Greinar fimmtudaginn 19. október 1995

Forsíða

19. október 1995 | Forsíða | 247 orð

Engar áþreifanlegar sannanir gegn Claes

SÉRSTÖK nefnd belgíska þingsins sendi í gær frá sér skýrslu þar sem fram kemur að ekki séu neinar áþreifanlegar sannanir fyrir því að Willy Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), hafi til saka unnið í Agusta-þyrluhneykslinu. Meira
19. október 1995 | Forsíða | 213 orð

Gaddafi ætlar að reka milljón burt

AFRÍSKIR stjórnarerindrekar í Trípolí, höfuðborg Líbýu, óskuðu í gær tafarlausra skýringa af hálfu líbýskra stjórnvalda á þeirri tilkynningu yfirvalda, að fyrir dyrum stæði að vísa rúmlega milljón Afríkumanna úr landi. Meira
19. október 1995 | Forsíða | 132 orð

Minna atvinnuleysi

ATVINNULEYSI í Bretlandi minnkaði allnokkuð í september og var þá minna en það hefur verið í hálft fimmta ár. Þykja tíðindin ánægjuleg, ekki síst fyrir ríkisstjórn Íhaldsflokksins, sem vonast til, að þau bæti stöðu hennar meðal kjósenda. Meira
19. október 1995 | Forsíða | 104 orð

Rannsaka ásakanir á hendur Gonzalez

EFRI deild spænska þingsins samþykkti í gærkvöldi, að hafin skuli rannsókn á fullyrðingum þess efnis, að stjórn Felipe Gonzalez forsætisráðherra hafi lagt á ráðin varðandi hernað dauðasveita öryggissveita landsins á hendur skæruliðum aðskilnaðarsamtaka baska (ETA) í upphafi níunda áratugarins. Meira
19. október 1995 | Forsíða | 101 orð

Samið um samstarfsskrifstofur

FORSETAR Serbíu og Bosníu hafa samþykkt að stofna samstarfsskrifstofur í höfuðborgum hvors annars, að sögn Richards Holbrooke, sendimanns Bandaríkjastjórnar, sem lagði áherslu á að þetta jafngilti ekki því að ríkin tækju upp fullt stjórnmálasamband. Meira
19. október 1995 | Forsíða | 241 orð

Stjórnarandstæðingar í Alsír setja Frökkum úrslitakosti

HÓPUR alsírskra hermdarverkamanna, GIA, sem gengist hefur við sprengjutilræðum í Frakklandi undanfarna mánuði, hefur sett frönsku stjórninni úrslitakosti. Þess er krafist að Jacques Chirac forseti hætti við fund með forseta Alsírs, Liamine Zeroual, í næstu viku, hætti öllum stuðningi við stjórn Zerouals og fordæmi forsetakosningar sem boðaðar hafa verið í Alsír í næsta mánuði, Meira

Fréttir

19. október 1995 | Innlendar fréttir | 697 orð

20 af 32 fulltrúum sagðir stuðningsmenn Margrétar

Stuðningsmenn Margrétar Frímannsdóttur, formanns Alþýðubandalagsins, hrósa sigri að afloknu miðstjórnarkjöri. Í grein Ómars Friðrikssonar kemur fram að 20 af 32 miðstjórnarmönnum eru taldir hafa stutt Margréti í formannskjöri. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

24% sóttu kirkju fyrir jól

RÚMLEGA 24% 15-75 ára Íslendinga fóru í kirkju um síðustu jól eða áramót samkvæmt skoðanakönnun sem ÍM-Gallup gerði fyrir kirkjuna, en niðurstöður könnunarinnar voru lagðar fram á kirkjuþingi í gær. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 216 orð

25-30% lækkun á ársgömlu kindakjöti í hálfum skrokkum

BÚIST er við að verðlækkun á árs gömlu kindakjöti verði 25-30%, en kjötið verður sett á markað eftir helgina. Reiknað er með að ríkið verji rúmlega 100 milljónum til þessara niðurgreiðslna á verði kjötsins. Það verður selt í sérpakkningum í hálfum skrokkum. Útsala eftir helgi Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 186 orð

Aðgerðir gegn mengun í Elliðaám

RANNSÓKNIR eru að hefjast á því hvernig hagkvæmast verður að verja Elliðaárnar mengun sem kann að berast í árnar um regnvatnsræsi. Þetta kom fram í máli Ólafs Bjarnasonar yfirverkfræðings á opnum fundi Umhverfismálaráðs Reykjavíkur í Ráðhúsinu. Mörg ræsi Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 345 orð

Athugasemdir Félags eggjaframleiðenda

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá framkvæmdastjóra Félags eggjaframleiðenda vegna fréttar Morgunblaðsins 18. okt. um viðbrögð eggjaframleiðenda við útboði Ríkisspítala. "Það er rangt sem fram kemur í fréttinni að borist hafi tilboð sem er 30­40% lægra en opinbert verð sem verðlagsnefnd hefur ákveðið. Opinbert heildsöluverð, ákvarðað af Samkeppnisstofnun, er 291 kr. Meira
19. október 1995 | Landsbyggðin | 66 orð

Atskákmót á Húsavík

Í TILEFNI 70 ára afmælis Taflfélags Húsavíkur og áttræðisafmælis Hjálmars Theodórssonar skákmeistara verður efnt til atskákmóts á Húsavík dagana 27.- 29. október. Til mótsins er boðið 17 atskákmeisturum, flestum af yngri kynslóðinni, og eru þeir með á bilinu frá 1.738 til 2.135 atskákstig. Tefldar verða ellefu umferðir í Keldunni, félagsmiðstöðinni á Húsavík. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 717 orð

Auglýst beint og óbeint

AUGLÝSINGAR á tóbaki eru bannaðar lögum samkvæmt hér á landi. Hingað berst þó fjöldi auglýsinga, til dæmis í erlendum tímaritum og óbeinar auglýsingar í kvikmyndum færast í vöxt. Í lögum um tóbaksvarnir segir, að hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum séu bannaðar hér á landi. Meira
19. október 1995 | Miðopna | 1600 orð

Áhrif á íslenzka jafnréttislöggjöf umdeild

DÓMUR Evrópudómstólsins, um að ekki megi taka konur sjálfkrafa fram yfir jafnhæfa karla í störfum hjá hinu opinbera til að uppfylla svokallaðan kynjakvóta, hefur valdið fjaðrafoki innan Evrópusambandsins, þar sem hann er talinn stefna framkvæmd jafnréttisáætlana sambandsins í hættu. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ákæruvald í auknum mæli til sýslumanna

DÓMSMÁLARÁÐHERRA kynnti á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag greinargerð nefndar um aukin verkefni sýslumanna, en nefndin gerir tillögur um hvernig nýta megi sýslumannsembættin betur en nú. Að sögn Sigurðar Tómasar Magnússonar, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, miða tillögurnar m.a. að ákæruvald verði flutt í auknum mæli til sýslumanna. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Áskriftarverð Stöðvar 3 í byrjun mánaðarins

FYRSTU vikuna í nóvember verður tilkynnt hvenær útsendingar hefjast hjá Stöð 3, nýju sjónvarpsstöð Íslenska sjónvarpsins hf., en áætlað er að hefja útsendingarnar í nóvember. Að sögn Úlfars Steindórssonar, framkvæmdastjóra Íslenska sjónvarpsins hf., verður þá jafnframt tilkynnt hvað áskrift að Stöð 3 kemur til með að kosta. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

Bestu viðtökur á árinu

NÓATÚN býður viðskiptavinum verslananna þessa dagana upp á 100 vöruflokka á 100 krónur stykkið í fjórða sinn á árinu. Einar Jónsson framkvæmdastjóri segir að viðtökurnar stefni í að verða þær bestu á árinu enda sé boðið upp á óvenju mikið af góðum vörum. Hann segir að með viðskiptum við safnlager í Noregi hafi tekist að bjóða upp á jafngott verð og raun ber vitni. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 49 orð

Bláönd í Laugardal

UNGUR bláandarsteggur hefur haldið sig með stokköndum í Laugardalnum í Reykjavík undanfarna daga og glatt gesti húsdýra- og grasagarðanna. Bláöndin er amerísk að uppruna og sárasjaldgæf hér á landi. Hún er smávaxin, á stærð við urtönd, og einkennandi eru heiðbláir vængreitir bryddaðir hvítum jaðri. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Borgardagar fimmtudag til laugardags

VERSLUNIN Kjarakaup er ný verslun með búsáhöld- og gjafavörur og verður opnuð á 2. hæð Borgarkringlunnar. Kjarakaup er í samvinnu við dönsku verslunarkeðjuna Den Aktive en þeir eru með verslanir í Danmörku, Færeyjum og Íslandi. Verslunin Kjarakaup er einnig til húsa í Lágmúla 6, Reykjavík. Borgardagar hefjast í dag Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 240 orð

Carl Hamilton á aðal fundi Evrópusamtaka

CARL B. Hamilton, prófessor í hagfræði og einn helzti forystumaður stuðningsmanna aðildar Svíþjóðar að Evrópusambandinu, flytur erindi á aðalfundi Evrópusamtakanna, sem haldinn verður á Hótel Sögu laugardaginn 21. október. Erindi Hamiltons verður á ensku og er yfirskrift þess "Reynsla Svíþjóðar af ESB-aðild og sýn til ársins 2000". Fundurinn verður í Átthagasal og hefst kl. 13.30. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 150 orð

Chirac og Juppé óvinsælir

VERULEGA hefur dregið úr vinsældum Jacques Chirac, forseta Frakklands, og Alain Juppé forsætisráðherra samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. Í könnuninni, sem framkvæmd var af BVA-stofnuninni fyrir Paris- Match, kemur fram að 36% kjósenda styðja Chirac en fylgi hans var 44% í síðasta mánuði og 62% skömmu eftir að hann náði kjöri í maí. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Dregið hjá Hjartavernd

DREGIÐ var í Happdrætti Hjartaverndar 14. október sl. Vinningar féllu þannig: 1. Jeppi Pajero Super Wagon, árg. 1996 nr. 27087, 2. Bifreið VW Polo árgerð 1996 1.100.000 kr. nr. 88316, 3.­5. Ævintýraferð með Úrval/Útsýn 575.000 kr. nr. 22427, 28783 og 85077, 6.­15. Ferð með Úrval/Útsýn 300.000 kr. nr. 16454, 21352, 23238, 25575, 36443, 53535, 58572, 67282, 76258 og 87056. Meira
19. október 1995 | Smáfréttir | 64 orð

DREGIÐ var í sumarleik Silfurbúðarinnar í teng

DREGIÐ var í sumarleik Silfurbúðarinnar í tengslum við óskalista brúhjóna 7. október sl. Eftirtalin brúðhjón hlutu ferðavinninga með Flugleiðum til Evrópu: Sigrún Edwald og Sigurður Egill Guttormsson, Guðlaug Hrönn Jóhannesdóttir og Oddur Valur Þórarinnsson, Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 280 orð

