Greinar þriðjudaginn 20. júní 1995

Forsíða

20. júní 1995 | Forsíða | 222 orð

Dregur úr alnæmi í N-Evrópu

TÍÐNI alnæmis fer nú lækkandi víða í Norður- Evrópu og það er ekki málstaðnum til framdráttar að reka hræðsluáróður til að vara fólk við "sprengingu" sem ekkert hefur orðið úr, að sögn franska vísindamannsins Lucs Montagniers sem uppgötvaði HIV-veiruna árið 1983. Meira
20. júní 1995 | Forsíða | 261 orð

Hóta að hlekkja sig við pallinn

SKIP grænfriðunga, Altair, er nú komið að þeim stað, sem olíufélagið Shell hyggst sökkva olíuborpallinum Brent Spar í Atlantshafið og lýstu talsmenn umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace yfir í gær að félagar þeirra væru reiðubúnir að hlekkja sig við pallinn til að koma í veg fyrir að honum verði sökkt. Í gær sigldi einnig stærsta skip grænfriðunga, Solo, af stað til að hindra gerðir Shell. Meira
20. júní 1995 | Forsíða | 332 orð

Tóku með sér fjölda gísla til Tsjetsjníju

TSJETSJENSKU uppreisnarmennirnir, sem haldið höfðu hundruðum gísla á sjúkrahúsi í Búdennovsk í Suður-Rússlandi í fimm daga, héldu í gær frá bænum á sex langferðabílum ásamt nokkrum hópi gísla. Hétu rússnesk stjórnvöld þeim griðum og ábyrgðust, að þeir kæmust óáreittir til Tsjetsjníju en í gærkvöld var bílalestin stöðvuð ekki fjarri landmærunum og beint inná aðra og lengri leið til landsins. Meira
20. júní 1995 | Forsíða | 137 orð

Verð á olíu lækkar vegna hótana OPEC

OLÍUVERÐ lækkaði í gær og hefur ekki verið lægra í rúmt ár vegna þeirra yfirlýsingar forseta OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, að samtökin kynnu að reyna að knésetja keppinautana við Norðursjó með því að auka framleiðsluna. Meira
20. júní 1995 | Forsíða | 102 orð

Þrándur í Götu sektaður

FÆREYSKA útgerðarfélagið, sem gerir út Þránd í Götu, hefur verið dæmt fyrir ólöglegar veiðar í norskri lögsögu og er sektin nýtt met hvað þetta varðar. Var hún sjö millj. ísl. kr. og afli og veiðarfæri fyrir 33 millj. kr. voru gerð upptæk. Meira

Fréttir

20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

14 sæmdir fálkaorðu

FORSETI Íslands sæmdi 17. júní samkvæmt tillögu orðanefndar eftirtalda Íslendinga heiðursmerkjum Hinnar íslensku fálkaorðu. Dr. Ágúst Sveinbjörnsson, lífefnafræðingur, Bandaríkjunum, riddarakross fyrir störf í þágu íslenskrar líftækni. Dagný G. Albertsdóttir, kennari, Reykjavík, riddarakross fyrir kennslustörf. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 215 orð

17. júní í Fellabæ

Vaðbrekku, Jökuldal-Þrátt fyrir risjótt veðurfar 17. júní voru hátíðarhöld í tilefni dagsins haldin með hefðbundnum hætti í Fellabæ. Vegna veðursins voru hátíðarhöldin færð inn í Fellaskóla og skrúðgangan var ekki eins fjölmenn og venjulega. Fyrirhuguð dagskrá var þó haldin nema sleppa þurfti varðeldinum eftir grillveisluna um kvöldið. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

30 millj. kostnaðarauki

NÝ LÖG um þingfararkaup og þingfararkostnað auka að öllum líkindum kostnað Alþingis um 30 milljónir á ári. Þetta samsvarar 4% af útgjöldum þingsins. Sé þessari upphæð deilt niður á 63 þingmenn landsins koma um 444.000 krónur í hlut hvers og eins eða um 37.000 krónur á mánuði. Ekki er gert ráð fyrir að allir þingmenn fái sömu hækkun heldur munu sumir fá meira en aðrir. Meira
20. júní 1995 | Erlendar fréttir | 232 orð

36 fórust í Angóla ÞRJÁTÍU og sex manns fórust

WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlatshafsbandalagsins (NATO), sagði í gær að þótt til athugunar væri að stækka bandalagið hefðu Rússar enga ástæðu til þess að óttast um sinn hag. Sagði Claes að NATO væri ekki lengur hernaðarbandalag eingöngu, heldur væri það að breytast í pólitísk samtök með það að markmiði að tryggja öryggi í Evrópu. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 117 orð

94 ára hlaupari

ELSTI þátttakandinn í kvennahlaupi ÍSÍ, sem fram fór síðastliðinn sunnudag, var Anna Kristjánsdóttir, 94 ára að aldri. Anna var að taka þátt í kvennahlaupinu í fyrsta sinn og hljóp 2 km. Metþátttaka var í hlaupinu, en alls hlupu 15.016 konur. Anna, sem býr á elliheimilinu Seljahlíð, segist fyrst núna hafa haft ástæðu til að hlaupa. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 375 orð

Afla misskipt milli landshluta

VEIÐI hófst í Grímsá í Borgarfirði, Vatnsdalsá og Víðidalsá um helgina og var helgarveiðinni misskipt milli landshluta. Í Grímsá kvörtuðu menn ekki, átta stanga holl veiddi 20 laxa tvo fyrstu daganna, en enginn fiskur veiddist í húnvetnsku ánum tveimur. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 228 orð

Áburðardreifing dregst enn saman

SEX hundruð tonnum af áburði og grasfræjum verður dreift úr landgræðsluflugvélinni Páli Sveinssyni TF NPK á þessu ári, eða fimmtungi af því sem mest var síðla á áttunda áratugnum, þegar 3.300 tonnum var dreift. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Árekstur í Hvalfirði

TVEIR bílar skullu saman við norðurenda brúarinnar yfir Botnsá í Hvalfirði um sjöleytið á sunnudagskvöld. Þrennt var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi með sjúkrabifreiðum og tvennt fór á slysadeild Borgarspítalans með lögreglu. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 352 orð

Bankar telja þjónustuna ekki svara kostnaði

UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ferðamála hefur opnað gjaldeyrisskiptistöð í Bankastræti 2 í samvinnu við breska fyrirtækið Change Group International, þar sem viðskipti með gjaldeyri fara fram til kl. 20 alla daga vikunnar. Meira
20. júní 1995 | Erlendar fréttir | 72 orð

Baskar sprengja

BÍLSPRENGJA varð lögreglumanni að bana í Madríd í gærmorgun. Hafði henni verið komið fyrir við verslanamiðstöð. Sex manns særðust í tilræðinu, sem ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, lýstu á hendur sér. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Björk í annað sæti

BREIÐSKÍFA Bjarkar Guðmundsdóttur, Post, fór beint í annað sæti breska breiðskífulistans sem kynntur var á sunnudag, en platan kom út á mánudag fyrir viku. Að sögn talsmanns útgáfu Bjarkar í Bretlandi, One Little Indian, seldust 120­130. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 230 orð

Brutust inn á tveimur stöðum

BROTIST var inn í sútunarverksmiðju Loðskinns á Sauðárkróki aðfaranótt sl. sunnudags. Innbrotsþjófarnir höfðu áður farið inn í sjúkrahúsið og stolið þaðan matvælum og stolið bíl frá Króksverki hf. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 155 orð

Búist við 1000 erlendum gestum

Á 33. Evrópuþingi Junior Chambers International sem haldið var í Strasbourg dagana 7.­10. júní var Reykjavík valin sem þingstaður fyrir árið 1997. Fyrirhugað er að þingið fari fram dagana 11.­14. júní 1997 og erlendir þátttakendur verði um 1000. Áætlaðar gjaldeyristekjur eru um 200 milljónir, segir í fréttatilkynningu. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Bylting í umönnun MS-sjúklinga

MS-FÉLAGIÐ vígði nýtt hús undir alla starfsemi sína á fimmtudaginn var, 15. júní. Oddný Lárusdóttir formaður byggingarnefndar segir að bylting muni eiga sér stað í umönnun MS-sjúklinga þegar húsið verður tekið í notkun síðar í þessum mánuði. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 221 orð

Doktor í svæfingalækningum

JÓHANN Valtýsson svæfingalæknir lauk doktorsprófi 28. apríl 1995 við læknadeild háskólans í Uppsölum í Svíþjóð. Doktorsritgerðin fjallar um nýjar aðferðir til að fylgjast með efnaskiptum í heila hjá sjúklingum eftir heilablæðingar eða slys og heitir á frummálinu: "Experimental and Clinical Studies on Cerebral Ischemia; Mechanisms of Brain Damage and Neurochemical Monitoring". Meira
20. júní 1995 | Miðopna | 347 orð

Douglasinn síungi man tímana tvenna

HÚN er tíguleg, landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson, þar sem hún stendur á flugvellinum á völlunum við Gunnarsholt, með nefið upp í loftið rétt eins og hún sé að rifna úr monti og enn ánægðari er hún með sig þegar hún svífur um loftin blá. Starfsmenn landgræðsluflugsins eru líka stoltir af henni og segja að hún verði aldrei seld. Ásta flugstjórans Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 390 orð

Dregur í efa að rétt sé að fela FV stjórnina

ÓLAFUR Þ. Þórðarson fyrrverandi alþingismaður og áður skólastjóri í Reykholti kveðst ekki geta skilið tillögur Hagsýslu ríkisins um framtíð Héraðsskólans í Reykholti á annan veg en að skólastjóri Héraðsskólans í Reykholti til þriggja ára, Oddur Albertsson, sé talinn óþarfur. Meira
20. júní 1995 | Miðopna | 986 orð

Dreifing áburðar og grasfræja fimmtungur af því sem mest var

SEX hundruð tonnum af áburði og grasfræjum verður dreift úr landgræðsluflugvélinni Páli Sveinssyni TF NPK á þessi ári eða fimmtungi af því sem mest var árið 1977, þegar 3.300 tonnum var dreift. Engu að síður eru nóg verkefni fyrir landgræðsluvélina. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Drykkir hækka hjá Vífilfelli

VERÐHÆKKUN er yfirvofandi á drykkjarvörum verksmiðjunnar Vífilfells. Pétur Björnsson forstjóri segir ástæður breytinga á söluverði bæði verðhækkanir á umbúðum á erlendum mörkuðum og hækkanir á hráefni í drykkjarföng sem fyrirtækið selur. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 516 orð

Ein tegundin getur framleitt hættulegt eiturefni

BORIÐ hefur á brúnum flekkjum af þörungagróðri út af Snæfellsnesi seinustu vikur og hefur Hafrannsóknastofnunin fengið sýni af gróðrinum til rannsóknar. Þórunn Þórðardóttir þörungafræðingur segir niðurstöður gefa til kynna að þarna séu aðallega skoruþörungar á ferð og af þeim stafi litur flekkjanna. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 261 orð

Ekki hlaupið að þessu

"ÞETTA var hörkupúl og ekki hlaupið að þessu," segir nýstúdentinn frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Sigurgeir Agnarsson, en hann lauk, auk stúdentsprófsins, einleikaraprófi á selló frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nú í vor. Meira
20. júní 1995 | Erlendar fréttir | 75 orð

Evrópuþingið bandamaður gegn Shell

KONA úr röðum umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace mótmælir áformum olíufélagsins Shell, um að sökkva olíuborpallinum Brent Spar í Atlantshaf, við benzínstöð Shell í miðborg Hamborgar í Þýzkalandi. Konan heldur á spjaldi, þar sem vitnað er til ályktana Evrópuþingsins gegn því að tækjum á borð við olíuborpalla sé sökkt í hafið. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Fáni á leiðinni úr landi?

