Greinar laugardaginn 20. maí 1995

Forsíða

20. maí 1995 | Forsíða | 215 orð

Átök hafin um arfleifð Dengs

ÁRÆÐNIR kínverskir umbótasinnar eru teknir að gagnrýna arfleifð Dengs Xiaopings leiðtoga Kína og hið sama er að segja um pólitíska leiðtoga sem girnast völd Dengs. Ástandið í Kína þykir minna mjög á árin eftir dauða Maós formanns er Deng notfærði sér ólgu og almenna óánægju til þess að ryðja úr vegi áhrifamönnum sem honum stóð ógn af og gera lítið úr verkum Maós. Meira
20. maí 1995 | Forsíða | 42 orð

Lokuðu járnbrautinni frá Varsjá

UM 5.000 starfsmenn pólskudráttarvélaverksmiðjannaUrsus stöðvuðu umferð umhelstu járnbrautina frá Varsjá í nokkrar klukkustundir ígær til þess að leggja áhersluá launakröfur sínar og kröfurum eftirgjöf skulda fyrirtækisins. Meira
20. maí 1995 | Forsíða | 278 orð

NATO-ríki beðin um að lofa herafla

HEIMILDARMENN í Brussel sögðu í gær að George Joulwan hershöfðingi, æðsti yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, hefði óskað eftir skýrum loforðum frá aðildarríkjunum um mannafla og tæki vegna hugsanlegs brottflutnings friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna frá Bosníu. Meira
20. maí 1995 | Forsíða | 307 orð

Vináttu við Norður- Kóreu rift? Seoul. Reuter.PAVEL Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í gær að rússneska stjórnin

PAVEL Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í gær að rússneska stjórnin væri að íhuga að rifta mikilvægum vináttusamningi við Norður-Kóreu til að geta aukið samvinnu á sviði hermála við Suður-Kóreu. Meira

Fréttir

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 817 orð

100 þúsund tonn af þorski aftur í sjóinn

KRISTINN Pétursson fiskverkandi, fyrrverandi alþingismaður, beitti sér fyrir umræðu um það að fiski væri fleygt í sjóinn fyrir fimm árum þegar hann lét á eigin vegum gera skoðanakönnun meðal sjómanna um það hversu mikið væri um þetta. Hann telur að ástandið hafið stórversnað síðan og nú sé 100 þúsund tonnum af þorski, að útflutningsverðmæti 10 milljarðar kr., hent á hverju ári. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 279 orð

160 milljónir tapast hvern dag verkfalls

ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI upp á 160 milljónir króna á dag gætu tapast verði af boðaðri vinnustöðvun sjómanna, eða 1.120 milljónir á viku. Í þessum úteikningum er aðeins átt við veiðar á síld, úthafskarfa og úthafsrækju utan landhelginnar. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 179 orð

162 skýrslur og greinargerðir á seinasta ári

STARFSMENN Ríkisendurskoðunar skiluðu 55.549 vinnustundum við endurskoðun, athuganir og skyld verkefni á seinasta ári, samanborið við 55.511 stundir á árinu 1993. Auk þess keypti stofnunin þjónustu af löggiltum endurskoðendum, alls 5.541 vinnutíma, og voru heildarvinnustundir við endurskoðun þannig liðlega 61 þús. á seinasta ári. Meira
20. maí 1995 | Miðopna | 1373 orð

17­24 ára ökumenn eiga aðild að þriðjungi slysa

ÍUPPLÝSINGUM með nýútkominni umferðaröryggisáætlun til ársins 2001 kemur fram að kostnaður vegna umferðarslysa er gífurlegur hérlendis. Þar er vitnað til forkönnunar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áætlaðan kostnað þar sem hann er talinn vera yfir 8 milljarðar króna á ári. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

200 þúsund tonn af þorski eftir 3 ár

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA telur mögulegt að setja það markmið að auka aflaheimildir í þorski upp í 200 þúsund tonn innan þriggja ára. Þorsteinn Pálsson sagði á aðalfundi Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda í gær að þó árangur erfiðra aðgerða til að vernda þorskstofninn sé að byrja að koma fram sé ekki skynsamlegt að fara of geyst í að auka veiðiheimildir. Meira
20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 82 orð

24% reyndust þjófar

KÖNNUN, sem náði til 2.500 bandarískra drengja á aldrinum 10-14 ára, leiddi í ljós að hartnær fjórðungur þeirra hefur gerst sekur um búðaþjófnað og 28% hafa orðið drukknir að minnsta kosti einu sinni. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

26 bruggverksmiðjur á 9 mánuðum

LÖGREGLA hefur lokað á þriðja tug bruggverksmiðja á svæðinu frá Selfossi til Suðurnesja frá því í september eða 26 talsins. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, hafa bruggarar hagað framleiðslu sinni þannig að þeir hafa stílað inn á skemmtanahald í kringum skólaslit. Meira
20. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 369 orð

Aflahrota við Grímsey allt frá sumarmálum

EFTIR EINN erfiðasta vetur í langan tíma er Vetur konungur loks farinn að lina tökin í Grímsey og sjá íbúar fram á bjartari daga, en mokveiði hefur verið hér síðustu vikur. Hjól atvinnulífsins sem snérust afar hægt í vetur eru nú komin á fulla ferð. Meira
20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 710 orð

Annar mannanna bíður dóms í Bandaríkjunum

BANDARÍKJAMAÐURINN Rodney Coronado,sem fyrir níu árum sökkti tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn við annan mann, bíður nú dóms vegna ásakana um íkveikju, kúgun og að hafa haft þýfi undir höndum. Hann er sakaður um aðild að skemmdarverkum á rannsóknarstofu í ríkisháskóla Michigan og gæti átt yfir höfði sér nokkurra mánaða til nokkurra ára fangelsi. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 216 orð

Atvinnuleysi svipað og í apríl í fyrra

ATVINNULEYSI minnkaði í aprílmánuði frá því sem það var í mars og er mjög svipað því sem það var í aprílmánuði í fyrra, að því er fram kemur í yfirliti frá vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Meira
20. maí 1995 | Landsbyggðin | -1 orð

Ágreiningur um kirkjusmíð

Þórshöfn-Skiptar skoðanir eru meðal heimamanna um það hvernig kirkju skal byggja hér á Þórshöfn. Forsaga málsins er sú að árið 1989 voru kirkjuteikning og staðsetning kirkjunnar samþykkt samhljóða á aðalsafnaðarfundi og var sóknarnefnd falið að hafa forystu um fjáröflunarleiðir og byggingarframkvæmdir, ásamt sóknarpresti. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 392 orð

Ákvörðun var frestað vegna ónógra upplýsinga

SAMKEPPNISYFIRVÖLD hafa frestað því að taka afstöðu til kaupa Olíufélagsins hf. (Esso) og Texaco á hlut í Olíuverzlun Íslands (Olís) og fyrirhugaðrar stofnunar sameiginlegs dreifingarfyrirtækis félaganna. Ástæðan er að sögn Georgs Ólafssonar, forstjóra Samkeppnisstofnunar, að dregizt hefur að ganga frá formlegum samningum félaganna og hafa samkeppnisyfirvöld ekki fengið nægar upplýsingar. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Ástarlíf stöðvaði ferð

ÓVENJULEG hindrun varð á vegi Einars Þorgeirssonar í Miðgörðum í Grímsey einn morgun í vikunni þegar hann ók frá heimili sínu í verslunina á staðnum. Á veginum neðan Sveinsstaða er stór drullupollur og kom hann þar auga á fugla. Stöðvaði hann bifreið sína þar sem fuglarnir sýndu ekki á sér neitt fararsnið. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð

Beiðni um gjaldfrjáls bílastæði hafnað

BORGARRÁÐ hefur hafnað erindi Þróunarfélags Reykjavíkur og Kolaportsins um að bílastæðin á Bakkastæði, milli Tryggvagötu og Geirsgötu og á Miðbakka, verði gjaldfrjáls á laugardögum, með sama hætti og stæði í bílageymsluhúsum. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 645 orð

Borgarstjóri segir Búseta njóta frumkvæðis síns

INGA JÓNA Þórðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir samkomulag borgaryfirvalda við Búseta, húsnæðissamvinnufélag, um umsjón með rekstri og viðhaldi á 98 leiguíbúðum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 464 orð

Breytt áfengis- og heilbrigðisstefna

STJÓRNARANDSTÆÐINGAR fullyrtu á Alþingi í gær að afnám einkaréttar ÁTVR á innflutningi og heildsölu á áfengi þýddi í raun gerbreytta áfengis- og heilbrigðisstefnu. Ögmundur Jónasson, Alþýðubandalagi, sagði að til þessa hefði það verið markmið ÁTVR að selja sem minnst áfengi með sem mestum hagnaði. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 311 orð

Búist við laxveiði í meðallagi

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 308 orð

Búist við laxveiði í meðallagi

AÐSTÆÐUR í lífríkinu gefa til kynna að laxveiði verði nærri meðaltali sunnan- og vestanlands en slakari norðanlands. Jón Gunnar Borgþórsson, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, segir að verðlækkun hafi orðið á veiðileyfum síðustu ár. Hann segir að veiðileyfi kosti frá 900 kr. Ein stöng á besta tíma í Norðurá kostar 47.600 kr. Meira
20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 151 orð

Chirac óttast ekki Evrópuþingið

HEIMILDIR innan Evrópuþingsins herma að Jacques Chirac Frakklandsforseti hafi greint Klaus Hänsch þingforseta frá því, á fundi þeirra á fimmtudag, að hann óttaðist ekki sterkari stöðu þingsins. Chirac á að hafa skýrt Hänsch frá því að það hafi ekki verið tilviljun, að hann kaus að heimsækja þingið í Strassborg, einungis degi eftir að hann tók við embætti, að sögn Angelina Hermanns, Meira
20. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 510 orð

Dimmuborgir mega ekki verða sandfoki að bráð

"VERNDUM Dimmuborgir" er heiti á verkefni sem Samband íslenskra sparisjóða stendur að og hefur að markmiði að koma í veg fyrir að Dimmuborgir í Mývatnssveit verði sandfoki eða gróðureyðingu að bráð. Verndari átaksins er frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands. Sparisjóðirnir hafa ákveðið að verja 12 milljónum króna á næstu þremur árum til þessa verkefnis. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Drekadans á Laugavegi

UM ÞESSAR mundir eru liðin 10 ár frá stofnun Sjanghæ, kínverska veitingahússins á Íslandi. Í tilefni afmælisins hefur Sjanghæ boðið hingað til lands dönsurum og trúðleikurum frá Kína. Kínverska dreka-skrúðgangan leggur af stað niður Laugaveg kl. 15 laugardaginn 19. maí. Drekinn hlykkjast niður Laugaveg, um Bankastræti, Austurstræti og endar á Ingólfstorgi. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

Drekadans á Laugavegi

20. maí 1995 | Fréttaskýringar | 924 orð

Eðlislæg einlægni

SKOSKI söngvarinn Donovan Leitch var að mörgu leyti holdgervingur hippadraumsins um fegurra mannl´f og frið og vann hug og hjörtu f´olks með lögum um kærleika og fegurð. Þ´o hipparnir s´eu n´u löngu horfnir ´a bak við bindi og bumbur hefur Donovan haldið s´nu striki eins og sannaðist ´ Þj´oðleikh´uskjallaranum 8. okt´ober sl. Meira
20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 314 orð

Enginn vill verja Asahara

20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 313 orð

Enginn vill verja Asahara SHOKO Asahara, leið

SHOKO Asahara, leiðtoga japanska sértrúarsafnaðarins Æðsta sannleiks, hefur ekki tekist að fá neinn lögfræðing til að tala máli sínu fyrir dómstólum en Asahara er sakaður um að fyrirskipað taugagasárásina í Tókýó, sem varð 12 manns að bana. Búist er við, að honum verði skipaður verjandi. "Þetta er ekkert líkt O.J. Simpson-málinu í Bandaríkjunum. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 397 orð

Enn ósamið um öll deiluatriði

TALSMöNNUM deiluaðila í kjaradeilu sjómanna ber saman um að enn hafi ekki náðst samkomulag um neitt þeirra atriða sem deilt er um. Guðjón A. Kristjánsson, formaður FFSÍ, metur stöðuna svo að þokast hafi í deilunni og hægt eigi að vera að leysa hana áður en til verkfalls komi. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 373 orð

Félög sjómanna kanna lagaúrræði

STÉTTARFÉLÖG sjómanna, sem boðað hafa verkfall í næstu viku, hafa óskað álita lögfræðinga sinna á því hvort það standist lög að íslensk skip séu leigð erlendum aðilum eða fyrirtækjum á Vestfjörðum til að komast hjá stöðvun vegna verkfalls. Meira
20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 33 orð

Finnar finnast

FINNSKI forsætisráðherrann, Paavo Lipponen, heilsar upp á samlanda sinn, Erkki Liikanen, sem situr í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel. Lipponen kom í gær í eins dags opinbera heimsókn hjá stofnunum ESB. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Flórgoðadagur við Ástjörn

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Flórgoðadagur við Ástjörn

FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands hefur nú í tvö ár staðið fyrir flórgoðadegi og er ætlunin að viðhalda þeim sið að vekja athygli á þessum skrautlega og skemmtilega fugli sem á undir högg að sækja og er í útrýmingarhættu hér á landi, segir í fréttatilkynningu. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 143 orð

Forstöðumaður barnaverndarstofu

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

Forstöðumaður barnaverndarstofu

BRAGI Guðbrandsson, félagsfræðingur, hefur verið ráðinn til að veita barnaverndarstofu forstöðu. Bragi sem er félagsfræðingur að mennt var í hópi sjö umsækjenda. Hann var kenanri í Menntaskólanum við Hamrahlíð á árunum 1978­ 1982, félagsmálastjóri í Kópavogi 1982­1991 og aðstoðarmaður félagsmálaráðherra á árunum 1991­ 1995. Meira
20. maí 1995 | Landsbyggðin | 67 orð

Fundað með bændum í Blönduvirkjun

Morgunblaðið/Jón.Sig. STJÓRNARMENN Landsvirkjunar áttu í vikunni fund í stjórnstöð Blönduvirkjunar með nýrri samráðsnefnd bænda og oddvitum á Blöndusvæðinu og á myndinni sjást fundarmennirnir samankomnir fyrir utan stjórnstöðina. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Hátíðarhöld

