Greinar laugardaginn 9. september 1995

Forsíða

9. september 1995 | Forsíða | 158 orð

Forvextir lækka um helming

SEÐLABANKI Japans lækkaði forvexti sína um helming í gær, niður í 0,5%, sem eru lægstu vextir í sögu bankans. Vaxtalækkunin varð til þess að gengi Bandaríkjadollars fór um tíma yfir 100 jen í fyrsta sinn frá því í janúar. Ennfremur hækkuðu hlutabréf um tæp 4% í kauphöllinni í Tókýó. Japanski seðlabankinn lækkaði forvextina síðast í apríl og þá niður í 1%. Meira
9. september 1995 | Forsíða | 133 orð

Hermenn á götum Parísar

FRANSKIR hermenn, vopnaðir rifflum, stóðu vörð undir Eiffel- turninum, við Sigurbogann og þyrluflugvöllinn í Issy-les-Moulinaux í París í gær. Þetta er liður í neyðaráætlun um viðamikla öryggisgæslu hersins vegna sprengjutilræðanna í París og Lyon síðustu vikur. Meira
9. september 1995 | Forsíða | 405 orð

Lýst sem mikilvægum áfanga

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bosníu, Króatíu og Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallalands) samþykktu nokkur grundvallaratriði um hvernig koma ætti á friði í Bosníu á tímamótafundi í Genf í gær. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvaðst líta á samkomulagið sem mikilvægt "fyrsta skref í átt að friði" þótt mörg deilumál væru enn óleyst. Meira
9. september 1995 | Forsíða | 75 orð

Ráðstefnulok í rigningunni

FÉLAGAR í hópi kínverskra kvendrumbuslagara, skýla sér fyrir rigningunni í Huariou í Kína í gær. Konurnar komu fram á lokahátíð óopinberu kvennaráðstefnunnar sem haldin var á Kuumba-leikvanginum. Um 30.000 konur sóttu ráðstefnuna og lýstu skipuleggjendur hennar því yfir að hún hefði heppnast vel. Meira
9. september 1995 | Forsíða | 364 orð

Viðvörun um stríð virt að vettugi

VOLKER R¨uhe, varnarmálaráðherra Þýskalands, mótmælti í gær viðvörun Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, þess efnis að fyrirhuguð stækkun Atlantshafsbandalagsins (NATO) til austurs gæti kveikt "ófriðareld" um alla Evrópu. Nokkur fyrrverandi kommúnistaríki í Austur-Evrópu sögðust ætla að virða viðvörun Jeltsíns að vettugi og stefna áfram að inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Meira

Fréttir

9. september 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

1,8% hækkun síðustu tólf mánuði

Vísitala neysluverðs 1,8% hækkun síðustu tólf mánuði VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í septemberbyrjun hækkaði um 0,3% frá ágúst. Vísitala neysluverðs án húsnæðis reyndist 178,0 stig og hækkaði um 0,4% frá ágúst. Hækkun á mat- og drykkjarvörum um 1,2% olli 0,21% vísitöluhækkun. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 232 orð

Aldrei minna af frjókornum í ágústmánuði

NIÐURSTÖÐUR ágústmánaðar liggja nú fyrir. Þær eru sýndar í töflu hér á eftir ásamt hliðstæðum gildum fyrir sumrin 1988­1994. Tölurnar tákna fjölda frjókorna í hverjum rúmmetra andrúmslofts í ágústmánuði. Hér eru aðeins teknar með helstu tegundir. Undir "annað" falla að þessu sinni níu mismunandi frjógerðir. Frjómagn í Reykjavík í ágúst (frjó/m) Meira
9. september 1995 | Erlendar fréttir | 109 orð

Ásakanir um hlutdrægni

OPINBER, rúmensk eftirlitsnefnd, CNA,sem fer með málefni fjölmiðla, hefur bannað útsendingar á fréttaþáttum með rúmensku tali frá BBC í Bretlandi. Útsendingarnar hófust fyrir viku og önnuðust ríkissjónvarpið í Búkarest þær auk nokkurra smærri einkastöðva en nefndin sagði að starfsemin bryti gegn lögum landsins og alþjóðalögum. Meira
9. september 1995 | Landsbyggðin | 123 orð

Björgunarsveitir æfa rústabjörgun

Fagradal-Björgunarsveitir Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar í umdæmi 10, sem nær yfir V-Skaft., Rangárvallasýslu og Vestmannaeyjar, voru með samæfingu í Vík í Mýrdal um síðustu helgi. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 537 orð

Björk slegið upp í Time

Í NÝJASTA tölublaði fréttatímaritsins Time er heil síða lögð undir viðtal og grein um Björk Guðmundsdóttur. Viðtalið er tekið í Los Angeles, þegar Björk var þar á ferð vegna plötu sinnar Post. Fyrirsögn viðtalsins er "Rödd frá Reykjavík" og í undirfyrirsögn segir að íslenska söngkonan Björk fari yfir tónlistarleg landamæri með hrífandi nýrri breiðskífu sinni, Post. Meira
9. september 1995 | Erlendar fréttir | 353 orð

Deilt um ályktun ráðstefnu SÞ

ÓOPINBERU kvennaráðstefnunni í Huairou í Kína lauk í gær. Niðurstaðan að mati þeirra sem sátu í skipulagsnefndinni er að hún hafi heppnast vel. Kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Peking heldur áfram og í gær lýstu skipuleggjendur hennar yfir því að tilraunir til að sætta ólík sjónarmið íhaldssamra trúfélaga og kvenréttindakvenna hefðu borið lítinn árangur. Meira
9. september 1995 | Erlendar fréttir | 114 orð

Deilt um evrópska sjónvarpsmenningu

UMRÆÐA á vettvangi ESB um menningarmál munu það sem eftir er þessa árs að mestu snúast um endurskoðun á reglugerð ESB um "sjónvarp án landamæra" frá 1989. Starfsmenn menningarmálaskrifstofu ráðherraráðsins eru nú undir það búnir að þurfa að verja endurskoðunartillögur sínar fyrir hörðum árásum á Evrópuþinginu. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Deilt um Ölkelduháls

HITAVEITA Reykjavíkur hefur í sumar borað eftir heitu vatni á Ölkelduhálsi á Hellisheiði. Að sögn Gunnars Kristinssonar hitaveitustjóra, er holan í landi Ölfusvatns sem er í eigu Reykjavíkurborgar, en forsvarsmenn Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi segja að hún sé í landi Reykja. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð

Doktor í dýralækningum

PÁLL Skúli Leifsson varði doktorsritgerð sína við Konunglega dýralækninga- og landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn 29. júní sl. Í doktorsritgerðinni, sem fjallar um ákveðna tegund bakteríusýkinga í nautgripum, er aðferðum til að fylgjast með framvindu þessara sýkinga lýst, Meira
9. september 1995 | Miðopna | 1279 orð

Eigendur hafa sömu skyldur og aðrir húsbyggjendur

ÁRIÐ 1978 var skipulagslögum breytt þannig að öll sveitarfélög urðu skipulagsskyld en ekki aðeins þéttbýlisstaðir. Þessu fylgdi að skipuleggja þurfti allt land sveitarfélaga, þar á meðal sumarbústaðahverfi. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð

Engar athugasemdir Kínverja

VIÐSKIPTI Íslendinga við Taiwan komu til tals á fundi sem Halldór Ásgrímsson átti með utanríkisráðherra Kína og að sögn Halldórs gerði kínverski utanríkisráðherrann engar athugasemdir við þau viðskipti. Meira
9. september 1995 | Erlendar fréttir | 285 orð

Evrópuþingið rannsakar fljúgandi furðuhluti

EVRÓPUÞINGIÐ hefur ákveðið að láta fara fram rannsókn á þríhyrntum fljúgandi furðuhlut sem sást á hraðflugi yfir Ermarssundi fyrir fjórum árum. Breskur aðmíráll hefur staðfest að hluturinn sást á flugi. Meira
9. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Félagamálaráðuneyti styður Menntasmiðju

FÉLAGASMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur tilkynnt að það muni styðja við Menntasmiðju kvenna á Akureyri sem þróunarverkefni næstu tvö skólaár, 1995-'96 og 1996-'97. Hvort ár mun ráðuneytið leggja fram til verkefnisins 1,5 milljónir króna. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 614 orð

Fjögur sjúkrahús fá tilsjónarmann til áramóta

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA segir að tilsjónarmenn verði settir með rekstri fjögurra sjúkrahúsa til áramóta. Stjórnarmenn eins sjúkrahússins segja að heilbrigðisráðuneytið vilji færa tilsjónarmanninum alræðisvald í málefnum sjúkrahússins. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Flugleiðir og SAS auka samstarfið

FLUGLEIÐIR og SAS hafa gengið frá samningi um aukið samstarf sín á milli. Í samningnum felst að flug Flugleiða milli Íslands og Skandinavíu verða flogin í nafni beggja félaga. Þá munu flug SAS milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur næsta sumar verða með sama fyrirkomulagi. Meira
9. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Forláta grafa komin í safnið

SAMTÖK búvélasafnara við Eyjafjörð tóku á móti forláta gröfu í gær, "Ruston-Bucyrus", sem framleidd var í Englandi og Ræktunarsamband Saurbæjar- og Hrafnagilshrepps eignaðist hana árið 1947. Vélin var notuð með góðum árangri í tvo tugi ára, en brösuglega gekk á 7. áratugnum að halda úti rekstri hennar. M.a. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 635 orð

Forsendur fyrir samningum brostnar

BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Íslands, segir að fyrirmynd að dómi kjaradóms um kjör æðstu embættismanna ríksins sé ekki að finna í samningum sem lægst launaða fólkið hefur gert. Hann segir að forsendur fyrir kjarasamningunum séu brostnar. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 404 orð

Forsendur kjarasamninga brostnar að mati VMSÍ

ÚRSKURÐUR kjaradóms um launakjör æðstu embættismanna ríkisins felur í sér m.a. að þingfararkaup alþingismanna hækkar um 17 þúsund kr., eða úr tæpum 178 þúsund kr. í 195 þúsund kr. og laun ráðherra um 20%, eða tæpum 294 þúsund kr. í 350 þúsund kr. að meðaltali. Laun forseta Íslands hækka einnig um 20%, eða úr 334 þúsund kr. í 400 þúsund krónur. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 161 orð

