Greinar laugardaginn 13. maí 1995

Forsíða

13. maí 1995 | Forsíða | 125 orð

Aldrei of seint að slá í gegn

HELENA Meirelles, brasilísk þjóðlagasöngkona, hefur loks slegið í gegn en hún stendur á sjötugu. Hefur hún spilað opinberlega frá barnsaldri en öðlaðist frægð er bandarískt tónlistartímarit vakti athygli á tilfinningaþrunginni tónlist hennar. Á myndinni, sem tekin er í virtum jazzklúbbi í Rio de Janeiro, er Meirelles að spila í sinni fyrstu tónleikaför í heimalandinu. Meira
13. maí 1995 | Forsíða | 355 orð

Forsetinn vill auka tengslin við Rússa

ALEXANDER Lúkashenko, forseti Hvíta-Rússlands, veittist í gær að andstæðingum sínum og hvatti kjósendur í þingkosningum og þjóðaratkvæði á morgun til að samþykkja tillögur hans um aukin völd forsetans og nánari tengsl við Rússland. Meira
13. maí 1995 | Forsíða | 275 orð

Lið SÞ kallað á brott?

BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), hvatti í gær til þess að allt friðargæslustarf á vegum samtakanna í lýðveldum gömlu Júgóslavíu yrði endurskoðað. Hann átti fund í París í gær með hernaðarlegum og pólitískum embættismönnum SÞ á átakasvæðunum. Meira
13. maí 1995 | Forsíða | 187 orð

Of margar ráðstefnur

MADELEINE Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ), lagði í gær til að bann yrði sett við frekara ráðstefnuhaldi á vegum samtakanna. Albright hvatti til þess að starfsemi SÞ yrði stokkuð upp og gerð hagkvæmari og skilvirkari. Meira
13. maí 1995 | Forsíða | 107 orð

Úkraínumenn hylla Bill Clinton

BILL Clinton Bandaríkjaforseti veifar til mannfjölda fyrir utan ríkisháskóla Úkraínu í höfuðborginni Kíev í gær eftir að hafa flutt ávarp sitt. Tveggja daga heimsókn forsetans til Úkraínu lauk í gær með því að hann undirritaði ásamt starfsbróður sínum, Leoníd Kútsjma, samninga um aukið samstarf á ýmsum sviðum. Bandaríkjamenn heita Úkraínu m.a. Meira

Fréttir

13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 371 orð

Adidas vill lögbann á framleiðslu Henson

Gunnar Jónsson, hdl., lögmaður Sportmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Adidas hefði selt þessa galla á almennum markaði frá því fyrir jól en á miðvikudag hefði Henson farið að auglýsa í Morgunblaðinu æfingabúninga, Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð

Alvarlegt reiðhjólaslys

HJÓLREIÐAMAÐUR á fimmtugsaldri slasaðist lífshættulega þegar ekið var á reiðhjól hans í Hafnarfirði í gærkvöldi. Hann var á hjóli sínu á ferð um Flatahraun í Hafnarfirði þegar bíl var ekið aftan á hjólið. Reiðhjólamaðurinn var fluttur á Borgarspítalann og var samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins talinn í bráðri lífshættu. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 165 orð

Andlát EINAR ÞÓRÐUR GUÐJOHNSEN

13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 124 orð

Atvinnuleysi í ESB 10,8%

13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 120 orð

Atvinnuleysi í ESB 10,8%

ATVINNULEYSI í Evrópusambandinu minnkaði lítillega frá febrúar síðastliðnum til marzmánaðar, eða úr 10,9% af vinnufæru fólki í 10,8%. Í marz fyrir ári var það hins vegar 11,3%. Nærri átján milljónir manna eru atvinnulausar í ESB-ríkjunum. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Boðað til fundar

RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boðað til fundar í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna nk. mánudag kl. 14. Þetta er annar fundur, sem haldinn er síðan sjómenn boðuð verkfall, en það á að koma til framkvæmda 25. maí hafi samningar ekki tekist. Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins, sagðist ekki vita til þess að menn færu með neinar nýjar tillögur á fundinn á mánudag. Meira
13. maí 1995 | Landsbyggðin | 179 orð

Borgarbyggð selur RARIK dreifikerfi Rafveitu Borgarness

Borgarnesi-Bæjaryfirvöld í Borgarbyggð hafa selt Rafmagnsveitum ríkisins Rafveitu Borgarness fyrir 190 milljónir króna. Taka Rafmagnsveitur ríksins við rekstrinum 1. júní næstkomandi. Samningar milli bæjaryfirvalda í Borgarbyggð og RARIK voru undirritaðir í Borgarnesi 10. maí sl. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 367 orð

Bónus vill lögbann á verslunina BónusTölvur

LÖGMAÐUR Bónus hefur farið þess á leit við sýslumanninn í Reykjavík að lögbann verði sett við notkun Tæknivals hf á heitinu BónusTölvur á verslun sem fyrirtækið opnaði í gær að Grensásvegi 3. Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tæknivals segir að fyrirtækið muni halda uppi vörnum í málinu og telji sig engan rétt brjóta á Bónus. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Bretar styrkja minjasafn

13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Bretar styrkja minjasafn

BRESKA sendiráðið í Reykjavík hefur veitt 300.000 króna styrk til fyrirhugaðs minjasafns um síðari heimsstyrjöldina á Reyðarfirði. Ísak Ólafsson, bæjarstjóri á Reyðarfirði, og breski sendiherrann, Michael Hone, ræddu um fyrirhugað safn þegar sá síðarnefndi heimsótti Austurland í október síðastliðnum. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 292 orð

Efasemdir um lögmæti sölunnar

BÆJARRÁÐ Húsavíkur samþykkti í gær að nýta sér forkaupsrétt í hlutafjárútboði Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. og þar með að halda áfram viðskiptum við Íslenskar sjávarafurðir. Harðar deilur urðu um málið á bæjarráðsfundinum. Sigurjón Benediktsson, fulltrúi minnihlutans í bæjarráði, efast um að ákveðin atriði í samningi ÍS og FH standist lög. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 788 orð

Eftirsóknarverður titill í menningarlífi álfunnar

ÞÓTT hugur sé kominn í borgarbúa vegna frétta af því að ríkisstjórnin hafi tilkynnt Evrópusambandinu að til standi að óska eftir því að Reykjavíkurborg verði Menningarborg Evrópu árið 2000 vita fáir hvaða vinna liggur að baki sjálfri umsókninni. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 160 orð

EINAR ÞÓRÐUR GUÐJOHNSEN

EINAR Þórður Guðjohnsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látinn á 74. aldursári. Einar Þórður var fæddur 14. apríl 1922 á Bakkafirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1942 og stundaði viðskiptafræðinám við Háskóla Íslands 1942 til 1948. Hann stundaði leiðsögumannanámskeið Ferðaskrifstofu ríkisins 1943 til 1944 og fjallgöngunámskeið í Bandaríkjunum 1949 til 1950. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 1495 orð

Enginn bjóst við að Ólafur léti reyna á rétt sinn Fulltrúi meirihluta kennara er ósáttur við ummæli Ólafs Þ. Þórðarsonar um

GEIR Waage, formaður skólanefndar Reykholtsskóla, segir nefndina sem slíka ekki hafa mótað afstöðu til skólastjóraskiptanna sem nú hafa verið ákveðin er Ólafur Þ. Þórðarson fyrrverandi alþingismaður hverfur aftur til starfa við skólann. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 231 orð

Fá 7,8% launahækkun

SAMBAND íslenskra bankamanna og viðsemjenda þeirra hafa skrifað undir nýjan kjarasamning sem gildir til ársloka 1996. Samningurinn gerir ráð fyrir svipuðum hækkunum og önnur launþegasamtök hafa samið um. Óánægju gætir meðal sumra bankamanna með ákvæði samningsins sem gerir ráð fyrir breytingum á orlofsdögum, en samninganefnd bankamanna féllst á það gegn því að bankar yrðu lokaðir á aðfangadag. Meira
13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 218 orð

Fela hráefni í efnavopn

EMBÆTTISMENN Sameinuðu þjóðanna grunar, að stjórnvöld í Írak hafi falið efni, sem notuð eru við gerð efnavopna, og hafa eftirlitsmenn samtakanna verið sendir til Bagdad til að kanna málið. Nefnd á vegum SÞ, sem sér um að uppræta gjöreyðingarvopn í höndum Íraka, tilkynnti í apríl, að hún vissi ekki hvað orðið hefði af birgðum, sem dygðu til að framleiða 250 tonn af taugagasinu VX. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 47 orð

Fimm metra löng afmæliskaka

NEMENDUR og kennarar Lauganesskóla héldu hátíðlega upp á 60 ára afmæli skólans nú í vikunni. Auk söng- og tónlistardagskrár, þar sem sungnir voru ættjarðarsöngvar, afmælissöngur og fleira var boðið upp á fimm metra langa "bútasaumsköku" sem foreldrar höfðu séð um að baka. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 49 orð

Fimm metra löng afmæliskaka

13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fjölskyldudagur Siglfirðingafélagsins

SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík og nágrenni hefur ætíð efnt til fjölskyldudags einhvern sunnudag í maí í tilefni af degi Siglufjarðar sem er 2l. maí. Fjölmenn fjölskyldudagsnefnd félagsins sér um allan undirbúning. Meira
13. maí 1995 | Landsbyggðin | 205 orð

Fjölskylduhátíðir á Laugarvatni í sumar

Selfossi-Í sumar efnir Íþróttamiðstöð Íslands til mikillar íþrótta- og fjölskylduhátíða á Laugarvatni undir kjörorðinu Laugarvatn - Paradís fjölskyldunnar. Skipulag hátíðanna byggist á þátttöku allra aldurshópa í íþróttum, opnum leikjum og annarri afþreyingu. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð

Fuglaskoðun á Seltjarnarnesi

13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 43 orð

Fuglaskoðun á Seltjarnarnesi

NÁTTÚRUGRIPASAFN Seltjarnarness stendur fyrir fuglaskoðun á sunnanverðu Seltjarnarnesi sunnudaginn 14. maí kl. 13. Þar er mjög gott fuglaland og mikið líf um þessar mundir. Öllum er heimil þátttaka. Safnast verður saman við fuglaskiltið við Bakkatjörn. Leiðbeinandi verður Stefán Bergmann, líffræðingur. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Fyrirlestur um leiðir til framtíðar

MÁLSTOFA verður haldin í Háskólanum mánudaginn 15. maí um umræðuefnið: Leiðir til framtíðar. Frummælendur eru Albert Jónsson og Trausti Valsson sem munu byggja framsöguna á nýútkominni bók sinni Við aldahvörf ­ Staða Íslands í breyttum heimi. Báðir kenna þeir við háskólann, Albert stjórnmálafræði og Trausti skipulagsfræði og umhverfismál. Meira
13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 298 orð

Glæpsamlegt ástarsamband

ÁSTARSAMBAND skólastúlku á táningsaldri og kennara sem þykir minna helst á kvikmyndina "Lolitu", hefur orðið til þess að parið er nú á flótta og hefur eltingarleikurinn teygt sig þvert yfir Bandaríkin. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Guðsþjónusta og kaffisala Kvenfélags Breiðholts

GUÐSÞJÓNUSTA og kaffisala verður að venju í Breiðholtskirkju í Mjódd í umsjón Kvenfélags Breiðholts sunnudaginn 14. maí. Sr. Sigrún Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum, predikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti, Hrafnhildur Guðmundsdóttir syngur einsöng og kvenfélagskonur annast ritningarlestra. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Hárstofa í Baðhúsinu

13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Hárstofa í Baðhúsinu

NÝLEGA opnaði Helga S. Jóhannsdóttir hárgreiðslumeistari nýja hárgreiðslustofu í Baðhúsinu, Ármúla 30. Ásamt henni starfa á stofunni Björg Ýr Guðmundsdóttir hárgreiðslusveinn og Katrín M. Guðjónsdóttir í hlutastarfi. Stofan heitir Hárstofan Baðhúsinu og er með sama inngang og Baðhúsið. Á Hárstofuna eru allar konur á öllum aldri velkomnar. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 227 orð

Hátíðarguðsþjónusta í Kópavogskirkju

Í TILEFNI 40 ára afmælis Kópavogskaupstaðar verður sameiginleg hátíðarguðsþjónusta Digraness-, Hjalla- og Kársnessókna í Kópavogskirkju sunnudaginn 14. maí kl. 11. Sóknarprestar safnaðanna þjóna við guðsþjónustuna. Kór Kópavogskirkju syngur, Guðrún Birgisdóttir leikur á flautu og Kvartett Kópavogskirkju syngur stólvers. Organisti er Örn Falkner. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð

