Greinar laugardaginn 29. júlí 1995

Forsíða

29. júlí 1995 | Forsíða | 70 orð

Dularfull öskur

GREINST hafa dularfull hljóð, sem líkjast öskri og stunum, í hlustunarbúnaði dvergkafbáts, sem rannsakar hin myrku djúp Loch Ness-vatnsins í Skotlandi. Þessi furðulegu hljóð heyrðust í 30 mínútur og kafbáturinn var um 150 metrum undir yfirborði vatnsins. "Ég hef oft heyrt hljóð sjávarspendýra þegar ég hef kafað í úthöfunum," sagði Alan Whitfield, sem fjarstýrir kafbátnum. Meira
29. júlí 1995 | Forsíða | 81 orð

Dæmd í lífstíðarfangelsi

SUSAN Smith, 23 ára bandarísk kona, var í gær dæmd í lífstíðarfangelsi í Suður-Karólínu fyrir að drekkja tveim sonum sínum, þriggja ára og 14 mánaða. Konan hafði verið dæmd sek um að binda drengina í bíl og láta hann renna út í stöðuvatn. Málið vakti mikinn óhug meðal Bandaríkjamanna og kviðdómurinn hefði getað dæmt konuna til dauða ef allir, sem áttu sæti í honum, samþykktu það. Meira
29. júlí 1995 | Forsíða | 153 orð

Gengisfall og minni hagvöxtur

GENGI dollars féll gagnvart þýsku marki í gær eftir að birtar voru tölur um landsframleiðslu í Bandaríkjunum, sem staðfestu að dregið hefði úr hagvexti. Hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum fjórðungi ársins var hinn minnsti í 3 ár sökum þess að fyrirtæki gengu á uppsafnaðar birgðir af óseldri vöru. Þyngst vegur minni framleiðsla á bílum og vörubifreiðum. Meira
29. júlí 1995 | Forsíða | 103 orð

Gíslum bjargað

SÉRSVEIT lögreglunnar í Köln réðst síðdegis í gær inn í rútu og skaut vopnaðan mann til bana eftir að hann hafði haldið 20 farþegum í gíslingu í sjö klukkustundir. Í rútunni voru lík eins farþega og bílstjóra rútunnar, sem maðurinn hafði drepið um morguninn. Áður hafði hann skotið á lögreglumann og sært hann alvarlega. Meira
29. júlí 1995 | Forsíða | 400 orð

Króatar ná tveim mikilvægum bæjum á sitt vald

KRÓATÍSKIR hermenn náðu í gær tveim mikilvægum bæjum á sitt vald í stórsókn inn á yfirráðasvæði Serba í vesturhluta Bosníu. Fall bæjanna er mikið áfall fyrir Serba og 5.000 serbneskir íbúar voru fluttir af svæðinu. Allt að 10. Meira
29. júlí 1995 | Forsíða | 225 orð

Tævanir íhuga að afla sér kjarnavopna

LEE Teng-hui, forseti Tævans, sagði í gær að Tævanir myndu kanna hvort þeir þyrftu að afla sér kjarnavopna, en áður hafði hann lofað aukinni vígvæðingu til að fæla Kínverja frá árásum á eyjuna. "Eins og staðan er nú er það mjög stór spurning hvort ekki sé þörf á þessu, Meira

Fréttir

29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

240 þúsund hafa safnast

TVEIR tólf ára drengir, Birgir Haraldsson og Baldur Kristjánsson, hafa starfrækt útvarpsstöðina Hringinn eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu til styrktar Barnaspítala Hringsins. Í gær var sendur út þáttur milli kl. 15 og 18 á samtengdum rásum Hringsins, FM 95,7 og Bylgjunnar og á sama tíma fór fram átak til styrktar Barnaspítala Hringsins í gegnum Gulu línuna. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Alþjóðleg hundasýning í Digranesi

HUNDARÆKTARFÉLAG Íslands heldur hundasýningu í íþróttahúsinu í Digranesi, Kópavogi, 3. september næstkomandi. Vegna sýningarinnar eru væntanlegir til landsins þrír hundadómarar, Ole Staunskjær og Birgit Roed frá Danmörku og Don Miller frá Englandi. Um er að ræða alþjóðlega sýningu, þar sem hundar geta fengið alþjóðleg meistarastig, en aðeins tvær slíkar sýningar eru haldnar á ári. Meira
29. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 433 orð

Áfall fyrir Major og Íhaldsflokkinn

BRESKI Íhaldsflokkurinn hefur nú aðeins níu sæta meirihluta á þingi eftir ósigurinn í aukakosningum í fyrradag. Var ósigur flokksins að vísu ekki jafn mikill og í ýmsum fyrri aukakosningum en úrslitin eru samt verulegt áfall fyrir John Major, forsætisráðherra Bretlands, sem hafði vonast til, að sigur sinn í leiðtogakjörinu og uppstokkun í stjórninni myndi blása nýju lífi í flokkinn. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Ársfundur á Grænlandi

STEINGRÍMUR J. Sigfússon alþingismaður hefur verið kjörinn formaður Íslandsdeildar Vestnorræna þingmannaráðsins og Árni Johnsen alþingismaður varaformaður deildarinnar. Fyrir dyrum stendur 11. ársfundur ráðsins sem haldinn verður í Qaqortoq í Grænlandi dagana 11.­12. ágúst nk. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 224 orð

Bannað að hita upp

VERIÐ er að búa til prentunar reglugerð um yfirbyggðar svalir sem viðauka við byggingareglugerð. Í reglugerðinni eru takmarkanir á heimildum til að byggja yfir svalir í fjölbýlishúsum og bannað verður að hita upp svalaskýli. Hugsanlegt er að breyta þurfi yfirbyggðum svölum sem ekki uppfylla skilyrði í reglugerðinni. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Bílablaðið Bíllinn á Internet

ÞEIR sem hafa aðgang að veraldarvefnum Internet geta nú kynnt sér efni Bílsins með því að tengjast heimasíðu tímaritsins. Þar er jafnframt að finna allar aðrar upplýsingar um tímaritið. Til að tengjast heimasíðu Bílsins þarf að slá inn slóðina http://www.fire.is/Ìbillinn. Netfang (tölvupóstfang) Bílsins er billinnÞfire. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 213 orð

Bjarni fjarlægður úr Höfða

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur látið endurskoða myndaval í Höfða, móttökuhúsi borgarinnar. Meðal mynda sem hafa verið fjarlægðar er málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og ráðherra, en þetta málverk sást vel á frægri ljósmynd sem gefin var út eftir leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs haustið 1986. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 154 orð

Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu

SINNULEYSI bátseiganda gagnvart Tilkynningaskyldunni kostaði mikla vinnu fjölda aðila og olli óþarfa ótta hjá ættingjum. Tilkynningaskyldan vill því beina þeim tilmælum til hlutaðeigandi aðila að sinna sínum skyldum af samviskusemi. Meira
29. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 197 orð

Bundið slitlag á alla vegi í Grímsey

MIKLAR framkvæmdir hefjast á næstunni við vegarspottann í Grímsey. Allar götur, samtals fjórir kílómetrar eða 14-15 þúsund fermetrar verða lagðar bundnu slitlagi, "klæðingu". Eingöngu eru hér malarvegir, flestir gamlir. Nú allra næstu daga verða flutt út í eyju, hefill, valtari og vörubíll og mannskapur til að vinna undirbúningsvinnu. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 42 orð

Djas og blús á Kaffi Reykjavík

BRYNDÍS Ásmundsdóttir jazz- og blússöngkona treður upp á Kaffi Reykjavík á sunnudagskvöldið. Með henni leika Carl Möller á píanó, Guðmundur Steingrímsson á trommur og Þórður Högnason á bassa. Fjórmenningarnir leika aðallega þekkta standarda. Hljómleikarnir hefjast klukkan 22. Meira
29. júlí 1995 | Landsbyggðin | 189 orð

Dráttarvél hengd neðan í risaþyrlu

FJÖLMENNI fylgdist með er þyrla Bandaríkjahers, sem hér var við heræfingarnar Norðurvíking, hóf sig til flugs með dráttarvél sem hún flutti norður í Reykjarfjörð á Ströndum fyrir björgunarsveitirnar á norðanverðum Vestfjörðum. Meira
29. júlí 1995 | Miðopna | 2031 orð

EÐLILEGRA AÐ SAMRÆMA REGLUR

Íslensk löggjöf um greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi er að margra mati gölluð. Feður hafa takmarkaðan rétt á greiðslum og konur fá afar mismunandi háar greiðslur í fæðingarorlofi. Eðlilegra er að mati margra viðmælanda Önnu G. Ólafsdóttur að samræma reglur um fæðingarorlof. Á hinum Norðurlöndunum eru greiðslurnar tekjutengdar. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 415 orð

Ein af hverjum 5 bílasölum án leyfa

RUNÓLFUR Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að ein af hverjum fimm bílasölum hafi enn ekki aflað sér tilskilinna leyfa til að starfrækja bílasölu samkvæmt lögum um sölu notaðra ökutækja sem tóku gildi fyrir réttu ári. Runólfur segir að FÍB hafi kannað ástand leyfismála hjá sýslumannsembættum í landinu og samkvæmt þeirri könnun starfi 13 bílasölur án leyfis. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 265 orð

Ekki brot á ákvæðum EES-samningsins

EIÐUR Guðnason, sendiherra Íslands í Ósló, fékk í gærmorgun afhent bréf norskra stjórnvalda þar sem þau lýsa á formlegan hátt því áliti sínu að það hafi ekki brotið í bága við ákvæði EES-samningsins þegar togaranum Má SH frá Ólafsvík var meinað að leita hafnar í Noregi fyrr í mánuðinum, eftir að hafa fengið net í skrúfu. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 533 orð

Ekki hægt að gera öllum til hæfis

GUÐMUNDUR Sigþórsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, kveðst ekki telja gagnrýni forstjóra Hagkaups á reglugerð um innflutning unninnar kjötvöru og osta réttmæta og að sumu leyti byggða á misskilningi á reglugerðinni. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 333 orð