Framhaldsskólanemar henda auglýsingum

"FRAMHALDSSKÓLANEMAR eru orðnir mjög þreyttir á þessu auglýsingaflæði inn í skólana og eins því að aðilum úti í bæ skuli vera borgað fyrir auglýsingar sem skólablöðin fá þá ekki. Við erum hreinlega búin að fá nóg og viljum koma þeim skilaboðum til auglýsenda með áberandi hætti," sagði Katrín Jakobsdóttir, ármaður í Menntaskólanum við Sund, Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 194 orð

Fræðsludagar á hausti í Alviðru

NÆSTU fjóra sunnudaga býður Landvernd almenningi í heimsókn í umhverfisfræðslusetrið Alviðru í Ölfushreppi. Umhverfisfræðslusetrið í Alviðru er undir Ingólfsfjalli, við Sogsbrúna hjá Þrastarlundi. Í stuttum gönguferðum verður farið um land Alviðru og um kjarri vaxið hraunið í Öndverðarnesi. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 136 orð

Fu Manchu, nýr kínverskur skyndibitastaður

NÝR kínverskur skyndibitaveitingastaður hefur nú verið opnaður á Grensávegi 7 í Reykjavík. Staðurinn heitir Fu Manchu og verður áherzla lögð á hraða þjónustu og fríar heimsendingar. Staðurinn tekur að auki um 50 manns í sæti og býður jafnframt upp á veizluþjónustu í heimahúsum og matarsendingar í fyrirtæki. Staðurinn verður til að byrja með opinn frá 11.30 árdegis til 23. Meira
9. september 1995 | Miðopna | 1494 orð

Gegn kúgun minnihlutahópa

MINNIHLUTAHÓPAR í Rúmeníu eru ekki sáttir við stefnu stjórnvalda í Búkarest í málefnum þeirra. Ungverjar fara þar fremstir í flokki, en þýskir Rúmenar hafa einnig gagnrýnt stjórn Ions Iliescus forseta, nú síðast vegna nýrra laga um menntamál. Meira
9. september 1995 | Erlendar fréttir | 932 orð

Grunur um galla í hliðarstýri Boeing 737-200 Ekki hefur tekist að upplýsa tvö flugslys í Bandaríkjunum þar sem flugvélar sömu

TVÖ óupplýst flugslys í Bandaríkjunum hafa vakið grunsemdir manna um að galli geti leynst í hliðarstýrisbúnaði Boeing 737-200 véla. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Newsweek. Á síðasta ári beindi bandaríska loftferðaeftirlitið þeim tilmælum til þarlendra flugfélaga að breyta stýrisbúnaðinum vegna þessa gruns og bárust slík tilmæli einnig til Flugleiða, sem reka Boeing 737-400 vélar, Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 170 orð

Græni skólinn - framhaldsskóli fyrir áhugafólk

GRÆNN skóli,Garðyrkju- og umhverfisskólinn, tekur til starfa nú í haust. Græni skólinn er frístundaskóli fyrir áhugafólk um blómaskreytingar, garðrækt, skógrækt, endurheimt- og varðveislu landgæða ásamt náttúruvernd. Kennt er á kvöldin frá kl. 19­22 frá mánudegi til fimmtudags. Meira
9. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 212 orð

Gufan úr baðinu sendi boð um eld

SLÖKKVILIÐ Akureyrar fór í gær að fjölbýlishúsi eldri borgara við Víðilund 24, en þangað hefur liðið verið kallað margoft á síðustu misserum án þess að um eld sé að ræða í húsinu. Skynjurum verði skipt út Meira
9. september 1995 | Erlendar fréttir | 43 orð

Hindúahátíð í Bombay

Reuter Hindúahátíð í Bombay STÓRT líkneski af Ganesh, guði hindúa, er ýtt út á haf á ströndinni við Bombay á Indlandi. Þar lauk í gær tíu daga Ganesh-hátíð en einn af hápunktum hennar er þegar eftirmynd guðsins með fílshöfuð er dýft í vatn. Meira
9. september 1995 | Erlendar fréttir | 281 orð

Hóta að myrða gísla HRYÐJUVERKAMEN

HRYÐJUVERKAMENN Al- Faran múslimahópsins í Kashmír, sem berst fyrir aðskilnaði héraðsins frá Indlandi, hótaði í gær að myrða fjóra vestræna gísla sína ef indversk stjórnvöld létu ekki lausa fanga úr röðum herskárra aðskilnaðarsinna. Í yfirlýsingu hópsins, sem barst dagblöðum í héraðshöfuðstaðnum Srinagar, var sagt að láta yrði fangana lausa í síðasta lagi laugardagskvöld. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 457 orð

Hækkun á áfengi sem ferðamenn koma með

NÝ REGLUGERÐ fjármálaráðuneytisins um áfengisgjald leiðir til þess að verð á áfengi og tóbaki, sem ferðamenn flytja inn til landsins, hækkar í mörgum tilfellum umtalsvert og verður mun hærra en í verslunum ÁTVR. Samkvæmt reglugerðinni verður einkasölugjald afnumið en í stað lagt á áfengisgjald. Jafnframt verður lagður á virðisaukaskattur á áfengi sem ferðamenn flytja með sér. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Karlar selja kaffi

KRISTNIBOÐSFÉLAG karla heldur hina árlegu kaffisölu sína sunnudaginn 10. september í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58 í Reykjavík. Allur ágóði rennur til starfs Kristniboðssambandsins. Kristniboðsfélag karla er orðið 75 ára, var stofnað 1920. Félagsmenn koma saman hálfsmánaðarlega allt árið og hefur svo verið frá því félaginu var ýtt úr vör. Meira
9. september 1995 | Leiðréttingar | 73 orð

LEIÐRÉTT Ágreiningur sjálfstæðismanna á Suðurlandi

Í fyrrdag, 7. september, birtist hér í blaðinu grein eftir Eggert Haukdal, bónda og fyrrverandi alþingismann, "Ágreiningur sjálfstæðismanna á Suðrurlandi". Prentvillupúkinn komst því miður í texta hennar. Í fyrsta lagi stendur í greininni "var búinn að semja um 982" í stað 98%, eins og standa átti. Í annan stað stendur í greininni: "Árið 1958 tóku flokkarnir höndum saman". Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Ljóst að skammtímatímasjónarmið ráða

PÁLMI Stefánsson verkfræðingur, tæknilegur framkvæmdastjóri Hydro Equipment AS í Noregi, segir að viðbrögð Christian Roth, forstjóra ÍSAL, staðfesti það mat hans að skammtímasjónarmið ráði varðandi fyrirhugaða stækkun álversins. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Lottóröðin hækkar í 50 kr

EIN RÖÐ í lottóinu hækkaði um síðustu helgi úr 40 krónum í 50 krónur. Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, sagði að með hækkuninni héldi lottómiðinn í við verðlagsþróunina, en lóttóið hefur ekki hækkað í rúm fjögur ár. Vilhjálmur sagði að þegar lóttóið fór af stað haustið 1986 hefði ein röð kostað 25 krónur en það jafngilti 58 krónum í dag. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

MATTHÍAS JÓHANNSSON

MATTHÍAS Jóhannsson, kaupmaður Siglufirði, lést í gær í Sjúkrahúsi Siglufjarðar, 72 ára. Matthías fæddist 23. júlí 1923 að Strönd á Seyðisfirði, sonur Jóhanns Sigurjónssonar vélstjóra og eiginkonu hans, Kristjönu Halldórsdóttur. Matthías fór ungur til sjós frá Siglufirði og var sjómaður um árabil en söðlaði um og gerðist kaupmaður 1970. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 127 orð

Með þyrlunni til starfa

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti í gær hásetann Óskar Skúlason um borð í togarann Orra frá Ísafirði. Óskar á að leysa af hólmi Baldur Sigbjörnsson háseta á Óðni, sem slasaðist þegar Sindri VE var tekinn í tog í Smugunni. Orri var rétt austur af Kolbeinsey á leið í Smuguna þegar hann tók á móti Óskari. Meira
9. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Messur

AKUREYRARPRESTAKALL: Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag kl. 11.00. Bára Friðriksdóttir guðfræðikandídat prédikar. GLERÁRKIRKJA: Messa næstkomandi sunnudag, 10. september kl. 11.00. Athugið breyttan messutíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldusamkoma á morgun, sunnudaginn 10.septembr kl. 13.30. Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Miðbakkinn um helgina

ÝMISLEGT verður um að vera á Miðbakkanum í Reykjavíkurhöfn um helgina utan hinna föstu liða sem þar eru á Hvalnum, útivistarsvæði Miðbakkans, daglega, þ.e. árabáturinn, eimreiðin og leiktækin til afnota, botndýra- og þörungagróður hafnarinnar til skoðunar í sérhönnuðum kerjum með svipuðum lífsskilyrðum og eru í höfninni. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 164 orð

Námskeið fyrir nýbúa

UPPLÝSINGA- og menningarmiðstöð fyrir nýbúa stendur fyrir 6 vikna námskeiði fyrir nýbúa frá 25. september til 3. nóvember nk. Kennt verður alla virka daga frá kl. 9 til 12. Námskeiðið verður haldið í húsnæði miðstöðvarinnar að Faxafeni 12 og eru atvinnulausir nýbúar sérstaklega hvattir til að skrá sig. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Ný sjónvarpsstöð leitar að nafni

ÍSLENSKA sjónvarpið hf. leitar að nafni á nýja sjónvarpsstöð sem hefur útsendingar fljótlega. Efnt er til samkeppni um besta nafnið og er öllum heimil þátttaka, nema starfsmönnum Íslenska sjónvarpsins hf. og fjölskyldum þeirra. Tillögu, eina eða fleiri, skal senda í umslagi merktu "Besta nafnið", Íslenska sjónvarpið hf., Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Nýtt gólf í Jökulsárbrú