ALLT bendir til þess að hæst dæmdi stóðhestur ársins, Fáni frá Hafsteinsstöðum, verði seldur úr landi innan tíðar. Eigendur hestsins, Skafti Steinbjörnsson og Hildur Classen, hafa hug á að senda hestinn á heimsmeistaramót íslenskra hesta sem haldið verður í Sviss í byrjun ágúst. Meira
20. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 256 orð

Fimm mánaða meiddist í árekstri

FIMM mánaða gamalt barn, farþegi í bíl var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar síðdegis á sunnudag. Áreksturinn var með þeim hætti að fólksbíl var ekið í veg fyrir Bens fólksflutningabíl og var að sögn varðstjóra lögreglunnar mjög harður. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Fjárhagsáætlun stóðst

ÁRSREIKNINGAR bæjarsjóðs Ísafjarðar fyrir árið 1994 voru lagðir fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 15. júní. Samkvæmt reikningunum eru niðurstöður rekstrar, fjárfestinga og staða efnahags í góðu samræmi við fjárhagsáætlun. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 470 orð

Fjármálastjórn verulega ábótavant

FJÁRMÁLASTJÓRN í Héraðsskólanum í Reykholti á síðustu þremur árum hefur verið verulega ábótavant og lagagrundvöllur skólastarfs ófullnægjandi. Skólinn hefur enga sérstöðu og þjónar ekki lengur Borgarfjarðarhéraði sérstaklega. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 284 orð

Fjölbreyttari dagskrá og meiri dreifing

GÓÐ þátttaka var í hátíðarhöldunum hinn 17. júní á höfuðborgarsvæðinu en veður fór batnandi eftir því sem leið á daginn . "Við undirbúning þjóðhátíðarhaldanna var stefnt að fjölbreyttari dagskrá og meiri dreifingu mannfjöldans en áður og teljum við að það markmið hafi náðst," segir Steinunn Óskarsdóttir, formaður þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Fjölbreytt dagskrá 17. júní á Selfossi

Ræðan var flutt við hátíðarstund í kirkjunni en að henni lokinni var farin skrúðganga um götur bæjarins að íþróttahúsinu þar sem hátíðardagskrá fór fram með söng, gamanmálum og ávarpi fjallkonunnar sem Júlía Þorvaldsdóttir flutti. Þrátt fyrir óhagstætt veður gerðu Selfossbúar sér margt til hátíðarbrigða með leikjum, tónleikum, dansi og menningardagskrá um kvöldið. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Flugsamgöngur nær frjálsar

ÍSLENSK flugfélög geta nú flogið hvert sem er í Bandaríkjunum og einnig millilent þar til að ná í farþega á leið til þriðja lands. Þetta gidir einnig um bandarísk félög sem vilja fljúga hingað, en nýlega undirrituðu bandarísk og íslensk stjórnvöld tvíhliða samning þess efnis. Meira
20. júní 1995 | Erlendar fréttir | 101 orð

Fundir Bonino í Rabat árangurslitlir

EMMA Bonino, yfirmaður sjávarútvegsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, átti viðræður við marokkósk stjórnvöld í Rabat um seinustu helgi til að reyna að ná samkomulagi um nýjan fiskveiðisamning ESB og Marokkó. Fundirnir voru árangurslitlir, að sögn embættismanna. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 183 orð

Gaskútum stolið fyrir skilagjald

NOKKUR brögð eru að því að gaskútum sé stolið frá gasgrillum og þeim skilað inn á bensínstöðvar til að fá skilagjald greitt. Á lögregluvarðstofunni í Grafarvogi fengust þær upplýsingar að mikið hefði verið um þetta í fyrrasumar en heldur hefði dregið úr því. Fólk væri varara um sig og einnig hefðu olíufélögin gripið til ráðstafana. Meira
20. júní 1995 | Landsbyggðin | -1 orð

Góð þátttaka í Kvennahlaupinu á Selfossi

KONUR á Selfossi og í nágrenni fjölmenntu til Kvennahlaupsins þrátt fyrir frekar óhagstætt veður. Um 270 konur hlupu að þessu sinni sem er heldur minni þátttaka en í fyrra. Hlaupið tókst mjög vel og voru hlauparar á öllum aldri. Boðið var upp á tvær vegalengdir, rúma tvo og 5 kílómetra. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 259 orð

Heil skipshöfn var tekin í sakbendingu

TVÆR konur, 38 og 48 ára gamlar, hafa lagt fram kærur á hendur skipverjum togarans Atlantic Princess, sem skráður er í Belize og liggur við bryggju í Hafnarfirði. Konurnar fóru um borð í togarann á fimmtudagskvöld. Eftir að þær komu frá borði aðfaranótt föstudags gáfu þær sig fram við lögreglu og kærðu nauðgun. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Ísland í 15. sæti

ÍSLAND er í 15. sæti eftir fjórar umferðir á Evrópumótinu í brids í Portúgal. Ísland tapaði fyrsta leiknum fyrir Finnum 12-18, en vann síðan Slóveníu 19-11. Í gær vann liðið Dani 21-9, en tapaði fyrir Frökkum 13-17. Ísland er með 65 stig, en efstir eru Írar með 76 stig, Ísraelsmenn 75 stig og Austurríkismenn með 72. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 180 orð

Íslenskur hundur þótti fallegastur

ÍSLENSKI fjárhundurinn Tanga- Sómi var valinn besti hundur sýningar Hundaræktarfélags Íslands, sem haldin var í reiðskemmu Sörla í Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag. Alls tóku þátt um 120 hundar af 31 hundakyni. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð

Jóhann komst áfram

JÓHANN Hjartarson komst í aðalkeppni atskákmóts Atvinnumannasambandsins PCA sem stendur yfir í New York. Jóhann hlaut sjö og hálfan vinning af ellefu mögulegum í undanrásunum og varð í þriðja til níunda sæti. Þar sem aðeins sjö gátu komist áfram voru tefldar hraðskákir til úrslita og varð Jóhann þá í fimmta til sjötta sæti. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 321 orð

Kjálkar sagaðir úr en skilað aftur

Þrjá búrhvalstarfa rak á land við Raufarhöfn 17.júní Kjálkar sagaðir úr en skilað aftur Raufarhöfn. Morgunblaðið. ÞRJÁ búrhvalstarfa rak á fjöru skammt frá Raufarhöfn að kvöldi þjóðhátíðardags. Meira
20. júní 1995 | Erlendar fréttir | 120 orð

Konur betri ökumenn

ÁSTÆÐULAUST er að fara niðrandi orðum um ökuleikni kvenna því nýjar tölur konunglega bílafélagsins (RAC) um slys í umferðinni renna stoðum undir þá kenningu að konur séu öruggari ökumenn en karlar. Meira
20. júní 1995 | Landsbyggðin | 87 orð

Kvennahlaup ÍSÍ í Reykholtsdal

KVENNAHLAUP ÍSÍ fór fram í fimmta sinn 18. júní um allt land. Í Reykholtsdal tóku alls 119 konur þátt í hlaupinu. Aldursmunur þátttakenda voru rúm 70 ár sem mælir ríflega þau mörk sem kallast löglegt gamalmenni. Það er ekki hægt að tala um kynslóðaskipti í kvennahlaupi í Reykholtdal. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Kvöldganga um Viðey

ÞRIÐJA kvöldgangan á þessu sumri um Viðey verður farin í kvöld. Farið verður með Viðeyjarferjunni Maríusúð úr Sundahöfn kl. 20.30. Gangan sjálf tekur rúmlega 1klst. þannig að komið verður í land upp úr kl. 22.30. Nauðsynlegt er að vera vel búinn til fótanna. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 207 orð

Laugaskóli 70 ára

Laxamýri-Stúdentar frá Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal voru útskrifaðir á dögunum við hátðíðlega athöfn. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari, talaði til nemenda og óskaði þeim gæfu og gengis á komandi árum og þakkaði þeim samstarfið á liðnum vetri. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Metþátttaka í kvennahlaupinu

METÞÁTTTAKA var í kvennahlaupi Íþróttasambands Íslands sl. sunnudag, þrátt fyrir að veður hafi víðast hvar verið leiðinlegt. Samkvæmt upplýsingum frá Helgu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra hlaupsins, voru skráðir þátttakendur alls 15.016, en rúmlega 13 þúsund konur tóku þátt í fyrra. Meira
20. júní 1995 | Landsbyggðin | 199 orð

Mikil stemming í karlrembuhlaupinu

Hveragerði-Rúmlega eitt hundrað karlmenn á öllum aldri tóku þátt í Karlrembuhlaupinu sem haldið var í fyrsta skipti í Hveragerði sl. sunnudag. Það var mikil spenna í loftinu þegar karlmenn Hveragerðisbæjar fjölmenntu á karlrembuhlaupið til að hlaupa andsælis konunum sem tóku þátt í kvennahlaupinu. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 526 orð

Mikil ölvun á þjóðhátíð

MIKILL erill var hjá lögreglu á þjóðhátíðardaginn. Ölvun var áberandi mikil að kvöldi 17. og aðfaranótt 18. og talið að þá hafi verið um 20 þúsund manns í miðbænum þegar mest var. Allnokkra þurfti að vista í fangageymslum. Nokkur mál komu upp vegna líkamsmeiðsla en ekkert þeirra alvarlegt. Þó fannst maður liggjandi á Frakkastíg með áverka á hnakka og hafði blætt talsvert úr honum. Meira
20. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 137 orð

Minnisvarði um Jón Rögnvaldsson afhjúpaður

MINNISVARÐI um Jón Rögnvaldsson garðyrkjumann frá Fífilgerði var afhjúpaður í Lystigarðinum á Akureyri á sunnudag, 18. júní en þann dag hefði hann orðið 100 ára. Hann lést 10. ágúst árið 1972. Jón var kunnastur fyrir störf sín við Lystigarð Akureyrar sem hann veitti forstöðu um 16 ára skeið, en hann kom þar á fót miklu safni lifandi plantna, íslenskra og erlendra. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 252 orð

Mjög þröngt setið á skólabekk í haust

AÐSÓKN grunnskólanema er jöfn og mikil í alla framhaldsskóla í haust að sögn Karls Kristjánssonar deildarsérfræðings í framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins. Hann telur ljóst að mjög þröngt verði setið á skólabekk í haust. Enn eigi þó eftir að koma í ljós hvort takast mun að koma öllum umsækjendum fyrir í skólunum. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Níu útskrifaðir af 2. stigi

Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum var slitið fyrir skömmu. 1. og 2. stig voru starfrækt við skólann í vetur og luku 17 nemendur prófum frá skólanum. Friðrik Ásmundsson, skólastjóri, minntist í upphafi skólaslitaræðu sinnar látinna sjómanna en rakti síðan skólastarfið í vetur sem verkfall kennara setti mikinn svip á. Meira
20. júní 1995 | Miðopna | 1288 orð

Nokkur kjarabót fyrir alþingismenn Kjör þingmanna batna að meðaltali samkvæmt nýjum lögum. Í úttekt Ólafs Þ. Stephensen kemur

NÝSAMÞYKKT lög um þingfararkaup og þingfararkostnað færa alþingismönnum nokkra kjarabót, þótt grunntaxti þingfararkaups sé áfram ákveðinn af Kjaradómi og breytist ekki með lögunum. Þingmenn, sem tekizt hafa á hendur aukna ábyrgð, til dæmis störf varaforseta eða nefndarformanna, fá greitt álag á þingfararkaupið. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 202 orð