Endurgreiðslur í ár nema 430 milljónum

RÍKISSJÓÐUR greiðir um 430 milljónir til 7.077 einstaklinga sem keyptu hlutabréf á síðasta ári. Tæplega 5.000 eigendur húsnæðissparnaðarreikninga fá 150 milljónir í skattaafslátt í ár. Ríkissjóður endurgreiðir alls 2,1 milljarð vegna ofgreidds tekjuskatts og útsvars. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Engin áform um að selja Rafveitu Hafnarfjarðar

KVITTUR hefur verið uppi um að selja eigi Rafveitu Hafnarfjarðar til að bæta skuldastöðu bæjarins og að hugsanlegir kaupendur séu RARIK, Rafmagnsveita Reykjavíkur eða Orkuver Suðurnesja. Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir hins vegar að um orðróm sé að ræða. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 309 orð

Fornleifafundur við Húsið

FORNLEIFAR fundust við Húsið á Eyrarbakka fyrir nokkrum dögum þegar unnið var að því að ganga frá lóðinni, en opna á Húsið sem hluta af Byggðasafni Árnesinga 3. ágúst næstkomandi. Fornleifarnar fundust sunnan undir Húsinu og austan við það þegar unnið var að því að lækka lóðina. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 222 orð

Fór í sjóinn er trillan sökk

SKIPVERJINN á Valborgu BA- 130, sem sökk 17 sjómílur vestur af Blakki, lenti í sjónum en náði að losa björgunarbátinn í þann mund sem trillan sökk. Að sögn Guðmundar Einarssonar, sem bjargaði honum um borð í Hafliða BA, var maðurinn orðinn kaldur. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 792 orð

Frjónæmi oftast vegna grasfrjóa

Frjómælingar hafa verið stundaðar hér á landi samfellt síðan árið 1988 og hefur Margrét Halldóttir jarðfræðingur annast mælingarnar. Frjókornum er safnað í sérstaka gildru sem er við Veðurstofu Íslands og einu sinni í viku eru þau tekin úr gildrunni, talin og tegundargreind. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Gera það gott á handfærum

TRILLUSJÓMENNIRNIR Vöggur Ingvason og Gautur Hansson veiða með handfærum á Kóna SH. Þeir hafa verið að gera það gott eins og margir trillusjómenn, því aflabrögð hafa verið góð. Ritan og múkkinn njóta þess líka þegar vel fiskast og þessir kunningjar sjómanna eru sjaldnast langt undan þegar farið er að gera að þeim gula. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 208 orð

Grundfirðingar vilja samvinnu við Krossvík

NIÐURSTAÐA liggur ekki fyrir um framtíð útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Krossvíkur hf. á Akranesi. Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði hefur leitað eftir aukinni samvinnu við fyrirtækið. Meira
29. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 317 orð

Hafa ekki fengið að hitta Wu aftur

BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið lýsti í gær efasemdum sínum með áreiðanleika myndbanda sem virðast sýna andófsmanninn Harry Wu viðurkenna að fullyrðingar í heimildarmynd sem hann gerði fyrir BBCsjónvarpsstöðina séu upplognar. Starfsmönnum bandaríska sendiráðsins í Kína hefur ekki tekist að ná tali af Wu að nýju en þeir hittu hann síðast 10. júlí sl. Hann er í haldi í Wuhan í Mið-Kína. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Helgi Áss Grétarsson efstur

SEMENTSVERKSMIÐJA ríkisins sigraði í Firmakeppni Taflfélags Reykjavíkur í hraðskák 1995 sem lauk nýlega. Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari og heimsmeistari unglinga tefldi fyrir hönd Sementsverksmiðjunnar. Hann hlaut 12 vinninga af 14. Í 2­3 sæti urðu Snævars- vídeó (Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari) og Gistiheimilið Eskihlíð 3 (Þröstur Þórhallsson, alþjóðl. meistari). Meira
29. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 260 orð

Hlutverk VES í endurskoðun

EVRÓPA er að færast nær sameiginlegri öryggis- og varnarmálastefnu, þrátt fyrir nýlegar efasemdir þar um, segir Sir Dudley Smith, forseti Vesturevrópusambandsins, VES. Sir Dudley var í opinberri heimsókn á Spáni í vikunni til að ræða gerð "Hvítbókar" um evrópskt öryggis- og varnarkerfi, sem á að vera tilbúin í dezember nk. Meira
29. júlí 1995 | Miðopna | 447 orð

Ímynd Íslands í húfi

SKAFTÁRHREPPUR hefur verið tilnefndur af Íslands hálfu í verðlaunasamkeppni innan EES um evrópsk umhverfisverðlaun ferðaþjónustunnar sem veita á í fyrsta sinni á þessu ári. Skaftárhreppur varð þar með hlutskarpastur fjögurra sveitarfélaga á landinu, sem sent höfðu inn umsóknir í keppnina, en hin þrjú eru Reykjavík, Stykkishólmur og Vestfirðir, sem sóttu um sameiginlega. Meira
29. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 81 orð

Ísraelar vilja framsal Hamasleiðtoga

YITZHAK Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að ísraelsk yfirvöld hefðu óskað eftir því að Bandaríkjamenn framseldu pólitískan leiðtoga Hamas-samtakanna, Musa Abu Marzuk, sem handtekinn var á fimmtudag. Meira
29. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 110 orð

Kúrdar mótmæla meðferð Tyrkja

MANFRED Kanther, innanríkisráðherra Þýskalands, hvatti Kúrda búsetta í Þýskalandi í gær til þess að veita "pólitískum öfgamönnum" ekki stuðning sinn í kjölfar þess að lögregla telur sig hafa heimildir fyrir því að félagar í kúrdíska verkamannaflokknum (PKK) hafi staðið að eldsprengjuárásum á tyrknesk fyrirtæki í landinu undanfarna daga. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Kveðjumessa í Digraneskirkju

KVEÐJUMESSA verður á morgun, sunnudag kl. 11, í Digraneskirkju. Séra Þorbergur Kristjánsson kveður söfnuð sinn, en hann lætur af störfum sem sóknarprestur safnaðarins nú um mánaðamótin. Séra Þorbergur hefur þjónað Digranesprestakalli síðan 1971, lengst af í Kópavogskirkju, en 25. september sl. var vígð ný og glæsileg kirkja safnaðarins við Digranesveg. Meira
29. júlí 1995 | Miðopna | 441 orð

Launatengdar greiðslur á hinum Norðurlöndunum

Á HINUM Norðurlöndunum gilda þær reglur að foreldrar fá 75-100% af launum sínum í fæðingarorlofi samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun. Með breytingum á lögum um greiðslur í fæðingarorlofi er stuðlað að feður geti verið lengur með ungum börnum sínum. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 783 orð

Leitin og björgunin kostaði 1,4 milljónir

LEITIN að norska kajakræðaranum Jan Fasting og björgun hans kostaði um 1,4 milljónir króna, að sögn Helga Hallvarðssonar, skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Ekki verður kannað með endurgreiðslu björgunarkostnaðarins fyrr en lögregluskýrsla liggur fyrir. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Léku á fiðlu og píanó fyrir fullu Safnahúsi

TÓNLEIKAR voru haldnir í sal Safnahússins nú nýlega. Það voru þau Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Urania Menelau píanóleikari sem léku fyrir fullu húsi áhorfenda við mjög góðar undirtektir. Hjörleifur hefur nýlokið tveggja ára námi við Pragkonservatoríið, en hann hlaut tékkneskan styrk. Meira
29. júlí 1995 | Óflokkað efni | 44 orð

Listasumar

Á morgun, sunnudag verða Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17.00. Madrigalakórinn í Heidleberg syngur. Farið verður í vikulega gönguferð Minjasafnsins á Akureyri með leiðsögumanni kl. 13.00 frá Laxdalshúsi. Að þessu sinni verður gengið um Innbæinn, en gengið er til skiptis um Innbæ og Oddeyri. Meira
29. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 207 orð

Lögregla kannar alsírska öfgamenn

SÉRFRÆÐINGAR eiga að sögn frönsku lögreglunnar í vandræðum með að átta sig á því hvernig sprengja var notuð í neðanjarðarlestarstöð í París, en því er þó haldið fram að smíði sprengjunnar minni um margt á handverk öfgamanna úr röðum alsírskra múslima og beinist rannsóknin nú að samtökum þeirra. Meira
29. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 514 orð

Mazarine í sviðsljósið

MAZARINE, 21 árs gömul laundóttir Francois Mitterrand fyrrverandi Frakklandsforseta, hefur stigið fram í sviðsljósið. Ástarsamband móður hennar við forsetann og ávöxtur þess voru eitt best geymda leyndarmál Mitterrands í tæpa tvo áratugi en nú hefur hulunni verið svipt af því. Meira
29. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 188 orð

Meiri geislahætta víða á Kólaskaga

NORSKA geislavarnastofnunin telur enga sérstaka ástæðu til að óttast að kjarnorkutundurskeyti um borð í flaki rússneska kafbátsins Komsolets við Bjarnarey muni springa, að sögn Kåre Eltervaag, talsmanns utanríkisráðuneytisins í Ósló. Hann segir Norðmenn hafa meiri áhyggjur af geislamengun á Kólaskaga. Meira
29. júlí 1995 | Landsbyggðin | 191 orð

Messað á Hólsfjöllum

Húsavík. -Ein fámennasta kirkjusókn á landinu mun vera Víðihólskirkjusókn á Hólsfjöllum, sem aðeins telur sjö safnaðarmeðlimi. Árið 1880 var Víðihóll gerður að prestsetri og voru þá Fjallahreppur, Víðidalur og Möðrudalur gerðir að sjálfstæðu prestakalli, Meira
29. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

»Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Helgistund á Fjórðun

AKUREYRARPRESTAKALL: Helgistund á Fjórðungssjúkrahúsinu kl. 10.00 á morgun. Messað í Akureyrarkirkju kl. 11.00. Madrigalakórinn frá Heidelberg syngur í messunni, stjórnandi er Gerald Kegelmann. Guðsþjónusta á Hlíð kl. 16.00. Sumartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 17.00. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta verður í kirkjunni annað kvöld kl. 21.00. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 123 orð