HÍ vill kaupa Reykjavíkurapótek

13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

HÍ vill kaupa Reykjavíkurapótek

LYFJABÚÐ Háskóla Íslands gerði í gær kauptilboð í húseignina Austurstræti 16, þar sem Reykjavíkurapótek er til húsa og að sögn Júlíusar Sólness, vararektors HÍ, er tilboðið háð samþykki Háskólaráðs og stjórnar Lyfjabúðarinnar. Meira
13. maí 1995 | Miðopna | 1591 orð

Hvaða áhrif hefur félagsleg upplausn? Félagsleg upplausn er hugtak se

ÞRÓUNIN á Vesturlöndum er sú að æ fleiri eyða tímanum einir. Æ fleiri búa einir, horfa á sjónvarp einir, hlusta á tónlist í heyrnartólunum sínum, taka ekki þátt í neinni félagsstarfsemi, treysta ekki stjórnmálamönnum og treysta heldur ekki öðru fólki. Tímanna tákn segja sumir, aðrir eru stórlega áhyggjufullir yfir þessari þróun. Einn þeirra er Robert D. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 224 orð

Iðunnarapótek opnað í Domus Medica

LYFJABÚÐIN Iðunn hefur verið flutt af Laugaveginum og opnuð undir nafni Iðunnarapóteks í Domus Medica. Nýja apótekið er tölvuvætt og innréttingar allar af fullkomnustu gerð. Innréttingar í afgreiðslu eru smíðaðar og hannaðar í Danmörku en aðrar innréttingar og lyfjageymslur með fullkomnum kælikerfum koma frá Ítalíu. Meira
13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 65 orð

Japanir heiðra Delors

JAPANSKA ríkisstjórnin sæmdi Jacques Delors, fyrrverandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, æðstu orðu ríkisins fyrr í vikunni. Heiðursmerkið, efsta stig orðu hinnar rísandi sólar, var afhent í japanska sendiráðinu í Brussel og hér skála þeir Delors og Tomohko Kobayashi, sendiherra Japans, af því tilefni. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Kaffisala Kvenfélags Háteigssóknar

KAFFISALA Kvenfélags Háteigssóknar verður sunnudaginn 14. maí kl. 14.30­16.30 í safnaðarheimili Háteigskirkju, gengið inn að norðan. Ágóði þessarar kaffisölu rennur til að búa safnaðarheimilið sem best svo að það geti þjónað tilgangi sínum. Safnaðarheimilið stendur nú nær fullbúið og gefst tækifæri til að skoða það og sjá hversu vel hefur til tekist. Meira
13. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Kirkjan fræðir

KIRKJAN fræðir er yfirskrift málþings sem haldið er í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í dag, laugardag, en það hefst kl. 14.00. Erindi flytja séra Bolli Gústavsson vígslubiskup, dr. Hjalti Hugason dósent, Margrét Bóasdóttir söngkona, Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, og séra Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur á Dalvík. Fundarstjóri er dr. Haraldur Bessason. Meira
13. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Kirkjan fræðir

13. maí 1995 | Miðopna | 1824 orð

Leiðir til að lækka rekstrargjöld um 260 milljónir

TILLÖGUR nefndar um sparnað í rekstri borgarinnar hafa verið lagðar fram í borgarráði. Nefndin er skipuð þremur borgarfulltrúum, þeim Sigrúnu Magnúsdóttur og Árna Þór Sigfússyni af Reykjavíkurlista og Guðrúnu Zo¨ega, Sjálfstæðisflokki, og er Sigrún formaður nefndarinnar. Meira
13. maí 1995 | Miðopna | 215 orð

Leikskóar hætti að kaupa bleiur

NEFND til sparnaðar í rekstri Reykjavíkurborgar leggur til að leikskólar borgarinnar hætti að leggja til bleiur fyrir börn þann tíma sem þau dvelja í skólanum. Þannig mætti spara nálægt þremur milljónum króna á ári. Tillaga nefndarinnar hefur verið lögð fram í borgarráði og verður væntanlega afgreidd á næstunni. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Lést af brunasárum

13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Lést af brunasárum

65 ÁRA gamall maður lést á Landsspítalanum í fyrrakvöld af völdum brunasára sem hann hlaut í eldsvoða á heimili sínu á Seláshverfi síðdegis í gær. Lögregla og sjúkralið voru kvödd að heimili mannsins á sjötta tímanum á fimmtudag. Maðurinn hafði verið einn heima þegar upp eldur í húsgögnum í íbúðinni. Meira
13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 452 orð

Lítil hætta á faraldri annars staðar

TALSMAÐUR Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, sagði í gær, að ebólasýkin í Zaíre væri enn að breiðast út en taldi ekki ástæðu til að grípa til sérstakra ráðstafana vegna fólks, sem kæmi þaðan. Að mati bandarískra sérfræðinga er ekki líklegt, að veiran muni berast frá Zaíre til annarra landa en engin lyf eru til gegn veirunni. Meira
13. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Ljóð Hjartar best

13. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Ljóð Hjartar best

LJÓÐ Hjartar Pálssonar rithöfundar í Reykjavík "Farið um Vatnsdal" bar sigur úr býtum í ljóðasamkeppni dagblaðsins Dags og Menningarsamtaka Norðlendinga, Menor. Dómnefnd teysti sér ekki til að gera upp á milli ljóðanna "Hljóðakletta" eftir Hallgrím Indriðason, Akureyri, og "Sumartungls" eftir Jóhann Árelíuz, og varð niðurstaðan því sú að bæði hlytu þau 2. verðlaun. Meira
13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 535 orð

Með byr undir báða vængi

KÍNVERJAR notuðu þá fyrir 3.000 árum til að draga farartæki á hjólum yfir slétturnar, Wright- bræður notuðu þá til að læra að fljúga, Guglielmo Marconi notaði þá til að lyfta loftnetinu, sem flutti fyrsta þráðlausa skeytið yfir hafið, og þeir hafa verið notaðir í meira en eina öld til loftmyndatöku. Meira
13. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 175 orð

Messur

13. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 168 orð

»MessurAKUREYARPRESTAKALL: Hátíðarguðsþjónusta verð

AKUREYARPRESTAKALL: Hátíðarguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag. Dr. Hjalti Hugason dósent prédikar. Séra Birgir Snæbjörnsson prófastur, séra Þórhallur Höskuldsson og séra Bolli Gústavsson vígslubiskup þjóna fyrir altari. Kór Akureyrarkirkju mætir allur. Frumfluttur verður sálmforleikur "Í þennan helga herrans sal," eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Meira
13. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Mjólk og kleina eftir brenniboltann

ÞÓ SVO handboltinn sé ofarlega í huga barnanna þessa dagana, í miðri heimsmeistarakeppni, var efnt til grunnskólakeppni í brennibolta á Akureyri í gær og mátti þar sjá mörg góð tilþrif. Þessi ágæti leikur var mikið stundaður á árum áður en fátítt er að börn leiki þessa íþrótt núorðið. Ef til vill verður breyting þar á, áhuginn hafi kviknað á grunnskólamótinu. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð

Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson

STYRMIR, þriggja ára sonur Sigurðar Sveinssonar, hljóp í fangið á pabba sínum eftir leik Íslands og Suður-Kóreu í Laugardalshöll í gær. Íslenska liðið tapaði leiknum 23:26 og ef marka má svip Styrmis gæti hann verið að hughreysta pabba sinn. Meira
13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 246 orð

Murdoch vill kaupa stöðvar Berlusconis

ÁSTRALSKI fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch hefur formlega boðist til þess að kaupa sjónvarpsstöðvar Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, fyrir 2,8 milljarða dala, um 175 milljarða ísl., að sögn dagblaðsins Il Sole 24 Ore í gær. Í frétt blaðsins segir að tilboðið nái einnig yfir auglýsingastofu sjónvarpsstöðvanna sem fyrirtæki Berlusconis, Fininvest, rekur. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 535 orð

Nýjungar í byggingariðnaði kynntar á Byggingadögum

SAMTÖK iðnaðarins standa í dag og á morgun fyrir svokölluðum Byggingadögum þar sem leitast er við að kynna það nýjasta í íslenskum byggingariðnaði á öllum stigum framkvæmda. Um 40 fyrirtæki í Reykjavík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Selfossi og Akureyri taka þátt í dögunum. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Perlur fyrir svín á Sóloni

13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

Perlur fyrir svín á Sóloni

TÓNLISTARHÓPURINN Perlur fyrir svín leikur á veitingahúsinu Sóloni Íslandus laugardaginn 13. maí frá kl. 21­23. Tónlist fyrir bari er sérgrein tónlistarhópsins og segir í fréttatilkynnngu að tilgangur hljómsveitarinnar sé sá, að brjóta niður múra milli klassískrar og alþýðutónlistar. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 58 orð

Raðgöngur Ferðafélagsins

13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Raðgöngur Ferðafélagsins

FJÓRÐI áfangi í Náttúruminjagöngu Ferðafélagsins verður genginn sunnudaginn 14. maí kl. 13. Leiðin liggur frá Elliðavatni niður í Selgjá við Vífilsstaðahlíð. Á sunnudaginn er einnig í boði fjölskylduganga frá Vífilsstaðahlíð að Selgjá. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni, austan megin, og Mörkinni 6. Fimmti áfangi raðgöngunnar er kvöldganga í Búrfellsgjá miðvikudaginn 17. maí kl. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Rafiðnaðarsamband Íslands veitir styrki

UNDANFARIN ár hefur sú vinnuregla verið viðhöfð hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands að hafna öllum beiðnum um styrktarlínur og styrki sem eru orðnar 2­5 á hverjum degi allan ársins hring. Í stað þess hefur á þingum og sambandsstjórnarfundum sambandsins verið árlega úthlutað einum styrk, enda er það í samræmi við lög og reglugerðir sjóðanna. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 1672 orð

Ráðherrann segir málflutninginn vera lágkúrulegan

JÓN Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, fullyrðir að frá hausti 1993 hafi legið fyrir að reikniregla skaðabótalaganna frá 19. maí 1993 sé fjarri því yfirlýsta markmiði laganna að mæla tjónþolum fullar bætur fyrir fjártjón. Meira
13. maí 1995 | Landsbyggðin | 345 orð

Ráðstefna um umhverfismál

Stykkishólmi-Haldin var ráðstefna um umhverfismál á vegum UMFÍ í félagsheimilinu í Stykkishólmi í vikunni og var þar kynnt umhverfisverkefni UMFÍ og fyrirlesarar fluttu erindi um umhverfismál. Meira
13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 67 orð

Reuter Japanir heiðra Delors

13. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 246 orð

rír nemar ljúka 8. stigi

13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 68 orð

Rockefeller-miðstöð í þrot

JAPANSKT fjárfestingafyrirtæki sem á Rockefeller-miðstöðina í New York, hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Ástæða beiðninnar er sögð "djúp og viðvarandi kreppa á fasteignamarkaði í New York," að sögn talsmanna samsteypunnar sem er að miklu leyti í eigu Mitsubishi-fyrirtækisins í Japan. Meira
13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 153 orð

Rússar ráðast á þorp

RÚSSNESKAR herþotur gerðu í gær loftárásir á þorp í Tsjetsjníju og hófu stórskotaárásir á yfirráðasvæði Tsjetsjena á fjöllum í grennd við þorpið. Stórskotaárásirnar hófust þremur klukkustundum áður en einhliða vopnahlé Rússa féll úr gildi. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 552 orð

Seldar verði íbúðir og fasteignir stofnana

NEFND um sparnað í rekstri Reykjavíkurborgar hefur unnið úttekt á hugsanlegri sölu fasteigna í eigu borgarinnar en stefnt er að sölu eigna fyrir um 300 milljónir króna. Meðal eigna sem selja mætti eru 12 íbúðir í miðborginni að verðmæti samtals um 110 milljónir króna, fasteign við Laugaveg, hlutur borgarinnar í Heilsuverndarstöðinni, hús Gjaldheimtunnar við Tryggvagötu, Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Sjómannadeilan Boðað til fundar

13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 211 orð

Skattar og orku- verð mest rædd

FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir að viðræðum um stækkun álvers í Straumsvík hafi miðað í rétta átt á fundi viðræðunefnda Ísals og Alusuisse- Lonza annars vegar og Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytisins hins vegar í gær. Á fundinum var fyrst og fremst rætt um orkuverð og skattamál. Meira
13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 222 orð

Smábær bannar reykingar utandyra

BÆRINN Sharon í Massachusetts hefur samþykkt reglur, sem við gildistöku munu gera að verkum að hvergi í Bandaríkjunum verður erfiðara að reykja. Frá og með næstu mánaðamótum verður bannað að reykja á leiksvæðum og ströndum í eigu bæjarins. Meira
13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 100 orð

Snoðinkollur játar morð

UNGUR franskur snoðinkollur hefur játað að hafa drekkt innflytjanda frá Marokkó í Signu eftir 1. maí göngu hægriöfgahreyfingarinnar Þjóðfylkingarinnar í París. Snoðinkollurinn var einn af fimm mönnum sem voru handteknir vegna málsins í borginni Reims á miðvikudag. Lögreglan greindi ekki frá nafni mannsins, en franskir fjölmiðlar sögðu hann heita Mickael Freminet og vera 19 ára. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 362 orð

Sýnir samningsvilja og styrkir stöðu Íslendinga

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ gaf í gær út tilmæli til íslenzkra skipa á síldveiðum að halda sig innan lögsögu Íslands og Færeyja og veiða ekki í Síldarsmugunni. Sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra segja þetta sýna samningsvilja gagnvart Norðmönnum og Rússum og jafnframt styrkja stöðu Íslands í lokasamningum um stjórnun veiða og kvóta úr norsk-íslenzka síldarstofninum. Meira
13. maí 1995 | Miðopna | 886 orð

Tekið undir norsk mótmæli við ESB?