HJÁLPRÆÐISHERINN heldur upp á 100 ára afmæli félagsskaparins hér á landi um þessar mundir. Þrennir tónleikar eru á laugardag. Útitónleikar verða á Ingólfstorgi kl. 14, tónleikar í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 16 og hátíðarsamkoma í Fíladelfíu kl. 20.30. Sunnudagurinn hefst með helgunarsamkomu í Fíladelfíu kl. 10.30, tónlistarsamkoma fyrir alla fjölskylduna verður kl. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð

Hestamenn í Fjölskyldugarðinum

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Hestamenn í Fjölskyldugarðinum

HELGARDAGSKRÁIN í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum í Laugardal verður sem hér segir: Á laugardaginn og sunnudaginn kl. 13.30 og kl. 15 munu hestamenn frá Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ sýna listir sínar í Húsdýragarðinum. Á laugardaginn er Landsbankadagur í Fjölskyldugarðinum og á sunnudag kl. 15 verður bréfdúfuslepping í á vegum Bréfdúfufélags Reykjavíkur. Meira
20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 440 orð

Hljóp frá 230 milljarða króna skuld

ÞÝSKI fasteignajöfurinn J¨urgen Schneider var handtekinn á Miami í Florida í fyrradag en hans hefur verið leitað víða um heim síðan í apríl á síðasta ári. Lét hann sig þá hverfa frá gjaldþrota fyrirtæki sínu og skuldum upp á nærri 230 milljarða ísl. kr. Verður Schneider framseldur til Þýskalands en málareksturinn í kringum það getur þó tekið hálft ár eða meira. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 500 orð

Hugsanlega öflugur jarðskjálfti á svæðinu

RAGNAR Stefánsson, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, hefur ritað borgarstjóranum í Reykjavík bréf þar sem hann leggur til að gerðar verði mælingar og rannsóknir á jarðskjálftum og misgengishreyfingum á svæðinu frá Hellisheiði og vestur að Brennisteinsfjöllum, eða á því svæði sem hann kallar Bláfjallasvæði. Meira
20. maí 1995 | Landsbyggðin | 310 orð

20. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 190 orð

Innritun hafin

SUMARBÚÐIRNAR við Ástjörn í Kelduhverfi verða starfræktar í níu vikur í sumar, frá 18. júní til 19. ágúst. Ástjörn er á fallegum stað í Þjóðgarðinum, nálægt Ásbyrgi, en sumarbúðirnar voru stofnaðar 1946 af Arthur Gook, kristniboða og Sæmundi G. Jóhannessyni. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 145 orð

Íbúðir á efri hæð til sýnis

ALMENNINGI gefst um helgina kostur á að kynna sér "íbúð á efri hæð". Reykjavíkurborg og Þórunarfélag Reykjavíkur hafa styrkt breytingar á húsnæði á efri hæðum í verslunarhúsum í miðbænum, svo þar verði íbúðarhúsnæði. Þetta er gert í þeim tilgangi að auka líf í miðbænum og á sér fyrirmyndir erlendis. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Kirkja og börn í borg

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Kirkja og börn í borg

DÓMKIRKJUSÖFNUÐURINN í Reykjavík hefur síðastliðin sumur staðið fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn undir heitinu Kirkja og börn í borg. Í sumar verða námskeið með svipuðu sniði dagana 12.­16. júní og 21.­25. ágúst kl. 13­17 hvern dag. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 6­10 ára og eru þau haldin í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 426 orð

Kosið í nefndir Alþingis

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 410 orð

Kosið í nefndir Alþingis

KOSIÐ var í fastanefndir Alþingis á þingfundi s.l. miðvikudag. SKIPAN nefnda er sem hér segir: Allsherjarnefnd: Sólveig Pétursdóttir, Árni R. Árnason, Hjálmar Jónsson og Kristján Pálsson, Sjálfstæðisflokki. Jón Kristjánsson og Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki. Kristinn H. Gunnarsson Alþýðubandalagi. Gísli S. Einarsson Alþýðuflokki. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 228 orð

Kveikt í fatahrúgu á geymslugangi

MIKLAR skemmdir urðu af sóti og reyk á stigagangi og geymslum í fjölbýlishúsi við Seilugranda í Reykjavík í gærkvöldi. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í fatahrúgu í geymslugangi hússins samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík. Rannsóknarlögregla ríkisins tók þegar við rannsókn málsins. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 324 orð

Landa tvisvar á dag

HJÁ Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. er allt á fullri keyrslu þessa dagana, en mjög góður afli hefur verið bæði hjá trillum og stærri bátum. Margir krókaleyfisbátar leggja upp hjá Hraðfrystistöðinni og hafa þeir komist upp í að landa tvisvar á dag. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 281 orð

Lágmarkstími verðtryggðra skuldabréfa verði sjö ár

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu Finns Ingólfssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áætlun Seðlabankans um að draga úr notkun verðtryggingar. Finnur óskaði eftir því við Seðlabankann að hann legði fram tillögur um leiðir til að draga úr verðtryggingu í áföngum. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 423 orð

Læknar segja stefna í ófremdarástand

LOKANIR sem verða á geðdeild Landspítalans í sumar vegna sparnaðar í heilbrigðiskerfinu og hefjast 1. júní munu leiða til ófremdarástands, að mati yfirlækna geðdeildarinnar. Þeir telja lokunina gjörsamlega óábyrga, en aldrei áður hefur þurft að skerða starfsemi geðdeildar spítalans neitt í líkingu við það sem verður í sumar, að sögn Lárusar Helgasonar, yfirlæknis. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Með þúsund tonn á síðunni

SÍLDVEIÐIN innan færeysku lögsögunnar gengur enn vel og í gær höfðu tæplega 80.000 tonn borizt hér á land. Nokkur dagamunur er á veiðinni. Eins er hún kaflaskipt þá daga, sem síldin gefur sig, en þegar það gerist fá bátarnir gríðarlega stór köst. Aðalvandamálið er þá að forðast að sprengja nótina. Hábergið er eitt þeirra skipa, sem verið hafa á þessum veiðum. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Með þúsund tonn á síðunni

20. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Messur

AKUREYRARPRESTAKALL: Á morgun, sunnudaginn 21. maí, 5. sunnudag eftir páska er bænadagur íslensku þjóðkirkjunnar. Messað verður á eftirtöldum stöðum: Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 10.00, Akureyrarkirkju kl. 11.00, Seli kl. 14.00 og Hlíð kl. 16.00. LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA: Guðsþjónusta verður í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 21. maí kl. 14.00. Fundur æskulýðsfélagsins er kl. 18. Meira
20. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Messur

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 300 orð

Mikil áhrif á sumarvinnu skólafólks

MÖRG fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið við tilmælum Samtaka fiskvinnslustöðva og tilkynnt vinnslustöðvun vegna hráefnisskorts upp úr næstu mánaðamótum vegna yfirvofandi verkfalls sjómanna á fiskiskipum en önnur ætla að bíða og sjá hvort til verkfalls kemur, samkvæmt upplýsingum Arnar Sigurmundssonar, formanns samtakanna. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 179 orð

Minjagripir fyrir milljónir

MINJAGRIPASALA vegna HM í handknattleik hefur velt um 6 milljónum króna og er svipuð og áætlanir gerðu ráð fyrir, að sögn Arndísar Kristjánsdóttir, markaðsfulltrúa hjá framkvæmdanefnd HM. Hún segir að salan hafi farið mun betur af stað en búist var við en dregið hafi úr henni eftir að ljóst var að íslenska liðið næði ekki sama árangri og vonast hafði verið til. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 187 orð

Minjagripir fyrir milljónir

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 146 orð

MR fær andlitslyftingu

MENNTASKÓLINN í Reykjavík á 150 ára afmæli á næsta ári og í sumar verður skólinn allur málaður og húsið fegrað. Að sögn Guðna Guðmundssonar rektors er verið að taka gömlu málninguna af austurhlið og norðurgafli þar sem hún var orðin hrufótt og ljót vegna þess að margoft var búið að mála yfir flagnaða málningu. Auk þess voru komnir ryðblettir í veggina út frá gömlum naglahausum. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð

MR fær andlitslyftingu

20. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Myndlistarnemar sýna

20. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Myndlistarnemar sýna

NEMENDUR fornámsdeildar, fyrsta og annars árs grafískrar hönnunar- og málunardeildar Myndlistarskólans á Akureyri munu sýna verk sín í Ráðhúsinu á Siglufirði í dag, laugardaginn 20. maí, og í Safnahúsinu á Sauðárkróki á sunnudag, 21. maí. Báðar sýningarnar hefjast kl. 14 og standa til kl. 18. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Níu styrkir til framhaldsnáms í dönsku

DANSKA menntamálaráðuneytið hyggst veita íslenskum dönskukennurum og dönskunemum styrki til framhaldsnáms eða rannsókna í dönsku við háskóla í Danmörku. Þrír styrkir verða veittir árlega á næstu þremur skólaárum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá danska ráðuneytinu. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 135 orð

Nýr prestur vígður til safnaðarins

Á MORGUN verður Sigurður Arnarson guðfræðingur vígður af herra Ólafi Skúlasyni, biskupi Íslands, til að gegna embætti aðstoðarprests í Grafarvogsprestakalli. Sigurður var meðal margra umsækjenda um embættið og hlaut hann bindandi kosningu til að gegna því. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni kl. 10.30. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Ólafur Ragnar væntanlega varaformaður

ÓLAFUR Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalags verður að öllum líkindum kjörinn varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis á fyrsta fundi nefndarinnar á mánudag. Gert er ráð fyrir að stjórnarandstaðan á Alþingi fái varaformennsku í fjórum þingnefndum. Utanríkismálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd. Meira
20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 195 orð

Ólöglegt verkfall stöðvað með valdi

ÓEIRÐALÖGREGLAN í Suður-Kóreu réðst í gær inn í stærstu bílaverksmiðju landsins til að handtaka 280 verkamenn sem höfðu skipulagt ólöglegt verkfall. Um 1.000 lögreglumenn gerðu áhlaup á verkfallsmenn í verksmiðju stórfyrirtækisins Hyundai í borginni Ulsan. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 386 orð

Prestur leggur fram stjórnsýslukæru

SÉRA Egill Hallgrímsson, prestur á Skagaströnd, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til dóms- og kirkjumálaráðherra vegna köllunar prests til Hveragerðisprestakalls. Í kærunni fer séra Egill fram á að felld verði úr gildi sú ákvörðun kjörmanna í prestakallinu að kalla prest án undangenginnar auglýsingar. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

Prestvígsla í Dómkirkjunni

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 79 orð

Prestvígsla í Dómkirkjunni

BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir nk. sunnudag kl. 10.30 tvo guðfræðikandídata prestvígslu. Sigurður Arnarson verður vígður til aðstoðarprestsþjónustu í Grafarvogsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Pétur Þorsteinsson verður vígður til að þjóna Óháða söfnuðinum í Reykjavík. Vígsluvottar verða sr. Meira
20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 35 orð

Reuter Finnar finnast

20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 100 orð

Reuter Syngjandi tvíbura systur

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 117 orð

Samið um borun við Krýsuvík

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Samið um borun við Krýsuvík

SNORRI Welding, formaður Krýsuvíkursamtakanna, og Bent Einarsson, framkvæmdastjóri Jarðborana hf., undirrituðu í gær samning sem gerir ráð fyrir að hafist verði handa við borun fyrir nýrri borholu við Krýsuvíkurskóla eftir næstu viku. Meira
20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 161 orð

Samningi við Ísrael frestað?

BEITING neitunarvalds Bandaríkjanna gegn ályktun Sameinuðu þjóðanna um innlimun Ísraels á landi í Austur- Jerúsalem hefur hleypt illu blóði í stjórnvöld sumra ESB-ríkja. Búizt er við að staðfestingu viðskiptasamnings við Ísrael seinki jafnvel vegna þessa. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 407 orð

Samtök iðnaðarins telja að forval hefði átt að fara fram

SAMTÖK iðnaðarins eru jákvæð gagnvart því að Reykjavíkurborg afli sér þekkingar á því hvort bjóða megi út eignaumsýslu á vegum borgarinnar. Að sögn Árna Jóhannssonar hjá Samtökum iðnaðarins telja samtökin hins vegar að standa hefði átt öðruvísi að tilraunaverkefni þar að lútandi, og þar hefði átt að efna til einhverskonar forvals. Meira
20. maí 1995 | Landsbyggðin | 84 orð

Sauðburður í fullum gangi

Borg í Eyja- og Miklaholtshreppi-Undanfarnir dagar hafa verið sólríkir og hitinn komist í 12­14 stig en frosið hefur flestar nætur þar til nú. Sauðburður stendur nú sem hæst. Víða er þröngt í húsum því ær eru frjósamar í meira lagi. Ekki veit ég um nein vanhöld. Tún eru ekki að öllu leyti orðin snjólaus. Meira
20. maí 1995 | Miðopna | 179 orð

SGAMLI VESTURBÆRINN Mannlíf og menni

SÝNING um gamla Vesturbæinn verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 19. maí til 11. júní. Á henni verða yfirlitskort, safn uppdrátta af skipulagi, skjöl af ýmsu tagi, líkön, ljósmyndir og texti sem ætlað er að gefa gestum mynd af þróunarsögu hverfisins. Að sögn formanns framkvæmdaráðs Vesturbæjarhátíðarinnar, Kristínar Ólafsdóttur, er tilgangurinn með sýningunni tvíþættur. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 939 orð

Sjómenn brjóta vinnulöggjöf með samþykki

STÉTTARFÉLÖG sjómanna, sem boðað hafa verkfall í næstu viku, hafa óskað álita lögfræðinga sinna á því hvort það standist lög að íslensk skip séu leigð erlendum aðilum eða á Vestfjörðum til að komast hjá stöðvun vegna verkfallanna. Guðjón A. Meira
20. maí 1995 | Landsbyggðin | 264 orð

Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar færð gjöf

Seyðisfirði-Félagar í Austurlandsdeild Hjartaverndar hafa fært Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. að gjöf braut til þess að ganga eða hlaupa á innandyra. Hægt er að stilla hraða tækisins þannig að nánast hver sem er geti notað það. Þá má og stilla hallann sem gengið er á til þess að fá mismunandi áreynslu. Meira
20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 130 orð

Staða Kinkels talin mjög veik

ÞÝSKIR jafnaðarmenn sögðu í gær að sú ákvörðun Klaus Kinkels utanríkisráðherra að láta af formennsku í flokki frjálsra demókrata (FDP) myndi gera hann að valdalausum ráðherra og veikja stöðu Þýskalands á alþjóðavettvangi. Meira
20. maí 1995 | Smáfréttir | 44 orð