Mótor - nýtt bílablað

TÍMARITIÐ Mótor er komið út í fyrsta sinn en það er helgað umfjöllun um hvers kyns bifvélar, notkun þeirra og umhverfi. Útgefandi er Mótorrit hf. en að fyrirtækinu standa Fjölmiðlafélag Landssambands íslenskra akstursíþróttafélaga, Ari Arnórsson og Þórhallur Jósepsson. Þeir tveir síðastnefndu eru jafnframt ritstjórar hins nýja tímarits. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 155 orð

Nei þýðir nei

STÍGAMÓT, samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, ætla að efna til fræðslu- og forvarnarátaks í vikunni fyrir verslunarmannahelgina. Í tilefni þess hafa veggspjöld og fræðslubæklingar verið gefnir út og verður þeim dreift á bensínstöðvar, strætisvagnabiðstöðvar og aðra brottfararstaði ferðalanga. Meira
29. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Nýr réttingabekkur

BIFREIÐAVERKSTÆÐI Bjarnhéðins við Fjölnisgötu hefur tekið í notkun nýjan réttingabekk með lyftu en hann er af gerðinni Benchrack-5000 frá Car-O-Liner. Bekknum fylgja fullkominn mælitæki þannig að hægt er að setja saman í honum bíl. Með tilkomu réttingarbekksins verða vinnubrögð öruggari og hraðvirkari en í honum er hægt að vinna af afar mikilli nákvæmni. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Ólögleg laxanet voru gerð upptæk

VEIÐIEFTIRLITSMENN á Norðurlandi vestra hafa gert 18 net upptæk að undanförnu aðallega á Skagaströnd, og umhverfis Blönduós og Hólmavík. Að sögn Böðvars Sigvaldasonar, formanns Landssambands veiðifélaga og Veiðifélags Miðfjarðarár, veiðist mikill lax í þessi net og hafi það komið mönnum í opna skjöldu hversu mikil brögð eru að ólöglegum veiðum af þessu tagi. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð

Poppdjass í Djúpinu

POPPDJASSTÓNLEIKAR verða í Djúpinu á morgun, sunnudag. Fram koma Hilmar Jensen gítarleikari, Matthías Hemstock trommuleikari og Jóhann Ásmundsson bassaleikari. Þeir félagar munu leika lög eftir Madonnu, Joni Mitchell, Bob Dylan, John Hiatt o.fl. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 og aðgangseyrir er 400 kr. Meira
29. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 246 orð

Póstþjónustan gefin frjáls

RÁÐHERRARÁÐ Evrópusambandsins hefur lagt til, að póstþjónusta í aðildarríkjum ESB skuli gefin frjáls og unnið að því marki ákveðnum skrefum. Miðað er við að árið 2001 verði þessu marki náð og hinar ríkisreknu póstþjónustur í einstökum aðildarlöndum haldi aðeins einokunarstöðu yfir vissum hluta innanlandspóstþjónustu. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 681 orð

Ráðherra viðurkennir þörfina en segir peninga skorta

ÁHAFNIR tuttugu og tveggja íslenskra skipa í Smugunni sendu í gær áskorun til dómsmálaráðherra um að senda nú þegar aðstoðarskip með lækni í Smuguna í Barentshafi. Þá hafa Landssamband íslenskra útvegsmanna, Sjómannasamband Íslands, Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Regnboginn endurnýjaður

KVIKMYNDAHÚSIÐ Regnboginn hefur tekið stakkaskiptum í kjölfar gagngerrar endurnýjunar á öllum sýningarsölum bíósins. Fyrir tveimur árum hófust endurbæturnar þegar anddyri hússins var endurnýjað í hólf og gólf. Fjórir sýningarsalir eru í Regnboganum í stað fimm áður. Tveir minni salir hafa verið sameinaðir í einn sem nú rúmar tæplega 200 áhorfendur. Meira
29. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 343 orð

Rússnesk bjálkahús risin við Húsabrekku

EIGENDUR tjaldsvæðisins Húsabrekku, þau Haraldur Guðmundsson og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir hafa fest kaup á fimm rússneskum bjálkahúsum sem þau hafa komið fyrir á svæðinu. Millivegur Meira
29. júlí 1995 | Landsbyggðin | 90 orð

Samgöngunefnd Alþingis á ferð um Vestfirði

SAMGÖNGUNEFND Alþingis ásamt nokkrum embættismönnum er þessa dagana á ferð um Vestfirði til að kynna sér ýmis samgöngumannvirki heimamanna sem og til að heyra hljóðið í heimamönnum. Nefndin kom til Ísafjarðar á mánudag og fór þaðan til allra þéttbýlisstaða á Vestfjörðum. Að sögn Einars Kr. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 341 orð

Samkomulag um lokafrágang víkingaskipsins

NIÐURSTAÐA liggur fyrir um hvernig lokafrágangi víkingaskips Gunnars Marels Eggertssonar verður háttað. Smíði skipsins verður lokið í samræmi við kröfur Siglingamálastofnunar varðandi styrkingar, miðað við skert fararleyfi með farþega eins og Gunnar sótti um. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 505 orð

Segja að samráð verði haft við Norðmenn

VLADÍMÍR Korelskíj, sjávarútvegsráðherra Rússlands, flutti ávarp á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York á miðvikudag. Hann lagði þar þunga áherslu á að greinar 13 og 14 í samkomulagsdrögunum um rétt strandríkja til að stjórna veiðum á hafsvæðum sem að öllu eða nokkru leyti eru umlukin lögsögu þeirra yrðu samþykktar, ella gæti farið svo að málin yrðu leyst með valdi. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 204 orð

Seldust upp á innan við þremur klukkustundum

ÞAÐ VAKTI athygli þegar teppi af sviðinu frá samkomum Benny Hinn voru auglýst til sölu í fyrradag. Að sögn Árna Björns Guðjónssonar, sem er í söfnuðinum Orði lífsins, seldust teppin, sem voru um 250 fermetrar, upp á tveimur til þremur klukkustundum og fengu færri en vildu. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Semur við þjófana

LÖGMAÐUR í Reykjavík stendur nú fyrir milligöngu manns með sambönd í undirheimunum í samningaviðræðum við þjófa, sem stálu fistölvu hans með öllum vinnugögnum, um að tölvunni verði skilað gegn gjaldi. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 190 orð

Sigurlaug klaufsnyrtir að störfum

KÝRNAR í Sólheimahjáleigu í Mýrdal leika nú við "hvurn sinn fingur" eftir að Sigurlaug Leifsdóttir, búfræðingur, kom þar við og snyrti á þeim klaufirnar. Klaufasnyrting er kúnum afar mikilvæg. Vaxi klaufirnar um of líður kúnum illa og nytin getur minnkað og því er snyrtingin þeim nauðsynleg. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 498 orð

Skatttekjur eru hærri en gert var ráð fyrir

AFKOMA ríkissjóðs var heldur betri um mitt árið en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar munar mestu um að tekjur ríkisins hafa aukist meira en áætlað var, einkum af tekju- og eignarsköttum. Fjármálaráðuneytið áætlar að rekstarhalli ársins verði svipaður og fjárlög gerðu ráð fyrir, eða um 7,5 milljarðar króna. Meira
29. júlí 1995 | Landsbyggðin | 344 orð

Skógardagur í Haukadalsskógi á laugardag

Selfossi. - Skógardagur verður í Haukadalsskógi laugardaginn 29. júlí klukkan 13.00­17.00 í tilefni af því að þann dag verður skógurinn formlega opnaður almenningi og um leið tekinn í notkun nýr áningarstaður. Skógardagurinn er á vegum Skógræktar ríkisins og Skeljungs. Göngu- og ævintýraferðir í skóginum Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Slitlag á allar götur

HAFIST verður handa við að leggja bundið slitlag á alla vegi í Grímsey á næstunni. Á eynni eru nú eingöngu malarvegir, samtals fjórir kílómetrar. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar verður á bilinu 10 til 15 milljónir. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 359 orð

Stefnir í að málið fari fyrir dómstóla

GUÐBJÖRN Ólafsson fyrrverandi skrifstofustjóri Slysavarnafélags Íslands segir flest benda til þess að hann muni stefna félaginu fyrir dómstóla vegna brots á ráðningarsamningi sínum. Garðar Eiríksson gjaldkeri SVFÍ segir að málið sé í höndum lögfræðinga beggja aðila. Guðbirni var sagt upp fyrir 1. maí sl. og 7. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 291 orð

Stór hluti munanna hefur ekki skilað sér

FYRIR um 17 árum var flutt talsvert magn fornmuna, m.a. rokkar, strokkar, kistur og fleira úr búri, baðstofu og stofu gamla bæjarins að Keldum á Rangárvöllum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins átti að gera við munina eftir því sem þörf var á. Meira
29. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 116 orð

Stríðsfangar krefja Japani um skaðabætur

FYRRVERANDI stríðsfangar Japana í heimsstyrjöldini síðari, hafa höfðað skaðabótamál á hendur japönskum yfirvöldum um sem nemur um 41,5 milljörðum ísl. kr. vegna skaða sem þeir biðu af vistinni í fangabúðunum. Um 30.000 fangar standa að kröfunni og eru fimm fulltrúar frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja Sjálandi staddir í Tókýó til að bera vitni í málinu. Meira
29. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 112 orð

Svíar deila um VES-aðild

TALSMENN sænska Þjóðarflokksins og Umhverfisflokksins segja ljóst að ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins hafi uppi áform um að Svíar gerist aðilar að Vestur-Evrópusambandinu (VES). "Það er augljóst að það er stefna stjórnarinnar," segir Birger Schlaug frá Umhverfisflokknum. Ástæða þessarar gagnrýni flokkanna eru yfirlýsingar Lenu Hjelm-Wallén utanríkisráðherra um VES. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 162 orð

Svíar vega og meta kosti

FULLTRÚAR í atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar hafa að undanförnu átt viðræður við aðila í Svíþjóð um að koma upp skóverksmiðju á Akureyri. Áætlanir gera ráð fyrir að um 30 manns starfi við verksmiðjuna til að byrja með og stefnt er að því að framleiða um 100 þúsund skópör á ári. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 666 orð