ÞRÁTT fyrir að viðræður fjögurra landa um stjórnun veiða á vorgotssíld í Síldarsmugunni hafi farið út um þúfur í seinustu viku leitast Ísland og Færeyjar nú að nýju við að stöðva veiðar eigin skipa á svæðinu. Með þessu er Norðmönnum og Rússum sýndur samningsvilji í síldardeilunni. Það er reyndar útlátalítið fyrir síldarskipin að hætta veiðum í Síldarsmugunni, enda er veiði þar dræm. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 200 orð

"Tilbúin að ganga á sviðið"

SÖNGVAKEPPNI evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í 40. sinn í kvöld. "Þetta hefur verið erfiður en fræðandi og skemmtilegur tími hér í Dublin og við sem hér erum fyrir Íslands hönd erum tilbúin að ganga á sviðið þegar að okkur kemur," sagði Björgvin Halldórsson söngvari í samtali við Morgunblaðið. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð

Utanríkisráðherra á opnum fundi

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, flytur mánudaginn 15. maí erindi á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs. Fundurinnverður í Átthagasal Hótels Sögu,hefst kl.17.15 og lýkur ekki síðaren kl. 19. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 199 orð

Vertíðarlok á Laugaveginum

HÉR á árum áður voru vertíðarlok mikill viðburður og ástæða var til að gera sér rækilegan dagamun. Kaupstaðarferð var ómissandi hlutur þess tímabils og var jafnan mikil gleði tengd þessum atburði, segir í fréttatilkynningu frá Laugavegssamtökunum. Meira
13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 96 orð

Viðræður ESB og Ástralíu

EVRÓPUSAMBANDIÐ og Ástralía hyggjast auka og bæta samskipti, sem talin eru góð fyrir. Hátt settir embættismenn beggja munu funda í Brussel á mánudag. ESB er stærsti viðskiptavinur Ástralíu og fer fimmtungur útflutnings Ástrala til sambandsins. Meira
13. maí 1995 | Landsbyggðin | 46 orð

Vinnuslys í Eyjum

Vestmanneyjar-Ungur Vestmanneyingur var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir að hafa hrapað niður af vinnupalli á fimmtudagsmorgun. Maðurinn féll um sjö metra niður af vinnupalli við sjúkrahúsið á steypta stétt. Hann hlaut opið beinbrot á hendi, rifbeinsbrotnaði, skarst á höfði og lungun féllu saman. Meira
13. maí 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Vorferð og dansleikur

FÉLAG harmonikuunnenda stendur fyrir dansleik í Ártúni í kvöld, laugardagskvöld, og munu þrjár hljómsveitir innan félagsins leika fyrir dansi auk þess sem hljómsveit Harmonikufélags Rangæinga tekur þátt í gleðinni. Starfsárinu lýkur svo formlega um næstu helgi, laugardaginn 20. Meira
13. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 21 orð

Vortónleikar

13. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 20 orð

Vortónleikar

Vortónleikar FYRSTU vortónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða í Laugaborg næstkomandi mánudagskvöld, 15. maí kl. 20.30. Fram koma nemendur úr söngdeild skólans. Meira
13. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 40 orð

Vortónleikar MA

13. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Vortónleikar MA

KÓR Menntaskólans á Akureyri heldur vortónleikar sína á morgun, sunnudaginn 14. maí kl. 14.00 á sal skólans. Á efnisskránni eru íslensk lög, kirkjuleg og veraldleg, þar af frumflutningur nýrrar útsetningar Hróðmars Sigurbjörnssonar, norræn lög og negrasálmar. Meira
13. maí 1995 | Erlendar fréttir | 208 orð

Þarf 2 milljónir nýrra starfa á ári

SAMTÖK breskra atvinnurekenda telja að Evrópusambandið verði að búa til tvær milljónir nýrra starfa á ári fram á næstu öld og minnka reglugerðafargan. Það sé eina leiðin til að komast hjá atvinnuleysiskreppu. Meira
13. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 238 orð

Þrír nemar ljúka 8. stigi

ÞRÍR nemendur söngdeildar Tónlistarskólans á Akureyri, sem eru að ljúka 8. stigs prófi, koma fram á tónleikum á sal skólans í dag, laugardaginn 13. maí. Á mánudag koma fram á tónleikum tveir nemendur sem luku almennu söngprófi í vor. Á fyrstu tónleikunum á morgun sem hefjast kl. 15.00 syngur Elma Atladóttir. Meira

Ritstjórnargreinar

13. maí 1995 | Staksteinar | 283 orð

Heitt pólitískt sumar!

13. maí 1995 | Staksteinar | 275 orð

»Heitt pólitískt sumar! GARRI Tímans segir Alþýðubandalagið bjarga "pólitík

GARRI Tímans segir Alþýðubandalagið bjarga "pólitík sumarsins" með "pólitískum átökum, plottum og bræðravígum" í sérstæðum formannsslag Margrétar Frímannsdóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Stjórnmálaáhugamenn sjái fram á heitt sumar! Pólitískir ágreiningsfíklar Meira
13. maí 1995 | Leiðarar | 657 orð

INGMENNSKA OG EMBÆTTI

13. maí 1995 | Leiðarar | 642 orð

ÞINGMENNSKAOG EMBÆTTI

ÞINGMENNSKAOG EMBÆTTI LAFUR Þ. Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður, hefur óskað eftir því að taka á ný við skólastjórastarfi í Reykholtsskóla, sem hann gegndi, þegar hann var kjörinn þingmaður fyrir hálfum öðrum áratug. Þá fékk hann launalaust leyfi frá því starfi svo sem hefðir stóðu til. Réttur Ólafs til embættisins er ótvíræður skv. Meira

Menning

13. maí 1995 | Fólk í fréttum | 118 orð

Ágóði í forvarnarstarf

ÞÁTTTAKENDUR í Fegurðarsamkeppni Íslands mættu á fyrirlestur Haraldar Briem á Hótel Íslandi síðastliðið fimmtudagskvöld um sjúkdóminn alnæmi. Auk þess ávarpaði Percy Stefánsson, sem mælst hefur HIV-jákvæður, stúlkurnar og miðlaði til þeirra reynslu sinni. Meira
13. maí 1995 | Fólk í fréttum | 78 orð

Ástund hf. og Valur gera samning til þriggja ára

NÝLEGA var undirritaður nýr þriggja ára samningur á milli Knattspyrnudeildar Vals og Ástundar hf., en Ástund flytur sem kunnugt er inn íþróttavörur frá Umbro og Diadora. Samkvæmt samningnum munu allir leikmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu keppa í íþróttabúnaði sem Ástund hf. flytur inn. Meira
13. maí 1995 | Menningarlíf | 168 orð

Bátsminni og fljúgandi konur

KJARTAN Guðjónsson opnar málverkasýningu í Hafnarborg í dag, laugardag, kl. 14. Á sýningunni eru um 40 myndir sem eru afrakstur síðustu fjögurra ára og flestar unnar í o líu. Að sögn Kjartans er þetta síðasta stórsýning hans en sé reyndar þriðja sýning hans með þeim fororðum. Meira
13. maí 1995 | Menningarlíf | 271 orð

Fjórir ungir tónlistarmenn

FJÓRIR ungir tónlistarmenn halda tónleika í Listaklúbbi Leikhúskjallarans, mánudaginn 15. maí. Þetta eru gítarleikararnir Hinrik Bjarnason og Rúnar Þórisson, hörpuleikarinn Sophie Schoonjans og flautuleikarinn Guðrún Birgisdóttir. Hinrik og Rúnar leika saman spænsk og suður-amerísk lög og er efnisskrá þeirra á léttum nótum. Meira
13. maí 1995 | Menningarlíf | 81 orð

Handgerðir leirvasar

13. maí 1995 | Menningarlíf | 77 orð

Handgerðir leirvasar SÍÐASTI dagur sýningar á handgerðum leirvösum í Sneglu listhúsi verður á morgun sunnudaginn 14. maí og er

SÍÐASTI dagur sýningar á handgerðum leirvösum í Sneglu listhúsi verður á morgun sunnudaginn 14. maí og er þá opið frá kl. 14-17. Virka daga er Snegla listhús opið frá kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Meira
13. maí 1995 | Fólk í fréttum | 121 orð

Í fótbolta á Vatnajökli

13. maí 1995 | Fólk í fréttum | 120 orð

Í fótbolta á Vatnajökli

ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Höttur frá Egilsstöðum stóð fyrir skemmtilegri uppákomu fyrir skömmu þegar meistaraflokkur félagsins í knattspyrnu efndi til fótboltaleiks í 1300 metra hæð á Vatnajökli. Farið var á fjórum vel búnum fjallabílum frá Jeppaklúbbi Fljótsdalshéraðs. Meira
13. maí 1995 | Menningarlíf | 112 orð

Íslensk og erlend lög

13. maí 1995 | Menningarlíf | 106 orð

Íslensk og erlend lög

SELKÓRINN á Seltjarnarnesi efnir til vortónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 14. maí kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru bæði íslensk og erlend lög. Íslenski hluti efnisskrárinnar er valinn sem kynning á íslenskum þjóðlögum og sálmalögum í útsetningum íslenskra tónlistarmanna. Auk þess er eru nýrri kórlög eftir íslenska höfunda. Meira
13. maí 1995 | Menningarlíf | 72 orð

Kertalog á Hvolsvelli

13. maí 1995 | Menningarlíf | 69 orð

Kertalog á Hvolsvelli NÚ STANDA yfir sýningar á Kertalogi, leikriti Jökuls Jakobssonar hjá Leikfélagi Rangæinga. Sýnt er í

NÚ STANDA yfir sýningar á Kertalogi, leikriti Jökuls Jakobssonar hjá Leikfélagi Rangæinga. Sýnt er í húsnæði Saumastofunnar Sunnu á Hvolsvelli. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir, en Kertalog var einmitt fyrsta leikstjórnarverkefni hennar fyrir 20 árum og nú er Kertalog 30. sýningin sem hún setur upp. Með aðalhluverk fara þau Anna Helgadóttir og Sigurður Bjarni Sigurðsson. Meira
13. maí 1995 | Menningarlíf | 160 orð

Kór Melaskóla

KÓR Melaskóla heldur tónleika í Neskirkju sunnudaginn 14. maí kl. 14. Kórfélagar eru 29, á aldrinum 9-12 ára. Kórinn er á förum í fyrstu söngför sína til Danmerkur og Svíþjóðar 19-26 maí. Markmið ferðarinnar er að efla samvinnu og samkennd meðal norrænna barnakóra og kynna íslenska tónlist. Í Kaupmannahöfn syngur kórinn í Jónshúsi. Meira
13. maí 1995 | Menningarlíf | 167 orð

