995 | Smáfréttir | 92 orð

VERSLUNIN Sumarhús hf. sem verið hefur að Háteigsvegi 20 í Reykjavík

VERSLUNIN Sumarhús hf. sem verið hefur að Háteigsvegi 20 í Reykjavík sl. 15 ár er flutt að Hjallahrauni 8 í Hafnarfirði, þar er verslunin rekin í björtu og glæsilegu húsnæði og vöruúrval er verulega aukið. Verslunin Sumarhús hf. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 279 orð

Þingmenn Reykjaness styðja Ólaf G.

ÞINGMENN Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi eru einhuga í stuðningi sínum við Ólaf G. Einarsson til áframhaldandi setu í ráðherraembætti, takist stjórnarmyndun með Framsóknarflokknum. Ræddu Reyknesingar óformlega við aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í gær til að afla Ólafi stuðnings. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Öryggisdagur barnanna á laugardag

TIL AÐ stuðla að auknu öryggi barna í bílnum gangast Bifreiðaskoðun Íslands hf., Bílanaust hf., Barnavöruverslunin Fífa, Skeljungur hf., Vátryggingafélag Íslands hf. og Umferðarráð fyrir öryggisdegi barnanna laugardaginn 22. apríl nk. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 36 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Þorkell Vorboðinn við höfnina GÖMLU eimreiðinni, sem notuð var við byggingu gömlu hafnarinnar, var komið fyrir á hafnarsvæðinu í gær. Þessi fyrsta eimreið Íslendinga skipar heiðurssess á hafnarsvæðinu og er fyrsti vorboðinn við höfnina ár hvert. Meira
20. apríl 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Þorkell FORUSTUMENN Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hittust í Ráðherrabústaðnum eftir að Davíð Oddsson fékk umboð til stjórnarmyndunar í gærmorgun. VIGDÍS Finnbogadóttir forseti Íslands veitti Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokks umboð til stjórnarmyndunar í gærmorgun. Meira

Ritstjórnargreinar

20. apríl 1995 | Staksteinar | 288 orð

»Forystugreinar um stjórnarmyndun Tíminn: "Ljóst er að ástæðan fyrir þv

Tíminn: "Ljóst er að ástæðan fyrir því að upp úr slitnaði er sú að ekki var treyst á samheldni þingliðs flokkanna til að halda ríkisstjórn gangandi með eins atkvæðis meirihluta." - Alþýðublaðið: "Helmingaskiptastjórn íhaldsins og afturhaldsins í íslenzkum stjórnmálum virðist því miður staðreynd." Lykilstaða Meira
20. apríl 1995 | Leiðarar | 679 orð

MÁLEFNIN

MÁLEFNIN ÖRG STÓR verkefni bíða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ef viðræður þessara tveggja flokka, sem nú standa yfir, leiða til samkomulags um stjórnarmyndun. Sum þessara verkefna eru mjög brýn. Eins og fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í dag er augljóslega verulegur þrýstingur á núverandi vaxtastig. Meira

Menning

20. apríl 1995 | Menningarlíf | 148 orð

"Agnes" hlýtur 1,3 milljónir franka

KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ Pegasus hf. hlaut í gær styrk frá Evrópska kvikmyndasjóðnum að upphæð 1,3 milljónir franskra franka til gerðar kvikmyndarinnar "Agnes". Áður hefur Pegasus fengið styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands að upphæð 30 milljónir króna og Norræna kvikmyndasjóðnum að upphæð 2 milljónir sænskra króna. Heildarframleiðslukostnaður myndarinnar er áætlaður 155 milljónir. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 951 orð

Allir hafa sköpun í sér

Ídag, sumardaginn fyrsta, verður opið hús í Myndlistaskóla Reykjavíkur milli 11 og 19 þar sem nemendur í barna- og unglingadeildinni sýna afrakstur vetrarins. Þórný Jóhannsdóttir leit inn og skoðaði hvað nemendur voru að fást við. Ásýndar virðist stóra húsið á Tryggvagötunni, þar sem Myndlistarskólinn í Reykjavík hefur aðsetur sitt, fremur líflaust. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 70 orð

Andrés í Listhúsinu ANDRÉS Magnússon opnar málverkasýningu í Listhúsinu í Laugardal, laugardaginn 22. apríl kl. 14. Andrés var

ANDRÉS Magnússon opnar málverkasýningu í Listhúsinu í Laugardal, laugardaginn 22. apríl kl. 14. Andrés var á námskeiði hjá Finni Jónssyni og Jóhanni Briem og lærði olíumálun hjá Jóhannesi Jóhannessyni í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Hann hefur haldið sýningar í Reykjavík, Vestmannaeyjum og Akranesi. Sýningin í Listhúsinu er opin á laugardögum og sunnudögum frá kl. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 113 orð

Ástarsaga og umferðarálfur TVÆR leiksýningar fyrir börn verða í dag, sumardaginn fyrsta, í Möguleikhúsinu við Hlemm, Ástarsaga

TVÆR leiksýningar fyrir börn verða í dag, sumardaginn fyrsta, í Möguleikhúsinu við Hlemm, Ástarsaga úr fjöllunum og Umferðarálfurinn Mókollur. Ástarsaga úr fjöllunum byggist á sögu Guðrúnar Helgadóttur. Þar segir frá tröllskessunni Flumbru. Sýningar á Umferðarálfinum Mókolli hafa legið niðri um nokkurt skeið, en hefjast nú að nýju. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 57 orð

Einskonar kyrralíf MYNDLISTARSÝNING Steinunnar G. Helgadóttur "Einskonar kyrralíf" verður opnuð í neðri sölum Nýlistasafnsins og

MYNDLISTARSÝNING Steinunnar G. Helgadóttur "Einskonar kyrralíf" verður opnuð í neðri sölum Nýlistasafnsins og Mokka laugardaginn 22. apríl. Á sýningunni eru málverk, innstillingar og myndbandsmálverk. Meira
20. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 291 orð

Enginn fer í föt Rúnars Júlíussonar

HALDIÐ var upp á fimmtugsafmæli popparans Guðmundar Rúnars Júlíussonar á Hótel Íslandi síðastliðið fimmtudagskvöld með pompi og prakt. Á meðal afmælisgesta var fólk sem stendur framarlega í íslensku tónlistarlífi og veislustjóri var Hermann Gunnarsson. Í tilefni dagsins var boðið upp á fjöruga skemmtidagskrá. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Fagrir munir í KHÍ

ER íslenska handverkið ekki löngu útdautt? Sú skoðun hefur verið nokkuð útbreidd á undanförnum árum en Ingólfur Gísli Ingólfsson lektor í smíðadeild Kennaraháskóla Íslands segir að þetta sé að breytast. "Það er ekki nauðsyn að taka svo sterkt til orða," segir Ingólfur. "En gamla handverkið er vissulega ekki nógu útbreitt. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 266 orð

Flaututónar í Gerðubergi

HALLFRÍÐUR Ólafsdóttir flautuleikari kemur fram á síðustu tónleikum Gerðubergs í vetur, ásamt Miklós Dalmay píanóleikara, í Menningarmiðstöðinni laugardaginn 22. apríl kl. 17. Hallfríður stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og var aðalkennari hennar Bernharður Wilkinson. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 60 orð

Gospelsystur Möggu Pálma GOSPEL-systur Möggu Pálma halda tónleika í Bústaðakirkju í kvöld, sumardaginn fyrsta, kl. 20.30. Þar

GOSPEL-systur Möggu Pálma halda tónleika í Bústaðakirkju í kvöld, sumardaginn fyrsta, kl. 20.30. Þar koma fram Gospel-söngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir og syngja negrasálma og aðra trúartónlist við útsetningar og undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 37 orð

Grafík í útvarpshúsinu ELÍN P. Kolka, Gréta Mjöll Bjarnadóttir og Gréta Ósk Sigurðardóttir hafa opnað grafíksýningu í

ELÍN P. Kolka, Gréta Mjöll Bjarnadóttir og Gréta Ósk Sigurðardóttir hafa opnað grafíksýningu í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1. Myndirnar eru unnar í kopar og ál og þrykktar á pappír. Sýningin stendur yfir í 180 sólardaga. Meira
20. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 91 orð

Hlegið í Hlaðvarpanum

LEIKRITIÐ Hlæðu Magdalena, hlæðu eftir Jökul Jakobsson var frumsýnt í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum mánudagskvöldið 17. apríl. Í hlutverki Magdalenu er Halla Margrét Jóhannesdóttir en Ingiríði leikur Sigrún Sól Ólafsdóttir. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 78 orð

Hlini kóngsson FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir á sumardaginn fyrsta Hlina kóngsson í Grunnskólanum í Hveragerði kl. 14. Leikritið um Hlina

FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir á sumardaginn fyrsta Hlina kóngsson í Grunnskólanum í Hveragerði kl. 14. Leikritið um Hlina kóngsson var frumsýnt sl. haust og hefur verið sýnt í leikskólum Reykjavíkur og víðar. Leikritið er byggt á þjóðsögu- ævintýrinu um Hlina kóngsson sem týndist í þokunni. Leikhópurinn hefur spunnið þessa leiksýningu upp úr nokkrum útgáfum af sömu sögunni. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 72 orð

Höggmyndir, olíuverk, vatnslitamyndir og teikningar PÁLL á Húsafelli opnar myndlistarsýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli Akranesi

PÁLL á Húsafelli opnar myndlistarsýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli Akranesi í dag kl. 14. Á sýningunni eru höggmyndir, olíuverk, vatnslitamyndir og teikningar. Páll er fæddur árið 1959. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við Listaháskólann í Köln í Vestur-Þýskalandi. Hann hefur haldið 14 einkasýningar hér á landi og erlendis. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 216 orð

Íslenskt og norskt fjallalandslag

Í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, verður opnuð á laugardaginn sýning á verkum norska listamannsins Patricks Huse. Sýningin ber yfirskriftina Norrænt landslag og á henni verða olíumyndir, myndir unnar með blandaðri tækni og litaþrykk. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 71 orð

Listrænn Austri UNGMENNAFÉLAGIÐ Austri á Raufarhöfn hélt á dögunum námskeið fyrir verðandi listmálara, þrettán fullorðnir og

UNGMENNAFÉLAGIÐ Austri á Raufarhöfn hélt á dögunum námskeið fyrir verðandi listmálara, þrettán fullorðnir og átta börn. Listamaðurinn Örn Ingi frá Akureyri veitti námskeiðinu forstöðu. Þetta er í annað skipti sem Örn Ingi veitir svona námskeiði forstöðu og hafa þau bæði tekist vel. Afrakstur þessa námskeiðs eru 37 málverk. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 169 orð

Myndsýning í MÍR

Í TILEFNI þess að hálf öld er senn liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar verður veggspjalda- og ljósmyndasýning opnuð í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 22. apríl kl. 15. Við opnun sýningarinnar flytur sendiherra Rússlands á Íslandi, Júrí Reshetov, ávarp og Baldvin Halldórsson leikari les upp ljóð. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 127 orð

Opið hús í Íslensku óperunni

SUMARDAGINN fyrsta verður líf og fjör í Íslensku óperunni. Húsið verður opið gestum og gangandi frá kl. 14-18. Kór og einsöngvarar úr La traviata verða á staðnum í búningum og munu bregða á leik og flytja atriði úr óperunni. Gestum gefst kostur á því að fylgjast með undirbúningsvinnu söngvaranna allt frá því þeir eru komnir í búning og fara á svið. Meira
20. apríl 1995 | Myndlist | 546 orð

Páskaegg

Opið mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 10-14 til 3. maí. Aðgangur ókeypis PÁSKAR eru mikil helgitíð í hugum kristinna manna um allan heim, og myndlistin hefur vissulega leitað mikið í þann örlagaþrungna brunn kristnisögunnar um myndefni sem tengjast lífi Krists. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 92 orð

Pizza handa Pavarotti

ÍTALSKI tenórinn Luciano Pavarotti gæðir sér á pizzusneið á nýopnuðum veitingastað í Harrods-stórversluninni í London í gær, þar sem hann kynnti nýjan herrailm sem kenndur er við stórsöngvarann. Pavarotti er staddur í borginni vegna uppsetningar á Grímudansleik Giuseppes Verdi, sem óperan í Covent Garden setur upp. Syngur Pavarotti í fjórum sýningum og þiggur fyrir það 20. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 29 orð

Píanóleikur í Grindavíkurkirkju JÚLÍANA Rún Indriðadóttir píanóleikari heldur tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld kl. 20.30. Á