Talsvert líf í Sandá

ENN berast batnandi veiðifréttir eftir kuldakastið og virðist sem hlýnandi veður og vaxandi straumur hafi mjög víða hleypt nýju lífi í veiðiskapinn. Þá er að heyra að veiði á Norðausturhorninu sé sums staðar betri en áður var talið og margir þorðu að vona. T.d. í Sandá í Þistilfirði. Þá er einnig genginn nokkur lax í Selá og Hofsá í Vopnafirði en hann tók afar illa í kuldakastinu. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 43 orð

Toppskórinn stækkar

TOPPSKÓRINN í Veltusundi við Ingólfstorg hefur verið starfræktur í 14 ár. Í mars 1994 var útsölumarkaður opnaður í Austurstræti 20 og nýlega var útsölumarkaðurinn stækkaður og innréttingar endurnýjaðar. Opnunartíminn hefur verið lengdur og er opið frá kl. 9­18 alla virka daga. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 800 orð

Umhverfi leiðtoga- fundarins breytt

ENDURSKOÐUN fór fram á listaverkum í Höfða í vor. Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvalsstaða, segir að markmiðið með breytingunum hafi verið að birta gestum yfirlit yfir íslenska myndlist. Gestir hafa veitt því athygli að málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og ráðherra, var tekið niður við breytinguna. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Undirbúa stofnun sjónvarpsstöðvar

SAM-BÍÓIN, Nýherji hf., Japis hf. og fleiri aðilar hafa um skeið kannað möguleika á að stofna sjónvarpsstöð og er endanlegrar ákvörðunar um hvort af því verður að vænta í byrjun ágúst. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa fyrirtækin hug á að hefja rekstur kapalsjónvarps á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við kapalvæðingu Pósts og síma. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 120 orð

Undirskriftasöfnun á Akranesi

UNDIRSKRIFTASÖFNUN fór fram á Akranesi dagana 20. og 21. ágúst síðastliðinn. Kveikjan að henni var þáttur RÚV þar sem fjallað var um mannréttindi í Kína. Undirskriftalistar lágu frammi í nokkrum fyrirtækjum ásamt bönkum, bensínstöðvum og söluturnum. Texti undirskriftalistans var svohljóðandi: Áskorun til íslenskra stjórnvalda varðandi mannréttindabrot í Kína. Meira
29. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 271 orð

Útiloka sameiginleg réttindi minnihlutahópa

FORSÆTISRÁÐHERRAR Rúmeníu og Slóvakíu gerðu á fimmtudag samkomulag um að auka samvinnu og taka upp sameiginlega stefnu um meðferð ungverskra minnihlutahópa. Vladimir Meciar, forsætisráðherra Slóvakíu, sagði meðan á tveggja daga heimsókn hans til Rúmeníu stóð að samræður sínar við rúmenska ráðamenn hefðu snúist um samkomulag, Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Vara við útihátíðum

FORSVARSMENN átaksins um stöðvun unglingadrykkju vilja vara foreldra við því að senda ungmenni á útihátíðir um verslunarmannahelgi eftirlitslaust. Í frétt frá forsvarsmönnum segir að reynslan hafi sýnt að mikil drykkja fari fram á slíkum hátíðum, þótt bæði meðferð áfengis og neysla sé bönnuð og að ungmennun yngri en sextán ára sé óheimill aðgangur nema í fylgd með fullorðnum. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 309 orð

Veiðin skorin niður

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur ákveðið að fengnum tillögum Hreindýraráðs og veiðistjóra, að heimila veiði á 291 hreindýri á þessu ári. Heimilt verður að veiða 127 tarfa og 164 kýr auk hreindýrakálfa sem fylgt hafa felldum kúm. Þetta er veruleg fækkun frá árinu 1994 þegar heimilað var að veiða 740 dýr, en þá voru felld alls 622 dýr. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Víðast kal í túnum

Sláttur er nú hafinn í Skaftárhreppi, en yfirleitt er heyfengur lélegur. Kal er víðast í túnum eftir mikil ísalög í vetur og kalt vor. Þurftu nokkrir bændur að fara í endurræktun túna vegna kalsins. Illa hefur einnig sprottið vegna þurrka en nú hefur nokkuð ræst úr því. Veðráttan hefur verið hagstæð fyrir ferðamenn sem hafa verið allnokkrir undanfarið. Meira
29. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 343 orð

Víetnam aðili að ASEAN

STJÓRN kommúnista í Víetnam hefur fengið aðild að ASEAN, Samtökum Suðaustur-Asíuríkja, en þau voru stofnuð fyrir 28 árum til að sporna gegn útbreiðslu kommúnismans. Utanríkisráðherrar aðildarríkjanna, sem fyrir voru, Brunei, Indónesíu, Malasíu, Filipseyja, Singapore og Tælands, fögnuðu mjög aðild Víetnama og sögðu, Meira
29. júlí 1995 | Landsbyggðin | 298 orð

Það var eins og mig væri að dreyma

Selfossi. - ÉG man bara að það var einhver maður að tala við mig þar sem ég lá á götunni. Ég vissi ekki hvað hafði gerst, mér fannst ég vakna og svo var eins og mig væri að dreyma," sagði Einar Ottó Antonsson 11 ára drengur frá Selfossi sem varð fyrir bíl á reiðhjólinu sínu. Meira
29. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 348 orð

Þrjátíu störf í upphafi við framleiðsluna

FULLTRÚAR í Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar hafa að undanförnu átt viðræður við aðila í Svíþjóð sem eiga stóra sölusamninga með ýmiss konar skó um möguleika á því að koma upp skóverksmiðju á Akureyri. Áætlanir gera ráð fyrir að um 30 manns störfuðu við verksmiðjuna til að byrja með og er stefnt að framleiðslu um 100 þúsund skópara á ári. Gert er ráð fyrir í áætlunum að starfsemin vaxi. Meira
29. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 217 orð

Örn Bárður Jónsson nýr fræðslustjóri

BISKUP Íslands hefur ráðið séra Örn Bárð Jónsson til að vera fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar. Séra Bernharður Guðmundsson sem hefur gegnt embætti fræðslustjóra hefur sagt embættinu lausu. Sr. Örn Bárður Jónsson er fæddur á Ísafirði 23. nóvember 1949, sonur hjónanna Salóme M. Meira

Ritstjórnargreinar

29. júlí 1995 | Staksteinar | 497 orð

Staksteinar»Kosningar í Alþýðubandalagi FRAMBOÐSFREST

FRAMBOÐSFRESTUR rann út í gær vegna formannskjörs í Alþýðubandalaginu og fyrir liggur að kosið verður á milli þingmannanna Steingríms J. Sigfússonar og Margrétar Frímannsdóttur. Í Staksteinum í dag er fjallað um væntanlegt formannskjör. Óska Steingrími sigurs - en hvers vegna? Meira
29. júlí 1995 | Leiðarar | 515 orð

TÍMASKEKKJA Í TEKJUÖFLUN

Leiðari TÍMASKEKKJA Í TEKJUÖFLUN ÖGIN um stimpilgjöld frá 1978 eru orðin alger tímaskekkja og með engum hætti í takt við þá þróun, sem verið hefur á fjármálamarkaði hér á landi undanfarin ár. Meira

Menning

29. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 360 orð

Albert Camus á toppnum

ÞAÐ NÝJASTA í bókaútgáfu í Bretlandi er að endurprenta verk eftir látna höfunda og gefa út á ódýrum pappír. Oft er líka um gamlar þýðingar á verkunum að ræða. Dæmi um þetta eru Penguin Popular Classics og Wordsworth Classics bækur. Hægt er að fá bækur eftir höfunda eins og Leo Tolstoy, Charles Dickens, Shakespeare og Jane Austin á innan við 200 íslenskar krónur. Meira
29. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 454 orð

Dreymir um að búa á Íslandi ­ á sumrin.

VINKONURNAR og prófessorarnir Gloria J. Ascher og Asta Lepinis segja að verðlaunaferðin til Íslands í sumar hafi gefið ævistarfi þeirra æðri tilgang en þær hafa kennt norræn fræði í bandarískum háskólum í áratugi. "Allt fór fram úr okkar björtustu vonum," - sögðu þær stöllur Dr. Gloria J. Ascher og Dr. Meira
29. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 54 orð

Sálarflug

HLJÓMSVEITIN Sálin hans Jóns míns spilaði fyrir fullu húsi á Ingólfskaffi föstudagskvöldið 21. júlí. Dansgólfið var þétt skipað allan tímann og stemmningin engu lík. Morgunblaðið/Halldór RANNVEIG Ólafsdóttir,Svava Johansen og UnnurG. Gunnarsdóttir prúðar viðbarinn. Meira

Umræðan

29. júlí 1995 | Velvakandi | 149 orð

Ástarjátning

ÉG GET ekki lengur orða bundist; ég elska bílstjóra Strætisvagna Reykjavíkur. Þessar elskur, sem aldrei gera mér bylt við með flautuhljóðum, óhljóðum, þegar ég hjóla um götur borgarinnar, eða gera mér gramt í geði með ruddalegum akstri. Meira
29. júlí 1995 | Velvakandi | 188 orð

Breyting á eignaskattlagningu bifreiða

ÉG ÞAKKA Jóhanni F. Guðmundssyni fyrir bréf til mín í Morgunblaðinu þann 26. júlí sl. Í bréfinu bendir Jóhann réttilega á að við álagningu eignaskatts sé ekki tekið tillit til afskrifta bifreiða heldur sé ávallt miðað við kaupverð óháð því hvenær bíllinn er keyptur. Jóhann bendir á að hugsanlegt sé að setja á laggirnar nefnd m.a. Meira
29. júlí 1995 | Aðsent efni | 947 orð

Breytt stjórnskipun ríkisins

ÞAU óvæntu tíðindi gerðust, að nýkjörinn forseti Alþingis kvartaði undan rýrnandi áliti Alþingis meðal þjóðarinnar og mæltist til úrbóta. Vel sé honum. Þarna er sjálfum alþingismönnum um að kenna, og er fyrir löngu kominn tími til aðgerða. Allan lýðveldistímann hafa starfað stjórnarskrárnefndir til endurskoðunar á stjórnarskrá ríkisins. Meira
29. júlí 1995 | Aðsent efni | 632 orð

