Greinar föstudaginn 7. júlí 1995

Forsíða

7. júlí 1995 | Forsíða | 48 orð

Bildt í Sarajevo

CARL Bildt, sáttasemjari ESB í ríkjum fyrrv. Júgóslavíu, kom í gær til Bosníu til viðræðna við Bosníustjórn. Á myndinni klæðir Bildt sig í skothelt vesti áður en hann heldur frá Sarajevo. Harðar árásir voru gerðar á borgina í gær, sem kostuðu tvö börn lífið. Meira
7. júlí 1995 | Forsíða | 67 orð

Pottar í stað launa

STARFSKONA verksmiðju í Novomoskovsk í austurhluta Úkraínu hefur komið sér fyrir við vegarbrún til að selja potta og pönnur sem hún fékk við síðustu útborgun. Ekki eru til peningar í verksmiðjunni til að greiða út laun og því hefur verið gripið til þessa ráðs. Meira
7. júlí 1995 | Forsíða | 205 orð

Rifkind vill efla NATO og samstarf við Bandaríkin

MALCOLM Rifkind, nýskipaður utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væri einarður ásetningur sinn að styrkja samstarf Bandaríkjamanna og Breta og efla Atlantshafsbandalagið (NATO). "Það verður meginviðfangsefni mitt að styrkja og hleypa nýjum þrótti í Atlantshafsbandalagið og glæða samstarf á öðrum sviðum sem tengja Bandaríkin og Evrópu, Meira
7. júlí 1995 | Forsíða | 113 orð

Spá í eðli fjármálamarkaða

TVEIR eðlisfræðingar sögðust í gær hafa komist niður á aðferð til að spá fyrir um breytingar á fjármálamörkuðum, nokkuð sem hagfræðingum og fjárfestum hefur ekki tekist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hins vegar segjast þeir ekki getað spáð fyrir um hvenær breytingarnar verða. Meira
7. júlí 1995 | Forsíða | 167 orð

Vaxtalækkun til styrktar efnahag

GENGI dollarans lækkaði í gær gangvart þýsku marki í kjölfar þess að bandaríski seðlabankinn lækkaði vexti af skammtímalánum um 0,25% til að reyna að styrkja efnahag landsins. Sagðist bankinn losa um lánsfé í fyrsta sinn í þrjú ár til að geta lækkað vextina. Þá voru vextir lækkaðir í Danmörku og í Frakklandi og talið er að fleiri lönd muni fylgja í kjölfarið. Meira

Fréttir

7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

246 keppendur frá 51 landi

26. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði voru í gær settir við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Canberra. Varaforseti þjóðþingsins, Margaret Reeves, kveikti "vísindaeld" Ólympíuleikanna, ásamt fararstjóra ástralska keppnisliðsins, með kyndli sem einn kínversku keppendanna kom með en leikarnir voru haldnir í Peking í fyrra. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Átján umferðaróhöpp

ÁTJÁN umferðaróhöpp urðu í umferðinni í Reykjavík á miðvikudag. Meiðsli urðu á fólki í þremur tilvikum. Þrír bílar lentu saman á gatnamótum Hallarmúla og Ármúla skömmu fyrir kl. hálfsjö í fyrrakvöld. Einn ökumanna fór á slysadeild með minniháttar meiðsli. Árekstur tveggja bíla varð á Suðurlandsvegi við Rauðavatn skömmu fyrir kl. 21. Farþegi úr öðrum bílnum fór sjálfur á slysadeild. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 428 orð

Blaðamenn og ritstjóri greiði 570 þúsund

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Guðrúnu Kristjánsdóttur og Sigurð Má Jónsson, fyrrum blaðamenn á Pressunni og Karl Th. Birgisson, fyrrum ritstjóra blaðsins, til að greiða Jóni Halldóri Bergssyni 570 þúsund krónur í miskabætur, birtingarkostnað og málskostnað og hvorn blaðamannanna til að greiða 25 þúsund króna sekt til ríkissjóðs vegna fjölmargra ummæla í grein sem birtist í Pressunni 17. Meira
7. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 84 orð

Blindur fór holu í höggi

BLINDUR, breskur kylfingur fór holu í höggi á miðvikudag. Graham Salmon er 42 ára og tók þátt í Opna breska meistaramótinu í golfi blindra, sem fór fram á Fareham-velli í suðurhluta Englands. Hann sló með kylfu númer eitt á 7. braut, sem er 113 metrar. Salmon sagði við fréttamenn að hann hefði heyrt þegar boltinn lenti í holustönginni. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Brúarhlöð opin á ný

BRÚIN Brúarhlöð verður opnuð aftur á morgun, laugardag, eftir að hún hefur verið breikkuð og gerðar á henni aðrar nauðsynlegar breytingar. Hrunamenn ætla að fagna þessum áfanga með því að hótelið á Flúðum býður upp á matarhlaðborð um kvöldið á vægu verði og létt sveifla verður á eftir á Flúðabarnum. Einnig verður kaffihlaðborð um miðjan dag á sunnudag. Kl. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 31 orð

Coleman-hátíð í Húsafelli

Coleman-hátíð í Húsafelli COLEMAN-hátíð fjölskyldunnar verður í Húsafelli 7. - 9. júlí. Þar verður boðið upp á sérstaka dagskrá fyrir unga sem aldna og sérstök kynning verður á 96 árgerðum Coleman-fellihýsa. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

Dagskrá þjóðgarðsins

GÖNGUFERÐ verður í eyðibýlið Skógarkot laugardaginn 8. júlí. Kl. 15 verður barnastund er hefst við kirkjuna þar sem m.a. verður vatnslitað við Skötutjörn. Kl. 20 er kvöldrölt þar sem gengið verður um Spöngina. Meira
7. júlí 1995 | Miðopna | 1340 orð

Deilt um afsláttarverð á auglýsingum Ríkisútvarps JAFNA þarf samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla gagnvart Ríkisútvarpinu

SAMKEPPNISSTAÐA einkarekinna fjölmiðla gagnvart Ríkisútvarpinu hefur lengi verið til umræðu og telja forsvarsmenn ljósvakamiðla í einkaeign á sig hallað, sérstaklega hvað varði afslátt á auglýsingum RÚV og þátttöku í Menningarsjóði útvarpsstöðva. Meira
7. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 388 orð

Eldflaugadrífa á Srebrenica og Bihac

BOSNÍU-SERBAR skutu í gær eldflaugum á múslimabyggðina í Srebrenica sem telst til svonefndra verndarsvæða Sameinuðu þjóðanna. Hermenn Bosníu-Serba og múslimahermenn stjórnvalda í Sarajevo börðust einnig með skriðdrekum og öðrum þungavopnum á svæðinu en óljóst var um manntjón. "Þetta virðast vera mjög harðir bardagar," sagði talsmaður SÞ í Sarajevo. Meira
7. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 116 orð

ESB boðar bætta flugumferð

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur boðað röð aðgerða sem hjálpa eiga til að draga úr hinum þrálátu töfum í flugumferð yfir V-Evrópu sem ávallt verða á aðalferðamannatímanum á sumrin. Aðgerðirnar miða að því að bæta samskipti innan hins þéttriðna nets þeirra fjölmörgu aðila sem koma að flugumferðarstjórn í álfunni. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Eyrún fær nýtt hlutverk

EYRÚN EA 155 frá Hrísey lagði í gær af stað frá Akureyri til Oslóar í Noregi þar sem hennar bíður nýtt hlutverk, henni verður breytt í skemmtisiglingaskip. Eyrún er tréskip, 132 tonn að stærð, smíðuð í Hafnarfirði 1970. Í Noregi verður henni breytt, opnaðar hliðarnar á millidekkinu og lestin innréttuð fyrir farþega auk þess sem sett verða á hana tvö möstur og hún búin seglum. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 127 orð

Féll á steypustyrktarjárn

HÚSASMIÐUR á sextugsaldri, sem var að vinna að uppslætti í nýbyggingu í Smáíbúðahverfi í gær, slasaðist alvarlega þegar hann féll úr áltröppu og inn í húsgrunninn. Fallhæðin var um 1,4 metrar og lenti maðurinn á steypustyrktarjárni, sem gekk inn í vinstri síðu hans og út hægra megin. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 719 orð

Fljótlega ljóst að eytt yrði umfram áætlun

"ÉG HELD að menn hafi séð það mjög fljótlega að 40 milljónir var vanáætlað miðað við þau verkefni sem voru lögð til. Verkefnin voru samþykkt og hátíðarhöldin sjálf samþykkt af borgarráði og að því leyti lá þetta fyrir en þetta er ekkert einkamál mitt sem fyrrverandi borgarfulltrúa, fjárhagsáætlun vegna lýðveldishátíðar var lögð fyrir framkvæmdanefndina alla, Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 186 orð

Foktjón á tveimur stöðum

LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um eignatjón vegna foks á þriðjudag og fimmtudagsmorgun. Um hádegisleytið á þriðjudag var tilkynnt að lausar járnplötur hefðu fokið af þaki húss í Dugguvogi. Ein platan lenti á bíl, sem stóð fyrir neðan húsið, og olli tjóni á honum. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 220 orð

Fólkið virtist hissa á leitinni

SPÁNVERJARNIR tveir, sem leitað var við Drangajökul í hartnær sólarhring, fundust um kl. 16 í gær, heilir á húfi. Sex björgunarsveitarmenn frá Bolungarvík fóru um þrjúleytið í gær á bát í Jökulfirði að svipast um eftir tveimur Frökkum, sem eru á göngu á svipuðum slóðum og Spánverjanna var leitað. Um kl. fjögur fundu þeir fólkið, mann og konu á þrítugsaldri, í sæluhúsi í Hrafnsfirði. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 483 orð

Framkvæmdir stöðvaðar við leikskóla í Laugarnesi

FRAMKVÆMDIR við byggingu leikskóla á lóð við Laugarnesskóla hafa verið stöðvaðar í bili á meðan kannað er með hvaða hætti verður hægt að koma til móts við íbúa hverfisins. Þá hefur verið ákveðið að halda fund með íbúum Bústaðahverfis vegna leikskóla sem fyrirhugað er að reisa við Hæðargarð. Umferðin helsta vandamálið Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 466 orð

Gert ráð fyrir að 50 þús. nöfn verði skráð

Á VEGUM utanríkisráðuneytisins er starfandi nefnd sem falið hefur verið að sjá um að skrásetja Vestur­Íslendinga. Búið er að útbúa eyðublað sem sent verður um Íslendingafélögin í Bandaríkjunum og Þjóðræknisfélögin í Kanada en þar eru þegar til töluverðar skrár um einstaklinga. Meira
7. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 177 orð