JÚLÍANA Rún Indriðadóttir píanóleikari heldur tónleika í Grindavíkurkirkju í kvöld kl. 20.30. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Bach, Beethoven, Chopin, Skrjabin, Prokofiev og Þorkel Sigurbjörnsson. Meira
20. apríl 1995 | Fólk í fréttum | 186 orð

Sambíóin sýna gamanmyndina Rikka ríka

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga gamanmyndina "Richie Rich" eða Rikka ríka eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Með aðalhlutverk myndarinnar fer leikarinn Macaulay Culkin sem hvað þekktastur er fyrir leik sinn í "Home Alone"- myndunum. Með önnur aðalhlutverk fara John Larroquette, Christine Ebersole og Edward Herrmann. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 149 orð

Samsýning fjögurra myndlistarmanna

SÝNINGU þeirra Björns Birnis, Hafsteins Austmanns, Valgerðar Hauksdóttur og Helga Gíslasonar í sýningarsölum Norræna hússins lýkur nú á sunnudag. Á sýningunni eru málverk, höggmyndir og verk unnin á pappír. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 115 orð

Steinway og Selmer sameina rekstur

STEINWAY og Selmer hljóðfæraframleiðendurnir tilkynntu fyrr í vikunni að sameining fyrirtækjanna væri fyrirhuguð. Verða þau í sameiningu stærsti framleiðandi hljóðfæra Bandaríkjanna. Steinway er eigandi Steinway and Sons, sem framleiða hin heimsfrægu Steinway píanó og flygla. Selmer framleiðir blásturs- og strengjahljóðfæri. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 177 orð

Út í vorið

SÖNGKVARTETTINN Út í vorið heldur tónleika dagana 20. - 23. apríl norðan heiða og sunnan. Í kvöld 20. apríl verður sungið í Deiglunni (Listagilinu) á Akureyri kl. 20.30, á morgun í Skjólbrekku í Mývatnssveit kl. 21 og sunnudagskvöldið 23. apríl verður sungið í Íslensku óperunni, Gamla bíói í Reykjavík, kl. 20.30. Miðar á tónleika í Íslensku óperunni eru til sölu frá kl. Meira
20. apríl 1995 | Menningarlíf | 144 orð

Verk gömlu meistaranna

ÁRLEGIR tónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar með listafólki úr héraðinu verða í dag, sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni er það Ingibjörg Þorsteinsdóttir sem verður með píanótónleika í Borgarneskirkju kl. 21. Meira

Umræðan

20. apríl 1995 | Velvakandi | 224 orð

Háttvirtur heilbrigðisráðherra

ÉG HEF nú um nokkurt skeið verið að velta fyrir mér þeirri ákvörðun þinni að draga úr fjárhag kvennadeildar en efla glasafrjóvgunardeild sem þeim sparnaði nemur og hvernig þessar ákvarðanir rekast hver á aðra í framtíðinni, því með öflugri glasafrjóvgunardeild má búast við að þungunum fjölgi allverulega ef vel tekst til. Meira
20. apríl 1995 | Aðsent efni | 674 orð

Íslenskur veruleiki

ÉG þurfti að dvelja á sjúkrahúsi fyrir skömmu, og þann 29. mars sl. var ég að horfa á sjónvarp ásamt fleiri sjúklingum, m.a. á þáttinn "Í sannleika sagt". Fjallað var um afbrot og refsingar. Einn þeirra er boðaður var í umræðuþáttinn, heitir Gunnar Sigurjónsson, þegar hann var spurður fór hann að segja frá því hvernig hann gat brotist útúr viðjum vímu og afbrota, með tilstyrk kristinnar trúar. Meira
20. apríl 1995 | Aðsent efni | 1167 orð

ÍTALÍA HEILLAR

ÓTRÚLEGA fjölbreytt ferðatilboð um veröld víða eru um þessar mundir kynnt í litríkum myndabæklingum íslenskra ferðaskrifstofa. Þeir minna á draumkennda vorboða og eru fullir fyrirheita um margbreytilega og óvænta lífsreynslu í öllum heimsálfum. Þeir seiða fram í huga manns ásýnd jarðar og himinhvolfs, ólík menningarsamfélög, ólíka landkosti, hlýviðris- og kuldasvæði. Meira
20. apríl 1995 | Aðsent efni | 604 orð

Kynntist Nýja testamentinu sínu í Vatnaskógi

ÞAÐ SITUR í mér samtal, sem ég átti eitt sinn við konu, móður drengs, sem dvalið hafði í sumarbúðum í Vatnaskógi. Hún sagði: "Sonur minn fékk Nýja testamentið að gjöf í fyrrahaust, þá 10 ára gamall. Svo fór hann í Vatnaskóg í sumar í fyrsta skipti og að sjálfsögðu með Nýja testamentið með sér eins og um hafði verið beðið. Honum fannst alveg frábært að vera í Vatnaskógi. Meira
20. apríl 1995 | Aðsent efni | 1034 orð

Köllunin í Hveragerði og lögin

SÍRA Jón E. Einarsson formaður Prófastafélagsins, Kirkjuráðsmaður og fyrrverandi Kirkjuþingsmaður ritaði grein í Morgunblaðið á Skírdag um köllunarákvæði laga um veitingu prestakalla og aðdraganda þeirra. Meira
20. apríl 1995 | Velvakandi | 106 orð

LEIÐRÉTT Ríó-samningur - leiðrét

Í bréfi til blaðsins í gær, "Auðvelt fyrir Ísland að standa við skuldbindingar Ríó-samningsins", frá David Butt á Akranesi, er talnavilla, sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þar segir að ef íslenzk skip og verksmiðjur brenni um það bil 360.000 tonnum af eldsneyti á ári, séu mengandi efni frá þeim nálægt NOx=19.800 tonn, C0= 3.600 tonn, HC=1.224 tonn, CO2=1.170 tonn. Meira
20. apríl 1995 | Velvakandi | 313 orð

Nokkur orð um electro-smog, og stafræn fjarskipti

Electrosmog er nokkuð mikið umtalað umhverfisvandamál hér í Mið-Evrópu. Þar af beinist helsta athyglin að handlegum GSM-farsímum (handy's). Electrosmog er einfaldlega útskýrt sem rafsegul- bylgjur sem hafa truflandi áhrif á taugakerfi manna og dýra. Í flestum tilfellum eru afleiðingarnar krabbamein. Áhrif af E.S. Meira
20. apríl 1995 | Velvakandi | 416 orð

ORRI, góa og einmánuður eru liðin og harpa tekur völdin

ORRI, góa og einmánuður eru liðin og harpa tekur völdin í dag. Dagatalið segir okkur að í dag sé sumardagurinn fyrsti með öllum þeim væntingum sem deginum fylgja. Í Sögu daganna er eftirfarandi húsgangur rifjaður upp: Þorri og Góa grálynd hjú gátu son og dóttur eina: Einmánuð sem bætti ei bú og blíða Hörpu að sjá og reyna. Meira
20. apríl 1995 | Velvakandi | 284 orð

Ókristilegar lífsreglur Ingibjargar Sólrúnar

Í STUTTU lesandabréfi vakti ég athygli á því að Ráðhúsið hefði verið lagt undir ókristilega "fermingu" og velti fyrir mér hlutverki Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra við þessa athöfn. Formaður félags áhugafólks um borgaralegar athafnir hefur nú upplýst að Ingibjörg Sólrún hafi þar verið í aðalhlutverki. Hann segir í Morgunblaðinu sl. Meira
20. apríl 1995 | Velvakandi | 334 orð

Ótrúleg uppákoma

Í SÍÐUSTU viku, sem var dymbilvika, komu hér til lands háttsettir kínverskir ráðamenn í boði Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra. Á föstudag, sem var föstudagurinn langi, sá dagur sem löngum hefur hvílt yfir mest helgi hér á landi, birtust fréttamyndir frá þessari heimsókn í fréttatíma beggja sjónvarpsstöðvanna. Meira
20. apríl 1995 | Aðsent efni | 1253 orð

Sérhagsmunahópar komnir í kosningabaráttu

MÁLEFNASTARF og stefnumörkun innan íslenskra stjórnmálaflokka er veikburða. Ýmsar ástæður eru fyrir því, s.s. smæð flokkanna, fátt starfsfólk og takmörkuð fjárráð. Fleira kemur til eins og t.d. að innan Sjálfstæðisflokksins er skoðanaágreiningur í stórum málum svo mikill að forystan kýs að hafa í þeim óljósa stefnu. Afleiðingar þessa eru margar. Meira
20. apríl 1995 | Velvakandi | 319 orð

Sjávarlífssafn ­ tímabært framtak

ÁGÆT grein Björns G. Björnssonar í Morgunblaðinu í síðustu viku undir fyrirsögninni "Ísland og hafið" er allrar athygli verð og vakti upp hjá mér aftur hugleiðingar um sjávarlífssafn á Íslandi sem ég hafði hugsað mikið um fyrir tæpum tveimur árum. Meira
20. apríl 1995 | Velvakandi | 57 orð

Smáflugur Nú á að kjósa nöfnin rétt nokkrir

Nú á að kjósa nöfnin rétt nokkrir gjósa hverir. Oft er glósa færð í frétt fáum hrósa gerir. Liggur spenna lofti í lýðsins fjörgast kraftur. Farartæki um borg og bí bruna fram og aftur Afleiðingar enginn sér eftir þungan róður. Hver einn sínar byrðar ber blómgvist ríkissjóður. Flugur urðu til að morgni Alþingiskosningadags 9. apríl sl. Meira
20. apríl 1995 | Aðsent efni | 681 orð

Verð á landbúnaðarvörum

MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um matvælaverð á Íslandi og þá sérstaklega verð á landbúnaðarvörum. Slík umræða ætti ekki að koma neinum á óvart þar sem matarinnkaup vega oft og tíðum þyngst í útgjöldum heimilanna. Ég hef verið búsettur um tíma í Cardiff í Wales og átt þess kost að kynna mér verð á matvælum hér í samanburði við heima á Íslandi. Meira

Minningargreinar

20. apríl 1995 | Minningargreinar | 258 orð

Bjarni Þ. Bjarnason

Mig langar fyrir hönd okkar gullsmiða að minnast okkar góða félaga nokkrum orðum. Bjarni var félagsmaður í Félagi ísl. gullsmiða svo lengi sem ég man eftir mér í því félagi. Þó að Bjarni hafi ekki starfað mikið í stjórnum eða nefndum í félaginu, hafði hann ávallt mikinn áhuga á starfinu þar og mætti alltaf á fundi og skemmtanir á vegum þess þegar hann gat því viðkomið. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 255 orð

Bjarni Þ. Bjarnason

Kvaddur er í dag hjartkær tengdafaðir minn og vinur Bjarni Þ. Bjarnason. Það var fyrir um 16 árum sem ég kynntist Bjarna, það var þegar ég og Lárus sonur hans fórum að vera saman. Þá strax sýndi hann mér hjartahlýju sína og gleði. Seinna er ég flutti sem tilvonandi tengdadóttir inn á heimili hans og Ingu, tóku þau mér opnum örmum. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 356 orð

Bjarni Þ. Bjarnason

Kæri Bjarni, það er sárt að þurfa að kveðja þig núna, þegar allt átti að vera svo skemmtilegt. Páskar framundan og ferð á Hornafjörð, til að hitta börn, tengdabörn og barnabörn. Fyrir hugskotssjónum renna minningar marga áratugi aftur í tímann, þegar ég kom í fjölskylduna. Á heimili þínu var alltaf líf og fjör, allir vildu þar vera og alltaf jafn velkomnir. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 418 orð

Bjarni Þ. Bjarnason

Mig langar til að minnast hans tengdapabba með nokkrum orðum. Ég kynntist Bjarna fyrir fjórum árum. Það var vor þegar mig bar fyrst að garði í Vallhólma 18. Dyrnar voru opnaðar upp á gátt og húsbóndinn bauð mér brosandi að ganga í bæinn. Ég fann að ég var svo sannarlega velkomin, þá og allar götur síðan. Það sem ég tók strax eftir var þessi mikla hlýja sem einkenndi Bjarna og gestrisni. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 394 orð

Bjarni Þ. Bjarnason

Þegar maður er lítill er allt í kringum mann svo stórt. Faðmurinn hans afa var einn af þessum stóru hlutum. En ólíkt öllu öðru sem minnkaði eftir því sem við stækkuðum hélt þessi faðmur áfram að vera stór og bjóða upp á sömu hlýju og umhyggju og alltaf. En nú er hann afi okkar farinn og eftir situr sár söknuður eftir hlýju hans, hlátri og væntumþykju. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 305 orð