Einkavæðing Lyfjaverslunar Íslands

AÐ UNDANFÖRNU hefur átt sér stað allsérkennileg umræða um málefni Lyfjaverslunar Íslands hf. Hefur komið fram í fréttum, að stórir fjárfestar hafi gert tilboð í hlutabréf í fyrirtækinu og stafi það m.a. af umhyggju fyrir því, þar sem það sé "munaðarlaust" og þurfi að komast í "fóstur", eins og það hefur verið nefnt. Meira
29. júlí 1995 | Aðsent efni | 624 orð

Elsti atvinnuvegur kvenkyns

Elsti atvinnuvegur mannkyns er kvenkyns og eldri en mannkynið. Flestir hallast að því að hann sé jafngamall kvenkyninu. Við hlutlausa athugun á manndýrinu og hegðan kvendýrsins meðal dýra geta menn farið að hallast að því að vændi sé eðlislægara, eldra og djúpstæðara fyrirbrigði en vér siðferðilegir vandlætarar nútímans halda. Meira
29. júlí 1995 | Aðsent efni | 1129 orð

Evrópusamtök félaga til stuðnings sjúkum börnum

EVRÓPUSAMTÖK félaga til stuðnings sjúkum börnum, European Association for Children in Hospital (EACH), voru formlega stofnuð í Graz í Austurríki árið 1992 eftir nokkurra ára aðdraganda. Í mörgum Evrópulöndum höfðu áður verið mynduð félög foreldra og fagaðila sem vildu vinna að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Meira
29. júlí 1995 | Velvakandi | 149 orð

Faðir vor

MÉR finnst afar sorglegt til þess að vita, að einhver kvennakirkja sé að berjast fyrir því, að fá fólk til þess að hætta að kyngreina Guð. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prestur vill hætta að tala um Guð föður, og gerir því ómerk orð Jesú Krists, sem hún segist þjóna. Meira
29. júlí 1995 | Velvakandi | 507 orð

Fátæklegur kennsluárangur

Í KENNARAVERKFALLINU í vor fékk undirritaður þá einkennilegu hugmynd í spurnarformi, hvað mundi gerast, ef verkfallinu lyki aldrei og kennsla, í svipuðu formi og áður, hæfist aldrei að nýju? Hvað mundi gerast, ef kennsla legðist niður um gjörvalla jörð. Meira
29. júlí 1995 | Aðsent efni | 772 orð

Hrafnaþing kolsvart í holti eða haukþing á bergi?

ÞESSA dagana eru liðin 150 ár frá því endurreist Alþingi sat fyrst á rökstólum í Lærða skólanum í Reykjavík. Það má því teljast viðeigandi að rifjað sé upp með fáeinum orðum, í blaði allra landsmanna, hvernig Jón Sigurðsson tengist undirbúningi og störfum hins nýja ráðgjafarþings konungs. Meira
29. júlí 1995 | Velvakandi | 374 orð

Hvað meira en Benny Hinn?

TIL allra þeirra sem komu, sáu, heyrðu og urðu fyrir snertingu heilags anda í Laugardagshöll dagana 18.-19. júlí sl. Það var engin tilviljun að þú fórst á þessa samkomu með Benny Hinn. Guð elskar þig og gaf son sinn fyrir þig. Hann þekkir þig með nafni og þráir að eignast nú samfélag við þig til frambúðar, svo að á efsta degi geti hann tekið þig inn í dýrðarríki sitt á himnum. Meira
29. júlí 1995 | Aðsent efni | 1014 orð

Kjarnavopn, varnarlið og fjölmiðlafúsk

ÞEGAR utanríkisráðherra hefur verið spurður í fjölmiðlum hvort Bandaríkin hafi eitthvað frekar virt kjarnorkuvopnabann Íslands en Danmerkur og Noregs hefur hann komist upp með að segja að engin ástæða sé til að draga heilindi Bandaríkjanna í efa. Allar fullyrðingar um annað hafi hingað til verið hraktar. Laugardaginn 22. Meira
29. júlí 1995 | Aðsent efni | 584 orð

Lítilsvirðir LÍÚ öryggi sjómanna? Ef einhver manndómur er í forustumönnum LÍÚ hljóta þeir að hvetja sína menn til að setja

ÞAÐ ER til mikillar skammar fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna hvernig það bregst við ákvörðun Siglingamálastofnunar og samgönguráðuneytisins um lögbundna skyldu til þess að hafa sjálfvirkan sleppibúnað björgunarbáta í skipaflota landsmanna, búnað sem hefur bjargað fjölda mannslífa. Meira
29. júlí 1995 | Aðsent efni | 1504 orð

Siðmenningin felst í lýðræðisforminu

BÚRMA hefur að ýmsu leyti tekið sæti Suður-Afríku í hugum mannréttindasinna á Vesturlöndum. Þar situr ein versta grimmdarstjórn sem sögur fara af og andstaðan gegn henni hefur kristallast í einni konu, Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nóbels 1991. Segja má að hún sé í hlutverki Nelsons Mandela. En í Búrma er hins vegar enginn nú um stundir sem virðist líklegur til að gegna hlutverki W.P. Meira
29. júlí 1995 | Velvakandi | 164 orð

Tapað/fundið Húfa tapaðist HVÍT telpuhúfa/hattur með

HVÍT telpuhúfa/hattur með pífu að framan og opin í hnakka fyrir eins árs barn tapaðist 3. júlí sl. á leið um Vesturgötu, Hafnarstræti að Kalkofnsvegi (SVR ­ leið 111). Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 5337 eða 553 5102. Handklæði tapaðist HANDKLÆÐI hvarf í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði sl. mánudag. Handklæðið er hvítt og á því er merki Karatedeildar Hauka. Meira
29. júlí 1995 | Velvakandi | 327 orð

UNNINGI Víkverja, sem er nýlega fluttur heim eftir dvöl

UNNINGI Víkverja, sem er nýlega fluttur heim eftir dvöl í erlendri stórborg, hafði á orði að það væru viðbrigði að koma út úr húsi á morgnana í miðbæ Reykjavíkur, þar sem hann býr núna. Hann hefði verið vanur því að koma beint út í iðandi mannþröngina, en nú liði honum eins og í draugabæ þegar hann kæmi út árla morguns. Meira
29. júlí 1995 | Aðsent efni | 1100 orð

Þitt viðhorf til jafnréttis

Að senda þér bréf á þessum vettvangi kann að orka tvímælis, ég hefði líkleg tök á því að ná til þín eftir öðrum leiðum, en vel samt þennan kostinn. Ástæðan fyrir því að ég vel þennan háttinn er að ég vænti svars frá þér, hér í Morgunblaðinu. Svarið yrði ekki aðeins til mín, heldur þess fjölda flokkssystkina okkar sem málið varðar og þeirra kjósenda flokksins er hafa áhuga ájafnréttismálum. Meira

Minningargreinar

29. júlí 1995 | Minningargreinar | 609 orð

Arnheiður Gísladóttir

Það er ekki ofsögum sagt, að árið hafi verið fjölskyldunni óvenju erfitt. Í fjórða skipti er höggvið stórt skarð í frændgarðinn, að þessu sinni 19. júlí sl., þegar tengdamóðir mín Arnheiður Gísladóttir lést eftir erfið veikindi, rúmlega tveimur mánuðum eftir andlát dóttur sinnar Sólveigar. Arnheiður var alla tíð sjálfri sér nóg og lagði kapp á að vera fremur gefandi en þiggjandi. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 315 orð

Arnheiður Gísladóttir

Amma í bænum, eins og við systkinin frá Selfossi kölluðum hana alltaf, er dáin. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Fyrstu minningar lífs míns eru tengdar ömmu og Rúnu. Þær mæðgur bjuggu þá á Guðrúnargötunni og ég, tæplega þriggja ára gömul, var þar í pössun á meðan mamma og pabbi voru í Kanada. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 254 orð

Arnheiður Gísladóttir

Okkur systurnar langar til að minnast ömmu okkar, ömmu í Reykjavík, eins og við kölluðum hana alltaf, í nokkrum orðum. Það var alltaf gaman og gott að koma í heimsókn í Keldulandið til ömmu og afa og alltaf mættum við hjá henni hlýhug og góðmennsku. Þrátt fyrir erfið veikindi undir það síðasta lét hún ekki vanta góðgæti og kræsingar á borðin er maður kom til hennar. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 236 orð

ARNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR

ARNHEIÐUR GÍSLADÓTTIRArnheiður Gísladóttir fæddist á Torfastöðum í Grafningi 18. febrúar 1919. Hún lést í Landakotsspítala að kvöldi miðvikudags 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Árný Valgerður Einarsdóttir, f. 28. desember 1885 á Litla-Hálsi í Grafningi, d. 31. ágúst 1966, og Gísli Snorrason, f. 6. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 70 orð

Arnheiður Gísladóttir Í minningu um móður mína: Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og

Í minningu um móður mína: Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 381 orð

Ásgeir Erlendsson viðb..