Gonzalez íhugar kosningar 1996

FELIPE Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, lét í gær undan þrýstingi frá pólitísku samstarfsfólki sínu og andstæðingum og tilkynnti að hann væri reiðubúinn að íhuga að boða til kosninga á næsta ári. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Greitt úr borgarsjóði án fylgiskjala

Í SKÝRSLU borgarendurskoðunar með ársreikningum borgarinnar fyrir árið 1994, er gerð athugasemd vegna greiðslna úr borgarsjóði. Dæmi eru um að kostnaður sé greiddur með borgarsjóðsávísunum án þess að reikningur fylgi. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 44 orð

Hált á heiðinni

Morgunblaðið/Halldór Kolbeins VETRARLEGT var um að litast á miðju sumri á Holtavörðuheiðinni í gær. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi hafði þó ekkert farið úrskeiðis í umferðinni en hált var á heiðinni. Grátt var orðið niður í miðjar hlíðar Hafnarfjalls í gærkvöldi. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 519 orð

Hlutdeild í tapi Landsvirkjunar 3,1 milljarður

Í SKÝRSLU borgarendurskoðanda með ársreikningum Reykjavíkurborgar árið 1994, kemur fram að arður fyrirtækja borgarinnar til borgarsjóðs var samtals 984.166.000 krónur árið 1994. Fram kemur að staða Vatnsveitunnar hefur farið versnandi á undanförnum árum en staða Hitaveitunnar hefur verið að styrkjast. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 170 orð

Hlutdeild í vsk. ekki fráleit

ÁRSREIKNINGUR Reykjavíkurborgar fyrir árið 1994 kom til síðari umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur í gærkvöldi. Í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra kom fram að minnkandi tekjur borgarinnar, m.a. vegna ákvörðunar um að afleggja aðstöðugjaldið, hefði leitt til þess að fjárhagsstaða borgarinnar væri ekki jafn sterk og áður. Meira
7. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 215 orð

Horfa á heilann sjá

VÍSINDAMÖNNUM hefur nú tekist í fyrsta skipti að fylgjast með því hvernig heilinn sér. Nýlega þróuð aðferð gerði læknum og taugasérfræðingum við Memorial Sloan Kettering sjúkrahúsið í New York kleift að athuga hvernig heilinn bregst við sjónrænu áreiti. Meira
7. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 153 orð

Horfðu glaður um öxl

Í TILEFNI 50 ára afmælis Ólafsfjarðarbæjar hefur Guðmundur Ólafsson, leikari og rithöfundur, sett saman eins konar söguannál sem kallast Horfðu glaður um öxl. Guðmundur sagðist hafa sett þessa dagskrá saman að beiðni bæjaryfirvalda og frá því á sjómannadag hefðu æfingar staðið yfir í Tjarnarborg. Þarna kæmu fram 19 leikarar og 3 hljóðfæraleikarar, enda væri í annálnum töluverð tónlist. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 249 orð

Hópreið niður Almannagjá

ALÞJÓÐLEGA víkingahátíðin Landnám var sett á Þingvöllum í gær. Heiðursgestur var Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands. Setningarathöfnin hófst á hópreið og göngu víkinga niður Almannagjá og niður á Vellina norðan við Öxarárfoss. Fremstir í flokki voru 70 reiðmenn og á eftir fylgdu um 500 göngumenn. Ellert Borgar Þorvaldsson formaður stjórnar Landnáms setti hátíðina. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 215 orð

Hugað að merkingum við verklegar framkvæmdir

LÖGREGLAN á Suðvesturlandi mun dagana 11. og 12. júlí beina athyglinni sérstaklega að merkingum vegna verklegra framkvæmda á og við vinnusvæði á götum og á vegum. Átakið er gert á vegum samstarfsnefndar lögreglunnar á Suðvesturlandi í umferðarmálum en þar eiga fulltrúa lögregluembættin á Selfossi, í Keflavík, Grindavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 658 orð

Hundrað manns leituðu í kulda og byl

Tæplega 100 hjálparsveitarmenn leituðu í veðri, sem fremur minnti á vetur en hásumar, að Spánverjunum tveimur, sem saknað var í nágrenni Drangajökuls. Fólkið, maður og kona um þrítugt, fannst heilt á húfi í Hrafnsfirði síðdegis í gær, um sólarhring eftir að leit hófst. Meira
7. júlí 1995 | Landsbyggðin | 358 orð

Höndlað í heila öld

Hvammstanga-Í ár eru 100 ár síðan Hvammstangahöfn var löggilt sem verslunarhöfn. Má segja að þá hafi verið lagður grunnur að byggðarkjarna í Vestur-Húnavatnssýslu, en áður versluðu Vestur-Húnvetningar á Borðeyri við Hrútafjörð og á Skagaströnd. Meira
7. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 352 orð

Íbúum "Chirachverfis" fjölgar

FRANSKT dagblað birti í gær nýjan lista yfir fólk sem sagt er tengjast húsnæðismálahneyksli í París. Á nýja listanum eru vinstrisinnaðir stjórnmála- og listamenn, en í ljós kom fyrir nokkru, að fjöldi hægrisinnaðra stjórnmálamanna, blaðamanna og félaga Jacques Chiracs, Frakklandsforseta, og Alains Juppes, forsætisráðherra, hefur notið vildarkjara á leiguíbúðum í eigu Parísarborgar. Meira
7. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 272 orð

Írakar vonast eftir velvild

ÍRAKAR vonast til þess að viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna (SÞ) verði aflétt af þeim eftir að þeir viðurkenndu að hafa framleitt sýklavopn til hernaðar. Talið er að með játningunni séu þeir að reyna að einangra Bandaríkjamenn í málinu í öryggisráði SÞ. Madeleine Albright sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ sagði að afnám bannsins kæmi ekki til greina og fulltrúi Breta tók undir með henni. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Íslendingar sjöttu í Evrópukeppni í skyndihjálp

ÍSLENSKA landsliðið í skyndihjálp, sem skipað er félögum úr RKÍ og Landsbjörgu, náði 6. sæti á 10. Evrópumeistaramótinu í skyndihjálp, sem haldið var í Noregi um síðustu helgi. 26 þjóðir tóku þátt í mótinu. Íslendingar kepptu nú í fyrsta sinn. Írska liðið sigraði í keppninni með 923 stig af 1000 mögulegum. Þar á eftir komu Bretar og Norðmenn. Íslenska liðið fékk 867 stig. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 322 orð

Íslendingar smíði rannsóknarskip fyrir Namibíu

STJÓRNVÖLD í Namibíu hafa lýst yfir áhuga á að Íslendingar taki að sér smíði nýs rannsóknarskips fyrir Namibíumenn sem yrði að stærstum hluta greitt af namibíska ríkinu en Íslendingar tækju þátt í kostnaðinum sem þróunaraðstoð. Þetta kom fram í viðræðum ráðamanna í Namibíu við Davíð Oddsson forsætisráðherra sem þar er staddur í opinberri heimsókn. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 454 orð

Ítreka kröfur með hægagangi

"VIÐ höfum unnið nákvæmlega eftir bókinni, sem þýðir að vinnubrögðin eru hægari en oft áður. Þetta gerum við til að leggja áherslu á að gengið verði til samninga við okkur af fullri alvöru," sagði Þorleifur Björnsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
7. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 179 orð

Kinkel óskar eftir samvinnu Rifkinds

STJÓRNVÖLD í Bonn sendu hinni uppstokkuðu stjórn Bretlands í gær orðsendingu, þar sem óskað er eftir áframhaldandi samvinnu Bretlands við að vinna að Evrópusamrunanum, nú þegar John Major forsætisráðherra hefði tekizt að kveða niður uppreisn hörðustu ESB-andstæðinganna í brezka Íhaldsflokknum. Meira
7. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 69 orð

Kosningabarátta hafin í Japan

Reuter TOMIICHI Murayama forsætisráðherra Japans hóf í gær kosningabaráttu Sósíalistaflokksins vegna kosninga til efri deildar japanska þingsins sem fram fara 23. júlí. Eru það fyrstu kosningarnar á landsvísu í rúmlega tvö ár og er úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Kröfur í öryggisskyni

BENEDIKT E. Guðmundsson, siglingamálastjóri, segir að þegar rætt var um að hefja smíði víkingaskips hér á landi hafi verið sammælst um samstarf Siglingamálastofnunar og Gunnars Marels Eggertssonar skipasmíðameistara um útfærslu. Það hafi verið gert til að tryggja öryggi farþega og skipverja. Ætlunin hafi verið að nota þetta skip til farþegaflutninga og þar gildi strangar reglur. Meira
7. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Kuldaboli í heimsókn

KULDALEGT var á Akureyri í gærmorgun, grátt Hlíðarfjallið niður undir byggð, þoka á fjöllum og sá úrkomuvottur sem var þótti um of minna á janúar en júlí. Skátar, sem voru að undirbúa fyrsta mót nýstofnaðs Skátasambands Norðurlands að Hálsi í Öxnadal í fyrrakvöld, Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 169 orð

Loðnuaflinn tæplega 34.000 tonn

SAMTÖKUM fiskvinnslustöðva hefur verið tilkynnt um að landað hafi verið 33.912 tonnum af loðnu á loðnuvertíðinni. Flest loðnuskipin voru á leið á miðin við Kolbeinsey í gærmorgun. Bræla hefur hamlað veiðum og lítill afli geymist illa vegna mikillar átu. Meira
7. júlí 1995 | Miðopna | 996 orð

Major eflir vinstri vænginn

Þingmenn á hægrivængnum, sem kusu Major til að koma í veg fyrir að Michael Heseltine yrði kjörinn leiðtogi, standa nú frammi fyrir því að hann er nú með annan fótinn í Downing-stræti 10 ­ sem aðstoðarforsætisráðherra og fyrsti ríkisráðherra, en það er nýtt embætti. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 194 orð

Meðalfjöldi fermetra í íbúðarhúsnæði

Giftir Ein- Ekkjur Fráskilin Fráskilin í sambúð hleypir -ekklar með forsjá án forsjár HeildFjöldi svefnherb. Meira
7. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 145 orð

Milljón manns við flóðavarnir

EIN milljón hermanna og óbreyttra borgara í Jiangxi-héraði í suðurhluta Kína berst nú við gífurleg flóð af völdum úrfellis. Nokkur hundruð manns hafa farist af völdum flóðanna og í nágrannahéraðinu Hunan hafa tæplega 400 manns farist, að sögn opinberra málgagna. Meira
7. júlí 1995 | Landsbyggðin | 82 orð

Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir

Egilsstöðum - Egilsstaðamaraþon var haldið 2. júlí og tóku um 130 manns þátt í hlaupinu. Langflestir tóku þátt í skemmtiskokki, eða um 100 manns en aðrir hlupu 10 km og hálft maraþon. Halldór Jóhannsson frá Reyðarfirði sigraði í hálfu maraþoni. Halldór B. Ívarsson frá Djúpavogi sigraði í 10 km karla, og Hrefna Guðmundsdóttir frá Neskaupstað í 10 kílómetra hlaupi kvenna. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

Morgunblaðið/Gunnlaugur

Morgunblaðið/Gunnlaugur Skagamenn á beinu brautina ÍSLANSMEISTARAR Skagamanna unnu Fram í gærkvöldi 3:0 í 1. deild og á sama tíma tapaði KR í fyrir ÍBV í Eyjum 0:1. Þar men hafa Skagamenn náð 9 stiga forystu í deildinni, þegar aðeins hafa verið leiknar 7 umferðir. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 848 orð

Munur á aðstæðum barna mikill eftir fjölskyldugerð

AÐSTÆÐUR íslenska barna virðast fremur ráðast af gerð þeirrar fjölskyldu sem þau búa í en af stéttarstöðu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á högum foreldra og barna á Íslandi sem unnin var á vegum Landsnefndar um Ár fjölskyldunnar 1994 og félagsmálaráðuneytisins. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Námsskeið í listmeðferð

HJÓNIN Jennie og Colin Tanser halda helgina 8.­9. júlí námskeið í listmeðferð (art therapy) á Sólheimum í Grímsnesi. Markmiðið með námskeiðinu er að kynna listmeðferð sem byggir á hugmyndafræði austurríka heimspekingsins Rudolfs Steiners. Kenningar Steiner og starfsaðferðir á sviði meðferðar, uppeldis og kennslu hafa hlotið vaxandi athygli færðimanna og fagmanna. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 428 orð

Nokkrar ábendingar um tolla á ís og vörur til ísgerðar

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá fjármálaráðuneytinu: "Tollvernd fyrir hvert kg af hráefni til ísgerðar er um 43 kr. og því meiri en svarar til verðmunar á innlendu og erlendu hráefni sem er tæpar 20 kr. Tollvernd fyrir hvert kg af tilbúnum ís sem fluttur er til landsins er 110 kr. auk 30% af cif-verði sem er meiri en svarar til verðjöfnunar á hráefni (20 kr. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Nýr dagskrárstjóri Stöðvar 2

ÍSLENSKA útvarpsfélagið hefur ráðið Pál Baldvinsson dagskrárstjóra Stöðvar 2 frá 1. september nk. Lovísa Óladóttir, sem gengt hefur því starfi, fer í námsleyfi til 1. janúar 1997. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 307 orð

Nær fullbókað er í öll flug til Bandaríkjanna

NÆR fullbókað er í flug Flugleiða til Bandaríkjanna í júlí og ágúst. Lægstu fargjöld eru uppseld í flest flug en eitthvað er til af hærri fargjöldum. Ennþá er hægt að fá flug til Evrópu á lægstu fargjöldum á flestar brottfarir. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 386 orð

Of mikið tillit tekið til fjárveitinga fyrri ára

Í SKÝRSLU borgarendurskoðunar með ársreikningi Reykajvíkurborgar sem lögð hefur verið fram í borgarráði er vakin athygli á mismunandi afkomu sölubúða í húsnæði aldraða og nýtingu á hráefni í matsölum aldraða. Einnig kemur fram að of mikið sé litið til fjárveitinga ársins á undan við gerð fjárhagsáætlunar. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 238 orð

Ráðherra skipar nefnd

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur skipað sérstaka nefnd til að fjalla um aðlögun Íslands að tilskipunum Evrópusambandsins um vinnu barna og unglinga, sem lagt er til að verði tekin upp í samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Meira
7. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 51 orð

Reuter

Reuter Kohl í Póllandi HELMUT Kohl, kanzlariÞýzkalands, er nú í þriggjadaga opinberri heimsókn íPóllandi, hinni fyrstu síðan1989. Með Jozef Oleksy, forsætisráðherra Póllands, sérvið hlið fylgist hann meðheiðursverði pólka hersinsvið komuna til Varsjár ígær. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 184 orð

Samið um uppgræðslu í landi Garðabæjar

GARÐABÆR og Landgræðsla ríkisins hafa gert samstarfssamning um landgræðslu í Reykjanesfólkvangi til ársins 2000. Svæðið, sem njóta á góðs af landgræðslusamstarfi þessara aðila er í Lönguhlíðum, Leirdal og Breiðdal í landi Garðabæjar, skammt frá Krísuvík. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

SFlugvél brennur

FJÖGURRA manna flugvél skemmdist mikið í eldi rétt eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags. Eiganda flugvélarinnar, Einari Flygenring, sem var að vinna að smíði hennar heima í bílskúr tókst að forða sér út og gera slökkviliði viðvart. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 439 orð

Siglingamálastofnun krefst breytinga

SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur vísað máli Gunnars Marel Eggertssonar skipasmíðameistara, vegna siglingaleyfis víkingaskips sem hann er að byggja, aftur til Siglingamálastofnunar. Siglingamálastofnun gerði kröfur um verulegar breytingar á skipinu frá fyrirliggjandi teikningum. Stofnunin treysti sér ekki til að samþykkja skipið til farþegaflutninga að óbreyttu. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Sigurður Daði í efsta sæti

EFTIR fimm umferðir í Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur er Sigurður Daði Sigfússon í efsta sæti með 5 vinninga. Í 2.­5. sæti eru Torfi Leósson, Matthías Kjeld, Páll Agnar Þórarinsson og Bjarni Magnússon. Í 6.­8 sæti eru þeir Sverrir Norðfjörð, Sigurbjörn Björnsson og Halldór Garðarsson. 6. umferð verður tefld á föstudag kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Sjálfsbjörgu gefin tré

SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, fékk á dögunum lóð til afnota við Elliðavatn og hefur svæðið verið hannað með þarfir hreyfihamlaðra í huga. Skógrækt ríkisins og Skeljungur gáfu trjáplöntur til gróðursetningar á svæðinu. Á myndinni eru f.h. Sigurrós M. Sigurjónsdóttir, formaður félagsins, Bjarni Sn. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Skógardagur í Reykjahólsskógi í Skagafirði

SKÓGARDAGUR Skógræktar ríkisins og Skeljungs verður haldinn í Reykjahólsskógi í Varmahlíð í Skagafirði á laugardaginn kemur 8. júlí kl. 14 til 17. Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri mun rekja sögu gróðrarstöðvarinnar og Reykjahólsskógar. Farið verður í gönguferðir undir leiðsögn og gömul og ný ræktunaráhöld verða sýnd. Þá mun skógarálfurinn heilsa upp á börnin o. Meira
7. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 492 orð

Skólamálin eru enn í hnút hjá Mývetningum

SKÓLAMÁL Mývetninga eru enn óleyst og tillaga sveitarstjórnar um lausn á skólaskipan til fjögurra ára hefur ekki hlotið brautargengi. Sigurður Rúnar Ragnarsson sveitarstjóri í Mývatnssveit sagði sveitarstjórn hafa lagt mikla vinnu í að ná sátt um skólaskipanina, hvar skuli kennt og hvernig. Starfshópur hefði unnið að þessum málum og skilað af sér skýrslu í maímánuði. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 198 orð

Smokkar sprungu í iðrum smyglara

LÖGREGLA í Danmörku handtók fyrir um tveimur vikum 37 ára gamlan Íslending nær dauða en lífi eftir að smokkar með amfetamíni höfðu sprungið í iðrum hans. Efnið ætlaði maðurinn til innflutnings hér á landi. Eftir sjúkrahúslegu og gæsluvarðhald var hann framseldur til Íslands á þriðjudag og var látinn laus úr haldi fíkniefnalögreglunnar í fyrradag. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Svipaður fjöldi ferðamanna

SVIPAÐUR fjöldi erlendra ferðamanna kom til landsins í júnímánuði og á sama tíma í fyrra en þá hafði orðið 23% fjölgun milli ára. Að meðaltali komu 200 Þjóðverjar til landsins á dag í júní. Alls komu 5.900 Þjóðverjar til landsins í júní en fyrstu sex mánuðina voru 13.256, sem er 6,1% fjölgun á milli ára. Meira
7. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 188 orð

Sýningar og gamlir barnaleikir

AFMNÆLISHÁTÍÐ Ólafsfirðinga verður hin fjölbreytilegasta og meðal dagskrárliða eru margar sýningar auk þess sem áhersla er lögð á að kynna börnum og unglingum menningu liðinnar tíðar. Ljósmyndasýningar verða í barnaskólanum. Annars vegar er sýning á sögulegum ljósmyndum, en Friðrik Olgeirsson hefur tekið saman skýringartexta með þeim. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 109 orð

Tuttugu metra snjóstál

MIKIÐ illviðri gerði á Vestfjörðum á miðvikudag og fólk hefur verið varað við hálku á fjallvegum þar, en áður hafði sumarið gert vart við sig með hlýindum og ágætu veðri. Þrátt fyrir það er enn talsverður snjór víða, til dæmis allt niður í fjörur á Barðaströnd, á leiðinni milli Bjarkalundar og Flókalundar. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð

Umhverfisdagar í Fjölskyldugarðinum

UMHVERFISDAGAR verða helgina 8.­9. júlí í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Laugardaginn 8. júlí verður dagskrá við grillið frá kl. 14 til 16. Sunnudaginn 9. júlí byrjar dagskrá við grillið kl. 14. Hljómsveitin Kósí flytur nokkur umhverfisvæn lög og fluttur verður leikþáttur um umhverfismál og haldið áfram með umhverfismálverkið kl. 16. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 79 orð

Vaxtalækkun næstu mánuði

Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu VÍB þar sem segir að spennandi staða hafi skapast á íslenskum skuldabréfamarkaði við stórfellda og óvænta lækkun markaðsvaxta í flestum viðskiptalöndum og því miði fjárfestingastefna VÍB á þriðja ársfjórðungi við lítilsháttar vaxtalækkun á Íslandi næstu mánuði. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 737 orð