Kór Melaskóla

13. maí 1995 | Fólk í fréttum | 135 orð

Leikskólinn Smára hvammu eins árs

HALDIÐ var upp á eins árs afmæli leikskólans Smárahvamms í Kópavogi fimmtudaginn 11. maí. Í tilefni dagsins undu krakkarnir í Hvammkoti, en það er yngsta deildin, sér vel við afmælistertu og kakó. Á milli tertusneiða fundu krakkarnir sér svo ýmislegt til dundurs, til dæmis að föndra eða mála. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Meira
13. maí 1995 | Fólk í fréttum | 122 orð

Nemendur teiknuðu myndir af Sinfóníuhljómsveit Íslands

Í VETUR hafa grunnskólanemendur í Reykjavík átt þess kost að sækja klassíska tónleika í skóla sínum. Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsótti Hvassaleitisskóla og lék þætti úr verkum meðal annars eftir meistarana Mozart, Beethoven og Haydn undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Meira
13. maí 1995 | Menningarlíf | 80 orð

Opið hús hjá Kór Laugarneskirkju KÓR Laugarneskirkju verður með opið hús sunnudaginn 14. maí kl. 15 í kirkjunni og kaffisölu á

KÓR Laugarneskirkju verður með opið hús sunnudaginn 14. maí kl. 15 í kirkjunni og kaffisölu á eftir í safnaðarheimilinu. Aðgangur er ókeypis en kaffið verður selt. Kór Laugarneskirkju er að fara til Austurríkis 28. maí og heldur þar þrenna tónleika. Meira
13. maí 1995 | Menningarlíf | 96 orð

Taktu lagið, Lóa á Smíðaverkstæðinu Sýningar halda áfram í haust GÍFURLEG aðsókn hefur verið að leikritinu Taktu lagið, Lóa! sem

GÍFURLEG aðsókn hefur verið að leikritinu Taktu lagið, Lóa! sem sýnt hefur verið á Smíðaverkstæðinu undanfarna mánuði. Sýningar eru nú orðnar yfir fjörutíu talsins og uppselt hefur verið á hverja einustu sýningu. Meira
13. maí 1995 | Fólk í fréttum | 101 orð

Tískusýning á vegum Cosmo

TÍSKUSÝNING á sumarlínu fataverslunarinnar Cosmo var haldin á Kaffi Reykjavík síðastliðið fimmtudagskvöld. Það voru sýningarstúlkur úr Módel 79 sem sýndu bæði fatnað og skó úr versluninni fyrir fullu húsi, en á fimmta hundrað manns voru á Kaffi Reykjavík þetta kvöld. Dömurnar fengu ilm gefins og boðið var upp á léttar veitingar. Meira
13. maí 1995 | Fólk í fréttum | 103 orð

Tískusýning á vegum Cosmo

13. maí 1995 | Fólk í fréttum | 103 orð

Víkingablót á Fjörukránni

13. maí 1995 | Fólk í fréttum | 97 orð

Víkingablót á Fjörukránni

MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 10. maí var haldið upp á fimm ára afmæli Fjörukrárinnar í Hafnarfirði með pomp og prakt. Hátíðarhöldin hófust á því að Jörmundur Ingi allsherjargoði og Haukur Halldórsson mættu á staðinn með þyrlu. Á annað hundrað manns mættu síðan á víkingablótið og var boðið upp á léttar veitingar og íslenskan mat af trogum. Þá lék hljómsveitin Víkingabandið fyrir dansi. Meira

Umræðan

13. maí 1995 | Aðsent efni | 321 orð

Að vilja eða vilja ekki?

Upp á síðkastið hefur Morgunblaðið birt fyrirspurnir og yfirlýsingar í andlátsfregnarömmum um Jón Múla. Er nú mál til komið að hann sendi blaðinu athugasemdir sínar. Það er rétt sem Vilhelm G. Meira
13. maí 1995 | Velvakandi | 840 orð

Að virkja innsæi með teiknun

Á SÍÐASTLIÐNU hausti hélt hin vel þekkta listakona og Íslandsvinur Myriam Bat-Yosef námskeið í teiknun með nýstárlegu sniði . Þar var þátttakendum kynnt ný leið til þess að þroska með sér ónýtta hæfileika sína með því að örva og efla viss svæði heilans. Meira
13. maí 1995 | Aðsent efni | 797 orð

Byggingadagar 1995

NÚ UM helgina efna Samtök iðnaðarins til Byggingadaga í annað sinn. Í fyrra riðu 20 fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu á vaðið og kynntu allt frá málningu til heilla húsa. Nú taka ein 40 fyrirtæki þátt í Byggingadögum, ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Selfossi og Akureyri. Meira
13. maí 1995 | Aðsent efni | 759 orð

Fagmennska í bifreiðaskoðun

EINS OG kunnugt er hafa miklar breytingar átt sér stað á undanförnum árum í skoðun ökutækja hér á landi. Talsverð umræða hefur fylgt þessum breytingum, sem ekki hefur alltaf verið málefnaleg og oftar en ekki snúist um aukaatriði fremur en aðalatriði. Meira
13. maí 1995 | Aðsent efni | 1236 orð

Ferliverk

HAUSTIÐ 1992 setti þáverandi heilbrigðisráðherra Sighvatur Björgvinsson fram nýja reglugerð sem snertir starfsemi á sjúkrahúsum. Reglugerð um ferliverk, eins og hún heitir, tók gildi frá og með 1. október 1992. Meira
13. maí 1995 | Aðsent efni | 333 orð

Guðrún og framfarirnar

SAGAN geymir fjölmörg dæmi um að menn hafi verið úthrópaðir fyrir að fara inn á nýjar brautir eða nýta sér tæknina. Klassískt dæmi úr Íslandssögunni eru mótmæli gegn símanum á sínum tíma. Grein Guðrúnar Helgadóttur, fyrrverandi alþingismanns, í Morgunblaðinu 12. maí minnti mig á slík viðbrögð. Meira
13. maí 1995 | Velvakandi | 406 orð

Hver borgar veiði leyfagjaldið?

ÞAÐ HAFA orðið mikil skrif um hugmyndir Árna Vilhjálmssonar um veiðigjaldið og eftir viðbrögðunum að dæma mætti ætla að það hafi opnast ný auðlind í kjölfar greinarinnar, en það sem mér finnst einkenna öll þessi skrif er það að menn líti á veiðigjaldið eins og það sé óháð öllu öðru í þjóðfélaginu. Ég sé ekki að það liggi alveg ljóst fyrir, hver muni borga veiðigjaldið. Meira
13. maí 1995 | Aðsent efni | 411 orð

Íþróttir og áfengi eiga samleið

ÞAU eru skýr skilaboðin sem æsku Íslands hafa verið gefin síðustu daga: Íþróttir og áfengi eiga svo sannarlega samleið! Handknattleikssambandið hefur mælt eindregið með því. Æðstu yfirvöld Reykjavíkurborgar og fjölmennra bæjarfélaga hafa staðfest það. Þegar mikið stendur til í íþróttaheiminum er óhugsandi að komast af án áfengis. Meira
13. maí 1995 | Aðsent efni | 648 orð

Launamisréttið eykst ­ hvað er til ráða?

SKÝRSLA Jafnréttisráðs um launamyndunina og kynbundinn launamun fékk óskipta athygli fjölmiðla þegar hún var birt í byrjun þessa árs. Stjórnmálafólk gerði hana að umtalsefni í kosningabaráttunni og af umræðunni mátti skilja að nú væri nóg komið. Ekki yrði lengur setið hjá og horft á óréttlætið magnast ár frá ári. Meira
13. maí 1995 | Velvakandi | 203 orð

Ofstæki í brunavörn um

VEGNA fréttar á annarri síðu í dag, "Svölum lokað í leyfisleysi", langar mig til að bæta við þessa annars ágætu frétt. Í Svíaríki er engin fyrirstaða að setja svalaskýli alveg upp á níundu hæð, þótt hér sé bannað að gera slíkt ofan annarrar hæðar, nema að hluti af svölunum sé utan skýlis eða a.m.k. 140 sm op sé á skýlinu. Óheimilt er að setja glugga þótt opnun sé jafn mikil eða meiri (t.d. Meira
13. maí 1995 | Velvakandi | 465 orð

Opið bréf til forráðamanna Forlagsins

BÓKAFORLAG. Skáldsagnahandrit með titilinn: "Endurkoma Maríu", fjallar um Maríu mey endurborna sem unga konu í dag, höfundur Bjarni Bjarnason, kemur inn á borð útgáfustjóra. Hann les það og segir: Spennandi, skemmtilegt og vel skrifað, ég vil gefa það út. Handritið berst inn á borð til forstjórans. Meira
13. maí 1995 | Velvakandi | 551 orð

RAMKVÆMD handboltahátíðarinnar miklu í Laugardalshöll er

RAMKVÆMD handboltahátíðarinnar miklu í Laugardalshöll er að ýmsu leyti sérkennileg. Þannig botnar Víkverji hvorki upp né niður í þeirri reglu, sem gildir við miðasöluna, að menn verði að kaupa miða á alla leiki dagsins í höllinni ef þeir vilja sjá einn þeirra. Meira
13. maí 1995 | Aðsent efni | 394 orð

Síld hlutlausa blaðsins

Í GREININNI "Hverjir eiga síldina?" sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag er súlurit sem sýnir veiðihlutfall Íslendinga, Norðmanna, Rússa og Færeyinga úr norsk-íslenska síldarstofninum árin 1950-1970. Síðan segir: "Eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti var veiði Íslendinga úr stofninum lengi vel sáralítil miðað við afla Norðmanna. Meira
13. maí 1995 | Aðsent efni | 830 orð

Um tónlistarhús

Í Morgunblaðinu 10. maí sl. er snöfurlegur leiðari: Tónlistarhús næsta verkefni. Þar er Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, hvattur til að koma þessu máli á góðan rekspöl. Ég vil taka undir flest, sem sagt er í þessum leiðara. Málið hefur verið lengi á döfinni, en lítið gerst. Stjórnvöld og stjórnmálaflokkar hafa hummað fram af sér að taka ákvörðun og móta stefnu. Meira
13. maí 1995 | Aðsent efni | 370 orð

Vanrækt viðhald veldur vanda Hugleiðingar í tilefni Byggingardaga

Fjárfestingar Íslendinga í húsnæði á undanförnum árum og áratugum hafa verið svo miklar að á köflum hefur verið um hreina offjárfestingu að ræða. Þetta hefur gilt jafnt um íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og opinberar byggingar. Meira

Minningargreinar

13. maí 1995 | Minningargreinar | 153 orð

FRANS VAN HOOFF

Frans van Hooff fæddist í Gendringen í Hollandi 9. apríl 1918. Hann lést í Jerúsalem 4. maí síðastliðinn er hann var staddur þar í sinni árlegu vorferð til landsins helga. Foreldrar hans voru Albert van Hooff, f. 6.5. 1891, d. 10.5. 1951, bæjarstjóri í Veldhoven, og Antonetta Jaspers, f. 15.8. 1891, d. 27.4. 1918, húsmóðir. Meira
13. maí 1995 | Minningargreinar | 257 orð

Frans van Hooff - viðb

Með þessum fáu orðum langar mig að kveðja kæran vin og félaga, séra Frans van Hooff, klausturprest Karmelsystra í klaustrinu í Hafnarfirði. Það var einmitt í Karmelklaustrinu sem ég kynntist séra Frans. Ég hafði verið nokkuð tíður gestur þar og eftir morgunmessu bauð séra Frans messugestum ætíð í morgunkaffi. Séra Frans hafði sérstakt dálæti á börnum. Meira
13. maí 1995 | Minningargreinar | 115 orð

SIGRÍÐUR J. SKAGFJÖRÐ

Sigríður J. Skagfjörð var fædd í Reykjavík 22. júlí 1908. Hún lést í Reykjavík 26. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaug Árnadóttir og Jóhann Hafstein Jóhannsson forstöðumaður manntalsskrifstofunnar í Reykjavík. Hún var næstelst ellefu systkina. Eiginmaður hennar var Kristján Skagfjörð múrarameistari. Hann lést í febrúar 1979. Meira
13. maí 1995 | Minningargreinar | 571 orð

Sigríður J. Skagfjörð - viðb

Hún amma mín hefur lokið langri göngu um ævinnar veg og hvílir nú í náðarfaðmi Drottins allsherjar. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið notið návistar hennar á uppvaxtarárunum, hjartahlýju, örlætis og þeirrar takmarkalausu umhyggju sem hún bar fyrir velferð minni, alla daga allan ársins hring. Meira
13. maí 1995 | Minningargreinar | 475 orð