Nýja þyrlan kemur í lok vikunnar

NÝJA Super Puma þyrla Landhelgisgæslunnar var í gær afhent Gæslunni í Marignane í Frakklandi, en þyrlan, sem ríkisstjórnin festi kaup á á síðasta ári, hefur hlotið nafnið LÍF. Páll Halldórsson, yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar, og Benóný Ásgrímsson, flugstjóri, munu fljúga þyrlunni frá Frakklandi til Íslands og er áhöfnin væntanleg með þyrluna hingað til lands í vikulokin. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Næturganga í 11. sinn

SÓLSTÖÐUGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir næturgöngu á sumarsólstöðum 21. júní í ellefta sinn í kvöld. Hópurinn hvetur alla sem vettlingi geta valdið að ganga sína eigin sólstöðugöngu yfir daginn og kvöldið eða minnast dagsins með öðrum hætti. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Observer um Kristján

Morgunblaðinu hefur borist dómur tónlistargagnrýnanda The Observer, Andrew Porters, sem fjallar í sunnudagsblaðinu um sýningu á Grímudansleik Verdis í Covent Garden. Um þátt Kristjáns Jóhannssonar segir hann að skort hafi á þokkann í tónblæ Kristjáns, hins íslenska Riccardos. Meira
20. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 141 orð

Oriana á Akureyri

BRESKA skemmtiferðaskipið Oriana kom til Akureyrar á sunnudag, en þetta er fyrsta ferð þessa nýja skips til Íslands og var Akureyri fyrsti viðkomustaður þess. Af því tilefni var efnt til móttöku um borð í skipinu þar sem Jakob Björnsson bæjarstjóri afhenti skipstjóranum, Roger D. Knight, ljósmynd Páls A. Pálssonar, ljósmyndara, af Akureyri. Meira
20. júní 1995 | Erlendar fréttir | 765 orð

Rottan sem kenndi Bandaríkjamönnum að hugsa Frumskógur laga og reglugerða er á góðri leið með að útrýma skynsamlegri hugsun í

ÞEGAR skógareldar geisuðu í Suður-Kaliforníu í fyrra uppgötvuðu íbúar lítillar húsaþyrpingar að eldurinn stefndi rakleitt til þeirra. Björgunarsveitir voru kallaðar til og komust menn að þeirri niðurstöðu að eina vonin um að bjarga húsunum fælist í að grafa skurð nægilega breiðan til þess að eldurinn næði ekki að fara yfir hann. Meira
20. júní 1995 | Erlendar fréttir | 348 orð

Rússar lofa að hætta hernaði í Tsjetsjníju

VÍKTOR Tsjernomýrdín forsætisráðherra Rússlands hét tsjetjenskum uppreisnarmönnum því á sunnudag, að Rússar myndu hætta öllum hernaðaraðgerðum í Tsjetsjníju og taka aftur upp friðarviðræður við fulltrúa þeirra, er hann samdi við uppreisnarmenn um að sleppa gíslum í sjúkrahúsi í Búdennovsk. Meira
20. júní 1995 | Landsbyggðin | 205 orð

Safn um vesturfara á Hofsósi

Tilkomu safnsins má rekja til samstarfsverkefnis ellefu Evrópuþjóða sem ber yfirskriftina "Ættirnar raktar" eða "Routes to Roots". Það eru ferðaþjónustuaðilar og fræðimenn á söfnum og stofnunum, sem vinna að varðveislu minja og skjala tengdum flutningum Evrópubúa til Vesturheims, sem standa að verkefninu. Ferðaþjónusta bænda tekur fyrir hönd Íslendinga þátt í samstarfinu. Meira
20. júní 1995 | Erlendar fréttir | 359 orð

Serbar endurheimta veginn til Sarajevó

LIÐSMENN Bosníu-Serba hafa aftur náð á sitt vald helstu aðfangaleið sinni milli Sarajevó og bæjarins Pale, þar sem höfuðstöðvar þeirra eru, að sögn embættismanns Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sem ók leiðina í gær. Sagði hann að vegurinn bæri þess engin merki að til átaka hefði komið. Meira
20. júní 1995 | Erlendar fréttir | 136 orð

Sextán létu lífið í sprengingu í Belgíu

MIKIL sprenging í bensínstöð og veitingastað við þjóðveg hjá Eynatten, skammt frá landamærum Belgíu að Þýskalandi, á sunnudag varð að minnsta kosti sextán manns til bana. Björgunarmenn leituðu látinna í gær. Krana þurfti til að lyfta rjúkandi rústum byggingarinnar, sem varð sprengingunni að bráð, til að leitarmenn gætu athafnað sig. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 74 orð

Séra Jón prestur í Hveragerði

ÞORSTEINN Pálsson dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað séra Jón Ragnarsson sóknarprest í Hveragerðisprestakalli til fjögurra ára. Gengið var frá skipunarbréfinu í gær og mun biskup afhenda séra Jóni það lögum samkvæmt. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 86 orð

SHrafnshreiður á fjósgafli

VENJULEGAST velur hrafninn sér hreiðurstæði á stöðum sem lítt eru aðgengilegir mönnum, en bæjarhrafnarnir á Torfalæk í Húnaþingi brugðu þó út af þeirri venju og gerðu sér laup á suðurgafli gamla fjóssins á Torfalæk. Í laupnum voru tveir ungar sem eru að verða fleygir. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 184 orð

Sigríður Hrönn hættir

SIGRÍÐUR Hrönn Elíasdóttir, sveitarstjóri í Súðavík, hefur ákveðið að láta af störfum. Í yfirlýsingu sem hún lagði fram á hreppsnefndarfundi í gær, segir hún að átök og persónuleg gagnrýni á sig innan hreppsnefndar ættu þátt í ákvörðun sinni. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 418 orð

Síldin látin bíða í nótinni og hreinsa sig af átu

FYRSTU síldinni til manneldis var landað á Hornafirði í gærkveldi, þegar Jóna Eðvalds SE kom til hafnar með um 300 tonn. Er verðmæti aflans um 3 milljónir að sögn Ingólfs Ásgrímssonar, skipstjóra. Er þetta nær helmingi meira verð en greitt er fyrir síld til bræðslu. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 142 orð

Skólastarf í sífelldri mótun

ÞROSKAÞJÁLFASKÓLA Íslands var slitið í Víðistaðakirkju laugardaginn 3. júní. Brautskráðir voru 24 þroskaþjálfar ásamt 16 þroskaþjálfum sem luku 30 eininga framhaldsnámi. Í máli Bryndísar Víglundsdóttur, skólastjóra, kom fram að nauðsynlegt væri að skólastarfið væri í sífelldri mótun og endurskoðun. Meira
20. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

Skuggi hf. flytur út lakkrís Danir fá 1

LAKKRÍSVERKSMIÐJAN Skuggi hf. á Akureyri sendi sinn fyrsta farm af lakkrís til Danmerkur í gær, en reiknað er með að fyrirtækið muni flytja þangað um eitt og hálft tonn á viku í sumar. Það er danska heildsölufyrirtækið Danya Candy sem mun sjá um dreifingu í Danmörku. "Þetta er á skoðunarstigi hjá okkur ennþá," segir Sveinn Sveinsson starfsmaður Skugga. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Sláttur hafinn í Melasveit

SLÁTTUR hófst á bænum Belgsholti í Melasveit að kvöldi 17. júní og er þetta með fyrstu bæjum á landinu til að hefja slátt. "Það var komið þokkalegt gras til að byrja og við munum halda áfram að slá ef tíðin verður góð" sagði Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti. "Það er spáð rigningu hér á fimmtudag og við ákváðum að reyna að ná einhverju heyi áður. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Sólstöðuferð á Snæfellsnes

HIÐ íslenska náttúrufræðifélag efnir til fræðsluferðar á Snæfellsnes og umhverfis Jökul laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. júní. Lögð verður áhersla á gróðurfar, jarðfræði og umhverfismál auk almennrar náttúruskoðunar. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 285 orð

Staða Alþingis yrði mjög veik í ESB

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í ávarpi, sem hann flutti á Austurvelli 17. júní, að ef Ísland væri í Evrópusambandinu og samrunastefnan gengi til þess endapunkts, sem trúuðustu samrunamennirnir þrá, mætti með sanngirni segja, að staða Alþingis yrði áþekk því sem hún var á fyrstu dögum hins endurreista þings, fyrir 150 árum síðan. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 240 orð

Standa mátti betur að færslu bókhalds

ODDUR Albertsson, fráfarandi skólastjóri í Reykholti, segir að tilraun til að hleypa nýju lífi í Reykholtsskóla hafi haft umtalsverðan kostnað í för með sér. Hann viðurkennir hins vegar að standa hefði mátt betur að færslu bókhalds, enda hefði hann ekki sérþekkingu á því. Í úttekt Hagsýslu ríkisins á skólanum er m.a. fundið að því að fjármálastjórn hafi verið verulega ábótavant. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 242 orð

Stefnt að deildarskiptingu

BRAUTSKRÁÐIR voru 34 nýir íþróttakennarar frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni þann 3. júní. Í máli skólastjóra kom fram að starf íþróttakennara miðar nú mest að fræðslu um holla lífshætti og gildi hreyfingar gegn margs konar vá er steðjar að ungu fólki í dag. Hæstu einkunn á íþróttakennaraprófi hlaut Magdalena Berglind Björnsdóttir frá Blönduósi, einkunnina 8,62. Meira
20. júní 1995 | Erlendar fréttir | 399 orð

Tengsl verði svipuð og í EES

Í TILBOÐI ríkja Schengen-samkomulagsins til Noregs og Íslands, um aðlögun norræna samningsins um vegabréfafrelsi að Schengen- samkomulaginu um afnám landamæraeftirlits innan Evrópusambandsins, er gert ráð fyrir að tengslum ríkjanna tveggja við Schengen- hópinn verði háttað með svipuðum hætti og við ESB samkvæmt EES- samningnum. Meira
20. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 362 orð

Tómlega hirt um menntun fólksins sem erfir landið

144 STÚDENTAR voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri, þjóðhátíðardaginn 17. júní, en skólanum var þá slitið í 115. sinn. Valdimar Gunnarsson skólameistari sagði í ræðu sinni við skólaslitin það ekki launungarmál að síðasti vetur var afar erfiður skólum landsins og þeim sem þar starfa. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 347 orð

Um 6.900 manns án atvinnu

ATVINNULEYSI í maí sl. hefur aldrei mælst meira í sama mánuði á undanförnum árum en þá voru skráðir tæplega 150 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu, sem jafngildir því að 6.899 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Er það 5,1% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysi var 4,2% hjá körlum og 6,4% hjá konum. Meira
20. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Útilistaverkið Sjófulgar afhjúpað

ÚTILISTAVERKIÐ Sjófuglar eftir Sigurð Guðmundsson var afhjúpað við hátíðlega athöfn við Ráðhúsið á Dalvík fyrir skömmu. Þetta er fyrsta útilistaverkið sem sett er upp á Dalvík, en efnt var til samkeppni um gerð tveggja slíkra verka og er Sjófuglar annað þeirra. Hitt verkið verður sett upp næsta haust, einnig á Ráðhúslóðinni. Meira
20. júní 1995 | Erlendar fréttir | 99 orð