FRAMKVÆMDUM Vegagerðarinnar á brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi lauk í gær. Lagt var nýtt trégólf í brúna og var myndin tekin þegar starfsmenn Vegagerðarinnar lögðu lokahönd á verkið. Slys hafa orðið á brúnni vegna hálku en auk þess að skipta um trégólf voru settar vírmottur til að fyrirbyggja að hálka myndist. Brúin hefur verið opin fyrir umferð þrátt fyrir framkvæmdirnar. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Opið hús hjá Gæslunni

LANDHELGISGÆSLA Íslands hefur opið hús milli kl. 13 og 17 í dag, laugardaginn 9. september nk. Varðskip og tæki um borð verða til sýnis við varðskipabryggjuna Ingólfsgarði. Hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli við Nauthólsvík verða til sýnis flugvélar Gæslunnar ásamt björgunartækjum með meiru. Meira
9. september 1995 | Erlendar fréttir | 284 orð

Packwood segir af sér þingmennsku

BOB Packwood, bandarískur öldungadeildarþingmaður frá Oregon, sagði af sér á fimmtudagskvöld og kemur því ekki til þess að þingdeildin greiði atkvæði um að reka hann af þingi. Packwood hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og spillingu; siðanefnd þingdeildarinnar samþykkti á miðvikudag að mæla með brottrekstri. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 231 orð

Ráðherra segist ekki munu hvika

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segist ekki munu hvika frá þeirri ákvörðun að fresta framkvæmdum við hjúkrunarheimili á Fáskrúðsfirði. "Ég hef ekki það svigrúm hér í ráðuneytinu að ég geti seitt framkvæmdir í útboð sem ég sé ekki hvernig á að fjármagna, þó svo að menn hafi skrifað undir eitthvað," sagði Ingibjörg. Ný forgangsröðun Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Renault sýning hjá B&L

SÝNING verður á 1996 árgerðum af Renault hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum um helgina. Litlar breytingar hafa orðið á bílunum milli árgerða en 19-bíllinn er nú með innbyggð barnasæti sem staðalbúnað. Clio hækkar um 40 þúsund kr. í verði en Twingo stendur í stað. Einnig verður sýnd Laguna á sýningu B&L, sem verður í dag frá kl. 10-17 og 13-17 á sunnudag. Meira
9. september 1995 | Erlendar fréttir | 444 orð

Segir stækkun NATO geta kveikt ófrið í Evrópu

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, herti í gær á gagnrýni sinni á loftárásir NATO-flugvéla á stöðvar Serba í Bosníu og sagði jafnframt, að áætlanir bandalagsins um útþenslu í austur myndu "kynda ófriðareld" um alla Evrópu. Krafðist talsmaður hans þess, að hernaðurinn gegn Serbum yrði stöðvaður þegar í stað þar sem ekki væri víst, að þeir hefðu borið ábyrgð á árásunum á Sarajevo í síðustu viku. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð

Sinfónían í Kringlunni

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands skemmtir viðskiptavinum Kringlunnar með tónleikum í dag, laugardag kl. 11.30­12.30 á annarri hæð. Hljómsveitin er nú að hefja nýtt starfsár og verður dagskrá vetrarins kynnt. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 801 orð

Stefnumótun og samræming félagsmála Reykjavíkur

Jón Björnsson framkvæmdastjóri félags- og fræðslusviðs Akureyrarbæjar hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Reykjavíkurborg þar sem hann verður framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála. Jón gerir ráð fyrir að taka við hinu nýja starfi seint í haust. Hvers vegna var stofnað til þessarar nýju stöðu? Meira
9. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Stór verkefni í október

ALLt stefnir í að flotkví Akureyrarhafnar sem tekin verður í notkun í næstu viku verði í mikilli notkun strax í næsta mánuði, en búið er að bóka nokkur stór verkefni í kvínni í október að sögn Inga Björnssonar framkvæmdastjóra Slippstöðvarinnar-Odda sem leigir flotkvínna af Akureyrarhöfn. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 475 orð

Stækkun NATO má ekki veikja stöðu Íslands

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra lýsti yfir því í gær að Íslendingar ættu að fylgjast grannt með öllum hreyfingum í átt til stækkunar Atlantshafsbandalagsins (NATO) og tryggja það að tekið verði tillit til afstöðu Íslendinga þegar á þyrfti að halda. Meira
9. september 1995 | Landsbyggðin | 1405 orð

Ungir vísindamenn frá Eyjum taka þátt í Evrópukeppni

Vestmannaeyjum-Nemendur úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum sem hlutu 1. verðlaun í Hugvísiskeppni íslenskra framhaldsskólanema í vor eru héldu til Newcastle í gær, þar sem þeir taka þátt í vísindakeppni evrópskra ungmenna fyrir Íslands hönd. Undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið í allt sumar en keppnin stendur 11. til 13. september nk. Meira
9. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Uppboð í Sjallanum

GALLERÍ Borg og Listhúsið Þing halda uppboð í Sjallanum mánudaginn 11. september kl. 20.30. Boðin verða upp málverk og handunnin persnesk teppi. Verkin verða sýnd laugardaginn 9. september kl. 14­18, sunnudaginn 10. september kl. 14­22 og mánudaginn 11. september kl. 12­16. Meira
9. september 1995 | Smáfréttir | 64 orð

VETRARSTARF Kvennakirkjunnar er nú að hefjast og verður septembermess

VETRARSTARF Kvennakirkjunnar er nú að hefjast og verður septembermessa haldin í Neskirkju sunnudaginn 10. september kl. 20.30. Umræðuefni messunnar verður haustið, eftirvæntingin sem því fylgir, ný fyrirheit, blíða þess og töfrar. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Marta H. Richter og Rannveig Jónsdóttir tala. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 209 orð

Vill hrekja tal um óábyrgar veiðar

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA óskaði eftir því við forstjóra Landhelgisgæslunnar í gær að áhöfn varðskipsins Óðins geri reglulegar athuganir í Smugunni, sem lytu að veiðarfærum íslenskra skipa, stærðardreifingu fisks og eins hvort einhver brögð séu að frákasti afla. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 375 orð

Yfirtaka ábyrgða kostar bæjarsjóð 35 milljónir kr.

MAGNÚS Jón Árnason fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Magnús Gunnarsson fyrrverandi forseti bæjarráðs telja ljóst að bæjarsjóður muni tapa verulegum fjárhæðum vegna ábyrgða og annarrar fyrirgreiðslu til Miðbæjar Hafnarfjarðar hf., eftir ítarlega athugun á þeim gögnum sem liggja fyrir um málefni fyrirtækisins. Meira
9. september 1995 | Innlendar fréttir | 1049 orð

Þingfararkaupið hækkar um 17 þús.

KJARADÓMUR hefur fellt úrskurð um launakjör æðstu stjórnenda ríkisins, sem hefur það meðal annars í för með sér að þingfararkaup alþingismanna hækkar um 17 þúsund krónur úr tæpum 178 þúsund krónum í 195 þúsund krónur eða um tæp 10%. Launahækkun dómenda er svipuð, en laun forseta Íslands og ráðherra hækka um nálægt 20% samkvæmt úrskurði dómsins. Meira
9. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Þórarinn formaður

ÞÓRARINN E. Sveinsson hefur verið skipaður formaður stjórnar nýskipaðrar Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands á Akureyri. Hann er tilnefndur af Akureyrarbæ. Aðrir í stjórninni sem skipuð er til fjögurra ára eru Tómas Ingi Olrich, skipaður án tilnefningar, varaformaður, Benedikt Geirsson, tilnefndur af Íþróttasambandi Íslands, Steingrímur Birgisson, Meira

Ritstjórnargreinar

9. september 1995 | Leiðarar | 654 orð

EINKAVÆÐING RÍKISBANKA

leiðari EINKAVÆÐING RÍKISBANKA NEMMA á liðnu kjörtímabili var rætt um hugsanlega sölu Búnaðarbankans til einkaaðila. Horfið var frá þeim áformum þar eð aðstæður allar voru mjög óhagstæðar. Í fyrsta lagi var bankakerfið að sigla inn í mjög erfitt tímabil vegna afskrifta tapaðra útlána. Meira
9. september 1995 | Staksteinar | 321 orð

»Tífaldar þjóðartekjur 1995 töpuðust! AUÐLINDIR sjávar eru full- eða of

AUÐLINDIR sjávar eru full- eða ofnýttar. Það er ekki markaður fyrir meiri búvöruframleiðslu. Þriðju auðlindina, orkuauðlindina, má nýta í mun ríkara mæli til verðmætasköpunar og bættra lífskjara. Dr. Ágúst Valfells víkur að þessu efni í nýlegri Vísbendingu og segir að 20 ára dráttur á að koma orkulindum okkar í verð "muni endanlega kosta okkur um tífaldar þjóðartekjur ársins 1995.". Meira

Menning

9. september 1995 | Fólk í fréttum | 533 orð

Bragðgóð uppsuða

Tónlist og texti: Richard O'Brien. Þýðing: Veturliði Guðnason. Útsetningar, stjórn upptöku, hljóðstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Bassi: Eiður Arnarson. Hljómborð: Eyþór Gunnarsson. Trommur: Ólafur Hólm. Saxófónn: Óskar Guðjónsson. Stafræn hljóðsörpun: Máni Svavarsson. Gítar: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Gítar í "Laugardagskvöld": Sigurjón Kjartansson. Meira
9. september 1995 | Fólk í fréttum | 162 orð

Laugarásbíó frumsýnir Víkingasögu

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Víkingasögu eða "The Viking Sagas". Með aðalhlutverk fara Ralph Möller, fyrrum herra Alheimur, Sven-Ole Thorsen og Ingibjörg Stefánsdóttir. Með önnur hlutverk fara Rúrik Haraldsson, Hinrik Ólafsson, Egill Ólafsson, Magnús Ólafsson o.fl. Meira
9. september 1995 | Fólk í fréttum | 227 orð