SUMARBALL Í GRAFARVOGI Hljómsveitin Salsa Picante

Hljómsveitin Salsa Picante mun skemmta á sumarballi Grafarvogs laugardaginn 20. maí sem verður haldið í Ártúni. Húsið opnar kl. 22 en hljómsveitin leikur frá kl. 23­3. Þeir sem mæta fyrir kl. 23 fá frían drykk og léttar veitingar. Miðaverð er 1000 kr. Meira
20. maí 1995 | Landsbyggðin | 81 orð

Sumarbúðir við Eiðavatn 1995

Egilsstöðum-Í júní nk. hefst 27. starfssumar Sumarbúðanna við Eiðavatn í Kirkjumiðstöð Austurlands. Starfsemi sumarbúðanna er fjölbreytt, þ.e. hópar fyrir 7-9 ára, hópar fyrir 9-13 ára, dvalardagar fullorðinna einstaklinga með fötlun, auk orlofsdaga eldri borgara. Meira
20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 96 orð

Syngjandi tvíbura systur

VINSÆLUSTU tvíburar í Japan, systurnar Kin og Gin eða Gull og Silfur, verða 104 ára gamlar í ágúst nk. og eru nú komnar til Tævans í boði skemmti- eða blómagarðs þar í landi. Þær urðu frægar fyrir nokkrum árum þegar komu fram og sungu í sjónvarpsauglýsingu en á Tævan ætla þær meðal annars að hitta 1.000 tvíbura, þríbura og fjórbura. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Sægreifinn reyndist rauðskinni

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Sægreifinn reyndist rauðskinni

SÆGREIFINN, sem sagt var frá í blaðinu í gær, reyndist þegar betur var að gáð vera rauðskinni. Að sögn Kristjáns Egilssonar, forstöðumanns Náttúrugripasafns Vestmannaeyja, var sægreifinn greindur eftir lýsingu í bók Gunnars Jónssonar fiskifræðings og í samtali við Gunnar. Þegar Gunnar hins vegar sá myndina í Morgunblaðinu sá hann að þetta var rauðskinni. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 31 orð

Út að borða

Morgunblaðið/Jón Stefánsson Út að borða ÞÓTT enn sé nokkuð kalt í veðri notuðu smiðir, sem eru að endurnýja Austurstræti 22 í Reykjavík, tækifærið og borðuðu úti. Í húsinu á að reka veitingastað. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 314 orð

Vakin athygli á hópuppsögnum

TILGANGURINN með röð auglýsinga um rétt og rangt tengt tilvísanaskyldu var að vekja athygli á því að ekki örfáir heldur meirihluti sérfræðinga hefðu sagt upp samningum við Tryggingastofnun að sögn Jóns Högnasonar hjartasérfræðings. Hann leggur áherslu á að ætlunin hafi ekki verið að kasta rýrð á heimilislækna eins og niðurstöður Siðanefndar Samband auglýsingastofa gefi til kynna. Meira
20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 426 orð

Vegur latínu eykst í bandarískum skólum

LATÍNA er á uppleið í bandarískum grunn- og menntaskólum og fylgir nú fast á hæla spænsku á listanum yfir þau tungumál, sem eru í örustum vexti á skólabekkjum vestan hafs um þessar mundir. Þessar auknu vinsældir eru m.a. raktar til nýrra aðferða í kennslu: Gallastríðinu Júlíusar Sesars hefur t.d. verið skipt út fyrir texta eftir höfunda, sem nú eru uppi. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Verkfall boðað aðfaranótt mánudags

VERKFALL langferðabílstjóra í Bifreiðastjórafélaginu Sleipni hefst á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags, takist ekki samkomulag á samningafundi aðila í kjaradeilu bílstjóra og vinnuveitenda, sem boðaður er kl. 17 á sunnudag. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 228 orð

Vextirnir hafa náð hámarki

LANDSBANKINN og Sparisjóðirnir hækkuðu í gær inn- og útlánsvexti sína og hafa nálgast vexti Búnaðarbanka og Íslandsbanka. Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, sagði að bankinn hafi beðið í lengstu lög með að hækka vexti en ekki talið fært að bíða lengur. "Við vorum framan af að bíða eftir áhrifum kjarasamninga og ríkisstjórnarskipta en áhrif þessa þátta hafa verið lítil. Meira
20. maí 1995 | Erlendar fréttir | 546 orð

Vilja Íslendinga aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið

MIKIL hugafarsbreyting hefur orðið í Bandaríkjunum á undanförnum árum gagnvart náttúruverndarsamtökum á borð við Greenpeace. Hefur fólk snúist í æ ríkari mæli gegn þeirri hörðu verndarstefnu sem slík samtök reka og er meginástæða þess að í baráttunni gleymdist fólkið, tengsl manns og náttúru. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 44 orð

Vormessa Kvennakirkjunnar

VORMESSA Kvennakirkjunnar verður haldin í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 21. maí kl. 20.30. Guðný Guðmunsdóttir í Grænu línunni, predikar, Laufey Sigurðardóttir leikur á fiðlu við undirleik Páls Eyjólfssonar. Sönghópur Kvennakirkjunnar leiðir almennan söng undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð

Vormessa Kvennakirkjunnar

20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 297 orð

Yfir 170 verktakar hjá ÍSAL á ári

GYLFI Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður hjá ÍSAL, er ósammála ummælum Hannesar G. Sigurðssonar, formanns samninganefndar ÍSAL, í Morgunblaðinu í gær, og segir þau villandi, m.a. þegar Hannes tali um að ÍSAL vilji fá í endurskoðaðan samning hliðstæð ákvæði og sett voru fram í tengslum við viðræður um byggingu álvers í Keilisnesi. Meira
20. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Þrjú tilboð bárust

ÞRJÚ tilboð bárust í byggingu birgðageymslu fyrir Rarik við Óseyri 9 á Akureyri, en þau voru opnuð í gær. Vegna breytinga á skipulagi birgðamála hjá Rarik, þar sem gert er ráð fyrir að önnur af tveimur aðalbirgðageymslum fyrirtækisins verði staðsett á Akureyri, var ákveðið að ráðast í byggingu 667 fermetra og 4.850 fermetra birgðageymslu. Meira
20. maí 1995 | Landsbyggðin | 62 orð

Þrjú verkalýðsfélög 30 ára

Húsavík-Þrjú verkalýðsfélög á Húsavík minnast á þessu ári 30 ára starfsafmælis síns á ýmsan hátt með hátíðarfundum og viðeigandi afmælisfundum. Félögin eru Byggingamannafélagið Árvakur, Sveinafélag járniðnaðarmanna og Verslunarmannafélag Húsavíkur. Félögin hafa sameiginlega skrifstofu með Verkalýðsfélagi Húsavíkur og Starfsmannafélagi Húsavíkurbæjar. Meira
20. maí 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Íslendingar byggja í Þýskalandi ÍSLENSKIR trésmiðir, semvinna í Þýskalandi á vegumGers Gmb H. slógu ekki afvið vinnuna þegar ljósmyndara bar að garði fyrirskemmstu. Meira

Ritstjórnargreinar

20. maí 1995 | Staksteinar | 401 orð

»Allsherjar bifreiðastríð Japanir og Bandaríkjamenn hafa um nokkurt skeið de

Japanir og Bandaríkjamenn hafa um nokkurt skeið deilt hart um bifreiðainnflutning. Þolinmæði Bandaríkjastjórnar virðist nú á þrotum og hefur hún boðað 100% refsitoll á 13 gerðir japanskra eðalvagna ef Japanir opna ekki markað sinn strax fyrir bandarískum bifreiðum og varahlutum. Ekki eru hins vegar allir á eitt sáttir um þessi viðbrögð Bandaríkjastjórnar. Meira
20. maí 1995 | Leiðarar | 698 orð

ÞINGFORSETI OG STAÐA ALÞINGIS

ÞINGFORSETI OG STAÐA ALÞINGIS LAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, gerði stöðu Alþingis og þingmanna að sérstöku umræðuefni í þingsetningarræðu sinni á miðvikudag. Á undanförnum árum hafa þingmenn haft vaxandi áhyggjur af því, að virðing Alþingis sem stofnunar fari þverrandi meðal þjóðarinnar. Meira

Menning

20. maí 1995 | Menningarlíf | 111 orð

Burtfararpróf í söng

INGIBJÖRG Hjördís Einarsdóttir sópransöngkona heldur tónleika sunnudaginn 21. maí kl. 17.00 í Víðistaðakirkju. Tónleikarnir eru liður í burtfararprófi Ingibjargar Hjördísar frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Á efnisskránni eru ljóð og aríur eftir Vaugham William, Henri Duparc, Franz Schubert, W.A. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 117 orð

Burtfararpróf í söng

20. maí 1995 | Fólk í fréttum | 72 orð

Dean í lausu lofti

20. maí 1995 | Fólk í fréttum | 70 orð

Dean í lausu lofti

EKKI hefur enn fengist á hreint hvort af gerð myndar verður eftir ævi James Deans, en Leonardo DiCaprio þykir líklegastur til að fara með hlutverk hans. Horfur virðast þó vera góðar eftir að DiCaprio og leikstjórinn Milcho Manchevski hittust til samskrafs nýlega. Manchevski fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu erlendu myndina "Before the Rain" árið 1994. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 40 orð

ðrum kostum lýkur

20. maí 1995 | Fólk í fréttum | 169 orð

Fegurðardísir á Snæfellsnesi

Fegurðardísir á Snæfellsnesi UNDIRBÚNINGUR fyrir Fegurðarsamkeppni Íslands er nú í fullum gangi, en átján stúlkur frá öllum landshornum keppa til úrslita. Um síðustu helgi fóru þær í helgarferð á Snæfellsnes. Til að byrja með sigldu þær með Eyjaferðum frá Stykkishólmi um Breiðafjarðareyjar. Meira
20. maí 1995 | Fólk í fréttum | 178 orð

Fegurðardísir á Snæfellsnesi

20. maí 1995 | Menningarlíf | 167 orð

fgar ástarinnar

20. maí 1995 | Menningarlíf | 218 orð

Hópferð á sýningu með Kristjáni

FYRIRHUGUÐ er hópferð á vegum Samvinnuferða-Landsýnar á sýningu á Grímudansleik eftir Verdi í Covent Garden í Lundúnum þann 17. júní næstkomandi. Fer Kristján Jóhannsson tenór með eitt af aðalhlutverkunum. Haldið verður utan að kvöldi fimmtudagsins 15. júní en hópurinn mun snúa aftur sunnudaginn 18. júní. Fararstjóri verður Randver Þorláksson. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 80 orð

Höggmyndir Tedda

MAGNÚS Theodór Magnússon höggmyndalistamaður heldur sýningu á verkum sínum í Borgarspítalanum um þessar mundir. Alls eru um 35 verk á sýningunni og eru þau öll unnin í við. Teddi, eins og Magnús Theodór er oftast kallaður, fer gjarnan ótroðnar slóðir þegar hann velur verkum sínum stað til sýninga. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 82 orð

Höggmyndir Tedda

20. maí 1995 | Menningarlíf | 47 orð

Lóa áfram!

20. maí 1995 | Menningarlíf | 45 orð

Lóa áfram! FYRIRHUGAÐ hafði verið að hætta sýningum á leikritinu Taktu lagið, Lóa! eftir Jim Cartwright þessa helgi og halda

FYRIRHUGAÐ hafði verið að hætta sýningum á leikritinu Taktu lagið, Lóa! eftir Jim Cartwright þessa helgi og halda þeim síðan áfram í haust. Vegna breyttra aðstæðna hefur nú hins vegar gefist tækifæri til þess að halda sýningum áfram til loka þessa leikárs. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 67 orð

Ólöf í Götugrillinu

20. maí 1995 | Menningarlíf | 58 orð

Ólöf í Götugrillinu

NÝLEGA varopnuð sýning íBorgarkringlunni á verkumÓlafar Oddgeirsdóttur.Sýningin bernafnið Minningarbrot. Ólöf útskrifaðist frá Málaradeild M.H.Í.fyrir ári síðan og rekur eigin vinnustofu að Álafossi í Mosfellsbæ. Á sýningunni eru olíumálverk sem Ólöf hefur unnið með blandaðri tækni. Einnig eru nokkrar myndir unnar með olíu og vaxi. Meira
20. maí 1995 | Tónlist | 505 orð

Ótrúlegt en satt

Einleikari Evelyn Glennie. Hljómsveitarstjóri Osmo Vänskä. Fimmtudagur 18. maí 1995. MIKIÐ gekk á og margar nótur voru spilaðar í verki Magnusar Lindberg: Marea. Við fyrstu heyrn var ekki auðvelt að fylgja formgerð verksins, sem skýrð er í efnisskrá sem inngangur, Chaconne og tilbrigði, hápunktur og niðurlag. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 111 orð

Skáldsaga um Finn Magnússon

ÆVITÍMI skugganna, Skyggers levetid, er skáldsaga eftir danska rithöfundinn Gorm Rasmussen. Skáldsagan er kynnt sem söguleg skáldsaga um einn af hinum gleymdu frægðarmönnum danskrar gullaldar. Finnur Magnússon (1781-1847) var íslenskur fornfræðingur og leyndarskjalavörður í Kaupmannahöfn, fulltrúi Íslands á stéttaþingum og einn helsti rúnafræðingur á Norðurlöndum. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Skortur á andakt

Hvort sem það er af ásettu ráði eður ei, hefur allur þorri manna nokkra tilhneigingu til að umgangast myndlistina með vissri andakt; listin skuli vera alvarleg, virðingarverð og helst ábúðarmikil, og hennar skal notið í samræmi við það. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 96 orð

Steingrímur í heimabænum

20. maí 1995 | Menningarlíf | 93 orð

Steingrímur í heimabænum

STEINGRÍMUR ST. Th. Sigurðsson opnar í dag málverkasýningu í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri. Að sögn málarans er þetta hvítasunnusýning. Hann kveðst hafa meðtekið sína kaþólsku á Akureyri. Steingrímur mun eins og hann segir "vinna list á staðnum", en það gerði hann nýlega á ferðalagi sínu á Spáni. Til sýnis verða málverk frá Akureyri og nágrenni. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 57 orð

Sýning í leirvinnustofunni SÝNING í leirvinnustofunni Sólvallagötu 70 verður opnuð á mánudag, 22. maí, í tilefni af sögu- og

SÝNING í leirvinnustofunni Sólvallagötu 70 verður opnuð á mánudag, 22. maí, í tilefni af sögu- og menningarhátíðinni í gamla Vesturbænum. Þær sem sýna eru: Arnfríður Lára Guðnadóttir, Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Guðrún Indriðadóttir. Sýningin verður opin frá kl. 14-18 alla daga til sunnudagsins 28. maí, nema laugardaginn 27. maí, þá verður opið frá kl. 10-16. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 136 orð

Sýningu Leifs Breiðfjörðs að ljúka

NÚ LÍÐUR að lokum sýningar Leifs Breiðfjörðs í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Leifur sýnir í þremur sölum og forsal málverk, pastelmyndir, vatnslitamyndir, steinda glugga, glermálverk og glerskúlptúra. Þar að auki frumdrög og vinnuteikningar að mörgum, stórum glerverkum sem eru í opinberum byggingum hér á landi og erlendis. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 48 orð

Sýningu Valgarðs að ljúka NÚ FER í hönd síðasta sýningarhelgi á sýningu Valgarðs Gunnarssonar í Galleríi Borg við Austurvöll.