Elsku afi! Það er svo undarlegt að þurfa að kveðja þig núna í síðasta sinn. Að hugsa til þess að næst þegar ég kem keyrandi upp að Ásgarði standir þú ekki þar fyrir utan til að taka á móti mér. Eða það að við eigum ekki eftir að sitja saman hlið við hlið; þú að fara með vísur fyrir mig og ég að reyna að geta til um hverjir höfundarnir væru. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 393 orð

Björgvin Færseth

Við vorum vinir, ég og þú. Þú varst stór en ég var lítil. Við bjuggum í gömlu, hvítu timburhúsi, húsinu sem geymir söguna okkar. Söguna af því þegar þú fórst í vinnuna á morgnana á gamla, græna Chryslernum. Ég sat eftir hjá Petu, fylgdist með lífinu líða hjá eftir Borgartúninu. Við drukkum kaffi, borðuðum kandís og lásum dönsku blöðin. Ég alveg einsog fullorðin manneskja. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 71 orð

BJÖRGVIN FÆRSETH

BJÖRGVIN FÆRSETH Björgvin Færseth var fæddur á Siglufirði 3. febrúar 1916. Hann lést í sjúkrahúsi Siglufjarðar 22. júlí sl. Foreldrar Björgvins voru Ágústa Pálína Færseth, fædd Sæby, og Einar Andrés Færseth, norskur maður. Systkini Björgvins voru fjórtán og eru níu á lífi. Björgvin kvæntist 1943 Petrínu R. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 916 orð

Frans van Hooff

Frans van Hooff Fögur er foldin, heiður er Guðs himinn, indæl pílagríms ævigöng. Fram, fram um víða veröld og gistum í Paradís með sigursöng. (Ingemann - Sb.1945 - M.Joch.) Séra Frans flutti til Íslands árið 1979. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 50 orð

FRANS VAN HOOFF

FRANS VAN HOOFF Frans Van Hooff fæddist í Gendringen í Hollandi 9. apríl 1918. Hann var vígður til prests í Hertogenbosch 25. júlí 1942. Séra Frans lést á St. Jósefsspítalanum í Jerúsalem 4. maí síðastliðinn á 78. aldursári og var útför hans gerð frá Kristskirkju í Landakoti 12. maí. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 542 orð

Guðmundur Ásgeir Erlendsson

Sumarléttar öldur gjálfruðu við hvíta fjörusandinn á Látrum og náttúran stóð í blóma, daginn sem Ásgeir Erlendsson lagði í þá ferð eina sem hann fékk ekki snúið heim úr aftur. Sannarlega var hann trúr og góður þegn sinnar sveitar, sem fyrir nær 86 árum fæddist á Látrum, byggðinni norðan Látrabjargs; sonur útvegsbóndans Erlendar Kristjánssonar sem í huga þeirra eldri var stórlátur höfðingi. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 95 orð

GUÐMUNDUR ÁSGEIR ERLENDSSON

GUÐMUNDUR ÁSGEIR ERLENDSSON Guðmundur Ásgeir Erlendsson bóndi og vitavörður var fæddur á Hvallátrum í Rauðasandshreppi 13. september 1909. Hann lést í Borgarspítalanum 23. júlí sl. Hann var sonur Ólavíu Ásgeirsdóttur og Erlendar Kristjánssonar. Alsystur: Unnur og Kristín. Þær eru báðar á lífi. Hálfsystkini hans eru öll látin. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 310 orð

Hjálmar Guðmundsson

Kveðja frá íslenskum skátum Hjálmar Guðmundsson var að lífsstarfi kennari og af hugsjón fræðari, ekki síst um íslenska sögu og landið sjálft. Hann varð ungur kennari, en það lýsir honum vel, að hann kynnti sér starfið áður en hann gekk í Kennaraskólann og kenndi einn vetur til að kanna hvort honum líkaði, enda hans vandi að undirbúa af kostgæfni það sem hann tókst á hendur. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 413 orð

Hjálmar Guðmundsson

Tryggðatröllið Hjálmar Guðmundsson er horfinn yfir í sælli veröld. Hann kvaddi hægt og hljótt eins og hans var vandi í lífinu. Hjálmar sem ávallt lifði reglusömu og heilbrigðu lífi lét verulega á sjá sl. ár en hugurinn dapraðist aldrei og bar hann meira en hálfa leið. Hann var höfðingi og hreystimenni af gamla skólanum sem keyrði sig áfram við dagleg störf til síðasta dags. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 32 orð

HJÁLMAR GUÐMUNDSSON

HJÁLMAR GUÐMUNDSSON Hjálmar Guðmundsson kennari fæddist í Reykjanesi í Grímsnesi í Árnessýslu, 16. janúar 1915. Hann lést á Landspítalanum 13. júlí sl. Útför Hjálmars fór fram í kyrþey frá Áskirkju 19. júlí. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 232 orð

Ingibjörg Olsen

Ingibjörg Olsen lést á Landakotsspítala eftir langvarandi veikindi, sem hún barðist við af kjarki og æðruleysi. Ingibjörg var ein þeirra fáu fyrstu stúlkna sem gerðist flugfreyja, fyrst hjá Flugfélagi Íslands og síðar hjá Loftleiðum, þegar reglubundið utanlandsflug félaganna hófst. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 26 orð

INGIBJÖRG OLSEN

INGIBJÖRG OLSEN Ingibjörg Alexandersdóttir Olsen fæddist í Reykjavík 6. september 1925. Hún lést í Landakotsspítala 22. júlí og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 28. júlí. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 217 orð

Jakobína Guðrún Halldórsdóttir

Bernskuspor móður minnar og þeirra sem hún unni, lágu um nyrstu sveitir Strandasýslu. Hún óskaði þess að grundirnar greru og byggðin héldist um aldir. Hún var mikil hannyrðakona, prjónaði og heklaði á listrænan hátt. Langömmubörnin sem fengu húfur, peysur eða vettlinga fyrir jólin, syrgja gömlu konuna og segjast aldrei framar fá fallegt frá langömmu. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 249 orð

JAKOBÍNA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR

JAKOBÍNA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Jakobína Guðrún Halldórsdóttir fæddist í Reykjarvík í Bjarnarfirði í Strandasýslu 14. maí árið 1900. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 22. júlí síðastliðinn, 95 ára gömul. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 391 orð

Sveinn Már Gunnarsson

Að planta hefur sinn tíma, að byggja upp hefur sinn tíma, að leita hefur sinn tíma, að elska hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. (Pré. 2-8:3.) Allt þetta og miklu meira til einkenndi líf og starf Sveins Más, þessa eldhuga sem nú hefur svo allt of fljótt yfirgefið þetta jarðlíf. Meira
29. júlí 1995 | Minningargreinar | 32 orð

SVEINN MÁR GUNNARSSON

SVEINN MÁR GUNNARSSON Sveinn Már Gunnarsson fæddist í Reykjavík 16. mars 1947. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 13. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lágafellskirkju 26. júlí. Meira

Viðskipti

29. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Danir lækka vexti á ný

DANSKI seðlabankinn hefur lækkað vexti af skuldabréfum í endursölu um 0,15% í 6,05% vegna stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Bankinn lækkaði þessa vexti síðast af sömu ástæðu í 6,20% úr 6.35% 6. júlí. Þá lækkaði bankinn einnig innláns- og forvexti í 5,75& úr 6,00%. Síðasta vaxtalækkun er talin jákvætt skref, sem kunni að leiða til fleiri lækkana. Meira
29. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Eimskip fjárfestir í Haraldi Böðvarssyni

BURÐARÁS hf., eignarhaldsfélag Eimskips, hefur að undanförnu keypt hlutabréf í Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi fyrir 20 milljónir króna að nafnvirði og samsvarar það 5% af heildarhlutafé. Bréfin voru seld á genginu 2,3 og var kaupverðið 46 milljónir króna en með kaupunum verður Burðarás einn af fimm stærstu hluthöfum fyrirtækisins. Bréfin voru að mestu í eigu Haralds Böðvarssonar hf. Meira
29. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Emerald leigir Fokker 50 af Flugleiðum

EMERALD Air tók á leigu eina af Fokker Friendship 50 vélum Flugleiða til að flytja farþega í áætlunarflugi félagsins til Belfast í gær. Karl Sigurhjartarson, umboðsmaður Emerald á Íslandi, segist vonast til þess að þetta verði síðasta óreiðuflugið hjá félaginu og að meiri regla komist á áætlunarflug Emerald í næstu viku með tilkomu Boeing 737-200 vélarinnar sem félagið hefur tekið á leigu. Meira
29. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 174 orð

Fleiri Japanar án atvinnu

JAPANAR hafa birt skuggalegar tölur um vaxandi atvinnuleysi, sem sýna að það jókst í 3,2% í júní og hefur ekki verið meira. Atvinnuleysið jókst úr 3,1% í maí og er jafnmikið og í apríl. Í júní 1994 voru 2.9% atvinnulausir. Alls voru 2.02 milljónir atvinnulausar í júní miðað við 2.08 milljónir í maí og 1.83 milljónir í júní í fyrra. Meira
29. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Hagnaður Commerzbank tvöfaldast

COMMERZBANK AG, þriðji stærsti banki Þýzkalands, segir að rekstrarhagnaður hafi rúmlega tvöfaldazt á fyrri árshelmingi 1995. Rekstrarhagnaðurinn jókst um 105,7% í 897 milljónir marka á fyrstu sex mánuðum ársins. Eigin viðskipti í verðbréfum, erlendum gjaldeyri o.fl. jókst í 247 milljónir marka úr 87 milljónum á sama tíma í fyrra. Meira
29. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 618 orð

Hagnaður nam 26,5 milljónum

HEKLA hf. skilaði alls um 26,5 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins, samkvæmt óendurskoðuðu milliuppgjöri. Þetta eru mikil umskipti frá árinu 1994 þegar tapið nam um 59 milljónum, og að teknu tilliti til óreglulegra liða nemur batinn um 100 milljónum. Áætlanir Heklu gera ráð fyrir að afkoman verði áfram góð á þessu ári þannig að heildarhagnaður ársins verði um 50 milljónir. Meira
29. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 240 orð

Hlutabréfavísitala VÍB í sögulegu hámarki

HLUTABRÉFAVÍSITALA VÍB náði á fimmtudag sögulegu hámarki þegar hún fór í 826,35 stig en áður hafði hún farið hæst í 821,15 stig 22. ágúst 1991. Vísitalan var fyrst reiknuð í upphafi árs 1987 og var hún þá skráð 100 stig. Upphaflega var hún reiknuð hálfsmánaðarlega út frá gengi bréfa í sex fyrirtækjum, þ.e. Almennum tryggingum, Eimskip, Flugleiðum, Hamiðjunni, Iðnaðarbankanum og Skagstrendingi. Meira
29. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 87 orð

IBM þróar ódýran vírushugbúnað

IBM er að þróa vírushugbúnað sem er ætlað að verða talsvert ódýrari en sá hugbúnaður sem fyrir er á þessum markaði. IBM segir að forritið vinni bug á öllum þekktum tegundum vírusa, og muni kosta 49 dollara. Norton AntiVirus-forritið frá Symantec, sem er leiðandi á þessum markaði, kostar nú 129 dollara. Meira
29. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 165 orð