Veður hamlaði innpökkun

BÚLGARSKI listamaðurinn Christo hófst á laugardag formlega handa við að sveipa þinghúsið í Berlín silfurlitu efni. Tugir verkamanna og klettaklifrara eru honum til aðstoðar við verkið sem ljúka átti á miðvikudag. Búist er við að það dragist eitthvað þar sem fresta varð innpökkuninni á sunnudag sökum hvassviðris. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Velheppnuð hátíðahöld

HÁTÍÐAHÖLD þjóðhátíðardagsins tókust með eindæmum vel í Grindavík og voru fjölsótt. Reyndar voru áhöld um hvernig tækist til því mikið rigndi að morgni dags en veðurguðirnir voru í hátíðarskapi og þótt ekki sæi til sólar var þurrt og hlýnaði eftir því sem á daginn leið. Hátíðahöldin hófust í sundlauginni í Grindavík þar sem börn og unglingar reyndu með sér í ýmsum þrautum. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 315 orð

Verðhækkun á grænmeti ekki í anda GATT-samnings

FORMAÐUR Sambands grænmetisframleiðenda og formaður Verslunarráðs Íslands telja það ekki í anda GATT-samkomulagsins að verðhækkanir verði á innfluttu grænmeti. Kjartan Ólafsson formaður Sambands grænmetisframleiðenda segir það ástæðulausan ótta að grænmetisverð muni hækka verulega hérlendis. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Verðlaun úr norskum minningarsjóði

SÉRA Sigurjón Guðjónsson, fyrrum prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, hlýtur í ár verðlaun úr menningar- og minningarsjóði norska prestsins Alfreds Andersson-Rysst. Verðlaunin eru veitt Sigurjóni fyrir framlag hans til menningarsamskipta Íslands og Noregs. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 285 orð

Viðskipti ekki minnkað

"VIÐ teljum þetta mál afskaplega óheppilegt," segir Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., um þá áætlun Shell í Bretlandi að sökkva olíuborpalli í Atlantshaf. "Við höfum komið þessum sjónarmiðum okkar á framfæri þar sem við höfum getað, bæði í Bretlandi og hjá aðalstöðvunum í Haag." Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 177 orð

Viðurkenningar fyrir framfarir í íslensku

VIÐ SKÓLASLIT í Garðaskóla og Flataskóla á dögunum veitti Kiwanisklúbburinn Setberg nokkrum nemendum skólanna viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku. Afhending viðurkenninganna er árlegur viðburður en þeim nemendum sem þóttu ná góðum tökum á íslensku máli og sýna mestar framfarir eru veittar veiðurkenningar. Meira
20. júní 1995 | Erlendar fréttir | 590 orð

Þjóðfylkingin hyggst nota sigur gegn innflytjendum

ÞJÓÐFYLKINGIN komst til valda fyrsta sinni í þremur bæjum í Frakklandi um seinni umferð bæjar- og sveitastjórnarkosninganna þar í landi á sunnudag og kvaðst Jean-Marie Le Pen, leiðtogi hennar, ætla að nota nýfengið vald flokksins til að knýja fram stefnu hans í innflytjendamálum. Meira
20. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Þjóðhátíð í Mývatnssveit

MÝVETNINGAR héldu þjóðhátíð í Höfða 17. júní. Hófst hún kl. 14.00 með helgistund. Séra Örn Friðriksson prófastur á Skútustöðum flutti ræðu og fór með bæn og blessunarorð. Auður Jónsdóttir las ávarp fjallkonunnar. Kári Þorgrímsson flutti þjóðhátíðarræðu. Þá var sungið og leikið á hljóðfæri. Síðast var farið í leiki og reynt að skemmta ekki síst yngstu kynslóðinni. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 109 orð

Þungar horfur í álversdeilu

EKKERT miðaði í samkomulagsátt í kjaradeilu starfsmanna og stjórnenda álversins í Straumsvík á 10 tíma samningafundi í gær. Sáttasemjari boðaði annan fund í dag, en Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segist ekki eiga von á að hann leiði til neins nema að afstaða samningsaðila til deilumála breytist. Meira
20. júní 1995 | Innlendar fréttir | 767 orð

Þurfum að gæta yngstu baranna betur

HÖFUÐÁVERKAR barna hafa verið teknir til skipulagðra rannsókna hér á landi. Eitt af því sem rannsóknirnar hafa leitt í ljós er að það er hlutfallslega verra fyrir börn en fullorðna að fá höfuðáverka, ólíkt því sem áður var talið. Meira

Ritstjórnargreinar

20. júní 1995 | Leiðarar | 702 orð

HARÐNANDI AFSTAÐA

HARÐNANDI AFSTAÐA autjánda júní ræða Davíðs Oddssonar var ekki sízt athyglisverð fyrir þá sök, að forsætisráðherra virðist vera að herðast í andstöðu sinni við hugsanlega þátttöku Íslands í Evrópusambandinu. Í ræðu sinni sagði Davíð Oddsson m.a. Meira
20. júní 1995 | Staksteinar | 300 orð

»Vinnuslys FLEST vinnuslys verða í fiskiðnaði, segir í forystugrein Dags, n

FLEST vinnuslys verða í fiskiðnaði, segir í forystugrein Dags, næstflest í byggingariðnaði. Á höfuðborgarsvæðinu urðu 80% fallslysa í byggingariðnaði á árunum 1986 - 1994 en 20% utan hans. Öryggi á vinnustað Meira

Menning

20. júní 1995 | Menningarlíf | 283 orð

Brúðubíllinn í Árbæjarsafni

BRÚÐUBÍLLINN, útileikhús Reykjavíkurborgar, er kominn á kreik í 15. skiptið. Umsjónarmaður hans er sem fyrr Helga Steffensen, sem semur handrit, býr til brúðurnar og stjórnar þeim, ásamt þremur aðstoðarmönnum. Edda Heiðrún Backman leikstýrir sýningunni, tónlistin er eftir Magnús Kjartansson og fimm valinkunnir leikarar sjá um leikraddir. Meira
20. júní 1995 | Menningarlíf | 146 orð

"Djúpt. Djúpt." á Hvolsvelli

LJÓÐINU Djúpt. Djúpt. eftir Þorstein J. hefur verið komið fyrir á botni Sundlaugarinnar á Hvolsvelli. Ljóðið var fyrst sýnt í gluggum undir vatnsborði Laugardalslaugarinnar, fyrir rúmu ári, en sú sýning stóð aðeins í tvær vikur. Meira
20. júní 1995 | Menningarlíf | 804 orð

Eilíf ást í stormi og stórsjó

KVÖLDIÐ skellur á. Prúðbúið fólk streymir að og kemur sér fyrir innan um nákvæmar eftirlíkingar af afrískum frumskógardýrum í miðsal stórbrotinnar byggingar sem á sér mikla sögu. Fyrr en varir er salurinn orðinn stakkfullur af fólki og eftirvænting skín úr svip Íslendinga, Þjóðverja og annarra sem stinga saman nefjum á þéttskipuðum bekkjunum. Meira
20. júní 1995 | Fólk í fréttum | 58 orð

Guerlain á Íslandi

NÝLEGA kom til landsins Philippe Guerlain, eigandi Guerlain-ilmvatnsfyrirtækisins í París. Sótti hann meðal annars kokkteilboð sem haldið var í tilefni komu hans til landsins. Morgunblaðið/Golli LAURENT Thalezieux, franski sendiherrann Hubert Cantoni,Laufey Birkisdóttir, Beatrice Cantoni, Philippe Guerlain ogFrancois Carlier. Meira
20. júní 1995 | Menningarlíf | 86 orð

Gutti sýnir höggmyndir

NÚ stendur yfir í Listahorni Upplýsingamiðstövar fyrir ferðamenn á Skólabraut 31 á Akranesi sýning Guttorms Jónssonar sem var bæjarlistamaður á Akranesi 1994­1995. Gutti hefur haldið einkasýningar m.a. á Kjarvalsstöðum, í Stöðlakoti og í Gallerí Úmbru. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Meira
20. júní 1995 | Fólk í fréttum | 137 orð

Hlaupið í 10 ár í heilsubótarskyni

HLAUPAFÉLAG Vesturbæjar varð tíu ára nýverið. Félagið er elsta hlaupafélag Reykjavíkur og nágrennis. Upphaf þess má rekja til Reykjavíkurmaraþonsins, en í upphafi annars hlaupsins hittust nokkrir skólafélagar úr MR fyrir utan skólann og upp úr því fóru þeir að venja komur sínar í Sundlaug Vesturbæjar til hlaupa. Meira
20. júní 1995 | Fólk í fréttum | 132 orð

Jósep og hans undraverða skrautkápa

FERÐALEIKHÚSIÐ mun þann 9. júlí næstkomandi frumsýna söngleik þeirra Andrews Lloyds Webbers og Tims Rice, Jósep og hans undraverðu skrautkápu. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðjón Bergmann, sem leikur Faraó í sýningunni, að æfingar hefðu staðið yfir síðan í apríl, en söngleikurinn hefði verið í burðarliðnum síðan síðasta sumar. Meira
20. júní 1995 | Menningarlíf | 159 orð

Kammertónleikar á Klaustri

ÁRLEGIR kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða í sumar haldnir helgina 18.-20. ágúst. Þá verða að venju þrennir tónleikar, föstudaginn 18. ágúst kl. 21, laugardaginn 19. ágúst kl. 17 og sunnudaginn 20. ágúst kl. 15, með þrenns konar efnisskrá. Meira
20. júní 1995 | Tónlist | 547 orð

Kirkjulistahátíðin

Mótettukór Hallgrímskirkju, einsöngvarar og hljómsveit fluttu Litaníu K.243 og Sálumessuna K.626, undir stjórn Harðar Áskelssonar ásamt dönsurum úr Íslenska dansflokknum. Hallgrímskirkja, fimmtudaginn 15. júní, 1995. Meira
20. júní 1995 | Fólk í fréttum | 97 orð

Kveðjustund

STEINUNN Bergsteinsdóttir hefur um langt skeið séð um veitingarekstur Hlaðvarpans. Þar hefur hún kappkostað að bjóða upp á holla og næringarríka fæðu, sem hún hefur að miklu leyti sótt út í náttúruna. Nýlega kvaddi hún samstarfsmenn sína með kveðjuhófi og ætlar nú að snúa sér að matreiðslukennslu. STEINÞÓR B. Meira
20. júní 1995 | Myndlist | 541 orð

Merkur ferðalangur

Opið á opnunartíma kaffistofu. Til 21. júní. Aðgangur ókeypis. EINN af nafnkenndustu sonum Svíaríkis og ágætustu skopteiknurum aldarinnar á Norðurlöndum, Albert Engström (1869-1940), gisti Ísland 1911 og fór víða. Ritaði bók eftir heimkomuna, "At Haklefjall", er út kom 1913 og drjúga athygli vakti, enda snjall penni og meðlimur sænsku Akademíunnar frá 1922. Meira
20. júní 1995 | Fólk í fréttum | 74 orð

Myndbandamaraþon í Norræna húsinu

FYRIR nokkru var haldið myndbandamaraþon í bókasafni Norræna hússins. Maraþonið byrjaði klukkan 14.00 á föstudeginum og stóð yfir í heilan sólarhring. Sýnd voru myndbönd ungra listamanna á Norðurlöndunum, en myndbandagerð á sífellt meiri vinsældum að fagna meðal unga fólksins. Myndbandsupptökuvél var á staðnum og gestir gátu notað hana til að gera eigið myndband. Meira
20. júní 1995 | Menningarlíf | 118 orð

Náttúruljóð og hækur

LJÓÐABÓKIN Undir hausthimni er nýlega komin út. Höfundur er Þorvaldur Sæmundsson fyrrverandi kennari. Eftir hann hafa áður komið út þrjár frumsamdar bækur, þar af ein ljóðabók. Nokkur kvæði eftir Þorvald hafa birst í Lesbók Morgunblaðsins. Meira
20. júní 1995 | Menningarlíf | 123 orð