Vaxtarbroddurinn í kynningu á íslenzkri hestamennsku

RIT um íslenzka hestinn, sem gefið er út á ensku og þýzku og dreift er til tólf landa innan Evrópu auk Bandaríkjanna og Kanada, nefnist Eiðfaxi International. Annað tölublað ársins 1995 kom út nú á dögunum. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Veðrið ekkert einsdæmi

HIÐ slæma veður sem hefur ríkt hefur á landinu er ekkert einsdæmi. Þóranna Pálsdóttir hjá Veðurstofunni segir þetta einfaldlega vera íslenskt veðurfar. "Það vildi svo til að sl. mánudagur var víða heitasti dagurinn sem af er árinu, en á þriðjudaginn var veðrið orðið öskuvont. Yfir landinu er hálfgerð haustlægð sem á sök á þessu en þetta er ekkert óvenjulegt. Meira
7. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 213 orð

VES kjarni evrópskrar varnarsamvinnu

SPÁNN er nú í forsæti hvort tveggja fyrir ESB og VES (Vestur- Evrópusambandinu, öryggisbandalagi V-Evrópuríkja) og hyggst samkvæmt yfirlýsingum Javier Solana utanríkisráðherra nýta þessa sögulegu aðstöðu sína til að efla tengsl stofnananna tveggja. Meira
7. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Viðey um helgina

DAGSKRÁIN í Viðey verður með hefðbundnum hætti um helgina. Á laugardag verður gönguferð um norðurströnd eyjarinnar. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 14.15. Ferðin tekur um einn og hálfan tíma. Rétt er að vera vel búinn til fótanna. Meira
7. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

(fyrirsögn vantar)

Raunveruleg íslensk hamingja Birgir Andrésson sýnir næstu vikuna í Glugganum í Göngugötunni á Akureyri verk sem kallast Raunveruleg íslensk hamingja. Birgir hefur sýnt víða, heima og erlendis, og er nú fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum. Kvöldstund með Gosewitz Meira

Ritstjórnargreinar

7. júlí 1995 | Leiðarar | 531 orð

ATHUGASEMDIR SAMKEPPNISRÁÐS

leiðariATHUGASEMDIR SAMKEPPNISRÁÐS YLLSTA ástæða er til að taka athugasemdir og ábendingar Samkeppnisráðs um samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla gagnvart Ríkisútvarpinu alvarlega. Við endurskoðun útvarpslaga er nauðsynlegt að taka m.a. tillit til þessara athugasemda. Meira
7. júlí 1995 | Staksteinar | 403 orð

»Svindlað á velferðarkerfinu SVENSKA Dagbladet fjallar um svindl á v

SVENSKA Dagbladet fjallar um svindl á velferðarkerfinu. Auðvitað á ekki að treysta fólki "TAL um svindl á hinu opinbera velferðarkerfi hefur lengi verið haft uppi. Næstum því jafnlengi hefur því yfirleitt verið vísað á bug sem fáránlegu, smámunasömu, vísbendingu um að menn væru vantrúaðir á siðferði almennings og síðast en ekki sízt ósönnuðu, Meira

Menning

7. júlí 1995 | Menningarlíf | 93 orð

Aðrir sumartónleikar Hallgrímskirkju

ÞÝSKI orgelleikarinn Lothar Knappe frá Berlín leikur á öðrum orgeltónleikum tónleikaraðarinnar "Sumarkvöld við orgelið" í Hallgrímskirkju, sunnudagskvöldið 9. júlí kl. 20.30. Hann leikur þrjú verk: Introduction og passacaglíu í d- moll eftir Max Reger, Þrjár rómantískar tónamyndir eftir Fritz Lubrich og Orgelsinfóníu nr. 7 í a-moll eftir Charles-Marie Widor. Meira
7. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 88 orð

Allen tapar forræðismálinu

, leikarinn málglaði, fær ekki forræði barna sinna og leikkonunnar Miu Farrow. Hann hafði áfrýjað úrskurði þess efnis að Mia fengi forræði barnanna. Síðastliðinn mánudag vísaði dómari áfrýjuninni frá og virðist málinu þar með lokið. Meira
7. júlí 1995 | Menningarlíf | 114 orð

Dagskrá fyrir norræna ferðamenn DAGSKRÁ fyrir norræna ferðamenn verður haldin í Norræna húsinu alla sunnu- og mánudaga í sumar.

DAGSKRÁ fyrir norræna ferðamenn verður haldin í Norræna húsinu alla sunnu- og mánudaga í sumar. Á morgun mun Bjarni Sigtryggsson flytja erindi á norsku um íslenskt samfélag og það sem efst er á baugi í þjóðmálum á Íslandi á líðandi stundu. Að fyrirlestri loknum gefst fólki tækifæri á að koma með fyrirspurnir. Á mánudag kl. 17. Meira
7. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 82 orð

Dularfullur dauðdagi fyrirsætu

17 ÁRA fyrirsæta, Kristen Taylor, féll í yfirlið á heimili sínu í Pembroke Pines, Flórída, síðastliðinn sunnudag. Hún lést stuttu seinna á sjúkrahúsi þar í borg. Kristen var systir ofurmódelsins Niki Taylor og var talin vera á hraðri uppleið í tískuheiminum. Nýlega prýddi hún forsíður nokkurra vel þekktra tímarita, svo sem "Seventeen" og "Vogue". Meira
7. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 72 orð

Engin undankoma

ÞESSI óvenjulega mynd birtist í tímaritinu "The Face" nýverið. Hún sýnir hvernig HIV-vírus (blár) festir sig við hvítt blóðkorn (rautt) og hefst handa við að eyðileggja DNA- efni þess. Hvíta blóðkornið gegnir lykilhlutverki í ónæmiskerfi líkamans. Veiran nærist á því, fjölfaldast og ræðst á fleiri hvít blóðkorn. Meira
7. júlí 1995 | Menningarlíf | 625 orð

Er þetta ekki skáldskapur? Er þetta ekki póetískt?

ÁKAFFI KAROLÍNU situr hann með tindrandi tár í glasi. Hann er hávaxinn og grannur, klæddur svörtum gallabuxum, bláum jakka og bol sem auglýsir íslenskt brennivín. Það gætir eilítils taugatitrings í röddinni er hann heilsar mér enda segist hann ekki vanur að tala mikið við blaðamenn. Meira
7. júlí 1995 | Menningarlíf | 437 orð

Gaumont í hundrað ár

GAUMONT kvikmyndafyrirtækið stendur að kvikmyndahátíð í samvinnu við franska sendiráðið, Alliance Francaise og Háskólabíó dagana 7. til 17. júlí. Franski kvikmyndajöfurinn, Léon Gaumont, stofnaði samnefnt kvikmyndafyrirtæki sitt fyrir réttum hundrað árum síðan, árið 1895. Fyrirtækið var það fyrsta sinnar tegundar í heiminum enda jafnaldri kvikmyndarinnar. Meira
7. júlí 1995 | Menningarlíf | 77 orð

Georg sýnir á Mokka

GEORG Guðni opnar örstutta málverkasýningu á Mokka, mánudaginn 10. júlí. Þar myn hann sýna nýjar myndir til 14. júlí. Sýningin mun aðeins standa yfir í þessa fimm daga og er hún hugsuð sem eins konar upphitun fyrir sumarsýningu hans í Norræna húsinu, sem opnuð verður strax í kjölfarið, laugardaginn 15. júlí. Meira
7. júlí 1995 | Kvikmyndir | 358 orð

Lambert leggur á flótta

Leikstjóri: J.F. Lawson. Aðalhlutverk: Christopher Lambert, Joan Chen, John Lone. Universal Pictures. 1995. FRANSKI leikarinn Christopher Lambert er að verða eins konar arftaki Chucks Norris. Meira
7. júlí 1995 | Menningarlíf | 92 orð

Listamaðurinn í okkur öllum

SUMARHÁTÍÐIN í smábænum Pettineo á Sikiley er óræk sönnun þess að í okkur öllum býr listamaður. Á hverju sumri slást listamenn og listunnendur í hóp bæjarbúa og mála listaverk á striga sem er um einn kílómetri á lengd. Síðar er striganum skipt upp og listamennirnir gefa fjölskyldum í bænum verkin. Meira
7. júlí 1995 | Menningarlíf | 70 orð

Ljósmyndasýning Lárusar Karls LÁRUS Karl Ingason ljósmyndari opnar í dag ljósmyndasýningu í Listhúsi 39 við Strandgötu í

LÁRUS Karl Ingason ljósmyndari opnar í dag ljósmyndasýningu í Listhúsi 39 við Strandgötu í Hafnarfirði. Þema sýningarinnar er hestar og fjöll. Lárus Karl sýnir þar tuttugu svart/hvítar ljósmyndir, sem teknar hafa verið og unnar á síðustu misserum. Þetta er þriðja einkasýning Lárusar Karls, en hann starfar sem auglýsinga- og iðnaðarljósmyndari. Meira
7. júlí 1995 | Menningarlíf | 138 orð

Margverðlaunaður danskur stúlknakór

DANSKUR stúlknakór (Nordjysk Pigekor) frá Hjørring í Danmörku mun halda tónleika í Norræna húsinu á morgun laugardag kl. 16 auk þess sem kórinn heldur þrenna tónleika á Suðurnesjum á sunnudag. Kórinn sem er skipaður stúlkum á aldrinum 12-19 ára var stofnaður 1964. Meira
7. júlí 1995 | Menningarlíf | 53 orð

Norrænir brunnar SÝNINGUNNI Norrænir brunnar sem staðið hefur yfir undanfarnar þrjár vikur í og utan við Norræna húsið, lýkur á

SÝNINGUNNI Norrænir brunnar sem staðið hefur yfir undanfarnar þrjár vikur í og utan við Norræna húsið, lýkur á sunnudag kl. 19. Tilefni þessarar sýningar er 50 ára afmæli Norræna myndlistarbandalagsins. Alls eru sýnendur 17 talsins, frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Sýningin er opin daglega kl. 12-19 og er aðgangur ókeypis. Meira
7. júlí 1995 | Menningarlíf | 22 orð

Orgelstund í Kristskirkju

Orgelstund í Kristskirkju ORGELSTUND verður í Kristskirkju, Landakoti, þriðjudaginn 11. júlí frá kl. 12-12.30. Úlrik Ólason leikur á orgel kirkjunnar. Aðgangur ókeypis. Meira
7. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 118 orð

Pamela missti fóstrið

FÓLKPamela missti fóstrið EINS og sagt var frá í Morgunblaðinu nýverið, var Strandvarðastjarnan Pamela Anderson ófrísk. Nú hefur hún misst fóstrið, aðeins 10 dögum eftir tilkynninguna. Anderson, sem er 27 ára gömul, er sögð hafa fallið í yfirlið á heimili sínu fyrir skömmu. Meira
7. júlí 1995 | Menningarlíf | 92 orð