Leikkona af bestu gerð

MIRANDA Richardson leikur eitt aðalhlutverka myndarinnar Tom og Liv sem Háskólabíó sýnir um þessar mundir. Hún er sprenglærð sem leikkona. Hún fæddist í Lancashire í Englandi og lagði stund á leiklist í Bristol Old Vic Theatre-skólanum. Meira
9. september 1995 | Fólk í fréttum | 321 orð

MTV verðlaunin afhent

STÚLKNATRÍÓIÐ TLC var sigurvegari MTV-verðlaunahátíðarinnar, sem haldin var á fimmtudaginn. Stúlkurnar unnu til fernra verðlauna fyrir lag sitt, "Waterfalls" sem hefur verið ofarlega á vinsældalistum víða um heim. Michael Jackson hóf hátíðina með löngu atriði þar sem hann söng öll vinsælustu lög ferils síns og dansaði eins og honum einum er lagið. Meira
9. september 1995 | Fólk í fréttum | 37 orð

Steiger hress að venju

ROD gamli Steiger samfagnaði vini sínum, hinum þekkta höfundi vísindaskáldsagna, Ray Bradbury, á 75 ára afmæli þess síðarnefnda. Rod, sem varð sjötugur í apríl, var einn margra gesta í afmælisveislunni í Santa Monica. Meira

Umræðan

9. september 1995 | Aðsent efni | 921 orð

Búddhisminn og andstaða íslensku þjóðkirkjunnar

ÞAÐ virðist vera sem að ýmsir kirkjunar menn, eins og t.d. dr. Einar Sigurbjörsson, vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að níða niður önnur trúarbrögð en kristna trú, eins og dr. Meira
9. september 1995 | Velvakandi | 565 orð

En hvað um málefnin?

Mikið hefur verið rætt upp á síðkastið um að sameina beri svokallaða vinstri flokka á Íslandi, og þá aðallega Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið. Markmiðið með þessu virðist vera að búa til stóran "vinstri flokk" sem gæti sigrað í Alþingiskosningum "eins og R-listinn gerði í borginni". Meira
9. september 1995 | Velvakandi | 377 orð

Erlent súkkulaði KONA í Reykjavík hringdi og vildi lýsa yfir undrun

KONA í Reykjavík hringdi og vildi lýsa yfir undrun sinni yfir fréttum frá fundi Framsóknarflokksins sl. miðvikudagskvöld. Þar var mikið sýnt frá því er fólk var með erlendan súkkulaðipakka í hendinni og kom mynd af honum í nærmynd a.m.k. tvisvar sinnum. Meira
9. september 1995 | Aðsent efni | 1330 orð

Fætur fólksins

ÞVÍ ER haldið fram, að helgasti réttur þegna í lýðræðisríki sé að fá að greiða atkvæði í kosningum. Það virðist þó vera lengi hægt að fá fólk til þess að sætta sig við mismunasndi aðferðir við atkvæðagreiðsluna og þá við mismunandi gerðir lýðræðis, bara ef það fær að mæta á kjörstað og kjósa. Meira
9. september 1995 | Aðsent efni | 816 orð

Hittu mig í Heiðmörk, Guðrún

GUÐRÚN Hallgrímsdóttir bauð mér með grein hér í blaðinu hinn 18. ágúst sl. að krjúpa með sér á Kili. Grein Guðrúnar, sem er andsvar við grein minni sem birtist hér í blaðinu hinn 9. ágúst sl., sá ég er ég var á leið í Hallormsstaðarskóg mér til innblásturs og hvíldar. Ég þakka þann heiður sem mér er sýndur en myndi þó heldur leggja til stefnumót í góðum trjálundi, t.d. Meira
9. september 1995 | Velvakandi | 407 orð

ÍKVERJI hefur á undanförnum misserum reglulega verið í s

ÍKVERJI hefur á undanförnum misserum reglulega verið í samskiptum við Norðmenn og hefur þá fiskveiðideila Íslands og Noregs í Barentshafi nær undantekningarlaust borist í tal. Undantekningarlaust hefur komið í ljós að hinir norsku viðmælendur hafa nokkurn skilning á sjónarmiðum Íslendinga og að þeir telja leiðinlegt að til deilunnar hafi komið. Meira
9. september 1995 | Velvakandi | 195 orð

Ljósmyndasöfnun

HAFIN er söfnun ljósmynda, sem sýna sögu byggðar og mannlífs í Garðabæ og Garðahreppi, eins og byggðin hét áður. Hugmyndin er að ná saman sögu byggðarinnar svo langt aftur sem kostur er og til nútíðar. Fengur er að filmum ef til eru, þar sem þær gefa meiri myndgæði. Meira
9. september 1995 | Aðsent efni | 989 orð

Það er ekki gaman að vera svona

EINHVERJU sinni var ég að hjálpa vini mínum fyrir norðan við að hirða hross. Hann er kominn yfir miðjan aldur, stirður og slitinn og átti erfitt með hreyfingar. Hvort sem það var því að kenna eða ekki bakkaði hann pallbíl á hesthússtafn í stað þesss að hitta inn um dyrnar. Meira
9. september 1995 | Aðsent efni | 513 orð

Það segir sig sjálft

ÉG TRÚI síðustu dagar hafi verið undarlegir þeim mönnum er héldu að ályktanir pólitískra ungmennafélaga væru minnst lesinn litteratúr á Íslandi. Alltjent hafa niðurstöður nýhaldins þings Sambands ungra sjálfstæðismanna sætt meiri opinberri umræðu en títt er um slík plögg. Meira

Minningargreinar

9. september 1995 | Minningargreinar | 221 orð

GUÐRÍÐUR S. MAGNÚSDÓTTIR

GUÐRÍÐUR S. MAGNÚSDÓTTIR Guðríður Steinþóra Magnúsdóttir, Heimavöllum 5, Keflavík, var fædd í Vestmannaeyjum, 11. júlí 1937. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja, Keflavík, laugardaginn 2. september sl. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson, f. 19. ágúst 1875, d. 28. febrúar 1939, og Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 14. ágúst 1899, d. 4. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 365 orð

Guðríður Steinþóra Magnúsdóttir

Hún Gurrý tengdamóðir mín er látin, þessi glaðlynda og kjarkaða kona varð að láta undan, langt um aldur fram. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja, laugardaginn 2. september, á 59. aldursári, eftir erfiða baráttu. Fyrstu kynni mín af Gurrý voru þegar ég kynntist eiginkonu minni og dóttur hennar, fyrir rúmum 20 árum. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 76 orð

Guðríður Steinþóra Magnúsdóttir

Snert hörpu mín himinborna dís, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið englar Guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 448 orð

Guðríður Steinþóra Magnúsdóttir

Okkur hjónin langar til að minnast góðrar vinkonu sem lést 2. september eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Margs er að minnast enda nær vinskapur okkar og fjölskyldutengsl yfir tugi ára. Við systkinin, Helgi og Fanney, fórum bæði ung að aldri að vinna í Vestmannaeyjum og lá það fyrir okkur báðum að finna ævifélaga okkar þar. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 984 orð

Guðrún Guðmundsdóttir

Þó skírnarnafn hennar væri Guðrún var hún af þeim sem nákomnastir voru henni aldrei kölluð annað en Gunna. Hún ólst upp við sjávarsíðuna og tók snemma þátt í þeim störfum sem til féllu þar. Þegar hún var unglingur var hún ráðin á nágrannabæ þar í sveitinni til að hjálpa til á heimilinu. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 91 orð

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Guðrún Guðmundsdóttir fæddist á Kaldrananesi 7. september 1902. Hún lést á Elliheimilinu Grund 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Jóhannsdóttir, f. 11. júní 1875, og Guðmundur Torfason, lengst af búandi á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi. Guðrún var elst sex systkina, sem öll eru látin. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 204 orð

Jóhann Vilmundarson

Mér finnast þessi orð passa vel, þegar ég hugsa til kveðjustundar sem ég átti með föðurbróður mínum, Jóhanni Vilmundarsyni, sunnudaginn 3. september. Var ég alveg viss um að það væri okkar síðasta kveðjustund í þessu lífi. Með þessum fátæklegu orðum langar mig örlítið að minnast Jóa. Ungur misti Jói föður sinn og ólst upp í Hlíð í Vestmannaeyjum. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 167 orð

JÓHANN VILMUNDARSON

JÓHANN VILMUNDARSON Jóhann Vilmundarson fæddist í Vestmannaeyjum 24. janúar 1921. Hann lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilmundur Friðriksson, sem fæddur var 19. september 1883, dáinn 20. maí 1923, og Þuríður Pálína Pálsdóttir, sem fæddist 23. júlí 1890, lést 17. nóvember 1945. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 217 orð

Karl Þorláksson

Mig langar í nokkrum orðum að minnast Karls Þorlákssonar bónda á Hrauni í Ölfusi, sem lést 1. september síðastliðinn. Kalli, eins og hann var venjulega kallaður, greindist með krabbamein síðastliðið sumar. Líkamleg heilsa hans var því misgóð síðasta árið, andlegt atgervi hans var hins vegar með ólíkindum gott. En gott skap og létt lund hafði alltaf verið aðalsmerki hans. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 571 orð

Karl Þorláksson

Karl Þorláksson kvaddi þennan heim 1. september síðastliðinn. Kallið kom ekki á óvart, en Karl hafði barist við illvígan sjúkdóm í meira en eitt ár. Hann barðist hetjulega, eins og hans var von og vísa, en hann vissi að rimman við manninn með ljáinn yrði erfið og varð að lokum að lúta í lægra haldi. Karl fæddist að Hrauni í Ölfusi hinn 20. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 430 orð

Karl Þorláksson

Kvadur er í dag vinur kær og frændi, hann Kalli á Hrauni. Enda þótt þungbær veikindi síðustu mánuða settu mark sitt á dagfar hans verður hann ávallt í hugskoti mínu þessi góði frændi, glettinn og knár, sem öðrum fremur umvafði ástríki og alúð ódæla þriggja ára stelpuhnyðru, sem í skjóli móður sinnar kom til ársdvalar á heimili ömmu á Hrauni í stríðsbyrjun. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 251 orð