Nýjar bækurSMÁPRENT Örlagsins, 5. hefti, er n

SMÁPRENT Örlagsins, 5. hefti, er nú komið út. Líkt og í tveimur síðustu heftum flytur Smáprentið lesendum örleikrit eftir Kjartan Árnason úr flokknum Stríðum, vinnum vorri þjóð, þar sem höfundur bregður upp ólíkum myndum af fólki í vígahug. Að þessu sinni beinir hann sjónum m.a. að börnum og ungmennum sem leiksoppum vígreifra manna, í örleikritinu Prinsip. Meira
20. júní 1995 | Fólk í fréttum | 180 orð

Sambíóin frumsýna nýjustu mynd Bruce Willis

BÍÓHÖLLIN og Bíóborgin hafa tekið til sýninga spennumyndina "Die Hard With A Vengeance" með Bruce Willis í aðalhlutverki. Á strætum New York borgar hefur lögreglumaðurinn John McClane (Bruce Willis) séð margt sem flestir vildu vera án. Meira
20. júní 1995 | Leiklist | 457 orð

Sálumessa Mozarts í dansi

Sálumessa/Requiem Tónlist: W.A. Mozart. Danshöfundur: Nanna Ólafsdóttir. Dansarar: Birgitte Heide, David Hanratty Greenall, Eldar Valiev, Guðmundur Helgason, Jóhann Freyr Björgvinsson, Júlía Gold, Lára Stefánsdóttir og Lilia Valieva. Búningar: Sigurjón Jóhannsson. Tónlistarflutningur: Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Hallgrímskirkja, 15. Meira
20. júní 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Steinþór Eiríksson áttræður

Í sumar mun standa yfir sýning á verkum Steinþórs Eiríkssonar listmálara en Steinþór verður áttræður nú í sumar. Myndirnar á sýningunni spanna feril hans sem listamanns en elsta myndin er máluð þegar listamaðurinn var 11 ára gamall og sú yngsta á síðasta ári. Alls eru 44 myndir á sýningunni og eru þær allar í einkaeign. Meira
20. júní 1995 | Menningarlíf | 35 orð

Sumartónleikar Dómkirkjunnar MARTEINN H. Friðriksson leikur í kvöld kl. 20.30 á orgel Dómkirkjunnar. Á efnisskrá eru verk eftir

MARTEINN H. Friðriksson leikur í kvöld kl. 20.30 á orgel Dómkirkjunnar. Á efnisskrá eru verk eftir Jón Þórarinsson, Jón Nordal, D. Buxtehude, P. Eden og J.S. Bach. Aðgangur er ókeypis. MARTEINN H. Meira
20. júní 1995 | Menningarlíf | 66 orð

Söngkonur í sumarskapi ÞRJÁR söngkonur, þær Björk Jónsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Margrét Pálmadóttir, halda tónleika í

ÞRJÁR söngkonur, þær Björk Jónsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Margrét Pálmadóttir, halda tónleika í Kaffileikhúsinu á sumarsólstöðum, miðvikudaginn 21. júní kl. 21. Undirleikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Meira
20. júní 1995 | Tónlist | 510 orð

Týndi tenórinn

Aríur og söngljóð. Lena Tivelind mezzosópran, Páll Jóhannesson tenór og Ólafur Vignir Albertsson píanó. Miðvikudagur 14. júní. VIÐ og við er maður minntur á meginsjarma lifandi tónlistar umfram þá niðurstöðu á hljómplötum, jafnvel þegar um gamalkunn viðfangsefni er að ræða: hversu gjörsamlega flutningurinn getur komið manni á óvart. Meira
20. júní 1995 | Fólk í fréttum | 54 orð

Útgáfutónleikar Vina vors og blóma

VINIR vors og blóma héldu útgáfutónleika í Tunglinu í tilefni af útgáfu geislaplötunnar "Twisturinn" síðastliðið fimmtudagskvöld. Þetta er önnur plata sveitarinnar, sem þekkt er fyrir líflega sviðsframkomu. Meira
20. júní 1995 | Menningarlíf | 61 orð

Vatnslitamyndir í Eden SIGRÍÐUR Rósinkarsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Eden í Hveragerði dagana 19. júní til 3. júlí. Sigríður

SIGRÍÐUR Rósinkarsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Eden í Hveragerði dagana 19. júní til 3. júlí. Sigríður er fædd að Snæfjöllum á Snæfjallaströnd en er nú búsett í Keflavík. Þetta er sjöunda einkasýning Sigríðar, en einnig hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum. Sigríður tekur líka þátt í samsýningu Sumarvaka á Suðurnesjum sem stendur nú yfir í Njarðvíkurskóla. Meira
20. júní 1995 | Kvikmyndir | 314 orð

Vont ef það venst

Leikstjóri: James Orr. Aðalhlutverk: Chevy Chase, Farrah Fawcett og Jonathan Taylor Thomas. Walt Disney Pictures. 1995. Hingað til lands berst ógrynni af amerísku skemmtiefni sem kunnugt er. Það flæðir yfir heiminn. Margt af því er góðra gjalda vert sem útflutningsvara og margt af því ætti aldrei að sleppa úr landi. Meira
20. júní 1995 | Menningarlíf | 125 orð

(fyrirsögn vantar)

AÐDÁENDUR írska rithöfundarins James Joyce komu saman á föstudagsmorgun til að minnast "Bloomsdags", sem var 16. júní 1904 en þá gekk Leopold Bloom, söguhetja bókar Joyce "Ulyssis" um götur hinnar "kæru, óhreinu Dyflinnar. Meira

Umræðan

20. júní 1995 | Velvakandi | 394 orð

AÐ ER mikill verðmunur á hrífum í verzlunum á höfuðborg

AÐ ER mikill verðmunur á hrífum í verzlunum á höfuðborgarsvæðinu. Víkverji kom fyrir skömmu í verzlun, sem selur garðyrkjuvörur og hugðist kaupa þar hrífu. Þar voru raunar ekki þá stundina til gamaldags hrífur, heldur hrífur með hjólum eða hrífur, þar sem hrífuhausinn var ýmist úr plasti að því er virtist eða úr einhvers konar málmefni. Meira
20. júní 1995 | Aðsent efni | 904 orð

Aðild að Evrópusambandinu er á dagskrá

KJÖRTÍMABIL nýrrar ríkisstjórnar stendur fram á vordaga ársins 1999. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ekki að finna nein áform um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Raunar má skilja á forystumönnum hennar að aðild komi ekki til greina vegna sjávarútvegshagsmuna Íslands og vegna þess að óljóst sé hver þróun ESB verði á næstunni. Meira
20. júní 1995 | Aðsent efni | 1059 orð

Afmæli mótorhjólsins á Íslandi

Í DAG, hinn 20. júní, eru liðin nákvæmlega 90 ár frá því að fyrsta mótorhjólinu á Íslandi var skipað upp úr lestum Kong Tryggve. Sá er stóð fyrir innflutningnum, og varð þar með fyrsti Snigill Íslandssögunnar, hét Þorkell Clemenz, en hann hafði áður gert garðinn frægann sem bílstjóri Thomsensbílsins. Meira
20. júní 1995 | Aðsent efni | 606 orð

Áherslubreytingar R-listans

R-listinn kýs leið úrræðaleysis og skattahækkana, segir Kjartan Magnússon, og hvað sparnað varðar er niðurskurðurinn til Vinnuskólans eina sjáanlega "áherslubreytingin." Uppskrift R-listans að betri borg Meira
20. júní 1995 | Velvakandi | 426 orð

Ferðamannaiðnaður ­ ferðaþjónusta

ANNAÐ þessara orða er orðskrípi, hitt er góð íslenska. Hvort orðið heldur þú að sé viðurkennt af sérfræðingum... og því starfsfólki sem vinnur í þessari atvinnugrein? Svarið er: Ferðaþjónusta. Nýlega var notað orðið "ferða(manna)iðnaður" þar sem réttara hefði verið að tala um ferðaþjónustu. (Frétt í Mbl. 13.6. 95 - bls. 14 um Ferðamálasjóð.). Meira
20. júní 1995 | Velvakandi | 166 orð

Kenjar stóra bróður"

Á BÆJAMÖRKUM Seltjarnarness og Reykjavíkur stendur Eiðistorg og norðan við torgið Eiðisgrandi. Fyrir tæpum tveimur áratugum gáfu bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi svæðinu þessi nöfn. Þar stóð fyrr á árum býlið Eiði, og því þótti Seltirningum tilhlýðilegt að gefa svæðinu nafn býlisins. Meira
20. júní 1995 | Aðsent efni | 945 orð

Kvennamál Helga

ÞEGAR bóndinn í Vatnsnesi lét sem hæst og lét þá skoðun sína í ljós hvar litað fólk ætti að halda sér einhvers staðar fjarri aríum Íslands ­ var það mál manna að svona skrif ætti ekki að leyfa í blaði allra landsmanna. Meira
20. júní 1995 | Aðsent efni | 1131 orð

LÆRUM ÍSLAND AÐ META

GÓÐIR Íslendingar. Hinn 1. júlí nk. verða eitt hundrað og fimmtíu ár liðin frá endurreisn Alþingis Íslendinga. Það eru mikil tímamót, þótt rétt sé, að hið endurreista þing hefði á þeim tíma takmörkuð áhrif á þróun íslenskra mála. Endurreisnin var því um sinn aðeins táknræn, en mikilvægi hennar fólst ekki síst í viðurkenningunni á þjóðarsérstöðu Íslands í danska ríkjasambandinu. Meira
20. júní 1995 | Velvakandi | 163 orð

Málfar og þjóðhátíð

SÚ HEFUR verið reyndin á liðnum árum, að æði mörgum verður hnotgjarnt á málfarsstígnum, þegar líður að þjóðhátíðardegi. Þá finnst fólki þörf á að bora forsetningu framan við dagsetninguna og segir t.d.: "dagskrá hátíðarhaldanna á 17. júní". Slíkt er til mikilla lýta. Meira
20. júní 1995 | Aðsent efni | 1342 orð

Ódrengileg aðför að menningarfulltrúanum í London Ódrengileg aðför að menningarfulltrúanum í London

ALVEG síðan Jakob F. Magnússon tók til starfa sem menningarfulltrúi við íslenska sendiráðið í London hefur staðið mikill styr um stöðu hans og störf. Hann hefur verið á milli tannanna á fólki og allnokkur umræða hefur verið í blöðum landsins um framkvæmd þeirrar kynningarstarfsemi sem hann hefur staðið fyrir undanfarin ár. Meira
20. júní 1995 | Aðsent efni | 1500 orð

Um val og köllun

UNDANFARNA nærri þrjá mánuði hefur allmikil umræða átt sér stað í fjölmiðlum um þá ákvörðun sóknarnefnda Hveragerðisprestakalls að kalla prest til þjónustu. Tvennt er það sem ekki hefur komið fram í umfjölluninni og ég sé ástæðu til að vekja athygli á. Ég leyfi mér að vitna til tveggja blaðagreina í öndverðri umræðunni þar sem hin ólíku sjónarmið koma fram. Sr. Meira
20. júní 1995 | Velvakandi | 399 orð

