Greinar föstudaginn 21. júlí 1995

Forsíða

21. júlí 1995 | Forsíða | 218 orð

20% fjölmiðlaveldisins seld

SILVIO Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann hefði selt hópi fjárfesta undir forystu al-Waleeds bins Talals, prins frá Saudi-Arabíu, 20% hlut í sjónvarps- og auglýsingaveldi sínu. Berlusconi bætti við að hann hygðist losa sig við rúmlega helming eignarhlutar síns í fyrirtækinu. Meira
21. júlí 1995 | Forsíða | 80 orð

Helmingur landsins á floti

FLÓÐ hafa valdið íbúum Bangladesh þungum búsifjum að undanförnu. Hafa nokkur hundruð manna látist úr sjúkdómum, sem upp hafa komið, milljónir manna hafa orðið að flýja heimili sín og tjón á mannvirkjum er gífurlegt. Hafa flóðin, sem eru í helmingi landsins, sópað burt 3.400 km af vegum, eyðilagt 1.670 brýr og flóðgarða, sem voru samtals 1.220 km langir. Meira
21. júlí 1995 | Forsíða | 170 orð

Nálgast samkomulag um stöðu Tsjetsjníju

SAMNINGAMENN Rússa í friðarviðræðunum í Grosní sögðu í gær, að þeir og fulltrúar Tsjetsjena væru að nálgast samkomulag um mesta ágreiningsefnið, stöðu Tsjetsjníju innan rússneska sambandsríkisins. Meira
21. júlí 1995 | Forsíða | 435 orð

Vilja að NATO hóti loftárásum á Serba

BARDAGAR blossuðu upp að nýju á "griðasvæðinu" Zepa í austurhluta Bosníu í gærkvöldi eftir að frestur, sem Bosníu-Serbar veittu múslimum í bænum til að gefast upp, rann út. Áður höfðu Serbar sagt að þeir hefðu náð Zepa á sitt vald, en múslimar neituðu að fallast á uppgjafarskilmála þeirra. Meira
21. júlí 1995 | Forsíða | 185 orð

Vill morðákæru á hendur Andreotti

ÍTALSKUR rannsóknardómari hefur óskað eftir því að Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verði dreginn fyrir rétt vegna meintrar aðildar hans að morði á blaðamanni árið 1979. Meira

Fréttir

21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

100 ára verslunarafmæli

Á ÞESSU ári verða 100 ár liðin síðan Bakkagerði á Borgarfirði eystra var löggiltur verslunarstaður. Þessa dagana er þessara tímamóta minnst með ýmsum hætti. Laugardaginn 22. júlí býður sveitarfélagið til afmælissamsætis í Fjarðarborg og verður þar flutt hátíðardagskrá. Á sunnudag verður messa í Bakkagerðiskirkju. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 557 orð

11-12 þúsund manns sáu Benny Hinn

Að sögn Eiríks Sigurbjörnssonar, framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar Ómega, voru gestir á samkomum predikarans alls 11 til 12 þúsund. "Þetta tókst vonum framar," segir hann, en Benny Hinn kom hingað til lands í samvinnu við Ómega. "Það komu margir sem höfðu aldrei farið á svona samkomur áður og það var mjög gleðilegt að sjá biskup Íslands. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 381 orð

1.995 umsóknir frá áramótum

ALLS hafa 1.995 umsóknir um húsaleigubætur borist síðan Reykjavíkurborg hóf greiðslu húsaleigubóta um síðustu áramót, en í upphafi höfðu um sjö hundruð umsóknir borist. Að meðtalinni útborgun næstu mánaðamóta nemur upphæð greiddra húsaleigubóta frá áramótum rúmum 99,8 milljónum króna en Reykjavíkurborg greiðir um 60-70% af öllum húsaleigubótum á landinu. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 340 orð

20-30% dýrari en innlendir

HAGKAUP hefur hafið innflutning á dönskum ostum og er fyrsta sendingin einungis seld í verslun fyrirtækisins í Kringlunni. Er verð ostanna um 20-30% hærra en verð sambærilegra osta sem framleiddir eru hérlendis. Meira
21. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 108 orð

Aðild ekki orsök vandans

INGVAR Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að Svíar eigi ekki að kenna Evrópusambandinu um hrakfarir sínar í Evrópumálum. Þvert á móti eigi þeir að nýta sér þau efnahagslegu tækifæri, sem aðildin býður upp á. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 454 orð

Afleiðingar ölvunar aksturs margfaldar

AFLEIÐINGAR ölvunaraksturs eru margfaldar fyrir þann sem veldur óhappi undir áhrifum áfengis. Fyrst má telja viðurlög, sekt og/eða varðhald, svo ökuleyfissviptingu, síðan þá staðreynd að ökumaður situr uppi með tjón á eigin ökutæki og að tryggingafélag á endurkröfurétt á hendur honum vegna tjóns sem hann veldur á öðru ökutæki, fyrir utan hugsanleg meiðsl sem hann veldur sjálfum sér og/eða öðrum. Meira
21. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 188 orð

Bankaræningjar í Berlín handteknir

TALSMAÐUR lögreglunnar í Berlín sagði í gær, að handteknir hefðu verið þrír menn, sem grunaðir væru um aðild að bankaráni í borginni í síðasta mánuði. Þótti það með eindæmum ósvífið og jafnframt snjallt þar sem þeir höfðu áður grafið göng inn í bankann, sem þeir notuðu þegar þeir hurfu á braut með um 120 millj. kr. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 304 orð

Betur stæð fyrirtæki leita annað

ARNAR Sigurmundsson, formaður samtaka fiskvinnslustöðva, segir að ákveðin hætta sé á því að sumir af fjárfestingarlánasjóðum atvinnulífsins séu að verðleggja sig út af markaðnum með of háu vaxtaálagi. Hann segir að Fiskveiðasjóður sé að lenda í vissum erfiðleikum því betur stæð fyrirtæki í sjávarútvegi séu farin að leita annað eftir lánsfjármagni. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Boðið í hlutabréfin

HLUTABRÉF Lyfjaverslunar Íslands hf. hækkuðu í verði í gær þegar verðbréfafyrirtækið Landsbréf gerði hluthöfum tilboð í þau á genginu 1,65 fyrir hönd 5-10 stórra fjárfesta. Kauptilboðið hækkaði verð bréfanna á Verðbréfaþingi Íslands og þar var hæst boðið í bréfin á genginu 1,67 áður en dagurinn var á enda. Meira
21. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 118 orð

Bretaprins hættur flugmennsku

KARL Bretaprins hefur ákveðið að hætta flugmennsku eftir að flugvél sem hann stýrði, með 11 manns innanborðs, kom of hratt inn til lendingar og endaði utan brautar á eyju fyrir utan Skotland í fyrra. Engan sakaði en tjón varð töluvert. Meira
21. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 363 orð

Byrjaði á hjóli og endar á hestbaki

JOHN Birdsall lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann er mikið fatlaður, en er á ferðalagi sem hófst 6. júlí síðastliðinn á Eyrarbakka, en ferðinni er heitið þvert yfir Ísland og er lokaáfangastaður hans og samferðamanna á Hraunhafnartanga á Melrakkasléttu. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Davíð hitti RhysHughes

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra átti í gærmorgun fund með Aneurin Rhys-Hughes sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi þar sem þeir ræddu málefni Íslands og Evrópusambandsins. Rhys-Hughes er að láta af embætti og er nú staddur í kveðjuheimsókn á Íslandi. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 204 orð

Doktor í líffræði

STEFANÍA Þorgeirsdóttirvarði í febrúar doktorsritgerð í líffræði frá örverufræðideild Boston University í Bandaríkjunum. Ritgerð Stefaníu nefnist "Characterization of Cd2+ effects on acid soluble UTP pools, microtubule organization and glutathione content in 3T3 cells" og fjallar m.a. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 202 orð

Dómur hafnar lögbanni

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur staðfesti í gær synjun sýslumannsins í Reykjavík við beiðni Kaffi Reykjavíkur hf um að lögbann yrði sett á starfsemi veitingahússins Óðals við Austurstræti. Eins og fram hefur komið töldu eigendur Kaffi Reykjavíkur að rekstur veitingahússins stangaðist á við ákvæði í kaupsamningi þeirra og Vals Magnússonar, stofnanda Kaffi Reykjavíkur, Meira
21. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 242 orð

Dregur Gonzalez sig í hlé? MIKLAR

MIKLAR vangaveltur eru nú á Spáni um að Felipe Gonzalez forsætisráðherra muni ekki bjóða sig fram í næstu þingkosningum sem flestir búast við að verði næsta vor. El País sagði í gær Gonzalez hafa tjáð nánum samstarfsmönnum í sósíalistaflokknum að hann hefði ekki hug á að leiða flokkinn í næstu kosningum. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 318 orð

Fiskvinnslufyrirtæki ekki stóriðja

HALLDÓR Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar segist ekki geta fallist á það sjónarmið fiskvinnslunnar að hún eigi rétt á að telja sig til stóriðju með tilliti til rafmagnskaupa. Hann segir að fiskvinnslufyrirtæki séu ekki stóriðja í þeim skilningi að þau geti gert sérsamning beint við Landsvirkjun um raforkukaup og fá þau ekki keypta raforku nema með milligöngu almenningsrafveitna. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 260 orð

Flutt verður í húsið í september

NÝBYGGING íslenskra sjávarafurða við Sigtún í Reykjavík hefur risið hratt undanfarnar vikur. Kristinn Lund, framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnunarsviðs, segir að stefnt sé að því að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins í húsið síðustu helgina í september. Lóðin verði tilbúin í október. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 146 orð

Fólk flutt út á flugvöll

FLUGBJÖRGUNARSVEITIN hefur stofnað Flugfarþegaþjónustuna, sem ætlað er að sjá um að fólk sem er á leið til útlanda komist á þægilegan máta út á Keflavíkurflugvöll. "Við urðum að hugsa upp einhverjar nýjar leiðir í fjáröflun, og þessi leið varð fyrir valinu," segir Garðar Forberg, sem sér um að koma fyrirtækinu á legg. Meira
21. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 201 orð

Friðarhlaup í 5. sinn

FRIÐARHLAUP verður hlaupið í fimmta sinn hér á landi, en það hefst á Ráðhústorgi á Akureyri á morgun kl. 12.30. Friðarhlaupið var fyrst hlaupið á Íslandi árið 1987 og síðan annað hvert ár. Meira
21. júlí 1995 | Landsbyggðin | 144 orð

Fyrsta skóflustunga að þjálfunarpotti

Keflavík­Um 100 gestir voru viðstaddir þegar fyrsta skóflustungan var tekin að áfanga að uppsetningu nýs þjálfunarpotts hjá Þroskahjálp Suðurnesja við Ragnarssel í Keflavík um daginn. Áætlaður kostnaður við þennan hluta verksins er um 2,6 milljónir króna og á því að vera lokið í september. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 216 orð