Rauðhetta í tónum

TÓNLEIKAHÚSIÐ í Gautaborg stendur fyrir sérstakri dagskrá fyrir börn og unglinga til að efla tengsl sín við þennan hóp tónlistaráhugafólks. Dagskráin stendur frá 7. október til 30. mars á næsta ári en á efnisskránni er m.a. verk þar sem sagan af Rauðhettu er sögð í tónum. Meira
7. júlí 1995 | Menningarlíf | 81 orð

Ríkey á tveim stöðum FYRIR helgina opnar Ríkey Ingimundardóttir myndlistarkona sýningu á tveimur stöðum, í Gallerí Ríkey,

FYRIR helgina opnar Ríkey Ingimundardóttir myndlistarkona sýningu á tveimur stöðum, í Gallerí Ríkey, Hverfisgötu 59, og í Nönnukoti, Hafnarfirði. Á sýningunni sýnir hún mikið af nýjum hlutum. Ríkey hefur haldið á fjórða tug einkasýninga bæði hérlendis og erlendis. Meira
7. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 121 orð

Sambíóin sýna myndina Á meðan þú svafst

SÝNINGAR eru nú hafnar í Sambíóunum á gamanmyndinni "While You Were Sleeping" eða Á meðan þú svafst eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Þetta er létt og skemmtileg mynd með rómantísku ívafi og fer Sandra Bullock með aðalhlutverkið ásamt Bill Pullman. Meira
7. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 147 orð

Stjörnubíó frumsýnir Æðri menntun

STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á nýjustu mynd leikstjórans Johns Singletons, Æðri menntun eða "Higher Learning". Frumsýning þessarar myndar markar tímamót hér á landi því í fyrsta sinn er boðið upp á kvikmynd í hinu nýja hljóðkerfi SDDS eða Sony Digital Sound. Meira
7. júlí 1995 | Menningarlíf | 93 orð

Sumarsýning í Listhúsinu í Laugardal MYNDLISTARKONURNAR Þorbjörg Höskuldsdóttir og Guðrún Svava Svavarsdóttir opna sýningy á

MYNDLISTARKONURNAR Þorbjörg Höskuldsdóttir og Guðrún Svava Svavarsdóttir opna sýningy á nýjum verkum í sýningarsal Listhússins í Laugardal kl. 14 á föstudag. Þorbjörg sýnir bæði olíumálverk og vatnslitamyndir, en Guðrún Svava vatnslitamyndir. Þorbjörg stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Myndlistaakademíunni í Kaupmannahöfn. Meira
7. júlí 1995 | Menningarlíf | 172 orð

Víólutónleikar í Keflavíkurkirkju

MARGRÉT Theódóra Hjaltested víóluleikari heldur tónleika í Keflavíkurkirkju, sunnudaginn 9. júlí kl. 16. Flytjendur auk Margrétar eru píanóleikarinn Eduard Laurel og Ingveldur Ýr Jónsdóttir messósópransöngkona. Meira

Umræðan

7. júlí 1995 | Velvakandi | 401 orð

að er Víkverja dagsins sérstakt fagnaðarefni að þurfa e

að er Víkverja dagsins sérstakt fagnaðarefni að þurfa ekki lengur að fleygja dagblaðahrúgunni sinni með almennu sorpi heldur eiga þess kost að kippa henni með sér þegar farið er að kaupa í matinn og koma henni fyrir til endurvinnslu í gámi við næsta stórmarkað. Meira
7. júlí 1995 | Aðsent efni | 682 orð

Í tilefni dagsins

OFTSINNIS fann ég til megnrar blygðunarkenndar í vetur þegar ég var að kenna fjórðabekk framhaldsskólans hér á Ísafirði svokallaða Íslensku, þ.e. íslenskar bókmenntir. Ég sá um námsefni síðustu annar fyrir stúdentspróf í þessari grein, nútímabókmenntir. Mönnum hefur komið saman um að þær hefjist um aldamótin síðustu. Meira
7. júlí 1995 | Aðsent efni | 1170 orð

Málefni prestastefnunnar

PRESTASTEFNAN 1995 var haldin í Háteigskirkju í Reykjavík dagana 20.-22. júní sl. Mér þykir nokkur ástæða til að gera grein fyrir málefnum stefnunnar. Þar kemur einkum tvennt til. Þau mál er biskup lagði fyrir stefnuna voru sérstaklega þýðingarmikil og um afgreiðslu þeirra náðist ákaflega góð samstaða. Meira
7. júlí 1995 | Velvakandi | 186 orð

Ósæmilegt athæfi

NÚ langar mig að benda á ósæmilegt athæfi leikhóps í borginni sem leyfir sér að nota íslenska fánann fyrir hlífðarfat, fyrir utanaðkomandi skítþurku, eins og allir vita er svunta aðeins notuð sem hlífðarfat til að verja betri föt fyrir hverskonar utanaðkomandi óhreinindum og finnst mér skömm fyrir hvern sem það gerir og lítilsvirðing við fánanum okkar. Meira
7. júlí 1995 | Velvakandi | 464 orð

Skuldasöfnun hins opinbera

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna hefur nú komið fyrir svokölluðum skuldaglugga í Austurstræti. Tilgangur þessa skuldaglugga er að vekja athygli á þeirri þróun sem orðið hefur undanfarna áratugi í rekstri ríkis og sveitarfélaga og á hinni gífurlegu skuldasöfnun hins opinbera. Um síðastliðin áramót námu samanlagðar skuldir ríkis og sveitarfélaga u.þ.b. Meira
7. júlí 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Steinsteypa hefur ekki forgang í heilbrigðisþjónustu við núverandi aðstæður

(myndir I og II). Þeir sem þarfnast ráðlegg-ingar þeim geðjast síst að þeim Hver er orsök óhóflega mikilla byggingaframkvæmda á Íslandi? Dæmi sem nefnd verða hér skýra líklega málið að nokkru: 1. Áætlun um skurðstofuaðstöðu við Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar 1983. Meira
7. júlí 1995 | Velvakandi | 198 orð

Til ættingja á Íslandi GUÐRÚN skrifar Velvakanda frá Bandaríkjunum:

GUÐRÚN skrifar Velvakanda frá Bandaríkjunum: "Vinafólk, frændfólk, systkini. Hjartans þakkir fyrir þær hlýju móttökur sem við fengum hjá ykkur öllum. Vona að það verði ekki önnur 21 ár þar til við sjáumst aftur. Þið eruð öll velkomin til okkar í USA. Mig vantar heimilisföng flestra ykkar og vona að þið skrifið mér. Guð geymi ykkur öll. Meira
7. júlí 1995 | Velvakandi | 369 orð

Þrír íþróttadagar aldraðra: Sundfimi ­ Boccia ­ Ratleikur

FÉLAG áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) efndi til fyrstu keppninnar í "Boccia" á vegum félagsins 7. júní síðastliðinn í íþróttahúsi fatlaðra við Sigtún. Nutu keppendur vistlegrar aðstöðu. Til keppninnar hafði stjórn íþróttafélags fatlaðra gefið fagran bikar og verðlaunapeninga. Formaður félagsins er Óskar Jónasson en húsvörður Ásgeir Guðlaugsson. Meira

Minningargreinar

7. júlí 1995 | Minningargreinar | 640 orð

Benedikt Steingrímsson

Hann bróðir minn valdi fallegt kvöld til að kveðja. Ég hugleiddi það úti í Gróttu þegar við yfirgáfum fólkið hans á spítalanum og ákváðum að eiga stund í næði. Sólkringlan vakti yfir lognkyrrum fletinum og baðaði sundin. Þarna sá ég Benna fyrir mér undir færum á litlum opnum báti líkt og á ljósmynd sem ég tók af honum fyrir þrjátíu árum. Benni var í raun mikið náttúrubarn og hafði yndi af útivist. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 321 orð

Benedikt Steingrímsson

Í dag fer fram frá Ábæjarkirkju útför Benedikts Steingrímssonar, fyrrverandi starfsmanns Rafmagnseftirlits ríkisins, en hann andaðist hinn 1. júlí síðastliðinn. ­ Benni, eins og við kölluðum hann jafnan, var ekki maður auglýsingar í neinu tilliti. Honum var farið eins og mörgum, sem eru miklum kostum búnir, að forðast eftir fremsta megni allt tal um eigin verðleika. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 323 orð

BENEDIKT STEINGRÍMSSON

BENEDIKT STEINGRÍMSSON Benedikt Kristján Steingrímsson var fæddur á Sauðárkróki 14. júlí 1926. Hann lést í Reykjavík 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steingrímur Benediktsson skólastjóri, f. 20.5. 1901 á Sauðárkróki, d. 23.11. 1971, og Hallfríður Ingibjörg Kristjánsdóttir húsmóðir, fædd 14.12. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 307 orð

Dagmar Gunnarsdóttir

Ég átti því láni að fagna að vera kunnugur frú Dagmar Gunnarsdóttur í rúma tvo áratugi. Ásgeir, yngri sonur hennar, var skólabróðir minn í menntaskóla og tókst með okkur ágæt vinátta, sem leiddi til þess að ég varð um árabil tíður gestur á heimili fjölskyldunnar í Birkigrund í Kópavogi. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 105 orð

DAGMAR GUNNARSDÓTTIR

DAGMAR GUNNARSDÓTTIR Dagmar Gunnarsdóttir fæddist 28. júní 1920 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu 30. júní 1995. Foreldrar hennar voru Sigríður Sveinsdóttir og Gunnar Villy Götze. 17. maí 1947 giftist hún Ásgeiri Ólafssyni, f. 2. desember 1922, d. 16. ágúst 1986. Börn þeirra eru: Ólafur Ásgeirsson, f. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 94 orð

Dagmar Gunnarsdóttir Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt, dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og

Dagmar Gunnarsdóttir Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt, dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni' og þrotni, veit ég, að geymast handar stærri undur, þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra' um síðir Edenslundur. Fagna þú, sál mín. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 473 orð

Guðrún Sigurðardóttir

Mér brá mikið þegar ég frétti um lát hinnar góðu vinkonu minnar frú Guðrúnar Sigurðardóttur enda þótt ég vissi að heilsu hennar hefði hrakað upp á síðkastið þar eð við Jón Eiríksson læknir, eiginmaður hennar og gamall vinur minn, höfum löngum haft náið samband. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 302 orð

GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR

GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Guðrún Sigurðardóttir var fædd á Hvítárbakka 7. júlí 1912 . Hún lést í Vífilsstðaspítala 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ásdís M. Þorgrímsdóttir, f. 18. október 1883, d. 9. apríl 1969 og Sigurður Þórólfsson, f. 11. júlí 1869, d. 1. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 518 orð

Hrannar Garðar Haraldsson

Hrannar mágur er látinn. Þar fór góður drengur langt um aldur fram. Öll verðum við að lúta valdi dauðans fyrr eða síðar og þegar ólæknandi sjúkdómur hefur náð heljartökum er ekki að spyrja að leikslokum. Við Hrannar kynntumst fyrir um það bil 37 árum, þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir systur hans og góðum félaga. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 287 orð

Hrannar Garðar Haraldsson

Hér sit ég með bók í hönd og hvert hvarflar hugurinn nema til þín, kæri frændi. Er ég fór af landi brott varstu hraustur og fullur af lífskrafti. Nú ert þú horfinn. Ég felli tár en veit þó að þú munt ætíð búa í hjarta mínu. Þú býrð þar í gegnum þau sterku jákvæðu áhrif sem þú hefur haft á mig. Fyrir þér var ekkert sjálfsagt. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 291 orð

Hrannar Garðar Haraldsson

Kær frændi minn, Hrannar Garðar Haraldsson, er látinn. Góður drengur er horfinn langt um aldur fram. Hrannar var sonur hjónanna Jennýjar Lúðvíksdóttur og Haralds Levís Bjarnasonar, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Heimili fjölskyldunnar var á Grettisgötu 84 hér í borg og þar ólst Hrannar upp við ástríki foreldra sinna og systra. Hann var yngstur, óskabarn, umvafinn kærleika og elsku. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 266 orð

Hrannar Garðar Haraldsson

Elsku vinur og frændi, Hrannar, þú ert horfinn á braut. Við bræðurnir söknum þín sárt og við vitum að enginn getur nokkru sinni komið í þinn stað. En minningin um þig mun ætíð búa í hjarta okkar þó um stundarsakir sé sorgin sterk. Við viljum þakka þér, Hrannar, fyrir allar samverustundirnar á liðnum árum. Ykkur Láru var alltaf ánægjulegt að heimsækja, og í raun alltaf eftirsóknarvert. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 284 orð

Hrannar Garðar Haraldsson

Í dag kveðjum við að sinni vin okkar, Hrannar G. Haraldsson. Í stóran fjölskylduhóp okkar er skarð höggvið. En margs er að minnast og margt að þakka. Við höfum alltaf litið á Hrannar sem mág okkar því konan hans, Lára systurdóttir okkar, er eins og ein af systkinunum og náin tengsl okkar í milli. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 733 orð

Hrannar Garðar Haraldsson

Þessi orð skáldsins flugu mér í huga, er okkur Sigrúnu barst til eyrna bjartan sumarmorgun norður í Víðidal fregnin um fráfall hins góða vinar okkar, Hrannars. Auðvitað vorum við búin að fylgjast í vetur með hetjulegri baráttu hans og elskulegrar eiginkonu hans Láru Kjartansdóttur við hinn grimma vágest sem litlu eirir, Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 157 orð

HRANNAR GARÐAR HARALDSSON

HRANNAR GARÐAR HARALDSSON Hrannar Garðar Haraldsson fæddist í Reykjavík 15. september 1943. Hann lést á heimili sínu 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Haraldur Leví Bjarnason, látinn 1990, og Jenný Þuríður Lúðvíksdóttir. Systur hans eru 1) Þóra Hallgrímsdóttir, fóstursystir, gift Árna Þóri Árnasyni. 2) Þórunn, gift Frank C. Faddis. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 758 orð

Jónas Sveinsson

Um miðja öldina, þegar við vorum að byrja að vera til, sem nú erum komin á ellilaun og orðin móð af ýmsum sökum, var læknir hér í bæ, hálfsextugur að aldri, sem gekk um garða af meiri hressileik en aðrir menn. Þetta var Jónas Sveinsson. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 109 orð

JÓNAS SVEINSSON

JÓNAS SVEINSSON JÓNAS Sveinsson fæddist að Ríp í Hegranesi 7. júlí 1895, elstur sinna systkina, sem urðu sjö að tölu. Hann lést í Reykjavík 28. júlí 1967. Faðir hans var séra Sveinn Guðmundsson, prestur að Ríp og kona hans Ingibjörg Jónasdóttir. Séra Sveinn var um tíu ára skeið prestur í Skagafirði. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 402 orð

Skúli Magnússon

Í dag er ástkær afi minn Skúli Magnússon borinn til grafar en hann lést 27. júní síðastliðinn eftir áratuga langa baráttu við veikindi. Frá því ég fer fyrst að muna eftir mér er við bjuggum á Grettisgötunni kom afi oft í heimsókn þegar hann átti leið fram hjá til að líta eftir mömmu og okkur krökkunum. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 352 orð

Skúli Magnússon

Í dag er til moldar borinn tengdafaðir minn, Skúli Magnússon, fyrrverandi vörubifreiðarstjóri. Skúli var fæddur á Efri-Hömrum í Holtahreppi og var fimmtándi í röðinni af nítján systkinum en þar af komust fjórtán upp. Mátti hann á langri ævi sjá á bak öllum systkinum sínum. Vafalaust hafa ábúendur þurft að nýta gæði jarðarinnar til hlítar við slíkar kringumstæður. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 292 orð

SKÚLI MAGNÚSSON

SKÚLI MAGNÚSSON Skúli Magnússon var fæddur á Efri-Hömrum í Áahreppi í Rangárvallasýslu 1. júlí 1915. Hann lést hinn 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Björnsson, f. 23.8. 1870, d. 19.3. 1955, og Stefanía Ámundadóttir, f. 12.10. 1878, d. 21.1. 1956. Skúli var 15. Meira
7. júlí 1995 | Minningargreinar | 81 orð

Skúli Magnússon Elsku afi minn. Ég sakna þín svo mikið. Ekki datt mér í hug þegar ég kvaddi þig um jólin eftir jólafrí á

Elsku afi minn. Ég sakna þín svo mikið. Ekki datt mér í hug þegar ég kvaddi þig um jólin eftir jólafrí á Íslandi, að ég myndi aldrei sjá þig aftur. Mér finnst svo leiðinlegt að hafa ekki getað verið hjá þér og sagt bless við þig. En ég veit að bréfin mín til þín glöddu þig og að ég var lillan þín. Elsku besti afi minn, nú kveð ég þig og ég veit að þér líður vel. Meira

Viðskipti

7. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 396 orð

Athugasemd frá Fiskveiðasjóði

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Fiskveiðasjóði: "Athygli okkar hefur verið vakin á frétt er birtist í Morgunblaðinu 28. fyrra mánaðar: "Grandi keypti bankaábyrgð af Landsbankanum". Undirfyrirsögn: "Mun hagstæðari kjör fengust þannig hjá NIB en stóðu til boða hjá Fiskveiðasjóði". Meira
7. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 59 orð

Auglýsingar Benetton bannaðar

AUGLÝSING frá Benetton-fyrirtækinu, sem sýnir börn stunda erfiðisvinnu í Rómönsku Ameríku hefur verið bönnuð af dómstóll í Þýzkalandi þar sem með henni séu samkeppnislög brotin með því að nota mannlegar þjáningar til að selja tízkuklæðnað. Meira
7. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Nær 10% veltuaukning hjá Fríhöfninni

SALA Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli hefur farið vaxandi á síðustu misserum. Nam salan um 870 milljónum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við 795 milljónir á sama tíma í fyrra, sem er um 9,5% aukning. Sérstaklega var mikil gróska í sölu tækja af ýmsu tagi en hún jókst um 18% milli ára. Farþegum fjölgar Meira
7. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 299 orð

VÍB spáir vaxtalækkunum á næstu mánuðum

VERÐBRÉFAMARKAÐUR Íslandsbanka spáir því í nýrri ársfjórðungsskýrslu sinni að vextir á skuldabréfamarkaði muni lækka lítillega á ný á næstu mánuðum eftir hækkanir undanfarið. Þar segir m.a. að afar spennandi staða hafi skapast á íslenskum skuldabréfamarkaði um mitt árið 1995 við stórfellda og óvænta lækkun markaðsvaxta í svo til öllum viðskiptalöndunum á fyrri hluta þess árs. Meira

Daglegt líf

7. júlí 1995 | Bílar | 94 orð

1.389 km á einum lítra

SIGURVEGARINN í elleftu Eco- Marathon sparaksturskeppni Shell fyrir sérútbúin farartæki, sem var haldin fyrir skemmstu, komst hvorki skemmri né lengri vegalengd en 1.389 km á einum lítra af Shell Formula Superplus 98 bensíni. Farartækið, TED 3, smíðað af verkfræðingum Eurocopter, er eins og flugvélarbúkur í laginu og er afar hraðskreitt. Meira
7. júlí 1995 | Bílar | 444 orð

Audi A3 á markað á næsta ári

FYRSTI smábíllinn frá Audi í yfir 20 ár kemur á markað á næsta ári. Bíllinn ber heitið A3 og verður í fyrstu eingöngu boðinn þrennra dyra með 1,6 lítra og 1,8 lítra vélum. Fimm dyra útfærsla verður sett á markað 1998. Meira
7. júlí 1995 | Bílar | 165 orð

Bílaleigan Geysir kaupir Opel bíla

BÍLALEIGA hefur aukist um 11% frá því í fyrra að sögn Hafsteins Häsler, forstjóra Bílaleigunnar Geysis. Bílaleigan festi nýlega kaup á níu Opel bílum en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem bílaleiga hérlendis kaupir Opel. Meira
7. júlí 1995 | Bílar | 28 orð

E-LÍNA BENZ FJÁRFESTING FYRIR 3,5 MILLJARÐA

E-LÍNA BENZ FJÁRFESTING FYRIR 3,5 MILLJARÐA MARKA - HLIÐARLÍKNARBELGIR ÞAÐ SEM KOMA SKAL - ÞRENNRA DYRA PALLBÍLAR - REYNSLUAKSTUR Á OPEL ASTRA DÍSIL - STRANGARI ÁREKSTRAPRÓFANIR Í E Meira
7. júlí 1995 | Bílar | 234 orð