Eggjaframleiðendur hafa veitt afslátt

GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra segir að samkvæmt nýja búvörusamningnum verði horfið frá fastri verðlagningu búvara og að verðlag á sauðfjárafurðum verði gefið frjálst eftir tvö ár. Sagðist Guðmundur sjá það fyrir sér að hið sama mundi gerast í öðrum búgreinum, Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 407 orð

Einyrkja heimilt að gjaldfæra lífeyriskaup

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt ríkissjóð til að endurgreiða eiganda verkfræðiskrifstofu í Hafnarfirði oftekinn skatt ásamt dráttarvöxtum og hefur ógilt úrskurð yfirskattanefndar í máli mannsins. Jafnframt viðurkennir dómurinn rétt mannsins til að gjaldfæra á skattframtali fyrir árið 1992 eigin lífeyriskaup eins og maðurinn gerði dómkröfu um. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 713 orð

Ekkert aldurstakmark vegna "öldunganáms"

FRUMVARP til laga um framhaldsskóla hefur verið lagt fram á Alþingi á nýjan leik, en frumvarpið var síðast lagt fram í fyrravetur. Meðal breytinga sem gerðar hafa verið á frumvarpinu er að í því er gert ráð fyrir að aldurstakmark til að stunda nám í öldungadeild er afnumið, en nú stendur námið þeim sem eru 20 ára og eldri til boða. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 1238 orð

Endurspeglar ástandið meðal blökkumanna Flestir hafa andúð á hatursfullum áróðri Farrakhans og fylgismanna hans en gangan í

HUNDRUÐ þúsunda blökkumanna hlýddu á mánudag kalli "kynþáttahatarans" Louis Farrakhan og tóku þátt í "Milljón manna göngu hans í Washington. Hvers vegna er spurning sem margir hafa spurt sig og einnig hvers konar samtök "Þjóð íslams" er en Farrakhan er leiðtogi þeirra. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 179 orð

Engin hætta á kviksetningu

NÝ tegund af líkkistum, fyrir fólk sem óttast að vera jarðsett lifandi, hefur verið sett á markað á Ítalíu, landi þar sem líf eftir dauðann er mönnum afar hugleikið. Fyrir rúmar 300.000 kr. ísl. er tryggt að hinn látni njóti allra mögulegra þæginda í kistu sem Fabrizio Caselli hefur hannað en hann er úrsmiður í Lucca í Toscana-héraði. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 76 orð

Erfiðleikar í kolaiðnaði

SÉRFRÆÐINGAR á vegum Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að erfiðleikar væru framundan í kolaiðnaði í Evrópu, en horfurnar væru betri hjá framleiðendum í Asíu. Í skýrslu frá Efnahagsnefnd fyrir Evrópu (ECE) kemur fram að þótt kolaframleiðslan í Evrópu hafi snarminnkað í fyrra aukist hún stöðugt í Asíu. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Farfuglar á suðurleið

FJÓRIR farfuglar sáust á Reykjavíkurflugvelli fyrr í vikunni. Voru þar á ferðinni fjórir skærrauðir, stórfættir málmfuglar, de Havilland Twin Otter-flugvélar bresku suðurheimsskautsmælinganna, eða British Antarctic Survey, á leiðinni til vetrarsetu á suðurheimskauti. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 266 orð

Fiskveiðisamningur fyrir helgi

BÚIST er við að gengið verði frá fiskveiðisamningi milli Evrópusambandsins og Marokkó fyrir helgi. Filippo di Robilant, talsmaður framkvæmdastjórnarinnar í fiskveiðimálum, sagði að ekkert virtist lengur vera því til fyrirstöðu að ganga endanlega frá samningum. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 289 orð

Fjögurra barna móðir sló í gegn í torfærukeppni

FJÖGURRA barna móðir frá Selfossi, Sæunn Lúðvíksdóttir sló rækilega í gegn í torfærukeppni í Jósepsdal á laugardaginn. Hún vann kvennakeppni, þar sem konur torfæruökumanna kepptu og var rétt búinn að leggja karlkyns keppendur að velli skömmu síðar. Ók hún gegn körlunum og hafði forystu fyrir lokaþrautina. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

Fjölsýn byrjar á laugardag

SJÓNVARPSSTÖÐIN Fjölsýn í Vestmannaeyjum verður formlega opnuð næstkomandi laugardag, 21. október, klukkan 17. Stöðin endurvarpar efni 5 erlendra sjónvarpsstöðva og á sjöttu rásinni er fyrirhugað að senda út kvikmyndir með íslenskum texta, efni frá Vestmannaeyjum og skjáauglýsingar. Frumraun í útsendingu eigin efnis verður bein sending frá opnun stöðvarinnar. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 774 orð

Formaður telur brýnt að framlag Íslands hækki

FORMAÐUR stjórnar evrópska kvikmyndasjóðsins Eurimages, Ítalinn Adinolfi, ræddi framlög Íslands á fundi sjóðsins fyrir skömmu og taldi brýnt að þau hækkuðu, ekki síst með tilliti til þess hversu rausnarlegir styrkir hefðu verið veittir úr sjóðnum til íslenskra kvikmynda. Bryndís Schram framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs segir útilokað að hækka framlög Íslands að svo stöddu. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 354 orð

Fortíðarvandi í Austurríki

JÖRG Haider, leiðtogi Frelsisflokksins í Austurríki, rak í gær einn þingmanna flokksins, John Gudenus, fyrir að neita að viðurkenna helför nasista á hendur gyðingum í síðari heimsstyrjöld. Flokkur Haiders, sem oft hefur verið sakaður um nasisma, stendur nú jafnfætis stóru flokkunum, jafnaðarmönnum og Þjóðarflokknum, í skoðanakönnunum og það er því ekki útilokað, Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 362 orð

"Fólk vill losna undan þessum samningi"

ÝMIS aðildarfélög og svæðissambönd Alþýðusambands Íslands hafa nú þegar ályktað um uppsögn kjarasamninganna, sem gerðir voru í febrúar síðastliðnum. Enn hefur hins vegar aðeins Baldur á Ísafirði tilkynnt formlega um riftun kjarasamnings. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Framsóknarkonur þinga

7. LANDSÞING Landssambands Framsóknarkvenna verður haldið dagana 20.­22. október í Kópavogi í Auðbrekku 25. Á þinginu verða rædd málefni kvenna og möguleika þeirra til áhrifa í pólitík. Unnið verður að jafnréttisáætlun í flokksstarfi. Ráðherrar heilbrigðis-, félags- og utanríkismála munu flytja erindi ásamt þingkonum Framsóknarflokksins, formanni jafnréttisráðs og fleirum. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 362 orð

Fulltrúar ASÍ staðfestu útreikningana

Heilbrigðisráðherra segir að fulltrúar Alþýðusambands Íslands hafi staðfest útreikninga á hækkun tryggingabóta eftir kjarasamningana í vor. Þessar bætur hækkuðu um 4,8% í mars sl. en það náði ekki þeirri 2.700-3.700 króna hækkun á mánuði sem samið var um í samningunum. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 216 orð

Fæðing þjóðar sýnd í Regnboganum

ÁHUGAHÓPUR um kvikmyndir stendur fyrir kvikmyndasýningum á aldarafmæli kvikmyndaarinnar. Eru sýningarnar á hverjum fimmtudegi í Regnboganum. Í kvöld klukkan 21.00 verður sýnd myndin "Birth of a Nation" (Fæðing þjóðar) eftir D. W. Griffith. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 123 orð

Gamalám fargað á Húsavík

UM 200 gamalám og hrútum var lógað hjá sláturhúsi KÞ á Húsavík í gær og féð urðað. Páll G. Arnar, sláturhússtjóri, sagði að bændum í héraðinu hefði verið boðið upp á að farga fé sínu á þennan hátt, en eingöngu væri um að ræða gamlar og sjúkar ær og hrúta. Vafasamt væri að þetta fé hefði fengið heilbrigðisskoðun í sláturhúsi, enda engin neysluvara. Meira
19. október 1995 | Fréttaskýringar | 350 orð

Gates kaupir Bettmannsafnið

BILL GATES, forstjóri Microsofts, hefur keypt Bettmann Archive, stærsta safn heims af sögulegum ljósmyndum, meðal annars frá helztu atburðum þessarar aldar. Kaupverðið er ekki gefið upp, en mun nema mörgum milljónum" dollara. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 650 orð

Greip fullar lúkur fjár en flóttinn var stöðvaður

"ÉG GREIP í hann þegar hann ætlaði að stökkva niður af borðinu og hlaupa út. Við slógumst og ég náði að fella hann í gólfið. Svo fékk ég hjálp við að halda honum þar til lögreglan kom," sagði Gunnar Stefánsson, sendibílstjóri, sem kom í veg fyrir að maður næði að hlaupa út úr Háaleitisútibúi Landsbankans eftir að hafa gripið fullar hendur fjár úr kassa hjá gjaldkera. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Gríma við Borgarleikhúsið

Morgunblaðið/RAX GRÍMA, höggmynd eftir Sigurjón Ólafsson, hefur verið sett upp við Borgarleikhúsið. Að sögn Gunnars B. Kvaran, umsjónarmanns með höggmyndum borgarinnar, er þetta eitthundraðasta verkið sem sett er upp í borgarlandinu. Gríma er frá árinu 1947. Árið 1989 sá Erling Jónsson um að stækka verkið. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 263 orð

Gæti haft áhrif á íslenzka lagatúlkun

DÓMUR Evrópudómstólsins í Lúxemborg, um að ekki megi taka konur sjálfkrafa fram fyrir jafnhæfa karla til að uppfylla svokallaðan kynjakvóta er ráðið er í störf hjá hinu opinbera, gæti haft áhrif hér á landi. Ísland hefur, sem aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins, samþykkt jafnréttistilskipun Evrópusambandsins, sem dómurinn byggist á. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 379 orð

HARALDUR KRÖYER

HARALDUR Kröyer, fyrrverandi sendiherra, er látinn. Haraldur fæddist 9. janúar árið 1921 í Svínárnesi, Grýtubakkahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu. Móðir hans var Eva Pálsdóttir, húsfreyja á Akureyri, en faðir hans, Jóhann Þorsteinsson Kröyer, fyrrum deildarstjóri á Akureyri, lifir son sinn og er á 101. aldursári. Hann býr með seinni konu sinni, Margréti Kröyer, að Helgamagrastræti 9, Akureyri. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Haustátak KFUM og K

HAUSTÁTAK KFUM og KFUK í Reykjavík stendur yfir dagana 19. til 22. október 1995. Haldnar verða samkomur í nýjum aðalstöðvum félaganna við Holtaveg 28 í Reykjavík. Á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld hefjast samkomurnar kl. 20.30 en á sunnudag kl. 17. Ræðumenn á samkomunum verða sr. Ólafur Jóhannsson og sr. Kjartan Jónsson. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 840 orð

Hátt verð á lýsi og mjöli ýtir undir veiðar

SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hyggst senda skip á kolmunnaveiðar fyrir Suðurlandi á næstunni, en þar hefur Örfirisey RE fundið mikið af kolmunna á svæðinu frá Reykjanesgrunni að Hornafjarðarál. Mjög gott verð fæst fyrir lýsi um þessar mundir, eða um 520 dollarar fyrir tonnið, og sömuleiðis er mjölverð tiltölulega hátt. Meira
19. október 1995 | Smáfréttir | 32 orð