NÚ FER í hönd síðasta sýningarhelgi á sýningu Valgarðs Gunnarssonar í Galleríi Borg við Austurvöll. Sýningin hófst 6. maí. Í kynningu segir að sýningin hafi hlotið lof gagnrýnenda og hafa bæði Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkurborgar fest kaup á verkum. Sýningunni lýkur 21. maí. Meira
20. maí 1995 | Myndlist | -1 orð

Tilvísanir í rauðu

Hafnarborg: Opið alla daga (nema þriðjud.) kl. 12-18 til 28. maí. Gallerí Sólon Íslandus: Opið alla daga til 30. maí. Aðgangur ókeypis ÞESS hafa verið ýmis dæmi undanfarin misseri, að myndlistarmenn hafa valið að sýna verk sín á sama tíma á tveimur einkasýningum. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 232 orð

Tímarit

VORHEFTI Skírnis 1995, 169. árg. er komið út. Meðal efnis eru ritgerðir um áhrif þjóðernishyggju á hugmynda- og hagsögu Íslands. Guðmundur Jónsson ræðir um samspil þjóðernishyggju og hagþróunar frá miðri nítjándu öld fram til lýðveldisstofnunar, Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 237 orð

Tímarit

20. maí 1995 | Menningarlíf | 59 orð

Torfi í Listasafni ASÍ

20. maí 1995 | Menningarlíf | 58 orð

Torfi í Listasafni ASÍ TORFI Harðarson opnar í dag myndlistarsýningu í Listasafni ASÍ á Grensásvegi 16A. Hann sýnir 25 pastel-

TORFI Harðarson opnar í dag myndlistarsýningu í Listasafni ASÍ á Grensásvegi 16A. Hann sýnir 25 pastel- og vatnslitamyndir unnar á sl. þremur árum. Sýningin er opin frá kl. 14­19 alla daga nema miðvikudaga Torfi er fæddur í Reykjadal í Hrunamannahreppi en fluttist til Reykjavíkur 1971. Þetta er tíunda einkasýning Torfa. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 111 orð

Tónleikar Söngskólans

20. maí 1995 | Menningarlíf | 108 orð

Tónleikar Söngskólans AÐRIR 8. stigs tónleikar nemenda Söngskólans í Reykjavík verða sunnudaginn 21. maí kl. 16 í Íslensku

AÐRIR 8. stigs tónleikar nemenda Söngskólans í Reykjavík verða sunnudaginn 21. maí kl. 16 í Íslensku óperunni. Þar syngja þrír nemendur, Birna Helgadóttir sópran, Þóra Björnsdóttir sópran og Örn Arnarson tenór. Þóra og Örn eru meðal átta nemenda sem tóku 8. stigs próf í einsöng í vetur, Birna tók prófið s.l. vetur en lauk ekki tónleikunum þá. Meira
20. maí 1995 | Myndlist | 363 orð

Vend og ívaf

Opið á verslunartíma. Aðgangur ókeypis. Til 1. júní. ÞAÐ er ekki endilega fjöldi mynda sem marka sterka heild eða hrifmikla innsetningu og þannig lætur listspíran Victor Guðmundur Cilia sér nægja þrjár myndir, sem uppistöðu sýningar sinnar í listhúsi Sævars Karls. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 38 orð

Öðrum kostum lýkur

SÝNINGU Sigríðar Sigurjónsdóttur í Gallerí Greip lýkur sunnudaginn 21. maí. Þetta er fyrsta einkasýning Sigríðar, en hún hefur tekið þátt í samsýningum í Bretlandi og Hollandi. Sýningin ber yfirskriftina Aðrir kostir og er sýning á húsgögnum. Meira
20. maí 1995 | Menningarlíf | 163 orð

Öfgar ástarinnar

TÓNLISTARHÓPURINN Sequentia frá Köln heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 23. maí. Hópurinn var stofnaður árið 1977 og hefur fyrir löngu unnið sér sess á sviði miðaldatónlistar. Stofnendur eru þau Benjamin Bagby og Barbara Thornton. Á tónleikunum í Sigurjónssafni mun hópurinn flytja verk undir yfirskriftinni "Öfgar ástarinnar" eða "Terror der Liebe". Meira

Umræðan

20. maí 1995 | Velvakandi | 457 orð

AÐ er oft sagt að Ríkissjónvarpið hafi ákveðnum skyldum að gegna.

AÐ er oft sagt að Ríkissjónvarpið hafi ákveðnum skyldum að gegna. Dagskrá undanfarinna vikna vekur hins vegar upp spurningar um það gagnvart hverjum þær skyldur eru. Víkverji er orðinn efins um að þær séu gagnvart hinum almenna borgara, sem neyðist til að greiða sitt afnotagjald og væntir þess að fá þolanlega dagskrá í staðinn. Meira
20. maí 1995 | Aðsent efni | 780 orð

Athugasemd við grein um sögu Leifs Muller

SUNNUDAGINN 23. apríl sl. ritar Þorleifur Friðriksson grein hér í Morgunblaðið sem hann kallar Hin kynhreina grimmd. Þó þess sé ekki getið, utan einnar lítillar tilvitnunar, er uppistaða greinarinnar tekin úr minningum Leifs Muller, Býr Íslendingur hér?, bók sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum. Meira
20. maí 1995 | Aðsent efni | 1395 orð

Ágreiningur sjálfstæðismanna á Suðurlandi

Í fyrri grein minni rakti ég nokkrar staðreyndir í samskiptasögu þremenninganna á Suðurlandi. Tveir ungir menn, Árni Böðvarsson og Gísli Gíslason, hafa nú skrifað pistil um þessi mál sem birtist hér í blaðinu. Þeir virðast lítt hafa lesið grein mína og þeir gera ekki minnstu tilraun til að hrekja nokkra af staðreyndum sem þar var sagt frá. Meira
20. maí 1995 | Aðsent efni | 873 orð

Forvarnir fyrir ungt fólk

Forvarnir fyrir ungt fólk Ofurölvun er hér tíðari en víða annars staðar, segir Vilhjálmur Jens Árnason, og vímuefnaneysla unglinga sem hefur sérstakar hættur í för með sér hefur verið hér áberandi. Meira
20. maí 1995 | Aðsent efni | 716 orð

Frá verklagi til skaðabótalaga

HINN 31. október 1991 gaf Samband Íslenskra Tryggingafélaga, S.Í.T., út verklagsreglur "við mat á fjártjóni vegna líkamstjóna". Tóku þær gildi daginn eftir, en voru þó hvergi birtar opinberlega eða kynntar. Undirritaður lögmaður fjallaði ítarlega um þessar reglur og gagnrýndi þær í grein sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 4. janúar 1992 undir fyrirsögninni "Bylting í bótarétti". Meira
20. maí 1995 | Velvakandi | 773 orð

Norræni flogaveiki dagurinn er í dag

Í dag 20.maí er norrænn flogaveikidagur og er viðamikil dagskrá á Norðurlöndunum helguð flogaveiki. Norræn flogaveikisamtök standa að kynningunni hvert í sínu landi. Á Íslandi er um 1% þjóðarinnar talin með flogaveiki, eða um 2500 manns. Við á Íslandi höfum félag sem berst fyrir hagsmunamálum alls fólks með flogaveiki, LAUF- landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Meira
20. maí 1995 | Velvakandi | 838 orð

Nútíðarvandinn ­ Mengun náttúrunnar

NÁTTÚRAN þetta mesta og stærsta leiksvið veraldarinnar er síbreytilegt, allt frá augnabliki til augnabliks, frá stund til stundar, degi til dags, árstíða, ára og alda. Þar leika allir sína "rullu", einnig við mennirnir, því við erum hluti af náttúrunni hvort sem við viðurkennum það eða ekki. Meira
20. maí 1995 | Velvakandi | 117 orð

Ofurmenn ­ Stórslys Sigurði Inga Ingólfssyni: GETUR verið að ráð hinna hámenntuðu ráðgjafa, sem boða nýjar og hertar reglur,

GETUR verið að ráð hinna hámenntuðu ráðgjafa, sem boða nýjar og hertar reglur, sem ávallt eru stórgallaðar, stafi af vankunnáttu og lítilli starfsmenntun, ásamt lítilli nálægð við raunverulegan sjávarútveg? Með sama áframhaldi getur orðið stórslys. Við vitum ekkert hvað er tekið úr auðlindinni, hvar það er tekið, eða hvort það er tekið á réttum tíma. Meira
20. maí 1995 | Aðsent efni | 1543 orð

Skaðabótalög og almannahagsmunir

FYRIR síðustu helgi skaut upp kollinum kynleg umræða um skaðabótalög og almannahagsmuni, í tilefni af því að reynt var að draga málefnalega umræðu um skaðabótalög niður á plan ómerkilegra persónuárása og útúrsnúninga. Virðist nauðsynlegt að minna á nokkur atriði í þessu sambandi. Meira
20. maí 1995 | Aðsent efni | 848 orð

Svolítið meira um tölvupóst

MIKIL kvöl er kímnigáfan. Örlítill greinarstúfur minn í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum vegna tilboðs hins nýja menntamálaráðherra um að menn hafi samband við hann í tölvupósti og hann heiti nú bjornÞcentrum.is hefur valdið miklu uppnámi. Meira

Minningargreinar

20. maí 1995 | Minningargreinar | 115 orð

Auróra Alda Jóhannsdóttir

Í dag verður hún Alda amma okkar jarðsungin. Við vorum svo heppnir að eiga ömmu og afa og vera hjá þeim þegar við vildum. Alda amma var okkur sérstaklega góð, spilaði við okkur þegar við vildum og veitti okkur hlýju og yl og áttum við bræður margar góðar stundir hjá ömmu og afa á Brimó. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 132 orð

AURÓRA ALDA JÓHANNSDÓTTIR

AURÓRA ALDA JÓHANNSDÓTTIR Auróra Alda Jóhannsdóttir fæddist að Brekku í Vestmannaeyjum 6. mars 1913. Hún lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Árnadóttir og Jóhann Jónsson. Alda var sett í fóstur til hjónanna Brands Ingimundarsonar og Jóhönnu Jónsdóttur. 22. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 126 orð

Einar Þ. Guðjohnsen

Nú hafa orðið fimm dauðsföll í röð, allt nánir ættingjar. Því miður er ekki hægt að kalla þessi dauðsföll aftur en við getum hugsað um allar gleðistundirnar með þeim sem var að deyja. Okkur dreymir líka stundum um þá látnu og þá dreymir flesta eitthvað skemmtilegt. Þó að söknuðurinn sé mikill er hægt að hitta þann látna í draumi eða hugsa um hann. En svo jafna sig flestir, þó ekki að fullu. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 702 orð

Einar Þórður Guðjohnsen

Við fráfall Einars Þ. Guðjohnsens vill Ferðafélag Íslands minnast mikilvægra starfa hans fyrir félagið um margra ára skeið sem og annarra starfa hans að ferðamálum, sem tvímælalaust skipuðu honum í raðir kunnustu og mætustu ferðamálafrömuða hér á landi. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 570 orð

Einar Þórður Guðjohnsen

Í formálsorði að bókinni "Endurminningar fjallgöngumanns" standa þessi orð: "Höfundur þessarar litlu ritgerðar er alinn upp í hverfi, þar sem há standberg ganga í sjó fram, en fjöll og háar heiðar liggja að baki. Taka síðan við óbyggðir og öræfi, allt fram til jökla. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 1088 orð

Einar Þórður Guðjohnsen

Einar Þórður Guðjohnsen var kominn austan af Húsavík vorið 1937 til að þreyta árspróf 1. bekkjar í Menntaskólanum á Akureyri. Hann hlaut að vekja athygli okkar, sem fyrir vorum í bekknum, þar sem hann var vel höfðinu hærri en nýsveinar flestir, þá nýorðinn fimmtán vetra, stæltur og sterkbyggður, býsna skreflangur, frjálsmannlegur og vasklegur í fasi. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 34 orð

EINAR ÞÓRÐUR GUÐJOHNSEN

EINAR ÞÓRÐUR GUÐJOHNSEN Einar Þórður Guðjohnsen fæddist 14. apríl 1922 á Höfn í Bakkafirði í Norður- Múlasýslu. Hann lézt að heimili sínu síðla dags 11. maí og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 19. maí sl. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 130 orð

INGVAR MAGNÚSSON

INGVAR MAGNÚSSON Ingvar Magnússon var fæddur í Kolsholtshelli í Villingaholtshreppi 15. maí 1898. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 7. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Þorsteinsson og Sigríður Magnúsdóttir. Eignuðust þau sextán börn, sem öll eru látin, nema Marel sem lifir í hárri elli. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 296 orð

Ingvar Magnússon - viðb

Mig langar til að minnast í nokkrum orðum hans afa míns sem er látinn. Margt kemur upp í hugann frá liðnum árum. Ég minnist þess er við dvöldum á sumrin í sumarbústaðnum á Þingvöllum sem hann hafði byggt af vanefnum. Þá var ýmislegt skemmtilegt gert, t.d. veitt í vatninu. Afi hafði alltaf þrjá öngla þegar hann veiddi og oftast veiddi hann á alla þrjá. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 314 orð

Ingvar Magnússon - viðb

Hann afi minn hefur nú kvatt þennan heim, og er farinn heim til Jesú. Mínar minningar um ömmu og afa eru á sérstakan hátt tengdar því þegar ég var lítil stelpa og fékk að sofa hjá ömmu og afa um helgar, sem var oft. Þegar farið var að sofa báðu þau saman og sungu sálma. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 346 orð