Þankar um umferða mál á Íslandi

MARGIR eru sammála um að tvöföldun Reykjanesbrautar sé patent lausn í umferðarmálum hér um slóðir. Ugglaust þarf einhvern tíma að tvöfalda brautina en ég legg ekki mat á þörf fyrir þá framkvæmd. Verkfræðingar Vegagerðarinnar eru dómbærari á það. Mér finnst að lýsing brautarinnar sé mjög brýn og myndi auðvelda vetrarakstur mjög. Einnig hefur hálkueyðingu verið mjög ábótavant í vetur. Meira

Minningargreinar

20. júní 1995 | Minningargreinar | 394 orð

Björn Rúnarsson

Minningarnar hrannast upp frá því hann kom í þennan heim og fór að stíga sín fyrstu spor og til þess síðasta. Allar eru þær á einn veg. Kærleikur og ást sem hann sýndi okkur í hvívetna. Það voru hans einkenni að sýna mildi, háttvísi og ljúfmennsku á allan hátt. Eitt var það sem var ófrávíkjanleg regla í öllu hans fari en það var vandvirkni á allan hátt. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 313 orð

Björn Rúnarsson

Það er einkennilegt til þess að hugsa hvað raunveruleikinn getur verið í mikilli fjarlægð við stundir sem slíkar. Eina hugsunin sem kemur fram í hugann er tómleiki. Þegar ungur og hæfileikaríkur maður í blóma lífsins er skyndilega hrifsaður í burtu frá okkur, er erfitt að skilja. Hver er tilgangurinn? Því getur enginn svarað. Þannig er lífið sjálft. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 130 orð

Björn Rúnarsson

Veturinn 1990­1991 vorum við 14 bekkjarsystkini saman í 10. bekk Kleppjárnsreykjaskóla. Lífið brosti við okkur eins og öðrum unglingum á þessum aldri. Síðan hafa leiðir okkar legið í ýmsar áttir í starfi og leik. Nú hefur dregið ský fyrir sólu, við höfum misst einn úr hópnum. Laugardaginn 10. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 147 orð

Björn Rúnarsson

Hann Björn frændi okkar er dáinn. Við erum harmi slegin. Hann hefði orðið tvítugur á þessu ári. Björn var bjartur yfirlitum og það fylgdi honum heiðríkja. Hann var ljúfur í lund, einlægur og brosmildur. Við áttum því láni að fagna að umgangast hann á þeim tíma þegar hann var við nám í Iðnskólanum í Reykjavík, þó mun minna en við hefðum viljað. Hann var aufúsugestur, kurteis og glaðlyndur. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 142 orð

BJÖRN RÚNARSSON

BJÖRN RÚNARSSON Björn Rúnarsson fæddist á Þverfelli í Lundarreykjadal 30. nóvember 1975. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 11. júní síðastliðinn, aðeins nítján ára að aldri. Foreldrar hans eru Inga Helga Björnsdóttir, f. 1951, og Rúnar Hálfdánarsson, f. 1951, bændur að Þverfelli. Bróðir Björns er Jakob Guðmundur Rúnarsson, f. 15. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 872 orð

Eirika Anna Friðriksdóttir

Áður en Eiríka kom til Íslands vann hún við rannsóknir á þjóðartekjum Breta fyrir ýmis ráðuneyti í London ásamt Richard Stone, Nóbelsverðlaunahafa. Eiríka vann þar á vegum United Nations Relief and Rehabilitation Administration í ýmsum deildum stofnunarinnar í London. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 401 orð

Eiríka Anna Friðriksdóttir

Flestir munu hafa þekkt Eiríku af blaðagreinum hennar um neytendamál. Hún var þó einnig áhugasöm um menningarmál almennt, og vil ég nefna hér nokkur dæmi þar um: Fyrir nokkrum árum skrifaði ég kjallaragrein í DV um Martein Lúther. Nokkru síðar hringdi í mig kona sem kynnti sig sem fyrrum kunningja móður minnar sálugu. Vissi ég vel hver hún var, og ræddum við nokkra stund um lífshlaup okkar. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 386 orð

Eiríka Anna Friðriksdóttir

Eiríka Anna Friðriksdóttir hagfræðingur er látin. Fyrir hönd Neytendasamtakanna vil ég minnast hennar með nokkrum orðum. Þegar Eiríka fluttist til Íslands árið 1953, eignuðumst við Íslendingar hámenntaðan og dugmikinn hagfræðing. Íslenskir neytendur eignuðust um leið dugmikinn og óeigingjarnan bandamann. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 262 orð

EIRÍKA ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR

EIRÍKA ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR Eiríka Anna Friðriksdóttir hagfræðingur fæddist í Essen í Ruhr í Þýskalandi 3. apríl 1911. Hún lézt á hjartadeild Borgarspítalans mánudaginn 6. júní síðastliðinn 84 ára að aldri. Foreldrar hennar voru dr.chem. Fritz Spitzer, f. 23.12. 1877, d. 1943, rafmagns-og efnaverkfræðingur, og Else Spitzer, f. 31.8. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 67 orð

Guðrún S. Helgadóttir

Guðrún S. Helgadóttir Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf. Hlátur við hlátri skyli höldar taka en lausung við lygi. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 634 orð

Guðrún S. Helgadóttir

Hún Guðrún frænka mín var einstök kona. Ég hef alla tíð litið upp til hennar, og hún verið mér ákveðin fyrirmynd, líklega alveg frá því hún var í vist með mig fyrir 35 árum, ég í græna útigallanum og hún með slæðu um höfuðið eins og helstu skvísur bæjarins á þeim tímum. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 231 orð

Guðrún S. Helgadóttir

Hún Nunna hafði svo einstakt lag á að fá aðra til þess að opna hug sinn, en eigin tilfinningum flíkaði hún ekki við hvern sem var. Henni tókst, á sinn sérstæða hátt, að draga fram það skoplega og skemmtilega úr gráum hversdagsleikanum án þess að særa þá sem hlut áttu að máli. Hún hafði svo sannarlega ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hún lét þær líka heyrast. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 360 orð

Guðrún S. Helgadóttir

Héðan í frá verða þessi fjöll þessi sól þessi himinn þitt requiem rist í hörund heimsins sem þú unnir og vitund þeirra sem unnu þér (Sveinbjörn I. Baldvinsson). Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 135 orð

Guðrún S. Helgadóttir

Við fráfall vinar koma upp í hugann glettin tilsvör og góðar stundir, sem hafa verið sameiginlegar. Þá sér maður best að það sem hryggir er það sem áður gladdi. Hún Nunna var ekki sú manngerð sem lognmollan var í kringum. Hún var hress, æðrulaus, beinskeytt og það sem best var, hún var vinur og hegðaði sér sem slíkur. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 126 orð

Guðrún S. Helgadóttir

Mig langar í örfáum orðum að kveðja góða vinkonu mína - konu sem ég virti mikils og dáðist óendanlega að. Það er svo erfitt að koma oðrum að því sem leitar á hugann á þessari stundu þannig að það hljómi rétt. Söknuður, sorg, vanmáttur og reiði eru aðeins nokkur orð til lýsingar. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 506 orð

Guðrún S. Helgadóttir

Vinátta okkar Nunnu hófst á Bermúdaeyjum. Báðar vorum við Keflavíkurdætur en nokkurra ára aldursmunur er hafsjór aðskilnaðar á unglingsárum. Ég lenti ung í ferðalögum og þegar Nunnu og Walter, ásamt Helga og Jennýju, bar að garði hafði ég búið á Bermúda í 16 ár. Nunna kom eins og kölluð. Einmitt þá var enginn Íslendingur búsettur á eyjunum nema ég og Nunna kom færandi hendi. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 346 orð

Guðrún S. Helgadóttir

Þessa dagana er fósturjörðin að skrýðast sumarskrúða, en þó fer ekki hjá því að andblær haustsins grípi um sig þegar náinn vinur og samstarfsfélagi er kvaddur. Við samstarfsfélagar Guðrúnar S. Helgadóttur kynntumst henni fyrst fyrir u.þ.b. 30 árum þegar hún hóf störf í farþegaafgreiðslu Loftleiða á Keflavíkurflugvelli. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 1094 orð

GUÐRÚN S. HELGADÓTTIR

Fyrst þegar ég kynntist Nunnu fyrir rúmlega tuttugu árum, átti vinátta milli okkar nánast engan grundvöll. Lífssýn okkar og skoðanir voru andhverfur. Á þeim tíma var ég alvörugefin vinstrisinnaður herstöðvaandstæðingur, nýbyrjaður í menntaskóla, og frekar svona "alvitur" um allt sem viðkom framþróun þjóðfélagsins. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 442 orð

Hólmfríður Þóra Guðjónsdóttir

Við ætlum að minnast hennar ömmu sem hafði náð að lifa í rúm hundrað ár er hún lést. Fyrstu æskuminningar okkar tengjast Ármúla í Önundarfirði, litla bænum hennar ömmu og hans afa. Við munum eftir ömmu að skola þvottinn sinn í ánni sem rann rétt við bæinn. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 242 orð

HÓLMFRÍÐUR ÞÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR

HÓLMFRÍÐUR ÞÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR Hólmfríður Þóra Guðjónsdóttir frá Ármúla í Önundarfirði var fædd á Þorfinstöðum í Önundarfirði 21. september 1894. Hún lést á Landspítalanum 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Einarsdóttir, f. á Selabóli í Önundarfirði, og Guðjón Sigurðsson, f. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 342 orð

Jóakim Pálsson

Föðurbróðir minn Jóakim Pálsson skipstjóri frá Hnífsdal er áttræður í dag. Jóakim hefur með störfum sínum til lands og sjávar aflað sér virðingar um allt land og er einn af þeim fáu sem tekist hefur að reka sín fyrirtæki í gegnum mörg breytingaskeið í íslenskum sjávarútvegi, þannig að þau hafa styrkst með hverju árinu. Jóakim er einn af stofnendum Hraðfrystihússins hf. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 219 orð

JÓAKIM PÁLSSON

Jóakim Pálsson í Hnífsdal er áttræður í dag. Nafn hans hefur um áratuga skeið verið nátengt atvinnurekstri í Hnífsdal og framförum í sjávarútvegi þjóðarinnar. Jóakim var harðduglegur sjósóknari og athafnamaður í bestu merkingu orðsins. Aðeins 24 ára gamall stofnaði hann ásamt öðrum útgerðarfélagið Hauk hf., sem lét byggja Pál Pálsson elsta og gerði hann út. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 789 orð

Jóhannes Bjarnason

Fregnin af andláti frænda míns, Jóhannesar Bjarnasonar verkfræðings, gat hvorki komið á óvart mér né öðrum, er til þekktu. Árum saman hafði hann þjáðst af erfiðum sjúkdómi, sem engin kunnátta læknislistarinnar þekkir ráð við, og fundið lífið fjara smám saman út, unz yfir lyki. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 412 orð

Jóhannes Bjarnason

Nú þegar Jóhannes Bjarnason mágur minn er allur, hvarflar hugurinn til þess tíma er ég kynntist honum. Ég var táningur þegar eldri systir mín kynnti okkur í fjölskyldunni fyrir Jóhannesi. Hann bar með sér nýtt andrúmsloft enda búinn að vera langdvölum í námi og starfi erlendis. Fyrir mér var það allt mjög spennandi. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 980 orð

Jóhannes Bjarnason

Jóhannes frændi minn og uppeldisbróðir er nú allur. Löng og ströng var síðasta glíman, en allir verðum við að lokum að lúta lögmáli almættisins. Jóhannes var heilsugóður í lífinu, en varð fyrir áfalli fyrir einum sex árum og átti eftir það ekki afturkvæmt af sjúkrabeði. Hann er fjórði sem fellur frá þeirra barna Bjarna Ásgeirssonar og Ástu föðursystur minnar. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 390 orð