Bjarni Þ. Bjarnason

Hvenær kemur afi til okkar? Hvað eru margir dagar þangað til páskarnir koma? Hann afi ætlaði að koma til okkar um páskana eins og alltaf. Við vorum farin að hlakka svo til að hitta hann og ömmu. Þau komu alltaf um páskana á hverju ári og því fylgdi sami spenningurinn í hvert sinn. En nú kemur enginn afi til okkar. Við hugsum um afa sem alltaf var svo góður við okkur. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 422 orð

Bjarni Þ. Bjarnason

Hann Bjarni "gull" er dáinn og líf okkar hinna verður aldrei samt. Eitt stæltasta og fegursta blómið í garðinum okkar, sem unnum Bjarna, er fölnað ­ svo snöggt, svo óviðbúið og svo ótímabært að okkar dauðlegra mati. Frá því ég fyrst man eftir mér, var Bjarni hluti af tilveru minni. Hann var kvæntur Svövu, móðursystur minni, sem lést 1974 aðeins 45 ára að aldri. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 159 orð

Bjarni Þ. Bjarnason

Hann afi Bjarni er farinn frá okkur og við viljum minnast hans með nokkrum orðum. Þrátt fyrir okkar mikla söknuð huggum við okkur við það, að hann er nú hjá Guði, því ef einhver hefur átt vísan aðgang að himnaríki þá var það afi Bjarni. Það er líka huggun harmi gegn að vita að hann er núna búinn að finna aftur litla drenginn sinn, sem hann missti svo ungan, og ömmu Svövu. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 569 orð

Bjarni Þ. Bjarnason

Okkur hjónum var brugðið þegar Inga hringdi til okkar sunnudaginn 9. apríl og sagði að Bjarni hefði verið fluttur á sjúkrahús fjársjúkur. Við áttum bágt með að trúa að þetta væri svona alvarlegt, eins og kom á daginn, því að að kvöldi sunnudags var sagt að litlar líkur væru á því að hann myndi lifa þetta af. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 295 orð

Bjarni Þ. Bjarnason

Nú kallið er komið og eins og svo oft var það fyrirvaralítið og aðdragandinn stuttur. Tíminn eins og stöðvast um stund. Manni finnst eins og það geti ekki verið að hann sé dáinn, hann sem ávallt var svo hress og kátur. En þegar Bjarni var annars vegar varð aldurinn aldrei annað en afstæður. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 213 orð

Bjarni Þ. Bjarnason

Mig langar að minnast tengdaföður míns Bjarna Þorgeirs Bjarnasonar með örfáum orðum. Fráfall hans bar skjótt og óvænt að. Eflaust hefur hann sjálfur kunnað því vel. Hann hefði ekki viljað stríða lengi við heilsuleysi, eða vera upp á aðra kominn, hann sem alltaf var veitandinn og vildi öllum hjálpa. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 226 orð

BJARNI Þ. BJARNASON

BJARNI Þ. BJARNASON Bjarni Þ. Bjarnason fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1924. Hann lést 11. apríl síðastliðinn. Bjarni var sonur hjónanna Ragnhildar Jónsdóttur frá Núpi í Eyjafjallasveit og Bjarna Einarssonar frá Holtahólum á Mýrum. Hann var 6. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 584 orð

Esther J. Thorarensen

Þegar ég sest nú niður og skrifa nokkrar fátæklegar línur um mína kæru systur, Esther J. Thorarensen, koma upp í hugann ljúfar minningar um ástríka en skapríka konu sem kom til dyranna eins og hún var klædd, falslaust og sagði meiningu sína umbúðalaust um menn og málefni. Var hún sjálfri sér samkvæm enda veraldarvön, á stormasamri ævi. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 501 orð

Esther Th. Jónsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar sem lést þann 7. apríl sl. 71 árs að aldri. Esther var fædd þann 26. júlí 1923 og var elsta barn foreldra sinna. Hún ólst upp á þeim stórfenglega en harðbýla stað Gjögri í Árneshreppi. Þar var lífsbaráttan samofin náttúruöflunum. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 261 orð

ESTHER TH. JÓNSDÓTTIR

ESTHER TH. JÓNSDÓTTIR Esther Thorarensen Jónsdóttir fæddist 26. júlí 1923 í Hafnarfirði en var alin upp á Gjögri í Árneshreppi, Strandasýslu. Hún lést á Borgarspítalanum 7. apríl sl. Hún var elsta barn hjónanna Jóns Sveinssonar kaupmanns á Gjögri d. 1967, og Olgu Soffíu Thorarensen, d. 1940. Alls eignuðust þau hjón ellefu börn. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 77 orð

Eva Ásmundsson

Við kveðjum elskulegu langömmu, sem alltaf var svo hlý og góð við okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 314 orð

Eva Ásmundsson

Á kveðjustund langar okkur að minnast elskulegrar ömmu okkar í örfáum orðum. Við þekktum ekki ömmu okkar öðruvísi en sem hressa og skemmtilega konu. Á okkar yngri árum var það fastur liður í tilverunni og tilhlökkun að heimsækja ömmu á jóladag eða um páskana, þar sem öll fjölskyldan hittist og naut samverustundarinnar. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 481 orð

Eva Ásmundsson

Mig langar að minnast hennar ömmu minnar og nöfnu, Evu Ásmundsson, í nokkrum orðum. Amma fluttist til Íslands frá Noregi fyrir 64 árum. Hún var vinnukona hjá bróður hans afa. Afi var kominn hátt á piparsveinaaldurinn, þegar hann kynntist þessari ungu og myndarlegu stúlku. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 135 orð

EVA ÁSMUNDSSON

EVA ÁSMUNDSSON Eva Ásmundsson fæddist 4. nóvember 1906 í Minnesota. Hún lést í Hafnarbúðum 7. apríl síðastliðinn. Eva fluttist til Noregs árið 1910 með foreldrum sínum, Elíane Hommersand og Jakobi Hommersand. Hún var næstelst fimm systkina. Eitt þeirra er á lífi, Jenny Petersen, búsett í Stavanger, Noregi. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 190 orð

Gestur Björnsson

Föstudagurinn 7. apríl rennur upp, vor í lofti, hækkandi sól, tilhlökkun eftir erfiðan vetur, snögglega syrtir, dimmt él "Kallið er komið". Pabbi er dáinn, hann er allur. Röddin hans ljúfa, brosið hans bjarta, glettnin í augunum, faðmurinn hlýi, minningin ein. Minningarnar streyma fram í hugann, ljúfar minningar um ástríkan og elskulegan föður, föður sem var okkur allt. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 425 orð

Gestur Björnsson

Gestur Björnsson var af þingeyskum bændaættum og ólst á sínum tíma upp á traustu sveitaheimili ásamt eldri systkinunum fimm. Faðir hans var þá farinn að vera talsvert að heiman við félagsmálastörf. Gestur var litla barnið Elínar móður sinnar og mjög hændur að henni, enda líkur henni og hennar fólki. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 373 orð

Gestur Björnsson

Sú harmafregn að Gestur Björnsson föðurbróðir minn hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu, Meðalholti 3, kom óvænt. Ég hafði nýverið heimsótt hann hressan og ræðinn og átti þess ekki von að sá fundur væri okkar síðasti. Gestur hafði snemma yndi af búfé, einkum kindum, og mun hugur hans hafa staðið til búskapar. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 181 orð

GESTUR BJÖRNSSON

GESTUR BJÖRNSSON Gestur Björnsson fæddist að Brún í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 18. apríl 1924. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 7. apríl sl. Foreldrar hans voru Björn (1889­1956) bóndi og oddviti á Brún, Sigtryggsson bónda á Hallbjarnarstöðum Helgasonar, Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 307 orð

Guðmundur Ágúst Leósson

Hann elskulegi frændi okkar er genginn á Guðs vegu. Nú sefur hann hjá Guði, eins og litla María Dögg, bróðurdóttir hans segir. Það er erfitt að trúa því að drengurinn með bjarta brosið sitt og glettnisglampann í augum sé farinn frá okkur. Við vorum svo lánsöm að fá að fylgjast með honum allt frá fæðingu hans, frumburður elskulegrar systur okkar og mágs. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 187 orð

Guðmundur Ágúst Leósson

Elskulegi afa- og ömmudrengurinn, Guðmundur Ágúst. Nú ert þú horfinn okkar sjónum, svo ungur að árum. Söknuður okkar er bæði mikill og sár, en minningarnar um þig eru bæði margar og fagrar. Við munum þig, litla drenginn okkar, þegar þú varst heima hjá okkur smá tíma rétt eftir að þú fæddist. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 148 orð

Guðmundur Ágúst Leósson

Okkur langar að minnast elskulegs frænda okkar Guðmundar með nokkrum orðum. Minningarnar um hann eru allar svo ánægjulegar. Við lékum okkur saman í æsku og hann var alltaf svo hlýr og skemmtilegur og grallarinn í honum ekki langt undan. Brosið hans bjarta munum við geyma í hjarta okkar um ókomin ár. Megi Guð varðveita hann og styrkja ástvini hans í sorginni. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 162 orð

Guðmundur Ágúst Leósson

Við höfðum ekki þekkt hann Guðmund nema í sex mánuði þegar hann kvaddi þennan heim, en þetta voru skemmtilegir tímar og munum við minnast þeirra þegar við hugsum til hans. Guðmundur var blíður, gjafmildur og góður drengur og okkur þótti öllum vænt um hann. Við vitum að hann er kominn á góðan stað, þar sem honum líður vel og er það mikil huggun í sorg okkar. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 294 orð

Guðmundur Ágúst Leósson

Það kom upp í huga minn eftir að hafa heyrt látið hans Gumma, hvað vegir Guðs eru órannsakanlegir og hvað spurningarnar eru margar, sem við fáum ekki svör við. Hve heitt hefðum við í okkar fjölskyldu óskað honum fleiri lífdaga, þó ekki hefði verið nema einn dagur í viðbót, því sá dagur hefði orðið honum þýðingarmikill, og er það trú mín, að þá hefðum við hann hér á meðal okkar núna, Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 265 orð

Guðmundur Ágúst Leósson

Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 69 orð

GUÐMUNDUR ÁGÚST LEÓSSON

GUÐMUNDUR ÁGÚST LEÓSSON Guðmundur Ágúst Leósson fæddist í Reykjavík 28. desember 1969. Hann lést 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Gyða Kristjana Guðmundsdóttir og Leó Svanur Ágústsson. Guðmundur Ágúst var elstur þriggja bræðra. Yngri bræður hans eru Arnar, fæddur 20. maí 1971, og Ragnar, fæddur 1. maí 1976. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 47 orð

Guðmundur Ágúst Leósson Elsku Gummi Leó. Takk fyrir hláturinn, brosið og minningarnar. Við kvöddumst fyrir mörgum árum en nú

Elsku Gummi Leó. Takk fyrir hláturinn, brosið og minningarnar. Við kvöddumst fyrir mörgum árum en nú kveð ég þig aftur að sinni. Eftir sitja góðar minningar sem munu lifa með mér alla tíð, eins og þær hafa gert hingað til. Takk fyrir góða tíma. María. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 69 orð

GUÐRÚN ÞORVARÐARDÓTTIR

GUÐRÚN ÞORVARÐARDÓTTIR Guðrún Þorvarðardóttir fæddist 16. janúar 1908 á Bakka á Kjalarnesi. Hún lést á Landspítalanum 4. apríl sl. Foreldrar hennar voru Þorvarður Guðbrandsson bóndi á Bakka og kona hans Málhildur Tomasdóttir. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 136 orð

Guðrún Þorvarðardóttir Hún Gunna frænka í Lyngó hefur kvatt okkur. Minningarnar um hana renna um hugann. Það var svo gott að

Hún Gunna frænka í Lyngó hefur kvatt okkur. Minningarnar um hana renna um hugann. Það var svo gott að koma til hennar og fá þessar hlýju móttökur í hvert skipti sem maður kom, hæglætisbros og síðan kaffisopa, og eitt var víst að það fylgdi alltaf meðlæti með. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 336 orð

Hulda Helgadóttir

Kærasti og nánasti vinur fjölskyldu minnar er nú látinn. Ég kynntist Huldu Helgadóttur þegar ég kvæntist fósturdóttur hennar, Guðrúnu K. Þórsdóttur, fyrir rúmum sautján árum. Ásamt eiginmanni sínum Þór Skaftasyni yfirvélstjóra tók hún mér opnum örmum og af þeirri hjartahlýju að betri tengdaforeldra fannst mér og finnst enn ekki verða á kosið. Tengdafaðir minn Þór lést um aldur fram 1982. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 273 orð

