Greinar fimmtudaginn 31. ágúst 1995

Forsíða

31. ágúst 1995 | Forsíða | 177 orð

Óopinbera kvennaráðstefnan hafin

ÓOPINBER ráðstefna kvenna, sem haldin er í tengslum við kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína, hófst í Huairou í gær. Settust konur niður í yfir 2.800 vinnuhópum en meðal þess sem rætt verður, er ofbeldi gegn konum, umskurður stúlkna, réttindi vændiskvenna og fóstureyðingar. Meira
31. ágúst 1995 | Forsíða | 93 orð

Samruni Time og Turner?

GREINT var frá því í gær að forsvarsmenn bandarísku fjölmiðlafyrirtækjanna Time-Warner og Turner Broadcasting ættu í viðræðum um samruna. Turner yrði dótturfyrirtæki í eigu Time-Warner, sem þar með yrði stærsta fjölmiðlafyrirtæki veraldar, stærra en samsteypa Disney og Capital Cities/ABC. Meira
31. ágúst 1995 | Forsíða | 462 orð

Segja Serba ekki eiga möguleika á sigri

HERÞOTUR Atlantshafsbandalagsins (NATO) og stórskotalið Breta og Frakka héldu í gær uppi stöðugum árásum á víghreiður Bosníu- Serba við griðasvæði múslima og höfuðstöðvar þeirra í Pale. John White, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að árásunum yrði haldið áfram og að þær hefðu verið árangursríkar til þessa. Meira
31. ágúst 1995 | Forsíða | 274 orð

Tíu handteknir í Tbilisi

SÓLARHRINGI eftir að tilraun var gerð til að ráða Edúard Shevardnadze, leiðtoga Georgíu, af dögum, lýsti hann því yfir að hann hygðist bjóða sig fram til embættis forseta landsins í nóvember. "Guð er með okkur, fólkið er með okkur, heimurinn er með okkur og við munum sigra," sagði Shevardnadze á fjölmennum útifundi í Tbilisi í gær en hann er talinn sigurstranglegur. Meira

Fréttir

31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 591 orð

Athugasemd frá starfsmönnum Veiðimálastofnunar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá tveimur starfsmönnum Veiðimálastofnunar, Sigurði Guðjónssyni deildarstjóra og Þórólfi Antonssyni verkefnisstjóra: "Þráfaldlega hafa fiskifræðingar á vistfræðideild Veiðimálastofnunar verið taldir ábyrgir fyrir því að 10.000 gönguseiðum, sem sleppt var í Elliðaárnar, var ekki eytt. Þetta er svo rangt sem það getur verið. Meira
31. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 465 orð

Áhersla verði lögð á að vernda lífríki sjávar

Í NÝRRI norrænni stefnumörkun í umverfismálum verður að leggja mikla áherslu á lífríki sjávar, til að koma í veg fyrir að áfram berist mengun í hafið frá iðnaðarframleiðslu í landi. Þetta sagði Guðmundur Bjarnason umhverfismálaráðherra á fundi norrænna samráðherra sinna, sem haldinn var um helgina í Ilulissat á Grænlandi. Meira
31. ágúst 1995 | Miðopna | 940 orð

Brotthvarf Madelins breytir ímyndinni

Brotthvarf Madelins breytir ímyndinni Alain Madelin, sem sagði af sér sem fjármálaráðherra Frakklands fyrir síðustu helgi, hefur verið helsti hugmyndafræðingur franskra markaðssinna. Er brotthvarf hans talið breyta ímynd stjórnar Alain Juppés. Meira
31. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 246 orð

Bæjarráð Akureyrar mótfallið tillögunum

Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar sl. þriðjudag var tekin til umfjöllunar samþykkt stjórnar Eyþings um skólaþjónustu, skipulag og verkefni í ljósi flutnings grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Tillögurnar höfðu verið kynntar í ráðinu 17. ágúst en óskað var umsagnar sveitarfélaga innan Eyþings fyrir aðalfund sambandsins sem hefst í dag. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Doktorspróf í sagnfræði

VILBORG Auður Ísleifsdóttir hefur nýlega lokið doktorsprófi í sagnfræði við Johannes-Gutenberg-háskólann í Mainz. Ritgerðin fjallar um aðdraganda að siðaskiptum á Íslandi. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 1008 orð

Frumvarp verði til í ársbyrjun

ÍÁLYKTUN Sambands ungra framsóknarmanna segir að "einkavæðingin mikla sem hófst á síðasta kjörtímabili hefur kennt þjóðinni að betra er að flýta sér hægt í jafnstóru máli og einkavæðing ríkisfyrirtækja er. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 379 orð

Gamla kirkjan á Blönduósi 100 ára

GAMLA kirkjan á Blönduósi er hundrað ára á þessu ári. Hún var reist að mestu haustið 1984 og vígð 13. janúar 1895. Kirkjan hafði áður staðið á Hjaltabakka sem var prestssetur frá fornu fari. En um þessar mundir bjó um þriðjungur sóknarbarnanna á Blöndósi og þar fjölgaði íbúum jafnt þétt. Því var talið eðlilegt að færa kirkjuna þangað. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Hjólað umhverfis Kópavogsbæ

ÁHUGAFÓLK um hjólreiðar á Höfuðborgarsvæðinu stendur fyrir hjólreiðaferð umhverfis Kópavogsbæ í kvöld, fimmtudagkvöld 31. ágúst. Allir velkomnir. Mæting kl. 20 hjá Fákahúsunum við Reykjanesbrautina. Hjólað verður niður með Kópavogslæknum og ströndinni út á Káranes. Farið frá bryggjunni í Kópavogshöfn kl. 20.40 inn með ströndinni Fossvogsmegin og upp Fossvogsdalinn að Fákahúsinum. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 320 orð

Hlutur kvenna bættur við bótauppgjör

ÓLAFUR B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf., segir að verið sé að endurskoða uppgjörsreglur varðandi stúlkur sem urðu fyrir örorkutjóni fyrir gildistöku nýju skaðabótalaganna. Taka eigi tillit til jafnréttissjónarmiða og hinnar miklu umræðu sem varð um þessi mál fyrr í sumar. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 278 orð

Hlýtur Boutros Ghali-verðlaunin

TILKYNNT hefur verið að dr. Ingvar Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna hjá Orkustofnun í Reykjavík, hljóti svonefnd Boutros Ghali-verðlaun fyrir mikilvægt framlag til markmiða Sameinuðu þjóðanna. Verðlaunin eru kennd við Boutros Boutros Ghali, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, en þau eru veitt af alþjóðlegum sjóði til eflingar starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 30 orð

Hugað að ljósastaurunum

Morgunblaðið/Þorkell STARFSMENN Rafmagnsveitunnar eru nú í óðaönn að skoða og lagfæra ljósastaura bæjarins, enda er sólin farin að setjast um níuleytið á kvöldin og skammdegið skammt undan. Meira
31. ágúst 1995 | Miðopna | 1991 orð

Hugsað um nútímann í Ástralíu

JÓHANN Páll Árnason er sá íslenzkur fræðimaður á sviði félagsvísinda, sem hefur náð einna mestri athygli í alþjóðlegu fræðasamfélagi. Hann hefur verið prófessor við La Trobe-háskóla í Melbourne í Ástralíu í hartnær tuttugu ár og starfaði áður m.a. við Heidelbergháskóla í Þýzkalandi. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Húsdýragarðurinn opinn í vetur

NÚ er að því komið að sumarstarfseminni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum ljúki og vetrarstarfsemin hefjist á fullu með skipulagðri dagskrá og fræðslu í Húsdýragarðinum. Fjölskyldugarðurinn er eingöngu opinn sumarmánuðina þrjá en Húsdýragarðurinn er opinn borgarbúum og öðrum gestum allt árið. Sumarið verður kvatt fimmtudagskvöldið 31. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 146 orð

Hæfði tvö dýr í einu skoti

VEIÐIMAÐUR frá Seyðisfirði, Brynjar Júlíusson, felldi tvö hreindýr í einu skoti í veiðiferð sem hann fór í nýverið ásamt félögum sínum. Þeir félagar mynda með sér veiðifélagið Geldingahnapp og hafa farið saman á fjöll í veiðiferðir. En í þessari eftirminnilegu ferð fékk Brynjar að ganga til atlögu í fyrsta skipti. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 151 orð

Hörður Torfa með tónleika í Borgarleikhúsinu

HÖRÐUR Torfason heldur tónleika í Borgarleikhúsinu föstudagskvöldið 8. september kl. 20. Hörður hefur að þessu sinni flytjendur með sér á tónleikunum. Þeir eru: Freyr Egilsson, mandolín, gítar, troðorgel og röddun. Skúli Ragnar Skúlason, fiðla, röddun. Hjörleifur Jónsson ásláttur, troðorgel, röddun. Jón Guðjónsson bassi, röddun. Meira
31. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 150 orð