HJÓLREIÐAHÓPURINN fer frá Fákshúsinu við Reykjanesbraut kl. 20

HJÓLREIÐAHÓPURINN fer frá Fákshúsinu við Reykjanesbraut kl. 20 í kvöld, fimmtudagksvöld, og hjólar til baka niður Fossvogsdalinn um Öskjuhlíðina og Nauthólsvík. Til baka Fossvogsdalinn, Kópavogsmegin. Öllu hjólreiðafólki er velkomið að slást í hópinn. Meira
19. október 1995 | Landsbyggðin | 462 orð

Hvanneyrarkirkja 90 ára

Grund, Skorradal-Hvanneyrarkirkja varð 90 ára 15. október sl. og í tilefni afmælisins var hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni og safnaðarstjórnin bauð til myndarlegs kirkjukaffis í matsal Bændaskólans að lokinni guðsþjónustu. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

Innbrot í sendiherrabústaðinn í Brussel

SETT hefur verið upp öryggiskerfi í sendiherrabústaðnum í Brussel eftir að brotist var inn í hann fyrir skömmu. Hannes Hafstein sendiherra segir að gluggi á jarðhæð hafi verið spenntur upp á meðan íbúar brugðu sér frá skamma stund. Hringum, armböndum o.fl. smágerðum verðmætum var stolið. Meira
19. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Írskar bókmenntir

Írskar bókmenntir BÓKMENNTADAGUR verður í Deiglunni í Grófargili næstkomandi laugardag, 21. október, en hann er hluti af írskri menningarhátíð sem stendur nú yfir á Akureyri. Sigurður A. Magnússon les upp úr þýðingu sinni á Ódysseyfi og ræðir einnig um James Joyce og verkið sjálft. Meira
19. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Írskir tónar í 1929

MYNDBÖND með hljómsveitinni Rolling Stones verða sýnd á tjaldi í skemmtistaðnum 1929 í kvöld, fimmtudagskvöld. Nokkrar helstu rokkhljómsveitir Írlands verða kynntar á skemmtistaðnum annaðkvöld í tilefni af Írskum dögum sem nú standa yfir á Akureyri, m.a. The Pogues, Boomtown Rats og U2. Á laugardagskvöld verður svonefnd anti-sportistakvöld í 1929. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Íþróttaiðkun leyfð á helgidögum

SAMKVÆMT drögum að frumvarpi um helgidagafrið, sem lagt hefur verið fram á kirkjuþingi, verða íþróttir, útivist, verslun og þjónusta, sem er nauðsynleg þjónusta fyrir ferðamenn, heimil á helgidögum. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 131 orð

Kosið á Álandseyjum

KOSIÐ var til þings og sveitarstjórna á Álandseyjum um helgina og hélt stjórnin meirihluta sínum þótt hún tapaði einum manni. Helstu kosningamálin voru heilbrigðis- og menningarmál en lítið tekist á um atvinnumálin enda er atvinnuleysi næstum ekkert. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 374 orð

Leynist pláneta lík jörðu í nýfundnu sólkerfi?

VÍSINDAMENN segjast hafa uppgötvað sólkerfi svipað okkar og leiða nú að því getum að þar gæti verið líf að finna eða plánetu, þar sem væru lífsskilyrði fyrir menn. Að sögn blaðsins Sunday Timessnýst sólkerfi þetta um stjörnuna 51Peg, sem sést berum augum frá jörðu. Hún er í þeirri samstæðu fastastjarna, sem nefnist Pegasus. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 27 orð

Lögreglan efld

PALESTÍNSKIR lögreglumenn ganga framhjá veggmynd af Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna, við brautskráningarathöfn á Gaza-svæðinu. Um 140 lögreglumenn voru brautskráðir eftir þriggja mánaða þjálfun. Meira
19. október 1995 | Landsbyggðin | 133 orð

Margar hendur vinna létt verk

Hellu-Að taka slátur er góður siður og margri húsmóðurinn finnst miklu aflokið þegar slátrið er komið ofan í frystikistuna og súrtunnuna. Á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu búa 32 eldri borgarar og kunna þeir vel að meta lifrarpylsu og blóðmör eins og þeir hafa snætt alla sína tíð. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 155 orð

Margir vilja fækka fé

ARI Teitsson, formaður Bændasamtakanna, segir talsverðan áhuga hjá sauðfjárbændum að taka þeim tilboðum sem sett eru fram í búvörusamningnum um uppkaup á framleiðslu. Verulegur áhugi sé hjá mörgum að minnka framleiðsluna þannig að hún fari niður fyrir 0,7 markið, en það tryggir að öll framleiðsla viðkomandi bænda fer á innanlandsmarkað. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 1541 orð

Margt áunnist, en slæm teikn á lofti Það hefur orðið viðhorfsbreyting til reykinga og reykingamenn taka því ekki sem sjálfsögðum

HALLDÓRA Bjarnadóttir er formaður Tóbaksvarnanefndar og hefur setið í þeim stól frá 1992, auk þess sem hún er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Þegar Halldóra tók við formennskunni varð hún fyrsti formaður nefndarinnar með heilbrigðismenntun og sá fyrsti sem starfaði daglega að tóbaksvörnum. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 208 orð

Málefni innanlandsflugsins krufin á flugþingi

FLUGÞING verður haldið í dag og verður þar fluttur fjöldi erinda um íslensk flugmál. Þingið, sem fram fer á Hótel Loftleiðum, er helgað innanlandsflugi. Flugmálastjórn Íslands gengst fyrir þinginu og er ætlun stofnunarinnar, að það verði haldið reglulega í framtíðinni. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 356 orð

Mál Wolfs tekið upp að nýju

ÞÝSKI sambandsdómstóllinn hnekkti í gær úrskurði í máli Markusar Wolfs, sem um árabil var yfirmaður austur-þýsku leyniþjónustunnar. Skipaði dómstóllinn svo fyrir að taka yrði mál hans upp að nýju. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Málþing um miðborgina

REYKAJVÍKURBORG efnir til málþings um miðborg Reykjavíkur- framtíðarsýn á Hótel Borg laugardaginn 21. október nk. kl. 10­15.30. Tilgangurinn með málþinginu er að skapa umræðu um framtíðarmöguleika í þróun miðborgarinnar og um hlutverk hennar sem menningar- og þjónustumiðstöðvar landsins. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 316 orð

Milljónir á bótum á fölskum forsendum

RANNSÓKN, sem nú stendur yfir á örorkugreiðslum á Ítalíu, hefur leitt í ljós mikið og skipulegt misferli og eru dæmi um, að allt að helmingur íbúa í sumum bæjarfélögum, einkum í suðurhluta landsins, sé á örorkustyrk. Ítalir eru um 57 milljónir talsins, þar af fá 20 milljónir manna opinberan lífeyri og af þeim hópi eru sjö milljónir á örorku. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 37 orð

Morgunblaðið/Grétar Eiríksson

Morgunblaðið/Grétar Eiríksson Nýr biskup kaþólskra HINN nýi biskup kaþólska safnaðarins, Johannes B.M. Gijsen frá Hollandi, hefur dvalið hér á landi undanfarna daga. Á sunnudaginn söng hann í fyrsta sinn messu fyrir söfnuð sinn í Kristkirkju í Landakoti. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 789 orð

Náum aðeins að sinna alvarlegum tilfellum

KIWANISMENN hefja í dag sölu á K-lykli til styrktar geðsjúkum. Sölunni líkur á laugardag, en þetta er í áttunda sinn sem salan fer fram. Kiwanismenn hafa leitað eftir stuðningi landsmanna við geðsjúka þriðja hvert ár undir kjörorðinu "Gleymum ekki geðsjúkum". Meira
19. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 204 orð

Óformleg tilboð í Krossanesverksmiðjuna

Óformleg tilboð í Krossanesverksmiðjuna TVÖ óformleg tilboð hafa borist í loðnuverksmiðjuna Krossanes á Akureyri og hefur bæjarstjóri, Jakob Björnsson, átt viðræður við þá aðila sem sýnt hafa verksmiðjunni áhuga. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Óskað eftir viðræðum við forsætisnefnd og umboðsmann

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fela borgarritara og skrifstofustjóra borgarstjórnar að hafa samráð við Samband ísl. sveitarfélaga og óska eftir viðræðum við forsætisnefnd Alþingis og umboðsmann Alþingis um hvort rýmkun á verksviði umboðsmanns Alþingis geti tryggt réttaröryggi borgara Reykjavíkur og annarra með sambærilegum hætti og áformað hefur verið í hugmynd um umboðsmann Reykjavíkur. Meira
19. október 1995 | Fréttaskýringar | 244 orð

Ritskoðun eða misnotkun

RUPERT MURDOCH hefur hvatt forstjóra umsvifamesta smásölufyrirtækis Ástralíu, Coles Myer Ltd, til að segja af sér og deilur þeirra hafa harðnað. Coles Myer auglýsir meira en flest önnur fyrirtæki í áströlskum blöðum Murdochs og sum blöð hans eru prentuð í prentsmiðju þess. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 297 orð

Saksóknari rannsakar mál Sahlin

SKRIFSTOFA ríkissaksóknara Svíþjóðar greindi í gær frá því að hafin yrði bráðabirgðarannsókn á misnotkun Monu Sahlin aðstoðarforsætisráðherra á opinberu greiðslukorti. Er hugsanlegt að hún verði ákærð fyrir fjársvik. Meira
19. október 1995 | Fréttaskýringar | 57 orð

Sameiginleg blaðaútgáfa könnuð

FRAMKVÆMDASTJÓRN Alþýðubandalagsins var falið á landsfundi að kanna grundvöll fyrir sameiginlegri blaðaútgáfu vinstri aflanna. "Verði ekki af samstarfi er eðlilegt að aðskilja rekstur flokks og blaðs," segir í tillögu flokksstarfsnefndar sem samþykkt var. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

Siðferðilegur réttur á endurskoðun

MIÐSTJÓRN Bandalags háskólamanna hefur sent frá sér ályktun þess efnis að verði breyting á kjarasamningum ASÍ og vinnuveitenda eigi aðildarfélög BHMR siðferðilegan rétt á að samningar þeirra við ríkið verði endurskoðaðir. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 922 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

INGÓLFSCAFÉ Í tilefni af 4ra ára afmæli staðarins verður boðið upp á eftirfarandi dagskrá um helgina. Á föstudagskvöld leikur DJ Zippo á neðri hæðinni en hann leikur á öllum helstu diskótekum Ítalíu. Meira
19. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 594 orð

Smíðar frystikerfi í frystihús í Namibíu

KÆLISMIÐJAN Frost hf. var stofnuð fyrir tæpum tveimur árum. Í byrjun störfuðu hjá fyrirtækinu 19 starfsmenn og var áætlað að velta þess yrði um 200 milljónir króna. Umsvif fyrirtækisins hafa aukist jafnt og þétt og fyrsta starfsárið fjölgaði starfsmönnum úr 19 í 30 og þá varð velta þess um 260 milljónir. Meira
19. október 1995 | Fréttaskýringar | 137 orð