Hulda Helgadóttir

Með þessum ljóðlínum og nokkrum orðum langar okkur að kveðja ástkæra ömmusystur okkar, Huldu Helgadóttur, sem kom okkur í ömmustað. Ævi hennar var litrík þar sem hún ung fór til sjós, fyrst með föður sínum á síldarbáti, og síðar með Gullfossi sem yfirþerna til margra ára. Hafði hún frá mörgu að segja og eru sögur hennar okkur minnisstæðar. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 660 orð

Hulda Helgadóttir

Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. Þessi orð áttu vel við um vinkonu mína Huldu Helgadóttur, sem lést 8. apríl s.l. Hulda átti að vísu 83 ár að baki, en var síung í anda, hélt fallega dökka hárinu sínu og fylgdist svo vel með fréttum úr öllum heimshornum fram á síðustu daga og mundi öll þessi framandi nöfn og staði. Manni fannst þetta óskiljanlegt. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 489 orð

Hulda Helgadóttir

Nú dvel ég í Blönduhlíðinni í síðasta skipti á ævi minni. Hulda okkar er dáin. Þó ég sé búin að vera búsett erlendis í rúm 30 ár, átti ég alltaf heimili að sækja á Íslandi hjá Huldu móðursystur minni. Hulda var Nonna bróður og mér meira en bara frænka. Móðir okkar dó ung og þá tók Hulda við. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 263 orð

Hulda Helgadóttir

Mig langar með örfáum orðum að minnast stjúpmóður minnar, Huldu Helgadóttur, sem lést 8. apríl síðastliðinn; þakka henni samfylgdina og alla hennar tryggð og elsku í minn garð og fjölskyldu minnar. Ég kynntist Huldu ekki fyrr en ég var orðin fullorðin en ógleymanlegar eru allar samverustundirnar sem aldrei bar skugga á, Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 100 orð

HULDA HELGADÓTTIR

HULDA HELGADÓTTIR Hulda Helgadóttir fæddist á Borgarfirði eystra 6.2.1912 og lézt í Reykjavík 8. apríl sl. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Björnsdóttir frá Staffelli í Fellum og Helgi Björnsson frá Njarðvík eystra. Hún ólst upp á Borgarfirði og Njarðvík eystra. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 204 orð

Jónas Oddgeir Sigurðsson

Elsku afi Jónas er dáinn. Það er svo sárt að vita að við fáum aldrei meir að sjá hann eða tala við hann. En það eru allar góðu minningarnar sem við eigum um hann, sem enginn getur tekið frá okkur. Aldrei finnst okkur vera rétti tíminn til að kveðja ástvin, en við þessu máttum við búast. Afi var svo andlega hress, en líkaminn orðinn þreyttur. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 112 orð

JÓNAS ODDGEIR SIGURÐSSON

JÓNAS ODDGEIR SIGURÐSSON Jónas Oddgeir Sigurðsson fæddist 26. febrúar 1917 í Hafnarfirði. Hann lést á Borgarspítalanum 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson kennari og Steinunn Ólafsdóttir. Systkini hans voru: Jafet, Þórunn, Ólafur, Helga, Sigrún og Ólafur Jafets, þau eru öll látin. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 277 orð

Jónas O. Sigurðsson

Ég man eftir labbitúr á bryggjunni, litla höndin mín í hendi hans. Ég man, sitjandi á læri hans í fermingunni hans Ella. Ég man eftir stólnum sem ég þurfti alltaf að sitja á og hvað hann þurfti svo oft að obba mér upp í hann. Ég man eftir mér hjólandi inni um allt á nýja tvíhjólinu mínu sem henn keypti. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 402 orð

Jónas O. Sigurðsson

Vinur minn, Jónas O. Sigurðsson, er látinn. Hann hefur ekki gengið heill til skógar undanfarin ár. Hann bar veikindi sín með karlmennsku; aldrei heyrði ég hann kvarta. Nú síðustu vikurnar var ljóst, hvert stefndi. Við bjuggum í tvo áratugi sitt hvoru megin við sömu götuna. Ég hafði þekkt Jónas vel fyrir þann tíma. Hins vegar kynntumst við mjög náið þessi ár og var þetta mjög góður tími. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 387 orð

Jón Pétursson

Kvaddur var á miðvikudag góður vinur okkar fjölskyldunnar, Jón Pétursson. Kynni okkar hafa staðið yfir í hartnær 45 ár, eða allt frá því að móðir mín var með okkur systurnar sumarlangt að Reykjum á Laugarbakka þar sem faðir okkar var alinn upp. Þá var Jón þar við smíðar á nýju íbúðarhúsi og þar kynntumst við honum, og aldrei veit ég til þess að skugga hafi borið á þau kynni okkar. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 223 orð

Jón Pétursson

Það var alltaf jafn spennandi og gaman þegar Land Roverinn hans Jóns renndi í hlaðið í Mörtungu. Þá átti maður alltaf von á einhverju góðu, að minnsta kosti faðmlagi og mola úr "meðalapokanum" hans Jóns. Ég var svo heppin að fá að taka þátt í æði mörgu með Jóni og krökkunum hans. Það var t.d. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 28 orð

JÓN PÉTURSSON

JÓN PÉTURSSON Jón Pétursson var fæddur 4. mars 1918 að Hauksstöðum í Jökuldal. Hann lést í Borgarspítalanum 8. apríl sl. Jón var jarðsunginn frá Háteigskirkju 19. apríl sl. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 657 orð

Kristinn Vilhjálmsson

Kristinn Vilhjálmsson var hugsjónamaður. Ungur tók hann við logandi kyndli friðar- og bræðralagshugsjónar bindindishreyfingarinnar úr höndum þeirra öldunga sem urðu honum fyrirmyndir og leiðarljós til æviloka. Helgi Sveinsson, sem verið hafði bankastjóri á Ísafirði, og fjölvísi snillingurinn, Jón Árnason, prentari, voru lærifeðurnir, að ógleymdum tengdaföður hans, Jóni Pálssyni, bankaféhirði. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 344 orð

Kristinn Vilhjálmsson

KVADDUR hefur verið hinstu kveðju Kristinn Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Veltubæjar. Með honum sér Góðtemplarareglan á bak dugmiklum og þrautseigum liðsmanni. Kristinn var hugsjónamaður og trúin á betra mannlíf laust undan oki vímuefna, hugsjón góðtemplara, var einnig hans. Regla góðtemplara hefur starfað á Íslandi síðan 1884 eða í 111 ár. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 32 orð

KRISTINN VILHJÁLMSSON

KRISTINN VILHJÁLMSSON Kristinn Vilhjálmsson fæddist í Vetleifsholti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 13. mars 1912. Hann lést í Borgarspítalanum 4. apríl síðastliðinn. Kristinn Vilhjálmsson var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 12. apríl sl. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 161 orð

Ottó Jónsson

Ottó Jónsson kenndi hér við skólann við mikinn orðstír frá 1955, þar til hann fór á eftirlaun 1984 og flutti austur að Egilsstöðum. Ottó var ákaflega geðþekkur maður, vel að sér í kennslugrein sinni og átti gott með að koma þekkingu sinni til nemenda. Á kennarastofu var hann glaðvær og hláturmildur og einstaklega vel liðinn. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 723 orð

Ottó Jónsson

Látinn er góður vinur og mikill öðlingsmaður, Ottó Jónsson, menntaskólakennari. Andlát hans kom ekki á óvart því hann hafði átt við langvarandi veikindi að stríða og öllum mátti ljóst vera að hverju dró. Samt er það svo að þegar lífsþráðurinn slitnar um síðir er höggið þungt og stundum erfitt að sætta sig við orðinn hlut. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 328 orð

Ottó Jónsson

Andlát Ottós Jónssonar kom ekki á óvart. Heilsu hans hafði stöðugt hrakað síðustu mánuði og því var ljóst hvert stefndi. Samt er það svo að fráfall vinar veldur ætíð depurð. Aðskilnaðurinn virðist svo endanlegur og óhagganlegur, tækifæri til samvista verða ekki fleiri. Í gegnum hugann streyma misskýrar myndir. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 526 orð

Ottó Jónsson

Við Ottó áttum sameiginlegan starfsvettvang mestan hluta kennaraferils okkar, fyrst á Akureyri og svo í Reykjavík, og auk þess áttum við talsvert saman að sælda í sambandi við ferðaþjónustuna þegar hún var að komast á legg fyrir tilstuðlan Ferðaskrifstofu ríkisins og lengi eftir það. Ottó var meðalmaður á hæð og fremur þrekvaxinn. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 661 orð

Ottó Jónsson

Ottó Jónssyni kynntist ég á æskuárunum. Ég varð heimagangur hjá Ottó og Rannveigu, dætur þeirra þrjár urðu vinkonur mínar, einkasonur eiginmaður þegar fram í sótti. Og ég minnist þess hvað mér þótti hann Ottó framandlegur. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 27 orð

OTTÓ JÓNSSON

OTTÓ JÓNSSON Ottó Jónsson fæddist á Dalvík 1. janúar 1921. Hann andaðist á Borgarspítalanum 9. apríl síðastliðinn og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 19. apríl sl. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 332 orð

Petrea Sigtryggsdóttir

Á miðvikudag var okkar ástkæra frænka Petrea Sigtryggsdóttir, eða Peta eins og hún var alltaf kölluð, borin til grafar. Er Peta var 21 árs fluttist hún suður til Reykjavíkur, þar kynnist hún Guðmundi Stefánssyni. Peta vann við ýmis störf, fyrst við að þurrka fisk við Kirkjusand, þá þvottahúsi Landspítalans, síðar fór hún að vinna í ráðherrabústaðnum við undirbúning veislna m.a. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 306 orð

Petrea Sigtryggsdóttir

Þegar Petrea frænka var níu eða tíu ára fór hún fram í Fnjóskadal og var þar barnfóstra hjá Páli G. Jónssyni og Elísabetu Árnadóttur í Garði, og minntist hún þeirrar dvalar ætíð með þakklæti. En stuttu eftir fermingu fór hún til Húsavíkur. Þar var hún í vist hjá frændfólki sínu sem og systrum sem þar bjuggu. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 189 orð

Petrea Sigtryggsdóttir

Petrea frænka hreifst af því fallega og góða og lét þá hrifningu sína óspart í ljós. Aldrei heyrðum við hana kvarta undan nokkrum hlut, heldur var allt svo gott sem fyrir hana var gert. Petrea frænka var ekki að gorta af sínum verkum, því vissu fáir að hún, áttatíu og níu ára gömul, gerðist bókaútgefandi. Gaf hún út bók með kvæðum eiginmanns síns, Guðmundar Stefánssonar. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 85 orð

PETREA SIGTRYGGSDÓTTIR

PETREA SIGTRYGGSDÓTTIR Petrea Sigtryggsdóttir var fædd í Nýjabæ í Flatey á Skjálfanda 18. apríl 1901. Hún lést 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigtryggur Sigurðsson ættaður úr Aðaldal og Ingibjörg Sigurðardóttir frá Básum í Grímsey. Petrea var næstyngst ellefu systkina sem nú eru öll látin. Hinn 23. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 445 orð

Pétur Jens Thorsteinsson

Með Pétri er fallinn frá einn af brautryðjendum utanríkisþjónustunnar, sem segja má að með starfi sínu hafi að verulegu leyti lagt grundvöllinn að þeirri starfsemi sem nú fer fram erlendis á vegum íslenska ríkisins. Lífsstarf Péturs var á vegum utanríkisþjónustunnar - hann helgaði þessari starfsemi alla sína krafta. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 1064 orð

Pétur Jens Thorsteinsson

Pétur J. Thorsteinsson sendiherra andaðist 12. þ.m. á 78. aldursári. Með honum er genginn einn af brautryðjendum íslenskrar utanríkisþjónustu og einn mikilhæfasti starfsmaður hennar. Við Pétur kynntumst og urðum vinir á háskólaárunum 1938-1944 og hefur sú vinátta haldist æ síðan. Er margs ánægjulegs að minnast frá skólaárunum. Við urðum t.d. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 792 orð

Pétur Jens Thorsteinsson

Pétur J. Thorsteinsson var meðal merkustu manna í íslensku utanríkisþjónustunni. Eftir að hafa lokið prófi í viðskiptafræði árið 1941 og í lögfræði 1944 við Háskóla Íslands varð hann starfsmaður í utanríkisráðuneytinu og strax sama haust sendur til starfa í sendiráðinu í Moskvu. Þar var Pétur Benediktsson þá sendiherra. Pétur Thorsteinsson starfaði í Moskvu í þrjú ár að því sinni. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 399 orð