Hafnardagur á laugardag

ÁRLEGUR hafnardagur Reykjavíkurhafnar verður haldinn laugardaginn 22. júlí við Gömlu höfnina. Dagskrá hefst kl. 10 að morgni og lýkur með bryggjuballi og veglegri flugeldasýningu á miðnætti. Í fiskmarkaðstjaldinu verður boðið upp á fiskmeti af öllum tegundum svo sem franskar pönnukökur fylltar með fiskmeti, smokkfisk, risarækju og krabbakjötssúpu. Meira
21. júlí 1995 | Óflokkað efni | 157 orð

Háskólabíó frumsýnir Jack & Sarah

KVIKMYNDIN Jack & Sarah, með Richard E. Grant og Samantha Mathis í aðahlutverkum, verður frumsýnd í dag, föstudag, í Háskólabíói. Myndin fjallar um ungan mann, Jack að nafni, sem er á miklum tímamótum í lífi sínu. Hann er í ábyrgðarmiklu starfi, nýbúinn að kaupa sér hús og síðast en ekki síst nýorðinn einstæður faðir og barnið er á bleiualdri. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 143 orð

Hefðbundin dagskrá í Viðey

DAGSKRÁ er með hefðbundnum hætti í Viðey um helgina. Á laugardag verður gönguferð um Austureyna. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 14.15 og gengið austur á Sundabakka, með viðkomu í skólahúsinu. Þar er nú ljósmyndasýning frá lífi og starfi fólksins á Sundabakka á fyrri hluta þessarar aldar. Gangan tekur um einn og hálfan tíma. Á sunnudag verður messa kl. 14. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 187 orð

Hlupu í fangið á lögreglunni

TVEIR tvítugir menn voru handteknir í fyrrinótt eftir að hafa brotist inn í húsnæði Bahá'í-samfélagsins í Álfabakka 2 í Reykjavík. Um hálfþrjúleytið í fyrrinótt hringdi maður í lögregluna og sagðist hafa séð til tveggja manna yfirgefa lítinn sendibíl í Mjódd. Hann þóttist þar þekkja sömu menn og gert höfðu tilraun til innbrots á sama stað skömmu áður. Meira
21. júlí 1995 | Miðopna | 1576 orð

Hráefnisverð ekki fylgt afurðaverðslækkunum Afkomunni er afar misskipt milli einstakra greina innan botnfiskvinnslunnar, eins og

BOTNFISKVINNSLAN er rekin með 9% halla samkvæmt stöðumati Samtaka fiskvinnslustöðva og Þjóðhagsstofnun hefur komist að sömu niðurstöðu. Tapið á rekstrinum er um 3.600 milljónir kr. miðað við heilt ár. Þá eru ísfiskveiðarnar reknar með 4-5% halla, sem er rekstrartap upp á nálægt einn milljarð kr. miðað við heilt ár. Meira
21. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 343 orð

Hörðustu mótmæli Japana til þessa

SENDIHERRA Frakklands í Japan var í gær boðaður á skrifstofu japanska forsætisráðherrans, Tomiichi Murayama, þar sem honum var afhent formleg krafa frá japönsku stjórninni um að Frakkar hætti við fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir á Kyrrahafi. Þetta eru hörðustu mótmæli Japana við fyrirætlan Frakka til þessa. Meira
21. júlí 1995 | Smáfréttir | 26 orð

Í HREÐAVATNSSKÁLA á laugardagskvöld skemmtir hlj

Í HREÐAVATNSSKÁLA á laugardagskvöld skemmtir hljómsveitin Draumalandið. Í hljómsveitinni eru: Einar Þór Jóhannsson, söngur, gítar, Sigurdór Guðmundsson, bassi, Ríkharður Mýrdal Harðarsson, hljómborð, Lárus Már Hermannsson, trommur, söngur. Meira
21. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 77 orð

Ísraelar hyggjast sleppa föngum

UNGIR Palestínumenn í Jenin- héraði á Vesturbakkanum komu í gær fána ríkis sín fyrir á skriðdreka sem Ísraelar tóku af Írökum þegar hinir fyrrnefndu börðust gegn nokkrum arabaþjóðum árið 1948 er Ísraelsríki var stofnað. Fulltrúi Ísraelsstjórnar sagði í gær að ætlunin væri að láta lausa allt að 1.000 af um 5.000 palestínskum föngum nk. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 179 orð

Kántrýhátíð á Skagaströnd

UM verslunarmannahelgina verður haldin kántrýhátíð á Skagaströnd. Hátíðin er ætluð fjölskyldufólki og eru skemmtiatriðin miðuð við það. Á dagskrá verða ratleikur, vatnsfótbolti, útitónleikar, grillveisla, varðeldur og flugeldasýning. Þess utan verður kántrýdansasýning og kennsla fyrir þá sem hafa áhuga á að læra slíka dansmennt. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 271 orð

Landsvirkjun fær hlutdeild í hærra járnblendiverði

ÚTLIT er fyrir að Landsvirkjun fái afslátt á raforku sem veittur er Íslenska járnblendifélaginu árin 1993-1997 að fullu til baka vegna hlutdeildar Landsvirkjunar í hækkandi afurðaverði Járnblendifélagsins. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 338 orð

Leikvöllur rís við Laugarneskirkju

STARFSMENN garðyrkjustjóra í Reykjavík vinna nú að gerð leikvallar á svæði milli Hofteigs og Kirkjuteigs fyrir framan Laugarneskirkju. Gerð umrædds leiksvæðis var kynnt fyrir íbúum nærliggjandi gatna í bréfi dags. 4. júlí sl. Nokkrir íbúar hafa lýst óánægju sinni með leiksvæðið vegna þess að opna svæðið, þar sem það verður, væri eitt af fáum grænum svæðum í hverfinu. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Lokun undirbúin

LOKASPRETTURINN við byggingu brúar yfir Vesturlandsveg er hafinn og vegna framkvæmdanna verður Höfðabakka lokað í 25 daga frá og með næsta þriðjudegi. Lokunin hefur mikil áhrif á eina fjölförnustu umferðaræð landsins, enda er Höfðabakkinn aðalleið úr og í fjölmenn íbúða- og atvinnuhverfi. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Man sauður hvar lamb gekk

HJÓNIN Unnsteinn Hermannsson og Valdís Gunnarsdóttir fé sitt á fjall í vikunni og telst það vera í seinna lagi. Yfirleitt er fé flutt á fjall fyrstu vikuna í júlí. Hjónin búa í Langholtskoti í Hrunamannahreppi og tók þrjá daga að reka féð inn í um miðja afréttina. Meira
21. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 291 orð

Marokkó væntir frekari stuðnings frá Frökkum

Á ÖÐRUM degi heimsóknar Jacques Chiracs, forseta Frakklands, til Marokkó í gær hóf forsetinn viðræður við Hassan, konung Marokkó. Vonast stjórnvöld í Marokkó eftir loforðum um aukinn stuðning frá Frökkum. Frakkar hafa samþykkt að veita Marokkó um hálfan annan milljarð franka að láni til þess að byggja upp vatns- og rafmagnsveitu, járnbrautakerfi og aðra undirstöðuþætti. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Málað í blíðviðrinu

AÐSTÆÐUR til að mála og vinna aðra útivinnu hafa verið einstaklega góðar sunnan og suðvestanlands undanfarna daga. Enda hefur fólk látið hendur standa fram úr ermum, bæði til sjávar og sveita. Sólardýrekendur hafa einnig notað dagana vel til að fá brúnku á kroppinn og sundlaugar hafa verið fullar frá morgni til kvölds. En nú eru veðrabrigði framundan. Meira
21. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 259 orð

Mál Juppe rannsakað

DEILD innan franska dómsmálaráðuneytisins, sem fer með spillingarmál, hefur hafið rannsókn á ákvörðun Alains Juppes, forsætisráðherra Frakklands, um að lækka leigu á leiguíbúð í eigu Parísarborgar, sem hann hafði útvegað syni sínum. Að sögn embættismanna takmarkast vald deildarinnar við álitsgjöf og er óvíst hvort niðurstaða rannsóknarinnar muni leiða til formlegrar rannsóknar. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Mótmæltu heræfingu

UM þrjátíu hernámsandstæðingar lögðu leið sína að Rockwell- ratsjárstöð varnarliðsins á Miðnesheiði í gærkvöldi til að mótmæla heræfingunni sem nú stendur yfir á Íslandi. Fólkið kom á einkabílum um hálfníu og stóð við í um klukkutíma. Mótmælin fóru friðsamlega fram og höfðu þátttakendur sig ekki í frammi að öðru leyti en því að minna á nærveru sína. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 217 orð

Mótmælum stungið í bréfalúgu

UM 70 manns tóku þátt í mótmælastöðu við kínverska sendiráðið síðdegis í gær í tilefni af sýningu myndarinnar Biðsalir dauðans í Ríkissjónvarpinu sl. miðvikudag. Að mótmælunum stóðu ungliðasamtök stjórnmálaflokkanna, Þjóðvaki og Kvennalisti. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Nessöfnuður gróðursetur í Heiðmörk

SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur hefur úthlutað Nessöfnuði landspildu í Heiðmörk til gróðursetningar og umsjár í svonefndri Skógarhlíð. Fyrsta ferð í safnaðarreitinn verður farin sunnudaginn 23. júlí nk. og er þá ætlunin að koma nokkrum plöntum í jörðu. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 399 orð

Níu Íslendingar yfirheyrðir

TVEIR danskir rannsóknarlögreglumenn eru nú staddir hér á landi til að yfirheyra níu Íslendinga vegna óupplýstrar árásar á danska stúlku í miðbæ Hróarskeldu í Danmörku í mars síðastliðnum. Er þetta í annað skipti sem mennirnir eru yfirheyrðir, en þeir voru ásamt 10 öðrum Íslendingum á slátraraskóla í Hróarskeldu þegar atburðurinn var framinn. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 151 orð

Númer klippt af bílum

LÖGREGLAN í Reykjavík klippti skráningarnúmer af 18 ökutækjum frá miðvikudagsmorgni til fimmtudagsmorguns og af 15 til viðbótar í gærmorgun. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns eru þessar aðgerðir aðdragandi frekara eftirlits fyrir verslunarmannahelgi sem ákveðið hefur verið á vettvangi samstarfsnefndar lögreglunnar á Suðvesturlandi í umferðarmálum. Meira
21. júlí 1995 | Landsbyggðin | 225 orð

Nýtt bílageymsluhús á Bakkaflugvelli

Nýtt bílageymsluhús á Bakkaflugvelli Selfossi-Bílageymsla við flugvöllinn á Bakka í Landeyjum var nýlega afhent eigendum. Það var Agnar Pétursson, byggingameistari á Selfossi, Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 533 orð

Óhugnanleg og sorgleg

ÁHORFENDUR bresku heimildarmyndarinnar, Biðsalir dauðans, sem sýnd var í Sjónvarpinu á miðvikudagskvöld eru flestir sammála um að hún hafi verið óhugnanleg og dregið upp ófagra mynd af ástandinu í Kína. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 745 orð

Rit um dýrlingaátrúnað á Íslandi í fjögur hundruð ár

Margaret Cormack er bandarískur miðaldafræðingur sem hefur nýlega birt bók sem er að grunni til doktorsritgerð um íslenska dýrlinga og dýrkun þeirra frá kristnitökunni til ársins 1400. Margaret hefur lengi haft áhuga á Íslandi og íslenskum fræðum eða allt frá því að hún komst í kynni við íslensku í Harvard- háskóla þar sem Einar Haugen var kennari hennar. Meira
21. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 134 orð