Sigurjón Gísli Jónsson

Sigurjón Gísli, eða Siggi eins og hann var kallaður af sínum nánustu, var næstelstur systkinanna fimm frá Eystri-Hellum. Sautján ára gamall hleypti hann heimdraganum og fór til sjós til Vestmannaeyja og má segja að eftir það hafi sjómennska verið hans aðalstarf, hann reri aðallega á vertíðarbátum og togurum, en stundum tók hann sér frí frá sjómennskunni og vann þá í landi tíma og tíma. Meira
13. maí 1995 | Minningargreinar | 81 orð

SIGURJÓN GÍSLI JÓNSSON

SIGURJÓN GÍSLI JÓNSSON Sigurjón Gísli Jónsson fæddist 9. júlí 1944 á Eystri- Hellum, Gaulverjabæjarhreppi. Hann lést 4. maí sl. Foreldrar hans voru Jón Óskar Guðlaugsson, d. 1974, og Kristín Erlendsdóttir, býr nú í Sambyggð 10 í Þorlákshöfn. Meira
13. maí 1995 | Minningargreinar | 223 orð

Sigurjón Jónsson

Enginn ræður sínum næturstað, það sannaðist enn einu sinni þegar góður vinur og félagi hvarf yfir móðuna miklu langt fyrir aldur fram. Sigurjón veiktist skyndilega að morgni 4. maí. Hann var fluttur í sjúkrahús þar sem hann lést án þess að læknar fengju að gert. Sigurjón stundaði sjómennsku mestan hluta ævinnar, en varð að láta af henni er hann slasaðist fyrir nokkrum árum. Meira

Viðskipti

13. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 87 orð

Apple spáir grósku í Evrópu

APPLE-tölvufyrirtækið gerir ráð fyrir að tekjur þess í Evrópu muni aukast um 20% í ár vegna efnahagsbata og aukins áhuga á tölvum að sögn forstjóra fyrirtækisins, Marco Landi. Efnahagsbatinn hefur aukið kaupmátt fjölskyldunnar," sagði hann á blaðamannafundi. Meira
13. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 359 orð

Athugasemd frá N.H.K. International

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá fulltrúum N.H.K. International Ltd. hér á landi. "N.H.K. International Ltd. er breskt vátryggingamiðlunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í viðskiptahverfinu í London. Með nýjum lögum um vátryggingar var í fyrsta skipti heimiluð starfsemi löggiltra vátryggingamiðlara hér á landi og fékk N.H.K. International löggildingu á Íslandi 28. Meira
13. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 259 orð

Ekkert aðhafst vegna samnings Sólarfilmu og Pennans

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála staðfesti í gær þá ákvörðun Samkeppnisráðs að hafast ekki að gagnvart dreifingarsamningum Pennans sf. við Hagkaup og nokkur kaupfélög, en Árni Einarsson, eigandi Eddafótó, taldi að samningur samkeppnisaðila síns, Sólarfilmu, við Pennann bryti gegn samkeppnislögum og ákvæðum EES-samningsins, Meira
13. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 549 orð

Innlán í Búnaðarbanka meiri en í Íslandsbanka

BÚNAÐARBANKINN hefur á síðustu misserum aukið innlán sín töluvert og er nú orðinn stærri en Íslandsbanki í þeim efnum. Innlán Búnaðarbankans námu 33.674 milljónum í lok febrúar en innlán Íslandsbanka 33.317 milljónum. Hafði Búnaðarbankinn á undangengnum tólf mánuðum aukið sín útlán um 2.580 milljónir en á sama tíma hafði Íslandsbanki misst um 1.609 milljónir, eins og sést á meðfylgjandi töflu. Meira
13. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Playboy með nýja rás

PLAYBOY-fyrirtækið hefur komið á fót nýrri sjónvarpsrás ásamt öflugum, evrópskum fjölmiðlasamsteypum, Flextech og British Sky Broadcasting. Nýja rásin, Playboy TV, tekur fyrst til starfa í Bretlandi 1995 og færir síðan út kvíarnar til Írlands, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar. Samkvæmt samningi mun Flextech eiga 51% í rásinni, British Sky 30% og Playboy 19%. Meira
13. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Silfur lækkar í verði á ný

SPÁKAUPMENN losuðu sig við olíu, sykur og annan hrávarning í vikunnni og verðið lækkaði. Verð á HRÁOLÍU lækkaði um 1 dollar tunnan í vikunni eftir 3 dollara hækkun frá því um miðjan marz. Verð á SYKRI hefur ekki verið lægra í 15 mánuði. Meira
13. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 297 orð

Síldarvinnslan býður út 56 milljónir króna

SÍLDARVINNSLAN hf. á Neskaupstað hefur ákveðið að bjóða út hlutabréf fyrir samtals að nafnverði 56 milljónir króna. Um er að ræða fyrsta almenna hlutafjárútboð íslenskra fyrirtækja á þessu ári, en útboðið hefst þriðjudaginn 16. maí næstkomandi og verður útboðsgengi tilkynnt þá. Kaupþing hf. hefur umsjón með hlutafjáraukningunni. Meira
13. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Staðfestir úreldingarsamning

STJÓRN Kaupfélags Borgfirðinga staðfesti á fundi í gær úreldingarsamning vegna úreldingar Mjólkursamlagsins í Borgarnesi. Á stjórnarfundinum sem stóð frá kl. 10 um morguninn til kl. 17 var m.a. farið yfir úreldingarsamninginn sem Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra, skrifaði undir fyrir viku. Meira
13. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 70 orð

Verðbólga Svía fram úr áætlun

SÆNSKA neyzluvöruvísitalan hefur hækkað um 3,3% það sem af er árinu og er komin yfir það mark sem sænski seðlabankinn hefur mælt með. Það hefur ekki gerzt síðan seðlabankinn setti 3% þak" á verðbólguna að því er hagfræðingar segja. Verðbólga jókst um 0,7% í apríl, sem er næstum því tvöfalt meiri aukning en gert hafði verið ráð fyrir. Meira
13. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Vörubílar auka hagnað Volvo

VOLVO segir flutningabíladeild sína eiga heiðurinn af því að hagnaður fyrir skatta hafi aukizt um 11% á fyrsta ársfjórðungi í 3,67 milljarða sænskra króna. Sala fyrirtækisins þessa mánuði jókst um 21% úr 37,38 í 43,54 milljarða s. króna. Meira

Daglegt líf

13. maí 1995 | Neytendur | 61 orð

Blómastoðir úr stáli

NÝLEGA var hafinn innflutningur á blómastoðum úr stáli en þær eru galvaniseraðar og plasthúðaðar. Stoðirnar eru seldar í gegnum póstverslun sem heitir Gull og grænir skógar og fást þær í ýmsum stærðum. Blómastoðunum er stungið niður og þær kræktar saman. Lykkjurnar má síðan hafa eins margar og þarf á hverri stöng og færa til eftir því sem vill. Meira
13. maí 1995 | Neytendur | 499 orð

Grillið þrifið eftir veturinn

ÞEGAR fer að vora er grillið tekið úr geymslunni eða bilskúrnum og "ilmurinn" fer ekki fram hjá neinum sem fær sér göngutúr um kvöldmatarleytið einkum um helgar. Áður en grillið er tekið í notkun eftir veturinn þarf að þrífa það. Steinunn Ingimundardóttir hjá Leiðbeiningastöð heimilanna segir að fyrsta boðorðið sé að þrífa grillið alltaf eftir notkun. Þá þarf ekkert stórátak að vori. Meira
13. maí 1995 | Neytendur | 315 orð

Leiktæki og skilti úr rekaviði

FERÐAMÁLASAMTÖK Vestfjarða og Búnaðarsamband Strandamanna efndu nýlega til lokaðrar samkeppni um hönnun á leiktækjum úr rekaviði og skiltum til að merkja áhugaverða staði Skilyrði var að nota rekavið og náttúrulegt útlit hans átti að halda sér. Valdar voru tillögur að sex leiktækjum og ein að skiltum frá alls fjórum aðilum. Meira
13. maí 1995 | Neytendur | 74 orð

Nýtt álegg kynnt í Nóatúni

ÞESSA dagana stendur yfir í verslunum Nóatúns kynning á folaldakjöti og unnum kjötvörum sem að mestu eru unnar úr folaldakjöti. Yfirskrift kynningarinnar er "Ódýrt og gott frá Blönduósi" og er sérstök áhersla lögð á að kynna nýjar áleggstegundir, paprikupylsu, veiðipylsu, ölpylsu, sveppapylsu og hádegispylsu. Allar áleggstegundirnar eru seldar á 99 krónur bréfið (u.þ.b. Meira
13. maí 1995 | Neytendur | 147 orð

Ofnæmisprófaðar gallabuxur

LEE og Wrangler gallabuxur eru ofnæmisprófaðar samkvæmt evrópska staðlinum "Øko-tex standard 100" og eru nú merktar sem slíkar. Hjá innflytjanda, Kr. Þorvaldssyni & Co, fengust þær upplýsingar að til þess að fá "Øko-Tex" stimpilinn þyrfti að meðhöndla allt hráefni sérstaklega með tilliti til ofnæmisáhrifa og umhverfisverndar. Meira
13. maí 1995 | Neytendur | 596 orð

Sundjakki leysir kútinn af hólmi

SUNDJAKKAR munu væntanlega leysa af hólmi sundkúta á næstunni. Það er í það minnsta von Herdísar Storgaard, barnaslysafulltrúa Slysavarnafélags Íslands. "Gömlu kútarnir eru varhugaverðir að því leyti að barn getur auðveldlega snúist við og haldist í kafi. Í sundjakka er barnið frjálst í vatninu og getur því auðveldlega lært að synda. Meira

Fastir þættir

13. maí 1995 | Fastir þættir | 206 orð

BRIDS Umsjón: Arnóar G. Ragnarsson Bridsfélag

La Primarvera aðaltvímenningi deildarinnar lauk síðastliðinn fimmtudag. 11. maí með naumum sigri Gunnars Karlssonarog Sigurjóns Helgasonar. Óskar Karlsson og Þórir Leifsson (Guðlaugur Nielsen) sem leitt höfðu mestallt mótið urðu að láta sér linda annað sætið eftir harða baráttu. Meira
13. maí 1995 | Fastir þættir | 174 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Nú er lokið tveimur kvöldum í vortvímenningi félagsins, en honum lýkur næsta fimmtudag. Úrslit kvöldsins voru: NS: Þórður Björnsson - Erlendur Jónsson344 Ragnar Jónsson - Sigurður Ívarsson324 Sigríður Möller - Freyja Sveinsdóttir306 AV: Heimir Tryggvason - Árni Már Björnsson355 Jón Steinar Ingólfsson - Sigurjón Meira
13. maí 1995 | Fastir þættir | 145 orð

Fermingar á sunnudaginn

FERMING í Selfosskirkju kl. 14. Prestur sr. Þórir Jökull Þorsteinsson. Fermd verða: Sigríður Ósk Harðardóttir, Sílatjörn 4. Tinna Ósk Björnsdóttir, Vallholti 16. Ásdís Henný Pálsdóttir, Lágengi 3. Áslaug Ingvarsdóttir, Grashaga 13. Haukur Þorvaldsson, Engjavegi 89. FERMING í Hólskirkju, Bolungarvík kl. 11. Prestur sr. Meira
13. maí 1995 | Fastir þættir | 170 orð

Fermingar á sunnudaginn

13. maí 1995 | Fastir þættir | 751 orð

Guðspjall dagsins: Sending heilags anda. (Jóh. 16.)