Pétur Jens Thorsteinsson

Fréttin um andlát Péturs Thorsteinssonar snerti marga vini hans, þótt ekki hafi hún komið á óvart. Í nokkur ár hafði hann átt við erfiðan sjúkdóm að stríða, en aðdáunarvert var að fylgjast með hvað hann lét seint bugast. Hann vann af miklum krafti við að ljúka við sitt merkilega ritverk um utanríkisþjónustu Íslands og utanríkismál, sem í þremum bindum er 1.436 síður. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 638 orð

Pétur Jens Thorsteinsson

Pétur J. Thorsteinsson lét af störfum í utanríkisþjónustu Íslands árið 1987 og hafði þá þjónað íslenzka lýðveldinu frá stofnun þess. Þetta sama ár fór Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra þess á leit við hann að hann tæki að sér að safna gögnum, undirbúa og rita bók um íslenzka utanríkisþjónustu. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 31 orð

PÉTUR JENS THORSTEINSSON

PÉTUR JENS THORSTEINSSON Pétur Jens Thorsteinsson fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1917. Hann lést á heimili sínu 12. apríl sl. Útför Péturs var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 19. apríl sl. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 266 orð

Ragnar Ólafsson

Hver var Ragnar kaupmaður? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör en fyrir okkur var hann góður maður. Ef himnaríki er til þá er Ragnar örugglega þar að finna. Ragnar var góður vinur okkar félaganna frá því við munum eftir okkur. Hann rak litla sjoppu í Laugarneshverfi og þar vorum við tíðir gestir. Hann var þar alla daga nema örfáa þegar systir hans var fyrir hann. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 23 orð

RAGNAR ÓLAFSSON

RAGNAR ÓLAFSSON Ragnar Ólafsson kaupmaður fæddist í Reykjavík 19.4. 1925. Ragnar verður jarðsettur frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 12. apríl kl. 13.30. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 178 orð

SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR

SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR Sigríður fæddist á Hrauni, Ingjaldssandi, Mýrahreppi, V. Ísaf. 11. október 1902. Hún lést 9. apríl sl. Faðir hennar var Jóhannes Eugen sjómaður á Ingjaldssandi og Flateyri, f. 19.11. 1870, d. 23.8. 1960, Guðmundsson sjómanns á Villingadal Ebenezerssonar og Sigríðar Jóhannesdóttur. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 412 orð

Sigríður Jónatansdóttir

Þegar ég var að komast til vits og ára vestur í Flateyrarhreppi á fjórða áratug þessarar aldar bjuggu þar í litlu húsi í miðju þorpinu hjónin Sigríður Jóhannesdóttir og Kristján Brynjólfsson með börnum sínum tveimur, Valgerði og Eiríki. Þau hjónin voru vinafólk foreldra minna. Vera má að það hafi upphaflega verið þess vegna að við Eiríkur urðum vinir á barnsaldri; við vorum á líkum aldri. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 314 orð

Sigríður Jónatansdóttir

Hraunbær 100 verður ekki samur án hennar Sigríðar á móti. Í um það bil 25 ár höfum við fjölskyldan notið umhyggju hennar svo langt umfram það sem góðri grannkonu sæmir. Það eru ófá skiptin sem einhverju okkar hefur verið kippt inn í óvænta veislu hjá Sigríði, pönnukökur og kleinur og allt það þjóðlega góðgæti sem vill gjarnan verða útundan í ysi og þysi hversdagsins. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 192 orð

Sigríður Þorgerður Guðjónsdóttir

Hún amma mín, Sigríður, er látin. Vinkona mín og ég töluðum oft um "hinar dæmigerðu ömmur" ef við hittum gamlar góðlegar og hlýjar konur. Hún amma mín var ein af þeim hópi. Þó að langt sé síðan ljóst var að hverju stefndi í veikindum hennar og ég hélt að ég væri búin að sætta mig við að hún yrði frá okkur tekin, er ekki hægt að segja að ég hafi verið viðbúin þegar stundin rann upp. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 143 orð

SIGRÍÐUR ÞORGERÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR ÞORGERÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR Sigríður Þorgerður Guðjónsdóttir var fædd að Kirkjubóli, Innri-Akraneshreppi, 10. október 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 14. apríl sl. Hún var næstelst af sex systkinum og eru fjögur þeirra á lífi. Foreldrar Sigríðar voru Guðjón Jónsson, bóndi, og kona hans, Ólöf Þorbergsdóttir. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 311 orð

Þórhallur Einarsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 571 orð

Þórhallur Einarsson

Nú er lokið ferð föðurbróður míns, Þórhalls Einarssonar, til síns heima og þeirrar moldar sem fóstraði hann í Staðarhverfi í Grindavík. Foreldrar Þórhalls voru fæddir og uppaldir í Hrunamannahreppi, en fluttu að Húsatóftum í Grindavík, þar sem Einar starfaði sem hreppstjóri. Þau eignuðust átta börn. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 427 orð

Þórhallur Einarsson

Tengdafaðir minn, Þórhallur Einarsson, bjó nær öll sín ár í Grindavík. Hann var fæddur á Húsatóftum í Staðarhverfi og ólst upp í stórum systkinahópi og á mannmörgu heimili við búskap og sjósókn á opnum skipum við erfiðar aðstæður. Í hans ungdæmi gengu börnin úr Staðarhverfinu um úfið hraun í skóla í Járngerðarstaðahverfi þrjá daga vikunnar. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 298 orð

ÞÓRHALLUR EINARSSON

ÞÓRHALLUR EINARSSON Þórhallur Einarsson var fæddur 23. október 1911 í Grindavík. Hann lést 10. apríl 1995 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Einar Jónsson hreppstjóri á Húsatóftum, f. 5. júlí 1864, d. 15. janúar 1933, og kona hans Kristín Þorsteinsdóttir frá Haukholtum, f. 29. nóvember 1871, d. 25. febrúar 1956. Meira
20. apríl 1995 | Minningargreinar | 50 orð

Þórhallur Einarsson Elsku langafi. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Við minnumst með gleði stundanna við

Elsku langafi. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Við minnumst með gleði stundanna við spilamennsku á sófanum þínum, þegar þú varst körfuboltahringurinn okkar og bíltúranna okkar saman í Staðarhverfið. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar. Hvíl þú í friði elsku langafi. Rósa Kristín og Óli Baldur. Meira

Viðskipti

20. apríl 1995 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Coca-Cola með aukna hlutdeild

COCA-Cola fyrirtækið jók hlutdeild sína í markaði fyrir ókolsýrða svaladrykki árið 1994. Henry Schimberg, forstjóri Coca-Cola Enterprises Inc., sagði í gær, að gert væri ráð fyrir því að hlutdeild fyrirtækisins í þessum markaði ykist 1995. Meira

Daglegt líf

20. apríl 1995 | Neytendur | 211 orð

Barnaafmæli

AFMÆLISVEISLUR fyrir yngstu börnin er ágætt að byrja snemma, kl. 13 eða 14 og láta þær ekki vara lengur en tvær til þrjár klukkustundir. Þetta er ráðlagt í umfjöllun um barnaafmæli í nýútkomnu tölublaði Uppeldis. Þar er bent á að lítil börn hafa ekki úthald til að taka þátt í veislum í langan tíma og þær geti því farið úr böndunum, ef þær dragast á langinn. Meira
20. apríl 1995 | Neytendur | 569 orð

Flestir fá lægri vaxtabætur en á síðasta ári Þrátt fyrir svipaða eigna- og skuldastöðu munu nýjar reglur færa fólki lægri

NÝ LÖG um útreikning vaxtabóta við álagningu 1995 tóku gildi 30. desember 1994. Vaxtagjöld af skuldum vegna öflunar húsnæðis til eigin nota að frádregnum vaxtatekjum af eignarskattskyldum verðbréfum eru, eins og í fyrra, grunnur til útreiknings bótanna, en núna dragast ennfremur aðrar vaxtatekjur frá þessum grunni. Meira
20. apríl 1995 | Neytendur | 49 orð

Rýmingarsala á búsáhöldum

Í DAG, sumardaginn fyrsta, verður haldin rýmingarsala á búsáhöldum í Hagkaup, Skeifunni. Á boðstólum verða m.a. eldföst glerform frá 489 kr., bökunarform frá 159 kr., ísskálar 4 stk. á 549 kr., 20 stk. matarstell frá 1.995 kr., stakir matardiskar á 279 kr., glös, Guzzini-plastvara, glervara, trévara o.m.fl. Meira
20. apríl 1995 | Neytendur | 429 orð

Saltfiskur og fylltar paprikur frá Katalóníu

MATREIÐSLUMENN í Blómasal á Hótel Loftleiðum gefa uppskriftirnar að þessu sinni. "Hér voru katalónskir dagar í mars og þá kenndu katalónskir matreiðslumeistarar okkur uppskriftir frá heimahéraði sínu. Við höfum þessa rétti ekki á boðstólum núna, en tókum nýlega upp matseðil þar sem eru margir nýstárlegir réttir," segir Sigurður Ólafsson, matreiðslumaður á Hótel Loftleiðum. Meira
20. apríl 1995 | Neytendur | 45 orð

Villiköttur frá Freyju

SÆLGÆTISGERÐIN Freyja hefur sett á markað nýja framleiðslu; villiköttinn, súkkulaði, sem er svipað að stærð og lögun og Freyju-staur. Ysta lagið er ljóst mjólkursúkkulaði með hrísi, síðan er samskonar kex og notað er í staurana og innst er karamellukrem. Villikötturinn kostar 75 kr. Meira

Fastir þættir

20. apríl 1995 | Fastir þættir | 521 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Briddeild Barðstren

NÆSTA keppni deildarinnar er tveggja kvölda tvímenningur, Firmakeppni sem spilaður veður mánudagskvöldin 24. apríl og 1. maí nk. kl. 19.30 í Þönglabakka 1. Deildin hefur fyrirtæki en vantar spilara, því eru allir spilarar velkomnir. Meira
20. apríl 1995 | Fastir þættir | 47 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Húnvetni

SÍÐASTLIÐINN miðvikudag var seinna kvöldið í einmenningskeppni félagsins. Spilað var í 13 manna og 8 manna riðli. Úrslit kvöldsins urðu: A-riðill: Þorsteinn Erlingsson56Aðalbjörn Benediktsson55Jóhann Lúthersson55 Miðlungur 48. Meira
20. apríl 1995 | Fastir þættir | 198 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Miklar sviptingar eru í aðaltvímenningnum sem nú stendur sem hæst. Lokið er 9 umferðum af 23 og er staða efstu para nú þessi: Birkir Jónsson - Bjarni Kristjánsson86Guðjón S. Jensen - Gísli R. Ísleifsson74Gunnar Sigurjónss. - Högni Oddsson69Dagur Ingimundarson - Sigurjón Jónsson65Eyþór Jónsson - Garðar Garðarsson63Karl G. Karlss. Meira
20. apríl 1995 | Dagbók | 103 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 21. apríl, er áttræðurBessi Guðlaugsson, Bústaðavegi 65, Reykjavík. Eiginkona hans er Hólmfríður Sigurðardóttir. Þau taka á móti gestum í Rafveitusalnum v/Elliðaárveg kl. 17-20 laugardaginn 22. apríl nk. ÁRA afmæli. Meira
20. apríl 1995 | Fastir þættir | 540 orð

Magnús Pálmi og Júlíus í landsliðsflokk

Áskorenda- og opinn flokkur.8.-17. apríl ÞEIR Magnús Pálmi Örnólfsson, 23ja ára frá Bolungarvík, og Júlíus Friðjónsson, 45 ára úr Reykjavík, urðu jafnir og efstir í áskorendaflokki á Skákþingi Íslands um páskana. Þeir unnu sér þar með rétt til að tefla í landsliðsflokki í nóvember. Meira
20. apríl 1995 | Fastir þættir | 231 orð

Messur á Sumardaginn fyrsta Guðspjall dagsins: Hvar eru hini

Messur á Sumardaginn fyrsta Guðspjall dagsins: Hvar eru hinir níu? (Lúk. 11.-19.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Skátamessa kl. 11. Ragnar Fjalar Lárusson. Meira
20. apríl 1995 | Fastir þættir | 45 orð

Morgunblaðið/Arnór G. Ragnarsson SVEIT Ólafs Lárussonar spilaði

Morgunblaðið/Arnór G. Ragnarsson SVEIT Ólafs Lárussonar spilaði vel í Íslandsbankamótinu ef undan er skilinn fyrsti þriðjungur mótsins. Þeir uppskáru silfurverðlaunin og var myndin tekin við verðlaunaafhendinguna. Meira
20. apríl 1995 | Dagbók | 333 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Danica White, Snorri Sturluson, Mælifell og Dettifoss. Fjordshell fór út í gærkvöld. Í dag komaJón Baldvinsson ogGissur ÁR. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær komu Lómur og Hofsjökull. Saltskip kom til hafnar í gærmorgun. Meira