Skiptar skoðanir um sameiginlegan gjaldmiðil

ÍBÚAR Evrópusambandsins skiptast í tvær nokkurn veginn jafnstórar fylkingar þegar þeir eru spurðir um áform um að sameina gjaldmiðla Evrópu í einn fyrir aldamót. Kemur þetta fram í skoðanakönnun sem framkvæmdastjórnin lét gera og voru niðurstöður hennar birtar í gær. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 307 orð

Skuldaaðlögun og þak á innheimtukostnað

SKULDAAÐLÖGUN, stimpilgjald sem tekur mið af lánstíma og nýr gjaldstofn skuldbreytingalána, miðaður við eftirstöðvar láns en ekki upphaflega lánsfjárhæð, eru meðal tillagna í áfangaskýrslu samráðsnefndar um greiðsluvanda heimilanna sem kynnt var á blaðamannafundi í gær. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 473 orð

Sumarlokanir óumflýjanlegar

SÍÐAN Ingibjörg Pálmadóttir tók við starfi heilbrigðisráðherra hefur hún að jafnaði heimsótt eina sjúkrastofnun á dag, bæði í Reykjavík og úti á landi. "Ég hef reynt að fara víða og þá sérstaklega á þá staði þar sem eru erfiðleikar," sagði Ingibjörg í samtali við Morgunblaðið. Sl. þriðjudag heimsótti hún Geðdeild Landspítalans og Kleppsspítala. Meira
21. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 173 orð

Synt við Mururoa

LEIÐTOGI Frönsku Pólynesíu, Gaston Flosse, stóð í gær við loforð sitt um að fá sér sundsprett á Mururoa-rifi skammt frá þeim stað sem Frakkar hyggjast gera kjarnorkutilraunir sínar á. Lýstu andstæðingar hans því þegar yfir að um ómerkilega brellu væri að ræða. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Tekinn á 140 á bifhjóli

ÖKUMAÐUR bifhjóls var sviptur ökuleyfi í gærkvöldi eftir að hafa verið tekinn á rúmlega tvöföldum leyfilegum hraða á Miklubraut á vegarkaflanum milli gatnamóta við Réttarholts- og Reykjanesbrautir. Meira
21. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 98 orð

Tíu sækja um

TÍU umsóknir bárust um stöðu yfirlögregluþjóns á Akureyri, en frestur til að sækja um stöðuna rann út nýlega. Þeir sem sóttu um eru Daníel Guðjónsson, varðstjóri, Húsavík, Daníel Snorrason, lögreglufulltrúi, Akureyri, Felix Jósafatsson, settur lögregluvarðstjóri, Dalvík, Gunnar Jóhannsson, rannsóknarlögreglumaður, Akureyri, Gunnar Randversson, lögregluvarðstjóri, Akureyri, Meira
21. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 217 orð

Tollabandalag við Tyrkland ekki tímabært

FORSETI Evrópuþingsins, Klaus H¨ansch, sagði á þriðjudag að samþykki við tollabandalagi ESB og Tyrklands væri háð því að staða mannréttindamála í Tyrklandi yrði bætt. H¨ansch sagði fullljóst, að ef samningurinn um tollabandalagið yrði borinn undir atkvæði í Evrópuþinginu nú, yrði hann felldur. Meira
21. júlí 1995 | Smáfréttir | 67 orð

TÓNLISTARHÁTÍÐIN Rykrokk verður laugardaginn 12. ágúst v

TÓNLISTARHÁTÍÐIN Rykrokk verður laugardaginn 12. ágúst við félagsmiðstöðina Fellahelli og er hún nú haldin í áttunda sinn. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og lýkur þeim skömmu fyrir miðnætti. Dagskrá tónleikanna er blanda af þekktum hljómsveitum og efnilegum nýliðum og samkvæmt venju er lögð áhersla á framsækna rokktónlist. Meira
21. júlí 1995 | Miðopna | 519 orð

Umferðin örvar framkvæmdirnar

FRAMKVÆMDIRNAR við Höfðabakkabrú eru komnar á lokastig og eru menn nú að undirbúa lokun þann 25. júlí til 18. ágúst. Vesturlandsvegi verður haldið opnum en umferð frá Grafarvogi og Árbæ verður beint annað og mun því umferð um svæðið minnka um helming. Meira
21. júlí 1995 | Smáfréttir | 159 orð

UM helgina verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í þj

UM helgina verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í þjóðgarðinum í Skaftafelli og er öllum heimil þátttaka sér að kostnaðarlausu. Á föstudeginum fer landvörður í göngu út á varnargarða Skeiðár kl. 11 og tekur gangan um 2 klst. Á laugardeginum hefst svo dagskráin kl. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 136 orð

Útvistardagar í Lóni

FERÐAÞJÓNUSTAN Stafafell skipuleggur útivistardaga í Lóni helgina 22.­23. júlí. Veitt verður ókeypis leiðsögn í gönguferðum um Stafafellsfjöll. Farið verður á laugardegi um Framfjöll. Gengið inn á Gildrufjall, Seldal, Hvannagil, að Grenisgili, út á Smiðjunes, upp að Vötnum og fram. Á sunnudeginum verður farið um Innfjöll. Meira
21. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 367 orð

Var Kobbi kviðrista bandarískur læknir?

ÞVÍ er haldið fram í nýrri bók, að Kobbi kviðrista hafi í raun verið bandarískur hómópati og skurðlæknir að nafni Francis Tumblety. Byggja höfundar bókarinnar, lögreglumennirnir Stewart Evans og Paul Gainey, kenningu sína á áður óbirtu bréfi, sem John Littlechild lögregluforingi og yfirmaður sérdeildar Scotland Yard skrifaði árið 1913. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 465 orð

Veðravíti þar sem brautin er nú

BIRGIR Guðmundsson, umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar í Borgarnesi, segir að Vegagerðarmenn hafi fullan skilning á sjónarmiðum landeigenda og ábúenda í Reykholtsdalshreppi, sem mótmælt hafa áformum um að Borgarfjarðarbraut verði lögð á svokallaðri neðri leið, frá Varmalæk að Kleppjárnsreykjum og sagt var frá í Morgunblaðinu á fimmtudag. Meira
21. júlí 1995 | Landsbyggðin | 304 orð

Vegleg afmælishátíð um helgina

Raufarhöfn-Raufarhafnarhreppur á fimmtíu ára afmæli um þessar mundir og verður mikið um dýrðir í tilefni þess um helgina. Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðrar íbúana með nærveru sinni á laugardag. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð

Verðbólgan mælist 2%

VÍSITALA byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,15% frá síðasta mánuði og launavísitalan um 0,6% samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Nýja byggingarvísitalan er 204,6 stig og gildir fyrir ágúst. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,4% og undanfarna þrjá mánuði um 0,5%, sem jafngildir 2% verðbólgu á ári. Launavísitalan er 139,6 stig. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 113 orð

Veskisþjófar fundust

VEGFARANDI tilkynnti lögreglunni í Reykjavík um sexleytið í fyrrakvöld að hann hefði séð tvo menn taka peninga úr seðlaveski og henda veskinu í ruslatunnu við Vonarstræti. Lögreglumaður fór út með manninum að leita mannanna tveggja. Þeir fundust, voru handteknir og færðir á lögreglustöð. Þeir eru báðir um fertugt. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 330 orð

Vottorð ekki stimpluð án heimildar ráðherra

YFIRDÝRALÆKNIR synjaði í gær versluninni Bónus um staðfestingu á heilbrigðisvottorðum fyrir innflutning á sænskum kjúklingum, á þeim forsendum að hafa yrði samráð við landbúnaðarráðherra áður. Ekkert varð því af innflutningi kjúklinganna í gær, en um eitt bretti er að ræða. Meira
21. júlí 1995 | Smáfréttir | 80 orð

ÞESSA dagana er Georges Massé frá LaSiDo-verksmiðjunum s

ÞESSA dagana er Georges Massé frá LaSiDo-verksmiðjunum staddur á Íslandi á vegum Tónstöðvarinnar. Af því tilefni verður haldin kynning á Godin og Seagull gíturunum, sem og hinum bandarísku Carvin gítarmögnurum, í húsnæði Tónstöðvarinnar við Óðinsgötu 7. Þar verður Georges Massé til að fræða forvitna um efni og smíði gítaranna. Meira
21. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 207 orð

Þrjár nýjar plöntur finnast í Surtsey

ÍSLENSKIR og danskir líffræðingar rannsökuðu í vikunni gróður og dýralíf í Surtsey. Leiðangursmenn fundu þrjár háplöntutegundir sem ekki hafa áður fundist í eynni en þær eru hvítmaðra, mýrasef og grasvíðir. Meira
21. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 174 orð

Öldungadeildin heiðrar ekkju Chang Kai-sheks

ÁKVÖRÐUN öldungadeildar Bandaríkjaþings um að heiðra ekkju Chiang Kai-sheks, sem Mao Zedong bolaði frá völdum í Kína 1949, hefur enn aukið spennuna í samskiptum Bandaríkjanna og Kína. Í næstu viku verður tekið á móti ekkjunni í Þinghúsinu í Washington, að undirlagi Bobs Doles, leiðtoga repúblikana í Öldungadeildinni, og Pauls Simons, leiðtoga demókrata. Meira
21. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 186 orð

(fyrirsögn vantar)

Í TENGSLUM við Listasumar '95 verður opnuð sýning á verkum Jane Darovskikh í Deiglunni í kvöld, föstudagskvöldið 21. júlí, en hún er bandarískur myndhöggvari sem dvalið hefur í gestavinnustofunni í Grófargili á Akureyri undanfarna þrjá mánuði. Hún útskrifaðist frá New York ríkisháskólanum með meistaragráðu í höggmyndalist og hefur síðan unnið og starfað víða um heim. Meira

Ritstjórnargreinar

21. júlí 1995 | Staksteinar | 333 orð

Íhaldsmenn og Evrópa

DEILUR um Evrópumál hafa valdið breska Íhaldsflokknum ómældum vandræðum á undanförnum misserum. Í nýjasta hefti breska tímaritsins The Spectator ritar þingmaðurinn Tristan Garel-Jones grein þar sem hann segir nauðsynlegt að íhaldsmenn sameinist um Evrópustefnu. Skammur tími til stefnu Meira
21. júlí 1995 | Leiðarar | 701 orð

SEMJA ÞARF UM SÍLDINA VRÓPUSAMBANDIÐ hefur nú óskað eftir

SEMJA ÞARF UM SÍLDINA VRÓPUSAMBANDIÐ hefur nú óskað eftir viðræðum við Ísland og Noreg um löndunarbann síðarnefndu ríkjanna á fiskiskip ESB, sem veiða í Síldarsmugunni svokölluðu. Bannið er sett með vísan til fyrirvara við ákvæði EES-samningsins um frjálsan aðgang fiskiskipa að höfnum. Meira