Hvergi meiri söluaukning en á Íslandi

SÉRFRÆÐINGAR innan bílaiðnaðarins í Evrópu telja að evrópskir framleiðendur verði að draga úr bílaframleiðslu á seinni hluta þessa árs vegna lítillar söluaukningar það sem af er þessu ári. Fyrstu fimm mánuði ársins varð söluaukningin aðeins 0,2% en 0,1% í maímánuði. Á Íslandi jókst bílasalan á þessu tímabili um 22,5% sem var mesta söluaukningin í Vestur-Evrópu. Meira
7. júlí 1995 | Bílar | 386 orð

Nýjar vélar í MB og Vectra

MERCEDES-Benz C180 fær nýja vél á næsta ári sem eykur hestaflafjöldann úr 122 í 130 hestöfl. Þá verður Opel Vectra sem væntanlegur er á markað í september með nýrri vélarlínu. Bíllinn verður boðinn með 1,6 lítra, 75 hestafla vél, 1,6 lítra, 16 ventla og 100 hestafla vél, 1,8 lítra, 16 ventla og 115 hestafla vél, 2 lítra, 16 ventla og 136 hestafla vél, 2,5 lítra, 24 ventla, Meira
7. júlí 1995 | Bílar | 174 orð

Þrennra dyra pallbílar

CHEVROLET og GMC pallbíladeildirnar ætla síðar á þessu ári að setja á markað pallbíla með þremur hurðum. Þriðja hurðin er ætluð til að spara pallbílaeigendum óþarfa snúninga og erfiði við að ná út úr bílnum verkfærum eða farangri sem geymdur er fyrir aftan sætin. Meira

Fastir þættir

7. júlí 1995 | Dagbók | 96 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Fimmtugur er á

Árnað heillaÁRA afmæli. Fimmtugur er á morgun, laugardaginn 8. júlíJóhann Heiðar Jóhannsson, læknir, Háteigsvegi 8, Reykjavík. Sambýliskona hans er Laufey Gunnarsdóttir, meinatæknir. Meira
7. júlí 1995 | Dagbók | 222 orð

Ólafsfjörður

Ljósm. Landið þitt - PJ ÓlafsfjörðurDAGSKRÁ í tilefni 50 ára afmælis Ólafsfjarðarbæjar hefst í dag ogstendur óslitið til sunnudagsins 16. júlí, en afmælisins verður minnstmeð ýmsum hætti á árinu. Meira
7. júlí 1995 | Dagbók | 320 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Viðey

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Viðey til löndunar, farþegaskipinFedor Dostoevsky ogAzerbaydzhan komu og Stapafellið. Mælifell kom af strönd. Út fóru Francesco Dalesio, Brúarfoss, Nuka Artica. Meira

Íþróttir

7. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA ÍA 7 7 0 0 15 2 21LEIFTUR 7 4 0 3 13 10 12KR 7 4 0 3 8 7 12KEFLAVÍK 6 3 2 1 6 3 11ÍBV 7 3 1 3 18 10 10BREIÐABLIK 7 3 1 3 11 11 1 Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 32 orð

Ameríkubikarinn

Keppni um Ameríkubikarinn hófst í Montevido í Uruguay, með leik heimamanna A-riðill: Uruguay - Venesúela4:1 Daniel Fonseca (15.), Marcelo Otero (26.), Enzo Francescoli (vsp. 74.), Gustavo Poyet (85.) - Jose Dolguetta (53.). Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 122 orð

Á 43. mínútu voru Leiftursmenn í þungri sókn, Pál

Á 43. mínútu voru Leiftursmenn í þungri sókn, Páll Guðmundsson skaut utan vítateigs föstu skoti að marki sem hafnaði í varnarmanni Blika, þaðan fór knötturinn til Baldurs Bragasonar, sem renndi á Gunnar Oddsson, Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 326 orð

Barátta við "Kára"

ÞAÐ var hávaðarok í Vestmannaeyjum er heimamenn tóku á móti KR-ingum í gærkvöldi og má segja að "Kári" hafi leikið aðalhlutverkið. Vestmannaeyingar sigruðu 1:0 með marki Leifs Geirs Hafsteinssonar eftir aðeins 12 sekúndur. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 171 orð

Eftir stutta hornspyrnu Zorans Ljubecic á 55. mín., barst knö

Eftir stutta hornspyrnu Zorans Ljubecic á 55. mín., barst knötturinn til Ólafs Ingólfssonar við vítateishornið vinstra megin. Ólafur skaut föstu skoti að markinu, Lárus Sigurðsson varði en missti knöttinn frá sér til Grétars Einarssonar, Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 651 orð

"Ekki leiðinlegt að ná fram hefndum"

"ÉG er að sjálfsöðg ánægður með stöðu okkar í deildinni, við erum með fullt hús stiga eftir sjö umferðir og það er ekki slæmt. Ég var ánægður með leik okkar - lékum mjög vel í fyrri hálfleik, en áttum í erfiðleikum í þeim síðari, enda manni færri lengstum," sagði Sigursteinn Gíslason, eftir öruggan sigur Skagamanna á Fram, 3:0, Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 486 orð

Enn syrtir í álinn hjá Val

ÞRÁTT fyrir að Hörður Hilmarsson, þjálfari Vals hafi gert þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik þá dugði það ekki til að snúa Valsvélinni í gang og koma henni á sigurbraut að Hlíðarenda í gærkvöldi. Þá komu baráttuglaðir Grindvíkingar í heimsókn en þeir sátu í botnsætinu ásamt Val fyrir leikinn. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 267 orð

Ferguson segir Ince hafa stefnt til Inter

ALEX Ferguson framkvæmdastjóri Manchester United hefur legið undir ámæli frá stuðningsmönnum félagsins vegna þess að hann leyfði Paul Ince að yfirgefa herbúðir félagsins og ganga ítalska félaginu Inter Milan á hönd. En nú hefur Ferguson fengið sig fullsaddan og sagði í gær að Paul Ince hefði verið fyrir nokkru síðan lagt á ráðin um að yfirgefa Manchester liðið og fara til Inter. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 281 orð

GYLFI Birgisson

GYLFI Birgisson handknattleiksmaður frá Vestmannaeyjum, sem lék með Fylki í fyrravetur, er ákveðinn í að ganga til liðs við Víking fyrir næsta vetur. STEINDÓRA Steinsdóttir, markvörður 1. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 273 orð

Hjólreiðar

Fimmta og lengsta leiðin í keppninni var hjóluð í gær - 261 km leið frá Fekamp um Dunkerque. Það var Hollendingurinn Jeroen Blijlevenes (Hið ljúfa líf, eins og hann heitir, ef nafn hans er íslenskað) sem kom fyrstur í mark á 5.51,46 klst og á eftir honum komu nítján aðrir hjólreiðagarpar á sama tíma. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 584 orð

ÍBV - KR1:0 Hásteinsvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu - 1

Hásteinsvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild karla - fimmtudag 6. júlí 1995. Aðstæður: Frábær völlur en hávaðarok af norðri sem sló þannig fyrir Hástein að austan rok ríkti eftir endilöngum vellinum. Mark ÍBV: Leifur Geir Hafsteinsson (eftir 12 sekúndur) Gult spjald: Eyjamennirnir Rútur Snorrason (15. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 80 orð

Í kvöld

Knattspyrna Bikarkeppni kvenna - 8 liða úrslit: Hlíðarendi:Valur - Haukar20 Stjörnuvöllur:Stjarnan - KR20 Akranes:ÍA - Breiðablik20 2. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 92 orð

Ísland með á HM í keilu ÍSLENSKA land

ÍSLENSKA landsliðið í keilu hefur verið valið til þátttöku á HM sem hefst í Reno, Nevada í Bandaríkjunum 10. júlí. Liðið er þannig skipað: Ásgeir Þór Þórðarson, ÍR, Ásgrímur Helgi Einarsson, KFR, Björn Guðgeir Sigurðsson, KR, Halldór Ragnar Halldórsson, ÍR, Kristján Sigurjónsson, KR og Valgeir Guðbjartsson. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 135 orð

KNATTSPYRNA/1. DEILDSkagamenn

ÍSLANDSMEISTARAR Akurnesinga eru að stinga af í 1. deild karla í knattspyrnu. Þeir sigruðu Framara 3:0 á Akranesi í gærkvöldi, þrátt fyrir að Sigurður Jónsson væri ekki með. Hann var í leikbanni, en sigur meistaranna var öruggur þó hans nyti ekki við. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 74 orð

KR-ingar hófu leikinn á móti rokinu og sendu aftur

KR-ingar hófu leikinn á móti rokinu og sendu aftur á miðjumann. Leifur Geir Hafsteinsson hljóp strax af stað og komst að KR-ingnum sem fékk knöttinn, vann návígi við hann, lék áfram fram völlinn og skaut talsvert fyrir utan vítateig. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 141 orð

"Kunnum ekki að gefast upp"

»"Staðan er svört hjá okkur, það er ljóst. En fyrir leikinn gerði ég þrjár breytingar á liðinu og hleypti fleiri yngri strákum að og liðið var frískara í fyrri hálfleik og við vorum staðráðnir í að koma framar á völlinn, en það gekk ekki eftir," sagði þjálfari Vals, Hörður Hilmarsson. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 438 orð

MANCHESTER United

MANCHESTER United er tilbúið að borga Tottenham 5 millj. punda fyrir enska landsliðsútherjann Darren Anderton, en forráðamenn Lundúnaliðsins segja að hann sé ekki til sölu. Man. Utd, vill láta úkraínska landsliðsmanninn Andrei Kanchelskis í skiptum ef af verður. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 202 orð

Ný drottning verður krýnd á Wimbledon

SPÁNSKA stúlkan Conchita Martinez tapaði fyrir löndu sinni, Arantxa Sanchez Vicario, 6-3 6-7 (5-7) 6-1, í undanúrslitum á Wimbledon-mótinu í gær. Ljóst er að ný drottning verður krýnd, þar sem Martinez varð sigurvegarinn í fyrra - vann þá Martinu Navratilovu í úrslitum með tveimur hrinum gegn einni. Vicario mætir Steffi Graf í úrslitum á morgun. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 78 orð

Ólafur Þórðarson, ÍA. Páll Guðmundsson,

Ólafur Þórðarson, ÍA. Páll Guðmundsson, Leiftri. Friðrik Friðriksson, Friðrik Sæbjörnsson, Hermann Hreiðarsson, ÍBV. Sigurður Ö. Jónsson, Brynjar Gunnarsson, KR. Kári Steinn Reynisson, Stefán Þórðarson, Zoran Miljkovic, Sigursteinn Gíslason, Haraldur Ingólfsson, ÍA. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 95 orð

Ólafur Þórðarson vann knöttinn á 41., renndi honum til

Ólafur Þórðarson vann knöttinn á 41., renndi honum til Stjoic, sem renndi knettinum áfram inn fyrir vörn Framara, þríhyrningsspil á Ólaf, sem var kominn innfyrir og skoraði með þrumuskoti - knötturinn þandi út þaknetið. Skagamenn fengu aukaspyrnu út á vinstri vængnum á 43. mín. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 420 orð

Sanngjarn sigur á síðustu stundu

SIGUR Leiftursmanna á Breiðablik í gærkvöldi, með tveimur mörkum gegn einu, var svo sannarlega tæpur - sigurmarkið kom rétt fyrir leikslok - en engu að síður fyllilega verðskuldaður. Leiftursmenn voru betri nær allan leikinn, höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik en gerðu þó ekki út um leikinn fyrr en á síðustu stundu. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 119 orð

Sigurjón endaði vel vestanhafs SIGURJ

SIGURJÓN Arnarsson kylfingur úr GR stóð sig vel á síðasta móti sínu að sinni í Tommy Armour mótaröðinni í Bandaríkjunum. Sigurjón lék Grenelefe South völlinn, sem er par 71 og SSS 73, á 70 höggum, einu undir pari og varð í 7. sæti af 48 keppendum en mótið vannst á 67 höggum. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 349 orð

Snýr "Magic" Johnson aftur?