Karl Þorláksson

Nú hefur hann Kalli frændi kvatt þennan heim og er sárt að sjá á eftir svo hressum karli sem hann var. Ég man eiginlega fyrst eftir honum sex til sjö ára en þá kenndi hann mér að mjólka hana Dropu gömlu sem hafði svo litla spena. Þetta gekk svo vel að ég mjólkaði upp frá því og hélt að ég myndi aldrei sleppa framar við mjaltir. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 410 orð

Karl Þorláksson

Afi minn, Karl Þorláksson bóndi á Hrauni, er látinn. Hann mun ávallt eiga stóran hlut í hjarta mínu. Það voru forréttindi að fá að alast upp hjá honum og ömmu minni á Hrauni. Afi hafði einstaklega góða nærveru og það fylgdi honum jafnan mikil yfirvegun og festa, og alltaf leið mér vel í návist hans. Þegar ég ólst upp á Hrauni tengdist ég afa mínum órjúfanlegum böndum. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 225 orð

Lára Jónasdóttir

Okkur langar að minnast nokkurra af góðu stundunum með henni ömmu. Á jólunum 1968 komum við suður og héldum jólin með ömmu á Ægisgötu 26 í kjallaraíbúðinni og það var veisla upp á hvern dag, þá var líf og fjör. Oft komum við til hennar í Ljósheima 20 og þá bauð hún okkur í mat og kaffi. Ekki var stór íbúðin, en alltaf nóg pláss fyrir alla. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 111 orð

LÁRA JÓNASDÓTTIR

LÁRA JÓNASDÓTTIR Lára Jónasdóttir var fædd á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal 14. febrúar 1904. Hún lést í Borgarspítalanum 1. september síðastliðinn. Foreldrar Láru voru Friðrik Jónas Eiríksson, f. 16.5. 1873, d. 17.4. 1952, og kona hans Kristín Guðmundsdóttir, f. 8.3. 1877, d. 2.2. 1952. Systkini Láru voru sjö. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 264 orð

Páll Torfason

Það var svo sárt að fá þá fregn að afi væri dáinn. Afi sem var alltaf svo hlýr og góður. Hann tók alltaf vel á móti mér þegar ég kom í sveitina og hann var alltaf til í að skreppa með mér á hestbak. Í sumar þurfti afi að leita sér lækninga í Reykjavík og þá dvaldi hann hjá okkur í nokkra daga. Það var bæði gott og gaman að hafa hann. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 158 orð

Páll Torfason

Sárasta reynslan, sem ég hef orðið fyrir, er að heyra andlátsfregn föður míns. Það var svo margt sem ég átti eftir að segja við hann, ég hélt bara að ég fengi að hafa hann hér miklu lengur. Við vitum að sorgin knýr dyra, fyrr eða síðar, hjá flestum. Maður telur sig vera undir það búinn að nokkru leyti en samt verður maður eitthvað svo vanmáttugur þegar stundin rennur upp. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 576 orð

Páll Torfason

Sú sorgarfregn barst mér að kvöldi laugardagsins 2. september að hann Palli frændi væri dáinn. Hann hafði orðið bráðkvaddur þar sem hann var að sækja kýrnar sem höfðu strokið úr haganum og farið inn að Hjarðarbólsá. Það var dágóður spölur að ganga en þrátt fyrir að Palli væri orðinn heilsutæpur og mæddist fljótt vílaði hann ekki fyrir sér að ganga eftir kúnum. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 277 orð

PÁLL TORFASON

PÁLL TORFASON Páll Torfason var fæddur á Garðsenda í Eyrarsveit 27. september 1928. Hann varð bráðkvaddur í heimasveit sinni 2. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Torfi Jörgen Hjaltalín, f. 22. júlí 1895, d. 30. maí 1953, og Ingibjörg Kristín Finnsdóttir, f. 30. júní 1893, d. 21. febrúar 1974. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 265 orð

Sigurlaug Kristjánsdóttir

Það mun hafa verið árið 1960 að ég kom fyrst á Langholtsveg 1. Til dyra kom rúmlega miðaldra kona með glaðan góðlegan svip. Yfir öxl hennar gæðist yngsta dóttir hennar og sagði "þetta er til mín mamma". Konan brosti við, blikkaði auga og hélt til verka sinna. Þannig bar fundum okkar fyrst saman. Ég kom oft á Langholtsveginn eftir þetta og var ætíð vel tekið, ekki síst hin síðari ár. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 215 orð

Sigurlaug Kristjánsdóttir

Sigurlaug tengdamóðir mín var af hinni kunnu og kraftmiklu Nikulásar Buckætt, en um hana segir í Ættum Þingeyinga: "Meðal niðja hans hafa viðhaldist ýmis sterk ættareinkenni, svo sem frábær orka, þrek og hagleikur ... margir þessara ættmenna hafa náð háum aldri." Þesi lýsing finnst mér hafa átt einkar vel við Sigurlaugu. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 697 orð

Sigurlaug Kristjánsdóttir

Mig langar að minnast ömmu minnar Sigurlaugar Kristjánsdóttur sem lést á Droplaugarstöðum 21. ágúst sl. 96 ára að aldri. Amma var komin vel yfir sextugt þegar ég kynntist henni og var í mínum huga lengst af aldurslaus, þ.e.a.s hún leit alltaf eins út. Amma var falleg kona. Hár hennar var liðað og fallega grátt og húð hennar hvít og silkimjúk. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 328 orð

SIGURLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR

SIGURLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR Sigurlaug Kristjánsdóttir var fædd á Björgum í Suður-Þingeyjarsýslu 18. febrúar árið 1899. Hún lést 21. ágúst síðastliðinn á Droplaugarstöðum. Foreldrar Sigurlaugar voru hjónin Sigurbjörg Sigurbjarnardóttir, fædd á Akureyri 27. apríl 1872, dáin 31. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 184 orð

Þóra Aldís Hjelm

Dauðinn spyr ekki um heiti né heimilisfang og heldur ekki um kennitöluna nýju. Sumum þeim sem orðið er þungt um gang þykir hann sýna mikla nærgætni og hlýju. En líka í andrá snöggri svo óvænt fer að ungum lífsblómum, hvergi tjáir að mögla. Því hulin er dulargátan sem hann oss ber og heggur svo grimmt og títt að oss setur þögla. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 73 orð

Þóra Aldís Hjelm Nú er elsku amma mín farin til Guðs. Hún amma, sem hugsaði svo mikið um mig eftir að ég flutti til Keflavíkur

Nú er elsku amma mín farin til Guðs. Hún amma, sem hugsaði svo mikið um mig eftir að ég flutti til Keflavíkur fyrir fjórum árum. Elsku amma mín, ég veit að þú vakir nú yfir mér og ég veit líka að við hittumst aftur um síðir. Ég á alla ævi eftir að njóta þess alls sem þú gerðir fyrir mig, það vitum við tvö allra best. Guð geymi þig. Þinn, Erlingur. Meira
9. september 1995 | Minningargreinar | 539 orð

Þóra Aldís Hjem

Þann 1.9. lést móðir mín eftir mikil og erfið veikindi. Það eru liðin 14 ár síðan hún greindist fyrst með alvarlegan sjúkdóm. Á þessum 14 árum hefur gengið á ýmsu hjá mömmu. Hún hefur sýnt alveg ótrúlegt baráttuþrek og viljastyrk. Hún ætlaði sér aldrei að gefast upp og stóð svo sannarlega við það. En hún mamma stóð aldrei ein í þessari baráttu. Meira

Viðskipti

9. september 1995 | Viðskiptafréttir | 225 orð

Bjórsalan eykst um 13%

SALA á bjór fyrstu 8 mánuði þessa árs hefur aukist um rúmlega 600 þúsund lítra eða tæp 13% ef miðað er við sama tíma í fyrra. Aukningin er mest í sölu á dósabjór en einnig hefur sala til vínveitingahúsa aukist nokkuð. Meira
9. september 1995 | Viðskiptafréttir | 310 orð

FFÍ semur við Kaupþing

FLUGFREYJUFÉLAG Íslands hefur valið séreignarlífeyrissjóðinn Einingu til að ávaxta greiðslur, sem félagið samdi um í kjarasamningum við Flugleiðir hf. í vor. Greiðslur Flugleiða í sjóðinn nema 1-5% af launum flugfreyja 30 ára og eldri. Meira
9. september 1995 | Viðskiptafréttir | 264 orð

Fiskveiðasjóður lækkar vexti

FISKVEIÐASJÓÐUR Íslands lækkaði um síðustu mánaðamót vexti af útlánum sem miðast við reikningseiningu sjóðsins um 1 prósentustig eða úr 7,5% í 6,5%. Lækkunin nær til útlána að fjárhæð um 20 milljarðar króna og felur því í sér um 200 milljóna króna lækkun á vaxtakostnaði fyrir lántakendur miðað við heilt ár. Meira
9. september 1995 | Viðskiptafréttir | 263 orð

Flugleiðir fljúga í nafni beggja

FLUGLEIÐIR og SAS hafa gengið frá samningum þess efnis að Flugleiðir fljúgi í nafni beggja félaganna á milli Íslands og Skandinavíu frá og með 11. september næstkomandi. Þá verða flugferðir SAS milli Íslands og Kaupmannahafnar næsta sumar sömuleiðis farnar í nafni beggja. Meira
9. september 1995 | Viðskiptafréttir | 182 orð

Hugar að byggingu vöruafgreiðslu

FLUGFLUTNINGAR hf., umboðsaðili vöruflutningafélagsins Cargolux á Íslandi, kannar nú hagkvæmni þess að reisa hús á Keflavíkurflugvelli undir vöruafgreiðslu félagsins. Ákvörðun um hvort ráðist verður í bygginguna verður væntanlega tekin á næstu mánuðum. Meira
9. september 1995 | Viðskiptafréttir | 161 orð

Stofna markaðsskrifstofu í Boston

FIMM íslensk tölvufyrirtæki opnuðu nýlega sameiginlega markaðs- og þjónustuskrifstofu í Boston í Massachusetts. Markmið hennar er útflutningur á íslenskum tölvuhugbúnaði og -þekkingu auk þjónustu við íslensk fyrirtæki. Meira