Menning

21. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 136 orð

Árni hitar upp

SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudagskvöld hófst upphitun fyrir þjóðhátíð í Eyjum á Kaffi Reykjavík. Að sjálfsögðu var boðið upp á lunda, léttreyktan eða steiktan og undir borðum spilaði Árni Johnsen brekkusöngva. Stemmningin var slík að Árni þurfti ekki að hafa fyrir söngnum í nokkrum lögum. Mest bar þó á kvenfélaginu ÓSK; ólofuðum stúlkum úr Keflavík, en Árni Johnsen er verndari félagsins. Meira
21. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 107 orð

Ástir einstæðra feðra

REGNBOGINN frumsýnir gamanmyndina Ástir einstæðra feðra eða "Bye, Bye Love" eins og hún heitir á frummálinu, fimmtudaginn 20. júlí. Í aðalhlutverkum eru Mathew Modine, Randy Quaid og Paul Reiser.Leikstjóri myndarinnar er Sam Weizman. Myndin segir frá vinunum Dave, Donny og Vic, sem eru allir fráskildir og einstæðir feður. Meira
21. júlí 1995 | Menningarlíf | 170 orð

Björg og Gunnar í Gerðarsafni

LAUGARDAGINN 22. júlí kl. 16 verða opnaðar tvær málverkasýningar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Í vestursal sýnir Björg Örvar 24 olíumálverk eða myndröð sem ber yfirskriftina "Tákn um siðferðisþrek". Meira
21. júlí 1995 | Menningarlíf | 89 orð

Dagskrá fyrir ferðamenn

Sunnudaginn 23. júlí kl. 17.30. Borgþór Kjærnested flytur erindi á sænsku og finnsku um íslenskt samfélag og það sem efst er á baugi í þjóðmálum á Íslandi á líðandi stundu. Að fyrirlestri loknum gefst fólki tækifæri til að koma með fyrirspurnir. Mánudaginn 24. júlí kl. 17.30. Meira
21. júlí 1995 | Tónlist | 605 orð

Eintónun sálarinnar

Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Jónas Ingimundarson flytja íslensk einsöngslögÞriðjudagurinn 18. júlí 1995 INGVELDUR Ýr Jónsdóttir, mezzosópran, hefur verið fastráðin við óperuna í Lyon og er í hópi þeirra íslensku einsöngvara, sem starfa víðs vegar um heiminn. Meira
21. júlí 1995 | Menningarlíf | 403 orð

Fjarlægðin gerir brýrnar bláar

MYNDLISTARMAÐURINN Finna B. Steinsson vakti þjóðarathygli fyrir tveimur árum þegar hún setti veifur á hólana "óteljandi" í Vatnsdalnum í því skyni að reyna að festa á þeim tölu. Síðastliðið sumar fór Finna aftur á stjá og nú til fundar við þrjár gamlar brýr í Norðurárdal í Borgarfirði sem hún málaði bláar. Meira
21. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 185 orð

Frönsk kvikmyndahátíð

GÓÐ aðsókn var á franska kvikmyndahátíð sem stóð yfir dagana 7.-17. júlí í Háskólabíói. Hátíðin var haldin í tilefni hundrað ára afmælis kvikmyndarinnar og Gaumont kvikmyndafyrirtækisins. Fyrirtækið er það elsta sinnar tegundar í heiminum og jafngamalt kvikmyndinni sjálfri. Meira
21. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 49 orð

Grant hjá Letterman

BRESKI leikarinn Hugh Grant lauk viðtalshrinu sinni í bandarísku sjónvarpi síðastliðinn miðvikudag, þegar hann kom fram í "The Late Show" með David Letterman. Hann segist ætla að hverfa úr sviðsljósinu um stund. Grant endurtók afsökunarbeiðnir sínar og sagði Liz Hurley, en ekki hann sjálfan, verðskulda alla samúðina. Meira
21. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 259 orð

Hagman þarf lifrarígræðslu

VIÐ nánari læknisskoðun hefur komið í ljós að æxli það, sem fannst nýlega í lifur leikarans góðkunna, Larry Hagmans, er illkynja. Hagman, sem þekktur er fyrir hlutverk sitt sem J.R. í sjónvarpsþáttunum "Dallas", þarf á lifrarígræðslu að halda ef hann ætlar sér að lifa í meira en ár í viðbót. Meðalbiðtími eftir líffæri er 130 dagar. Meira
21. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 219 orð

Markús Árelíus með metsölubók

LEYNDUSTU draumar Markúsar Árelíusar, keisara Rómaveldis 161-180 e.Kr., voru ekki um að eiga bók á metsölulista í Bretlandi árið 1995. Þar situr bók hans samt. Hugleiðingar Árelíusar hafa slegið í gegn 1800 árum eftir að þær voru skrifaðar. Hann skrifaði bókina í löngum leiðangri um Dónárlöndin og var engum ætlað að lesa textann nema honum sjálfum. Meira
21. júlí 1995 | Menningarlíf | 191 orð

Metaðsókn á franska kvikmyndahátíð

AFBURÐA góð aðsókn var á franska kvikmyndahátíð sem stóð yfir dagana 7.­17. júlí í Háskólabíói. Hátíðin var haldin í tilefni af hundrað ára afmæli kvikmyndarinnar og Gaumont kvikmyndafyrirtækisins en það er eitt elsta kvikmyndafyrirtæki í heiminum og jafngamalt kvikmyndinni sjálfri. Meira
21. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 178 orð

Mexíkósk fegurð

ÁHORFENDUR mexíkósku sápuóperunnar "Teresa" urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar Salma Hayek sagði skilið við hana fyrir fjórum árum. Hayek flutti til Los Angeles án þess að kunna stakt orð í enskri tungu. "Allir héldu að ég væri orðin geðveik og vitlaus," segir leikkonan fallega. Meira
21. júlí 1995 | Tónlist | 644 orð

Mikill fengur

Timo Korhonen flutti verk eftir Leo Brouwe, Francesco da Milano, Jouni Kaipainen, Olli Koskelin og Miguel Llobet.Miðvikudagurinn 19. júlí kl. 20.30. GÍTARHÁTÍÐ var sett í fjórða sinn í Akureyrarkirkju síðastliðinn miðvikudag. Örn Viðar Erlendsson, framkvæmdastjóri og frumkvöðull hátíðarinnar flutti setningarávarp. Meira
21. júlí 1995 | Menningarlíf | 432 orð

Símtal úr borginni

BORGARBÚAR ættu að hafa augun hjá sér þegar þeir keyra undir brýr í borginni næstu tvær vikur því reistir hafa verið timburkofar undir þremur þeirra. Þeir eru hluti samvinnuverkefnis þýsku myndlistarmannanna Frank Reitenspiess og Markus Strieder. Hinn hluti sýningarinnar á sér stað í sal Nýlistasafnsins þar sem þremur símum hefur verið stillt upp. Meira
21. júlí 1995 | Menningarlíf | 171 orð

Skálholtshátíð

DAGANA 22.­23. júlí verður Skálholtshátíð haldin. Dagskráin hefst á laugardeginum kl. 16 með því að dr. Paul Philippi frá Rúmeníu heldur fyrirlestur í Skálholtsskóla um tengsl helgiþjónustu og líknarþjónustu í kirkjunni. Kl. 18 verður aftansöngur í Skálholtskirkju og kl. 20 mun dr. Philippi segja frá kirkjunni í Rúmeníu þar sem hann starfar nú sem prófessor. Meira
21. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 37 orð

Stranddrengir í Strandvörðum

HÉR sjást meðlimir "The Beach Boys" flytja gamla slagara af alkunnri snilld. "The Beach Boys"-klappstýrurnar dansa á sviðinu fyrir framan þá í atriði sem birtist í Strandvarðaþætti sem sýndur verður á næstunni í Bandaríkjunum. Meira
21. júlí 1995 | Myndlist | 527 orð

SUMARLANDIÐ

Þorbjörg Höskuldsdóttir og Guðrún Svava Svavarsdóttir. Opið alla daga kl. 13-18 til 23. júlí. Aðgangur ókeypis LÍKT og aðrar listgreinar má segja að myndlistin eigi sér ákveðnar árstíðir sem helstu sýningartímabil, en á öðrum tímum séu áherslurnar aðrar. Meira
21. júlí 1995 | Menningarlíf | 158 orð

Sumarsýning á Hulduhólum

HIN árlega sumarsýning Hulduhóla, Mosfellsbæ, verður opnuð laugardaginn 22. júlí kl. 14. Að þessu sinni sýna tvær listakonur, Rut Rebekka Sigurjónsdóttir sem sýnir vatnslitamyndir og Sigrún Guðmundsdóttir sem sýnir skúlptúr. Rut Rebekka hefur haldið fjölmargar sýningar heima og erlendis, einkasýningar jafnt sem samsýningar. Meira
21. júlí 1995 | Menningarlíf | 66 orð

Sumartónleikar Í Grindavíkurkirkju

TRÍÓ Nordica mun halda tónleika í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 23. júlí kl. 18. Á efnisskránni eru Tríó í c-moll eftir F. Mendelsshon og Tríó M. Ravels. Meðlimir Tríó Nordica eru Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Mona Sandström píanóleikari. Meira
21. júlí 1995 | Menningarlíf | 118 orð

Söngtónleikar í YtriNjarðvíkurkirkju

DAGNÝ Jónsdóttir sópran og Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzó-sópran verða á söngtónleikum sem haldnir verða í Ytri-Njarðvíkurkirju á morgun, laugardag, og hefjast þeir kl. 17. Söngkonurnar eru báðar búsettar í Keflavík. Þær luku báðar 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík. Magnús Jónsson var aðalkennari Dagnýjar en Elísabet F. Eiríksdóttir aðalkennari Sigríðar. Meira
21. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 298 orð

William Baldwin lætur gamminn geysa

WILLIAM Baldwin hugsar með hlýhug til kynlífssenu sinnar með ofurfyrirsætunni og leikkonunni Cindy Crawford í nýjustu mynd þeirra, "Fair Game". Senan þykir vera í villtasta lagi, en Baldwin segir hana hafa verið frekar ólíka öðrum slíkum. Meira
21. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 84 orð

Þáttur um Jackson

FORSETI ABC sjónvarpsstöðvarinnar hefur tilkynnt að hún muni í næstu viku sýna hálftíma þátt tileinkaðan leikaranum síbreytilega, Michael Jackson. Þátturinn verður sýndur á besta tíma þann 28. júlí og í honum verður nýtt myndband kappans frumsýnt, "You Are Not Alone". Meira
21. júlí 1995 | Menningarlíf | 182 orð

Æskan dansar í Perlunni

LISTDANSSÝNING verður haldin í Perlunni laugardaginn 22. júlí kl. 15 og 16.30 og sunnudaginn 23. júlí kl. 15.30. Þar gefst tækifæri til að sjá unga dansara sýna nútíma og klassískan ballett. Á meðal dansara koma fram Hildur Ottósdóttir og Katrín Johnson, sem eru hér í stuttri heimsókn frá Stokkhólmi þar sem þær stunda dansnám við Konunglega sænska ballettinn. Meira