Jeltsín tilbúinn til friðarviðræðna

Á FUNDI í öryggisráði sínu í gær sagði Bóris Jeltsín Rússlandsforseti að hann væri tilbúinn til að opna fyrir víðtækari friðarviðræður við leiðtoga Tsjetsjena. Ritari hins valdamikla öryggisráðs, Oleg Lobov, sagði fréttamönnum að ráðið biði þess nú aðeins, Meira
31. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Kennslurit fyrir háskólanema

FÉLAGSSTOFNUN stúdenta við Háskólann á Akureyri, Bóksala stúdenta í Reykjavík og Bókval hafa gert með sér samkomulag um að Bókval annist sölu allra kennslubóka til háskólanema á Akureyri. Í fréttatilkynningu segir að með þessu sé tryggð betri þjónusta fyrir nemendur Háskólans á Akureyri þar sem Bókval er með langan afgreiðslutíma eða frá kl. 9.00 (10.00) til 22. Meira
31. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Krógaból aftur í Glerárkirkju

LEIKSKÓLINN Krógaból á Akureyri var fluttur til bráðabirgða í Glerárskóla eftir að húsnæði leikskólans í Glerárkirkju stórskemmdist í eldsvoða. Í gær var síðasti starfsdagur Krógabóls í Glerárskóla enda skólastarf að hefjast og full þörf fyrir stofurnar sem lagðar voru undir leikskólann. Meira
31. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 329 orð

Lamberto Dini fær stuðning Kohls

LAMBERTO Dini, forsætisráðherra Ítalíu, vonast til að ítalska líran komist aftur inn í Gengissamstarf Evrópu fyrir árslok, en það er háð því hvort pólitískur stöðugleiki haldist í landinu. Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands, er nú í opinberri heimsókn á Ítalíu og átti viðræður við Dini. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Laun hækka um rúm 10% að meðaltali

KJARASAMNINGUR milli Félags háskólakennara og samninganefndar ríkisins var undirritaður um miðnætti í gærkvöldi. Samkomulag um launaliði samningsins lá fyrir eftir 14 klst. samningafund í fyrradag en í gærkvöldi unnu samninganefndirnar að frágangi samningstextans. Meira
31. ágúst 1995 | Leiðréttingar | 118 orð

LEIÐRÉTT Borgarfjarðarbraut - Rangt höfundarnafn

Í Morgunblaðinu í gær, miðvikudag, er bréf til blaðsins, "Tillaga um Borgarfjarðarbraut", frá Kristni Björnssyni frá Steðja. Höfundarnafn misritaðist Kristján í stað Kristinn sem er hið rétta. Þetta leiðréttist hér með. Sápa tvö Aukasýningar verða hjá Kaffileikhúsinu í september á Sápu tvö: Sex við sama borð vegna mikillar aðsóknar í vor. Meira
31. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Listasumar

ÞÓTT venjan sé að Listasumri ljúki 29. ágúst eru nú tvennir tónleikar eftir. Í kvöld, fimmtudaginn 31. ágúst, leikur djasskvartett í Deiglunni kl. 22. Kvartettinn skipa þeir Karl Olgeirsson á píanó, Atli Örvarsson á Hammond og trompet, Jón Rafnsson á kontrabassa og Karl Petersen á trommur. Laugardaginn 2. september kl. 20 verða tónleikar í Akureyrarkirkju. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 205 orð

Margeir komst áfram í Hastings

MARGEIR Pétursson stórmeistari komst áfram úr undankeppni í Hastings á atskákmóti Intel í London þar sem margir af bestu skákmönnum heims keppa. Margeir komst áfram með ævintýralegum hætti eftir að hafa í tvígang keppt í hraðskák við efstu menn mótsins. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 674 orð

Mikið verk að koma rekstrinum á réttan kjöl á ný

Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna keypti í sumar helmingshlut í Faroe Seafood , fiskréttaverksmiðju hinnar gjaldþrota Föroya Fiskasala. Agnar Friðriksson, forstjóri fiskréttaverksmiðju SH í Grimsby, Icelandic Freezing Plants Ltd. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 1315 orð

Mismunað við ostainnflutning Þegar þingmenn fjölluðu um úthlutun kvóta til búvöruinnflutnings í vor vógu þeir og mátu hvort væri

HAGKAUP hf. hefur mótmælt þeim reglum sem landbúnaðarráðherra setti í reglugerð um úthlutun kvóta til innflutnings á osti. Telur fyrirtækið að þær eigi ekki stoð í búvörulögum, séu andstæðar stjórnsýslulögum og brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. Meira
31. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 558 orð

NATO og SÞ ráðast á Serba

HERFLUGVÉLAR Atlantshafsbandalagsins (NATO) gerðu árásir á vígstöðvar Bosníu-Serba aðfaranótt gærdagsins í umfangsmestu hernaðaraðgerð sem bandalagið hefur staðið að frá því það var stofnað 1949. Rúmlega 60 flugvélar frá fimm ríkjum réðust að loftvarna- og ratsjárstöðvum, fjarskiptabúnaði, vopnageymslum og stjórnstöðvum. Markmiðið var að rjúfa umsátur Serba um Sarajevó og önnur "griðasvæði". Meira
31. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 253 orð

Norræn ráðstefna starfsmanna fiskasafna á Akranesi

Akranesi- MorgunblaðiðÁ dögunumn var haldinn norræn ráðstefna starfsmanna fiskasafna á Akranesi og sátu hana um 40 þátttakendur frá fjölmörgum fiskasöfnum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Íslandi auk íslenskra áhugamanna um fiskasöfn. Meira
31. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Nóg af krækiberjum

TVENNUM ef ekki þrennum sögum fer af berjasprettu norðanlands en ef meðaltal frásagna er skoðað má segja að krækiberin hafi þroskast vel en bláberin síður. Eyfirðingar streyma nú til berja og á Árskógsströndinni mokuðu tengdafeðginin Páll og Sigrún upp krækiberjunum með berjatínu ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum. Þau sögðu bláberin lítil og hlutfall grænjaxla hátt. Meira
31. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 183 orð

Nýja sundlaugin vígð

Egilsstöðum-Heilsueflingardagur var haldinn á Egilsstöðum síðastliðinn laugardag. Meðal þess sem var á dagskrá var vígsla nýju sundlaugarinnar, skokk og hjólreiðar, götukörfubolti, ókeypis í sund og starfsfólk frá heilsugæslustöðinni var með blóðþrýstingsmælingar og heilsuráðleggingar í íþróttamiðstöðinni. Sr. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 331 orð

RLR kanni lánafyrirgreiðslu við Emerald

STJÓRN Lífeyrissjóðs bænda ákvað á löngum fundi í gær að vísa lánveitingu fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins til Emerald Air flugfélagsins og þætti annarra, sem tengjast þeim lánaviðskiptum, til Rannsóknarlögreglu ríkisins, að sögn Guðríðar Þorsteinsdóttur, formanns sjóðsstjórnar. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Séra Halldór Reynisson kjörinn

SÉRA Halldór Reynisson hlaut lögmæta kosningu sóknarnefndar Neskirkju til að gegna starfi aðstoðarprests við kirkjuna. Umsækjendur um stöðuna voru fimm talsins. Allir áttu þeir stuðning í sóknarnefnd en nefndin sameinaðist um kjör séra Halldórs. Verið er að leggja af tvímenningsprestaköll og því kom til ráðningar aðstoðarprests. Ekki var farið fram á að sókninni yrði skipt. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Síðasti sýnignardagur í Viðeyjarskóla

Í DAG lýkur sýningunni sem hefur verið í sumar í skólahúsinu í Viðey. Þetta eru ljósmyndir frá lífi og starfi á Sundbakkanum, þorpinu sem var á austurhluta Viðeyjar fyrri hluta þessara aldar, þ.e. frá 1907­ 1943. Sýningin er opin í dag kl. 14.15­16.15. Sýning þessi mun þó standa áfram í skólanum, þannig að hópar sem óska eftir að skoða hana geta fengið til þess leyfi hjá staðarhaldara. Meira
31. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 178 orð

Skattstjórinn hefur sagt starfi sínu lausu

Vestfjarðarumdæmi Skattstjórinn hefur sagt starfi sínu lausu Ísafirði. Morgunblaðið. ELÍN Árnadóttir, sem gegnt hefur starfi skattstjóra Vestfjarðarumdæmis undanfarin ár, hefur sagt starfi sínu lausu og hyggst flytja búferlum frá Ísafirði um leið og nýr maður hefur verið skipaður í hennar stað. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 656 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

NJÁLSBÚÐ Á laugardagskvöld verður haldinn stórdansleikur með hljómsveitunum SSSól, Jet Black Joe, Sólstrandagæjunum og DJ. Þossa. Tilefnið er að loka Sólbrúna 95, tónleikaferð sem SSSól og Sólstrandagæjarnir hafa farið saman um landið í sumar. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Skóladagar í Hafnarfirði