Jóhanna Sveinsdóttir

Hún Jóhanna er dáin. Ég hitti hana síðast í París núna í vor. Þá var hún að vinna að útvarpsþætti um bragðskyn og minningar í tengslum við leitina að týndum tíma hjá Marcel Proust. Þegar ég hugsa um það núna skil ég að þarna var hún í rauninni, eins og gjarnan, að tengja saman það sem henni lá næst hjarta; það sem býr ofan á og innan í tungunni. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 31 orð

JÓHANNA SVEINSDÓTTIR

JÓHANNA SVEINSDÓTTIR Jóhanna Sveinsdóttir, bókmenntafræðingur og rithöfundur, fæddist í Reykjavík 25. júní 1951. Hún lést af slysförum í Frakklandi 8. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 18. maí. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 623 orð

Jóhanna Sveinsdóttir - viðb

Tíðindin um brátt andlát Jóhönnu Sveinsdóttur komu sem reiðarslag. Ég ætlaði ekki að trúa því að þetta gæti verið satt. Aðeins nokkrum dögum áður hafði ég reynt að ná sambandi við hana þar sem ég var í vinnuferð í París en síðar kom á daginn að Jóhanna var þá farin út í eyjuna sem hún hafði oft talað um að hana langaði að sjá. Jóhönnu Sveinsdóttur kynntist ég fyrst haustið 1993. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 440 orð

Jóhanna Sveinsdóttir - viðb

Yfir Frakklandi hafði verið heiðskírt í tíu daga og á jörðu niðri var ský horfið úr hverjum hlut. Allt var skínandi hreint og bjart, líkt og á sviði, í miðri sýningu, þegar leikurinn stendur sem hæst. Síðustu dagar Jóhönnu voru bjartir. Fregnin um andlát hennar barst af hafi, með vestanátt inn yfir landið, fyllti himin, vakti hroll. Hitinn féll um tíu gráður, tár af himni. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 599 orð

Jóhanna Sveinsdóttir - viðb

Kveðja frá París Já þú ert farin og ég hefi ekki annað en hlut einn lítinn sem þú gafst mér sönnun um þig og þó er sem ég heyri þögnina æpa að þú sért ei, týnist og þig sem týnist angrar ekkert, kvöldið eina hið mikla gætir þín: og raddir trúnaðar hvísla, hlátrar allra manna hljóma þér, Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 335 orð

Margrét Ólafsdóttir

Aftur á stuttum tíma er stórt skarð höggvið í systkinahópinn frá Þorvaldseyri. Það eru aðeins rúmir sex mánuðir síðan systir okkar Guðbjörg lést og nú barst okkur sú fregn, að Magga systir okkar hefði fengið heilablóðfall sunnudaginn 7. maí. Við héldum í vonina um að hægt væri að bjarga henni, en hún lést 10. maí. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 42 orð

Margrét Ólafsdóttir

Margrét Ólafsdóttir Þeir himin erfa, er himin þrá, þar helgar vonir allar rætast; Hver góðu ann, mun Guðs dýrð sjá. Þar góðar sálir allar mætast. (Steingrímur Thorsteinsson). Með þessum ljóðlínum viljum við systkinin votta ástvinum Möggu frænku samúð okkar. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 204 orð

Margrét Ólafsdóttir

Elsku Magga mín! Það er svo sárt að hugsa til þess að þú ert horfin frá okkur og farin til himna. Þegar mamma mín sagði mér að þú værir komin á sjúkrahús mikið veik, þá fannst mér svo hræðilegt ef þú mundir deyja frá okkur svona ung, aðeins 52 ára gömul. Það var alltaf svo gaman á Eyri þegar þið Jonni voruð komin þangað í heimsókn. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 659 orð

Margrét Ólafsdóttir

Að morgni sunnudagsins 7. maí sl. bárust mér þær hræðilegu fréttir að Margrét frænka mín hefði skyndilega veikst kvöldið áður og gengist undir erfiða skurðaðgerð um nóttina og óvíst væri um líf hennar. Örfáum sólarhringum seinna var hún liðið lík. Fyrirvaralaust er hún hrifin á brott, eftir stöndum við hnípin og vanmáttug. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 390 orð

Margrét Ólafsdóttir

Miðvikudaginn 10. maí var bjart yfir og sólin skein, og fólk var úti við, við leik og störf, það var eins og sumarið væri komið með öll sín fögru fyrirheit, þegar fréttist að Magga, eins og hún var kölluð af þeim sem hana þekktu, hefði látist þá um morguninn, eftir stutt en mjög óvænt veikindi. Var þá eins og ský drægi fyrir sólu, og veturinn væri kominn aftur. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 390 orð

Margrét Ólafsdóttir

Aldrei framar fá börn í litla leikskólanum á Eyrarbakka að sitja í fangi Möggu ­ Möggu sem allt veit og allt skilur ­ rétt eins og mamma. Þetta er sú mynd sem við fengum af Margréti Ólafsdóttur í Sólbergi á Eyrarbakka sem í dag er til moldar borin, allt of fljótt fyrir okkur hin sem eftir sitjum. Við vorum þó ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að vera sjálf fóstruð í leikskólanum á Eyrarbakka. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 243 orð

Margrét Ólafsdóttir

Elsku Magga. Á svona stundu vantar mann orð til þess að lýsa tilfinningum sínum. Samt sem áður langar mig til þess að hripa niður nokkur fátækleg orð þér til minningar. Það er svo margt sem hverfur með þér, það er búið að vera svo tómt og kalt á leikskólanum okkar eftir að þú fórst á vit annarra ævintýra. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 259 orð

Margrét Ólafsdóttir

Magga mín, ég átti alltaf eftir að þakka þér fyrir að taka Valgerði með þér heim af leikskólanum föstudaginn 5. maí. Þetta var mikill greiði við okkur í Merkisteini, þannig gátum við öll farið til að kveðja Leif bróður minn. Á mánudaginn þegar ég kom á leikskólann fékk ég þær fréttir að þú værir mikið veik. Tveimur dögum síðar varstu dáin. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 222 orð

Margrét Ólafsdóttir

Með sorg og söknuði í hug kveð ég Möggu. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Ein fyrsta minningin er reiði mín þegar ég var leiðrétt með að Magga væri ekki frænka mín heldur gift frænda mínum. Ég þekki engar konur, sem átt hafa stærra frænkuhlutverk og skilað því jafnvel og einmitt hún. Alltaf hafði hún tíma til að vera okkur systkinunum innilega góð. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 343 orð

Margrét Ólafsdóttir

Elsku Magga mín, mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og varst okkur alltaf svo góð. Ótal minningarbrot þjóta í gegn um hugann, öll svo ljúf og góð. Það er svo margt sem ber að þakka sem ég hef lært af þér í gegnum tíðina, þó ég hafi ekki áttað mig á því áður. Fyrsta minningin um þig er þegar ég var um 5 ára. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 478 orð

Margrét Ólafsdóttir

Aðeins eitt er öruggt í þessu lífi, en það er að einhverntíma tekur það enda. Spurningin er aðeins hvenær. Á besta aldri var Magga hrifin brott. Það er erfitt að sætta sig við að Magga skuli vera horfin á braut, langt fyrir aldur fram og svo skyndilega sem raun ber vitni. Hún sem var svo heilbrigð. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 239 orð

Margrét Ólafsdóttir

Þú lifðir góðum guði í guði sofnaðir þú í eilífum andafriði ætíð sæl lifðu nú. H.P. Með þessum orðum viljum við systurnar minnast Möggu okkar, sem í dag verður til grafar borin frá Eyrarbakkakirkju. Þeir sem hana þekktu eru agndofa og ósáttir við sviplegt fráfall hennar. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 228 orð

Margrét Ólafsdóttir

Komið er að kveðjustund. Munum að dagar okkar allra eru taldir, reynum að njóta þeirra og láta gott af okkur leiða. Þannig mætti ætla að okkar kæra vinkona sem í dag er kvödd, hafi hugsað lengi. Hún sagði oft "komum og hlæjum saman". Kynni okkar hófust á Eyrarbakka fyrir allmörgum árum. Við vorum sprottnar úr ólíkum jarðvegi, þrjár aðfluttar úr Reykjavík, en tvær innfæddir Eyrbekkingar. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 246 orð

Margrét Ólafsdóttir

Í dag langar mig að minnast frænku minar Margrétar Ólafsdóttur eða Möggu litlu eins og við kölluðum hana. Margt kemur upp í hugann þegar fólk sem manni er kært fellur skyndilega frá og rifjast þá upp samverustundir sem maður hefur átt. Magga frænka á vesturbakkanum passaði mig oft á mínum yngri árum og ekki væsti um mann á meðan. Eitt sinn kom ég inn til hennar og kvartaði um verk í maga. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 116 orð

Margrét Ólafsdóttir

Kveðja til Möggu Snert hörpu mína himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 362 orð

Margrét Ólafsdóttir

Það er margt svo skrítið. Lífið gengur sinn vanagang, heimilisfólkið vaknar, börnin tvö fara á leikskólann og mamman fer í skólann og svo er pabbi stundum í landi líka. Við komum í leikskólann inn úr alls konar veðrum, stundum alltof sein en stundum er stund til að spjalla. Og Magga tekur á móti okkur. En ekki lengur, aldrei meir og það vantar svo mikið í tilveruna. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 195 orð

Margrét Ólafsdóttir

Á björtum vordögum kveðjum við vinkonu og starfssystur okkar, Margréti Ólafsdóttur. Magga einsog hún var alltaf kölluð hafði unnið á leikskólanum Brimveri á Eyrarbakka í um það bil 12 ár. Okkur fannst okkur að hún yrði alltaf á leikskólanum. Við erum því orðlaus. Því ekki gat okkur órað fyrir, á föstudaginn þegar við kvöddum Möggu, að hún kæmi ekki til okkar í leikskólan aftur. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 173 orð

Margrét Ólafsdóttir

Enginn ræður sínum næturstað, það sannast þegar kona á besta aldri er hrifin burt. Margrét Ólafsdóttir var starfsöm kona og mikil driffjöður í Kvenfélagi Eyrarbakka og þar gegndi hún starfi ritara af mikilli prýði. Það var sama með hvaða vanda var leitað til Möggu, alltaf var hún boðin og búin að leggja fram sína krafta. Fyrir formann félagsins var Magga mikil stoð og alltaf reiðubúin að aðstoða. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 450 orð

Margrét Ólafsdóttir

Kæra vinkona, það er sárt að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn. Hvers vegna fórstu svona snöggt? Það er mér óskiljanlegt með öllu að þú sem alla bættir sem komust í kynni við þig, skulir hverfa frá okkur svo ung og lífsglöð. Við foreldrar hér á Eyrarbakka fengum oft að heyra eitthvað athyglisvert um börnin okkar frá Möggu þegar við komum að sækja þau á leikskólann. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 132 orð

MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR

MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR Margrét Ólafsdóttir fæddist í Götuhúsum á Eyrarbakka 4. febrúar 1943. Hún andaðist í Borgarspítalanum 10. maí sl. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Magnea Þórarinsdóttir, f. 25.8. 1917, d. 8.2. 1951, og Ólafur Ólafsson, húsasmiður, frá Þorvaldseyri á Eyrarbakka, f. 26.2. 1922. Þau skildu. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 119 orð

SÓLVEIG JÓHANNESDÓTTIR

Sólveig Jóhannesdóttir var fædd að Nesjum í Grafningi 11. mars 1945. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Arnheiður Gísladóttir, f. 18. febrúar 1919, og Jóhannes Sigmarsson, f. 19. maí 1916, d. 13. júní 1973. Alsystkini hennar eru Sigmar, Árni, Valgerður, Jóhanna Sóley og Anna Sólrún. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 245 orð

Sólveig Jóhannesdóttir - viðb

Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 254 orð

Sólveig Jóhannesdóttir - viðb

Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar vinkonu minnar og skólasystur Sólveigar Jóhannesdóttur. Það má segja að við Solla höfum hist nær daglega frá Laugarvatnsdvöl okkar fyrir rúmum 30 árum. Frá Sollu stafaði einstök ástúð og hlýja og brosið var alltaf til staðar. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 543 orð

Sólveig Jóhannesdóttir - viðb

Ég hitti Sólveigu Jóhannesdóttur í fyrsta skipti sumarið 1972. Hún varð síðar mágkona mín er ég kvæntist systur hennar Jóhönnu. Mannkostir Sollu leyndu sér ekki strax við fyrstu kynni og sá mikli persónuleiki sem prýddi hana. Ég dáðist fljótt að þrautseigju hennar og lífsgleði. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 481 orð

Sólveig Jóhannesdóttir - viðb

Í dag kveðjum við okkar kæru Sólveigu. Kynni okkar hófust fyrir sex árum þegar hún hóf baráttuna við sjúkdóminn illvíga, sem nú hefur unnið stríðið. Á þessum tíma hefur hún gengið í gegnum margar sjúkdómsmeðferðir sem tóku sinn toll. En á milli átti hún góðar stundir, sem hún naut til hins ýtrasta, fór m.a. í nokkrar utanlandsferðir sem færðu henni mikla gleði. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 196 orð

Sólveig Jóhannesdóttir - viðb

Kveðja frá samstarfsfólki í Ásheimum Snertu hörpu mína himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. (Davíð Stefánsson) Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 284 orð

Sólveig Jóhannesdóttir - viðb

Við kynntumst fyrst þegar hún flutti með fjölskyldu sinni að Klængsseli og fór að ganga í barnaskólann í Gaulverjabæ. Fyrsta minningin um hana tengist boltaleikjum, sem einkum voru iðkaðir af kvenfólkinu í skólanum og voru kallaðar "enskur", "danskur" og "sóló". Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 92 orð

Sólveig Jóhannesdóttir - viðb Elsku Solla mín. Nú þegar þú ert horfin á braut kvikna ljúfar minningar um þig sem munu lifa með

Elsku Solla mín. Nú þegar þú ert horfin á braut kvikna ljúfar minningar um þig sem munu lifa með mér alla tíð. Þú sem alltaf varst svo elskuleg við mig, ég sakna þín. Þú ert yndið mitt yngsta og besta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt, þú ert Sólrún á Suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 799 orð

Taage Ammendrup - viðb

Það eru afskaplega auðugir menn, sem geta látið verk sín tala, og þurfa ekkert að hafa fyrir því að lýsa þeim sjálfir. Tage Ammendrup stjórnaði hartnær þrettán hundruð upptökum og útsendingum fyrir sjónvarp. Og sá ekki ástæðu til að hafa mörg orð um það. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 27 orð

TAGE AMMENDRUP

TAGE AMMENDRUP Tage Ammendrup fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1927. Hann lést á Borgarspítalanum 9. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 18. maí. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 630 orð