Umræðan

21. júlí 1995 | Velvakandi | 406 orð

Fósturlandsins freyjur

ALLIR karlmenn vildu örugglega komast eins fagurlega að orði um kvenþjóðina og Matthías Jochumsson í kvæðinu Fósturlandsins Freyja. Eða hvað? Er ekki allt sem sýnist? Er engin meining þegar karlar syngja freyjum sínum lof? Mikið skammaðist ég mín, fyrir hönd okkar karlanna, þegar dæmt var Sjóvá/Almennum í vil, í baráttu þess gegn sjálfsögðum rétti kvenna til jafnræðis við þá. Meira
21. júlí 1995 | Aðsent efni | 1005 orð

Fyrirheitna landið

Einu sinni bjó fólk í Fyrirheitna landinu. Landið var ekki stórt, en þar óx betra korn en í öðrum löndum. Flestir lifðu af landsins gæðum, og allir máttu tína kornið. Sumir voru iðnari en aðrir og eignuðust meira en hinir, en það skipti ekki sköpum, því fólkið í landinu var hjálpfúst og mátti ekkert aumt sjá, og enginn leið skort. Meira
21. júlí 1995 | Velvakandi | 563 orð

nnar kafli bókar dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, "Vegsemd þess

nnar kafli bókar dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, "Vegsemd þess og vandi að vera Íslendingur", ber fyrirsögnina "Dýrt að vera Íslendingur". Þar rifjar höfundur upp sögu af nóbelskáldinu, Halldóri Laxness, sem spurður var að því, er hann tók við verðlaununum í Stokkhólmi 1955, hvort ekki væri dýrt að aka um íslenzka malarvegi á vönduðum amerískum bíl, Meira
21. júlí 1995 | Velvakandi | 323 orð

Sumir mala þjóðinni gull, aðrir mala

FÁTT er jafn hrollvekjandi og þegar embættismenn, uppbólgnir af fullvissu um eigið ágæti, reyna að bregða fæti fyrir manndómsmenn sem sannanlega vinna þjóðinni gagn. Aðförin að ábúendum Stóra- Kropps í Borgarfirði gæti verið dæmi um þetta. Jörðin að Stóra-Kroppi er 300 hektarar að stærð og þar er 110 þúsund lítra mjólkurkvóti. Meira
21. júlí 1995 | Aðsent efni | 854 orð

Vafasöm stefna

FYRIR fimm árum tók bæjarstjórnarmeirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks við stjórnartaumunum í Kópavogi og mótaði nýja stjórnarstefnu sem má orða í stórum dráttum svona: Við kaupum land, við brjótum land til bygginga, við reisum ný hverfi, við reisum þau hratt og vel og stækkum Kópavog um fjórðung á tíu árum. 800 manns á ári nægja. Meira
21. júlí 1995 | Velvakandi | 956 orð

Vanþekking eða gleymska?

MÉR hefur virst að Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins væru yfirleitt skrifuð af þekkingu og áhuga á að bæta mannlífið. Um síðustu helgi bar nokkuð nýrra við. Höfundur skrifar þar um áfengismál meðal annars og samanstendur pistillinn mestanpart af vafasömum alhæfingum og hæpnum fullyrðingum. Meira
21. júlí 1995 | Aðsent efni | 615 orð

Vegna ábendinga Sigurgeirs Jónssonar

SIGURGEIR Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, gerir nokkrar athugasemdir við bók mín, Indæla Reykjavík, í Morgunblaðinu 19. júlí sl. Hann tínir þar til ein sex atriði sem varða allstórt svæði sem lýst er í bókinni og færa má til betri vegar. Ég fagna auðvitað réttmætum athugasemdum því að þá er hægt í næstu útgáfu að lagfæra missagnir. Meira

Minningargreinar

21. júlí 1995 | Minningargreinar | 171 orð

Ásdís María Sigurðardóttir

Við erum hér saman komnar frænkurnar tvær til að minnast elsku ömmu okkar. Heima hjá ömmu og afa ríkti ávallt mikil gleði. Alltaf var stutt í brosið og hláturinn hjá ömmu og munum við ekki eftir að hafa séð hana öðruvísi en káta og hressa. Amma var mjög músíkölsk, hún spilaði á gítar og söng fyrir okkur í afmælunum. Hún átti orgel og leyfði hún okkur oft að glamra á það. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 526 orð

Ásdís María Sigurðardóttir

Að brosa gegnum lífið er sú mynd er kemur í hugann, þegar ég sest niður og minnist þeirra horfnu stunda er við mamma mín og ég áttum saman, þá er lífið gaf okkur gleðistundir og tilefni til að tala um gleði hversdagsleikans. Hún varð því þungbær sú fregn er mér barst að morgni miðvikudagsins 12. júlí sl. Síminn hringdi og systir mín var í símanum. "Hún mamma er dáin." Það varð löng þögn. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 639 orð

Ásdís María Sigurðardóttir

Með örfáum orðum langar mig að kveðja elsku tengdamóður mína og vinkonu, Ásdísi Sigurðardóttur, en hún lést á heimili sínu 12. júlí. Ég kynntist tengdamóður minni fyrir 25 árum er mér var boðið inn á heimili hennar að Útskálum við Suðurlandsbraut. Ásdís og Bergur bjuggu þar ásamt fjórum dætrum og syni, elsta dóttirin var þá gift og farin að búa. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 221 orð

Ásdís María Sigurðardóttir

Við systkinin fréttum af fráfalli elsku ömmu okkar hvert í sínu lagi. Eitt okkar var statt úti á landi og hin tvö í Reykjavík, öll áttum við virkilega bágt með að trúa þessu. Ásdís amma sem var svo ótrúlega lífsglöð og sífellt hlæjandi er farin yfir móðuna miklu, langt fyrir aldur fram. Minningarnar hrannast upp um Ásdísi ömmu. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 161 orð

ÁSDÍS MARÍA SIGURÐARDÓTTIR

ÁSDÍS MARÍA SIGURÐARDÓTTIR Ásdís María Sigurðardóttir fæddist á Bíldudal 26. nóvember 1928. Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 12. júlí sl. Ásdís var dóttir Bjarneyjar Jónu Sigurgarðsdóttur Hólm, f. 12. ágúst 1908, og Sigurðar Sigurðssonar, f. 17. júní 1891, d. 12. júní 1951. Ásdís giftist 27. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 503 orð

BJÖRGVIN JÖRGENSSON

Björgvin Jörgensson, fyrrum kennari og formaður KFUM á Akureyri, er áttatíu ára í dag. Hann er fæddur á Akranesi og sleit þar barnsskónum ásamt systkinum sínum en fluttist unglingur til Hafnarfjarðar þar sem hann hóf nám í rafvirkjun en settist síðan á bekk í Kennaraskóla Íslands 18 ára að aldri. Sem drengur kynntist Björgvin sr. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 542 orð

Elísabet Björgvinsdóttir

Stjúpamma mín, Elísabet Björgvinsdóttir, er látin, 87 ára að aldri. Hún hafði dvalið á Hvítabandinu í tíu ár, þegar á leið oftast án raunverulegs sambands við sína nánustu þrátt fyrir að þau sinntu henni með eindæmum vel. Svo að líkast til var Elsa mín hvíldinni fegin. Dauðastríðið var stutt, en Ragnheiður dóttir hennar var hjá henni til hinstu stundar. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 484 orð

Elísabet Björgvinsdóttir

Sumarið 1961 kom ég til Íslands í fyrsta sinn og hjálpaði til við heyskap á Efra-Hvoli eins og hann var stundaður í gamla daga, í góðu yfirlæti hjá hjónunum Páli heitnum Björgvinssyni og Ingunni Sigurðardóttur. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 33 orð

ELÍSABET BJÖRGVINSDÓTTIR

ELÍSABET BJÖRGVINSDÓTTIR Elísabet Björgvinsdóttir fæddist á Stórólfshvoli í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu 5. júní 1908. Hún lést á Hvítabandinu í Reykjavík 12. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 20. júlí. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 337 orð

Gunnhildur Kristinsdóttir

Í dag er amma okkar, Gunnhildur Kristinsdóttir, borin til hinstu hvíldar. Við viljum með fáum orðum kveðja hana og þakka henni samfylgdina. Minningin um ömmu og afa í Saurbæ yljar okkur, en afi lést af slysförum árið 1976 fyrir aldur fram. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 212 orð

GUNNHILDUR KRISTINSDÓTTIR

GUNNHILDUR KRISTINSDÓTTIR Gunnhildur Kristinsdóttir fæddist í Samkomugerði í Eyjafjarðarsveit 22. mars 1912. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Stefánsdóttir og Kristinn Jóhannsson, bændur í Samkomugerði. Systur hennar eru: Helga Magnea, f. 1911, dáin 1965, og Hulda, f. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 361 orð

Gunnhildur Kristinsdóttir Í minning vorri munt þú lifa, við munum þína blíðu lund. Nú lítum landamærin yfir og ljúft við söknum

Hinn 15. júlí síðastliðinn fékk amma Gunnhildur frá Saurbæ loksins þann frið sem hún hafði svo lengi beðið eftir. Við trúum því að nú sé hún við hlið afa og að þau séu hamingjusöm að hittast aftur. Það er við tímamót sem þessi sem við setjumst niður og rifjum upp minningar um hana og þá sjáum við hversu kær hún var okkur. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 148 orð

HALLSTEINN P. LARSSEN

HALLSTEINN P. LARSSEN Hallsteinn Pétur Larsson fæddist 13.5. 1929 í Ringebö í Guðbrandsdal í Noregi. Hann lést 14.7. sl. í Noregi. Hallsteinn lauk prófi sem garðyrkjumaður 1952 og herþjónustu lauk hann vorið 1953. Til Íslands flyst hann 1954 ásamt konuefni sínu, Hlíf Guðmundsdóttur, f. 6.10. 1929, frá Flateyri við Reyðarfjörð. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 448 orð

Hallsteinn P. Larsson

Frá Noregi berst hingað sú napra fregn að nú sé allur góðvinur minn um gengin ár, Hallsteinn Larsson, og hugur reikar nú í hlýju þakklætis til liðinna stunda sem ljósi bregða á brautina fram. Þar hvarf af lífsvettvangi góður drengur svo alltof fljótt, en hörð og grimm mun hríðin síðasta hafa verið Hallsteini og lausn frá þrautum þeim líkn um leið. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 216 orð

Hólmar Magnússon

Eitt kvöld fyrir rúmlega fjörutíu árum var bankað á dyr og inn komu myndarleg hjón. Voru það Hólmar og Oddný, sem vildu bjóða vin sinn Einar og hans útlendu konu velkomin til Íslands. Voru það mín fyrstu kynni af þeim hjónum, og upphafið að áratuga vinasambandi milli heimilanna. Man ég enn rósirnar gulu sem ég fékk og gulldropana á flösku sem Einari var gefin. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 185 orð

Hólmar Magnússon

Þegar Hólmar var ungur maður þá stóð hugur hans til sjós. Hann réði sig á árabát, þar sem ekki var um annað að ræða á þeim tímum. Þegar trillubátar komu til sögunnar þá tók hann þátt í því og var á trillubátum um langt skeið. En svo stefndi hugur hans stærra, hann fór í Stýrimannaskólann og lauk þaðan prófi. Hann var stýrimaður á mörgum skipum. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 27 orð