Sprangað um vefinn

Á HEIMASÍÐU Internets á Íslandi hf. er að finna áhugaverðar upplýsingar um alnetstenginguna við útlönd. Á skýringarmyndum má sjá umferðina um línuna til útlanda yfir sólarhringinn, meðalálag eftir klukkustundum og umferð til og frá útlöndum aftur til 1993. Slóðin er: http://www.isnet.is/is/ISnet.html Hið nýkrýnda nóbelskáld Seamus Heaney er með heimasíðu á veraldarvefnum. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 308 orð

Stjórnin í Seoul býst við frekari ögrunum

YFIRMENN herliðs Sameinuðu þjóðanna í Suður-Kóreu sögðu í gær að Norður-Kóreumenn hefðu gerst brotlegir við vopnahléssamning kóresku ríkjanna með því að senda tvo vopnaða hermenn yfir landamærin á þriðjudag. Lee Hong-koo, forsætisráðherra Suður-Kóreu, sagði að búast mætti við frekari ögrunum af hálfu Norður-Kóreumanna. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 180 orð

Stöðvaður á flótta með fenginn

ÞRJÁTÍU og fjögurra ára Reykvíkingur reyndi í gær að stela peningum úr kassa gjaldkera í Háaleitisútibúi Landsbankans. Maðurinn stökk inn fyrir afgreiðsluborð, greip nokkra tugi þúsunda króna og ætlaði að hlaupa út, en einn viðskiptavinur bankans stöðvaði hann. Maðurinn, sem var óvopnaður, var handtekinn af lögreglu. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Tanja tatarastelpa í Ævintýra-Kringlunni

TANJA tatarastelpa skemmtir í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð í Kringlunni kl. 17 í dag, fimmtudag. Tanja tatarastelpa hefur áður komið í heimsókn í Ævintýra- Kringluna og hefur frá ýmsu að segja. Tanja er leikin af Ólöfu Sverrisdóttur leikkonu. Meira
19. október 1995 | Fréttaskýringar | 364 orð

The Iceland Reporter ­ nýtt blað á gömlum grunni

THE ICELAND Reporter er heitið á mánaðarriti á ensku frá Iceland Review-útgáfunni. Blaðið kemur í stað News from Iceland sem komið hefur út frá 1975. Grundvallarbreyting var gerð á uppbyggingu blaðsins og útliti, því þótti tilhlýðilegt að gefa því einnig nýtt nafn. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Tilboð á agúrkum og kartöflum

HAGKAUP býður kartöflur á tilboði þessa dagana og kostar poki með tveimur kílóum 79 krónur eða 38,50 kílóið. Nokkrar aðrar verslanir hafa einnig lækkað verð á kartöflum meðal annars verslunin við Álfheima sem auglýsti kílóið á 49 krónur. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 230 orð

Tryggingagjald andstætt EES

SIGHVATUR Björgvinsson alþingismaður fullyrti á Alþingi í vikunni að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) mundi úrskurða að núverandi innheimta tryggingagjalds af fyrirtækjum brjóti í bága við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 334 orð

Umboðsmaður sjúklinga óþarfur

LANDLÆKNIR er í raun nokkurs konar umboðsmaður sjúklinga en stundar ekki hagsmunagæslu fyrir heilbrigðisstéttir og því er þingsályktunartillaga um að stofna embætti umboðsmanns sjúklinga óþörf, að mati Ólafs Ólafssonar landlæknis. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Umræðukvöld um stöðu nýbúa á Íslandi

UMRÆÐUKVÖLD um stöðu innflytjenda og flóttamanna á Íslandi verður haldið í Norræna húsinu fimmtudagskvöldið 19. október kl. 20. Fundurinn er á vegum íslenskra ungmenna sem í sumar tóku þátt í evrópsku ungmennalestinni, baráttuherferð og ráðstefnu um útlendingahræðslu, fordóma og misrétti sem var haldin í Strassbourg. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Uppbygging Skálholtsvegar

UNNIÐ er að byggingu Skálholtsvegar frá Helgastöðum að Brúará um 7 km en fyrir nokkrum árum var lagt bundið slitlag á veginn um þéttbýlið í Laugarási. Það er Ræktunarsamband Flúða og Skeiða sem tók að sér þessa framkvæmd eftir útboð og miðar verkinu vel en gert er ráð fyrir að vegurinn verði tilbúinn með bundnu slitlagi næsta sumar. Um 100. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Útgáfutónleikar Kristínar Eysteinsdóttur

KRISTÍN Eysteinsdóttir heldur útgáfutónleika sína í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld í tilefni af útkomu geisladisks hennar er kom út fyrir skömmu og ber heitið Litir. Á tónleikunum kemur Kristín fram ásamt hljómsveit en hana skipa Orri Harðarson, sem spilar á gítar, Elíza Geirsdóttir á fiðlu, Þórir Jóhannsson á bassa, Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 30 orð

Varnarmálin rædd í Washington

THAGE G. Peterson, varnarmálaráðherra Svía (lengst til hægri á myndinni), er staddur í opinbera heimsókn í Washington. Hér skoðar hann heiðursvörð ásamt William Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 170 orð

Voru samtök Arafats að baki?

PALESTÍNSKI skæruliðinn Abu Daoud, sem á sæti í svonefndu þjóðarráði Palestínumanna, hyggst gefa út endurminningar sínar í Frakklandi næsta vor. Fullyrðir hann þar að hreyfing Palestínuleiðtogans Yassers Arafats, Fatah, hafi staðið á bak við fjöldamorð á ísraelskum íþróttamönnum á Ólympíuleikunum í M¨unchen 1972. Meira
19. október 1995 | Erlendar fréttir | 45 orð

Þjóðaratkvæðið nálgast í Quebec

LOKASPRETTURINN er nú hafinn í baráttu aðskilnaðarsinna í Quebec fyrir þjóðaratkvæðið 30. október um hvort fylkið eigi að verða fullvalda ríki og segja skilið við Kanada. Á myndinni hlýða verkamenn í Montreal á ræðu Lucien Bouchards, eins af vinsælustu leiðtogum aðskilnaðarsinna. Meira
19. október 1995 | Fréttaskýringar | 427 orð

Þjóðverjar leyfa 100% eignarhlut í útvarpi

FJÖLMIÐLAEFTIRLITIÐ í Þýzkalandi hefur samþykkt í aðalatriðum að fella úr gildi lög, sem banna að meira en 50% eignarhlut í sjónvarps- og hljóðvarpsfyrirtæki að sögn embættismanna. Að sögn Wolfgangs Clements, efnahagsráðherra í Nordrhein- Westfalen, Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Þörf sögð á lagabreytingu strax

HVATT var til þess á Alþingi í gær að taka af allan vafa varðandi endurhæfingarlífeyri með því að breyta lögum um félagslega þjónustu áður en vikan væri liðin. Heilbrigðisráðherra hefur gefið Tryggingastofnun fyrirmæli um að greiða umræddum bótaþegum einnig tengdar bætur þó lögfræðingar heilbrigðisráðuneytisins hafi úrskurðað að það samræmist ekki gildandi lögum. Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

pYfir eitt þúsund reyklausir vinnustaðirpFlugleiðir fyrsta reyklausa flugfélagið í EvrópupUnglingar ánetjast munn- og neftóbaki Meira
19. október 1995 | Innlendar fréttir | 535 orð

(fyrirsögn vantar)

eru viðkvæmari fyrir áhrifum tóbaksreyks en fullorðið fólk. Það kemur m.a. fram í því að sjúkdómar eins og berkjubólga og lungnabólga eru miklu algengari hjá börnum, einkum kornabörnum, sem alast upp hjá foreldrum sem reykja, en börnum á reyklausum heimilum. Meira

Ritstjórnargreinar

19. október 1995 | Leiðarar | 690 orð

KREPPA LANDBÚNAÐARINS

Leiðari KREPPA LANDBÚNAÐARINS RJÁR fréttir á baksíðu Morgunblaðsins í gær varpa ljósi á þá miklu kreppu, sem íslensk landbúnaðarstefna á við að etja. Í fyrsta lagi er greint frá því að Félag eggjaframleiðanda hafi beint því til Ríkisspítalanna að fara eftir skráðu verði á eggjum sem keypt eru. Meira
19. október 1995 | Staksteinar | 338 orð

»Pólitík og prímadonnur MARGRÉTAR Frímannsdóttur bíður það verkefni að leiða

MARGRÉTAR Frímannsdóttur bíður það verkefni að leiða hóp sem samanstendur af pólitískum prímadonnum og gallhörðum andstæðingum hennar. Þetta segir í leiðara Alþýðublaðsins. Uppeldissonur Meira

Menning

19. október 1995 | Fólk í fréttum | 265 orð

43 ný Bítlalög

Á FYRSTA hluta Bítlasafnsins, "The Beatles Anthology I", sem kemur út þann 21. nóvember næstkomandi eru áður óútgefnar Bítlaupptökur á 43 lögum. Meðal þeirra er "nýja" lagið "Free as a Bird" og allra fyrsta upptaka hljómsveitarinnar. Meira
19. október 1995 | Menningarlíf | 148 orð

6 komnir í úrslit

SEX ungir píanóleikarar eru komnir í undanúrslit alþjóðlegu Frederic Chopin-píanókeppninnar sem nú stendur yfir í Varsjá. Úrslit keppninnar, sem staðið hefur í tæpan mánuð, verða á föstudag. Þá flytja keppendurnir píanókonsert eftir Chopin auk verks með sinfóníuhljómsveit. Meira
19. október 1995 | Fólk í fréttum | 175 orð

Cher í lagi

SÖNGKONAN Cher er ekki dæmigerð amma. Hún klæðist gjarnan fatnaði sem konur helmingi yngri en hún myndu ekki voga sér að klæðast á almannafæri. Hún heldur sér við með stöðugum æfingum og segist ekki sjá eftir tímanum sem fari í þær. Nú hefur Cher gefið út nýja smáskífu. Það er gamli slagarinn eftir Mark Cohn, "Walking In Memphis". Meira
19. október 1995 | Menningarlíf | 262 orð

Djúpavíkurævintýrið í hringferð

NÝLEGA var haldinn árlegur formannafundur Bandalags íslenskra leikfélaga á Hólmavík. Leikfélag Hólmavíkur sýndi "Djúpavíkurævintýrið" eftir Vilborgu Traustadóttur og Sigurð Atlason í leikstjórn hins síðarnefnda í tengslum við fundinn, en Djúpavíkurævintýrið er klukkustundar langur einþáttungur og fjallar um uppgang og hrun byggða í Djúpavík á "síldarárunum", gullaldartíma Íslendinga, Meira
19. október 1995 | Fólk í fréttum | 178 orð

Draumabrúðkaup

DRAUMUR barnastjörnunnar Bonnie Langford hefur loks ræst. Hún giftist, þann 27. september síðastliðinn, leikaranum Paul Grunert. Brúðkaupið fór fram á Mauritius-eyju og það var Abdul Rashid Gulbul sem gaf þau saman, en hann sér um slíkar athafnir fyrir eyjarskegga. Meira
19. október 1995 | Menningarlíf | 91 orð