SKÓLADAGAR verða haldnir í Verslunarmiðstöðinni Miðbæ í Hafnarfirði, föstudaginn 1. september og laugardaginn 2. september. Skólatilboð verða þá í flestum verslunum ásamt nokkrum uppákomum. Líkamsræktarstöðin Hress ætlar að koma og sýna aerobic á föstudag og á laugardag verður tískusýning þar sem verslanir sýna haustvöruna sem er að koma í verslanir þessa daga. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Sparar minna en vonast var til

SETJA yrði strangar reglur um gæðaeftirlit varðandi rannsóknir í blóðmeinafræði og meinefnafræði og ekki mætti eingöngu láta lágt einingaverð ráða ef rannsóknirnar yrðu boðnar út. Þetta kemur fram í áliti starfshóps sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra skipaði á miðju síðasta ári til að kanna möguleika á útboði rannsóknanna á höfuðborgarsvæðinu en hópurinn skilaði áliti sínu nýlega til ráðherra. Meira
31. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 94 orð

Stangveiðikeppni

HIN árlega stangveiðikeppni vinnuskólans á Húsavík fór fram á Suðurgarðinum í Húsavíkurhöfn nýlega. Veitt var í tvo tíma og verðlaun veitt fyrir flesta fiska og stærsta fiskinn. Flesta fiska veiddi Brynjar Smárason, 50 fiska, eftir harða baráttu við Hallgrím Jónasson, sem sigraði síðastliðið ár, en hann veiddi nú 47 fiska. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 581 orð

Stórbruni hjá Andreasi Trappe í Þýskalandi

LINDENHOF búgarður hins kunna þýska hestamanns Andreasar Trappe við bæinn Altenberge í Þýskalandi brann til kaldra kola 18. ágúst sl. Eldur sem kviknaði út frá rafmagni magnaðist upp á mjög skömmum tíma en þó tókst að bjarga öllum hrossum að einu undanskildu sem í hesthúsinu voru. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Styður ungt hugvit

REYKJAVÍKURBORG hefur skrifað undir samning um kaup á 50 kökuklemmum úr nýsilfri, sem fyrirtækið Gull- & silfusmiðjan hf. mun framleiða samkvæmt hugmynd ungs uppfinningamanns, Atla Þórs Fanndal. Atli Þór er 12 ára gamall og hugmyndina að kökuklemmunni fékk hann á nýsköpunarnámskeiði á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs í fyrra. Meira
31. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 72 orð

Sveitarstjóraskipti á Hvolsvelli NÝVERIÐ tók Ágúst Ingi Ólafsson við stöðu sveitarstjóra á Hvolsvelli. Ágúst Ingi tók við

NÝVERIÐ tók Ágúst Ingi Ólafsson við stöðu sveitarstjóra á Hvolsvelli. Ágúst Ingi tók við starfinu af Ísólfi Gylfa Pálmasyni sem kjörinn var á þing sl. vor fyrir Framsóknarflokkinn. Ágúst Ingi, sem er 46 ára, hefur Samvinnuskólapróf og hefur gegnt starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Rangæinga um árabil. Hann er Rangæingur í húð og hár og er kvæntur Sóleyju Ástvaldsdóttur og eiga þau þrjú börn. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 197 orð

Sæmir ekki Norðmönnum sem siglingaþjóð

TVEIR norskir þingmenn, Tor Nymo frá Miðflokknum og Svein Ludvigsen frá Hægri flokknum sögðu í gær í samtali við Dagsnytt Radio í Noregi að þeir litu svo á að norsku strandgæslunni væri beitt með pólitískum hætti gegn íslenskum fiskiskipum, sem veiddu í Smugunni. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 278 orð

Talið að aflinn hafi borist ólöglega til landsins

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ lét í gær stöðva vinnslu á 60-70 tonnum af grálúðu sem landað var úr breskum togara í Þorlákshöfn og seldur var til vinnslustöðva í Keflavík, Ólafsvík og á Hvammstanga, þar sem álitið er að aflinn hafi borist með ólögmætum hætti inn í landið. Meira
31. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 298 orð

Tap af rekstrinum 20 milljónir

STÓRFYRIRTÆKIN á Akureyri sýna nú hvert af öðru verulegt rekstrartap á fyrri helmingi ársins. Nýverið kom fram að Útgerðarfélag Akureyringa hefði tapað ríflega 80 milljónum á þessu tímabili og nú liggur sex mánaða uppgjör Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfyrirtækja þess fyrir. Niðurstöðutölurnar sýna um 20 milljóna króna tap af rekstrinum. Meira
31. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Tekist á um dönsku undanþágurnar

Umhverfismál, atvinnumál, styrkari utanríkisstefna og aðild Austur- og Mið-Evrópulandanna er efst á blaði hjá danska Jafnaðarmannaflokknum fyrir ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins á næsta ári. Stefnuskrá þeirra í málefnum ESB verður kynnt á ársfundi flokksins um helgina. Meira
31. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 293 orð

Tökum á nýrri stuttmynd lokið

FJÓRÐA stuttmynd Filmumanna á Akureyri sem kemur fyrir sjónir almennings verður frumsýnd í febrúar eða mars á næsta ári. Myndin heitir Gas og lauk tökum á henni í gær með miklum áhættuatriðum þar sem menn flugu fram af húsþaki og fleira í þeim dúr. Framundan er nú eftirvinnsla og verður kvikmyndin 35-40 mínútur að lengd. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 590 orð

Útherji hf. kaupir upp smæstu hlutina

MARGIR af minnstu hluthöfunum í Íslenska útvarpsfélaginu hf. hafa að undanförnu tekið boði Útherja hf. um að kaupa hlut þeirra á fjórföldu nafnverði, sama verði og stóru hluthafarnir úr minnihlutanum fengu. Þeir sem ekki taka þessu tilboði geta samt sem áður þurft að sæta innlausn hluta sinna. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 253 orð

Veisla hjá fuglum skapaði ófremdarástand á Akranesi

Akranesi-ÞAÐ VAR ekki skemmtileg sjón sem bar fyrir augu íbúa við Jaðarsbraut á Akranesi á dögunum þegar mikið mávager safnaðist saman í sandþró Sementsverksmiðjunnar hf. þar sem verið var að dæla upp skeljasandi og með sandinum barst óhemjumikið af sandsýli sem er veislufæða fyrir vargfuglinn. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 173 orð

Við Kínamúrinn

FORSETI Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skoðaði Kínamúrinn við borgina Badaling norðvestur af Peking í gærmorgun á öðrum degi opinberrar heimsóknar forsetans til Kína. Í gær ræddi frú Vigdís við Li Peng forsætisráðherra Kína og Qiao Shi forseta kínverka þjóðþingsins, og jafnframt var hún viðstödd opnun íslenskrar frímerkjasýningar í Peking. Meira
31. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 296 orð

Vill takmarka völd fyrrum kommúnista

LECH Walesa, forseti Pólands, sem keppir nú að endurkjöri, sagði í gær að annað fimm ára kjörtímabil hans yrði helgað baráttu gegn auknum völdum fyrrum kommúnista, og frekari tengslum landsins við Vesturlönd. Meira
31. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 270 orð

Vinningar að verðmæti 9,6 milljónir króna

ÁRLEGT happdrætti Hjartaverndar er nú hafið með útsendingu á gírómiðum til kvenna, eins og undanfarin ár. Öllum ágóða happdrættisins er varið til reksturs rannsóknarstöðvar Hjartaverndar. Dregið verður 14. október 1995, segir í tilkynningu frá Hjartavernd. Meira
31. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 44 orð

(fyrirsögn vantar)

Reuter Morð í Kólombíu KÓLOMBÍSKUR lögreglumaður stendur hjá líkum fjögurra manna í þorpinu Carepa, um 400 km norðvestan við höfuðborgina Bogota. Alls voru sextán bændur drepnir, en samkvæmt heimildum lögreglu voru vinstrisinnaðir skæruliðar að verki. Þetta var þriðja fjöldamorðið í þessum mánuði í héraðinu. Meira

Ritstjórnargreinar

31. ágúst 1995 | Leiðarar | 653 orð

TÍMABÆRT HÆTTUSPIL

Leiðari TÍMABÆRT HÆTTUSPIL RÁSIR Atlantshafsbandalagsins í umboði Sameinuðu þjóðanna á stöðvar Bosníu-Serba í grennd við griðasvæði múslima, Sarajevo, Tuzla, Gorazde og Mostar eru óneitanlega hættuspil. Þetta eru umfangsmestu hernaðaraðgerðir sem sveitir bandalagsins hafa staðið fyrir frá stofnun þess. Meira
31. ágúst 1995 | Staksteinar | 316 orð