Daglegt líf

9. september 1995 | Afmælisgreinar | 652 orð

HALLDÓR E. SIGURÐSSON

Halldór E. Sigurðsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er áttræður í dag. Hann fæddist að Haukabrekku í Fróðárhreppi 9. september árið 1915. Foreldrar hans voru Sigurður Eggertsson, skipstjóri og bóndi að Suður-Bár í Eyrarsveit og Ingibjörg Pétursdóttir, fædd að Dalli á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi. Í báðar ættir er hann kominn af dugnaðar- og manndómsfólki. Meira
9. september 1995 | Neytendur | 209 orð

Námstækni ekki háð gáfnafari

"ÁRANGURSRÍKAR aðferðir við nám, góðar námsvenjur og réttu tökin við að glíma við próf eru áunnir hæfileikar sem hægt er að læra á sama hátt og þú lærir að synda eða aka bifreið. Aðferðirnar eru ekki háðar gáfnafari en á sama hátt og sagan af skjaldbökunni og héranum, geta þær auðveldað þeim sem kunna þær að ná betri árangri en fólk sem treystir einungis á meðfædda hæfileika," segir m.a. Meira
9. september 1995 | Neytendur | 207 orð

Samkeppni í dúklagningu

FRAMLEIÐENDUR linoleum- gólfdúka Forbo Internationalstanda fyrir heimsmeistarakeppni í linoleum-dúklagningu 20. október nk. í Hollandi. Magnús Kjaran hf., sem er söluaðili fyrirtækisins, bauð félögum í Félagi veggfóðrarameistara og Sveinafélagi veggfóðrara að taka þátt í forkeppni og verður sigurvegarinn krýndur Íslandsmeistari kl. 15 laugardaginn 9. september. Meira
9. september 1995 | Neytendur | 1159 orð

Sultur og hlaup úr ávöxtum og alls konar berjum

MARGIR njóta þess að búa til eigin sultur, hlaup og marmelaði. Ekki síst þeir sem rækta sjálfir rabarbara, ribsber og jafnvel jarðarber, eða eru duglegir að tína bláber síðsumars. Nú til dags býður fjölbreytt úrval í verslunum líka upp á möguleika á sultugerð og hlaupframleiðslu úr ávöxtum og berjum. Úrvalið er nægilegt, epli, ferskjur, plómur, hindber og sólber. Meira

Fastir þættir

9. september 1995 | Fastir þættir | 69 orð

57 ÁRA húsmóðir frá Hvammstanga óskar eftir pennavinum. Áhugamál: sund, hestar

57 ÁRA húsmóðir frá Hvammstanga óskar eftir pennavinum. Áhugamál: sund, hestar, skíði og handbolti: Guðrún Helga Sigurðardóttir, Hlíðarvegi 17, 530 Hvammstanga. 15 ÁRA sænsk stúlka með áhuga á tónlist og bréfaskiptum og fl. Meira
9. september 1995 | Dagbók | 2656 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 8.-14. september að báðum dögum meðtöldum, er í Hraunbergs Apóteki, Hraunbergi 4. Auk þess er Ingólfs Apótek, Kringlunni 8-12, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
9. september 1995 | Dagbók | 80 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardagin

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 9. september, er áttræðurHalldór E. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, Espigerði 4, Reykjavík.Eiginkona hans er Margrét Gísladóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 9. Meira
9. september 1995 | Fastir þættir | 93 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Fél. eld

SPILAÐUR var tvímenningur föstud. 1.9. 12 pör mættu og urðu úrslit þessi: Baldur Ásgeirsson ­ Magnús Halldórsson223Júlíus Ingibergsson ­ Jósef Sigurðsson186Garðar Sigurðsson ­ Sigurður Karlsson179 Meðalskor 165. Spilaður var tvímenningur þriðjud. 5.9. Meira
9. september 1995 | Fastir þættir | 106 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Silfurstig

SPILARAR eru minntir á silfurstigamótið, sem spilað verður laugardaginn 9. september í Drangey v/Stakkahlíð 17 og hefst kl. 12 á hádegi. Spiluð verða u.þ.b. 50 spil og lýkur því spilamennsku fyrir kl. 19. Keppnisgjald er aðeins 1.500 kr. á spilara og er innifalið í því frítt kaffi allan daginn. Góð verðlaun til sigurvegara. Meira
9. september 1995 | Fastir þættir | 157 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids

Sunnudaginn 3. september mættu 10 pör í sumarbrids. Úrslit urðu þannig: Jón St. Ingólfsson ­ Magnús E. Magnússon153 Halldór Þorvaldsson ­ Sveinn R. Þorvaldsson133 Björgvin M. Kristinsson ­ Ingi Agnarsson117 Meðalskor var 108, þannig að skor Jóns Steinars og Magnúsar er 70,8%. Mánudaginn 4. Meira
9. september 1995 | Fastir þættir | 627 orð

Guðspjall dagsins: Miskunnsami Samverjinn (Lúk.

Guðspjall dagsins: Miskunnsami Samverjinn (Lúk. 10.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Stefán Karlsson cand.theol. prédikar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Meira
9. september 1995 | Fastir þættir | 825 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 813. þáttur

813. þáttur Frá því er að segja, að í 808. þætti birtist bréf frá Sverri Páli Erlendssyni menntaskólakennara. Það gaf efni til andsvara, enda eru þau nú fram komin. Ég nota tækifærið til að minna á, að allt frá upphafi hefur þessum pistlum verið ætlað að vera vettvangur umræðu og skoðanaskipta, en ekki dómstóll. Að svo mæltu gef ég orðið Sigurði G. Meira
9. september 1995 | Fastir þættir | 932 orð

PCA-HM hefst á mánudaginn

2.­16. september 1995 FYRSTA skákin í einvígi þeirra Kasparovs og Anands um heimsmeistaratitil atvinnumannasamtakanna verður tefld í New York á mánudaginn, 11. september. Skákin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og eru 40 leikja tímamörkin klukkan 23. Úrslit fást í allra síðasta lagi kl. 2 eftir miðnætti. Meira
9. september 1995 | Dagbók | 286 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom Jöfur ÍS

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom Jöfur ÍStil löndunar og Dröfn kom úr leiðangri. Út fóru Dettifoss og Úranus. Í gær komu Kyndill, Stapafell sem fór samdægurs og spánski togarinn Puente Sabaris. Væntanleg voruStella Polux, Kyndillog Ásbjörn til löndunar. Meira
9. september 1995 | Dagbók | 251 orð

Veðurspár

VeðurspárÍSLENDINGAR hafa löngum spáð í veðrið og tengt veðrabrigði viðákveðna daga, svo ráða mætti hvort ákveðin tímabil yrðu köld eðahlý. Hvað vetrarveður varðar segir í Sögu Daganna: "Langflestirheimildamenn nefndu atferli dýra í því sambandi og einkum hegðunhagamúsa. Meira
9. september 1995 | Dagbók | 210 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Norður-Evrópu er 987 mb víðáttumikil lægð og frá henni lægðardrag í norðvestur yfir Skotland til Íslands, en 1.026 mb hæð yfir Norðaustur-Grænlandi. Spá: Fremur hæg norðaustanátt um allt land. Súld við suðurströndina, en rigning eða skúrir á Austurlandi og norðaustanlands. Meira

Íþróttir

9. september 1995 | Íþróttir | 135 orð

Afmælisleikur "keisara" Beckenbauers

MARGAR af helstu stjörnum knattspyrnunnar síðastliðna þrjá áratugi munu leika góðgerðarleik á Ólympíuleikvanginum í M¨unchen á morgun, í tilefni af fimmtugsafmæli Franz Beckenbauer, fyrrum landsliðsfyrirliða og landsliðsþjálfara Þjóðverja. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 556 orð

Baráttulausir Framarar og fall blasir við

ÍSLANDSMEISTARAR Skagamanna áttu ekki í nokkrum vandræðum gegn Fram á Laugardalsvelli í gær þó svo lokatölur leiksins hafi orðið 1:2. Skagamann léku margir hverjir á hálfum hraða enda mikilvægur Evrópuleikur framundan. Engu að síður réðu meistararnir því sem þeir vildu ráða og brenndu sig ekki á því sama og í bikarleiknum gegn Fram, að tapa. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 295 orð

DAVID MANN

DAVID MANN frá Bretlandivar í þriðja sæti eftir fyrsta dag. Hann sagði sérleiðina um Reykjanes hafa verið erfiða og hann væri að venjast leiðunum. Viðgerðarmenn hans höfðu eftir honum að honum fyndist hann keyra eins og gömul kona, það sem af væri. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 170 orð

Fram ­ ÍA1:2

Laugardalsvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu karla, 1. deild, 16. umferð, föstudaginn 8. september 1995. Aðstæður: Frábærar. Mark Fram: Josip Dulic (47.). Mörk ÍA: Ólafur Þórðarson (30.), Stefán Þórðarson (38.). Gult spjald: Framararnir Þorbjörn Atli Sveinsson (28. fyrir tuð), Gauti Laxdal (75. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 61 orð

Handknattleikur Reykjavíkurmótið: Valur ­ FH30:24 UMFA ­ ÍR37:25 KR ­ Haukar23:28 ÍH ­ Breiðabl.23:19 KA ­ BÍ38:24 HK ­ ÍBV25:28

Handknattleikur Reykjavíkurmótið: Valur ­ FH30:24 UMFA ­ ÍR37:25 KR ­ Haukar23:28 ÍH ­ Breiðabl.23:19 KA ­ BÍ38:24 HK ­ ÍBV25:28 Grótta ­ FH23:28 Fylkir ­ Haukar23:33 Fram ­ Selfoss21:22 Þýskaland Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 124 orð

Haraldur með 114 deildarleiki í röð

HARALDUR Ingólfsson lék ekki með Skagamönnum í gærkvöldi og þykir það tíðindum sæta. Hann hafði tekið þátt í 114 deildarleikjum samfleytt þar til í gær og að sögn Skagamanna hafði hann verið með í um 150 leikjum í röð, þegar öll mót eru talin með. Þess má geta að Birkir Kristinsson, markvörður Fram, er sá leikmaður í deildinni sem hefur verið með í flestum leikjum samfleytt. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 134 orð