Edda Borg á Jazzbarnum

JAZZSÖNGKONAN Edda Borg heldur tónleika á Jazzbarnum í kvöld ásamt hljómsveit sinni, en hana skipa Ástvaldur Traustason á píanó, Bjarni Sveinbjörnsson á kontrabassa, Pétur Grétarsson á trommur og Sigurður Flosason á saxófón. Meira
19. október 1995 | Menningarlíf | 186 orð

Enn eitt verkfallið í La Scala

TÓNLISTARMENN við La Scala óperuna í Mílanó hafa boðað til verkfalls á mánudaginn næsta, er frumsýna á "Lucia di Lammermoor" eftir Donizetti. Ákvörðunina tóku þeir eftir að hafa ráðfært sig við þrjú verkalýðsfélög og rætt við stjórnendur La Scala. Starfsmenn við óperuhúsið gera kröfu um hærri laun, fjölgun í starfsliðinu og nýja starfssamninga. Meira
19. október 1995 | Fólk í fréttum | 88 orð

Fjallkonumyndband

HLJÓMSVEITIN Fjallkonan gefur út fyrstu breiðskífuna á næstu dögum. Sveitin brá sér í myndver fyrir skemmstu til að taka upp myndband við fyrsta lagið af plötunni, Bömpaðu baby bömpaðu. Leikstjóri myndbandsins var Gunnar Árnason, en myndbandið er undir áhrifum af Rokkveitu ríkisins og Hér sé stuð, sem voru á dagskrá Sjónvarpsins fyrir tveimur áratugum eða svo. Meira
19. október 1995 | Menningarlíf | 82 orð

Gullsmiðir frá Gautaborg

SÝNING í anddyri Norræna hússins á verkum eftir sex gullsmiði frá Gautaborg verður opnuð á morgun föstudag kl. 17. Þeir heita; Cecilia Johansson, Margareta Selander, Charlotte Skalegård, Tore Svensson, Mona Wallström og Lars Åsling. Meira
19. október 1995 | Myndlist | 539 orð

Göndlavers

Árni Ingólfsson Gallerí Sævars Karls: Opið virka daga á verslunartíma til 26. okt. Ásmundarsalur: Opið alla daga kl. 14-18 til 29. okt. LISTAMENN hafa oft gripið til þess ráðs að sýna á fleiri en einum stað samtímis til að geta sýnt áhorfendum tvær ólíkar hliðar í listsköpun sinni, eða ná fram einhverjum þeim áherslumun, Meira
19. október 1995 | Menningarlíf | 242 orð

Horfst í augu við dauðann

VÍST er að ekki mun öllum hugnast sýning sem nú stendur í National Museum of Photography, Film & Television í Bradford á Englandi en hún ber yfirskriftina Hin látnu". Eins og nafnið gefur til kynna er efni sýningarinnar ljósmyndir af látnu fólki, flestar nýlegar. Meira
19. október 1995 | Fólk í fréttum | 31 orð

Hurley heldur ræðu

FYRIRSÆTAN Elizabeth Hurley heldur hér ræðu á góðgerðarsamkomu til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Samkoman var haldin í New York á þriðjudaginn. Bleiki borðinn er alþjóðlegt tákn baráttunnar gegn brjóstakrabbameini. Meira
19. október 1995 | Menningarlíf | 657 orð

Í landi leyndardómanna Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld kemur fram fimmtán ára kínverskur

ÉG MUN kosta kapps um að leika vel í kvöld því það hefur lengi verið draumur minn að koma til Íslands. Sinfóníuhljómsveit Íslands er frábær hljómsveit og vonandi tekst mér að deila konsertinum með áhorfendum," segir hinn fimmtán ára gamli kínverski fiðlusnillingur Li Chuan Yun sem verður einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Fiðlukonsert nr. Meira
19. október 1995 | Menningarlíf | 47 orð

Lög eftir Sigvalda í Borgarneskirkju

TÓNLEIKAR verða í Borgarneskirkju í kvöld kl. 20.30. Flytjendur eru Sigurður Bragason söngvari og Hjálmur Sighvatsson píanóleikari. Á efnisskránni eru lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Verdi, Bellini og fleiri. SIGURÐUR Bragason ogHjálmur Sighvatssonflytja m.a. lög eftir Sigvalda Kaldalóns á tónleikunum í kvöld. Meira
19. október 1995 | Menningarlíf | 223 orð

Perlur sönglistarinnar

LJÓÐATÓNLEIKAR hafa verið fastur liður í starfsemi Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs allt frá árinu 1988. Margir af bestu söngvurum þjóðarinnar hafa komið fram á tónleikunum og þannig tekið þátt í að kynna ljóðasöng fyrir Íslendingum. Meira
19. október 1995 | Menningarlíf | 481 orð

"Stór rödd í hóflega stórum sal"

STÓR íslensk rödd í hóflega stórum sal" er yfirskrift dóms í bandaríska stórblaðinu The New York Times sem birtist um söng tenórsins Kristjáns Jóhannssonar fyrir skemmstu. Í umsögninni svo og annarri sem birtist í sama blaði stuttu síðar, fær Kristján fremur slaka dóma. Meira
19. október 1995 | Menningarlíf | 238 orð

Trio Nordica vel tekið í Svíþjóð

TRIO Nordica, sem skipað er Auði Hafsteinsdóttur, fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, sellóleikara, og Monu Sanström, píanóleikara, er nýkomið úr tónleikaferð um Svíþjóð. Sænsk dagblöð gáfu tríóinu frábæra dóma fyrir tónleikana og fyrir nýútgefinn geisladisk þeirra. Meira
19. október 1995 | Myndlist | 494 orð

Túristalist

Antonio Hervás Amezcua. Opið kl. 13­18 virka daga, kl. 12­16 laugard. og kl. 13­16 sunnud. til 30. okt. Aðgangur ókeypis. SUMIR erlendir listamenn sem hingað sækja gera lítið vart við sig og það kann að vera aðeins seint og um síðir sem landsmenn fá að vita af heimsóknum þeirra. Meira
19. október 1995 | Tónlist | 311 orð

Vandaður píanóleikur

Grieg: Svíta úr Pétri Gaut, Píanókonsert í a-moll. Schumann: Kinderszenen op. 15. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Stefán Sanderling. Stjórn upptöku: Bjarni Rúnar Bjarnason. Tæknimenn: Hreinn Valdimarsson og Þórir Steingrímsson. Útgefandi: Japis. JAP9525-2. Meira
19. október 1995 | Bókmenntir | 656 orð

Öndvegisrit um siðfræði

eftir Aristóteles. Íslensk þýðing Svavars Hrafns Svavarssonar sem einnig ritar inngang og skýringar. Lærdómsrit bókmenntafélagsins. Ritstjóri: Þorsteinn Hilmarsson. Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1995. Fyrra bindi 370 bls. Síðara bindi 296 bls. Meira
19. október 1995 | Fólk í fréttum | 161 orð

Örvar Jens vinnur til verðlauna í Íran

ÖRVAR Jens Arnarsson, aðalleikarinn í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Bíódögum, hlaut verðlaun fyrir besta leik ungs leikara á 11. barna- og unglingamyndahátíðinni í Isfahan í Íran um miðjan mánuðinn. Verðlaunin nefnast Gyllta fiðrildið, en hátíðin í Isfahan er næststærsta barna- og unglingamyndahátíð í heimi. Meira

Umræðan

19. október 1995 | Aðsent efni | 754 orð

BSRB krefst breytingaá fjárlagafrumvarpi

OPINBERIR starfsmenn fengu hvergi nærri að koma í febrúar sl. þegar ASÍ, vinnuveitendur og ríkisstjórnin gerðu með sér samkomulag um launastefnu til næstu tveggja ára. BSRB krafðist þess að verða aðili að þeim viðræðum sem ríkisvaldið átti við aðila almenna vinnumarkaðarins en því var ekki svarað. Meira
19. október 1995 | Aðsent efni | 584 orð

Ekkert samráð

FORSTJÓRI Tryggingastofnunar ríkisins, Karl Steinar Guðnason, ritar grein í Morgunblaðið, laugardaginn 14. október sl., um þá ákvörðun menntamálaráðuneytisins að hætta frá og með 1. júlí 1995 að greiða talmeinafræðingum og talkennurum, sem þjónusta börn á leikskólum, samkvæmt þeirri tilhögun sem gilt hefur þar um frá árinu 1987. Meira
19. október 1995 | Velvakandi | 568 orð

Er þjóðin í fjötrum hægri og vinstri forræðishyggju?

ÞAÐ er afskaplega áleitin spurning, þegar ákveðin stétt manna stendur að því að skipa sjálfum sér sess utan þess ramma sem gildir um alla aðra. Ég er farin að halda að hluti hægri manna sé illa haldinn af forræðishyggju sem byggist einkum og sér í lagi á hagfræði sem ekki kann að tala. Hagfræði sem ekki kann að tala, er engin hagfræði í samfélagi manna. Meira
19. október 1995 | Velvakandi | 444 orð

ÍKVERJI fékk fyrir skömmu sendingu frá útlöndum, sem va

ÍKVERJI fékk fyrir skömmu sendingu frá útlöndum, sem var tollskyld. Sendingin var almenn póstsending og sótti Víkverji hana í pósthúsið og greiddi, toll, virðisaukaskatt og gjald fyrir tollmeðferð póstsendinga; upphæð, sem nam 43,1% af verðmæti vörunnar ásamt sendingarkostnaði. Meira
19. október 1995 | Aðsent efni | 961 orð

Íslandsher Björns Bjarnasonar

DR. GUNNAR G. Schram, prófessor, hitti naglann á höfuðið, þegar hann sagði á öryggismálaráðstefnu SVS og Varðbergs, eftir ræðu Björns Bjarnasonar þar 7. september 1995, að ráðstefna þessi hefði þá þegar unnið sér sess í Íslandssögunni, af því að aldrei hefði nokkur maður lagt til, að stofnaður yrði her á Íslandi fyrr en Björn gerði það í erindi sínu á ráðstefnunni. Meira
19. október 1995 | Aðsent efni | 713 orð

Kiwanishreyfinginstyður geðtrufluð börn

KIWANISHREYFINGIN á Íslandi gengst fyrir fjársöfnun 21. október næstkomandi sem hreyfingin hefur kallað K-daginn, til þess að styðja börn með geðtruflanir og fjölskyldur þeirra. Markmið hreyfingarinnar er að safna nægu fé til að kaupa íbúðarhúsnæði þar sem fjölskyldur geta búið með börn sín meðan þau sækja göngudeildar- eða dagmeðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Meira
19. október 1995 | Velvakandi | 222 orð

Kveðja

HÚN er að kveðja. Hún sem varpað hefur ljóma á land og þjóð og hlúð að gróðri og íslenskri tungu í nærri 16 ár. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, sem hefur sýnt og sannað hvernig smáþjóð norður í Dumshafi getur lifað og dafnað meðal hinna stóru og fjölmennu þjóða sem eiga meira undir sér en við og látið rödd sína heyrast þeirra í meðal. Meira
19. október 1995 | Velvakandi | 715 orð

Leið út úr einangruninni

Leið út úr einangruninni Áslaugu Einarsdóttur: FLEST okkar verða veik einhvern tímann á lífsleiðinni, þessi veikindi eru af ýmsum toga, líkamleg eða andleg. Meira
19. október 1995 | Aðsent efni | 327 orð

Lykill að betra lífi

K-LYKILLINN, sem félagar í Kiwanishreyfingunni selja um allt land dagana 19.­21. október, getur opnað dyr að betra lífi margra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Kiwanismenn hafa margoft áður lagt geðverndarmálum lið með fjársöfnun af þessu tagi. Unglingadeild geðdeildar Landspítala Íslands var til dæmis opnuð með stuðningi þeirra árið 1987. Meira
19. október 1995 | Aðsent efni | 393 orð

Lykill að jafnrétti!