HÓLMAR MAGNÚSSON

HÓLMAR MAGNÚSSON Hólmar Magnússon fæddist á Sauðárkróki 14. október 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 17. júlí. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 28 orð

KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Kristín Jónsdóttir var fædd 14. júní 1923 í Stíflisdal í Þingvallasveit. Hún lést á Landspítalanum 8. júlí síðastliðinn. Útför Kristínar fór fram frá Fossvogskirkju 20. júlí. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 147 orð

Kristín Jónsdóttir Við systurnar urðum svo lánsamar að fá að njóta nærveru Stínu frænku frá því við munum eftir okkur, þar sem

Við systurnar urðum svo lánsamar að fá að njóta nærveru Stínu frænku frá því við munum eftir okkur, þar sem hún tók að sér að koma inn á heimili okkar og passa okkur á meðan foreldrar okkar voru við vinnu. Á þeim tíma las hún og kenndi okkur ótal vísur og síðar er við stækkuðum fór hún að kenna okkur hannyrðir og alltaf var hún jafn ráðagóð. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 524 orð

Markús O. Waage

Markús Ólafsson Waage hóf störf hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1. sept. 1959 sem eftirlitsmaður. Þar var hann til sjötugsaldurs og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Um tíma var hann þó starfsmaður frystihúsanna við Ísafjarðardjúp (BEIS) og sá þar um ákvæðisvinnu og hagræðingarmál, en kom aftur til starfa hjá SH. Markús var Arnfirðingur að uppruna, fæddur í Skógum 5. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 144 orð

MARKÚS O. WAAGE

MARKÚS O. WAAGE Markús Waage fæddist í Tungu í Auðkúluhreppi við Arnarfjörð hinn 5. júní 1921. Hann lést á Landspítalanum 14. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur M. Waage og Jensína Jónsdóttir. Systkini hans eru Jóhann Waage og Jensína Waage. Hálfsystir hans er Gyða Waage. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 162 orð

Páll Sigurbjörnsson

Með þessum fáu línum viljum við þakka Palla afa í Kópó fyrir samfylgdina. Alltaf sóttum við vel að honum er við knúðum dyra. Hann tók á móti okkur með innilegri hlýju og gleði hans yfir nærveru okkar fór ekki leynt. Glaðværð og kímni gerði hann að góðum samræðumanni. Hann var ágætlega inni í málefnum líðandi stundar jafnt sem liðinnar. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 678 orð

Páll Sigurbjörnsson

Nú er lífsneisti tengdaföður míns slokknaður, hann andaðist s.l. sunnudag í Borgarspítalanum eftir tveggja mánaða legu þar. Það var sárt að horfa upp á þennan hrausta og hressa mann svona veikan, hann sem varla missti úr dag í vinnu alla sína ævi. En í minningunni geymum við brosið hans hlýja og alla elskuna sem hann sýndi öllum sínum samferðamönnum. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 286 orð

PÁLL SIGURBJÖRNSSON

PÁLL SIGURBJÖRNSSON Páll Sigurbjörnsson fæddist í Brekkubæ á Hellnum, Snæfellsnesi, 2. apríl 1917. Hann lést í Borgarspítalanum 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jakobína Þorvarðardóttir, f. 30.4.1885, d. 9.2.1978 og Sigurbjörn Friðriksson, f. 20.11.1870, d. 15.3.1928. Þau bjuggu í Brekkubæ og í Melabúð á Hellnum. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 507 orð

Vilhjálmur Halldórsson

Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 226 orð

Vilhjálmur Halldórsson

Ég held að öllum sem fá fregn af andláti góðs vinar bregði jafnframt því að upp renna minningamyndir frá góðum stundum sem þeir hafa átt með viðkomandi. Svona fór fyrir mér þegar ég fékk að vita að Villi Halldórs, vinnufélagi minn til marga ára og góður félagi, hefði orðið bráðkvaddur á ferðalagi um Austurland. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 190 orð

Vilhjálmur Halldórsson

Sumar og sól, tími ættarmóta, ferðalaga og annarrar afþreyingar. Fjölskyldan saman komin á æskustöðvum og ýmislegt til gamans gert, þetta var yndisleg stund, frændfólk faðmast og kveður og heldur heim á leið. Miðvikudagur og síminn hringir, slæmar fréttir, hann Villi frændi er dáinn. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 120 orð

VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON

VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON Vilhjálmur Halldórsson fæddist á Víðivöllum í Fljótsdal 7. júní 1932. Hann lést 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Vilhjálmsson, f. á Þuríðarstöðum í Fljótsdal 11. janúar 1896, d. 21 júlí 1959, og Sigríður Björnsdóttir frá Steinum Austur-Eyjafjöllum, f. 9. september 1905. Hún lifir son sinn. Meira
21. júlí 1995 | Minningargreinar | 46 orð

Vilhjálmur Halldórsson Horfinn er vinur, genginn á braut, kvaddur með virktum, kvaddur í kirkju við bæn bæði og söng. Það skulum

Horfinn er vinur, genginn á braut, kvaddur með virktum, kvaddur í kirkju við bæn bæði og söng. Það skulum við muna er stundin er löng. (Fanney Grétarsdóttir) Elsku Halldór, Áslaug, Sólrún, Kjartan, amma og aðrir ástvinir. Megi algóður guð styrkja ykkur öll. Fanney og Darna. Meira

Viðskipti

21. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 162 orð

Anna vart eftirspurn

SÁPUVERKSMIÐJA Friggjar hf. annar vart eftirspurn eftir Maraþon Extra þvottaefninu í kjölfar auglýsingarherferðar fyrirtækisins að sögn Guðnýjar Rósu Þorvarðardóttur, markaðsfulltrúa fyrirtækisins. Guðný segir að árangur auglýsingaherferðarinnar liggi ekki enn ljós fyrir enda aðeins vika liðin af henni, en viðbrögð neytenda gefi þó ótvírætt tilefni til bjartsýni. Meira
21. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Athugasemd vegna SR- mjöls

VEGNA athugasemdar frá SR-mjöli hf. í viðskiptablaði í gær við súlurit Morgunblaðsins yfir ávöxtun hlutabréfa á þessu ári skal tekið fram að blaðið studdist við upplýsingar frá Landsbréfum hf. Í texta við súluritið var rækilega tekið fram að miðað væri við lokagengi ársins 1994. Í tilviki SR-mjöls hf. Meira
21. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 558 orð

Dæmi um 123% söluhagnað

HLUTABRÉF í Lyfjaverslun Íslands hækkuðu í gær þegar verðbréfafyrirtækið Landsbréf hf. gerði kauptilboð í þau á genginu 1,65 með auglýsingu í Morgunblaðinu. Þeir, sem keyptu hlutabréf í fyrirtækinu í janúar og nýttu sér tilboð um að greiða aðeins fimmtung kaupverðsins út, hagnast nú um rúmlega 60 þúsund krónur, selji þeir bréfin á þessum kjörum. Meira
21. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 234 orð

GKS-húsgögn til SH á Akureyri

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur gengið til samninga við GKS-húsgagnagerð um kaup á íslenskum húsgögnum fyrir skrifstofur sínar á á Akureyri. Samningurinn hljóðar upp á kaup á 30 vinnustöðvum fyrir alls um 7,5 milljónir króna. Fyrir valinu urðu Vista skrifstofuhúsgögn sem hönnuð eru af Gunnari Magnússyni, húsgagna- og innréttingahönnuði. Meira
21. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Kyrrð eftir umrót í Wall Street

UMRÓT á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum vörpuðu skugga á viðskipti í evrópskum kauphöllum í gær, en ekkert söluæði greip um sig eins og í Wall Streetá miðvikudag. Dollarinn var stöðugur gagnvart þýzku marki og japönsku jeni framan af degi. Meira
21. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Stærstu fyrirtæki heimsins í Japan

MITSUBISHI trónar í efsta sæti á endurskoðuðum lista bandaríska tímaritsins Fortune um 500 stærstu fyrirtæki heims. Japönsk fyrirtæki skipa fjögur efstu sætin og General Motors, sem jafnan hefur verið í fyrsta sæti, hefur hrapað niður í það fimmta. Meira

Fastir þættir

21. júlí 1995 | Dagbók | 78 orð

Árnað heilla ÁRA a

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 21. júlí, er áttræður Björgvin Jörgensson, kennari, Grænumýri 15, Akureyri. Hann tekur á móti gestum á morgun, laugardaginn 22. júlí, í félagsheimili KFUM & K, Sunnuhlíð eftir kl. 15. ÁRA afmæli. Meira
21. júlí 1995 | Dagbók | 385 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Brimi SU, Stella Polux, Mælifell

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Brimi SU, Stella Polux, Mælifellog Drangey frá Grundarfirði kom vegna bilunar. Þá fóru í gær Freri, Viðey og rannsóknarskipið Professor Marty. Búist var við aðHelgafell og Mælifellfæru út í gærkvöldi. Meira
21. júlí 1995 | Dagbók | 137 orð

Skútustaðaskóli

SkútustaðaskóliHUGMYNDIR eru uppi um að að skólahúsið á Skútustöðum verði íframtíðinni nýtt sem náttúrufræðslusetur sagði í blaðinu í gær. Meira

Íþróttir

21. júlí 1995 | Íþróttir | 111 orð

Árný önnur á HM öldinga

Árný Heiðarsdóttir úr Vesmannaeyjum varð í öðru sæti í þrístökki á Heimsmeistaramóti öldunga sem nú fer fram í Buffaló í Bandaríkjunum. Árný keppir í flokki 40 til 44 ára og í þrístökkinu stökk hún 10,46 metra, sem dugði henni í annað sætið. Kristján Gissurarson keppti í sama aldursflokki og Árný. Kristján stökk 4,30 metra í stangarstökki og varð í fjórða sæti. Jón H. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 689 orð

Breiðablik - UMFG0:0 Kópavogsvöllur - Íslandsm

Kópavogsvöllur - Íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla - 9. umferð, fimmtudaginn 20. júlí 1995. Aðstæður: NV strekkingur, sólskin og 8 gráðu hiti - völlurinn ágætur. Gult spjald: Guðjón Ásmundsson (73.) - fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Kristinn Jakobsson, ágætur. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 111 orð

Brotið var á Guðmundi Brynjólfssyni á 57. mínútu inni í vítat

Brotið var á Guðmundi Brynjólfssyni á 57. mínútu inni í vítateig þar sem hann reyndi að ná skoti á markið og umsvifalaust dæmd vítaspyrna. Úr henni skoraði Stuart Beards af öryggi. Á 87. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

Dapurt í Keflavík

Það er óhætt að segja að leikur Keflvíkinga og KR hafi valdið vonbrigðum því þarna voru að leika liðin sem höfðu tapað fæstum stigum ef Skagaliðið er undanskilið. Leikurinn varð aldrei rismikill og mikil þreytumerki voru á Keflavíkurliðinu sem lék sinn daprasta leik í deildinni í sumar. KR gerði það sem þurfti, skoraði eina mark leiksins og það dugði til sigurs. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 323 orð