Joe's-verslanir opnaðar í Kringlunni og á Akureyri

TÍSKUVERSLANIR með vörur frá danska fyrirtækinu Joe's verða opnaðar í Kringlunni og á Akureyri þann 1. september næstkomandi. Joe's-verslanir eru víða á Norðurlöndum, og segir Guðmundur Ólafsson, eigandi Joe's í Kringlunni, að ætlunin sé að verslanirnar fylli ákveðið tómarúm á markaðnum. Hann segir að hjá Joe's sé lögð áhersla á alls kyns tískufatnað fyrir unga menn. Meira
29. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Lífeyrissjóðir semja við breskt fjárvörslufyrirtæki

LÍFEYRISSJÓÐASAMTÖKIN hafa náð samkomulagi við breska fjárvörslufyrirtækið Gartmore Capital Management Ltd. um umsjón með erlendum fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Sambands almennra lífeyrissjóða, er markmið samningsins að gefa lífeyrissjóðunum nýjan valkost varðandi erlendar fjárfestingar. Meira
29. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Samið við tvo aðila um Eyrarsund

DANSK-sænska Eyrarsundsfélagið hefur undirritað samninga upp á 5.2 milljarða danskra króna um helming framkvæmda við brú yfir Eyrasund og göng undir það. Samningarnar taka til framkvæmda Danmerkurmegin brúarinnar og gangnanna. Framkvæmdum lokiðárið 2000 Meira
29. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 251 orð

Verð á kaffi heldur áfram að lækka

KAFFI hélt áram að lækka í gær þrátt fyrir hækkanir fyrr í vikunni þegar Brazilía og fleiri kaffiframleiðslulönd komust að samkomulagi um að draga úr útflutningi. Septemberverð í London var 2.685 dollarar tonnið í gær, miðað við 2.825 dollara á miðvikudag. Meira
29. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 110 orð

Viacom skilar 38 milljóna dollara hagnaði

VIACOM -- hið kunna kvikmynda-, kaplasjónvarps, myndbands- og bókaútgáfufyrirtæki -- hefur skýrt frá vænum hagnaði á öðrum ársfjórðungi og segir að allar deildir þess séu í örum vexti. Hagnaðurinn nam 38 milljónum dollara, eða 10 sentum á hlutabréf. Meira

Daglegt líf

29. júlí 1995 | Ferðalög | 109 orð

Dagskrá fyrir ferðamenn

Í NORRÆNA húsinu er sérstök dagskrá fyrir norræna ferðamenn alla sunnudaga kl. 17.30, erindi um Ísland og norræna samvinnu á mánudögum á sama tíma og íslenskt kvikmyndakvöld er á mánudögum kl. 19. Nú á sunnudaginn flytur Borgþór Kjærnesteð erindi á sænsku og finnsku um íslenskt samfélag og það sem efst er á baugi í þjóðmálum hér og nú. Gestir mega bera fram fyrirspurnir á eftir. Meira
29. júlí 1995 | Ferðalög | 49 orð

Dostojevski á Grundarfirði

SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Fedor Dostoevsky kom til Grundarfjarðar á dögunum. Er þetta í annað skipti sem skipið kemur þangað. Farþegar fóru í land og fengu ágætis veður. Mest bar á Þjóðverjum á götum bæjarins. Þetta er þriðja skipið sem kemur á þremur árum og það stærsta. Meira
29. júlí 1995 | Neytendur | 378 orð

Ein með öllu stendur fyrir sínu

EIN með öllu eða tómat, sinnep og steiktum. Líklega eru pylsurnar fyrsta skyndibitafæðið sem farið var að selja hér og eflaust erfitt að finna nokkurn sem ekki hefur gætt sér á einni slíkri. Pylsurnar hafa staðið af sér hamborgaramenningu með frönskum og tilheyrandi og síðan pizzur. S.l. ár hafa nýstárlegar útgáfur af pylsum komið á markað,m.a. í matvöruverslunum. Meira
29. júlí 1995 | Ferðalög | 95 orð

Gönguferð um Fjárborgir og Slunkaríki

SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar í Hafnarfirði stendur fyrir gönguferð fyrir almenning á sunnudag kl. 14 og er gengið um nágrenni Straumsvíkur. Hefur þetta verið fastur liður á sunnudögum. Göngustjóri verður Ólafur K. Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og skáti og mun hann segja frá fróðleik um svæðið. Meira
29. júlí 1995 | Ferðalög | 360 orð

Kostur á hvers kyns afþreyingu á Klaustri

SÍÐUSTU ár hafa sífellt verið að bætast við nýir möguleikar í dagsferðum frá Kirkjubæjarklaustri. Margir ferðamenn dvelja því nokkra daga þar sem stuttar og þægilegar dagsferðir eru á ýmsar náttúruperlur Íslands. Má þar nefna Lakasvæðið en í ferð þangað er bílstjóri jafnframt leiðsögumaður og gefur það ferðinni meira gildi. Meira
29. júlí 1995 | Neytendur | 302 orð

Mismunandi mikill afsláttur í tilboðum matvöruverslana

VIKULEGA eru birt í blaðinu tilboð matvöruverslana og eflaust margir sem fylgjast með þeim og gera innkaupin þar sem hagstæðustu tilboðin eru. Víða erlendis birgir fólk sig upp af tilboðsvöru þegar hún er á annað borð notuð á heimilinu og á hana í búrinu eða frystikistunni. Meira
29. júlí 1995 | Neytendur | 348 orð

Naggar úr lambakjöti

TILBÚNIR lambakjötsbitar í raspi hafa verið settir á markað í 400 g neytendaumbúðum. Bitarnir, sem nefndir hafa veirð naggar, eru forsteiktir og því aðeins ætlast til að þeir séu hitaðir upp í ofni eða á pönnu. Naggar eru unnir úr frampörtum, sem hingað til hafa helst verið notaðir í súpukjöt og saltkjöt. Meira
29. júlí 1995 | Ferðalög | 130 orð

Sumarleyfisferð HÍN og FÍ

HIÐ íslenska náttúrufræðifélag og Ferðafélag Íslands efna í sameiningu til tíu daga orlofsferðar 4.-13. ágúst. Farið er um Sprengisand, Dyngjuháls, Kverkfjöll, Dyngjufjöll, niður með Jökulsá á fjöllum í Öxarfjörð og þaðan um Melrakkasléttu, Þistilfjörð og Langanes til Vopnafjarðar og síðan til baka um Bárðardal og Sprengisand til Reykjavíkur. Meira
29. júlí 1995 | Neytendur | 371 orð

Út að borða Gestur á veitingastað hefur alltaf rétt fyrir sér, eða er í það minnsta látinn halda það. Brynja Tomer sló á þráðinn

HIN einfalda regla um að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér ­ líka þegar hann hefur rangt fyrir sér ­ skiptir miklu máli í öllum viðskiptum. Á veitingastöðum skiptir hún kannski enn meira máli en annars staðar og skipar þar heiðurssess. Meira

Fastir þættir

29. júlí 1995 | Dagbók | 109 orð

ÁRA afmæli. Áttræður er í dag laugardaginn 29. júl

ÁRA afmæli. Áttræður er í dag laugardaginn 29. júlí Þorsteinn Þórðarson, vélstjóri, Álfaskeiði 64 B5, Hafnarfirði. Eiginkona hans Björg Ásta Hannesdóttir, húsmóðir, varð 75 ára 19. apríl sl. Í tilefni afmælanna bjóða þau hjónin vini og ættingja velkomna í Gaflinn í Hafnarfirði í dag frá kl. 16-19. Meira
29. júlí 1995 | Fastir þættir | 823 orð

Friðriksmótið verður í Þjóðarbókhlöðunni

Afmælismót Friðriks Ólafssonar og Skáksambands Íslands 2.­17. september. EINSTÆÐUR skákviðburður mun eiga sér stað í Þjóðarbókhlöðunni í september þegar þar fer fram öflugt stórmeistaramót í tilefni af sextugsafmæli Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslands í skák. Einnig fagnar Skáksamband Íslands 70 ára afmæli sínu á árinu. Meira
29. júlí 1995 | Fastir þættir | 758 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 807. þáttur

807. þáttur Gott bréf hef ég þegið frá Bjarka Elíassyni og Eiríki Þormóðssyni. Þar er á margt athyglisvert minnst. Ég ætla að birta bréfið að slepptum inngangsorðum og tölusetja til glöggvunar (vegna athugasemda minna) efnisatriði. Meira
29. júlí 1995 | Dagbók | 233 orð

Landakot

LandakotNÝLEGA kom í fréttum að barnadeild Landakots hefði flutt í B-álmuBorgarspítalans og lauk þar með áratuga sögu barnalækninga ívesturbæ Reykjavíkur. Saga sjúkrahúss á Landakoti hófst í júlí 1896,eða fyrir tæpum 100 árum þegar fyrstu St. Jósefssysturnar komutil Reykjavíkur. Meira
29. júlí 1995 | Dagbók | 381 orð

Reykjavíkurhöfn: Mælifellið fór í gær kl. 14. Flosi ÍS

Reykjavíkurhöfn: Mælifellið fór í gær kl. 14. Flosi ÍS fór í gær kl. 16. Nordland Saga var væntanlegt í gærkvöldi. Mermoz fer í kvöld kl. 19. Lómur kemur á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Haukur fór á ströndina í gærmorgun. Meira
29. júlí 1995 | Fastir þættir | 704 orð

(fyrirsögn vantar)

Guðspjall dagsins: Réttlæti faríseanna. (Matt. 5.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sellóleikur: Kristín Lárusdóttir. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Meira

Íþróttir

29. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA STJARNAN 11 9 1 1 27 8 28FYLKIR 11 8 2 1 25 13 26Þ´OR Ak. 11 6 1 4 22 17 19SKALLAGR. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 245 orð

Barist um sæti í bikarúrslitum

ÞAÐ kemur í ljós á mánudagskvöldið hverjir mætast í úrslitaleik bikarkeppni karla í sumar. Þá mætast annars vegar lið Keflavíkur og KR kl. 19 í Keflavík og hins vegar eigast við Fram og Grindavík á Laugardalsvelli og hefst sá leikur kl. 20. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 170 orð