24. OKTÓBER 1975 var merkisdagur í lífi íslenskra kvenna og þjóðarinnar allrar, en þá lögðu konur niður vinnu í þeim tilgangi að gera vinnuframlag sitt sýnilegt, bæði innan heimilanna sem og úti í atvinnulífinu og undirstrika þannig kröfur um jafna stöðu og jafnan rétt á við karla. Meira
19. október 1995 | Aðsent efni | 829 orð

Orðsending til ríkisstjórnar og alþingismanna

Á 27 árum og níu mánuðum höfum við Íslendingar horft á eftir 7.444 mönnum flytjast búferlum úr landi, það er brottfluttir umfram aðflutta. 64.873 hafa farið, 57.429 komið, mismunur 7.444, tala sem samsvarar því að allir íbúar Keflavíkur eða Garðabæjar hafa horfið úr landi. Þessi dapurlega staðreynd knýr mig til að setjast niður og setja á blað þessa orðsendingu til ykkar. Meira
19. október 1995 | Aðsent efni | 801 orð

Reynsla mín og framtíðarsýn

EFTIR að hafa verið þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn í átta ár leyfi ég mér að koma fram með skoðanir, sem eru byggðar á minni reynslu. Í þessu tilfelli er umfjöllunarefnið þátttaka kvenna í pólitík. Ástæðan er m.a. sú að um næstu helgi er Landsþing framsóknarkvenna haldið í sjöunda sinn, að þessu sinni í Kópavogi. Meira
19. október 1995 | Aðsent efni | 1159 orð

Spítalahald í heimahúsi austur á Síðu í upphafi aldar

ALLNOKKRU áður en leiðréttingaskrif við sagnfræði- og minningarit komust í móð, hafði ég einsett mér að rita slík skrif, en hefur dregist úr hömlu þar til nú, þegar fordæmi tveggja heiðursmanna er til uppörvunar. Sannast sagna eru slík skrif leiðinleg skylda þeim, sem þurfa að inna þau af hendi, en má þó ekki undan víkjast, svo að sögulegt mishermi festi ekki rætur. Meira
19. október 1995 | Aðsent efni | 883 orð

Til umhugsunar fyrir efnahags og viðskiptanefnd

EFTIR lesningu fjárlagafrumvarps ársins 1996 get ég því miður ekki betur séð en að ríkisstjórnin leggi til, að nú skuli endanlega gert útaf við fólk sem háa örorku hefur hlotið vegna bótaskyldra slysa. Á bls. 252 í fjárlagafrumvarpinu stendur skrifað: "Gert er ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur verði lögfestur á komandi þingi." Á bls. Meira
19. október 1995 | Aðsent efni | 1257 orð

Trúarbragðamismunun í grunnskólum?

SÚ VAR tíðin að það var refsivert að hafa aðra trú en þá sem ríkið bauð. Árið 1874 gaf kóngurinn í Kaupmannahöfn okkur stjórnarskrá þar sem kveðið var á um trúfrelsi sem þó var mjög takmarkað. Menn máttu trúa öðru en því sem þjóðkirkjan kenndi en urðu engu að síður að fjármagna kirkjuna, hún ein safnaða naut verndar og fjárframlaga frá ríkinu. Meira
19. október 1995 | Aðsent efni | 720 orð

Úr fjötrum geðsjúkdóms

MEÐAL menningarþjóða hefur ætíð þótt ósanngjarnt að geðsjúkum sé refsað á sama hátt og heilbrigðum fyrir afbrot. Geðsjúkir fremja stundum alvarleg afbrot í ástandi sem lýtur ekki frjálsum vilja, skilningi þeirra né skynsemi og oft undir áhrifum ranghugmynda og ofskynjana og samkvæmt hegningarlögum má þá ekki beita refsingum. Meira
19. október 1995 | Velvakandi | 296 orð

Útvarpsstjóri krafinn um afsökunarbeiðni

ALLT frá því núverandi útvarpsstjóri tók við stjórn, hefir hann skákað í því skjólinu. að hann væri ábyrgðarlaus af dagskrárefni bæði í sjónvarpi og útvarpi. Hann hefir nú nýlega birt langlokur í dagblöðum um hlutverk og ábyrgð Ríkisútvarpsins á menningu samfélagsins. Meira
19. október 1995 | Velvakandi | 387 orð

Þekkir einhver ljóðlínurnar? GUÐNÝ Jóhannsdóttir hringdi og

GUÐNÝ Jóhannsdóttir hringdi og óskaði eftir því að þeir lesendur sem kannast við eftirfarandi hendingu hafi samband við sig. Austurland í örmum fjalla þinna Guðný er í síma 462-1122 og heimilisfangið er Bakkahlíð 12, Akureyri. Forsetaefni SONJA Schmidt hringdi og vildi benda á Jón Baldvin Hannibalsson sem forseta. Meira

Minningargreinar

19. október 1995 | Minningargreinar | 892 orð

Benedikt Gunnarsson

Vinur okkar Benedikt Gunnarsson tæknifræðingur, er horfinn á vit feðra sinna. Æviatriða hans og ferils hefur verið getið í minningargrein og verður það ekki endurtekið hér. Kynni okkar Benedikts hófust árið 1967. Hafði Alþingi þá samþykkt að vorið eftir skyldi vinstri umferð aflögð, en hægri umferð upp tekin hér á landi. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 28 orð

BENEDIKT GUNNARSSON

BENEDIKT GUNNARSSON Benedikt Gunnarsson fæddist í Saurbæ í Eyjafirði 26. júní 1921. Hann lést á Ólafsfirði 30. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjarkirkju 10. október. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 553 orð

BENJAMÍN EIRÍKSSON

HANN ólst upp við kröpp kjör á fátæku alþýðuheimili í upphafi aldarinnar. Ungur fór hann að vinna sér og fjölskyldu sinni hörðum höndum. Hann varð því snemma að beygja sig undir þann harða aga, sem lítil efni kenna atgervisfólki. Hann braust til mennta í krafti yfirburða gáfna og námshæfileika. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 818 orð

Guðrún Sigríður Ottósdóttir

Þegar okkur barst sú fregn að okkar kæra vinkona Guðrún Sigríður Ottósdóttir, Susta eins og hún var alltaf kölluð, hefði látist á heimili sínu í Texas setti okkur hljóðar. Hún hafði átt við erfiðan sjúkdóm að glíma til nokkurra ára. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 201 orð

GUÐRÚN SIGRÍÐUR OTTÓSDÓTTIR

GUÐRÚN SIGRÍÐUR OTTÓSDÓTTIR Guðrún Sigríður Ottósdóttir fæddist í Reykjavík 16. mars 1937. Hún lést á heimili sínu í Skógarlöndum utan við Houston-borg í Texas aðfaranótt 4. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ottó J. Ólafsson fulltrúi og kona hans, Borghildur Ólafsdóttir, sem lengst af bjuggu í Sörlaskjóli 12. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 545 orð

Hans Kristján Kristjónsson

Hann Kiddi frændi minn er dáinn. Mig langar í fátæklegum orðum að líta yfir farinn veg og rifja upp góðar minningar um glaðværan mann sem var ekki mikið fyrir að láta á sér bera. Kiddi fæddist á Djúpavogi og flutti ungur til Seyðisfjarðar. Hann hét fullu nafni Hans Kristján eins og forfaðir okkar Hans Kristján Jónatan sem talinn er vera launsonur dansks greifa og múlattastúlku. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 56 orð

HANS KRISTJÁN KRISTJÓNSSON

HANS KRISTJÁN KRISTJÓNSSON Hans Kristján Kristjónsson vélvirki var fæddur á Djúpavogi 4. janúar 1922. Hann lést á Seyðisfirði 25. september síðastliðinn. Hans Kristján var sonur hjónanna Hansínu Hansdóttur og Kristjóns Sigurðssonar. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 633 orð

Hólmfríður Helgadóttir

Í dag kveðjum við Hólmfríði Helgadóttur, föðursystur okkar. Fríða, eins og hún var kölluð, var yngst systkina sinna, sem upp komust. Foreldrar hennar, Helgi bóndi að Hvítanesi í Kjós og kona hans, Guðfinna, fluttust til Reykjavíkur árið 1907 með börn sín og keyptu húsið við Njálsgötu 59, sem nú er horfið. Þar ólst Fríða upp við mikla ást og umhyggju foreldra sinna og bræðra. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 56 orð

Hólmfríður Helgadóttir Elsku langamma. Ég sil ekki af hverju það er ekki hægt að heimsækja þig. Ég skil ekki hvar þú ert. Ég

Elsku langamma. Ég sil ekki af hverju það er ekki hægt að heimsækja þig. Ég skil ekki hvar þú ert. Ég skil ekki að þú komir ekki aftur. Elsku langamma, ég sakna þín. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú þér ég sendi, bæn frá mínu brjósti sjáðu, ljúfi Jesú að mér gáðu. Þín Helga Rún. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 271 orð

Hólmfríður Helgadóttir Kveðja frá barnabörnum

Hún amma okkar er dáin. Það var ávallt gott að koma til hennar. Söknuður okkar er mikill er við hugsum til þess að fá ekki að sitja hjá henni í eldhúsinu og drekka með henni kaffi. Þegar við vorum yngri gaf hún okkur það sem hún kallaði "kaffisull" og stundum fengum við líka kringlu til að dýfa í. Hún tók þátt í gleði okkar og sorgum. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 487 orð

Jón Jóhannesson

Góður drengur er genginn. Jón Jóhannesson kvaddi á hljóðlegan hátt eins og venja hans var í lifandi lífi að ganga um með hógværð hvar sem leið hans lá. Ég hafði smávegis kynni af Jóni þegar hann var ungur maður en fyrir 43 árum lágu leiðir okkar saman er við byggðum saman hús það, er við höfum búðið í síðan. Við byggjum húsið sjálf. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 309 orð

Jón Jóhannesson

Það er mikil gæfa að eiga góða vini. Kær vinur hefur nú kvatt okkur að sinni. Ég man fyrstu kynni mín af Jóni, þá var hann kennari á Laugarvatni, en Selma íþróttakennari í Melaskóla. Mikið dáðist ég að þessum fallega manni sem var að heimsækja Selmu. Svo byggðu þau húsið sitt við Tómasarhagann. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 677 orð