KNATTSPYRNABræður dæmdu og sáu

BRÆÐURNIR Bjarni, Sigurjón og Eiríkur hafa lengi verið miklir áhugamenn um knattspyrnu og tekið virkan þátt í starfi Ungmennafélagsins Austra á Eskifirði. Bjarni var í mörg ár einn mesti markaskorari félagsins og á sínum tíma meðal þeirra markahæstu í 2. deildinni. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 144 orð

Kristín Rós setti tvö heimsmet

KRISTÍN Rós Hákonardóttir setti í gær heimsmet í 100 metra bringusundi í flokki hreyfihamlaðra (S7) á Evrópumótinu í Frakklandi. Kristín Rós synti á 1.40,70 mín. Hún setti einnig heimsmet á fimmtudaginn, þá í 100 m baksundi, synti á 1.28,64 mínútum og bætti sitt eigið met frá því í undanrásunum fyrr um daginn. Hún krækti sér einnig í verðlaun í 100 metra skriðsundi, varð önnur á 1. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 649 orð

Meistararnir féllu úr keppni

ÁSGEIR Sigurðsson og Bragi Guðmundsson á Metró hafa rúmlega tveggja mínútna forskot á Steingrím Ingason og Pál Kára Pálsson á Nissan eftir fyrsta dag alþjóðarallsins. Keppnin hófst við Perluna í gær, en lýkur kl. 15.15 á morgun á Austurvelli. Bretarnir, David Mann og Alan Cathers á Toyota, er í þriðja sæti, sex sekúndum á undan Baldri Jónssyni og Geir Óskari Hjartarsyni á Mazda. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 114 orð

Rondey kemur til Njarðvíkinga

RONDEY Robinson, sem leikið hefur með Njarðvíkingum undanfarin ár í úrvalsdeildinni í körfuknattleik kemur til landsins á morgun og mun leika með Íslandsmeisturunum á komandi leiktíð. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 306 orð

Seles mætir Graf

Bestu tenniskonur heims, Steffi Graf frá Þýskalandi og Júgóslavinn Monica Seles, mætast í úrslitaleik opna bandaríska meistaramótsins í tennis í dag. Undanúrslitaleikir í einliðaleik karla eru einnig á dagskrá í dag og úrslitaleikurinn á morgun. Steffi Graf sigraði Gabrielu Sabatini í undanúrslitum í gær, 6:4, 7:6 (7:5), í frábærum leik sem stóð í eina klukkustund og 38 mínútur. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 509 orð

Sigur Kiptanuis innan seilingar

Síðasta stigamót Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF) í ár verður í Monte Carlo í dag. Besti hindrunarhlaupari sögunnar, Kenýamaðurinn Moses Kiptanui, á góða möguleika á að sigra í stigakeppninni í karlaflokki en honum dugar að hafna í þriðja sæti í hindrunarhlaupinu, svo framarlega sem keppinautar hans setji ekki heimsmet. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 141 orð

Skaginn fékk aukaspyrnu rétt utan vítateigs hægra megin á 30.

Skaginn fékk aukaspyrnu rétt utan vítateigs hægra megin á 30. mínútu. Sigurður Jónsson skaut glæsilegu skoti sem stefndi efst í vinkilinn hægra megin en Birkir Kristinsson varði. Boltinn datt niður í markteiginn þar sem tveir Skagamann komu á ferðinni og það kom í hlut Ólafs Þórðarsonar að setja hann yfir línuna. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | -1 orð

STAÐAN FRAM -´IA 1: 2

STAÐAN FRAM -´IA 1: 2 ´IA 16 14 1 1 41 13 43´IBV 15 9 1 5 35 19 28KR 15 9 1 5 23 16 28LEIFTUR 15 6 3 6 26 28 21KEFLAV´IK 15 5 6 4 20 22 21GRINDAV´IK Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 57 orð

Stokkið til forystu

FÉLAGARNIR Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson hafa tveggja mínútna forskot eftir fyrsta keppnisdag í 16. alþjóðarallinu, sem hófst í gær og lýkur á morgun, sunnudag. Þeir óku grimmt á sérleiðum á Suðurnesjum í gær, en helstu keppinautar þeirra, feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson féllu úr leik, eftir að framhjól brotnaði undan bíl þeirra. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 137 orð

Sætta sig ekki við samning RÚV

Handknattleiksdeild Vals hyggst taka á fjármálum sínum og hafa forráðamenn deildarinnar lýst því yfir að þeir muni ekki sætta sig við svipaðan samning og fyrstu deildar félögin í handboltanum gerðu við Ríkissjónvarpið í fyrra. Þá kvað hann á um að hvert félag fengi í sinn hlut 80.000 krónur fyrir keppnistímabilið, óháð hve mikið væri sýnt frá leikjum liðsins. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 277 orð

Um helgina

Knattspyrna Laugardagur 1. deild karla: KR-völlur:KR - ÍBV14 Grindav.:Grindav. - Valur14 Kaplakriki:FH - Keflavík14 Ólafsfj.:Leiftur - Breiðablik16 3. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 162 orð

Valsmenn íhuga að draga sig út úr Evrópukeppninni

Valsmenn hafa í huga að draga sig jafnvel út úr Evrópukeppninni í handknattleik þar sem fyrirséð er tap á þátttöku, um 1,5 milljónir á hverjum leik. Valsmenn drógust á móti CSKA frá Moskvu í Rússlandi sem þýðir mikinn ferðakostnað fyrir utan að möguleikar á tekjum í staðinn eru litlir. Fyrri leikurinn á að fara fram í Moskvu 4. Meira
9. september 1995 | Íþróttir | 140 orð

Vialli hættur með landsliðinu

GIANLUCA Vialli, sem leikur með Juventus á Ítalíu, sagði í gær ekki leika framar með ítalska landsliðinu í knattspyrnu. Arrigo Sacchi, landsliðsþjálfari, lýsti því yfir fyrir nokkrum dögum að hann hefði kallað á Vialli í leikinn í Evrópukeppninni á miðvikudaginn hefði hann verið í nógu góðri æfingu. Meira

Úr verinu

9. september 1995 | Úr verinu | 156 orð

Ráðstefna um viðskipti Íslands og Japans

RÁÐSTEFNA um sjávarútvegsmál í Japan og á Íslandi og viðskipti þjóðanna á því sviði verður haldin í Reykjavík næstkomandi þriðjudag. Ráðstefnan er haldin í tengslum við heimsókn Samtaka innflytjenda á sjávarafurðum í Japan (JMPIA) hingað til lands dagana 10. til 14. september. Meira
9. september 1995 | Úr verinu | 104 orð

Reynt við lúðuna

Á ÞESSUM árstíma eru trillukarar í Stykkishólmi farnir að leggja haukalóðir. Hér áður fyrr var veiði oft góð og margir trillukarlar, sem stunduðu lúðuveiðar frá Hólminum, enda víða nálæg góð lúðumið. Á síðustu árum hefur veiðin hins vegar minnkað mikið og er orðin tilviljun ef lúða fæst á haukalóð. Ekki eru menn á eitt sáttir um hver ástæðan er fyrir minnkandi lúðuveiði. Meira

Lesbók

9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 952 orð

Að mála tilfinningu

BOGADREGNAR línur í þakskeggi hússins taka á sig mynd fljúgandi fugls þegar ég geng upp að því. Fyrir framan húsið er lítil tjörn sem fuglinn getur synt í. Ég er á leiðinni í heimsókn til myndskáldsins Kristjáns Davíðssonar og mér þótti þessi fuglsímynd eiga vel við. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 182 orð

Afmælis- og minningartónleikar

NÚ Á haustdögum fagnar Skagfirska söngsveitin í Reykjavík 25 ára starfsafmæli sínu. Af því tilefni verður efnt til afmælistónleika með söngsveitinni Drangey laugardaginn 27. október í Digraneskirkju í Kópavogi. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 93 orð

Ástin mín

Þú ert hjá mér - alltaf, líka þegar ég get ekki þolað þig og þú hefur dansað flamenco, með smellum og allt á bringunni á mér. Þú ert hjá mér - alltaf, líka þegar ég vildi helst, að þú stundaðir veðurathuganir á Hveravöllum og værir hálfur á kafi ofan í veðurathugunartækjunum. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 126 orð

Efni 9. sept

ThorVilhjálmsson var einn þeirra sem gjarnan tóku sér far með farþegaskipum til Kaupmannahafnar. Eitt þeirra var Drottningin og hér lýsir Thor á sinn skemmtilega og myndræna hátt hvernig sú sigling var og hvernig samferðamennirnir, einkum Þjóðverjar, komu honum fyrir sjónir. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 193 orð

Ein þekktasta óperusöngkona Dana

EIN þekktasta óperusöngkona Danmerkur. Elisabeth Meyer- Topsøe heldur tónleika í Íslensku óperunni fimmtudaginn 14. september kl. 20.30. Elisabeth Meyer-Topsøe vinnur nú við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, en hún hefur undanfarin fimm ár sungið í stærstu óperuhúsum í Evrópu. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2138 orð

Eitruðyfirráð

EFTIR tíu daga letilíf á Huahine snerum við aftur til Papeete meðal annars í þeim erindagjörðum að hitta Bengt Danielsson sem býr í litlu þorpi, Papehue, rétt utan við höfuðborgina. Enda þótt Bengt sé kominn vel á áttræðisaldurinn er hann mjög ern og lífsfjörið og atorkan geisla af þessum hávaxna og spengilega Svía. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1113 orð

Ekki með sjálfum sér

Hann er bólugrafinn en húð hennar er ótrúlega slétt. Það er glópalán að hann fékk hana til borðs. En brátt yrðu þau búin að borða. Hún myndi rísa á fætur, líta í kringum sig og öll minning um hann myndi hverfa úr huga hennar. Ég verð að ná athygli hennar, hugsaði hann örvæntingarfullur. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 567 orð