Guðspjall dagsins: Sending heilags anda. (Jóh. 16.) »ÁSKIRKJA: Messa kl. 14.00 á vegum átthagafélags Sléttuhrepps. Sr. Hjörtur Hjartarson messar. BÚSTAÐAKIRKJA:Lok barnastarfsins kl. 11.00. Leikir og grill á kirkjulóð. Guðsþjónusta kl. 14.00. Einsöngur Svanur Valgeirsson. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Meira
13. maí 1995 | Dagbók | 241 orð

Íslensk hænsni

13. maí 1995 | Dagbók | 217 orð

Íslensk hænsni

Íslensk hænsniSAGT var frá því í blaðinu í gær að áhugifyrir gamla íslenska hænsnakyninu hafiaukist svo mjög að vart sé hægt að annaeftirspurn. Meira
13. maí 1995 | Fastir þættir | 736 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 796. þáttur

796. þáttur Haraldur Guðnason í Vestmannaeyjum vakir enn á verðinum um íslenskt mál og hefur sinn sérstæða hátt á að gagnrýna málskemmdir og misyrðingar. Hann skrifar mér enn vinsamlegt bréf, og mun ég birta meginefni þess í tveimur hlutum. Hefst svo fyrri hluti: "Enn eru menn að þýða "yfir á" íslensku og fara "yfir í" þetta eða hitt húsið. Meira
13. maí 1995 | Fastir þættir | 108 orð

(fyrirsögn vantar)

Spilaður var tvímenningur föstudaginn 5. maí. 16 pör mættu. Úrslit urðu: Eysteinn Einarsson ­ Kári Sigurjónsson287Ásthildur Sigurgísladóttir ­ Lárus Arnórsson276Fróði Pálsson ­ Karl Adolfsson229Júlíus Ingibergsson ­ Jósef Sigurðsson 229Meðalskor210 Spilaður var tvímenningur þriðjudaginn 9. maí. Meira

Íþróttir

13. maí 1995 | Íþróttir | 85 orð

120 krakkar frá Hvammstanga

MIÐASALAN tók kipp á Akureyri í gær og seldust um 500 barnamiðar á leiki dagsins. Gunnar Jónsson, formaður HM- nefndarinnar á Akureyri, sagði við Morgunblaðið að lækkun miðaverðs niður í 500 kr. fyrir daginn hefði haft mikið að segja. Til að mynda komu 120 krakkar frá Hvammstanga og sáu leiki dagsins en héldu svo heimleiðis á ný um klukkan hálf tíu í gærkvöldi. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 600 orð

Allt liðið brást

Ég átti von á jöfnum og hörðum leik og ég hafði spáð því að hann endaði með janftefli, en það verður að segjast eins og er að liðið olli mér miklum vonbrigðum í þessum leik. Þó við höfum tapað með þremur mörkum þá vorum við að misnota alltof mikið af dauðafærum því menn voru alltaf að skjóta á sama stað á markvörðinn. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 56 orð

Á meðal áhorfenda

13. maí 1995 | Íþróttir | 48 orð

Á meðal áhorfenda ÞJÁLFARINN kunni An

ÞJÁLFARINN kunni AnatolíEvtútsjenko var settur ítveggja leikja bann, þannigað hann hefur ekki getaðstjórnað sínum mönnum í liðiKúveit í tveimur síðustu leikjum, nema frá áhorfendabekkjunum. Hér baðar Evtútsjenko út höndunum - hefur líklega séð eitthvað athugavert inni á vellinum - íleik Kúveit gegn Svíum áAkureyri í fyrradag. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 280 orð

Ballið er rétt að byrja

Þegar lagt var af stað í HM var vitað að pressan yrði mikil á "strákunum okkar" við að leika á heimavelli, enda Íslendingar þekktir fyrir að vera kröfuharðir. Spennan hefur verið mikil í kringum landsliðið, eins og í kringum öll lið sem leika á heimavelli í heimsmeistarakeppni. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 55 orð

Barist um sæti í síðustu umferð

TVEIR mikilvægir leikir fara fram í síðustu umferð D-riðils á Akureyri á morgun. Svíþjóð og Spánn leika til úrslita í riðlinum en sigurvegarinn mætir liðinu í 4. sæti C-riðils. Þá berjast Hvíta- Rússland og Egyptaland um þriðja sætið til að komast hjá því að mæta sigurvegara C-riðils í 16-liða úrslitum. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 353 orð

Barkley og Johnson fóru á kostum

REGGIE Miller tryggði Indiana sigur, 97:95, í framlengingu gegn New York í þriðja leik liðanna 2. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í fyrrakvöld. Indiana leiðir nú 2:1. Á sama tíma hélt Phoenix áfram sigurgöngu sinni gegn Houston með stórsigri, 118:94. Eftir tvo leiki leiðir Phoenix 2:0, en það er sama staða og kom upp í fyrra þegar þessi lið áttust við í úrslitakeppni NBA. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 241 orð

BO Johannson

BO Johannson dómari frá Svíþjóð, sem dæmir á HM, hefur ákveðið að hætta eftir þetta mót. Hann hóf að dæma 1973 í sænsku deildinni. BERNT Kjellqvist, sem dæmt hefur með Bo mun ætla að þrauka eitt ár til viðbótar og dæma þá meðKrister Broman. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 1056 orð

Breytingar nauðsynlegar

Anatolí Evtútsjenko er þekktasti handknattleiksþjálfari heims og einn sá sigursælasti. Hann sagði við Steinþór Guðbjartsson að handboltinn væri ekki eins góður og skemmtilegur og áður og vill breyta reglunum til að auka vinsældir íþróttarinnar á ný. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 415 orð

"Bréfberinn" fékk flest stig í lið ársins

KARL Malone, framherji Utah Jazz, sem hefur viðurnefnið "bréfberinn", var efstur á blaði þegar lið ársins í NBA-deildinni í körfuknattleik var tilkynnt í gær. Þetta er í sjöunda sinn sem Malone er valinn og fékk hann langflest atkvæði, 102 í fyrsta lið og 519 stig, en það er hópur fjölmiðlamanna um gervöll Bandaríkin sem kýs. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

DANMÖRK -ALSÍR 24: 25FRAKK

DANMÖRK -ALSÍR 24: 25FRAKKLAND -JAPAN 33: 20ÞÝSKALAND -RÚMENÍA 27: 19ALSÍR -FRAKKLAND 21: 23JAPAN -ÞÝSKALAND 19: 30DANMÖRK -RÚMENÍA 28: 24JAPAN -ALSÍR 18: 20ÞÝSKALAND -DANMÖRK 24: 18FRAKKLAND - Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 654 orð

Dauðafærin ekki nýtt

13. maí 1995 | Íþróttir | 645 orð

Dauðafærin ekki nýtt

ÞAR kom að því að íslenska landsliðið tapaði í heimsmeistarakeppninni. Það voru Suður-Kóreumenn sem stöðvuðu sigurgöngu Íslands, sigruðu 23:26 og skutust í annað sætið í A-riðli. Kóreumenn höfðu undirtökin allan tímann og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu, til þess lék íslenska liðið ekki nógu vel og markvörðurinn Suk-hyung Lee varði mjög vel og átti mestan þátt í sigri Kóreu. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 139 orð

Ekki séð handbolta í fjögur ár

ÁSTRALIR eiga fulltrúa meðal fréttamanna á heimsmeistarakeppninni. Maðurinn heitir Paul O'Keeffe og er hvorki ókunnugur handboltanum né Íslandi því hann bjó hér á landi 1991 og spilaði þá í markinu hjá Njarðvík. Hann er hér á vegum ástralska handboltasambandsins til að halda þeim upplýstum með úrslit og fleira en er einnig að skrifa greinar fyrir bandaríska handboltasambandið. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 102 orð

Fékk ekki að mæta á fund

Eins og fram hefur komið fékk Anatoli Evtochenko, þjálfari Kúveits, tveggja leikja bann eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leiknum gegn Egyptalandi sl. þriðjudag. Evtuchenko sat uppi í stúku í gær þegar Kúveit máti þola stórtap gegn Hvíta-Rússlandi en mætti á fréttamannafund eftir leikinn. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 33 orð

Flest skot varin Vladimir Rivero, Kúbu79/4 Lee Suk-hyung, S-Kóreu

Flest skot varin Vladimir Rivero, Kúbu79/4 Lee Suk-hyung, S-Kóreu63/3 Rolf Dobler, Sviss56/4 Tomas Svensson, Svíþjóð54/1 Mark Schmocker, Bandaríkjunum54/5 Alexander Minevski, H-Rússl.43/1 A. Salh, Egyptalandi43/2 János Szatmári, Ungverjal. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 175 orð

Gátum varla skorað

"ÉG er auðvitað alls ekki sáttur við að tapa þessum leik, en það má kanski segja að það hafi verið lán í óláni að tapa núna. Það er jú betra en að tapa þegar riðlakeppninni er lokið. Ég held að við höfum leyst heimavinnuna okkar ágætlega, en við komum bara ekki tuðrunni í markið í dag," sagði Valdimar Grímsson eftir tapið gegn S-Kóreu, 23:26. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 360 orð

Góður andi í dómarahópnum

DÓMARARNIR sem starfa í A, B og C-riðli, mættu í líkamsræktarstöðina Mátt á fimmtudagsmorguninn. Aðallega sér til dægradvalar og til að hitta aðra dómara, en einnig til að teygja á og hreyfa sig undir leiðsögn. Að sögn leiðbeinenda er upp og ofan í hvernig ástandi dómararnir eru, Íslendingarnir séu í góðu formi en sumir séu hins vegar varla í nógu góðu líkamlega ástandi, en dugi samt. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 370 orð

Guðmundur tognaði fyrir leikinn

GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, markvörður íslenska liðsins, tognaði í baki í upphitun fyrir leikinn gegn Suður-Kóreu í gær og gat ekki spilað. Sigmar Þröstur Óskarsson tók stöðu hans í liðinu á síðustu stundu. "Það hafði slæm áhrif að missa Guðmund út svona rétt fyrir leik," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari. Hvar var leikreynslan? Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 251 orð

Hörmung á Ísafirði

Íslenska landsliðið tapaði öðru sinni gegn Dönum á jafn mörgum dögum. Í gær mættust liðin á Ísafirði og var þetta fyrsti landsleikurinn í körfu þar vestra. Úrslitin urðu 53:81, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 25:42 fyrir Dani. Jafnt var framan af, Ísland 16:12 yfir en þá var eins og allt færi í baklás og Danir sigldu framúr. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

ÍSLAND -BANDARÍKIN 27: 16S

ÍSLAND -BANDARÍKIN 27: 16SVISS -TÚNIS 26: 22S-KÓREA -UNGVERJAL. 29: 26BANDARÍKIN -UNGVERJAL. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 500 orð

Ísland - S-Kórea23:26

Laugardalshöll, föstudaginn 12. maí 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:4, 3:4, 3:6, 5:7, 5:10, 6:11, 9:11, 10:12, 13:14, 13:15, 14:18, 17:19, 17:22, 20:23, 20:26, 23:26. Mörk Íslands: Geir Sveinsson 7, Gústaf Bjarnason 5, Valdimar Grímsson 3, Patrekur Jóhannesson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Ólafur Stefánsson 2, Júlíus Jónasson 1. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 436 orð

Íslendingar koma tvíefldir til leiks gegn Sviss

"ÉG held að eftir þetta tap gegn Kóreu muni íslenska liðið koma tvíeflt til leiks gegn Sviss. Íslenska landsliðið hefur oftast náð sér vel á strik eftir tapleiki, - það hefur að minnsta kosti oftast verið þannig í þann tíma sem ég hef þekkt til liðsins," sagði Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands eftir leikinn gegn Suður-Kóreu. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 222 orð

Knattspyrna

Litla bikarkeppnin Úrslitaleikur Litlu bikarkeppninnar verður á Akranesi á morgun og hefst kl. 18. Þar mætast lið Íslandsmeistara ÍA og lið FH. Golf Rangármótið Fyrsta mótið sem gefur stig til landsliðs verður haldið á Hellu um helgina. Leiknar verða 36 holur, 18 holur í dag og 18 á morgun. Opna Benetton Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 455 orð

Króatar lögðu Rússa

ÓTRÚLEGT slen hvíldi yfir Rússum í gær þegar þeir mættu Króötum í Hafnarfirði. Rússneska vélin komst aldrei í gang en Króatar léku sinn besta leik í keppninni og unnu heimsmeistarana örugglega, 25:20, en sigurinn var síst of stór og aldrei í hættu. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 160 orð

Kúveitar teknir í bakaríið

Mesta burst D-riðils leit dagsins ljós í gær þegar Hvít-Rússar tóku Kúveita í bakaríið. Þeir tefldu fram sínu sterkasta liði og keyrðu hraðar sóknir og léku á als oddi. Uppskeran varð 21 marks sigur, 39:18. Ekki þarf að fjölyrða um þennan leik. Hvít-Rússar tóku rispur, skoruðu 6-8 mörk í röð á köflum og skildu Kúveitana eftir. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 535 orð

Kúveit - H-Rússl.18:39

Íþróttahöllin á Akureyri, föstud. 12. maí 1995. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 2:8, 4:16, 7:22, 11:23, 16:29, 16:36, 18:39. Mörk Kúveit: A. Abdulredha 4, Khalid Takrooni 3, K. Alkhasti 3, Ali Abdulredha 3, W. Alhajraf 2/1, A. Shah 1, S. Almarzouq 1, A. Salah 1. Varin skot: A. Alboloushi 5 (1 til mótherja). Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 92 orð

Kúveiti dæmdur í bann í HM

AGANEFND alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, dæmdi í gær Kúveitmanninn Saad Alazmi í leikbann á HM og bann frá alþjóðlegum leikjum í þrjá mánuði, eftir að hann féll á lyfjaprófi sem var tekið eftir leik Egyptaland og Kúveit á Akureyri. 28:21. Þá var Kúveitum dæmdur leikurinn tapaður 0:10. Örvandi efni, Pseudephedrine, fannst í þvagsýni Saad Alazmi. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 52 orð

Leikur Kúveit og Egypta dæmist Egyptum sigraður 10:0 vegna þess að einn leikmaður Kúveit féll á lyfjaprófi.