Jón Jóhannesson

Nú er hann fóstri farinn. Jón og Selma hafa alltaf verið sjálfsagður þáttur í lífsmynstrinu. Sveitavargurinn kom ætíð í mat eða kaffi á Tómasarhagann í bæjarferðum og þar braut ég kristalskálarnar í frumbernsku. Þangað var flutt í upphafi menntaskólaverunnar og þar bar ég inn mínar fyrstu plötur með Incredible String Band og Zappa. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 307 orð

Jón Jóhannesson

Stiklað á teppamunstri, myndlist og bækur á öllum veggjum, tröllalampi á hornhillu, stór negrahaus á annarri, íturvanir leirkroppar á hornborði,útlendir minjagrpir, ekta ugla, stór radíófónn. Fullorðna fólkið að spjalla saman og Jón býður fimmkall fyrir sönginn. Fyrstu tekjurnar. Jú, það er spilað á gítar og píanó en sög, nei með sög sagar maður. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 125 orð

JÓN JÓHANNESSON

JÓN JÓHANNESSON Jón Jóhannesson fæddist í Glæsibæ í Staðarhreppi í Skagafirði 29. júní 1914. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 10. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Jóhannesson, smiður og bóndi í Glæsibæ, og Sæunn Steinsdóttir, klæðskeri og húsfreyja. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 557 orð

Kristján Kristjónsson

Fagran júnídag, á liðnu sumri, birtust góðir gestir í björtu sólskini á bæjarhlaði að vitja heimaslóða og ættingja. Ekki var þá í huga að þar í hópnum væri verið að kveðja einn í síðasta sinn og raunar heilsa augliti til auglitis í fyrsta skipti einnig, því systkinin Kristján, Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 231 orð

Reimar Jóhannes Sigurðsson

Kæri vinur og bróðir. Þegar ég hugsa til þín núna koma upp minningar frá æskuárunum þegar þú notaðir mig, smástelpu, til að æfa þig að "tjútta". Þú varst alltaf mikið fyrir tónlist, ekki síst þá sígildu í seinni tíð. Allar ferðirnar mínar úr barnaskólanum á verkstæðið hjá ykkur Hadda og seinna á þínu eigin verkstæði til að láta þig skerpa skautana mína eða bara fá að hanga hjá þér. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 125 orð

REIMAR JÓHANNESSIGURÐSSON

REIMAR JÓHANNESSIGURÐSSON Reimar Jóhannes Sigurðsson húsgagnasmíðameistari fæddist á Brunnastíg 4 í Hafnarfirði 14. marz 1937. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 11. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Eiríksson og Jenný Ágústsdóttir. Reimar var sjötti í röðinni af ellefu systkinum og sá fyrsti sem kveður. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 159 orð

Sigvarður Haraldsson

Okkur langar til að kveðja nágranna okkar Sigvarð Haraldsson með fáeinum orðum. Við höfum fengið að njóta þess að vera nágrannar Sigvarðs síðastliðin 12 ár. Að hann sé núna dáinn er erfitt að trúa. Að geta ekki lengur skroppið inn á verkstæðið til hans eða séð hann vera að grilla fyrir fjölskylduna sína, verður erfitt að sætta sig við. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 139 orð

SIGVARÐUR HARALDSSON

SIGVARÐUR HARALDSSON Sigvarður Haraldsson var fæddur í Reykjavík 10. mars 1955. Hann lést af slysförum 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingveldur Jónsdóttir frá Hasta í N-Noregi, f. 31.12. 1918, og Guðmundur Haraldur Eyjólfsson, f. 18.3. 1901, d. 15.09. 1983, sem bjuggu á Heiðarbrún í Holtum og þar ólst Sigvarður upp. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 474 orð

Sveinn Már Guðmundson

Þeir hverfa einn af öðrum, mennirnir sem með dugnaði og þori reistu það líf sem við byggjum á í dag. Með tveimur höndum lögðu þeir grunninn að því atvinnulífi sem litlu bæirnir hafa byggt sína tilveru á. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 478 orð

SVEINN MÁR GUÐMUNDSON

SVEINN MÁR GUÐMUNDSON Sveinn Guðmundsson var fæddur á Hvanná á Jökuldal 25. nóvember 1922. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 13. október 1995. Foreldrar Sveins voru Guðmundur Jónsson frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð, f. 1. ágúst 1899, d. 2. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 625 orð

Sverrir Guðjón Guðjónsson

Í tæp sex ár bjuggu þau á hæðinni fyrir neðan okkur. Magga og Sverrir, í "neðra" eins og við sögðum í gríni. Við höfðum kynnst eftir að hafa verið skiptinemar með AUS. Þau fluttu sama ár og við á Boðagrandann. Sumir segja að vinir geti ekki búið svona nálægt hver öðrum. En með Möggu og Sverri var ekki erfitt að sameina þetta tvennt. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 387 orð

Sverrir Guðjón Guðjónsson

Sumarið 1986 fórum við fjórar stúlkur frá Hafnarfirði út í heim í lestarferð. Flogið var til Lúxemborgar og þar hittum við tvo stráka frá Vestmannaeyjum, þá Guðna og Sverri sem einnig voru með lestarfarmiða upp á vasann. Svo varð úr að við urðum öll samferða í þetta ferðalag. Þannig kynntist ég Sverri. Við ferðuðumst saman í tæpan mánuð. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 209 orð

Sverrir Guðjón Guðjónsson

Vinur okkar og starfsfélagi er fallinn frá. Við minnumst hans sem kraftmikils og lífsglaðs einstaklings, einstaklings sem gaf ríkulega af sér til samferðamanna sinna. Okkur er mikill missir að honum Sverri. Sverrir starfaði í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli við góðan orðstír. Hann var tengiliður okkar við þann heim sem borgarbörn þekkja síður, sjóinn og þá hætti sem tíðkast þar. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 28 orð

SVERRIR GUÐJÓN GUÐJÓNSSON

SVERRIR GUÐJÓN GUÐJÓNSSON Sverrir Guðjón Guðjónsson fæddist á Norðfirði 3. apríl 1965. Hann lést í Namibíu 13. september síðastliðinn. Minningarathöfn um Sverri fór fram í Fossvogskirkju 4. október. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 235 orð

Þórhallur Höskuldsson

Kveðja og þakkir frá Möðruvallaklaustursprestakalli Við sóknarbörnin í Möðruvallaklaustursprestakalli viljum með þessum fátæklegu orðum þakka fyrir það að við fengum að njóta starfa þessa góða drengs og trausta þjóns um árabil. Séra Þórhallur var upprunninn og ættaður héðan úr prestakallinu. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 361 orð

Þórhallur Höskuldsson

Elsku Þórhallur. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Stundum er hægt að vinna aftur missinn, en stundum er það ekki hægt. Þetta á ef til vill einna sterkast við um þá er falla okkur frá. Þegar ég frétti af fráfalli þínu trúði ég ekki viðmælanda mínum. Mín eyru neituðu að trúa því sem og hjarta mitt og sála mín. Meira
19. október 1995 | Minningargreinar | 30 orð

ÞÓRHALLUR HÖSKULDSSON

ÞÓRHALLUR HÖSKULDSSON Sr. Þórhallur Höskuldsson fæddist í Skriðu í Hörgárdal 16. nóvember 1942. Hann lést í Reykjavík 7. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 16. október. Meira

Daglegt líf

19. október 1995 | Neytendur | 177 orð

Ferskur kjúklingur í búðir á ný

FERSKUR kjúklingur er kominn á markað í Reykjavík. Það er nýjung því ekki hefur verið heimilt að selja hann í búðum undanfarin 18 ár. Sala á kjúklingum hófst í búðum Hagkaupa í Reykjavík í gær. Sláturhúsin geta nú unnið ferskan kjúkling eftir ströngum reglum og undir eftirliti og hefur þeim nýlega verið heimilað að setja hann á markað. Meira
19. október 1995 | Neytendur | 261 orð

Fiskabúr sem lekur

ÞEGAR tíminn hefur máð geðshræringu í tengslum við sérkennilega lífsreynslu situr oft eftir skemmtileg saga í minningunni. Maður nokkuð rifjaði upp eina slíka fyrir skömmu, sem tengist samskiptum hans við tryggingafélag: Morgun einn þegar hann, nývaknaður, gekk yfir fína, þykka ullarteppið í stofu sinni fannst honum hann heyra undarleg hljóð. Meira
19. október 1995 | Neytendur | 164 orð

Gatorade ­ íþróttadrykkur

SÓL hf. hefur gert samning við Quaker Oats fyrirtækið í Bandaríkjunum um sölu og dreifingu á drykknum Gatorade á Íslandi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Sól hf. hefur Gatorade um 80% hlutdeild íþróttadrykkja á Bandaríkjamarkaði. Markmið drykkjarins, fyrir utan að svala þorsta, er að skila töpuðum vökva aftur í líkamann eins fljótt og mögulegt er. Meira
19. október 1995 | Neytendur | 115 orð

Krem til yngingar

FLESTUM konum bregður ögn í brún þegar þær finna fyrstu hrukkurnar á andlitinu. Þeim bjóðast hins vegar ýmsar aðferðir til að tefja fyrir þessu eðlilega öldrunarferli náttúrunnar og er ein þeirra sú að nota "galdra" ávaxtasýra en þær örva myndun nýrra húðfruma. Meira
19. október 1995 | Neytendur | 74 orð

Skólaskyr fyrir yngstu kynslóðina

SKÓLASKYR er ný vörutegund sem Mjólkursamsalan er að setja á markað þessa dagana. Skólaskyrið er framleitt hjá Mjólkurbúi Flóamanna og fæst með þremur mismunandi bragðtegundum; jarðarberja, vanillu og ananas. Hjá Mjólkursamsölunni ætla menn með umbúðaskreytingum, bragðefnum og samsetningu að höfða til yngstu kynslóðarinnar. Meira
19. október 1995 | Neytendur | 754 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
19. október 1995 | Neytendur | 64 orð

Ullarföt sem má þvo

BUXUR og vesti úr 100% ull, sem má þvo í þvottavél, fást í Herrunum í Austurstræti. Hvoru tveggja má þvo á 40 gráðu hita og léttvinda, en ekki setja í þurrkara að sögn Sigurjóns Þórssonar, annars eiganda verslunarinnar. Buxurnar fást í nokkrum sniðum og kosta frá 6.950. Meira

Fastir þættir

19. október 1995 | Dagbók | 2753 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 13.-19. október að báðum dögum meðtöldum, er í Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16. Auk þess er Holts Apótek, Glæsibæ, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
19. október 1995 | Dagbók | 71 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Miðvikudaginn 2