Dómararnir ráða

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hótaði portúgalska og þýska knattspyrnusambandinu í vikunni að banna þeim að taka þátt í heimsmeistarakeppninni, vegna þess að í vetur létu þau endurtaka leiki í deildarkeppni viðkomandi landa, vegna meintra dómaramistaka. Um er ræða annarrar deildar leik Leipzig og Chemnitzer 11. júní í Þýskalandi og toppliðanna Benfica við Sporting 30. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 119 orð

Golf Keilir Kays mótið, haldið laugardaginn 22. júlí á Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði. Karlar án forgjafar: 1. Guðmundur

Keilir Kays mótið, haldið laugardaginn 22. júlí á Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði. Karlar án forgjafar: 1. Guðmundur Sveinbjörnsson, GK68 2. Gunnar Þór Halldórsson, GK69 3. Ásgeir Guðbjartsson, GK70 Karlar með forgjöf: 1. Jóhannes P. Jónsson, GK63 2. Hilmar Konráðsson, GK63 3. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 574 orð

Golflandsmótið er nú haldið öðru sinni á Hellu, en mótið fór fram

Golflandsmótið er nú haldið öðru sinni á Hellu, en mótið fór fram þar að hluta til árið 1991. Þá varð Úlfar Jónsson Íslandsmeistari í karlaflokki og Karen Sævarsdóttir í kvennaflokki, þriðja árið í röð. Og meira af landsmótinu 1991. Þá lék Úlfar á parinu, 284 höggum og mun það vera í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 285 orð

Haraldur sigraði í hjólreiðakeppni Hamars

Haraldur Vilhjálmsson vann langþráðan sigur í lengri vegalengdinni í hjólreiðakeppni Hamars og HNLFÍ sem fram fór í Hveragerði síðastliðinn sunnudag. Einar Jóhannsson, Íslandsmeistarinn í þríþraut, varð að láta sér lynda annað sætið eftir harða baráttu við Sölva Þór Bergsveinsson, sem hafnaði í þriðja sæti. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 716 orð

Helmingur klúbbfélaga á Hellu vinnur við mótið

FJÖLMENNASTA landsmót sem fram hefur farið í golfi verður haldið á Strandarvelli Golfklúbbs Hellu og hefst á morgun. Mótið stendur í sex daga og verða keppendur væntanlega 350 talsins og starfsmenn verða 50 til 60, eða helmingur klúbbfélaga á Hellu. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 193 orð

IGOR Shalimov

FORRÁÐAMENN enska liðsinsChelsea tilkynntu í gær að þeir hefðu reynt að kaupa enska landsliðsmanninn Matthew Le Tissierfrá Southampton, og verið tilbúnir að greiða 10 milljónir punda fyrir hann - en án árangurs. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 31 orð

Kári og Theodór utan TVEIR leikmanna Akra

TVEIR leikmanna Akranessliðsins í knattspyrnu, Kári Steinn Reynisson og Theodór Hervarsson, fara báðir úr landi í ágúst til náms og leika því ekki síðasta hluta keppnistímabilsins með Skagaliðinu. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 117 orð

Knattspyrna 2. deild karla: Þróttur R. - HK2:3

Knattspyrna 2. deild karla: Þróttur R. - HK2:3 Óskar Óskarsson (24. vsp.), Heiðar Sigurjónsson (78.) - Valdimar Hilmarsson (44.), Jón Þórðarson (83., 89.) 3. deild: Haukar - Dalvík3:3 Höttur - BÍ2:1 Elvar Guðmundsson, Sigurður Magnússon - Örn Árnason. Völsungur - Þróttur N. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 181 orð

Landsliðskonur til Finnlands

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, heldur á morgun til Finnlands til að taka þátt í opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Leikið verður við Finna 31. júlí og Svía 2. ágúst, sem eru með íslendingum í riðli, en leikið verður um sæti 6. ágúst. "Þetta var bara fyrir Norðurlöndin en undanfarið hefur verið boðið á mótið. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 75 orð

Markatafla að Ásvöllum

SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar afhenti á dögunum knattspyrnufélaginu Haukum markatöflu að gjöf, sem sett hefur verið upp á Ásvöllum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á svæðinu að undanförnu; Haukar hafa m.a. byggt búningshús, komið upp grasvallasvæði og lagt gervigrasvöll. Í framtíðinni er áætlað að reisa íþróttahús og er undirbúningur að þeirri framkvæmd þegar hafinn. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 237 orð

Martha: 9.19,06 í 3.000 mMARTHA E

MARTHA Ernstdóttir úr ÍR hljóp 3.000 metra á 9.19,06 mín. á móti í Lahti í Finnlandi í gær og er það besti tíma hennar í greininni í ár. Martha hefur verið í lægð að undanförnu, en virðist nú vera á uppleið á ný - og gæti því orðið á réttu róli á heimsmeistaramótinu, sem hefst í Gautaborg um næstu helgi. Þar hyggst hún keppa í 10 kílómetra hlaupi. Besti tími Mörthu í 3. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 326 orð

Norðmenn komnir í annað sætið

HEIMSMEISTARAR Brasilíumanna halda efsta sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefin var út í vikunni. Þrátt fyrir að hafa tapað úrslitaleiknum í Ameríkubikarnum í knattspyrnu bera Brasilíumenn höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir. Sigurveginn í Ameríkukeppninni, Uruguay, hækkar sig all verulega á listanum og er nú lið þeirra komið í 19. sæti en var síðast í því 37. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 126 orð

Rásröðin

STRANDARVÖLUR er 5.615metra langur af meistaraflokksteigum og par vallarins er 70 enSSS er 71 af meistaraflokksteigum en 70 af klúbbteigum. Á sunnudaginn hefur 3. flokkur karla leik, síðan er 2. flokkurkarla, þá 1. flokkur kvenna ogloks 2. flokkur kvenna. Mánudaginn hefja karlar í 1. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 165 orð

Tíu mörk í 5 leikjum KRISTBJÖRG Helga I

KRISTBJÖRG Helga Ingadóttir hefur skorað 10 mörk í 5 leikjum fyrir Val en hún hefur ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hennar er knattspyrnukappinn og síðar þjálfarinn Ingi Björn Albertson og afi hennar Albert Guðmundsson. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 326 orð

Tvíburarnir geta tekið þátt í Evrópuleikjum ÍA

ARNAR og Bjarki Gunnlaugssynir geta leikið með Íslandsmeisturum Akurnesinga í Evrópukeppninni, auk Íslandsmótsins, skv. samningi sem ÍA gekk í gær frá við hollenska félagið Feyenoord. Um leigusamning er að ræða, og þeir bræður verða frjálsir ferða sinna um leið og þeir vilja. Staðfesting á félagaskiptum bræðranna barst í gær frá hollenska knattspyrnusambandinu og KSÍ gaf síðdegis út leikheimild. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 248 orð

UM HELGINAKnattspyrna Laugardagur:

Knattspyrna Laugardagur: Bikarkeppni kvenna - undanúrslit: Kópavogi:Breiðablik - KR14 1. deild kvenna: Valsvöllur:Valur - ÍBV14 2. deild kvenna: Djúpivogur:Neisti D.-KVA14 Sindravellir:Sindri - Höttur17 4. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 710 orð

Ungar, bráðefnilegar og ósigraðar

VALSSTÚLKUR hafa eins og stöllur þeirra úr Breiðablik lítið gefið eftir í fyrstu deild kvenna í sumar. Þær hafa ekki tapað leik en gert eitt jafntefli og það var einmitt gegn Breiðablik á Valsvellinum í júní. Í næstu umferð, 10. ágúst, verður mikilvægur leikur þegar þessi lið leiða saman hesta sína á ný. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 84 orð

Vala á heimsmetið í unglingaflokki

ÁRANGUR Völu Flosadóttur, hinnar ungu og bráðefnilegu frjálsíþróttastúlku úr ÍR, í stangarstökki innanhúss, mun vera heimsmet unglinga í greininni, skv. upplýsingum frá alþjóða frjálsíþróttasambandinu. Vala, sem verður 17 ára á þessu ári, og er búsett í Svíþjóð, stökk hæst 3,76 metra á innanhússmóti ytra fyrr á þessu ári. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 253 orð

"Yndislegt"

Þetta var yndislegt og það var kominn tími á þetta, sagði Jón Þórðarson sem gerði tvö mörk fyrir HK gegn Þrótti á Valbjarnarvellinum í gærkvöldi í 2:3 sigri. "Leikir okkar hafa hangið á bláþræði og við þurftum að nýta færin. Við erum ekki hættir - erum bara að byrja," bætti Jón við. Byrjunin lofaði ekki góðu með miðjuþófi enda völlurinn loðinn og þungur. Meira
29. júlí 1995 | Íþróttir | 464 orð

Það stingur enginn af

Það leggst bara vel í mig að verja titilinn, sagði Akureyringurinn Sigurpáll Geir Sveinsson, Íslandsmeistari í karlaflokki í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur titilvörn sína á Hellu á þriðjudaginn. Honum hefur ekki gengið allt of vel í stigamótum sumarsins en á von á að breyting verði á í næstu viku. Meira

Úr verinu

29. júlí 1995 | Úr verinu | 1017 orð

Lakasta afkoman í bolfiskfrystingu

STJÓRNENDUR stærri sjávarútvegsfyrirtækjanna eru um þessar mundir að vinna í uppgjöri á rekstrinum fyrri helming ársins. Ekki fást uppgefnar tölur um afkomuna á þessu tímabili en víða er von á þeim fyrir miðjan næsta mánuð. Almennt virðist afkoman þó vera lakari en á sama tíma á síðasta ári. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

29. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 267 orð

Fjölbreytt dagskrá á Þingvöllum um helgar

FJÖLBREYTT dagskrá verður þessa helgi og næstu helgar á Þingvöllum fyrir fjölskyldufólk. Á morgun, sunnudag, verða tónleikar í Þingvallakirkju kl. 15.15 þar sem Rúnar H. Vilbergsson fagottleikari, Kristín Guðmundsdóttir þverflautuleikari og Tristan Cardew þverflautuleikari spila verk eftir Haydn og Telemann. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.