Eyjagrafík

Samsýning sex norrænna listamanna í sýningarsal félagsins Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 15. Opið alla daga nema mánud. kl. 15­18 til 10. september. Aðgangur ókeypis. SAMSÝNINGAR eru af ýmsu tagi, og mikið veltur á þeim forsendum sem farið er af stað með þegar undirbúningur er hafinn. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 215 orð

Ferðalangur

Ég slít ei í sundur bönd er binda mig saman við einhvern óþekktan vin Ég þrái heimkomu hans en hann hefur ekki farið Ég ferðast til þess staðar sem hans er von og vísan sem ég söng í baði tunglsins er tileinkuð honum Hann stígur vonandi af baki með þrá ferðalagsins í brjóstinu með Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 166 orð

Giordano Bruno Auðunn Bragi Sveinson þýddi

Hvers vegna brenndu þeir Giordano Bruno? Vegna þess að einlægni sálarinnar er hættuleg. Vegna þess að andlegur kraftur orðsins er vopn. Vegna þess að frelsi lífsins er vald. Vegna þess að frelsi lífsins á það vald, er ofbeldi hvers konar árangurslaust. Vegna þess að kraftur orðsins er vopn okkar gegn yfirráðum Rannsóknarréttarins. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 3158 orð

GISSUR BISKUP EINARSSON Í NÝJU LJÓSI

Ííslenskri sagnfræði beinist langmesta athyglin að miðöldum, einkum þjóðveldistímanum fram að 1300 eða þar um bil, þegar menningarstöðvar kirkjunnar efldust í sífellu og sagnaritunin blómstraði. Eftir það dregur smám saman úr frumlegri bókmenntastarfsemi og sagnaritun miðalda lyktar að mestu í riddarasögum og annálum, svo að heimildir verða fáskrúðugar og ótraustar. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 164 orð

Herbergi Thor Vilhjálmsson þýddi

Á vegg þessa herbergis hangir venjuleg mynd seglbátur siglir dökkar öldur inní skyggða sól sem hvorki er risin né sezt Minnir mig á bernsku mína þegar ég fór niðrá bryggju að sjá það stöku skip sem endrum og eins sigldi inní þá yfirgefnu höfn nyrðra þaðan sem ég var. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 124 orð

"Hjartansmál"

Í HAUST tekur til starfa nýi söngskólinn "Hjartansmál". Skólinn varð til vegna samstarfs nokkurra söngvara og píanóleikara og er til húsa að Ægisgötu 7 í húsi Kvennakórs Reykjavíkur. Skólinn býður upp á einsöngstíma, samsöngstíma, undirleikstíma, tónheyrn, tónfræði, tónlistarkynningu, tónlistarsögu, hljómborðs/píanókennslu og tungumálanámskeið. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 381 orð

Íslensk sönglög standa jafnfætis erlendum

SIGURÐUR Bragason baritónsöngvari og Bjarni Jónatansson píanóleikari efna til tvennra tónleika á þekktri listahátíð í Buenos Aires í Argentínu í næstu viku. Á efnisskránni verða að mestu sönglög eftir íslensk tónskáld. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 94 orð

Kristín sýnir í Osló

KRISTÍN Reynisdóttir sýnir um þessar mundir í "Galleri 20 11 66" í Osló. Kristín hefur einkum fengist við höggmyndalist og innsetningar. Hún nam við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík á árunum 1983-87 og Staatliche Kunstakademi í D¨usseldorf 1987-89. Kristín hefur sýnt víða, heima og erlendis. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1431 orð

Leiklistarhátíð aldarinnar?

DAGANA 22.­27. ágúst sl. var haldin einstæð leiklistarhátíð í Delfi í Grikklandi og er vandséð að leiklistarviðburður af svipuðu tagi hafi nokkru sinni átt sér stað fyrr. Þarna var fjallað um einn merkasta menningararf mannkyns, Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 439 orð

Leyndarmál vatnslitanna

KINVERSKI myndlistarmaðurinn Lu Hong sýnir um þessar mundir blek- og vatnslitamyndir í Gallerí Fold. Hún er fædd í Peking og sýndi snemma hæfileika í myndlist og lærði undir leiðsögn eins virtasta núlifandi málara Kínverja í hefðbundnum stíl. Eftir það nám fór hún í Kínverska listaháskólann í Peking en þar eru inntökuskilyrði afar ströng. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 28 orð

Lokadagskrá RúRek

Lokadagskrá RúRek Á LOKATÓNLEIKUM RúRek í kvöld, laugardagskvöld, kemur hljómsvitin Blackman & Alwayz in Axion fram á Ingólfstorgi kl. 21.30, og á Jazzbarnum kl. 23 hljómsveitin Ein ósk. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 411 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir "Íslensk myndlist" til 10. september. Ásmundarsafn Stíllinn í list Ásmundar fram á haust. Gerðuberg Hlynur Hallsson sýnir til 15. október. Gallerí Sævars Karls Sigurður Á. Sigurðsson sýnir til 13. sept. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 325 orð

Minnisrækt (Geymt en gleymt)

ef þú heldur þú sért gleymd ertu glettilega nærri lagi en þessi glannalega hugdetta sýnir að svo er ekki beint myndi ég falla í þér á munnlegu prófi eða skríða? það er svo margt sem ég veit en hvers virði er að skýrt sé og greint? hvort segirðu mér nokkuð um óumflýjanleg örlög? einsog tja hverönnur umgildrurguðannamýta eða dæmir mig til vistar í hóp með hlæjandi Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 447 orð

Pablo en enginn Picasso?

ERFINGJAR Pablos Picassos verja höfundarrétt hins látna meistara af hörku og á mörgum vígstöðvum. Þeir hafa að undanförnu staðið í stappi við kvikmyndaframleiðendurna Merchant og Ivory vegna nýjustu myndar þeirra "Surviving Picas so" og hafa lagt bann við því að nokkurt verka Picassos sjáist í myndinni. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2478 orð

Siglt með Drottningunni

Þetta gamla skip var kennt við síðustu dönsku drottningu Íslands. Það hafði verið lengi í förum, nú fór það síðustu ferðina á þessar slóðir. Það var að koma haust. Farfuglarnir voru ekki farnir að hópa sig. Útlendingarnir voru fyrri til að hypja sig það árið. Níutíu af hundraði voru þýzkir. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 796 orð

Skattar, flífskjör og Einar Ben

Þegar þetta er ritað eru póstburðarmenn að færa okkur landsmönnum bleiklitaða álagningarseðla. Sumir fyllast tilhlökkun en aðrir ótta. Svo eru seðlarnir skoðaðir, menn þvarga um þetta á götuhornum sem annars staðar og svo er þetta búið að sinni. Á meðan á þessu stendur fyllast menn vandlætingu yfir háaum og lágum launum, mikilli og lítilli skattbyrði og svo framvegis. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1320 orð

STIKLAÐ MILLI STAÐA Hjörleifshöfði

VÆRI ég spurð hvaða staður á íslandi mér þætti fallegastur kæmu nokkrir fram í hugann: Skaftafell með tign jöklanna og fríðleik gróðursins, gimsteinninn Svartifoss í stuðlabergsumgjörð með fínskreytingum burniróta, útsýn yfir Breiðuvík með Snæfellsjökul í baksýn, Kinnarfjöllin "bylgjublá und bjartri mjöll", Ullarfoss í mjúkum faðmi Ystafellshnjúks og Fljótsheiðar. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 662 orð

TÁKN FRELSISINS

Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu á morgun. Orri Páll Ormarsson stakk við stafni hjá húsráðandanum á Sjónarhóli. ÞAÐ SEM gerir verkið sígilt er að það vekur upp spurningar um okkur sjálf sem manneskjur, um menninguna sem við lifum í, Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð

Til Guðmundar Inga

Önfirska skáld, oft minn hugur fer heitur í vestur og heimsækir bæ þinn eftir hrífandi ljóðanna lestur og lítur þar fagnandi inn, þar finnur hann íslenskan anda sem ekki er lítilla sanda. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1653 orð

Úr djúpi þjáningarinnar

ÁRIÐ 1990 gaf William Styron út bók um þunglyndi, Darkness Visible. A Memoir of Madness, sem er byggð á hans eigin reynslu. Í bókinni rekur Styron þunglyndi sitt til ættgengrar sinnisveiki og móðurmissis í æsku. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 172 orð

Úr ljóðabálki

XI hefurðu séð ljóðabrú hún teigir sig yfir vatn troðfullt af fiskum sem stökkva upp og narta í hana handan vatnsins sitja konur með bogin bök og prjóna svona ljóðabrýr fóðra fiskana en stundum koma mávar og stela garninu og þá geta þær ekki prjónað fleiri ljóðabrýr XII Tíminn gengur stundarganginn Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 231 orð

Útgáfa í tilefni af bókmenntahátíðinni

Í TILEFNI af bókmenntahátíðinni verða gefnar út fjórar þýðingar á verkum eftir jafnmarga erlenda gesti hennar. Hjá Máli og menningu koma út tvær skáldsögur og eitt smásagnasafn. Í ritröðinni Syrtlur kemur út smásagnasafn norska höfundarins Kjell Askildsen sem heitir því langa nafni Síðustu minnisblöð Tómasar F. handa almenningi. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1129 orð

Veðurfar og hugarfar Ég hef lengi ætlað mér a

Ég hef lengi ætlað mér að verja þá kenningu að veðurfar ráðist af hugarfari. Mér virðist þetta vera kjörinn vettvangur í því skyni því um fátt röbbum við Íslendingar meira en blessað veðrið. Þetta er líka góður tími fyrir efnið því að aldrei skiptir veðrið menn meira máli en á sumrin. Meira
9. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2621 orð

Víðátturfortíðarinnar

Frá því að mannheimar hófust úr hinni algjöru nauðung nauðsynjarinnar og þar með af stigi hópeflis hjarðdýrsins hafa menn leitað svara, spurt um eðli umhverfisins og tilgang mennskrar tilveru. Þar með leitast menn við að skapa sér samastað í tilverunni, skapa sér heimsmynd. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.