Íþróttir

20. apríl 1995 | Íþróttir | 105 orð

Blind slappmeð skrekkinnAJAX og AC Mi

AJAX og AC Milan tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu. Danny Blind, fyrirliði Ajax, missti af síðustu tveimur úrslitaleikjum liðsins í Evrópukeppni; keppni bikarhafa 1987 og UEFA-keppninni 1992, þar sem hann var í leikbanni. Ekki munaði miklu að svo yrði einnig nú. Hann varði knöttinn með hendi á 75. mín. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 70 orð

Fjórir miðherjar Sviss meiddir

NESTOR Subiat, miðherji Grasshoppers, sem er efst í svissnesku deildinni, meiddist í bikarleik um helgina og leikur ekki með Sviss gegn Tyrklandi í Evrópukeppninni á miðvikudag en hann gerði bæði mörkin í 2:2 leiknum við Ungverja í síðasta mánuði. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 259 orð

Hefur ekki áhuga á að horfa lengur á Thomas Ravelli leika

Lars Erickson, markvörður Norrköping, gefur ekki kost á sér í sænska landsliðið, sem leikur gegn Ungverjalandi í Búdapest í Evrópukeppni landsliða 26. apríl. "Ég hef ekki áhuga að sitja á bekknum leik eftir leik og horfa á Ravelli leika," sagði Erickson. Miklar breytingar eru á sænska hópnum frá síðasta leik. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 360 orð

Héðinn fer ekki með landsliðinu til Danmerkur

Héðinn Gilsson fer ekki með landsliðinu til Danmerkur í dag þar sem það leikur tvo óopinbera æfingaleiki við heimamenn fyrir helgi og tekur síðan þátt í Bikubenmótinu ásamt Dönum, Svíum og Pólverjum í næstu viku. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 68 orð

Í dag SKÍÐI And

SKÍÐI Andrésar Ander leikarnir hefjast kl.10 í Hlíðarfjalli við Akureyri. Verðlaunaafhending fyrir fyrsta keppnisdag verður kl. 20 í íþróttahöllinni. FRJÁLSAR 80. víðavangshlaup ÍR fer fram í dagog hefst kl. 13 við Ráðhúsið í Reykjavík. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 121 orð

Íþróttadagur VíkingsÍ dag, sumardaginn fyrsta, verður íþróttadagur Víkings í tilefni 87 ára afmælis félagsins. Dagskrá hefst í

Knattspyrnudeild Skallagríms gengst fyrir Borgarnesspizzu-firmakeppninni í knattspyrnu 21. og 22. apríl. Keppt verður í tveimur flokkum, opnum flokki fyrir þá sem æfa lítið eða ekkert og svo í öðrum flokki fyrir þá sem lengra eru komnir. Þátttaka tilkynnist í símum 71444, 72004, 71015 eða 71450. Stuðningsmannaklúbbur Everton Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 423 orð

KA og ÍR hrepptu gullið

Keppni lauk á Íslandsmótinu í handknattleik hjá fjórða aldursflokki þann 10. apríl með úrslitaleikjum. KA varð Íslandsmeistari í drengjaflokknum og ÍR í stúlknaflokknum en bæði liðin unnu sannfærandi sigra í úrslitaleikjunum. Ekki eru nema örfá ár síðan KA vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í handknattleik en félagið er nú eitt af þeim allra sigursælustu. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 802 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir aðfaranótt miðvikudags: Detroit - Cleveland 85:76 Minnesota - Utah 94:113 San Antonio -

Fyrsta umferð á heimsmeistaramótinu í snóker, sem fer fram í Sheffield á Englandi: 1-Stephen Hendry (Skotlandi) vann Stefan Mazrocis (Englandi) 10-3 91-35 136-4 67-45 99-1 76-22 71-9 0-92 64-58 84-9 75-12 12-82 49-65 123-5. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 477 orð

Leikstjórnandinn Joe Montana hættur

Joe Montana, besti leikstjórnandinn í sögu ameríska fótboltans, tilkynnti að viðstöddum um 35.000 manns í San Francisco í fyrrakvöld að hann væri hættur og þar með lauk margra mánaða óvissu um framtíð hetjunnar í íþróttinni. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 198 orð

Margir kunnir kappar útvaldir

Þegar rúm vika er þar til "Knattspyrnuveisla aldarinnar" verður haldin að Hótel Íslandi, sunnudaginn 30. apríl, er verið að ljúka við útnefningar þeirra knattspyrnumanna sem koma til greina að verði krýndir knattspyrnumenn ársins í 1. deild frá 1955, en þá var deildarfyrirkomulagið tekið upp. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 148 orð

Meistaradeildin Ajax - Baye

Ajax - Bayern M¨unchen5:2 Jari Litmanen 2 (10., 46.), Finidi George (40.),Ronald de Boer (43.), Marc Overmars (88.) -Marcel Witeczek (36.), Mehmet Scholl (75., vítaspyrna). Áhorfendur: 44.200. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 183 orð

Möller á átta vikna bann yfir höfði sér fyrir leikaraskap

ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Andy Möller hjá Borussia Dortmund á yfir höfði sér átta vikna bann fyrir leikaraskap í viðureign Dortmund og Karlsruhe í þýsku deildinni í liðinni viku. Möller lét sig detta inni í vítateig mótherjanna og uppskar vítaspyrnu sem Dortmund jafnaði úr en liðið vann síðan 2:1. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 297 orð

Spurs heldur sínu striki

San Antonio Spurs hélt sigurgöngu sinni áfram þegar liðið lagði Denver Nuggets að velli, 107:96. Eins og áður var það David Robinson sem lék aðalhlutverkið, skoraði 30 stig. Avery Johnson skoraði 29 stig, sem er besta skor hans í vetur. Dennis Rodman var sterkur í vörn og tók 13 fráköst. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 80 orð

Tímamótahlaup hjáÍR-ingum

TÍMAMÓT verða í sögu Víðavangshlaups ÍR í dag en þá verður hlaupið háð 80. árið í röð. Það hefur alltaf utan tvisvar farið fram á fyrsta sumardag. Hefst það klukkan 13 við Ráðhús Reykjavíkur og lýkur á sama stað. Hlaupnir eru 5 km umhverfis Tjörnina og í Hljómskálagarði. Verðlaun verða veitt í hófi í Ráðhúsinu að hlaupi loknu og þar verður sýning á myndum o.fl. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 189 orð

Valdimar með tilboð um að þjálfa Selfoss

Valdimar Grímsson, landsliðsmaður í handknattleik sem leikið hefur með KA undanfarin tvö ár, verður væntanlega þjálfari 1. deildar liðs Selfoss í handknattleik næsta keppnistímabil og fari svo kemur hornamaðurinn einnig til með að leika með liðinu. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 126 orð

Vreni Schneider hætt á toppnum

SVISSNESKA skíðadrottningin Vreni Schneider tilkynnti í gær að hún væri hætt keppni. Schneider, sem er 30 ára, tryggði sér heimsmeistaratitilinn í samanlögðu í heimsbikarnum í síðasta mánuði og var það í þriðja sinn á glæstum 11 ára ferli en hún sagðist vilja hætta á toppnum. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 737 orð

Yfirburðir Ajax og Milan í slagnum um úrslitasæti

ÍTÖLSKU Evrópumeistararnir í AC Milan og hollenska liðið Ajax mætast í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu - meistaradeildarinnar svokölluðu - í Vínarborg 24. maí. Seinni undanúrslitaleikir keppninnar fóru fram í gær: Ajax sigraði þá Bayern M¨unchen 5:2 í Amsterdam, og samanlagt með sömu markatölu, og AC Milan lagði París Saint Germain frá Frakklandi 2:0 í Mílanó, og samanlagt 3:0. Meira
20. apríl 1995 | Íþróttir | 7 orð

(fyrirsögn vantar)

20. apríl 1995 | Íþróttir | 8 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKINGALOTTÓ: 71421223447+114042 ENGINN MEÐ SEX RÉTTAR TÖLUR » Meira

Sunnudagsblað

20. apríl 1995 | Sunnudagsblað | 768 orð

Undarlegir eru eyjabúar

Undarlegir eru eyjabúar Undir skilningstrénu ÓLEYST er enn ráðgátan um það af hverju verðandi Íslendingar fluttu frá Noregi út yfir haf. Vitað er að þeir skáru sig úr um ýmislegt þegar áður en þeir fluttu. Eitt er afar lífleg munnleg frásagnarhefð, sem fornritin byggðust á seinna meir. Meira

Fasteignablað

20. apríl 1995 | Fasteignablað | 224 orð

Aðsetur í Frakklandi

FJALLASKÁLAR í Sviss eru eftirsóknarverðir í augum útlendinga, en ef enginn fæst er stutt að fara til Frakklands og þreifa fyrir sér á fasteignamarkaði þar. Viðskipti með fjallaskála hafa blómstrað hjá fasteignafyrirtækinu Alpine Apartments og margir þeirra eru steinsnar frá Genfarvatni. Dýrustu eignirnar er að finna í Méribel, fínum skíðastað. Meira
20. apríl 1995 | Fasteignablað | 740 orð

Breyttar aðstæður

AAÐSTÆÐUR á húsnæðismarkaði hafa tekið miklum breytingum hér á landi á undanförnum áratugum. Það er allt annað að festa kaup á íbúðarhúsnæði eða byggja í dag en var fyrir nokkrum árum. Það er ekki svo langt síðan að lánamöguleikar voru mun minni en nú er og lánskjör önnur, stundum betri en stundum ekki. Það sama á við um framboð á lóðum til húsbygginga. Meira
20. apríl 1995 | Fasteignablað | 328 orð

Endurbyggt hús við Njálsgötu

Til sölu er húsið Njálsgata 31. Þetta er timburhús, byggt árið 1905. Húsið var endurbyggt í fyrra og annaðist Sigurður Ragnarsson byggingarmeistari þær framkvæmdir. Allt var rifið ofan af húsinu og það var nánast ferkantaður kassi sem stóð eftir," segir Þröstur Ottoson, sem býr í húsinu. Sett var alveg nýtt þak á húsið, það einangrað allt að utanverðu og í gólfin var sett hljóðeinangrun. Meira
20. apríl 1995 | Fasteignablað | 198 orð

Fimmtán íbúðir lausar hjá Búseta í Reykjavík

Um þessar mundir er til sölu búseturéttur í fimmtán íbúðum hjá Búseta. Þetta eru endursöluíbúðir og verðið er breytilegt. Fólk þarf að borga út um það bil 10 prósent af byggingarkostnaði og síðan er greidd mánaðarleg leiga sem innifelur alla þætti kostnaðar við húsnæðið, þ.e.a.s. afborganir lána, fasteignagjöld, tryggingar, viðhald, hita og sameiginleg gjöld húsfélaga. Meira
20. apríl 1995 | Fasteignablað | 1542 orð

Glæsilegar útsýnisíbúðir á horni Klappar-stígs og Skúlagötu

NÚ er hafin sala á tuttugu og fjórum nýjum íbúðum á Völundarlóðinni svonefndu á horni Skúlagötu og Klapparstígs. Þar er að verki byggingafyrirtækið Steinvirki hf., sem er alfarið í eigu Íslandsbanka. Íbúðirnar eru í tveimur fjölbýlishúsum við Klapparstíg 5 og 5A, sem snúa bæði til norðurs. Meira
20. apríl 1995 | Fasteignablað | 234 orð

Gömul byggð og ný í Kópavogi

Senn líður að því að Kópavogsbær eigi fjörutíu ára afmæli. Af því tilefni ætlar Bókasafn Kópavogs að gangast fyrir sýningu á gömlum ljósmyndum og hefur auglýst eftir slíkum myndum. Nokkrar ljósmyndir hafa þegar borist. Ein þeirra er birt með þessum línum. Þar má sjá gamla Hafnarfjarðarveginn og svæðið í kringum hann. Myndin er tekin árið 1944 og í suðurátt. Meira
20. apríl 1995 | Fasteignablað | 301 orð

Stórt hús ­ fagurt útsýni

ÞAÐ er ekki oft, sem myndarlegar húseignir við Laugarásveg koma í sölu. Nú er auglýst til sölu hjá Eignasölunni húseignin Laugarásvegur 56. Þetta er steinsteypt hús, um 347 fermetrar að stærð á tveimur hæðum og með kjallara. Kjartan Sveinsson teiknaði húsið, sem stendur við Laugarásveginn að neðanverðu. Eigandi þess er Hrólfur Gunnarsson. Meira
20. apríl 1995 | Fasteignablað | 262 orð