Tage Ammendrup - viðb

Mér finnst sárt að setjast niður og skrifa minningargrein um Tage Ammendrup, vin minn, í stað þess, að hafa hann við hlið mér og gera með honum viðtalsbók, sem við höfðum hug á að gera, um leið og hann væri hættur störfum við Sjónvarpið. Tage kynntist ég í Mosfellsdalnum, þegar ég lék fótbolta með liði hans "Frjálsum Dalamönnum" fyrir um 30 árum. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 352 orð

Tage Ammendrup - viðb

Það er sárt þegar góður vinur er fyrirvaralaust tekinn frá manni og eins og stendur í þekktu kvæði: Og ég sem ætlaði að hitta hann svo oft, - á næstunni. Ég kynntist Tage og fjölskyldu hans árið 1956 þegar ég tók á leigu bakhús á Laugavegi 58 og hóf þar starfsrekstur. Í þessu húsi hafði Tage verið með stúdíó-hljómplötu upptöku. Meira
20. maí 1995 | Minningargreinar | 400 orð

Tage Ammendrup - viðb

Þeir eru ófáir leikstjórarnir sem unnið hafa með Tage Ammendrup. Það var nánast regla hjá Sjónvarpinu um árabil að fá Tage til að leiða byrjendur í faginu fyrstu skrefin í myndverinu. Ég var reyndar nýkominn frá námi, þegar mér bauðst að leikstýra þar verkefni sem hét Skólaferð, og taldi mig ekki þurfa á tæknilegum stjórnanda að halda. Meira

Viðskipti

20. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 423 orð

ESA kanni lögmæti húsbréfaútgáfunnar

RAGNAR Önundarson, framkvæmdastjóri Íslandsbanka hf., gagnrýnir harðlega hugmyndir félagsmálaráðherra um að gefa út nýjan húsbréfaflokk vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði. Að hans mati þarf ráðherrann að tilkynna um þessar fyrirætlanir sínar til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem myndi kanna lögmæti þeirra. Þetta kom fram á námstefnu Verðbréfamarkaðs Íslandsbanka á fimmtudag. Meira
20. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 413 orð

Freistar þess að hnekkja gerðardóminum

SKANDIA Nord í Svíþjóð hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Gísla Erni Lárussyni þar sem farið er fram á að ógiltur verði gerðardómur frá 20. janúar sl. í deilu þessara tveggja aðila. Þá er farið fram á að Gísli Örn verði dæmdur til að greiða sænsku aðilunum þann kostnað sem þeir hafa haft vegna þessa máls auk skaðabóta vegna tjóns sem félagið hefur mátt þola vegna málsins. Meira
20. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 808 orð

Óskað eftir opin berri rannsókn

GÍSLI Örn Lárusson hefur óskað eftir opinberri rannsókn ríkissaksóknara á meintum refsiverðum brotum stjórnarmanna og endurskoðenda Vátryggingarfélagsins Skandia hf. varðandi bókhaldsfærslur og reikningsskil félagsins. Málið tengist umdeildum viðskiptum Gísla Arnar og Skandia samsteypunnar í Svíþjóð, eiganda Vátryggingarfélagsins Skandia hf., sem lauk með úrskurði gerðardóms í janúar sl. Meira
20. maí 1995 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Reynt að hefta útflutning á kaffi

HELZTU kaffiútflytjendur hafa endurvakið samning um að reynt verði að draga úr útflutningi og koma verðinu í sama horf og eftir miklar hækkanir í fyrra. Kunnugir telja að neytendur þurfi að hafa meiri áhyggjur af hugsanlegum frostskemmdum í Brasilíu, en verðbréfafyrirtækið GNI telur líkur á skemmdum einn á móti tíu. Meira
20. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 182 orð

VW með hagnað á ný

VOLKSWAGEN AG skilaði hagnaði á ný á fyrsta ársfjórðungi 1995, en sterk staða marksins er fyrirtækinu óhagstæð. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu skilaði VW nettóhagnaði upp á 13 milljóna marka á ársfjórðungnum miðað við 342 milljóna marka halla á sama tíma í fyrra. Sala jókst um 5,7% í 21.2 milljarða marka, heldur meir en búizt hafði verið við. Meira
20. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 184 orð

VW með hagnað á ný Bonn. Reuter.

Daglegt líf

20. maí 1995 | Neytendur | 66 orð

Barnastígur við Skólavörðustíg

BARNAFATAVERSLUNIN Barnastígur opnaði nýlega á Skólavörðustíg 8. Á boðstólum er franskur og danskur fatnaður á þriggja mánaða til tólf ára börn frá IKKS, Gina Diwan, Mani og Animal Farm. Sokkar og sokkabuxur eru frá danska fyrirtækinu MP. Í fréttatilkynningu segir að í haust verði einnig boðið upp á ítalskar vörur og meira úrval frá Frakklandi. Meira
20. maí 1995 | Neytendur | 439 orð

Bónus seldi tíu tonn af lambakjöti í gær

LAMBAKJÖT, sem auglýst var á óvenjulágu verði í Bónus í gær, seldist nærri upp. Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra, var um að ræða 10 tonn af Goða-lambakjöti, lærum, hryggjum, hálfum skrokkum og grillsöguðum framhryggjum. Var kílóverð á hryggjum 452 kr. og kílóverð á lambalærum 455 krónur. Meira
20. maí 1995 | Neytendur | 92 orð

Buxur sem ekki þarf að pressa

MELKA-herrabuxur, sem ekki þarf að pressa, fást nú í flestum herrafatadeildum landsins. Í fréttatilkynningu frá Bergís hf., sem er umboðsaðili fyrir Melka herrafatnað, segir að vegna þess að buxurnar séu meðhöndlaðar með svonefndri Durable Press-aðferð þurfi ekki að pressa þær og brotin haldist eftir marga þvotta. Meira
20. maí 1995 | Neytendur | 170 orð

Fræðslurit fyrir foreldra

NÝÚTKOMNU fræðsluriti SÁÁ um vímuefnaneyslu unglinga verður dreift á tæplega 30 þúsund heimili um allt land. Ritið er sent foreldrum 9-15 ára barna, félögum og styrktarfélögum SÁÁ. Fræðsluritið ber nafnið: "Unglingar og vímuefni: Hvað geta foreldrar gert?" og er ætlað að fræða foreldra um ástæður þess að vímuefnaneysla unglinga er óæskileg og hvað hægt sé að gera innan veggja heimilisins til Meira
20. maí 1995 | Neytendur | 104 orð

Heildsöluverslunin flutt í Fellsmúla

HEILDSÖLUVERSLUNIN, sem starfrækt hefur verið í tæp tvö ár í Faxafeni, flutti nýlega í nýtt og rúmgott húsnæði á einni hæð í Fellsmúla ofan við "Gullaugað" þar sem afgreiðsla IKEA var áður. Í fréttatilkynningu segir að markmið verslunarinnar sé að bjóða neytendum ýmsa vöruflokka á sambærilegu eða lægra verði en í nágrannalöndunum. Meira
20. maí 1995 | Neytendur | 594 orð

Hænsnaskítur í stað hrossataðs

HROSSATAÐ og kúamykja eru að mestu horfin úr görðum í borgum og bæjum. Þeir sem ólust upp við lykt, sem var ótvírætt merki um að sumarið væri í nánd, nota frekar hænsnaskít eða þörungamjöl. Um þessar mundir geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu reyndar fengið ókeypis jarðvegsbæti á gámastöðvum Sorpu. Er uppistaða hans garðaúrgangur og hrossatað. Meira
20. maí 1995 | Neytendur | 523 orð

Ókeypis námskeið í hugleiðslu

"ÉG hugleiði svo hugur minn geri líf mitt ekki flókið," er haft eftir Sri Chinmoy. Hér á landi er starfrækt Sri Chinmoy-miðstöð, sem mun í næstu viku halda ókeypis námskeið í hugleiðslu fyrir byrjendur. Meira
20. maí 1995 | Neytendur | 48 orð

Sauðalitirnir í tísku aftur

Í vikunni var sýning hjá Íslenskum heimilisiðnaði á ullarfatnaði og teppum sex framleiðenda. Sauðalitirnir voru áberandi enda í tísku að hafa fatnað sem náttúrulegastan. Eitthvað var um rautt, grænt og blátt með sauðalitunum og mikið um kápur, slár og ófóðraðar síðar jakkapeysur. Meira

Fastir þættir

20. maí 1995 | Fastir þættir | 74 orð

Bridsfélag Suðurnesja Arngunnur Jónsdóttir og Björn Blöndal sigruðu

Arngunnur Jónsdóttir og Björn Blöndal sigruðu í eins kvölds tvímeningi sem spilaður var sl mánudagskvöld, hlutu 183 stig. Helztu keppinautarnir, Grethe Íversen og Guðný Guðjónsdóttir, fengu 177 stig og Einar Júlíusson og Dagur Ingimundarson urðu þriðju með 172 stig. Tólf þör spiluðu. Síðasta spilakvöld vertíðarinnar verður nk. mánudagskvöld. Meira
20. maí 1995 | Fastir þættir | 201 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson F

Fimmtudaginn 11. maí var spilaður tvímenningur og mættu 16 pör. Fróði B. Pálsson ­ Karl Alfonsson271Helga Helgadóttir ­ Guðrún Guðjónsdóttir252Þorleifur Þórarinsson ­ Þorsteinn Erlingsson251 Sunnud. 14. maí spiluðu 12 pör. Meira
20. maí 1995 | Fastir þættir | 130 orð

Bænarefni á bænadegi íslensku þjóðkirkjunnar

HINN almenni bænadagur kirkjunnar er á morgun, sunnudag, sem er 5. sunnudagur eftir páska. Biskup fer þess á leit við presta þjóðkirkjunnar að beðið verði fyrir friði í heiminum. Í erindi frá biskupsstofu til prófasta um bænadaginn segir m.a.: Á bænadegi biðjum við fyrir friði í heiminum. Meira
20. maí 1995 | Fastir þættir | 61 orð

Fermingar á sunnudaginn

FERMING í Fríkirkjunni í Reykjavík. Prestur sr. Cecil Haraldsson. Fermd verður: Auður Ösp Ólafsdóttir, Efstahjalla 23, Kóp. FERMING í Súðavíkurkirkju kl. 14. Prestur sr. Magnús Erlingsson. Fermd verða: Arnar Freyr Steinsson, Bústaðavegi 12. Ester Ösp Guðjónsdóttir, Aðalgötu 26. Ólafur Eggert Jóhannesson, Bústaðavegi 9. Meira
20. maí 1995 | Fastir þættir | 68 orð

Fermingar á sunnudaginn

20. maí 1995 | Fastir þættir | 780 orð

Hinn almenni bænadagur Guðspjall dagsins:

Hinn almenni bænadagur Guðspjall dagsins: Biðjið í Jesú nafni. (Jóh. 16.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00 á vegum Ísfirðingafélagsins í Reykjavík. Sr. Hjörtur Hjartarson messar. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Göngumessa kl. 11.00. Meira
20. maí 1995 | Fastir þættir | 732 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 797. þáttur

797. þáttur Hinstur er merkilegt orð. Eins og mörg önnur lýsingarorð, sem tákna stefnu í tíma eða rúmi, er það ekki haft í frumstigi, sbr. t.d. efri-efstur. En hinstur hefur lengi vel ekki verið notað í miðstigi. Meira
20. maí 1995 | Dagbók | 200 orð

Rosabaugur

Morgunblaðið/Guðni RosabaugurFORFEÐUR okkar lærðu að spá í skýin og önnur náttúrufyrirbæri tilað reyna að átta sig á því hvernig veður myndu breytast. Menn gerðuog langtímaspár á grundvelli ýmissa þátta sem við nútímamenn eigumerfitt með að tengja veðurspám. Meira
20. maí 1995 | Fastir þættir | 47 orð

(fyrirsögn vantar)

SEXTÁN ára sænsk stúlka með áhuga á ljósmyndun, tónlist, líkamsrækt o.fl.: Helen Holstensson, Gamlarpsv. 5, S-57133 Nässjö, Sweden. INDVERSKUR karlmaður sem getur ekki um aldur en hefur eáhuga á frímerkjum, tónlist o.fl. Meira
20. maí 1995 | Fastir þættir | 126 orð

(fyrirsögn vantar)

FRÁ Ástralíu skrifar 47 ára karlmaður, þriggja barna faðir, sem er fæddur í Litháen en flutti til Ástralíu fyrir 30 árum. Starfar hjá ástralska ríkinu í höfuðborginni Canberra. Hefur mikinn áhuga á Íslandi, einnig tónlist, bókmenntum, sögu og náttúrulífi. Gintautas Kaminskas, 37 Barada Crescent, Aranda ACT 2614, Australia. Meira

Íþróttir

20. maí 1995 | Íþróttir | 205 orð

2.deildin hefst á mánudaginn KEPPNI í

KEPPNI í 2. deild karla hefst á mánudaginn og verður þá leikin heil umferð. KA tekur á móti Víkingi, Stjarnan fær ÍR í heimsókn, Skallagrímur fer í Garðinn og leikur við Víði, Fylkir og HK eigast við í Árbænum og Þróttur í Reykjavík leikur við Þór frá Akureyri í Sæviðarsundi. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 118 orð

Aldrei fleiri upptökuvélar

UMTALSVERÐAR breytingar voru gerðar á útsendingum Sjónvarpsins frá HM í gær. Þá voru upptökubílar Sjónvarpsins og Danmarks Radio tengdir saman þannig að þeir mynduðu eina heild. Leikirnir í Laugardalshöll voru teknir upp með 12 myndavélum sem er fjölgun um fjórar vélar frá því sem áður var. Tvær hinna nýju véla mynduðu átökin inni á línu og tvær voru við varamannabekkina. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 281 orð

Dómgæslan sorgarsaga

Það var mjög erfitt að einbeita sér fyrir leikinn í dag, ég tel að við höfum ekki verið dæmdir réttilega í leiknum gegn Þýskalandi, dómgæslan í þeim leik var sorgarsaga. Ég er ekki vanur að tala illa um dómara, né deila á þá. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 92 orð

Egyptal. - Tékkland 25:21

Laugardalshöll, HM í handknattleik, leikir um 5. - 8. sætið. Gangur leiksins: 4:0, 4:2, 5:5,7:5, 8:7, 10:7, 21:9, 14:9, 16:12,19:12, 21:13, 22:16, 24:16, 24:20,25:21. Mörk Egyptalands: Belal A.Hamdy 8, Abd E. Sameh 8/1,Gohar Nabil 5/2, Mohamed Ashour 2, Gharib H. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 272 orð