Jóhannes Bjarnason

Jóhannes Bjarnason tengdafaðir minn var um margt sérstæður og eftirminnilegur maður. Hann var brautryðjandi í orðsins fyllstu merkingu, ruddi brautina á mörgum sviðum verktækni og nýrra atvinnuhátta þegar hann kom heim frá verkfræðinámi í Bandaríkjunum og Kanada. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 298 orð

JÓHANNES BJARNASON

JÓHANNES BJARNASON Jóhannes Bjarnason fæddist í Knarrarnesi á Mýrum 18. júlí 1920. Hann lést í Reykjavík 8. júní sl. Foreldrar hans voru Bjarni Ásgeirsson, alþingismaður og ráðherra, f. 1. ágúst 1891, d. 15. júní 1956, og Ásta Jónsdóttir, f. 20. september 1895, d. 26. apríl 1977. Systkini Jóhannesar voru: Ásgeir, f. 17. febrúar 1919, d. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 29 orð

SIGRÍÐUR GUÐLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR

SIGRÍÐUR GUÐLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR Sigríður Guðlaug Benjamínsdóttir fæddist á Patreksfirði 26. september 1925. Hún lést í Reykjavík 5. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 9. júní. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 447 orð

Sigríður Guðlaug Benjamínsdóttir - viðb

Nú þegar kær vinkona mín hefur kvatt þennan heim þá streyma minningar fram frá árinu 1949 er ég sá hana fyrst vestur á Ísafirði, hún var þá að læra að sauma hjá Kristínu Sæmundsdóttur saumakonu er bjó í sama húsi og ég og maðurinn minn. Oft kom hún upp brattan stigann með tvo stafi sér til stuðnings til að heimsækja okkur hjónin. Meira
20. júní 1995 | Minningargreinar | 421 orð

Sigríður Guðlaug Benjamínsdóttir - viðb

Drottinn gefur, Drottinn tekur, var það sem kom upp í huga mér þegar ég gekk út til að draga fánann í hálfa stöng í fjórða sinn frá síðustu áramótum. Fyrst vegna hörmunganna í Súðavík, æskustöðvum mínum, hinn 16. janúar, næst þegar systursonur minn kvaddi þetta líf, aftur stuttu seinna þegar bróðurdóttir mín lést og nú hefur Systa, vinkona mín, einnig kvatt þetta líf. Meira

Viðskipti

20. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 65 orð

Audi hættir smíði RS2 Avant

AUDI AG hættir að framleiða hraðskreiða sportbílinn RS2 Avant í lok júlí. Fyrirtækið hefur selt 2.891 bíla af þessari gerð, sem það hefur smíðað ásamt Porsche AG, síðan þeir voru settir á markað 1993 -- 50% fleiri en ráðgert var. Í tillkynningu frá Audi segir að RS2 verði áreiðanlega eftirsóttur af söfnurum. Hann kostar 99.600 mörk í Þýzkalandi. Meira
20. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 183 orð

Gagntilboðin ganga á víxl í Norgeskreditt

STÆRSTI sparisjóður Noregs hefur storkað stærsta viðskiptabanka landsins með gagntilboði í Norgeskreditt ­ en bankinn hækkaði sitt boð á móti. Sparebanken NOR bauð 220 norskar krónur á forgangshlutabréf í Norgeskreditt ­ en Christiania Bank & Kreditkasse hækkaði fyrra boð sitt í 225 krónur. Meira
20. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 88 orð

HP með nýjar tölvur og miðlara

HEWLETT-Packard Co. hefur kynnt nýjar grafískar vinnustöðvar sem geta skilað allt að fimm sinnum meiri afköstum en dýrar stöðvar frá fyrirtækinu sem eru á markaðnum. HP kynnir einnig nýja línu HP Vectra einkatölva og HP NetServer LS miðlakerfi byggt á Pentium- kubbi Intels. Verð á vinnustöðvum af J-gerð eru á bilinu 33.700-60. Meira
20. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 66 orð

IBM boðar risavaxinn tölvumarkað

IBM-fyrirtækið hyggst tengjast nokkrum helztu greiðslukortafyrirtækjum Evrópu til þess að veita viðskiptavinum aðgang að svokölluðum tölvustórmarkaði. Með samstarfi IBM og Europay International, sem greiðslukortafyrirtækin standa að, verður almenningi gert kleift að kaupa vöru, þjónustu og upplýsingar með boðum um tölvur, síma eða sjónvarp. Meira
20. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 243 orð

Leita fjármagns innanlands og utan

FORSVARSMENN Útherja hf. sem myndar meirihluta í Íslenska útvarpsfélaginu hf. eiga nú í viðræðum við bandaríska fjármögnunarfyrirtækið Oppenheimer um fjármögnun á hlutabréfum minnihlutans í félaginu. Fulltrúar frá Oppenheimer komu hingað til lands í síðustu viku í þessu skyni en engin niðurstaða liggur þó enn fyrir. Meira
20. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 251 orð

Markaðsráð stofnað

FYRIRTÆKI í Stykkishólmi hafa sameinast um stofnun Markaðsráðs til að vinna að sameiginlegum hagsmunum sínum. Fyrirmyndin er að nokkru sótt til Borgarness en þar hefur verið starfandi í nokkur ár Markaðsráð Borgarness með góðum árangri. Meira
20. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Tvöfaldur hagnaður pappírs- seljanda

REPOLA Oy í Finnlandi, umsvifamesti seljandi dagblaðapappírs í Evrópu, nánast tvöfaldaði hagnað sinn frá janúar til apríl. Hagnaður fyrir sérstök útgjöld nam 1.14 milljörðum finnskra marka (266 milljónum dollara) samanborið við 657 milljónir marka á sama tíma 1994. Meira
20. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 270 orð

Þýskt- íslenskt verslunarráð stofnað í haust

ÞRJÁTÍU íslensk fyrirtæki hafa nú þegar skráð sig stofnfélaga í þýsk- íslensku verslunarráði sem ætlunin er að hleypa af stokkunum á Íslandi og í Þýskalandi. Undirbúningur málsins gengur vel og er áætlað að ráðið verði stofnað í október en hefji störf um áramótin. Meira

Íþróttir

20. júní 1995 | Íþróttir | 472 orð

Alþjóða mót í Mónakó

Keppnin fór fram um helgina. Helstu úrslit: 100 m skriðsund karla 1. Alexander Popov (Rússlandi) 49,232. Roman Egorov (Rússlandi) 50,653. Anders Holmertz (Svíþjóð) 50,68 400 m skriðsund karla 1. Anders Holmertz (Svíþjóð) 3.53,612. Owen von Richter (Kanada) 3.57,543. Pier Maria Siciliano (Ítalíu) 3. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 414 orð

Alþjóðamót Ægis

400 m fjórsund karla 1. Dia Jacobsen, Færeyjum5.05,40 2. Hörður Guðmundsson, Ægi5.12,98 3. Baldur Már Helgason, Óðni5.13,95 400 m fjórsund kvenna 1. Sigurlín Garðarsdóttir, Selfossi5.29,33 2. Þorgerður Benediktsdóttir, Óðni5.39,80 3. Eva Björk Björnsdóttir, UMFA5. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 88 orð

Álaborg meistari

Álaborg varð Danmerkurmeistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í 110 ára sögu félagsins þegar liðið vann Århus 4:0 í síðustu umferðinni á sunnudag. Á sama tíma tapaði Bröndby 1:0 fyrir FC Kaupmannahöfn að viðstöddum 36.623 áhorfendum sem er met í deildinni en Álaborg og Bröndby fengu jafn mörg stig. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 1380 orð

Bandaríska meistarakeppnin 10 km ganga kvennamín.

Bandaríska meistarakeppnin 10 km ganga kvennamín. 1. Teresa Vaill 45.1,02. Michelle Rohl 45.16,143. Debbi Lawrence 45.45,92 Hástökk kvennam 1. Amy Acuff 1,95 2. Tisha Waller 1,92 3. Connie Teaberry 1,92 Þrístökk karlam 1. Mike Conley 17,18 2. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 228 orð

Barcelona í UEFA-keppnina

Barcelona er eina liðið á Spáni sem hefur ekki misst ár úr í Evrópukeppni og Jordi Cruyff tryggði liðinu sæti í Evrópukeppni félagsliða í haust þegar hann lagði upp eitt mark og gerði annað í 2:0 sigri gegn Bilbao í fyrrakvöld. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 167 orð

Bergkamp til Arsenal

Arsenal er að ganga frá kaupum á hollenska landsliðsmanninum Dennis Bergkamp, 27 ára, frá Inter Mílanó. Bergkamp á aðeins eftir að skrifa undir samning við Arsenal, sem mun borga Inter 7 millj. punda fyrir hann. Inter keypti þennan snjalla sóknarleikmann frá Ajax fyrir 12 millj. punda fyrir tveimur árum. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 240 orð

Collymore fyrir metfé STAN

STAN Collymore var um helgina seldur frá Nottingham Forest til Liverpool á 8,5 milljónir punda - andvirði rúmlega 900 milljóna króna - og er þar með orðinn dýrasti leikmaðurinn sem seldur hefur verið milli enskra félaga. Collymore er 24 ára og þykir mjög snjall framherji. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 508 orð

Corey Pavin losaði sig við "næstum því"-stimpilinn

Bandaríkjamaðurinn Corey Pavin hafði sigrað á 12 golfmótum í bandarísku mótaröðinni og var kjörinn kylfingur ársins í Bandaríkjunum 1991 en sigur á stórmóti varð fyrst að veruleika þegar hann fór á fæstum höggum á Opna bandaríska meistaramótinu um helgina. "Það er gott við að vera laus við að vera aðeins meistari minni móta," sagði Pavin. "Meistari á Opna bandaríska. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 1549 orð

Ekki lögbrot

"VIÐ gerum okkur fyllilega grein fyrir því að það voru mistök þegar við réðum Inga Björn Albertsson sem þjálfara," sagði Jóhannes Ellertsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, þegar hann sagði frá því, á fundi með fréttamönnum í gær, hvað hefði orðið til þess að Ingi Björn var látinn hætta störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Keflavíkur. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 586 orð

Er knattspyrnumaðurinnGUÐMUNDUR BENEDIKTSSONloks tilbúinn í slaginn? Getur tekið mig sex ár

GUÐMUNDUR Benediktsson verður 21s árs í haust en þrátt fyrir ungan aldur er hann einn af bestu knattspyrnumönnum landsins. Samt sem áður hefur ferillinn einkennst af langri sjúkrasögu og má segja að eitt hafi tekið við af öðru eftir að framherjinn meiddist í úrslitakeppni Evrópumóts 16 ára landsliða fyrir liðlega fjórum árum. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 679 orð

Frábær árangurMichaels Johnsons

MICHAEL Johnson er óumdeilanlegi hinn nýji konungur bandarískra frjálsíþrótta, eftir að hafa sigrað í bæði 200 og 400 m hlaupi á bandaríska meistaramótinu um helgina. Slíkt hafði ekki gerst síðan 1899. Johnson hefur nú sett stefnuna á að bæta heimsmetið í báðum greinum - og dreymir um að vinna til gullverðlauna í þeim báðum á ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 387 orð

Gífurlegur fögnuður í Dortmund

Dortmund fagnaði meistaratitli Þýskalands í knattspyrnu á laugardag en félagið varð áður meistari 1956, 1957 og 1963. Dortmund vann Hamburg 2:0 í síðustu umferðinni og fékk stigi meira en Werder Bremen sem tapaði 3:1 fyrir Bayern M¨unchen. Werder Bremen var með eins stigs forystu fyrir umferðina en Bayern kom í veg fyrir að félagið yrði meistari í fjórða sinn í 96 ára sögu þess. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 463 orð