»Við þurfum breytingar! Í FRÉTTBRÉFINU Íslenzkur iðnaður segir: "Við þurfum

Í FRÉTTBRÉFINU Íslenzkur iðnaður segir: "Við þurfum embættismenn sem skilja að þeir eru þjónar en ekki herrar fólks og fyrirtækja. Við þurfum skýra og ákveðna leiðsögn stjórnmálamanna sem taka af skarið og hlusta ekki á þau hefðbundnu rök kansellistanna að þægilegast og öruggast sé að gera ekkert."! Tvöfalt kerfi Meira

Menning

31. ágúst 1995 | Menningarlíf | 401 orð

25 mannár á bak við verkið

NÝ FRÖNSK-ÍSLENSK orðabók kom út á mánudag hjá bókaforlaginu Erni og Örlygi. Geysileg vinna er á bak við verkið og segir Þór Stefánsson ritstjóri bókarinnar að 10-12 manns hafi unnið að henni að meðaltali síðan í janúarmánuði 1991. Telst svo til að 25 mannár séu á bak við verkið. Meira
31. ágúst 1995 | Menningarlíf | 160 orð

9 daga Strindbergshátíð

DAGANA 2.-10. september verður haldin Strindbergshátíð í Stokkhólmi, fæðingarborg skáldsins. Til varnar málfelsi eru einkunnarorð hátíðarinnar. Hátíðin hefst á miðnætti með upplestri við Strindbergsstyttuna í Tegnérlunden. Margt verður gert í því skyni að minnast Strindbergs, en höfuðáhersla verður lögð á leikrit hans. Leikkonan Bibi Andersson er formaður hátíðarnefndarinnar. Meira
31. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 113 orð

Ástríðufullur bóksali

SALMA Hayek leikur Carolinu í mynd leikstjórans Roberts Rodriguez. Carolina er ekki venjuleg mið-amerísk skapbráð drós. Hún er bóksali sem ann bókaverslun sinni heitt og lítur á hana sem minnisvarða um látna foreldra sína. Meira
31. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 49 orð

Einum fiski færra í sjónum

NATASHA Henstridge, sem leikur geimveru í myndinni "Species", eða Tegund, er nýgengin í það heilaga. Sá heppni er leikari og heitir Damian Chana. Brúðkaupið fór fram síðastliðinn sunnudag í heimaborg Natöshu, McMurry í Kanada, sem er nálægt heimskautsbaug. Henstridge leikur næst í myndinni "Adrenalin". Meira
31. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 41 orð

Geimsnerillinn heillar

NÝLEGA var haldin opnunarhátíð nýrrar verslunar Teppalands þar sem ýmislegt var til skemmtunar. Trúðar komu fram auk þess sem geimsnerillinn var á staðnum og eldspúarar skemmtu. Einnig var haldin grillveisla sem mæltist vel fyrir hjá ungum sem öldnum. Meira
31. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 89 orð

Hawn í hefndarhug

GOLDIE Hawn, sem þekkt er fyrir að leika fyrirferðarmiklar persónur, hefur tekið að sér enn eitt slíkt hlutverk. Það er í myndinni "First Wives Club" en áður höfðu Bette Midler og Diane Keaton ákveðið að ljá myndinni leikhæfileika sína. Meira
31. ágúst 1995 | Myndlist | 1048 orð

Landið og listin

Doris Halfman/Mark de Weijer/Birgitta Slifverhielm/Baldur Helgason Opið alla daga kl. 14-18 til 3. sept. Aðgangur ókeypis Sýningarskrá Mark de Weijer kr. 500 AÐ þessu sinni eru í boði fjórar sjálfstæðar sýningar í Nýlistasafninu; ungt listafólk frá fjórum löndum, sem ýmist hefur nýlega lokið listnámi eða er enn í því ferli, Meira
31. ágúst 1995 | Menningarlíf | 311 orð

MALMÖ-búar ætla ekki að sitja hjá aðgerðarlaus

MALMÖ-búar ætla ekki að sitja hjá aðgerðarlausir þegar fjöldi listunnenda flykkist til Kaupmannahafnar á næsta ári í tilefni þess að borgin verður þá menningarhöfuðborg Evrópu. Í síðustu viku samþykkti borgarstjórnin að leggja fram rúmar 5 milljónir kr. Meira
31. ágúst 1995 | Tónlist | 489 orð

MEÐ POMPI OG PRAGT

Flytjendur, Ásgeir H. Steingrímsson trompet, Eiríkur Örn Pálsson trompet, Hörður Áskelsson orgel. Sunnudagur 27. ágúst 1995. ÞAÐ er ævintýri að koma á sumartónleika Hallgrímskirkju og mæta, nær því undartekningarlaust, þéttsetnum bekkjunum. Meira
31. ágúst 1995 | Menningarlíf | 73 orð

Mitt bælda líf LEIKFÉLAGIÐ Leyndir draumar mun halda aukasýningar á Mitt bælda líf eða Köttur Schrödingers í september.

LEIKFÉLAGIÐ Leyndir draumar mun halda aukasýningar á Mitt bælda líf eða Köttur Schrödingers í september. Leikritið er frumsamið af Hlín Agnarsdóttur, sem jafnframt er leikstjóri, í samvinnu við leikhópinn og fjallar um ævi Baldurs. Samband hans við rithöfundinn Ragnar, framkvæmdakonuna Önnu Ósk og annað fólk sem varð á vegi hans í lífinu. Meira
31. ágúst 1995 | Menningarlíf | 220 orð

Nýjar hljómplötur

TRANAN og furutréð, kínverk tónlist undir sindrandi norðurljósum nefnist ný geislaplata. Á geislaplötunni eru fjórtán kínversk verk og þrjú íslensk lög sem kínverskir tónlistarmenn, sem sótt hafa Ísland heim í boði Kínversk- íslenska menningarfélasgsins, hafa hljóðritað fyrir Ríkisútvarpið. Meira
31. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 253 orð

Ógnir í undirdjúpunum

SAMBÍÓIN frumsýna í kvöld á sérstakri boðssýningu stórmyndina Ógnir í undirdjúpunum eða "Crimson Tide" eins og hún heitir á frummálinu. Í aðalhlutverkum eru Óskarsverðlaunahafarnir Denzel Washington og Gene Hackman. Meira
31. ágúst 1995 | Menningarlíf | 256 orð

ÓVENJULEGA sýningu ber fyrir augu Kaupmannahafnarbúa þessa dagana í ljóðabúðinni Afsni

ÓVENJULEGA sýningu ber fyrir augu Kaupmannahafnarbúa þessa dagana í ljóðabúðinni Afsnit B. Þar gefst áhugasömum kostur á að taka þátt í að þróa nokkurs konar ritlist. Um er að ræða 100 póstkort sem tíu manns, sem atvinnu hafa af skrifum, hönnum og myndlist, sendu sín í milli. Kortin bárust á milli þátttakenda með viðbótum við það sem sendandinn hafði til málanna að leggja. Meira
31. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 64 orð

Vanessa í Strokleðrinu

SÖNG- og leikkonan Vanessa Williams hefur verið valin til að leika á móti Arnold Schwarzenegger í myndinni "Eraser", eða Strokleðrinu, sem byrjar í framleiðslu á næstunni. Hlutverkið var afar eftirsótt og margar leikkonur höfðu verið prófaðar. Meira
31. ágúst 1995 | Menningarlíf | 819 orð

Veruleiki hugans

Rokkóperan Lindindin verður frumsýnd í Íslensku óperunni annað kvöld. Breyskleiki mannsins er þar í brennidepli eins og Orri Páll Ormarsson komst að þegar hann ræddi við aðstandendur sýningarinnar og rokkaði inn í nóttina með leikhópnum Theater. Meira

Umræðan

31. ágúst 1995 | Velvakandi | 710 orð

að er mikið fagnaðarefni að komin sé út ný frönsk-íslensk orðabók

að er mikið fagnaðarefni að komin sé út ný frönsk-íslensk orðabók. Löngu var orðið tímabært að gefa út slíkt verk og hefur Víkverji beðið hennar með eftirvæntingu allt frá því að útgáfa hennar var boðuð í opinberri heimsókn François Mitterrands, fyrrverandi Frakklandsforseta, fyrir nokkrum árum. Meira
31. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1221 orð

Atvinnulausir Íslendingar og atvinnuleyfi útlendinga

FIMMTUDAGINN 24. ágúst sl. birtist í Morgunblaðinu leiðari af lengri gerðinni. Það var greinilegt að höfundi leiðarans var mikið niðri fyrir. En hvað olli? Voru það erlendar skuldir þjóðarbúsins sem héldu vöku fyrir leiðarahöfundi? Var það hagur þeirra tæplega 7. Meira
31. ágúst 1995 | Velvakandi | 248 orð