Strangar reglur um fast eignakaup útlendinga

VONIR um að aflétt verði hömlum á kaupum útlendinga á fasteignum í Sviss hafa farið út um þúfur samkvæmt fasteignafréttum þaðan. Málið hefur verið borið undir þjóðaratkvæði og fellt. Frumvarp um þetta efni verður ekki að lögum. Meira
20. apríl 1995 | Fasteignablað | 148 orð

Sumarhús á góðum stað

TIL sölu eru þrjú sumarhús hjá fasteignasölunni Stakfelli. Um er að ræða hús í landi Efri-Reykja í Biskupsstungum. Húsin eru úr timbri, um 46 fermetrar hvert, fjórða húsið er svo baðhús með sánabaði og tómstundaaðstöðu. Heitt og kalt vatn er á staðnum og rafmagn. Húsin standa á kjarri vöxnu eignarlandi, sem er um einn og hálfur hektari. Meira
20. apríl 1995 | Fasteignablað | 530 orð

Yfir 5.000 ferm. til sölu í JL-húsinu

MEIRA en helmingur JL.-hússins við Hringbraut er nú til sölu hjá fasteignasölunni Hóli. Húsið er fimm hæðir með lyftu og byggt í kringum 1950. Alls er það um 8.000 ferm., en af því eru nú til sölu öll önnur hæðin, um 2.000 ferm. og ennfremur um 300 ferm. á neðstu hæð. um 1.400 ferm. á þriðju hæð og um 1.700 ferm. á fjórðu og fimmtu hæð. Eigendur eru Jón Loftsson hf. Meira

Úr verinu

20. apríl 1995 | Úr verinu | 313 orð

2.200 tonn af óunnum karfa flutt utan í marz

RÚMLEGA 3.700 tonn af óunnum botnfiski voru flutt utan í janúar, en það eru um 8% heildarbotnfiskaflans það tímabil. Verðmæti þessa útflutnings voru um 474 milljónir króna og meðalverð því um 127 krónur á kíló. Langmest fór utan af karfa, en hæsta meðalverðið fékkst fyrir lúðu, 475,70 krónur. Meira
20. apríl 1995 | Úr verinu | 164 orð

Danir með selveiðum

DANSKIR dýraverndunarmenn hafa lagt blessun sína yfir takmarkaðar veiðar Norðmanna á selkópum að því tilskildu, að rétt sé staðið að aflífun þeirra og tillit tekið til stofnsins. Annette Weber, ráðgjafi dönsku dýraverndunarsamtakanna, segir, að samtökin hafi ekkert á móti selveiðum séu þær stundaðar með skynsamlegum hætti og hún bendir á, Meira
20. apríl 1995 | Úr verinu | 107 orð

Minna flutt út frá frá Nýja-Sjálandi

ÚTFLUTNINGUR sjávarafurða frá Nýja Sjálandi minnkaði um 5% á síðasta ári og nam alls 289.578 tonnum. Verðmætið minnkaði um 3%, aðallega vegna 20% samdráttar í útflutningi á frystum fiski. Útflutningur á unnum sjávarafurðum minnkaði um 13% en ferskfiskútflutningurinn jókst hins vegar um 16%. Útflutningur á bolfiski almennt var þó 17% minni en 1993 og verðmætið 13% minna. Meira
20. apríl 1995 | Úr verinu | 125 orð

Skúmur ÍS 322 fer til Húsavíkur

SIGURÐUR Olgeirsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Húsavík hefur keypt skipið Skúm ÍS 322. sem er 240 tonn að stærð og ætlar hann að gera það út frá Húsavík. Skipinu fylgir um 500 tonna þorskígildiskvóti og hyggst Sigurður gera það út á rækju og aðrar togveiðar. Hann tekur nú við skipinu og siglir því til Akureyrar, þar sem smávægilegar breytingar verða gerðar á skipinu. Meira

Viðskiptablað

20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 449 orð

AdCall með nýjungar í símaþjónustu

FYRIRTÆKIÐ AdCall býður nú íslenskum fyrirtækjum nýjungar í tölvuvæddri síma- og faxþjónustu, þar á meðal þjónustu sem kallast "Símbréf um hæl" og getur komið upplýsingum fljótt til fyrirspyrjenda um vörur og þjónustu. AdCall hefur náð góðum árangri í sölu á íslenska upplýsingakerfinu FaxCall erlendis að sögn Samir A. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 319 orð

Áburðarverksmiðjan keppir við innflutning

TVÖ fyrirtæki sem bjóða innfluttan áburð keppa við Áburðarverksmiðjuna í útboði á áburði sem Ríkiskaup efndu til nýlega fyrir Landgræðslu ríkisins. Að sögn Ólafs Ástgeirssonar, verkefnisstjóra hjá Ríkiskaupum, er verið að yfirfara og meta tilboðin. Sérstaklega þarf að meta mismunandi forsendur um flutninga og afhendingu sem fólust í tilboðunum. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 274 orð

Daglegar fréttir á ensku á Interneti

NÝ FRÉTTAÞJÓNUSTA á Interneti frá Iceland Review markar tímamót í samskiptum útlendinga við Ísland að því leyti að nú geta þeir í fyrsta sinn fylgst með gangi mála á Íslandi frá degi til dags. Frá mánaðamótum hefur útgáfufyrirtækið Iceland Review starfrækt daglega fréttaþjónustu á ensku á Interneti. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 141 orð

Eiðistorg

Endurskoðun stendur yfir á skipulagi verslunarmiðstöðvarinnar við Eiðistorg á vegum Seltjarnarnesbæjar, Hagkaups og fleiri aðila. Þar er til skoðunar hvernig hægt sé að fjölga bílastæðum á svæðinu, auka nýtingu á torginu og efri hæð hússins og hvar koma megi fyrir bensínstöðvarlóð. Til greina kemur að byggja bílageymsluhús sem rúmaði 70-80 bílastæði. Fox Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 426 orð

Flugfrelsi með aðstoð smáríkja

NÝTT viðskiptaátök vofa yfir milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, ESB, og að þessu sinni vegna tilrauna Bandaríkjamanna til að koma á auknu frelsi í Atlantshafsfluginu, að mati bandaríska viðskiptatímaritsins Business Week. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 919 orð

Frelsi til frumkvæðis

Frelsi til frumkvæðis (empowerment) þýðir að sérhver starfsmaður er stundum leiðtoginn og að "hefðbundnir" leiðtogar koma ekki alltaf fram sem slíkir. Nokkur dæmi um slíkt má lesa í neðangreindri upptalningu: ­Starfsmaður stöðvar framleiðsluferlið þótt það kosti tugi þúsunda á mínútu, vegna þess að hann eða hún tóku eftir galla. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 1378 orð

Hindurvitni og hagfræði Hagsjáin Þegar tveir upprennandi hagfræðingar birtu rannsókn sem benti til að hækkun lágmarkslauna yki

HVORT er fréttnæmara, ef hundur bítur mann eða ef maður bítur hund? Blaðamenn læra af reynslunni að eltast frekar við síðari fréttina en þá fyrri. Hið óvænta grípur alltaf augað. Þótt fræðimenn verði að fara hægar í sakirnar en fréttahaukar í ham, er ekki síður keppt um athygli á vettvangi vísindanna. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 641 orð

Hugbúnaðarfyrirtækin reyna nýjar söluaðferðir

LENGI vel var litið svo á, að rekstur hugbúnaðarfyrirtækja væri fremur einfalt mál. Allt, sem til þyrfti, væri að geta lagt út fyrir gerð nýs forrits, sem síðan mætti fjölfalda fyrir næstum ekki neitt og selja fyrir nokkra tugi þúsunda kr. stykkið. Staðreyndin er þó dálítið önnur. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 2315 orð

Hægfara bati tekur við af langvarandi lægð Fjármál á fimmtudegi

STAÐA efnahagsmála er með allt öðru sniði við upphaf kjörtímabilsins 1995 til 1999 en hún var vorið 1991. Þá var mikilvægast að sigrast á verðbólgu og festa stöðugleika í sessi en grunnur að minnkandi verðbólgu hafði verið lagður með skynsamlegum kjarasamningum í febrúar 1990. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 167 orð

Námstefna um mæliaðferðir í matvæl

FTC á Íslandi heldur námsstefnu um tækninýjungar og hraðvirkar mæliaðferðir í matvælaiðnaði 27.-28. apríl nk. Eins og á námstefnu sem haldin var í síðasta mánuði, verður áhersla lögð á lausnir sem nýtast framleiðendunum sjálfum við að efla innra eftirlit. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 299 orð

Nýr forstjóri hjá Cargolux

NÝR forstjóri hefur verið ráðinn hjá Cargolux, tæpu ári eftir að forstjóri félagsins til tólf ára, Sten Grotenfelt, sagði upp störfum. Nýi forstjórinn, Heiner Wilkens, starfaði lengi hjá þýska flugfélaginu Lufthansa sem á fjórðungshlut í Cargolux. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 182 orð

Ný stjórn kjörin í Hástoð

NÝ STJÓRN var kjörin á aðalfundi Hástoðar, nemendafyrirtækis Háskóla Íslands, fyrir skemmstu. Fyrirtækið var stofnað fyrir tveimur árum að erlendri fyrirmynd í því skyni að gefa stúdentum færi á hagnýtri starfsreynslu samhliða námi, segir í frétt frá fyrirtækinu. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 386 orð

Nýtt lánshæfismat fyrir sveitarfélögin

HANDSAL hf. vinnur nú að sérstöku lánshæfismati fyrir 31 bæjar- og sveitarfélög sem byggir á nýrri skýrslu fyrirtækisins um stöðu og rekstur þeirra á árunum 1990-1993. Hverju sveitarfélagi verður gefin sérstök einkunn um lánshæfi þar sem ekki verður aðeins tekið tillit til fjárhagslegrar stöðu þeirra heldur einnig mannfjöldaþróunar, stærðar, söluhæfni bréfanna á markaði o.s.frv. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 644 orð

Ríghaldið í stólana

UPPHAFLEGAR hugmyndir um sölu hlutabréfa ríkisins í Lyfjaverslun Íslands gerðu ráð fyrir að 40-60% hlutafjárins seldust til almennings í smáum skömmtum en afgangurinn myndi skiptast á milli stofnanafjárfesta. Það kom því fulltrúum ríkissjóðs mjög á óvart kringum síðustu áramót að bréfin skyldu öll seljast til almennings á örskömmum klukkutímum í tveimur áföngum. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 511 orð

Skagstrendingur með 82 milljóna tap

TÆPLEGA 82 milljóna tap var hjá Skagstrendingi á síðasta ári eftir að tekið hafði verið tillit til tæplega 13 milljóna óreglulegra gjalda. Á árinu 1993 nam heildartap félagsins 258 milljónum og stafaði það að stærstum hluta af gengistapi vegna gengisfellingar það ár. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 525 orð

Stafræna myndasafnið tekið til starfa

NÝVERIÐ lauk svissneska hugbúnaðarfyrirtækið Docuphot AG samningum við Bertelsmann-fjölmiðlasamsteypuna um samstarf varðandi sölu og áframhaldandi þróun á Image Finder, sem er hugbúnaður fyrir stafræna skráningu á myndrænum gagnasöfnum. Íslenska fyrirtækið Stafræna myndasafnið eh/f. hefur fylgst með þessari þróun og unnið að því að kynna starfsemi á grundvelli þessa hugbúnaðar hérlendis. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 126 orð

Útflutningsverðlaun afhent á Bessastöðum

FORSETI Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun í dag, fimmtudaginn 20. apríl, afhenda Útflutningsverðlaun Forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin eru veitt í samráði við Útflutningsráð Íslands. Meira
20. apríl 1995 | Viðskiptablað | 53 orð

Verslunarstjóri Garnbúðarinnar Tinnu

BERGRÓS Kjartansdóttir hefur tekið við starfi verslunarstjóra hjá Garnbúðinni Tinnu í Hafnarfirði. Bergrós er stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði og hefur undanfarin ár stundað nám í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

20. apríl 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 307 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira

Ýmis aukablöð

20. apríl 1995 | Blaðaukar | 1535 orð

Að byggja landið með lögum

LÖG gera samfélögin bærileg þegnum sínum. Styrkur þjóðar liggur að verulegu leyti í grundvelli löggjafarinnar, innihaldi hennar og því hvernig hún er haldin. Grundvöllurinn er tvíþættur; annars vegar sá sem er mat einstaklinganna á því hvað telja má eðlilegt og sanngjarnt í samskiptum. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 1109 orð