GLEÐI »Björtu hliðarnar erualltaf til staðar þó útlit-ið virðist svart

Gleði er nauðsynlegur þáttur í íþróttum rétt eins og á öðrum sviðum mannlífsins. Íþróttamaður sem hefur gaman af því sem hann er að gera er líklegri til að ná árangri en sá sem er með allt á hornum sér. Ekki síður er nauðsynlegt að slá á létta strengi þegar illa gengur, taka á vandanum með bros á vör og líta á björtu hliðarnar. Þær eru alltaf til staðar þó útlitið virðist svart í fyrstu. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 316 orð

Halldór fær styrk Alþjóðaólympíunefndarinnar

HALLDÓR Hafsteinsson júdókappi hlaut styrk Alþjóðaólympíunefndarinnar til að fara í æfingabúðir í Barcelona á Spáni í 6 mánuði. Halldór, sem er nú í 20. sæti styrkleikalista Evrópu í -86 kg. flokki, fer utan í júlí ásamt fjölskyldu sinni þar sem styrkurinn tekur til allrar fjölskyldunnar. En eftir fund Afreksmannasjóðs ÍSÍ í gær var ljóst að Halldór fengi ekki fullan styrk þar. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 144 orð

Jón Arnar Magnússon er kominn á A-styrk

SAMÞYKKT var á fundi hjá Afreksmannasjóði ÍSÍ fyrir skömmu að Frjálsíþróttasamband Íslands fengi A-styrk, sem nemur 80.000 krónur á mánuði, vegna Jóns Arnars Magnússonar, Íslandsmethafa í tugþraut. Verður styrkurinn veittur frá 1. júlí og út þetta ár. Sambandið fékk einnig sömu upphæð á mánuði vegna kringlukastarans Vésteins Hafsteinssonar. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 272 orð

Knattspyrna Portúgal - Ísland3:2 Santa Comba Sao í Portúgal, Æfingalandsleikur kvenna, 17. júní 1995. Mörk Íslands: Guðlaug

Portúgal - Ísland3:2 Santa Comba Sao í Portúgal, Æfingalandsleikur kvenna, 17. júní 1995. Mörk Íslands: Guðlaug Jónsdóttir og Margrét Ólafsdóttir. Bikarkeppni KSÍ - 32ja liða úrslit Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 460 orð

LAVINIA Milosovici

LAVINIA Milosovici tvöfaldur Ólympíumeistari í fimleikum frá Rúmeníu varð að gera sér að góðu að lúta í lægra haldi fyrir 15 ára óþekktri löndu sinni, Alexandru Marinescu á þriggja þjóða móti í fimleikum í um helgina. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 56 orð

Morgunblaðið/RAX Guðmundur með þre

Morgunblaðið/RAX Guðmundur með þrennuKR-INGURINN Guðmundur Benediktsson hefur ekkert leikið síðan í byrjunmaí vegna meiðsla en byrjaði vel í fyrrakvöld, var með þrennu og lagði uppeitt mark þegar KR hóf bikarvörnina gegn Víði í Garði en bikarmeistararnirunnu 5:0 í 32 liða-úrslitum keppninnar. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 316 orð

Nicklaus eins og hann gerist verstur...

JACK Nicklaus, frægasti kylfingur allra tíma, sem fjórum sinnum hefur sigrað á opna bandaríska meistaramótinu og tók nú þátt í mótinu 39. árið í röð, lék á 81 höggi annan keppnisdaginn, aðfararnótt laugardags að íslenskum tíma. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 220 orð

Norrænt mót í Garðabæ

Norrænt barna- og unglingamót fatlaðra hefst í dag og fer formleg mótsetning fram í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ klukkan 17.00. Þátttakendur eru um 112. Margt besta íþróttafólk úr röðum fatlaðra á Íslandi steig sín fyrstu skref á þessum mótum, sem haldin hafa verið til skiptis á Norðurlöndunum annað hvert ár. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 201 orð

Norsku stúlkurnar heimsmeistarar

Norska kvennalandsliðið í knattspyrnu fagnaði heimsmeistaratitlinum í Stokkhólmi í fyrradag eftir að hafa unnið þýska landsliðið 2:0 í úrslitaleiknum. Norsku stúlkurnar töpuðu 2:1 fyrir stöllum sínum frá Bandaríkjunum í úrslitum HM 1991 en Hege Riise og Marianne Pettersen sáu til þess að ekki fór á sama veg að þessu sinni með því að skora með þriggja mínútna millibili skömmu fyrir hlé. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 482 orð

Opna bandaríska mótið

Bandaríkjamenn nema annars sé getið. 280: Corey Pavin 72 69 71 68 282: Greg Norman 68 67 74 73 283: Tom Lehman 70 72 67 74 284: Neal Lancaster 70 72 77 65, Jeff Maggert 69 72 77 66, Bill Glasson 69 70 76 69, Jay Haas 70 73 72 69, Davis Love 72 68 73 71, Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 135 orð

Opna Legómótið Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ hélt mótið um helgina. Helstu úrslit: Karlar án forgjafar Jón Haukur

Opna Legómótið Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ hélt mótið um helgina. Helstu úrslit: Karlar án forgjafar Jón Haukur Guðlaugsson, GKJ,77Bogi Bogason, GKG,80Tómas Jónsson, GKJ,83Konur án forgjafar Helga Rut Svanbergsdóttir, GKJ,101Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GKJ,102Steinunn Eggertsdóttir, GKJ, Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 235 orð

Rasmussen sigraði í fimm greinum

SUNDFÉLAGIÐ Ægir stóð fyrir alþjóðlegu móti í Laugardalslaug um helgina og voru þátttakendur um 60, þaraf tveir útlendingar. "Árangur var eins og við var að búast miðað við þessar aðstæður en að öðru leiti gekk mótið vel," sagði Kristinn Karl Dulaney mótstjóri og formaður Sundfélagsins Ægis og var hvorki ánægður með laugina né veðrið. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 144 orð

Salzburg varði titilinn SALZBURG ta

SALZBURG tapaði 2:0 fyrir FC Tirol í síðustu umferð austurrísku deildarinnar um helgina en varði engu að síður meistaratitilinn, endaði með 47 stig eins og Sturm Graz en var með betri markatölu. Graz vann Vorw¨arts Steyr 2:1 og lék 18 leiki í röð án taps. Um 6. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 338 orð

Samaranch sigurvegari

JUAN Antonio Samaranch, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), hefur enn möguleika á að sitja áfram í forsetastóli fram yfir næstu aldamót, eftir að nefndarmenn skiptu snarlega um skoðun og ákváðu um helgina að hækka aldurstakmörk nefndarmanna í 80 ár, þremur dögum eftir að þeir ákváðu að halda sig við 75 ára regluna. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

Stefnt með Fána á HM

"ÁKVÖRÐUN um að stefna með Fána á HM var tekin seinni partinn í vetur og er allt óbreytt í þeim efnum," sagði Skafti Steinbjörnsson, annar eigenda stóðhestsins Fána sem nýlega hlaut háar einkunnir fyrir hæfileika á héraðssýningu á Vindheimamelum. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 662 orð

Sundmót á Akranesi

Fyrir skömmu fór fram ÍA-Essomótið í sundi. Helstu úrslit. 100 m skriðsund hnokka Kristján Jóhannesson, KR1.42,00Þórður Þorvaldsson, KR1.57,96Kári Kjartansson, KR1.58,87100 m skriðsund hnáta Harpa Viðarsdóttir, Ægir1.12,82Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, Ægir1.13,34Karitas Jónsdóttir, ÍA1. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 119 orð

Vésteinn kastaði 63,14 m

VÉSTEINN Hafsteinsson sigraði í kringlukasti á móti í Svíþjóð á sunnudaginn og náði um leið lengsta kasti sínu á árinu, 63,14 metrar. Annar varð Svíinn Dal Solhaug, kastaði 61,56 metra. Olaf Jensen frá Noregi hafnaði í þriðja sæti með 61,06 metra og besti kringlukastari Dana, Jan Cordius varð að gera sér fjórða sætið að góðu, kastaði 57,58 metra. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 813 orð

Yfirlýsing frá Inga Birni

Reykjavík 18. júní 1995 Vegna fyrirvaralausrar brottvikningar úr starfi þjálfara 1. deildar liðs ÍBK í knattspyrnu vill undirritaður láta eftirfarandi koma fram: Klukkan að ganga 17 síðastliðinn föstudag, um það leyti sem ég var að undirbúa brottför mína til Keflavíkur á æfingu, hringdi starfsmaður knattspyrnudeildar ÍBK í mig. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 179 orð

Þorbergur til Eyja?

Verulegar líkur eru á því að Þorbergur Aðalsteinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, verði næsti þjálfari nýliða ÍBV í 1. deild, samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins. Á sl. dögum hefur hann átt í viðræðum við forráðamenn ÍBV þess efnis og dvaldi hann m.a. í Eyjum um síðustu helgi í því sambandi. Meira
20. júní 1995 | Íþróttir | 68 orð

Þýskaland B. Leverkusen - Dyn. Dresden2:2 Frankfurt - 1

B. Leverkusen - Dyn. Dresden2:2 Frankfurt - 1860 M¨unchen3:1 Bor. Dortmund - Hamburger2:0 VfB Stuttgart - Duisburg3:1 B. Uerdingen - Gladbach3:2 Schalke - Freiburg1:2 Karlsruhe - Bochum2:2 B. M¨unchen - W. Bremen3:1 Kaiserslautern - FC Köln3:1 Lokastaða efstu liða: Bor. Meira

Úr verinu

20. júní 1995 | Úr verinu | 294 orð

Á flótta undan þorski

ÞÓ FISKVEIÐIÁRIÐ sé frá 1. september til 31. ágúst, vilja menn enn tala um vetrarvertíð sem fyrr og miðast hún þá við 1. janúar til 15. maí. Kvótakerfið setur reyndar hömlur á veiðarnar, þannig má segja að flotinn sé ekki á fullum afköstum, netabátar taka netin upp um helgar og fyrir brælur og eiga jafnframt færri net í sjó en áður tíðkaðist. Meira
20. júní 1995 | Úr verinu | 182 orð

Fundað á bryggjunni

TRILLUSJÓMENN í Stykkishólmi hafa áhyggjur af framtíð sinni eins og fleiri kollegar þeirra víða um land. Bátum innan þessa flokks hefur fjölgað á síðustu árum og afköst aukist. Þetta hefur komið mjög niður á þeim sem yfir voru í greininni og treyst hafa á að hafa lifibrauð af þessu starfi. Meira
20. júní 1995 | Úr verinu | 370 orð

Mengun ógnar skelfiskveiðum í Miðjarðarhafi

FISKSTOFNAR í Miðjarðarhafi standa flestir illa og sumir uppurnir en nú steðjar ný ógn að þeim. Er það vaxandi mengun, einkum með ströndunum, og hafa menn sérstakar áhyggjur af kræklingnum. Þá er hrunið í sardínu- og rauðröndungastofninum einnig talið stafa af umhverfisástæðum. Meira

Ýmis aukablöð

20. júní 1995 | Dagskrárblað | 210 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 400 km suður af Hornafirði er 985 mb. lægð á leið norðaustur, en minnkandi 990 mb. lægð á sunnanverðu Grænlandshafi. Spá: Norðaustan gola eða kaldi á landinu. Léttskýjað sunnanlands og vestan, rigning fram eftir degi norðaustanlands, en syttir upp í kvöld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.