"FORRÁÐAMENN Lakers hafa farið þess á leit við mig að ég komi fram á ný sem leikmaður með liðinu," sagði Earvin "Magic" Johnson, ein skærasta stjarna NBA deildarinnar fyrr og síðar. "Þetta mál er enn á umræðustigi og við verðum að hinkra við og sjá hvað næstu vikur bera í skauti sér," bætti kappinn við í samtali við dagblað á Hawai í vikunni, en þar dvelur hann nú um stundir. Meira
7. júlí 1995 | Íþróttir | 224 orð

TVEIR

TVEIR snjallir leikmenn léku ekki með liðum sínum á Akranesi. Skagamaðurinn Sigurður Jónsson tók út leikbann og Ríkharður Daðason gat ekki leikið með Fram vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu með landsliðinu á Eskifirði um sl. helgi. Meira

Sunnudagsblað

7. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 687 orð

Í leit að Nód

HÚN ER undarleg mannskepnan. Á vissan hátt er hún sífellt í sporum Kains. "Á ég að gæta bróður míns?" spurði hann. En ólíkindalætin dugðu honum skammt, auðvitað átti hann að gæta bróður síns og hann vissi það vel sjálfur. "Sekt mín er meiri en svo, að ég fái borið hana!" játaði hann yfirkominn af iðran og botnlausri sektartilfinningu. Meira

Úr verinu

7. júlí 1995 | Úr verinu | 451 orð

Lítið að hafa og mikil áta torveldar veiðar skipanna

SAMTÖKUM fiskvinnslustöðva hefur verið tilkynnt að landað hafi verið 33.912 tonnum af loðnu á loðnuvertíðinni. Flest loðnuskipin voru á leið á miðin í gærmorgun en bræla hamlaði veiðum á loðnumiðunum í fyrrinótt, 15 til 20 sjómílur norðaustur af Kolbeinsey. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

7. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 515 orð

Að sauma minningar

EINN daginn í svartasta skammdeginu datt mér í hug að það gæti verið gaman að sauma ferðaminningar ekki síður en skrifa þær eða geyma þær í sálinni. Þó ég hefði varla snert nál og spotta árum saman, nema í mesta lagi til að festa tölu, fann ég að nú var saumatíminn að renna upp. Meira
7. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 264 orð

Alþjóðlegar sumarbúðir með 37 krakka af átta þjóðernum

HÉRLENDIS eru staddir 32 ellefu ára krakkar af átta ólíkum þjóðernum á vegum Alþjóðlegra sumarbúða barna, CISV (Children's International Summer Villages) og eru sumarbúðirnar haldnar í Álftanesskóla. Krakkarnir komu 18. júní og verða hér til 15. júlí. Fjórir krakkar eru frá hverju landi, tvær stúlkur og tveir drengir. Meira
7. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Bleikja og lambakjötivinsælustu réttirnir

ÞAÐ var happdættisvinningur sem réði því að ferðinni var heitið að Kirkjubæjarklaustri og dvalið þar á Hótel Eddu eina helgi í júní. Dvölin þar kom þægilega á óvart enda vel tekið á móti okkur af þeim hjónum Björgu Ágústsdóttur og Karli Rafnssyni hótelstjóra, sem ásamt Snorra Birgi Snorrasyni yfirkokki sáu um að dvölin varð hin ánægjulegasta. Meira
7. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 160 orð

Emirates styrkir fegurðarkeppni

FLUGFÉLAG Dubai, hið margverðlaunaða og lofaða Emirates, verður styrktarfélag Miss World- fegurðarkeppninnar sem verður í Suður-Afríku í nóvember n.k. Margir hafa látið í ljósi undrun með þessa ákvörðun einkum af tveimur ástæðum; Emirates er arabískt flugfélag og fram til þessa hafa arabískar stúlkur verið fáséðar í fegurðarkeppnum vegna hefða og siðvenja sem ríkja í mörgum landa þeirra. Meira
7. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 274 orð

Enginn friður í háloftunum?

NÚ ERU rúm tíu ár síðan farþegum var fyrst boðið upp á að hringja beint úr flugvélum. Síðastliðin tvö ár hefur verið unnið að því að einnig megi hringja í flugfarþega af jörðu niðri. Nokkur bandarísk flugfélög bjóða nú þegar upp á þessa þjónustu. Að sögn fjármálablaðsins Wall Street Journal eru ekki allir farþegar jafnánægðir með að hægt sé að ná til þeirra í háaloftunum. Meira
7. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 313 orð

FERÐIRUM HELGINAÚ

ÚTIVIST LAUGARD. 8.júlí er komið að 3. áfanga fjallasyrpunnar og að þessu sinni verður gengið á Kálfstinda(hæstur 836 m y.s.). Klálfstindar eru móbergsfjöll og hömrótt hið efra en snarbrattar skriður neðan til. Brottför frá BSÍ kl. 9. Sama dag er unglingadeildarferð í Eilífsdal frá BSÍ kl. 9. og sunnud. 9. Meira
7. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 90 orð

Fossar ­ fallandi ljóð

WATERFALLS ­ poetry in Motion er heiti á nýrri bók um fossa á Íslandi sem Iceland Reviewhefur sent frá sér. Páll Stefánsson ljósmyndari og Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur lýsa í máli og myndum nokkrum fegurstu fossum landsins. Bókin kemur samtímis út á ensku og þýsku. Alls eru myndir af tuttugu og fjórum fossum í bókinni. Meira
7. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 188 orð

Gönguferðir á Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn

STAÐIÐ verður fyrir gönguferðum á söguslóðir Íslendinga í Kaupmannahöfn alla sunnudaga í sumar á vegum Ferðaskrifstofunnar In Travel Scandinavia í Kaupmannahöfn. Þetta er þriðja sumarið sem haldið er uppi reglulegum gönguferðum og þátttaka í ferðunum hefur aldrei verið meiri. Það sem af er sumars hafa yfir 500 Íslendingar tekið þátt í slíkri gönguferð. Meira
7. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 344 orð

Kanó- og kajaksiglingar á Hvítá

FLJÓTASIGLINGAR Bátafólksins á Hvítá hafa bætt við sig námskeiðum í kanó- og kajaksiglingum en boðið hefur verið upp á siglingar niður Hvítá síðustu sumur. Einnig hefur aðstaða Bátafólksins að Drumbstöðum verið bætt og er þar nú innréttaður matsalur og kvöldvökuaðstaða, auk þess sem verið er að innrétta gistiaðstöðu fyrir svefnpokapláss. Meira
7. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 197 orð

Kirsuberjatré í miðborginni

ÞÓTT japönsk kirsuberjatré af gerðinni Kiku-Shidare séu sögð þola allt að -15C er sjaldgæft að þau blómstri hér á landi. Eitt slíkt hefur þó staðið í fullum blóma frá því í lok maí. Napur vindur síðustu daga hefur lagt blómin að velli, en eigandinn Poul Newton er bjartsýnn á að blómaskrúðið láti á sér kræla aftur að ári. Meira
7. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 190 orð

Tvöhundruð Þjóðverjar á dag í júní

"Í JÚNÍMÁNUÐI í fyrra fjölgaði útlendum ferðamönnum hér um 23% og því þykir mér harla gott að við höldum í horfinu í júní í ár," sagði Magnús Oddsson ferðamálastjóri þegar tölur útlendingaeftirlitsins fyrir júní voru bornar undir hann. Þar kom fram að útlendingum fækkaði um 60 hér í nýliðnum mánuði. Meira
7. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 177 orð

Vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul

Starfssemi Vélsleðaferða Bílaleigunnar Geysis á Mýrdalsjökli í sumar er nú hafin. Fyrstu einstaklingar og hópar fóru á jökul um miðjan maí en formleg opnun er nú um mánaðamótin. Í vikunni fyrir Jónsmessu var lokið við að gera veginn frá þjóðvegi 1 að Ytri Sólheimum að rótum Mýrdalsjökuls færan fólksbílum og einnig hafa verið framkvæmdir við þjónustuhús Geysis og snyrtiaðstöðu. Meira
7. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 898 orð

Við Bodensee

VIÐ VORUM mun fljótari að aka frá Z¨urich til Konstanz en við höfðum gert ráð fyrir, aðeins 45 mínútur. Umferðin var ekki mikil þrátt fyrir að páskafrí væri að hefjast, enda lá straumurinn væntanlega frekar til skíðasvæðanna. Konstanz er 75.000 manna bær í Þýskalandi en landamæri Sviss og Þýskalands liggja svo að segja við borgarmörkin. Meira

Ýmis aukablöð

7. júlí 1995 | Dagskrárblað | 1119 orð

Löggan knáa í Kingsmarkham Breski rannsóknarlögreglumaðurinn, Wexford, og samstarfsmaðurinn, Burden, eru hugarfóstur Ruth

RANNSÓKNARLöGREGLUMENN bresku sjónvarpsstöðvanna standa á nokkrum tímamótum. Fremsti lögreglumaður Glasgowborgar, Taggart, er látinn langt um aldur fram. Morse upplýsir ekki lengur morðin í Oxford. Adam Dalgliesh er fjarri góðu gamni og hefur reyndar ekki sést á skjánum í heila eilífð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.