Áfram FH

GENGI FH í 1. deildinni í sumar hefur verið slakt og þegar þetta er ritað er FH í neðsta sæti, 3 stigum á eftir næstu liðum og 6 umferðir eftir. Þetta er erfið staða en langt í frá vonlaus. Mér hefur fundist liðið vera á uppleið að undanförnu að leiknum gegn Val undanskildum (sem er reyndar slakasti FH-leikur sem ég hef séð). Leikirnir gegn KR og ÍA voru t.d. Meira
31. ágúst 1995 | Velvakandi | 296 orð

Áheitasjóður Þorláks biskups helga

STOFNAÐUR hefur verið áheitasjóður Þorláks biskups helga. Sjóðurinn er til ávöxtunar í Búnaðarbankanum á Hellu, á Rangárvöllum. Hlutverk sjóðsins er að veita fé til lagfæringa á manngerðum hellum í Rangárþingi, en þeir eru margir hverjir í megnri niðurníðslu. Forskálar hellanna eru víða hrundir, svo það bæði rignir og snjóar inn í hellana. Þessar fornu menjar liggja því undir skemmdum. Meira
31. ágúst 1995 | Velvakandi | 270 orð

Kaldar kveðjur

"Á BYGGÐALÍNUNNI" í Ríkisútvarpinu 22. ágúst síðastliðinn var talað við Unni Halldórsdóttur, sem er í forsvari samtaka sem kenna sig við heimili og skóla og hafa að því er ég best veit á stefnuskrá sinni að efla samstarf og skilning þar í milli, sem er þarft verk. Meira
31. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1413 orð

Opið bréf til foreldra

ÞETTA bréf er til allra foreldra, einkum þó foreldra skólabarna. Þetta er sönn saga úr daglega lífinu og hefst eins og ævintýrin á - Einu sinni var lítil stúlka. Hún hét Lilja. Lilja var sjö ára þegar sagan gerðist og var að byrja í skóla. Hún þekkti alla stafina, en gat ekki ennþá kveðið að. Hún var svo ánægð með skólann sinn, þar var svo gaman og allir voru svo góðir við hana. Meira
31. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1111 orð

Rasismi Framsóknarflokksins

Á "SJÓNVARPSFUNDI" austur á Selfossi sem haldinn var fyrir síðustu kosningar og sýndur á Stöð tvö var Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi, spurður um afstöðu sína til nýbúa. Hann svaraði því til að Ísland ætti að vera fyrir Íslendinga. Meira
31. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1020 orð

" Slíðra skaltu sax þitt"

Í SUMAR heimsótti mig gamall kunningi minn, sem ég hafði ekki séð lengi, á skrifstofu Dagsbrúnar. Á yngri árum var sá háttur á í samskiptum okkar að við vorum háðskir hvor við annan og höfðum það að íþrótt að koma höggi á hinn í orðræðum. Ég reis upp og fagnaði komu hans í sumar, en það var horfin þessi skemmtilega glettni sem alltaf fylgdi honum - þetta blik sem var svo títt í augum hans. Meira
31. ágúst 1995 | Velvakandi | 138 orð

Tilmæli til hjólreiðafólks

KONA sem gengur nánast daglega um Elliðaárdalinn, hringdi til Velvakanda til að beina þeim tilmælum til hjólreiðafólks, að það sýni gangandi vegfarendum þá tillitssemi að láta vita af sér komi þeir aftan að fólki, t.d. með því að nota bjöllu. Það skapar slysahættu ef þeir ekki láta vita af sér, því gangandi vegfarendum getur brugðið svo illa. Meira
31. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1079 orð

Yfirlýsing vegna skútumálsins

EFTIR að hafa átt fjölmarga fundi með fulltrúum íslenska réttarkerfisins, Samskipa og tollyfirvalda, tel ég við hæfi að skýra frá hvernig skútumálið horfir við mér. Það er ekki síst mikilvægt að hafa hugfast, að þrátt fyrir allar ávítur mínar í garð Samskipa, var það því fyrirtæki að þakka að ég komst fyrst til Íslands í nóvember árið 1990, Meira
31. ágúst 1995 | Velvakandi | 657 orð

Þjóðmenningarlegt þakkarefni

Um langt árabil hefur einn maður haldið uppi vikulegum þætti í Ríkisútvarpinu, sem þjóðin hefur tekið ástfóstri við. Þetta er óskalagaþáttur Hermanns Ragnars Stefánssonar, "Ég man þá tíð", sem er árdegis á hverjum föstudegi. Meira

Minningargreinar

31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 656 orð

Árni Bjarnason

Á kveðjustund sem þessari flýgur margt í gegnum hugann. Sterkast er þakklæti til vinar, frænda og annars föður fyrir allt sem hann hefur verið mér og gert fyrir mig. Ég harma það að hafa aldrei sagt honum hversu mikið mér þykir vænt um hann né heldur þakkað nógsamlega. Ég veit að kærleikurinn mun lifa og minningin um góðan, hlýjan og umhyggjusaman mann mun lifa með mér og mínum. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 441 orð

Árni Bjarnason

Eitt af því fjölmarga sem hefur ótvírætt sannleiksgildi er það að lífið og dauðinn eru tveir óaðskiljanlegir þættir í okkar tilveru. Lífið er dásamlegt en dauðinn er miskunnarlaus og knýr dyra, að okkur finnst, oftar en eigi á ótímabærri stundu og svo er nú. Góður vinur minn, Árni Bjarnason, er í dga borinn til grafar frá Bústaðakirkju. Leiðir okkar Árna lágu saman í um 35 ár hjá Heklu hf. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 749 orð

Árni Bjarnason

Því hjarta mitt er fullt af hvíld og fögnuð, af frið mín sál. Þá finnst mér aðeins yndi, blíða, fegurð, sé alheimsmál, að allir hlutir biðji bænum mínum og blessi mig, við nætur gæskuhjartað, jörð og himinn að hvílir sig. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 433 orð

Árni Bjarnason

Látinn er í Reykjavík vinur minn, Árni Kristinn Bjarnason. Við erum jafnaldrar og ólumst upp saman á Nýlendugötunni og ekki hefur borið skugga á vináttu okkar í öll þessi ár. Við lát Árna reikar hugur minn til ára okkar saman. Sem ungir strákar lékum við okkur saman úti á Nýlendugötunni og í nágrenni hennar. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 283 orð

Árni Bjarnason

Sögð og ósögð orð. Ef til vill segja þessar ljóðlínur séra Hallgríms allt sem segja þarf um þig, elsku pabbi. Það húmaði og dimmdi allt of fljótt hjá þér. En nú er bjart yfir þér og birtan þín fylgir mér alla leið. Öll þurfum við að rækta garðinn okkar. Þinn garður verður mitt veganesti. Þú sáðir, hlúðir að og uppskarst. Trúmennska þín og trúfesta verður vonandi mitt leiðarljós. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 500 orð

Árni Bjarnason

Nýr dagur, þriðjudagurinn 22. ágúst, var nýbyrjaður er Jakob hringdi í mig og lét mig vita að faðir hans, góður vinur minn, Árni Kristinn Bjarnason, hefði andast í Borgarspítalanum þá um morguninn á 68. aldursári. Það var stutt í afmælisdaginn hans, þ. 14. september nk. Sláttumaðurinn mikli með ljáinn hafði sigrað og fellt í valinn góðan vin sem hafði fengið bannvænan sjúkdóm fyrir 3 mánuðum. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 240 orð

Árni Bjarnason

Andlát Árna Bjarnasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Heklu hf., bar skjótt að, sem gerir enn erfiðara að sætta sig við það. En ég á margar hlýjar minningar um samvistir okkar Árna og vináttu. Strax á uppvaxtarárunum varð ég var við hve faðir minn, Sigfús Bjarnason, stofnandi Heklu, mat Árna mikils, enda myndaðist fljótt órjúfanlegt trúnaðarsamband milli þeirra. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 307 orð

Árni Bjarnason

Í dag verður til moldar vinnufélagi minn, Árni Kristinn Bjarnason, sem lést 22. þessa mánaðar. Ég kynntist Árna þegar ég hóf störf hjá Heklu hf. fyrir um það bil fimmtán árum, en hjá því fyrirtæki starfaði Árni allan sinn starfsaldur, lengst af sem framkvæmdastjóri. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 166 orð

ÁRNI BJARNASON

ÁRNI BJARNASON Árni Kristinn Bjarnason framkvæmdastjóri, Byggðarenda 13, Reykjavík, var fæddur 14. september 1927. Hann andaðist í Borgarspítalanum þriðjudaginn 22. ágúst sl. Foreldrar hans voru Bjarni Árnason fiskimatsmaður, f. 26. október 1894, d. 11. ágúst 1975, og Magnea Einarsdóttir, f. 22. júní 1900, d. 26. ágúst 1970. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 91 orð

DAGBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR

DAGBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR Dagbjörg fæddist á Vesturgötu 51b í Reykjavík 24. október 1911. Hún lést í Landspítalanum 24. ágúst sl. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Þórarinsdóttur, f. 8. júlí 1878, d. 18. desember 1950, og Benedikts Péturssonar, f. 17. júlí 1887, d. 8. júní 1949. Börn þeirra voru: Davíð, f. 25. ágúst 1905, Magnfríður Þóra f. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 1022 orð

Jústa Sigurðardóttir

Jústa Sigurðardóttir Jústa Sigurðardóttir móðursystir mín lést á Borgarspítalanum 23. ágúst sl. 94 ára að aldri. Jústa var alin upp á stóru heimili og þar var mikill gestagangur á Árnanesi v/Höfn í Hornafirði sem var höfuðból og áningarstaður á þeim tíma. Sigríður móðir Jústu þótti sérstök kona. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 296 orð

JÚSTA SIGURÐARDÓTTIR

JÚSTA SIGURÐARDÓTTIR Jústa Sigurðardóttir fæddist 19. júlí 1901 að Hörgslandi á Síðu. Hún lést á Borgarspítalanum 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Steingrímsdóttir, f. 26. des. 1869 í Heiðarseli á Síðu, V-Skaft., d. 12. apríl 1953 á Höfn í Horðafirði, og Sigurður Pétursson landpóstur og bóndi, f. 19. sept. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 602 orð

Sesselja Jóhannsdóttir

Hún Sillý hans Emils er frá okkur farin, yfir móðuna miklu. Hin lífsglaða, sterkbyggða og kjarkaða kona varð einnig að láta undan, löngu fyrir aldur fram, þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ég vil með nokkrum orðum minnast þessarar fágætu konu, því það var hún svo sannarlega, og um leið þakka henni fyrir hönd fjölskyldu minnar fyrir samfylgdina gegnum árin. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 678 orð

Sesselja Jóhannsdóttir

Mér finnst ég verði að minnast hennar Cilliar fáeinum orðum, hún er mér svo hugstæð fyrir margra hluta sakir. Hún var ein af hetjum þessa lands. Miklu betri Íslendingur en margir innfæddir. Cilli var frá Austurríki, kom hingað ung stúlka á vegum íslenskrar skólasystur sinnar sem hún hafði kynnst í Þýskalandi, ætlaði að vinna hér á landi í stuttan tíma en það urðu nær 40 ár. Meira
31. ágúst 1995 | Minningargreinar | 169 orð

SESSELJA JÓHANNSDÓTTIR

SESSELJA JÓHANNSDÓTTIR Sesselja Jóhannsdóttir, C¨acilia Höfner, fæddist í Hof bei Salzburg 12. júlí 1934 og lést 23. ágúst 1995 í Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Foreldrar hennar voru Johann Höfner bóndi, Hirchberg, Hof bei Salzburg og kona hans, Martina, fædd Wimmer. Á lífi eru systurnar Martina, Anne Marie og Elisabeth fóstursystir. Meira

Daglegt líf

31. ágúst 1995 | Ferðalög | -1 orð

Ísland ­ fyrirheitna víkingalandið?

HVERNIG á að kynna Ísland erlendis? Til þess eru margar leiðir, en um skeið hefur hópur manna og kvenna unnið að landkynningum með víkingayfirbragði í Svíþjóð og Þýskalandi. Almennt samsama Íslendingar sig ekki víkingum og því kann mörgum að finnast þetta afkáraleg hugmynd. Meira
31. ágúst 1995 | Neytendur | 411 orð

Mikið úrval af skólavörum og verðið misjafnt

FLEST börn eiga að mæta í skólann á morgun eða strax eftir helgi. Sex ára börnin bíða með eftirvæntingu eftir því að fá sína fyrstu skólatösku, pennaveski, liti og jafnvel skólaföt. Bókaverslanir eru yfirfullar af skólavarningi og búðir eins og Hagkaup og Bónus eru farnar að selja slíkar vörur á haustin. Meira
31. ágúst 1995 | Neytendur | 146 orð

Óskemmtilegur gestur í appelsínu

UNG stúlka setti sig í samband við Neytendasíðuna og sagði frá heldur óskemmtilegri uppgötvun í appelsínu sem hún hafði verið að borða. Hún hafði tekið eftir einhverju dökku í ávextinum. Þegar hún gáði betur brá henni í brún þar sem kom í ljós að lítill ormur hafði hreiðrað um sig í ávextinum. Meira
31. ágúst 1995 | Neytendur | 49 orð

Salöt í innsiglaðar umbúðir

NÝLEGA var farið að pakka brauðsalötum frá fyrirtækinu Eðalfiski hf. í Borgarnesi í innsiglaðar umbúðir með álfilmu sem á að tryggja öryggi og geymsluþol. Um er að ræða umbúðir utanum laxasalat, rækjusalat, skinkusalat, túnfisksalat og ítalskt salat og er smellulok á dósunum eftir sem áður. Meira
31. ágúst 1995 | Neytendur | 542 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
31. ágúst 1995 | Neytendur | 150 orð

Synt í Kópavogi

SUNDKEPPNI fyrir almenning, sem nefnd hefur verið Kópavogssundið, verður haldin næstkomandi sunnudag, 3.sept. í Sundlaug Kópavogs. Keppnin var haldin í fyrsta sinn í fyrra og tóku um 500 manns þá þátt. Þeir sem synda 500-1.500 metra fá viðurkenningapeninga, en þátttakendur ákveða sjálfir hve langt þeir synda og engar tímatakmarkanir eru settar aðrar en tímamörk keppninnar, sem er kl. Meira
31. ágúst 1995 | Neytendur | 86 orð

Vatnsberarnir í Ævintýra-Kringlunni

LEIKLESTUR sögunnar um vatnsberana eftir Herdísi Egilsdóttur verður í dag kl. 17 í Ævintýra- Kringlunni. Sagan segir frá vatnsberahjónum sem eiga tvíbura, strák og stelpu en strákurinn er allt öðruvísi en vatnsberar eiga að vera. Þetta veldur vatnsberahjónunum hugarangri og er ósköp erfitt fyrir strákinn líka. Meira

Fastir þættir

31. ágúst 1995 | Dagbók | 59 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudagin

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 31. ágúst, er níræðGuðbjörg Hassing, Krummahólum 4, Reykjavík. Eiginmaður hennar varMichael Hassing, sem lést 1968. Guðbjörg dvelst á Spáni á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 31. Meira
31. ágúst 1995 | Dagbók | 185 orð

Heilsuverndarstöðin

Morgunblaðið/Sverrir HeilsuverndarstöðinUMRÆÐUR eru hafnar um að Landspítali kaupi Heilsuverndarstöðina, segir í frétt í blaðinu í gær. Meira
31. ágúst 1995 | Dagbók | 274 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fór Reykjafoss

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fór Reykjafoss og í gær komu til hafnar Viðey, Bakkafoss, Stapafell og Goðafoss. Þá fóru Southella ogMúlafoss. Væntanlegir voru Mælifell, Þerney og spánski togarinn Playa de Sartaxenx. Hafnarfjarðarhöfn. Meira

Íþróttir

31. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA ÍA 13 12 1 0 33 9 37ÍBV 14 8 1 5 31 19 25KR 13 8 1 4 19 12 25LEIFTUR 14 6 3 5 26 24 21KEFLAVÍK 14 5 5 4 19 21 20GRINDAVÍK 13 5 2 6 16 1 Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD KARLA

3. DEILD KARLA VÖLSUNGUR 16 11 4 1 33 13 37LEIKNIR 16 11 2 3 44 20 35ÞRÓTTUR N. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 151 orð

David Platt í hnéuppskurð

DAVID Platt, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Arsenal, fer í uppskurð í dag þar sem gert verður við slitið brjósk í hægra hnéi hans. Platt missir því af vináttuleik Englands og Kólumbíu á Wembley í næstu viku og að minnsta kosti tveimur deildarleikjum Arsenal. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 179 orð

EFTIR hornspyrnu Eyjamanna á 24. mínútu barst knöttu

EFTIR hornspyrnu Eyjamanna á 24. mínútu barst knötturinn út á miðjan vallarhelming FH þar sem Jón Bragi Arnarsson sendi stutt fram á Dragan Manjolovic, hann rakti knöttinn að vítateigslínu og reyndi skot sem misheppnaðist, boltinn skrúfaðist upp í loftið og inn í miðjan vítateig FH. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 390 orð

Fall blasir við FH

FH-INGUM tókst ekki að reka af sér slyðruorðið í leik sínum við ÍBV í Kaplakrika í gærkvöldi og snúa inn á sigurbraut. Í liðinu var smábaráttuneisti í upphafi leiksins en þegar ekkert gekk greip um sig sama andleysið og verið hefur í leik liðsins lengst af í sumar og baráttuglaðir Eyjamenn tóku öll völd á vellinum og höfðu þau í hendi sér lengst af og verðskulduðu 3:1 sigur þegar upp var staðið. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 500 orð