Markahæstir Erik Hajas, Svíþjóð,33 Mikhail Jakimovich, Hv. Rússl.26/7 Andrei Parshchenko, H-Rússl22 B. Ahmed Hamdi, Egyptal.20/3 Abd Elwareth Sameh, Egyptl.19 Belal Ahmed Hamdy, Egyptal.17 Agberto Matos, Brasilíu17/3 Talant Dujshebaev, Spáni16 A. Sameh, Egyptla.15/1 W. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 94 orð

Leitað að Pox mynd

POX söfnunarmyndir af leikmönnum landsliðanna í HM njóta mikilla vinsælda hjá krökkum en sumir erlendu leikmennirnir hafa einnig sýnt myndunum áhuga. Þegar Spánverjinn Juan Dominguez, sem gerði fimm mörk gegn Egyptum í gær, frétti að hann væri á svona söfnunarmynd bað hann fararstjóra liðsins um að útvega sér eina slíka. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 96 orð

Leitað að Pox mynd

13. maí 1995 | Íþróttir | 443 orð

Markmiðið er að vera í hópi tíu bestu

Brasilía er heimsmeistari í knattspyrnu og íþróttalífið þar snýst um knattspyrnu. Hins vegar sagði Luiz Giacomini, nýráðinn landsliðsþjálfari Brasilíu í handknattleik, við Steinþór Guðbjartsson að handboltinn væri á uppleið og markmiðið væri að byggja upp landslið í fremstu röð. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 244 orð

Mikil vonbrigði

"ÞETTA eru mikil vonbrigði og það þýðir ekkert að vera velta sér upp úr þessum úrslitum eftir á. Það er nýtt verkefni framundan, leikurinn á móti Sviss og það er það sem skiptir máli í dag," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari eftir þriggja marka tapið gegn Suður-Kóreu. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 16 orð

NBA Leikir aðfararnótt föstudags:

Leikir aðfararnótt föstudags: Indiana - New York97:95 (Indiana leiðir 2:1) Phoenix - Houston118:94. (Phoenix leiðir 2:0). Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 151 orð

Nýttum illa dauðafærin

Gústaf Bjarnason stóð sig einna best íslensku leikamannanna. Hann skoraði fimm mörk úr sjö tilraunum. "Þetta var mjög erfiður leikur. Það sem réði úrslitum í þessum leik eru dauðafærin sem við klúðrum. Það gengur ekki að nýta ekki dauðafæri á móti svona liði eins og Kóreu, sem refsar um leið. Við vorum að skapa okkur góð færi en það var ekki nóg," sagði Gústaf. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 68 orð

Pólskir fyrstir heim

FYRSTU dómaraparið hefur heltst úr lestinni á HM. Það er pólska parið Marek Szajna og Jacek Wroblewski. Ástæðan fyrir því að þeir halda ekki áfram að dæma er sú að líkamlegt form þeirra er slakt og fyrir neðan þær kröfur sem settar eru til dómara á HM. Þeir pólsku dæmdu einn leika á Akureyri. Í þeirra stað kemur íslenska dómaraparið Hákon Sigurjónsson og Guðjón L. Sigurðsson. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 70 orð

Pólskir fyrstir heim

13. maí 1995 | Íþróttir | 271 orð

Reynum að breyta hugsunarhættinum

Umfjöllun um handbolta í Brasilíu er lítil, klukkutímaþáttur á einni sjónvarpstöð einu sinni í viku, á laugardagsmorgnum, og örlítið í dagblöðum, jafnvel ekki neitt í sumum. En landsliðsmaðurinn Agberto Correa de Matos er bjartsýnn." Skemmtilegra en karfa "Ég var 11 ára þegar ég byrjaði að æfa handbolta," sagði skyttan sem er 23 ára. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

RÚSSLAND -KÚBA 21: 17TÉKKL

RÚSSLAND -KÚBA 21: 17TÉKKLAND -MAROKKÓ 25: 16KRÓATÍA -SLÓVENÍA 26: 24TÉKKLAND -KÚBA 29: 26RÚSSLAND -SLÓVENÍA 27: 22MAROKKÓ -KRÓATÍA 21: 33KÚBA -SLÓVENÍA 34: 26TÉKKLAND -KRÓATÍA 27: 25RÚSSLAND - Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 199 orð

Sp¨ate er tengiliður dómara og þjálfara

DIETRICH Sp¨ate er í þjálfaranefnd alþjóða handknattleikssambandsins (IHF), sem vinnur með dómararnefnd IHF, og er hann tengiliður milli þjálfara og dómara, þar sem farið er yfir dómgæslu og hvernig línur skuli lagðar. Hans er líka að fylgjast með líkamlegu ástandi dómara. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

SPÁNN -KÚVEIT 24: 21SVÍÞJÓ

SPÁNN -KÚVEIT 24: 21SVÍÞJÓÐ -H-RÚSSLAND 29: 28EGYPTALAND -BRASILÍA 32: 20BRASILÍA -SVÍÞJÓÐ 21: 29H-RÚSSLAND -SPÁNN 27: 30KÚVEIT -EGYPTALAND 0: 10H-RÚSSLAND -BRASILÍA 34: 21SVÍÞJÓÐ -KÚVEIT 37: 22SPÁNN - Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 110 orð

Stefán þrekmesti dómarinn

STEFÁN Arnaldsson er í bestu formi af öllum dómurum á HM95. Það sýnir niðurstaða úr þrekprófi sem allir dómarar á HM fóru í fyrir skömmu. Niðurstöðurnar voru flokkaðar niður í nokkra hópa. Í hópi þeirra sem eru í efsta flokki, með mest þrek, voru tveir íslenskir dómarar, Stefán Arnaldsson sem var efstur og Hákon Sigurjónsson sem kom þar rétt á eftir. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 421 orð

Svisslendingar hafa gang- sett "Mulningsvélina"

SVISSLENDINGAR héldu sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistaramótinu í gær er þeir unnu Ungverja 30:23. Þeir sýndu oft á tíðum mjög góðan leik og þó svo þeir hafi lent undir í byrjun, gáfust þeir ekki upp - heldur gangsettu "Mulningsvél" sína og hægt og sígandi kramdi hún Ungverja, sem voru oft of bráðir í sókninni. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 316 orð

Tékkar á toppinn

Tékkar skelltu sér á topp B-riðils með naumum sigri, 23:22, á Slóvenum, sem hafa enn ekki hlotið stig. "Ég var hræddur við að mínir menn myndu ekki komast af stað eftir góða síðustu leiki en það gekk. Nú ætlum við að hvíla vel fyrir erfiðan leik gegn Rússum," sagði þjálfari Tékka, Vladimir Haber. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 435 orð

Tékkl. - Slóvenía23:22

Kaplakriki, HM í handknattleik - B-riðill, föstudaginn 12. maí 1995. Gangur leiksins: 3:0, 3:4, 4:7, 7:9, 10:12, 11:12, 13:13, 15:15, 17:18, 22:19, 22:21, 23:21, 23:22. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 272 orð

Töpuðu Rússar viljandi gegn Króatíu?

Mikil umræða spannst meðal handboltaspekúlanta í leikhléi hjá Rússum og Króötum í Hafnarfirði í gær, þegar staðan var 14:9 fyrir Króata og allar líkur á að þeir myndu leggja heimsmeistarana að velli, hvort Rússar myndu tapa viljandi gegn Króötum. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 83 orð

Vinnusamur markvörður

Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson SUK-hyung Lee, markvörður Suður-Kóreumanna, var helsta hindrun Íslendinga í leiknum í gær sem Suður-Kórea vann 23:26. Hann varði19 skot og flest þeirra úr sannkölluðum dauðafærum; þrjú langskot, sex af línu, tvö úr hornum, tvö eftir hraðaupphlaup og sex eftirgegnumbrot. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 235 orð

Þrennt brást

Þeir ná undirtökunum í leiknum strax í upphafi og stjórna hraðanum. Við komust aldrei almennilega inn í leikinn til að ná tökum á honum," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. "Að mínu mati voru það einkannlega þrír þættir sem brugðust. í fyrsta lagi létum við markvörðinn verja alltof mikið. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 335 orð

Þrjátíu manna hópur frá Japan kynnir HM'97

BORGIN Kumamoto á Kyushueyju í suðurhluta Japan verður heimavöllur næstu heimsmeistarakeppni í handknattleik árið 1997. Af þeirri ástæðu er staddur hér á landi á meðan HM fer fram þrjátíu manna hópur Japana til þess að kynna Kumamoto, borgina og nágrenni hennar og hvað þar er boðið upp á. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 296 orð

ÞULURINN

ÞULURINN í Laugardalshöllnotaði skemmtilega aðferð við að tilkynna hverjir skora mörk Íslands. Þegar einhver skorar kallar þulurinn fornafn viðkomandi í hátalarakerið, en áhorfendur svara með því að kalla föðurnafn leikmannsins. Skemmtileg nýbreytni. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 151 orð

Öll pressan á íslenska liðinu

MARC Baumgartner, stórskytta Svisslendinga, var kátur eftir leikina í A-riðli í gærkvöldi enda hafði hann ástæðu til. "Við erum með góða stöðu og það er þægilegt að fara í síðasta leikinn í riðlinum í efsta sæti. Við höfum í rauninni engu að tapa og mætum því mjög afslappaðir til leiks gegn Íslendingum. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 305 orð

Öruggt hjá Svíum

Ég er ánægður með leik liðsins í dag, sagði Bengt Johansson þjálfari Svía eftir að þeir lögðu Egypta örugglega að velli 33:22 í D- riðlinum á Akureyri. "Við spiluðum vel í vörninni með Ola Lindgren fremstan í flokki, en ég tel hann vera einn besta varnarmann í heimi í dag. Við náðum svo að keyra í hraðaupphlaup þar sem Erik Hajas var í essinu sínu". Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 140 orð

(fyrirsögn vantar)

Laugardalshöll: Þýskaland - Alsírkl. 14.00 Sviss - Íslandkl. 16.00 Smárinn, Kópavogi: Rúmenía - Japankl. 14.00 Danmörk - Frakklandkl. 16.00 Í SJÓNVARPI Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 85 orð

(fyrirsögn vantar)

»Íslenska liðið þoldi ekki álagið HONG Seong-peo, þjálfari Kóreumanna, hældi íslenska liðinu og sagði það gott. "Íslenska liðið lék undir miklu álagi og ég held að það hafi ekki staðið undir henni. Það var að gera allt of mörg mistök í sókninni. Fyrir leikinn taldi ég jafna möguleika á sigri og við vorum staðráðnir í að leggja allt í þennan leik. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

Markahæstir Kyng-shin Yoon, S-Kóreu34/4 Valdimar Grímsson28/12 Marc Baumgartner, Sviss26/6 Mohamed Madi, Túnis21/6 Byung-wook Moon, S-Kóreu19/8 Geir Sveinsson18 Józef Eles, Ungverjal. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 294 orð

(fyrirsögn vantar)

RÚSSNESKA landsliðið í handknattleik mun líklega ekki tefla fram Valeriy Gopin í heimsmeistarakeppninni. Eftir að félagslið hans vann sér sæti í úrslitakeppninni á Ítalíu varð ljóst var að Gopin mundi aðeins ná að spila síðustu tvo eða þrjá leiki Rússa á mótinu. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 30 orð

(fyrirsögn vantar)

Markahæstir: Freddy Suarez Herrera, Kúbu31/8 Carlos Reynaldo Perez, Kúbu30/4 Dmítrí Filippov, Rússlandi30/16 Roman Pungartnik, Slóveníu25/3 Michal Tonar, Tékkl.25/9 Mohamed Berrajaa, Marokkó27 Urios Fonseca, Kúbu22 Irfan Smajlagic, Króatía22 Andrej Parastjenko, Rússl. Meira
13. maí 1995 | Íþróttir | 32 orð