Finnar mótmæla þátttöku Hinriks á HM í Sviss

Hestaíþróttasambandi Íslands hefur borist bréf frá finnska hestaíþróttasambandinu þar sem lýst er áhyggjum vegna þátttöku Hinriks Bragasonar, eiganda Gýmis, á heimsmeistaramótinu í Sviss sem hefst í næsta mánuði. Þeir hóta að hætta við þátttöku ef Hinrik verður meðal þátttakenda í Sviss og eins hafa mótshaldarar í Sviss af þessu miklar áhyggjur. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 131 orð

Golf

Opna breska meistaramótið Staðan eftir fyrsta keppnisdag af fjórum á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St Andrews golfvellinum í Skotlandi: 67 - Tom Watson (Bandar.), Mark McNulty (Zimbabe), John Daly (Bandar.), Ben Crenshaw (Bandar.) 68 - David Feherty (Bretl.), Vijay Singh (Fijieyjum), Bill Glasson (Bandar. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 124 orð

Golf helgarinnar

Grindvík Opið unglingamót í dag á Húsatóftavelli og verður ræst úr kl. 13. Hvaleyri Opið golfmót verður á laugardaginn. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Heiðmörk Golfklúbburinn Oddur verður með opið mót á velli sínum í Heiðmörk á laugardag. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 586 orð

Heppnissigur ÍA í Vestmannaeyjum

NIðURSTAðAN úr leik Vestmannaeyinga og Skagamanna í Eyjum í gærkvöldi, sem lauk með 1:3 sigri ÍA, gefur alls ekki rétta mynd af leiknum ef miðað er við fyrstu 75 mínúturnar. Eyjamenn voru kraftmeiri og höfðu möguleika á að komast í 2:1 með marki úr vítaspyrnu sem var varin. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 157 orð

Hjólreiðar

Frakklandskeppnin 17. áfangi Frakklandskeppninnar, Tour de Frakkl., fór fram í gær. Hjólaðir voru 246 km. Úrslit voru sem hér segir: klst. 1. Erik Zabel (Þýsk.) Telekom-ZG6:29.49 2. D. Abdoujaparov (Úsbek.) Novell 3. Stefano Colage (Ítalíu) Telekom-ZG 4. Giovanni Lombardi (Ítalíu) Polti 5. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

ÍA

ÍA 9 9 0 0 19 3 27KR 9 6 0 3 11 8 18LEIFTUR 8 4 1 3 15 12 13KEFLAVÍK 7 3 2 2 6 4 11GRINDAVÍK 9 3 2 4 12 12 11BREIÐABL. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 57 orð

Í kvöld Knattspyrna

Knattspyrna Bikarkeppni kvenna - Undanúrslit Akureyri:ÍBA - Valur20 3. deild karla: Ásvellir:Haukar - Völsungur20 Dalvík:Dalvík - BÍ20 Egilsstaður:Höttur - Fjölnir20 Neskaupss. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 130 orð

Jóhannes fékk heilablóðfall en er á batavegi

JÓHANNES Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu sem er búsettu í Skotlandi, fékkheilablóðfall fyrir rúmri viku, en er á batavegi að sögn Atla Eðvaldssonar, bróður hans. "Það mun taka hann vikur og jafnvel mánuði að ná sér, en það hjálpar að hann er harður af sér," sagði Atli. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 156 orð

Knötturinn hrökk í hendi Nibojsa Soravic innan vítateigs o

Knötturinn hrökk í hendi Nibojsa Soravic innan vítateigs og Guðmundur Stefán Maríasson dæmdi vítaspyrnu á 24. mínútu. Hörður Magnússon, tók spyrnuna og skoraði af miklu öryggi, sendi knöttinn í hornið vinstra megin, en Þorvaldur Jónsson, markvörður Leifturs valdi að fara í hitt hornið. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 130 orð

Loks sigur hjá Val

HEIL umferð fór fram í 1. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. Valsmenn unnu fyrsta leik sinn í rúman mánuð er þeir lögðu Framara að velli 3:1 að Hlíðarenda. Skagamenn héldu áfram sigurgöngu sinni og unnu ÍBV 1:3 í Vestmannaeyjum, KR sigraði Keflavík á útivelli, 0:1, FH og Leiftur gerðu jafntefli, 2:2, Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 368 orð

Neisti, barátta ogvilji í FH-liðinu

FH-ingar nældu sér í sitt fyrsta stig á Íslandsmótinu frá því í 2. umferðinni í rétt tæpa tvo mánuði og geta nagað sig í handarbökin yfir að hafa ekki fengið öll stigin í leiknum gegn Leiftri. Lyktir leiksins urðu 2:2 í sæmilega fjörugum leik. Það er í sjálfu sér ágætt að fá stig en við erum mjög svekktir að fá ekki öll stigin. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 62 orð

Ragnheiður þjálfar hjá Óðni

RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir fyrrum landsliðskona í sundi, hefur sagt upp sem þjálfari hjá sunddeild Aftureldingar í Mosfellsbæ. Ástæðan er sú að hún er flytjast til Akureyrar og taka við þjálfun hjá Sundfélaginu Óðni. Ragnheiður hefur verið í Mosfellsbænum síðastliðin tvö ár og jafnhliða þjálfun sundfólksins rekið félagsmiðstöðina þar í bæ. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 110 orð

Skagamenn fá liðsstyrk

Skagamenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir bráttuna í úrvalsdeildinni í körfuknattleik næsta vetur. Þrír nýjir leikmenn hafa ákveðið að leika með ÍA. Þetta eru; Ingi Karl Ingólfsson, sem kemur frá Grindavík og þeir Brynjar Sigurðsson og Bjarni Magnússon frá Breiðabliki. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 166 orð

Skagamenn komu upp hægri kantinn á 16. mínútu og gáfu fy

Skagamenn komu upp hægri kantinn á 16. mínútu og gáfu fyrir, boltinn hrökk út fyrir teig þar sem Alexander Högnason rakti boltann vinstra meginn inn í teig og lyfti á fjærstöngina þar sem Stefán Þ. Þórðarson skallaði í mark af stuttu færi. Á 17. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 132 orð

Steingrímur Jóhannesson, ÍBV.

Steingrímur Jóhannesson, ÍBV. Stuart Beards, Val. Friðrik Sæbjörnsson, Dragan Manojovic, Jón Bragi Arnarsson, Rútur Snorrason, Ingi Sigurðsson, Tryggvi GuðmundssonÍBV. Þórður Þórðarson, Árni G. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 336 orð

Stöðubarátta í Kópavogi

LEIKMÖNNUM Breiðabliks og Grindavíkur tókst ekki að rífa sig upp úr baráttunni í gærkvöldi og leika árangursríka knattspyrnu á Kópavogsvellinum. Varla brá fyrir marktækifærum og því voru lokatölurnar 0:0 sanngjörn niðurstaða fyrir bæði lið þó eflaust hafi báðum liðum ekki veitt af því að leggja út í meiri áhættu og freista þess að hrifsa til sín stigin þrjú sem í boði voru fyrir sigur. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 500 orð

Tekst Ármanni að sigra í fyrsta skipti?

BIKARKEPPNIN í frjálsíþróttum fer fram í 30. sinn í kvöld og á morgun á Laugardalsvelli. Hefst keppni klukkan 17 í dag og klukkan 13 á morgun. Keppt verður í fyrstu og annari deild samtímis og er því útlit fyrir að allt sterkasta frjálsíþróttafólk landsins verði með í slagnum. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 440 orð

Valsmenn brutu ísinn

VALSMÖNNUM tókst í gærkvöldi að brjóta ísinn og sigra í fyrsta sinn í rúman mánuð í fyrstu deildinni í knattspyrnu. Þeir fengu Framara í heimsókn að Hlíðarenda og sigruðu sanngjarnt 3:0. Það var augljóst að Valsmenn lögðu allt undir, forsvarsmenn félagsins smöluðu stuðningsmönnum liðsins á völlinn með ágætum árangri og leikmenn fóru á fund með Jóhanni Inga Gunnarssyni sálfræðingi og þjálfara. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 247 orð

Þórdís oftast með

Þórdís Gísladóttir hástökkvari úr HSK hefur oftast kvenna keppt í Bikarkeppni FRÍ, alls nítján sinnum. Hún keppti fyrst fyrir ÍR árið 1975 og var í sigursveit þeirra allt til ársins 1985 að hún skipti yfir í HSK. Þórdís lætur sig ekki vanta í keppnina nú um helgina. Meira
21. júlí 1995 | Íþróttir | 8 orð

(fyrirsögn vantar)

Sunnudagsblað

21. júlí 1995 | Sunnudagsblað | 1396 orð

KÓNGURINNER KLIKKAÐUR

ÞAÐ ER ekki ný saga að hneykslissögur úr bresku konungsfjölskyldunni komist í hámæli og illa gangi að fela leyndarmál hinna eðalbornu fyrir þegnunum. Enskir kóngar og drottningar hafa æ ofan í æ fengið að kenna á því sem mörgum valdsmanninum hefur reynst svo erfitt að sætta sig við, að undir stórbrotnu yfirborðinu leynast mannlegar verur. Meira

Úr verinu

21. júlí 1995 | Úr verinu | 638 orð

Endurnýja frystihús og kaupa frystitogara

STJÓRNENDUR útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Seaflower Whitefish í L¨uderitz í Namibíu, gera sér vonir um að kvóti fyrirtækisins á lýsingi verði aukinn í haust og hafa ráðist í auknar fjárfestingar til að auka gæði og verðmæti framleiðslunnar fyrir markaði í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Meira
21. júlí 1995 | Úr verinu | 180 orð

Meira utan af grálúðu

ÚTFLUTNINGUR á grálúðu hefur aukist töluvert á þessu ári frá því á sama tíma í fyrra. Þá hefur verð á grálúðu hækkað um u.þ.b. 15 prósent. Útflutningurinn eykst, þrátt fyrir minnkandi veiði. Útflutningur á grálúðu fram í lok maímánaðar á þessu ári hefur verið tæp 7. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 192 orð

15% færri ferðamenn með Norrænu í júní

FÆRRI ferðamenn komu til landsins með Norrænu í júnímánuði en í fyrra, en þá komu 1.809 farþegar með ferjunni en nú komu 1.576. Þetta er því 15% fækkun borið saman við júní í fyrra. Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Austfars hf., segir að úr þessu hlutfalli muni líklega rætast þar sem ferðamönnum hafi fjölgað nú aftur þegar á hefur liðið júlí. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 103 orð

200 alþjóðlegar ráðstefnur í Finnlandi

Í ÁR verða um 200 alþjóðlegar ráðstefnur haldnar í Finnlandi og er það 4% aukning frá því árið 1994. Áætlað er að alls komi 46 þúsund gestir á þessar ráðstefnur og eru það 7% fleiri en árið á undan. Meirihluti ráðstefnanna er um læknisfræðileg viðfangsefni og ýmiskonar tækni. Um 20% ráðstefnanna eru norræn og flestar eru haldnar yfir sumarmánuðina. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 745 orð

Aðstandendur geðsjúkra afskiptur hópur hingað til þrátt fyrir mikið álag

"AÐSTANDENDUR geðsjúkra hafa til þessa verið afskiptur hópur í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að vera undir meira álagi en yfirleitt gengur og gerist meðal aðstandenda sjúklinga. Nauðsynlega þyrfti formlega starfsemi og aðstoð hjá sjúkrahúsum og stofnunum til þess að styrkja aðstandendur geðsjúkra, en fram að þessu hefur slík þjónusta ekki verið veitt með skipulögðum hætti, Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 700 orð