Egyptar á ÓL í Atlanta

Mér finnst það stórkostlegt að ná Ólympíusæti, þó svo að bæði handboltaforystan í Egyptalandi og egypska þjóðin hafi næstum gengið að því sem vísu að liðið næði þeim árangri. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 161 orð

eir mega allir skjóta

20. maí 1995 | Íþróttir | 285 orð

Evrópa á langt í land

Faðir körfuknattleiksins í Rússlandi, Aleksandr Gomelsky, sagði við útnefningu sína í "heiðursflokkinn" í vikunni að Evrópa ætti enn langt í land með að ná bandarískum körfubolta að gæðum. "Körfubolti í Evrópu gerist betri og betri en kemst ekki nálægt þeim bandaríska að gæðum," sagði Gomelsky og bætti við í léttum tón "í Bandaríkjunum er spilaður körfubolti á mörgum stigum, Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 57 orð

FÉLAGSLÍFStuðningsmenn FH Stuð

Stuðningsmannafundur Knattspyrnudeildar FH verður haldinn í Kaplasal mánudaginn 22. maí klukkan 20.30. Gamlir og nýir félagar velkomnir en þjálfari og leikmenn koma og ársmiðar fyrir komandi leiktíð verða endurnýjaðir. Víkingar funda Víkingar verða með almennan félagsfund í Víkinni, laugardaginn 20. maí kl. 15. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 400 orð

Frakkar rúlluðu yfir Þjóðverja

FRAKKAR tryggðu sér réttinn til að leika til úrslita við Króata um heimsmeistaratitilinn með því að sigra Þjóðverja 22:20 í undanúrslitum í Laugardalshöll í gær. Frakkar voru mun betri allan leikinn og sigurinn var sanngjarn. Bruno Martini, markvörður, var hetja Frakka og varði 17 skot og þar af 3 vítaköst. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 460 orð

Hinn hreini tónn og skeiðtöltið

HINN meinti heimssöngvari Garðar Hólm fór til útlanda til að finna hinn hreina tón sönglistarinnar en hafði ekki erindi sem erfiði. Hestamenn glíma við það flesta daga ársins að finna hinn hreina tón töltsins með misjöfnum árangri. Töltið er óumdeilanlega mikilvægasta og dýrmætasta gangtegund íslenska hestsins. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 67 orð

HM Í HANDKNATTLEIK Morgunblaðið/RAX

HM Í HANDKNATTLEIK Morgunblaðið/RAX Kátir Frakkar FRAKKAR fögnuðu glæstum sigri gegn Þjóðverjum, 22:20, í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar í Laugardalshöll í gær. Þeir leika til úrslita um HM-titilinn aðra heimsmeistarakeppnina í röð. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 107 orð

H-Rússl.- Spánn35:34

Kaplakriki, HM-leikur um 9. - 12.sætið, föstudaginn 19. maí 1995. Gangur leiksins: 0:2, 4:5, 4:8, 7:9,10:12, 11:14, 13:15, 15:16, 17:19,21:23, 25:25, 29:28, 30:29, 30:30,30:31, 32:32, 32:33, 33:34, 35:34. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 199 orð

Hvít-Rússar stálu sigrinum

SPÁNVERJAR voru yfir í 59 mínútur gegn Hvít-Rússum í Kaplakrika í gær en eftir eins marks tap í framlengdum leik, 35:34, mega þeir sætta sig við að spila um ellefta sætið á heimsmeistarakeppninni. Mark á mínútu gladdi augað en annað ekki. Til að byrja með var leikurinn ekki mikið fyrir augað, varnir voru slakar en markvörðum tókst að koma í veg fyrir fleiri mörk. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 305 orð

"Höfum skytturnar umfram"

"VIÐ höfum umfram þá kraftmiklar skyttur, sem geta skotið fyrir utan en eins og í þessum seinni leikjum mótsins, voru menn þreyttir og gerðu mikið um mistökum," sagði Vasile Stinga þjálfari Rúmena eftir 34:29 sigur á Suður-Kóreu í Kaplakrika í gær. Það verða því Rúmenar og Hvít-Rússar sem leika um 9. og 10. sætið en Spánverjar og Suður-Kóreumenn um 11. til 12. sætið. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 909 orð

Íslendingar verða sigurvegarar í fullri Laugardalshöll

Úrslitaleikurinn í Heimsmeistarakeppninni í handknattleik verður á morgun og er nánast uppselt í sæti. Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri HM- nefndarinnar, sagði við Steinþór Guðbjartsson að framkvæmdin hefði tekist mjög vel og umgjörðin fengið lof en með því að fylla Laugardalshöllina á morgun yrðu Íslendingar sigurvegarar keppninnar. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 567 orð

Jordan úr leik

Chicago með Michael Jordan fremstan í flokki er úr leik í úrslitakeppni NBA eftir tap 108:102 fyrir Orlando í fyrrinótt. Á sama innbyrtu David Robinsson og félagar í San Antonio fjórða sigur sinn á Lakers 100:88 og þar með eru Los Angeles úr leik, eins og Chicago. Meistararnir frá sl. ári Houston Rockets eru hins vegar enn með í baráttunni eftir að þeim tókst að leggja Phonenix 116:103. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 738 orð

Komnir aftur!

ÞAÐ verða Króatar og Frakkar sem leika til úrslita í heimsmeistarakeppninni í handknattleik á sunnudaginn. Króatar sigruðu Evrópumeistara Svía 28:25 í undanúrslitum í Laugardalshöll í gærkvöldi. Króatar, sem báru uppi lið Júgóslavíu, sem varð Ólympíumeistari 1984 og heimsmeistari 1886, mættu mjög ákveðnir til leiks og rúlluðu hreinlega yfir Svía í fyrri hálfleik, Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 203 orð

Kristján getur ekki tekið við landsliðinu

ORÐRÓMUR hefur verið á kreiki um að Kristján Arason muni taka við af Þorbergi Aðalsteinssyni landsliðsþjálfara, en Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann gæti ekki tekið við liðinu þar sem hann væri samningsbundinn Dormagen. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 111 orð

Króatía - Svíþjóð 28:25

Laugardalshöll, undanúrslit í heimsmeistarakeppninni, föstudaginn 19.maí 1995. Gangur leiksins: 0:1, 1:2, 4:2, 10:3,12:4, 16:7, 16:11, 17:14, 19:17,21:17, 21:19, 24:20, 27:22, 28:23,28:25. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 436 orð

Markverðirnir voru frábærir

Þetta er stór dagur fyrir Króatíu og ég vil óska leikmönnum mínum til hamingju. Þeir höfðu kraft og vilja til að leggja Svía, og allir vita hversu sterkir Svíar eru," sagði Zovko Zdravko þjálfari Króata eftir að lið hans hafði tryggt sér rétt til að leika við Frakka í úrslitum á sunnudaginn. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 159 orð

Mikill áhugi í Þýskalandi MIKILL áh

MIKILL áhugi er á heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi þessa dagana enda hefur liði Þjóðverja gengið vel. Öllum leikjum liðsins hefur verið sjónvarpað beint til Þýskalands og sýna kannanir að 2,1 milljón manna hafa fylgst með leikjunum að meðaltali. Þetta þykir mikið þegar handbolti er annars vegar og hefur aldrei verið horft meira á beinar útsendingar frá handknattleik þar í landi. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 355 orð

Mikilvægt að komast upp úr riðlinum

ÍSLENSKA körfuknattleikslandsliðið heldur til Sviss í dag en þar mun liðið taka þátt í einum riðli Evrópukeppninnar, og er þetta ein mikilvægasta ferð sem körfuknattleikslandslið hefur farið í. Þetta er mjög mikilvæg ferð því við verðum helst að komast áfram úr riðlinum," sagði Torfi Magnússon landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 137 orð

Næsta skref er að setjast í Þjóðarbókhlöðuna

Hákon sagði að starfið hefði gefið sér mikið. Það hefði gefið sér mikla reynslu, ekki síst faglega, og mikla þekkingu á íslensku atvinnulífi, stjórnmálalífi og menningarlífi, sem íþróttir væru hluti af. En þó starfinu lyki ekki fyrr en síðar í sumar yrðu viss kaflaskipti í mótslok því þar með væri framkvæmdinni lokið þó enn ætti eftir að gera dæmið upp. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 242 orð

Reiknar ekki með miklu frá liði sínu

ÞJÁLFARI Egypta, Ulrich Weiler sagði eftir sigurleikinn gegn Tékkum að hann reiknaði ekki með miklu frá leikmönnum sínum í síðasta leik liðsins, leiknum um 5. sætið þar sem liðið mætir Rússum. "Leikmenn mínir gáfu sig alla í þennan leik og þeir hafa ekki krafta í meira, sérstaklega ekki lykilmenn liðsins sem fengið hafa litla hvíld á mótinu. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 116 orð

Rúmenía - S-Kórea 34:29

Kaplakriki, HM í handknattleik, leikurum rétt til að spila um 9.-10. sætið,föstudaginn 19. maí 1995. Gangur leiksins: 2:2, 2:4, 5:4, 6:6,10:10,13:13, 15:14, 18:16, 20:20,23:22, 27:23, 28:25, 31:26, 33:29,34:29. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 169 orð

Rússar ósannfærandi

Rússland sigraði Sviss í slökum leik liðanna í Laugardalshöll í gær í leik sem einkenndist af fjölmörgum mistökum beggja liðanna. Rússar höfðu allan tímann undirtökin og stóðu uppi sem sigurvegarar 25:23. Leikurinn gegn Þýskalandi hefur örugglega setið í Rússnesku leikmönnunum og það virtist aðeins vera markvörðurinn Andrey Lavrov sem lék að eðlilegri getu. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 94 orð

Rússland - Sviss 25:23

Laugardalshöll. Heimsmeistarakeppnin í handknattleik, leikir umsæti 5.-8. Gangur leiksins: 2:0, 3:2, 8:4, 8:6,11:8, 13:8, 14:11, 15:13, 17:13,18:17, 20:17, 21:18, 21:20, 24:21,25:23. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 387 orð

Ræst ótrúlega fljótt úr

Eins og skiljanlegt er voru mikil vandamál í landi mínu á meðan á stríðinu stóð og erfitt var að fá húsnæði til æfinga og áhöld til þeirra. En eftir að stríðinu lauk hefur ræst ótrúlega fljótt úr," sagði Iztok Puc, einn hinna snjöllu leikmanna landsliðs Króatíu, Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 260 orð

"Strákarnir mínir léku með hjartanu"

Daniel Costantini, þjálfari Frakka, var ánægður með sigurinn. "Við þekkjum Þjóðverjana vel enda búum við á sama hóteli og þeir hér í Reykjavík. Bæði liðin reyndu að spila góðan handbolta, en ég veit ekki hvort það hefur tekist. Þið verðið að dæma um það. Leikmenn mínir léku með hjartanu og eiga hrós skilið fyrir mikla baráttu allan leikinn. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 158 orð

Þeir mega allir skjóta

BENGT Johansson var spurður að því hvers vegna Magnus Andersson hefði ekki skotið meira að marki. "Ég veit það ekki, þið verðið að spyrja hann, ég sagði honum að skjóta meira. Þegar ég var í landsliðinu voru bara fáir leikmenn sem máttu skjóta, en núna mega allir skjóta - en það var eins og menn væru eitthvað ragir. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 73 orð

Þorvaldur gerði fyrsta mark Íslandsmótsins

ÞORVALDUR Logason í Fjölni í Grafarvogi gerði fyrsta mark Íslandsmótsins í knattspyrnu sem hófst á Leiknisvelli í gærkvöldi. Þá mættust Fjölnir og Höttur í 3. deild og vann Fjölnir 3:2. Þorvaldur skoraði á 36. mínútu leiksins en Andri Marteinsson og Magnús Scheving gerðu hin mörk Fjölnis. Kári Jónsson og Sigurður Magnússon gerðu mörk Hattar. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 107 orð

Þýskal. - Frakkl. 20:22

Laugardalshöll, HM í handknattleik -undanúrslit, föstudaginn 19. maí1995. Gangur leiksins: 0:2, 3:3, 6:6, 6:9,8:9, 8:11, 10:12, 10:14, 11:16, 12:16,13:18, 16:18, 16:20, 18:20, 19:21,19:22, 20:22. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 34 orð

(fyrirsögn vantar)

Vladimir R. Hernandes, Kúbu129 Lee Suk-hyung, S.Kóreu114 Rolf Dobler, Sviss88 Valter Matosevic, Króatíu85 Andrey Lavrov, Rússl.83 Sorin Gabriel Toacsen, Rúmeníu82 Tomas Svensson, Svíþjóð80 Milos Slaby, Tékkl.79 Jaume Fort Mauri, Spáni78 Alexander Minevski, Hv-Rússl. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 192 orð

(fyrirsögn vantar)

EVERTON hefur oftast allra liða tapað úrslitaleik í ensku bikarkeppninni á Wembely, eða sjö sinnum af ellefu. DENIS Irwin hefur skorað flest mörk United í enska bikarnum á leið liðsins í úrslitaleikinn, eða fjögur talsins. Meira
20. maí 1995 | Íþróttir | 34 orð

(fyrirsögn vantar)

Yoon Kyung-shin, Kóreu75 Dmitry Filippov, Rússl. 60 Mikhail Iakimovihc,Hv-Rússl.54 Erik Hajas, Svíþjóð50 Carlos Reynaldo Perez, Kúbu49 Marc Baumgartnes, Sviss46 Freddy Suares Herrera, Kúbu44 Irfan Smajlagic, Króatíu43 Belal Ahmed Hamdy, Egyptal.43 Abd Élwareth Sameh, Egyptal. Meira

Úr verinu

20. maí 1995 | Úr verinu | 484 orð

"Nægilega háleitt markmið að halda verðinu"

TRYGGVI Finnsson, formaður stjórnar Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, segir að það setji að mörgum ugg þegar verð afurðanna hækki jafn snögglega og það hefur gert frá því í júlí. "Það reynir á þolrifin á markaðnum og ekki gott að segja hvenær er of langt gengið. Meira
20. maí 1995 | Úr verinu | 412 orð

Stefnt að aukningu þorskveiðiheimilda í 200 þúsund t. á árum

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að menn geti ekki vænst þess að svigrúm sé til að auka þorskveiðiheimildir á næsta fiskveiðiári. Hins vegar ætti að vera hægt að setja það markmið að auka aflaheimildirnar upp í 200 þúsund tonn innan þriggja ára. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

20. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 311 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
20. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 30 orð