(fyrirsögn vantar)

Markahæstir Robert Licu, Rúmeníu20/5 Frédéric Volle, Frakklandi18/3 Hammou Salim Nedjel, Alsír18 Mashario Sueoka, Japan17/1 Stéphane Stoecklin, Frakklandi17/11 Nikolaj Jacobsen, Danmörku15/1 Volker Zerbe, Þýskalandi14 Christian Hjermind, Danmörku14/5 Guéric Kervadec, Frakkl. Meira

Úr verinu

13. maí 1995 | Úr verinu | 67 orð

Síldarævintýri

SÍLDVEIÐIN í færeysku lögsögunni að undanförnu hefur verið mikið ævintýri fyrir sjómennina, ekki síður en íbúa bræðslustaðanna. Sjómennirnir á nótarskipunum kynntust þessari nýju síldarstemmningu aðeins í fyrra en fyrst fyrir alvöru nú enda áratugir síðan íslensk skip hafa getað veitt úr þessum stofni. Meira
13. maí 1995 | Úr verinu | 67 orð

Síldarævintýri

13. maí 1995 | Úr verinu | 310 orð

Sýningin verður betri og betri"

ÍSLENZKU þátttakendurnir í evrópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel eru mjög ánægðir með árangurinn. Bæði Borgarplast og Sæplast náðu þar samningum um sölu á fiskikerum til nýrra kaupenda, skurðarvél frá Marel fór beint af sýningunni til Skotlands og margir seljendur sjávarafurða náðu nýjum viðskiptatengslum sem þeir telja að muni leiða til sölusamninga í nánustu framtíð. Meira

Lesbók

13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 950 orð

Álftnesingurinn Grímur Thomsen

GRÍMUR Thomsen, þjóðskáld bókmenntafræðingur, útgerðarmaður, bóndi og stjórnmálamaður, fæddist á Bessastöðum á Álftanesi 15. maí 1820. Foreldrar hans voru þau Þorgrímur Tómasson gullsmiður og Ingibjörg Jónsdóttir kona hans. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 185 orð

efni 13. mai

Guðmundur Einarsson frá Miðdal var merkilegur fjöllistamaður, ferðagarpur og náttúruunnandi, en í langan tíma hafa verk hans ekki notið sannmælis, m.a. vegna klofnings og innbyrðis átaka í röðum listamanna. Nú hafa verk Guðmundar verið tekin til endurmats með röð sýninga og verður ein þeirra, vatnslitamyndasýning, opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 161 orð

Ég hefi mælt mér mót Magnús Ásgeirsson þýddi.

Ég hefi mælt mér mót við Dauðann í malargróf við sviðinn hól, er maídögg og maísól fer mildi um hrjúfan svörð. Ég hefi mælt mér mót við Dauðann á meðan lífið grær á jörð. Hann leiðir máski mig við hönd í móðu hulin þagnarlönd, um myrkan veg, að minjum auðan, ­ þótt megi vera, að fresti hann því. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1321 orð

Fjöllistamaðurinn Guðmundur frá Miðdal

Guðmundur Einarsson er fæddur 5. ágúst 1895 í Miðdal í Mosfellssveit og jafnan kenndur við þann bæ. Hann var líklega einn víðförlasti Íslendingurinn á sínum tíma, en mest ferðaðist hann um hálendi Íslands. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 390 orð

Flutningur verka aðalatriði

TÓNVAKINN, tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins, eru tvískipt verðlaun sem er ætlað að styðja við íslenska tónmenningu og vekja athygli á innlendum tónlistarmönnum og tónbókmenntum. Verðlaunahafar Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 551 orð

Fullveldi í skugga dauðans

ÞAÐ var hópur eldri borgara í Kópavogi sem stofnaði Nafnlausa leikhópinn árið 1992 en aðalhvatamaður að stofnun hans var Ásdís Skúladóttir. Aldurslágmark í hópnum er 50 ár en flestir meðlimir eru í eldri kantinum. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 862 orð

Heimur ævintýranna opnaður

Íslenska brúðuleikhúsið verður í sumar opið gestum og gangandi sem hafa áhuga á að soða þær brúður sem Jón E. Guðmundsson hefur unnið seinustu áratugina. Súsanna Svavarsdóttir kom við í leikhúsinu og spjallaði við listamanninn um safn hans og framtíð leikhússins. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1003 orð

Hinn kosmíski Beethoven

Ludwig van Beethoven: Missa Solemnis f. einsöngvara, kór, hljómsveit og orgel í D-dúr, Op. 123. Charlotte Margiono S, Catherine Robbin MS, William Kendall T, Alastair Miles B. Monteverdi kórinn og Orchestre Révolutionnaire et Romantique u. stj. Johns Eliots Gardiners. Upptaka: DDD, London 11/1989. Archiv 429 779-2. Lengd: 71:39. Verð: 1899 kr. "VIRT fremur en elskuð". Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 644 orð

Horft heim

MARTIAL Nardeau og Peter Máté hafa báðir ákveðið að setjast að á Íslandi og raunar hafa þeir búið hér alllengi, Martial í þrettán ár en Peter í fimm. Martial segist hafa flutt til Íslands vegna þess að hann er kvæntur íslenskri konu en Peter segist hins vegar hafa verið að flýja þjóðfélagslega og ekki síður hugmyndalega kreppu í heimalandi sínu, Slóvakíu. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 378 orð

Í svörtu landi

JÓLIN 1992 lést 28 ára gömul dóttir rithöfundarins Isabel Allende, Paula, eftir að hafa legið í dái í eitt ár en hún þjáðist af efnaskiptasjúkdómi. Allende sat yfir dóttur sinni síðasta árið og ákvað að fara að ráðum útgefanda síns, sem lagði til að hún skrifaði sögu sína á meðan hún biði þess að örlög dóttur hennar réðust. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 495 orð

Kjarvalsstaðir

Kjarvalsstaðir Verk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, Bjarni Hinriksson og Kristján Steingrímur Jónsson til 11. júní. Ásmundarsafn Samsýn. á verkum Ásmundar Sveinss. og Jóhannesar S. Kjarval til 14. maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýn. Þessir kollóttu steinar til 1. júní. Listhúsið, Laugardal Guðrún E. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2503 orð

Klemenz á Sámsstöðum ­Aldarminning­

KLEMENZ Kristjánsson fæddist 14. maí 1895 í Aðalvík á Hornströndum. Foreldrar hans voru Hornstrendingar. Hann missti móður sína, Júditi Þorsteinsdóttur, þegar hann var þriggja ára. Klemenz ólst upp á ýmsum stöðum, ýmist hjá föður sínum, Bárði Kristjáni Guðmundssyni, eða hjá öðrum. Bárður kvæntist aftur árið 1904, Guðrúnu Vigdísi Guðmundsdóttur, frá Ánanaustum. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 243 orð

Ljóðlistin í sókn á Bretlandi

SVO virðist sem ljóðlistin sé í mikilli sókn á Bretlandi. Bókabúðir hafa aukið úrval ljóðabóka í hillunum, í stærstu dagblöð eru skrifaðar langar greinar um ljóðskáld og á síðasta ári var 12. október haldinn hátíðlegur sem sérstakur dagur ljóðsins með tilheyrandi upplestrardagsskrá vítt og breitt um landið. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 246 orð

Ljóðlistin í sókn á Bretlandi

13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1053 orð

Ljósið kemur langt og mjótt

VÍSUBYRJUNIN um ljósið kom í huga minn ekki alls fyrir löngu vegna einskonar "performance" á vesturströnd Danmerkur. Í tilefni 50 ára afmælis "endurheimts frjálsræðis" eftir stríðið vildu Danir minnast stríðsloka með því að senda örmjóann leiser- ljósgeisla eftir allri veturströnd landsins, frá landamærum Þýskalands og Danmerkur til Skagen. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Lokað af götunni, opið á Internetinu

FLESTIR halda líklega að bókasafn páfastóls í Vatíkaninu sé fullt af bókum um kaþólsku og kristna trú. En svo er ekki og þeir sem hafa áhuga á að rannsaka nútímalistasögu geta til dæmis nýtt sér að á bókasafninu er stærsta safn sýningarskráa um nútíma listastefnur. En safnið er ekki opið hverjum sem er, heldur ætlað fræðimönnum með góð meðmæli og ærna ástæðu til að sækja safnið heim. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 248 orð

Ótakmörkuð list

FYRIR rúmar 1.000 kr. geta menn nú keypt dæmi um lifnaðarhætti Davids Casssidys; brún hrísgrjón, smokk og flösku af fúkkalyfinu tetrasýklín í poka. Fimmtíu slíkir pokar eru til sölu og þeir flokkast ekki undir poppminjar, heldur list. Fjöllist sem er til sýnis í Royal Festival Hall Galleries á South Bank undir heitinu "Ótakmörkuð list". Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1333 orð

Óviðjafnanleg portrett

GASOARD-Felix Tournachon, betur þekktur undir nafninu Nadar, var einn af litríkustu karakterum Parísarborgar upp úr miðri 19. öld. Hann var skopteiknari, bóhem, rithöfundur, gagnrýnandi, hermaður og frumkvöðull í loftbelgjaflugi. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1288 orð

Rannsóknir á PCB-mengun í hafinu umhverfis Ísland

SKIPULEGAR íslenskar rannsóknir, sem hófust í byrjun þessa áratugar, hafa leitt í ljós mengun af völdum PCB-efna í sjó hér við land. Þótt mengunin sé mun minni en við strendur iðnríkja er mikilvægt að fylgst sé nákvæmlega með henni og gæði rannsóknanna verði eins og best gerist erlendis, þannig að fyrir liggi trúverðugar upplýsingar um ástand helstu útflutningsvöru Íslendinga, Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 418 orð

Síðustu einleikstónleikar Ingvars Jónassonar

UM MARGRA ára skeið hefur Ingvar Jónasson víóluleikari tekið þátt í íslensku tónlistarlífi. Hann hyggst nú hætta flutningi einleiks- og kammertónlistar, en heldur áfram að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. "Nú er nóg komið og unga fólkið á að taka við og sjá um þessa hluti," segir Ingvar. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 551 orð

Skáldskapur á að gefa fólki eitthvað Bradley R. Strahan er bandarískt skáld og háskólakennari sem gefur út og ritstýrir

BRADLEY R. Strahan lifir og hrærist í heimi ljóðsins. Fyrir þremur árum kom hann til Íslands og flutti erindi um bandaríska ljóðlist með ljóðdæmum. Erindið flutti hann í Menningarstofnun Bandaríkjanna, en minna fer fyrir starfsemi hennar nú. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1172 orð

Svipmyndir úr Sturlungu

UM STURLUNGU hefur margt verið rætt og ritað í aldanna rás. Þar hafa komið við sögu ýmsir ágætir fræðimenn, innlendir og erlendir, og aðrir áhugamenn á þessu sviði sagna og bókmennta. Sumum finnst Sturlunga harla óárennileg við fyrstu sýn og þeir láta hendur falla. En nái þeir að brjóta ísinn, munu margir geta tekið undir orð próf. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 364 orð

Úr heimi að austan

ÞAU ÆTLA að leiða okkur inn í heim fyrir norðan Himalajafjöllin. Þetta er lítið hérað í Kína sem nú heitir Xizang Zizhiqu. Áður var nafnið Tíbet. En það var fyrir 1950, áður en Kínverjar hertóku Tíbet. Þetta er harmleikur sem fjallar um tvo heima, annar er yfirskilvitlegur, sá gamli, en hinn er nútímalegur, afhelgaður og hefur glatað skilningi sínum á því yfirskilvitlega. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

Vorið kemur

Fagurt er blómskrúð sem glitrar og grær, í grósku á ylríku vori. Leikur þar ilmþrunginn andvarablær, sem æ er svo léttur í spori. Blessaða, indæla, blómskreytta vor, með blæbrigðin fögru og æskunnar spor. Gleði á gjöfulu vori. Vaknar jörð af vetrarlöngum blundi, vermir sól úr moldu lítil blóm. Meira
13. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 97 orð

Vorkvöld í maí

Ég man eitt vorkvöld maí. Sindrandi sólglit í vestri. Eins og bók, þegar lokið er lestri, þar, sem efninu nánar ég næ. Vornóttin að sér mig óf. Í faðm hennar féll ég glaður, orðinn annar og betri maður, í skaut hennar glaður mig gróf. Það var dýrðleg og dásamleg stund. Því aldrei ég fann þetta áður, mér fannst ég vera svo fjáður. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.