Al Sabeel í Amman

LÍKLEGT er að ferðamenn frá Íslandi leggi leið sína í ríkari mæli til Miðausturlanda næstu ár ­ eða ég skyldi að minnsta kosti rétt leyfa mér að vona það. Og þá ekki aðeins til Ísraels, nágrannalöndin eru ekki síður forvitnileg og víða má lesa mannkynssöguna þar margar aldir aftur í tímann. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 463 orð

Á slóðum Auðar djúpúðgu og Hvamm-Sturlu

"HINGAÐ koma venjulega tveir erlendir hópar í viku, yfirleitt eru um 30 í hóp. Þetta fólk er í tólf daga ferð um landið á vegum Ferðaskrifstofu Íslands og gistir hér þriðju nóttina. Meirihluti þeirra sem hafa komið í sumar eru franskir ferðamenn og mér og ýmsum fleirum finnst að hafi orðið hrun í komum Þjóðverjanna. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 552 orð

Býr til sjampó úr íslenskum jurtum í bílskúrnum heima í Keflavík

"ÉG fékk hugmyndina fyrir mörgum árum, þegar ég bjó í Danmörku og vann þar á hárgreiðslustofu. Þar kynntist ég manni sem framleiddi og seldi eigin hársnyrtivörur," segir Hrafnhildur Njálsdóttir. Hún er lærður hárskeri og rak til skamms tíma hárgreiðslustofu í heimabyggð sinni, Keflavík. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 652 orð

Dollarafölsun um allan heim en íslenskir seðlar öruggir

SECRET Service nefnist deild innan bandaríska fjármálaráðuneytisins sem hefur það hlutverk með höndum að vernda forsetann, annast njósnir á stríðstímum og að að koma í veg fyrir peningafölsun. Leyniþjónustan hefur haft nóg að gera í síðastnefnda hlutverkinu upp á síðkastið. Ný tölvu- og ljósritunartækni gerir falsanir auðveldari og ódýarari. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 270 orð

Ferðir um helgina

ÚTIVIST TVÆR dagsferðir eru laugard. 22. júlí og skal fyrst nefna 4. áfanga Fjallasyrpunnar. Að þessu sinni verður gengið á Búrfell (676 m y.s.) í Þjórsárdal. Farið verður upp frá Bjarnalóni. Frábært útsýni er af fjallinu. Hin ferðin er ganga í Árnes eyjuna í Þjórsá. Þar verður skoðaður forn dómhringur við Þinghól. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 153 orð

Fjölbreytt afþreying og margt að sjá

"ÞJÓÐVERJAR, Frakkar og Íslendingar eru mest á ferðinni," sagði Anna Gréta Eyþórsdóttir hjá Upplýsingamiðstöðinni á Blönduósi, "en Norðurlandabúar, Hollendingar og Belgar sækja í sig veðrið. Fjöldi ferðamanna er svipaður í og í fyrra þrátt fyrir kuldann í byrjun sumars." Anna Gréta sagði margt að sjá í A-Húnavatnssýslu og afþreying alls konar. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1259 orð

Forðabúr kræklings öðu og fleiri skelja í fjörunni

NÝR SKELFISKUR er veislumatur og merkilegt að geta tínt hann sjálfur úr fjörunni. Það er ólíkt skemmtilegra en veiðar upp úr frystikistu stórmarkaðar og þar að auki er nýr íslenskur kræklingur, algengasta æta skelin í fjörunum, mun stærri og betri en frosinn eða niðursoðinn. Þó verður að minna á hættu á þörungaeitrun yfir sumarmánuðina og undirstrika að hver taki ábyrgð á eigin tínslu. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 176 orð

Gallerí að Klausturseli í Jökuldal

AÐ KLAUSTURSELI í Jökuldal er starfrækt gallerí þar sem framleiddir eru íslenskir munir úr hreindýraleðri. Ólavía Sigmarsdóttir rekur þar vinnustofu þar sem hún hannar og býr til vörur úr hreindýraleðri, aðallega veski, hatta og húfur. Ennfremur prjónar hún sokka úr kanínuull og spinnur og þæfir ull. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 267 orð

Gamli bærinn á Sænautaseli til sýnis í sumar

GAMLI bærinn á Sænautaseli á Jökuldalsheiði er til sýnis í sumar eins og hann hefur verið síðan hann var endurbyggður. Býlið Sænautasel var í byggð árin 1843 til 1943 en fór þá í eyði, síðan var bærinn endurbyggður í upprunalegri mynd sumarið 1992 og lokið var við verkið 1993, en þá voru 50 ár frá því að bærinn fór í eyði og 150 ár frá því að hann byggðist. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 59 orð

Hótel á Interneti

HÓTELKEÐJAN Mandarin Oriental hefur fyrst asískra hótela hafið markaðssetningu á Internetinu. Frá þessu segir í breska ferðablaðinu Travel Weekly. Upplýsingar um verð og þjónustu verða svokölluðum Ferðavef (Travel Web) á Internetinu en ekki verður hægt að bóka gistingu í gegnum netið. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 142 orð

Ilmur frægðarinnar

FYRIR nokkrum árum komst í tísku hjá fræga fólkinu að láta búa til ilmvötn, sem það kenndi við nöfn sín og andlit. Enn er sá siður í hávegum hafður og nú er kominn á markað herrailmur, sem ber nafn tenórsöngvarans víðfræga Luciano Pavarotti. Markaðssetning gengur út á að ilmurinn sé jafn óbrigðull og rödd söngvarans og finnst þá mörgum miklu lofað. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 666 orð

Í sumarleyfi bjóða svæðisleiðsögumenn aðstoð sína

NÚ STENDUR yfir sumarleyfistími landsmanna og margir eru eflaust á faraldsfæti um þessar mundir. Sumir fara af höfuðborgarsvæðinu og sækja heim staði á landsbyggðinni, aðrir fara úr dreifbýlinu og leggja leið sína á suðvesturhornið. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 379 orð

Karllæknar eru þar sem virðingin er mest

FJÖLDI kvenna í læknastétt hefur aukist á síðustu árum og þær eru nú um 10% allra lækna með sérfræðingsleyfi á Íslandi. En í ákveðnum greinum hafa þær ekki náð að hasla sér völl, og þar eru skurðlækningar mest áberandi. Hefðbundnar skýringar á þessu eru að konur velji ákveðnar greinar, vegna uppeldis þeirra og félagsmótunar og vegna anna þeirra á heimili og reynslu af uppeldi barna. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 212 orð

Keppt íkerlingarburði

FJÓRÐA meistaramótið í kerlingarburði fór fram í finnska bænum Sonkaj¨arvi fyrir skömmu. Íþróttin felst í því að bera konu á bakinu 253,5 metra leið eftir torfærubraut á sem skemmstum tíma. Upphaflega áttu sigurvegararnir að fá jafngildi þyngdar konunnar í bjór, en yfirvöld tóku fyrir það og í staðinn var lofað jafnmiklu gosi. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1245 orð

Kráarlíf við Klapparstíg

KLAPPARSTÍGUR er ein helsta kráargata Reykjavíkur og kannski er engin önnur sem einkennist jafn mikið af öldurhúsum. Hann á sér hefð sem miðstöð skemmtanalífs sem nær langt aftur fyrir lögleiðingu bjórsins. Fyrrum var rekin Billjardstofa, kölluð Billinn, þar sem nú er Bíóbarinn og Kaffi list. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 360 orð

Loft á veitingahúsum stundum betra en úti

LOFT inni á veitingastöðum getur í sumum tilvikum verið hreinna en loft utan hans. Á það einkum við á höfuðborgarsvæðinu og þar sem umferðarmengun er mikil. Sums staðar eru lagðir miklir fjármunir í fullkomið loftræstikerfi, sem t.d. hreinsar loftið og hitar það áður en því er dreift inn á staðinn. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 52 orð

Norðurkórear vilja samvinnu við Skandinavíu

Í SKANDINAVÍSKA blaðinu Boarding kemur fram að norður-kóresk flugmálayfirvöld óski eftir að gera samstarfssamning við Norðurlönd. Gæti slíkur samningur leitt til að SAS yrði fyrst vestrænna flugfélaga til að taka upp áætlunarflug til Pyongyang. Nú flýgur Aeroflot eitt erlendra flugfélaga þangað. Viðræður um málið eru í athugun. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 229 orð

Pakistanar vilja bæta ímynd sína

Í BRESKA ferðablaðinu Travel Weekly segir að Pakistanar hafi ákveðið að opna ferðamálaskrifstofu í London og stefni þeir að því að efla ímynd landsins sem spennandi áningarstaðar og ná til evrópskra ferðamanna. Kynningarátakið hefst um svipað leyti og stöðugar fréttir berast af óeirð og uppþotum, einkum í Karachi. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 277 orð

Sumarmarkaðurinn Við-Bót á Flúðum í Hróarstungu tekinn til starfa

Sölumarkaðurinn Við-Bót er nú rekinn annað sumarið í röð við bæinn Flúðir í Hróarstungu. Þegar ekið er norður frá Egilsstöðum gegnum Fellabæ er komið að Við-Bót eftir sex kílómetra akstur frá Fellabæ en markaðurinn er við þjóðveginn númer eitt. Anna Bragadóttir bóndi á Flúðum rekur markaðinn og þar er hún með í umboðssölu varning frá um það bil 50 aðilum, aðallega af Héraði. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 108 orð

Tímarit notuð í armband eða hálsfesti

LITLAR stelpur eru oft afskaplega hrifnar af allskyns skrautlegu glingri og einhvern daginn þegar veðrið er leiðinlegt er tilvalið að stinga upp á þessu föndri. Finnið til litrík tímarit sem á hvort sem er að fara með í endurvinnslu og leyfið krökkunum að klippa út litla litskrúðuga þríhyrninga. Rúllið þríhyrningunum síðan utanum blýanta og byrjið á breiðari endanum. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 62 orð

Tískuvaðstígvél nú fáanleg í öllum regnbogans litum

NÚ er aldeilis hægt að klæða sig upp í rigningunni og í útilegunni því hönnuð hafa verið nýtísku kvenvaðstígvél í öllum regnbogans litum. Eins og sjá má af myndinni sem birtist í blaðinu Harpers & Queen eru stígvélin ágæt viðbót við hefðbundinn skófatnað og nú er óþarfi að láta sig blotna í fæturna af pempíuskap. Meira
21. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 417 orð

Ævintýralegar skoðunarferðir í Papey

SKOÐUNARFERÐIR í Papey eru nú í boði með m/b Gísla í Papey, skemmtiferðabáti sem gerður er út frá Djúpavogi. Lagt er upp frá Djúpavogshöfn klukkan eitt á hverjum degi og siglt er til eyjunnar á 40 mínútum. Þar er höfð viðdvöl í um 2 tíma og 40 mínútur. Már Karlsson leiðsögumaður og framkvæmdastjóri Papeyjaferða hf. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.