Leiðrétt

VEGNA tæknilegra mistaka við vinnslu greinar Arnar Hákonarsonar, sem birtist í blaðinu í gær, misritaðist fyrirsögn greinarinnar. Fyrirsögnin hér fyrir ofan er sú rétta og biður blaðið hlutaðeigandi velvirðingar. Meira
20. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 33 orð

Leiðrétt gudrunh althingi.is

20. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 280 orð

Yfirlit: Fyr

Yfirlit: Fyrir austan Jan Mayen er víðáttumikil lægð, sem hreyfist lítið og frá henni lægðardrag suður og vestur með suðurströnd Íslands. Spá: Á morgun má reikna með hægum suðaustlægum vindum. Meira

Lesbók

20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 505 orð

Að færa einhverjum heim sanninn um eitthvað

Yfirskrift þessa pistils er orðatiltæki sem að ýmsu leyti er sérstakt. Í fyrsta lagi er ekki augljóst hvert atviksorðið heim vísar og í öðru lagi er tiltölulega sjaldgæft að nota karlkynsmynd lýsingarorðs sem nafnorð með beygingu nafnorðs (sannur-sann-sanni-sanns), þótt slíks séu dæmi í föstum samböndum, t.d. e--ð dregst á langinn og enginn má við margnum. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 719 orð

Að láta skeika að sköpuðu

ÉG sárvorkenni þessum handboltastrákum. Þeir hafa verið undir ómannlegri pressu frá þjóðinni, brotna undan henni og þá er ráðist á þá af blöðunum. Ég þakka mínum sæla fyrir að vera píanóleikari en ekki handboltamaður," segir Edda Erlendsdóttir sem leikið hefur á píanó síðan hún var sex ára. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2814 orð

Arkitektúrá að veralífrænt ferli

ÍDAG sér maður í arkitektúr annars vegar meginstefnuna: Eins konar Status Quo, sem byggir á hefðinni og hins vegar lítil blóm hér og þar sem gætu orðið að einhverju stærra. Ég álít þig eitt af þessum blómum. Hvað er það, sem gefur þér kraftinn í verk þín? Ert þú hugsjónamaður? Bart Prince: "Það er erfitt að skýra það. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 76 orð

Dansinn í Tehuantepec

VERK Diegos Riveras, "Dansinn í Tehuantepec" (Baile et Tehuantepec) frá árinu 1928 seldist fyrir 3,08 milljónir dala á uppboði Sothebys á miðvikudag. Auk þess seldist sjálfsmynd Fridu Kahlo eiginkonu Riveras, "Sjálfsmynd með apa og páfagauk" frá 1942 á 3,19 milljónir. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2600 orð

Descartesfyrir byrjendur

ÚT ALLAR miðaldir í Evrópu var Aristóteles hið óumdeilda kennivald í vísindum; fyrir heilögum Tómasi frá Akvínó var hann heimspekingurinn; fyrir Dante var hann 'meistari þeirra sem vita'. Á fyrri helmingi sautjándu aldar breyttu verk franska heimspekingsins René Descartes þessu ástandi til frambúðar. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 881 orð

Drengur undir álögum glæpadrottningar

UPPELDI John Dacres- Mannings var að stórum hluta í höndum ekki óþekktari konu en nýsjálenska rithöfundarins Ngaio Marsh, sem skrifaði fjölmargar vinsælar sakamálasögur fyrr á öldinni, ein hefur m.a. komið út hérlendis, "Morð fyrir fullu húsi". Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð

efni 20. mai

Myndin er af veggspjaldi frá árinu 1919 vegna fyrstu alvöru kvikmyndarinnar sem hér var tekin: Sögu Borgarættarinnar. Ísland- land kvikmyndanna, er heiti á grein eftir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing og er hún í greinaflokki í tilefni þess að öld er liðin frá upphafi kvikmynda. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 411 orð

Einstæðar sviðssetningar

NÝTT verk eftir dansahöfundinn Pinu Bausch verður sýnt út maímánuð í Wuppertals Tanztheater í samnefndri borg í Ruhr-héraði í Þýskalandi. Verkið er sett upp í tilefni þess að 21 ár er nú liðið frá því að Bausch settist að í Wuppertal. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 246 orð

Endurminningar úr stríði

SÖGUSVIÐIÐ er fjallaþorp þar sem hópur ungra afbrotamanna hefur verið skilinn eftir og verður að vinna bug á plágum, hungri, ótta og eyðileggingu. Höfundurinn er nóbelsverðlaunahafi síðasta árs, Japaninn Kensaburo Oe, en verkið er ekki nýtt af nálinni, heldur er um að ræða endurútgáfu á ensku á fyrstu skáldsögu hans "Nartið í brumið skjótið krakkana", sem út kom árið 1958 er Oe var 23 ára. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 249 orð

Endurminningar úr stríði

20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 176 orð

Fjöll, jöklar og haf í bakgrunni

Í NÝLEGU hefti finnlandssænska menningartímaritsins Horisont voru birtar þýðingar á íslenskri samtímaljóðlist. Sextán skáld eiga ljóð í heftinu og eru þau öll þýdd af Lárusi Má Björnssyni nema eitt sem er þýtt af ungu finnlandssænsku ljóðskáldi, Martin Enckell. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 315 orð

Fléttur andartaksins

Í ómi andartaksins, tifar lífstakturinn í ljúfu samræmi. En þegar litið er um öxl bergmálar stöðugt það sem var. Í minningaflórunni lifa brostnar forsendur og vonbrigði sem vænta skilnings og lausnar frá því sem brást og var. Andartakið á ekki að vista það forgengilega, því það er. Það sem er, sefar og veit, en ekki það sem var eða verður. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 270 orð

Haydn-nótur á milljón dali

NÓTNAHANDRIT að fjórum strengjakvartettum tónskáldsins Joseph Haydns seldust á á fimmtudag fyrir rúma eina milljón dala, 66 milljónir ísl. kr. sem er hæsta verð sem fengist hefur fyrir nótnahandrit tónskáldsins. Seljandinn var áströlsk kona sem hafði geymt þau undir rúmi sínu svo áratugum skipti. Kaupandinn var þýskur fornbókasali, Hans Schneider. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 38 orð

Ingibjörg í Víðistaðakirkju

INGIBJÖRGHjördís Einarsdóttirsópransöngkona heldurtónleika ámorgun,sunnudag, kl.17 í Víðistaðakirkju.Tónleikarnireru liður íburtfararprófi hennar frá Tónlistarskóla Garðabæjar. Mynd af Ingibjörgu Hjördísi féll niður með frétt sem var í blaðinu í gær og birtist hún hér með. Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 49 orð

Ingibjörg í Víðistaðakirkju

20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 3566 orð

Ísland ­ "land kvikmyndanna"?

Sslendingar fóru sér hægt í gerð "lifandi mynda" í upphafi. Enda þótt nokkrar myndir hafi verið teknar á þeirra vegum snemma á 20. öld var það í raun ekki fyrr en árið 1919 sem innlendir aðilar tóku almennilega við sér. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 222 orð

Karólína á heimaslóð

20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 211 orð

Karólína á heimaslóð

SÝNING á verkum Karólínu Lárusdóttur myndlistarkonu verður opnuð í CCA galleríinu í Oxford á Bretlandi í dag. Á sýningunni sem stendur til 3. júní verða 30 olíu- og vatnslitamyndir frá þessu ári og því síðasta. Karólína hefur áður sýnt við góðan orðstír hjá CCA í Cambridge og Farnham. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1202 orð

Konursem þora

Kunningjakona mín hefur fylgst vel með öllu stóru og smáu í mannlífinu í meira en hálfa öld. Henni er ekkert óviðkomandi og hún hefur skoðun á hverju máli. Við vorum að máta hatta hjá Báru á Hverfisgötunni. Hún hafði sett upp rauðan barðastóran hatt, brosti framan í spegilmynd sína og sagði: Þessi er ótrúlegur, svona hatta geta fáar konur borið nema við. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 89 orð

LEIKRIT nóbelsskáldisins Gabriels García Már

LEIKRIT nóbelsskáldisins Gabriels García Márquez, "Diatriba de amor contra un hombre sentado (Ádeila ástar á sitjandi mann) sem var samið árið 1987 er nú komið út á bók. Skáldið breytti verkinu fljótlega eftir að hann samdi það og á síðasta ári var endurskoðaða útgáfan sett á svið í Bogotá í heimalandi hans, Kolumbíu. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 357 orð

Listaveisla í Toulouse

20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 353 orð

Listaveisla í Toulouse

FRANSKA borgin Toulouse við rætur Pýrenea-fjalla hefur á síðustu áratugum fest sig í sessi í huga tónlistarunnenda. Borgarbúar hafa lært að meta þá miklu tónlistarveislu sem boðið er upp á og gagnrýnendur í París sjá æ oftar ástæðu til að vera viðstaddir tónleika og sækja listasöfn heim í þessari 600.000 manna borg. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 655 orð

Matseðlar fyrir gítarunnendur

ARNALDUR Arnarson gítarleikari hélt nýverið tvenna einleikstónleika í New York og Boston. Þetta voru fyrstu opinberu tónleikar hans í Bandaríkjunum og lék hann verk úr ýmsum áttum, þar á meðal eftir íslenska tónskáldið Þorstein Hauksson. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Menningarallsnægtir í löngum bunum

EFTIR ákafa gagnrýni á fyrirhugað skipulag dagskrárinnar á menningarhöfuðborgarárinu eru þær raddir nú að þagna. Og það er sannarlega erfitt að gagnrýna dagskrána, sem er einstaklega viðamikil, fjölbreytt og spennandi. Frekar að maður grípi andann á lofti nú þegar næst síðustu drög dagskrárinnar liggja fyrir. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 89 orð

Nemandinn

Einn í mínum hugarheimi, húki ég og ekkert gengur. Illir andar eru á sveimi. Er ég kannske vondur drengur? Ættin mín var aldrei stórra efna, eða vitið mikið. Hreykti sér því aldrei eins og haninn, upp á efsta prikið. Lát mig vera, leyf mér skoða, lífið út frá eigin kvarða. Ekki kenna, ekki troða í mig því, sem ei mig varðar. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1465 orð

Nokkur orð að lokum

Nokkur orð að lokum Séra Rögnvaldur Finnbogason á Staðarstað sendi snemma vors frá sér ljóðabókina Hvar er land drauma. Súsanna Svavarsdóttir heimsótti skáldið og spjallaði við hann um ljóðin, trúna, lífið og dauðann. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2453 orð

Orrustan áVinheiði

EGILL Skallagrímsson er sá Íslendingur, sem um má segja, að hafi öðlast líf eftir dauðann, eilíft líf. Það mun hafa verið kona sem varðveitti þessa þjóðsögu, "enda var það mesta gaman Egils að ræða við hana," en kona þesi hét Þórdís Þórólfsdóttir. Það var faðir hennar sem drepinn var á Vinheiði. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 145 orð

Ósýnilegi maðurinn

Alltaf á ferðinni ósýnilegi maðurinn ekki lítill ekki stór en oft bak við hurð laumast þetta talandi um allt eða ekkert en helst bara slæmu hlutina þetta sem allir vilja heyra ósýnilegi maðurinn á það til að hlæja dátt djöfullegum hlátri en bara þegar einhver missir svokallaðar eignir sínar sýnilega fólkinu bregður því enginn er Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 453 orð

"Perlan" í Barcelona

ÞETTA var eins og draumur hvers arkitekts: Að borgarstjóri vel stæðrar stórborgar segði sisona: Ég vildi gjarnan sjá byggingu eftir þig í borginni. Hvað langar þig að gera? Þessi draumur varð að veruleika hjá Bandaríkjamanninum Richard Meier er borgarstjóri Barcelona, Pasqual Margall, lét þessa spurningu falla í kvöldverðarboði í New York árið 1985. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 458 orð

"Perlan" í Barcelona

20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 79 orð

Reuter Dansinn í Tehuantepec

20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 112 orð

Sjónvarpskvöld

Í kvöldkyrrðinni sit ég í stofunni og stari á skjáinn. Ég set mig í spor snáðans sem leitar skjóls í skápnum og skynja grimmdina sem þyrmir engu lífi. Það er einstæðingur sem skríður úr skápnum og lítur yfir voðaverkin blóðidrifinn vettvanginn dreggjar illskunnar rauðan dreyra hildarleiksins. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 130 orð

Til lækjarins

Á fjallsins hljóðu eyðilöndum átt þú upptök þín við grænan dýjablett, þar sýgur grasið sól og jarðarmátt, þar syngur heiðló milt við barð og klett. Í hyljum þínum speglast grjótið grett, hið gráa ský og heiðið fagurblátt, unz haust og vetur hefta glaðan sprett og hneppa þig í kaldan fjötur brátt. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1226 orð

Útskrift

Það var þurr strekkingsvindur þegar hún steig út úr strætisvagninum nálægt Háskólabíói. Hún sá margt fólk sem dreif að. Hún óttaðist að verða of sein. Hún sem hafði haldið að hún væri snemma á ferð. Hún vildi ekki lenda í troðningi. Það átti að útskrifa nokkur hundruð ungmenni úr Háskólanum. Yngsti sonur hennar var í þeim hópi. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1518 orð

"Var þá kallað"

1. BERNSKUMINNING SINU sinni var mér sagt að á þeirri tíð er ég var í barnaskóla hafi nemendur setið fleiri en 5.000 skólastundir frá sex ára aldri til þrettán ára. En nú eru mannlegu minni takmörk sett og því miður er ég búinn að gleyma flestöllu af því sem fram fór í þeim tímum. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 542 orð

Veðmáli tekið

Mér hefur verið bent á það að fyrir nokkrum vikum hafi Gísli Sigurðsson blaðamaður skrifað ágæta grein í Lesbókina um ritið Hnykkinn 1999 eftir indverskan verkfræðing og sjáanda að nafni Narendra, sem Vasa-Útgáfan gaf út í þýðingu Oddnýjar Sv. Björgvins. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 40 orð

Vorkoma

Guðdómlegt veður, gola af suðri gælir við kinn. Angan í lofti, ilmur frá grasi ­ unað ég finn! Vorið er komið, vindsterkur hverfur vetur um sinn ­ lífið er vaknað, lóurnar kveða lofsönginn minn! Höfundurinn býr í Keflavík. Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 376 orð

yrkja, format 95,7

20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 374 orð

yrkja, format 95,7

yrkja, format 95,7 Meira
20. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 12 orð

(fyrirsögn vantar)

Nokkur orð að lokum/4 Drengur undir álögum/6 Að láta skeika að Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.