FH - ÍBV1:3

Kaplakriki: Íslandsmótið í knattspyrnu, 14. umferð miðvikudaginn 30. ágúst 1995. Aðstæður: Hægur vindur og tíu gráðu hiti, rigning og völlurinn mjög blautur og háll. Mark FH: Hrafnkell Kristjánsson (79.). Mörk ÍBV: Tryggvi Guðmundsson (24.), Ingi Sigurðsson (29.), Martin Eyjólfsson (51.). Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 24 orð

Í kvöld 1. deild karla: KR-völlur:KR - ÍA18.30 Stuðningsmenn Skagamanna hitaupp í Ölveri frá kl. 16.30. Laug.dal:Fram -

1. deild karla: KR-völlur:KR - ÍA18.30 Stuðningsmenn Skagamanna hitaupp í Ölveri frá kl. 16.30. Laug.dal:Fram - Grindav.20.30 1. deild kvenna Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 314 orð

Jón Arnar til Frakklands

JÓN Arnari Magnússyni tugþrautarkappa hefur verið boðið á Deca Star stórmótið í tugþraut sem haldið verður í Tallens í Frakklandi helgina 16. - 17. september næstkomandi. Mótið er með öflugustu tugþrautarmótum í heiminum og má segja að aðeins Ólympíuleikarnir séu hærra skrifaðir en Dan O'Brian setti til dæmis heimsmetið í tugþraut á þessum móti 1992, þegar hann fékk 8.892 stig. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 292 orð

Keflvíkingar að gefa eftir

Keflvíkingar virðast vera að gefa eftir á lokasprettinum og eftir jafntefli, 1:1, gegn Blikum í Keflavík í gærkvöldi lengist enn bilið í Evrópusætið sem nú virðist ætla að falla í skaut Eyjamanna sem hafa góða stöðu eftir sigur gegn FH-ignum á sama tíma. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 99 orð

Leiknir upp í 2. deild

LEIKNIR tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 2. deild karla að ári með 2:1 sigri á Dalvík í hörkuleik. Það var markahrókurinn Steindór Elíson sem skoraði bæði mörk Leiknis í síðari hálfleik, en mark heimamanna skoraði Sverrir Björgvinsson. Í fyrrakvöld hafði Völsungar tryggt sér sæti í 2. deild. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 193 orð

Millwall er í vondum málum

MILLWALL, sem leikur í 1. deild á Englandi er í slæmum málum vegna þess að stuðningsmaður úr þeirra hópi henti skrúflykli inn á leikvöllinn þegar liðið lék við Reading á þriðjudaginn. Skrúflykillinn, 22 sentimetrar, flaug rétt framhjá höfði Simons Sheppards, markvarðar Reading. "Ég vil ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef hann hefði hitt í höfuðið á mér. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 329 orð

Newcastle óstöðvandi

LES Ferdinand tryggði Newcastle fjórða sigurinn í jafnmörgum leikjum og gulltryggði um leið efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni með því að skora eina mark leiksins þegar Millesbrough kom í heimsókn á St. James Park. Á sama tíma tapaði Leeds stigi í fyrsta skipti á þessu keppnistímabili, gerði 1:1 jafntefli við Southampton. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 155 orð

Papin ekki í yfirheyrslu JEAN-PIERRE Papin verður ekki "að svo stöddu" kallaður til yfirheyrslu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu

JEAN-PIERRE Papin verður ekki "að svo stöddu" kallaður til yfirheyrslu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA) vegna ásakana um mútur forráðamanna franska liðsins Marseille til tveggja leikmanna AC Milan. Papin er sagður hafa upplýst ítalska fjölmiðla um múturnar fyrr í þessum mánuði en neitar því alfarið. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 280 orð

Papin með glæsimark

"ÉG ER mjög ánægður með að hafa skorað mark í þessum leik," sagði Frakkinn Jean- Pierre Papin, eftir að hann hafði komið Bayern M¨unchen yfir gegn Bayer Uerdingen með glæsimarki - skoraði með "hjólhestaspyrnu" í sínum fyrsta leik í átta mánuði. Papin skoraði markið á 28. mín., en síðan gerði þýski landsliðsmaðurinn Thomas Helmer út um leikinn, 2:0, á 70. mín. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 103 orð

Róbert Ólafur Sigurðsson kom Keflvíki

Róbert Ólafur Sigurðsson kom Keflvíkingum yfir strax á 5. mínútu þegar hann skoraði fallegt mark með viðstöðulausu skoti utan úr vítateig frá hægri. Boltinn var gefin út til Ólafs sem kom á fullri ferð og hann var ekki að tvínóna við hlutina - og skaut föstu skoti hægra megin við Candaklija markvörð Blika sem kom engum vörnum við. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 49 orð

Stoichkov og félagar úr leik

BÚLGARSKI landsliðsmaðurinn Hristo Stoichkov mátti þola tap í sínum fyrsta bikarleik á Ítalíu, þegar Parma tapaði, 0:3, fyrir Palermo í deildarbikarkeppninni. Önnur óvænt úrslit urðu - þegar Tórínó tapaði fyrir 3. deildarliðinu Fiorenzuola, 1:2. 2. deildarliðin Bologna og Reggiana lögðu Róma 1:0 og Bari 2:0. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 220 orð

STUÐNINGSMENN

STUÐNINGSMENNNewcastle eru yfir sig hrifnir af Frakkanum David Ginola, sem var keyptur frá París St. Germain - hann átti mjög góðan leik gegn Sheff. Wed. um sl. helgi og skoraði mark. Áhorfendur hrópuðu: "Hver er þessi Cantona!" og áttu við að landi hans hjá Man. Utd. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 88 orð

Uli Stein stendur við sitt

ULI Stein, fyrrum markvörður Hamburger SV og landsliðsins, var kallaður fyrir þýska knattspyrnusambandið í gær vegna ummæla hans á dögunum að menn frá Kaiserslautern hefðu reynt að múta honum til að tapa leik 1987, til að Kaiserslautern næði UEFA-sæti. Stein stendur við fyrri ummæli sín og hefur sagt frá hvaða maður hafði samband við hann fyrir leikinn. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 181 orð

VALSMENN

VALSMENN hafa fengið sjö af fjórtán stigum sínum í þremur síðustu leikjunum - eða síðan Kristinn Björnsson tók við Valsliðinu, eftir að Hörður Hilmarsson var rekinn. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

Valsmenn með stórleik í Ólafsfirði

VALSMENN áttu sannkallaðan stórleik og sýndu gamalkunna takta þegar þeir flengdu Leiftursmenn í Ólafsfirði í gær. Valur sigraði 4:1 og eru það ekki ósanngjarnar lokatölur. "Í leiknum á móti FH áttum við mjög góðan seinni hálfleik en núna vorum við að spila vel allan leikinn. Baráttan var góð, spilið var gott, menn voru ógnandi og alltaf að hlaupa í auð svæði. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 285 orð

Þýskaland Bayern M¨unchen - Uerdingen2:0 Papin (28.), Helmer (70.). 45.000. Frankfurt - 1960 M¨unchen4:2 Binz (48.), Okocha

Þýskaland Bayern M¨unchen - Uerdingen2:0 Papin (28.), Helmer (70.). 45.000. Frankfurt - 1960 M¨unchen4:2 Binz (48.), Okocha (51.), Boehme (62.), Bindewald (88.) - Borimirov (54. - vítasp.), Lesniak (60.). 20.700. Stuttgart - Freiburg3:1 Elber 2 (11.,72.), Balakov (21.) - Sundermann (28.). 48.000. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 20 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Kristinn Eyjamenn fagna EYJAMENNfögnuðuhverju marki íKaplakrikameð tilþrifum,þegar þeirlögðu FH 3:1.Hér fer MartinEyjólfsson fyrir félögum sínum þegar þeirfagna þriðjamarki sínu,sem Martinskoraði. Meira
31. ágúst 1995 | Íþróttir | 8 orð

(fyrirsögn vantar)

31. ágúst 1995 | Íþróttir | 2 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKINGALOTTÓ:62732424647/132636 » Meira

Fasteignablað

31. ágúst 1995 | Fasteignablað | 35 orð

Gömul kista fær nýtt hlutverk

Gömul kista fær nýtt hlutverk Þeir sem eiga gamlar kistur niðri í kjallara ættu að athuga möguleikann á að þurrka af þeim rykið og gera þær að einskonar sófaborði. Hér er þetta gert með skemmtilegum árangri. Meira
31. ágúst 1995 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

31. ágúst 1995 | Fasteignablað | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