Að vinna að framgangi skóg- og trjáræktar

Upphaf skógræktar hér á landi er venjulega miðað við árið 1899 þegar Carl Ryder skipstjóri kom því til leiðar að tilraunir í skógrækt hæfust á Þingvöllum og Grund í Eyjafirði. Á síðustu öld og jafnvel á 18. öld höfðu verið gerðar tilraunir með innflutning plantna en því miður mistókust þær og er þar helst um að kenna vankunnáttu á þeim tíma. Um síðustu aldamót ríkti bjartsýni á framtíð Íslands. Meira
20. apríl 1995 | Dagskrárblað | 391 orð

Aukið ofbeldi laðar áhorfendur að

UM tíma var allt útlit fyrir að bandaríska sjónvarpsstöðin CBS yrði í fyrsta sæti í slagnum um áhorfendur, þriðja sjónvarpsárið í röð. Nú hefur NBC hins vegar tekist að lokka til sín fleiri áhorfendur í febrúar en CBS og Fox, þökk sé nýju þáttunum um Bráðavaktina og skotárásum á söguhetjur í lögregluþáttum. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 406 orð

Átak í opnum íslensku skóganna

Í umhleypingasamri veðráttu eins og er gjarnan á Íslandi er alveg nauðsynlegt að geta nýtt þau svæði sem best eru til útivistar. Þeir sem kynnst hafa skjólinu, fjölbreyttu og vistlegu umhverfi skóganna til útivistar vilja helst hvergi annars staðar dvelja í þeim tilgangi. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 2225 orð

Á vakt yfir veröldinni

BANDARÍSKA umhverfisverndarstofnunin Worldwatch nýtur virðingar allra sem láta sig umhverfismál á alþjóðavettvangi varða. Höfuðstöðvarnar eru í Washington en starfsmenn hennar eru á ferð og flugi um víða veröld til að afla gagna um stöðu umhverfismála í öllum heimshlutum. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 1268 orð

Bændur græða landið

BÆNDUR græða landið er heitið á samstarfsverkefni Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heimalanda. Á síðustu áratugum hefur Landgræðslan lagt bændum til fræ, áburð og girðingarefni til ýmissa landbótaverkefna sem þeir hafa unnið að. Meira
20. apríl 1995 | Dagskrárblað | 697 orð

DRAMA

Leikhúslíf ("A Life in the Theatre") Leikstjóri Gregory Mosher. Handrit David Mamet. Tónlist David Michael Frank. Kvikmyndatökustjóri Freddie Francis. Aðalleikendur Jack Lemmon, Matthew Broderic. Bandarísk sjónvarpsmynd. Turner Pictures 1993. Sam-myndbönd 1995. 96 mín. Öllum leyfð. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 780 orð

Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins er rekinn að Reykjum í Ölfusi. Ríkissjóður keypti Reyki árið 1930 og stuttu seinna var reist þar vinnu- og hressingarhæli fyrir berklaveikt fólk sem rekið var fram til ársins 1938. Garðyrkjuskólinn var stofnaður ári seinna eða árið 1939. Reykir eru oft nefndir í Íslandssögunni og að Reykjum eyddi Ingólfur Arnarson síðustu æviárum sínum. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 425 orð

"Hreinsum landið

"Hreinsum landiðSamkvæmt samningi þeim sem Íslendingar hafa gert við EES, er gengist við því að minnka magn þess úrgangs sem til fellur á Íslandi um allt að 50% fyrir árið 2000. Meira
20. apríl 1995 | Dagskrárblað | 338 orð

Húkkar far á áætlunarleiðum

TERRY Stevens hefur atvinnu af því að fljúga álfuglum og bjargar afvegaleiddum fyrirmyndum þeirra þess á milli. Stevens er 46 ára og flýgur fyrir flugfélagið America West í Phoenix- borg í Arizona og hefur getið sér gott orð fyrir það að flytja villta hauka, uglur eða pelíkana til réttra heimkynna og sára fugla í dýra-athvarf. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 965 orð

Í sátt við umhverfið

ÍSTARFSMANNAFÉLAGI Íslandsbanka er hópur áhugamanna sem fyrir tveimur árum hafði forgöngu um að stofna sérstakt félag um umhverfismál innan Íslandsbanka. Umhverfisfélag Íslandsbanka hefur síðan starfað ötullega að því að auka þekkingu viðskiptavina, eigenda og starfsmanna Íslandsbanka og dótturfélaga hans á umhverfismálum. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 864 orð

Lífrænn búskapur ­ liður í náttúruvernd

EFLING og útbreiðsla lífrænna búskaparhátta er meðal þess athyglisverðasta í þróun landbúnaðar á seinni árum. Markaður fyrir gæðavottaðar lífrænar landbúnaðarafurðir fer vaxandi og er fylgst vel með þeirri þróun hér á landi. Með lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu nr. 162/1994 og reglugerð um þessa framleiðsluhætti, sem nýlega tók gildi, hafa málin skýrst. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 1730 orð

Mengunsjávar

MengunsjávarHöf þekja um hluta af yfirborði jarðar. Þau geyma u.þ.b. 97% af vatnsforða heimsins og þar er að finna eitt stærsta náttúrulega fæðuforðabúr mannkyns og lífkerfi sem á stóran þátt í að halda aftur af aukningu koltvíildis í lofthjúpi jarðar, enda höfin oft nefnd lungu jarðarinnar. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 142 orð

Mikilvægi náttúruog umhverfisverndar í nágrenni þéttbýlis

AÐILDARLÖND Evrópuráðsins leggja mikla áherslu á umhverfis- og náttúruvernd og vilja stuðla að aukinni þátttöku alls almennings við þann málstað. Evrópuráðið stóð að sérstöku náttúruverndarátaki árið 1970 sem þótti takast vel. Þá var lögð áhersla á fjölgun friðlýstra svæða og varðveislu fjölbreytileika lífríkisins. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 309 orð

Náttúruminjagangan

RAÐGÖNGUR hafa verið nær árvissar í ferðaáætlun ferðafélagsins undanfarin ár og oftast notið mikilla vinsælda. Lýðveldisgangan í fyrra sló fyrri aðsóknarmet en þá voru 1.165 þátttakendur. Í þeirri raðgöngu kom til ný ferðatilhögun, þ.e. ferðir voru færri og hún náði yfir styttra tímabil en áður. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 1241 orð

Náttúruverndarár Evrópu 1995

Fyrir 25 árum stóð Evrópuráðið fyrir sínu fyrsta kynningarátaki á sviði náttúruverndar undir nafninu Náttúruverndarár Evrópu 1970. Í tilefni af því var ákveðið á ráðherrafundi Evrópuráðsins í Lucern í Sviss 28.­30. apríl 1993 að Evrópuráðið og aðildarlönd þess helgi árið 1995 náttúruvernd og gangist fyrir sérstöku kynningarátaki undir nafninu Náttúruverndarár Evrópu 1995. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 913 orð

Náttúruverndarráð Evrópu 1995 og atvinnulífið

Evrópuráðið hefur beint þeim tilmælum til aðildarríkjanna, að árið 1995 verði helgað náttúruvernd. Slík tilmæli bárust einnig árið 1970, og var þá lögð áhersla á að friðlýsa ákveðin landsvæði í ríkjunum, sem ástæða þótti til að vernda gegn ágangi manna og dýra. Meira
20. apríl 1995 | Dagskrárblað | 1203 orð

Sinfóníugargið sigrar Á árum áður kvörtuðu menn leynt og ljóst yfir tónlistarvali Ríkisútvarpsins og kölluðu "sinfóníugarg". Nú

SÚ VAR tíð að menn töluðu niðrandi um "sinfóníugargið" á Gufunni gömlu og lækkuðu með fýlusvip þegar sígild tónlist tók að óma. Það hlýtur því að vekja til nokkurrar umhugsunar þegar sprottnar eru upp tvær útvarpsstöðvar sem keppa við Ríkisútvarpið í útsendingu á sígildri tónlist, Sígilt-FM og Klassík 106,8, en sú síðari hóf reyndar útsendingar í síðustu viku. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 1117 orð

Skátastarf og náttúruvernd

SKÁTAHREYFINGIN hefur ávallt látið náttúruvernd mikið til sín taka. Ekki skal það þó skilið svo að það hafi alltaf verið sér málefni eða verkefni í skátastarfi. Náttúruvernd hefur verið eðlilegur þáttur í skátastarfinu enda erfitt að skilja hann frá þegar útilíf er slíkur þáttur í skátastarfi sem raun ber vitni. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 1466 orð

Skipulag skógræktar hér á landi

Eru skógræktarmenn að skemma landið? Mörgum finnst skógrækt hér á landi vera stunduð af of miklu kappi en minni forsjá og hafa sumir af því áhyggjur að innan tíðar kafni Ísland í skógi, útsýni spillist og sérkenni landslagsins fari forgörðum. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 336 orð

Skógurin og við

DAGANA 20. og 21. maí verður haldin sýning í Perlunni og skógardagar í Öskjuhlíðinni undir yfirskriftinni: "Skógurinn og við." Markmið sýningarinnar er að vekja athygli almennings á þeirri viðarframleiðslu og vinnslu sem þegar er til staðar í landinu og hvetja einstaklinga og fyrirtæki til frekari þróunar á hagnýtri nýtingu íslenskra skógarafurða. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 487 orð

Sveitarfélögin, náttúruverndin og umhverfismálin

ÁKVÖRÐUN Evrópuráðsins um að efna til sérstaks Náttúruverndarráðs í aðildarríkjunum árið 1995 er mjög athyglisverð en náttúruvernd og umhverfismál í víðari skilningi eru alþjóðleg og óháð landamörum. Meira
20. apríl 1995 | Dagskrárblað | 118 orð

Tákngervingar óstýrlátrar æsku Sjónvarpið sýnir á l

Tákngervingar óstýrlátrar æsku Sjónvarpið sýnir á laugardagskvöld bandarísku bíómyndina "The Doors" sem leikstjórinn Oliver Stone gerði árið 1991. Þar er rakinn listamannsferill rokksöngvarans Jims Morrisons en hljómsveitin kom fram á sjónarsviðið árið 1966, þegar rokkið var orðið að þeirri rafmögnuðu undiröldu sem sameinaði ungt fólk um allan heim. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 1028 orð

Umhverfið í okkar höndum

UNGMENNAFÉLAG Íslands stendur fyrir umhverfisverkefninu "Umhverfið í okkar höndum" á náttúruverndarári Evrópu 1995. Yfirskrift verkefnisins er bætt umgengni við hafið, strendur, ár og vötn landsins. Verkefninu var formlega ýtt úr vör með málþingi á Hótel Loftleiðum 26. febrúar síðastliðinn. Heiðursgestur málþingsins var forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 517 orð

Umhverfisbraut Garðyrkjuskóla ríkisins

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins tók til starfa árið 1939 og var vígður á sumardaginn fyrsta það ár. Námsbrautir eru nú fimm: Blómaskreytinga- og markaðsbraut, garðplöntubraut, skrúðgarðyrkjubraut, umhverfisbraut og ylræktarbraut. Námið tekur þrjú ár, nema á blómaskreytingar- og markaðsbraut, þar er það tvö ár. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 14 orð

Uppblástur Nýflegið land mitt undir eggsárum fingrum dauðans moldsárt í vindmjúkum greipum.

Uppblástur Nýflegið land mitt undir eggsárum fingrum dauðans moldsárt í vindmjúkum greipum. Matthías Johannessen. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 123 orð

Úrvinnslan hf. ­ nýtt framtak á Akureyri

ÚRVINNSLAN HF. heitir fyrirtæki á Akureyri sem hóf starfsemi í byrjun þessa árs. Fyrirtækið endurvinnur ýmsan varning, s.s. pappírsúrgang og plast. Í vinnsluna fara t.d. dagblöð, tímarit, mjólkurfernur, eggjabakkar og annar pappír sem til fellur á heimilum og skrifstofum. Þess utan baggaplast, áburðarpokar o.fl. Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 1657 orð

Verndaráætlanir

ÁÁRINU 1994 fékk Náttúruverndarráð sérstaka fjárveitingu til að vinna verndaráætlun um þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. En hvað er verndaráætlun? Hver eru markmið slíkra áætlana og hvert er mikilvægi þeirra? Náttúruverndarár Evrópu Meira
20. apríl 1995 | Blaðaukar | 53 orð

VIÐ setningu náttúruverndarárs Evrópu hér á landi sem fram fór í febrúa

VIÐ setningu náttúruverndarárs Evrópu hér á landi sem fram fór í febrúar var kynnt lag eftir Melkorku Ólafsdóttur sem hún samdi þegar hún var 10 ára, en textinn er eftir móður hennar Sigrúnu Helgadóttur. Barnakór þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði söng lagið við það tækifæri. Nú er unnið að hljóðritun lagsins í flutningi kórsins til dreifingar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.