31. ágúst 1995 | Úr verinu | 241 orð

Aðeins þrír fiskistofnar eru við mörk útrýmingar

VÍSINDAMENN frá Bandaríkjunum og Kanada hafa komizt að þeirri niðurstöðu eftir úttekt á 128 fiskistofnum, að aðeins þrír þeirra séu svo slakir að þeim verði vart við bjargað. Alla aðra fiskistofnana 126 megi byggja upp að ný með skynsamlegri veiðistýringu, þannig að hámarka megi afrakstur úr þeim. Einn hinna verst stöddu fiskistofna segja vísindamennirnir að sé íslenzka vorgotssíldin. Meira
31. ágúst 1995 | Úr verinu | 459 orð

Engin pöntun um nýsmíði borist á þessu ári

REGLUGERÐ um veiðistjórnun smábáta hefur mikil áhrif á smábátaiðnaðinn að sögn Óskars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði. Hann segir að margir sem hafi ætlað að láta smíða bát í sumar hafi hætt við eftir vorþingið og engar pantanir um nýsmíði hafi borist á þessu ári. Þegar hefur verið fækkað um tíu starfsmenn í bátasmiðjunni. Meira

Viðskiptablað

31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 179 orð

30 ár á Skúlagötunni

G. J. Fossberg vélaverslun hf. fagnar nú þeim tímamótum að þrjátíu ár eru liðin síðan fyrirtækið flutti úr kjallaranum að Vesturgötu 3 í núverandi húsnæði að Skúlagötu 63. Fyrirtækið var stofnað árið 1927 af Gunnlaugi J. Fossberg, vélstjóra. Eftir andlát hans, árið 1949, gegndi Bjarni R. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 351 orð

DAGBÓK

SÝNINGIN og ráðstefnan AutoCAD EXPO verður haldin að Scandic Hótel Loftleiðum í dag og á morgun. Sýningin er ætluð þeim, sem tengjast tölvustuddri hönnun (CAD) á Íslandi og verður fjöldi AutoCAD stoðkerfa kynntur. Auk íslenskra fyrirtækja munu fimm erlend fyrirtæki, sem sérhæfa sig í lausnum fyrir AutoCAD, senda fulltrúa til að kynna og sýna stoðkerfi. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 272 orð

Dansskólar sameinaðir

Danssmiðjan og Dansskóli Hermanns Ragnars hafa verið sameinaðir og hefur nýi skólinn hlotið nafnið Danssmiðja Hermanns Ragnars. Hann verður til húsa að Engjateig 1 í Reykjavík, þar sem Danssmiðjan var áður. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 147 orð

Flotkví

EKKI hefur enn skýrst hvar flotkví vélsmiðju Orms og Víglundar verður. Að sögn Eiríks Orms Víglundssonar, framkvæmdastjóra, er málið enn til umfjöllunar hjá Hafnarfjarðarbæ. Fyrir liggi tilboð frá öðrum bæjarfélögum um aðstöðu fyrir flotkvína en hann vill ekki segja hvaða bæjarfélög það eru. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | -1 orð

Flutningamiðstöð Austurlands stofnuð

Egilsstaðir. SAMSKIP hf. og Kaupfélag Héraðsbúa hafa stofnað Flutningamiðstöð Austurlands ehf., sem tekur formlega til starfa 1. október nk. Markmið Flutningamiðstöðvarinnar (FMA) er að auka til muna alla þjónustu við aðila á Austurlandi á sviði vöruflutninga og tengdrar þjónustu. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 387 orð

Hlutafé aukið um 9%

HLUTAFJARÚTBOÐ í Granda hf. hefst á morgun, föstudaginn 1. september, og verða boðin til sölu hlutabréf að nafnverði 100 milljónir króna. Fyrir aukninguna var hlutafé í Granda 1.094,5 milljónir þannig að hér er um að ræða rúmlega 9% hækkun hlutafjár. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 85 orð

Landsbréf bjóða fasteignalán

LANDSBRÉF bjóða nú upp á verðtryggð fasteignalán til allt að 25 ára og geta lántakendur valið á milli jafngreiðslulána (annuitet) eða jafnra afborgana. Vextir af þessum lánum eru 7,0 - 8,25% og ráðast af veðsetningu eignar og áhættumati. Þá geta lántakendur valið um fjölda endurgreiðslna á ári. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 530 orð

Leitin að þeim rétta

»Það lætur nærri að hér á landi sé árlega varið um 4 milljörðum króna til auglýsinga- og kynningarmála. Hér er ekki um neina smápeninga að ræða og mikið í húfi fyrir auglýsendur og auglýsingastofur að samstarfið takist vel. Undanfarið hefur Morgunblaðið birt fréttir af hræringum á auglýsingamarkaði þar sem nokkrir stórir auglýsendur hafa flutt sig um set. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 1727 orð

Nýir tímar ­ ný viðhorf Fréttaskýring

Harðnandi samkeppni og aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum hefur haft veruleg áhrif á heildsala hér á landi. Þorsteinn Víglundsson kynnti sér hvernig heildsalar hefðu brugðist við þessum breytingum og hvert stefndi í þessu efni. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 78 orð

Ráðgjafi til Ráðgarðs

JÓN Freyr Jóhannsson hefur tekið til starfa hjá Ráðgarði hf. stjórnunar- og rekstrarráðgjöf. Jón Freyr veitir einkum ráðgjöf á sviði altækrar gæðastjórnunar og uppbyggingu gæðakerfa. Jón Freyrer tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands 1989. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 10 orð

SAMKEPPNIHeildsalar á dagvörumarkaði/4

SAMKEPPNIHeildsalar á dagvörumarkaði/4 SAMRUNIChemical og Chase Manhattan/6 NÝHERJISkjáauglýsingar í s Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 192 orð

Samskip og Faroe Line auka samstarf

SAMSKIP og færeyska flutningafélagið Faroe Line hafa gert með sér nýjan samstarfssamning sem kveður á um nánara samstarf en hingað til og leysir eldri samning af hólmi. Nýi samningurinn kveður á um að Samskip taki að sér alla áætlunarflutninga frá Færeyjum til Bretlands, Hollands, Þýskalands, Svíþjóðar og Noregs fyrir Faroe Line. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 62 orð

Sérfræðingur til Íslandsbanka

HILMAR Gunnarsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings í markaðs- og þjónustudeild Íslandsbanka. Hilmar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann útskrifaðist sl. vor, en jafnhliða námi rak hann eigið fyrirtæki, Hugmynd, sem var sérhæft margmiðlunarfyrirtæki. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 502 orð

Skjáauglýsingar í stórmörkuðum

NÝHERJI hf. býður nú upp á nýjung í auglýsingum hér á landi, en það er Raðsýn, skjáauglýsingakerfi fyrir stórmarkaði. Að sögn Hjálmtýs Heiðdal hjá Nýherja, er hugmyndin að þessu sótt til Danmerkur og hefur fyrsta búnaðinum þegar verið komið upp í verslun Bónuss við Faxafen. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 389 orð

Útlendingar fræðast um Reykjavík á Alnetinu

AUGLÝSINGASTOFAN Qlan er nú að setja gagnagrunninn "This is Reykjavík" inn á Alnetið. Í honum er að finna ferðaþjónustu- og landkynningarupplýsingar um Reykjavík og þjónustu reykvískra fyrirtækja, fyrir erlenda Alnetsnotendur. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 991 orð

Viðamesta sameining bandarískrar bankasögu

HINN NÝJI banki, sem til verður við sameiningu Chase Manhattan og Chemical Banking Corp. verður stærsti banki Bandaríkjanna og einn stærsti banki veraldar. Mikil gerjun á sér nú stað í bandaríska bankakerfinu og mörg fyrirtæki að sameinast eða stokka upp rekstur sinn til að ná fram aukinni hagræðingu. Meira
31. ágúst 1995 | Viðskiptablað | 398 orð

Þjóðaratkvæði um áfengissölu?

Á FUNDI norrænna dagvörukaupmanna síðastliðinn mánudag var sala á léttvíni og bjór í matvöruverslunum gerð að umtalsefni, enda hefur verið að losna um hömlur á áfengissölu á Norðurlöndunum að undanförnu. Magnús E. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

31. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 216 orð

Yfirlit: Á v

Yfirlit: Á vestanverðu Grænlandshafi er 1008 mb lægð sem hreyfist norðnorðaustur. Um 1400 km suður í hafi er vaxandi 1010 mb lægð sem hreyfist norðaustur og fer yfir landið í nótt. Skammt vestur af Íslandi er 1031 mb hæð. Meira

Lesbók

31. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 264 orð

Pönkdrama í Berlín

SÝNINGUM er nú að ljúka á leiksýningu í Berlín sem vakið hefur óskipta athygli í Þýskalandi. Sýningin "Sid og Nancy", fjallar um síðustu stundir samnefnds pars en Sid Vicious var forsprakki pönksveitarinnar Sex Pistols og lést árið 1979. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.