Árnað heillaÁRA afmæli. Miðvikudaginn 25. október nk. verður sjötugStefanía Hinriksdóttir, Vogagerði 1, Vogum. Eiginmaður hennar erAlbert Guðlaugsson, verkamaður.Þau hjónin taka á móti gestum laugardaginn 21. október nk. á heimili dóttur þeirra á Munaðarhól 15, Hellissandi milli kl. 15-18. Meira
19. október 1995 | Dagbók | 80 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Þóroddsstaðakirkju í Kinn af sr. Sighvati Karlssyni Þórdís Stína Pétursdóttir og Friðrik Baldursson.Með þeim á myndinni eru synir þeirraSigurður Þór, Árni Ólafur og Pétur Helgi. Heimili þeirra er á Húsavík. Meira
19. október 1995 | Dagbók | 44 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júlí sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Gná Guðjónsdóttir ogEiður Kristmannsson. Með þeim á myndinni eru börn þeirra f.v. Kristmann, Hinrik Örn, Ásdís og Birna Dís. Heimili þeirra er í Nökkvavogi 9, Reykjavík. Meira
19. október 1995 | Fastir þættir | 483 orð

KRYDD OG KRANSAR

NÚ UPPSKERUM við eins og sáð var í vor. Rok og rigningar fóru illa með gróðurinn í haust, en það er þess virði að reyna að ná því, sem eftir er, inn fyrir veturinn. Fyrir skömmu var fjallað um þurrkun blóma í Blómi vikunnar. Nú er komið að því hvernig við geymum kryddjurtir sem best. Til að fá fjölbreytta ánægju af kryddjurtum er meðal annars gaman að þurrka þær. Meira
19. október 1995 | Dagbók | 574 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Múlafoss, Laxfoss, Fjordshjell

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Múlafoss, Laxfoss, Fjordshjell og leiguskipið Ludor. Stakfell er væntanlegur fyrir hádegi. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrrakvöld kom rússneski togarinn Santa. Meira
19. október 1995 | Fastir þættir | 573 orð

Slátur Sláturuppskriftirnar mínar eru líklega of seint á ferðinni fyrir suma segir Kristín Gestsdóttir, en alltaf eru einhverjir

ÞEGAR ég sat og saumaði síðsta vambakeppinn minn um daginn, þreytt og dofin í fingrunum, heyrði ég að auglýstar voru í útvarpinu saumaðar vambir með slátrinu. Mér fannst sem verið væri að storka mér. Meira
19. október 1995 | Fastir þættir | 496 orð

Stigahæstu spilarar heims í úrslitaleik

Keppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn, 8.-20. október BANDARÍSKA sveitin, sem nú spilar úrslitaleikinn um Bermúdaskálina, hefur verið nær ósigrandi í heimalandi sínu undanfarin fjögur ár. Hún hefur meðal annars unnið Spingoldmótið þrjú ár í röð, en það mót er eitt af fjórum stærstu sveitamótum í Ameríku. Meira
19. október 1995 | Dagbók | 236 orð

Yfirlit: Ska

Yfirlit: Skammt vestur af landinu er 980 mb lægð sem hreyfist norðaustur. 1010 mb hæð er yfir Grænlandi. Spá: Norðlæg átt, gola eða kaldi vestan til en kaldi eða allhvasst austan til, slydda eða rigning norðan- og austanlands en þurrt syðra. Hiti 1­8 stig. Meira

Íþróttir

19. október 1995 | Íþróttir | 108 orð

35 þjálfarar á námskeið í Þýskalandi

35 þjálfarar á námskeið í Þýskalandi KSÍ varð fyrst sérsambanda ÍSÍ til að bjóða þjálfurum upp á D-stigs námskeið og er það hæsta stig fyrir þjálfara hér á landi en fræðslunni lýkur með E-stigs námskeiði erlendis. Fyrsti hópurinn fór til Þýskalands 1991 en í byrjun nóvember nk. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 683 orð

Aldrei séð aðra eins dómgæslu

Stjarnan féll úr Evrópukeppni bikarhafa um síðustu helgi, eins og fram hefur komið, en þær eru allt annað en sáttar við dómgæsluna í seinni leiknum, sem fór fram í Grikklandi, og segja forsvarsmenn liðsins að ekki hafi farið framhjá neinum að hún hafi ráðið úrslitum. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 491 orð

Bjarki skyggði á Dimitri Filippov

AFTURELDING sótti fyrstu stig tímabilsins í Garðabæ í gærkvöldi þegar liðið vann Stjörnuna, 31:27, eftir að heimamenn, sem höfðu ekki tapað stigi, höfðu verið marki yfir í hléi, 12:11. Sigur aðkomumanna var sanngjarn og ekki í hættu eftir að þeir náðu fjögurra marka forystu, 19:15, Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 167 orð

Bjarni áfram með Breiðablik

BJARNI Jóhannsson verður áfram þjálfari 1. deildarliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Valgeir Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, sagði að það væri ákveðið að Bjarni yrði áfram, en það ætti þó eftir að ganga frá útfærsluatriðum í samningnum. "Bjarni á auðvitað eftir að skrifa undir, en þar sem hann er staddur erlendis hefur það dregist. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 496 orð

Bow afgreiddi ÍR-inga

JONATHAN Bow var hetja KR- inga er þeir unnu ÍR-inga 81:80 í spennandi og fjörugum leik í gærkvöldi. Bow gerði 33 stig í leiknum og skoraði þriggja stiga sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Lokamínúturnar voru æsispennandi. ÍR var fimm stigum yfir er sex mínútur voru eftir, en KR jafnaði áður en Rhodes kom ÍR yfir á ný, 74:76, þegar 1,30 mín. voru eftir. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 39 orð

Í kvöld

Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Akranes:ÍA - Keflavíkkl. 20 Borgarn.:Skallagr. - Tindast.kl. 20 Grindavík:UMFG - Haukarkl. 20 Akureyri:Þór - UMFNkl. 20 Hlíðarendi:Valur - Breiðablikkl. 20 1. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | -1 orð

KA-menn einir taplausir

"ÞETTA var mjög erfiður leikur," sagði Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA, eftir að lið hans hafði lagt Hauka að vell á Akureyri í gærkveldi 27:26. "Við spiluðum ekki vel í leiknum en náðum að komst niður á jörðina eftir Evrópuleikinn án þess að lenda harkalega. Ég er mjög sáttur við baráttu okkar og stigin eru góð, en það eru jú þau sem telja. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 381 orð

Klaufskir FH-ingar

"HJÁ okkur ríkti andleysi, baráttuleysi og kæruleysi á lokakaflanum. Við hleyptum þeim inn í leikinn með því að leika ekki agað," sagði Gunnar Beinteinsson, leikmaður FH, að leikslokum í Kaplakrika í gærkvöldi. Orð Gunnars lýsa vel leik FH-inga á lokakaflanum en þegar tíu mínútur voru eftir höfðu þeir fimm marka forystu. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 206 orð

Knattspyrna

Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Nantes, Frakklandi: Nantes - Álaborg3:1 Nicolas Ouedec (5.), Reynald Pedros (56.), Roman Kosecki (75.) - Jan Pedersen (46.). 30.000. Oporto, Portúgal: Porto - Panathinaikos0:1 -Dimitri Markos (40.). 25.000. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 125 orð

KR - ÍR81:80

Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, úrvalsdeildin í körfuknattleik - 7. umferð - miðvikudaginn 18. október 1995. Gangur leiksins: 0:7, 5:11, 13:11, 17:16, 23:26, 25:32, 27:39, 38:46, 38:49, 57:52, 69:74, 74:74, 74:77, 76:78, 78:80, 81:80. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 61 orð

Leifur dæmir

LEIFUR Harðarson munverða fyrsti íslenski dómarinntil að dæma leik í Evrópukeppninni blaki þegar hanndæmir leik Glasgow Ragazziog norsku meistaranna Batsfjord um helgina. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 300 orð

LOS Angeles Clippers

LOS Angeles Clippers hefur gert tveggja ára samning við landsliðsmann Kínverja, Ma Jian og verður hann fyrsti Kínverjinn til að leika í NBA-deildinni. Jian er 26 ára framherji og er 2,02 metrar á hæð. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 163 orð

Máttlítið hjá meisturum HK

Það voru engir meistarataktar sem leikmenn HK sýndu gegn Þrótti R. í Digranesi í gærkvöldi þegar gestaliðið skellti heimamönnum í þremur hrinum. Þróttarar tóku leikinn í sínar hendur strax í upphafi og það má segja að það hafi einungis verið eitt lið á vellinum því mótspyrna var varla til staðar hjá HK sem tapaði fyrstu hrinunni 15:3. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 624 orð

Stjarnan - UMFA27:31

Íþróttahúsið í Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik, 4. umferð, miðvikudaginn 18. október 1995. Gangu rleiksins: 0:1, 1:1, 3:3, 8:8, 8:11, 12:11, 12:12, 13:13, 15:15, 15:19, 17:20, 19:21, 19:24, 22:27, 24:27, 27:30, 27:31. Mörk Stjörnunnar: Dimitri Filippov 10/5, Konráð Olavson 6, Gylfi Birgisson 4, Magnús A. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 163 orð

Táningar í sviðsljósinu

Táningurinn Raul Gonzalez hjá Real Madrid, 18 ára, var heldur betur á skotskónum þegar lið hans skaut ungverska liðið Ferencvaros á bólakaf, 6:1, í Madrid. Þessi ungi og stórefnilegi leikmaður skoraði þrjú mörk og annar stórhættulegur sóknarleikmaður, Ivan Zamorano frá Chile, skoraði tvö mörk. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 84 orð

Tveir fengu að sjá rautt

TVEIR leikmenn voru reknir af leikvelli í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Alexis Alexoudis, miðherji Panathinaikos, var rekinn af leikvelli eftir 35. mín. gegn Porto. Alex Cleland, Glasgow Rangers, var rekinn af leikvelli gegn Juventus í Tórínó - fyrir háskaleið, á 55. mín. Hnífsstunga í bakið Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 137 orð

Úlfar þarf að vinna fimm högg

ÚLFAR Jónsson, kylfingur úr Keili, þarf að vinna fimm högg af nokkrum keppendum á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina, sem fram fer á Spáni þessa dagana. Úlfar lék völlinn á pari, 72 höggum, á þriðjudaginn en í gær var hann á 75 höggum. Hann var í 25. til 27. sæti eftir fyrri daginn en er nú í kringum 40. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 279 orð

Valdimar skoraði sextán

Valdimar Grímsson, þjálfari Selfyssinga, fór fyrir sínum mönnum og gerði 16 mörk í auðveldum sigri á KR-ingum, 28:35, í Laugardalshöll í gærkvöldi. Valdimar lék þó ekki allan leikinn því hann var tekinn út af þegar sjö mínútur voru til leiksloka og kom ekki inn á aftur. "Ég hef nokkrum sinnum áður gert sextán mörk og er það metið hjá mér og stendur því enn. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 155 orð

Valsmenn of erfiðir fyrir Eyjapeyja

Íslandsmeistarar Vals voru of stór biti fyrir hið unga lið Eyjamanna, sem mátti þola tap, 20:23. Eyjamenn stóðu allan tímann í Valsmönnum í ágætum leik, sem var sveiflukenndur í fyrri hálfleik. Heimamenn léku mjög vel framan af og náðu þriggja marka forskoti, en þá kom slæmur kafli - Valsmenn lokuðu vörn sinni og skoruðu sex mörk í röð, 7:10. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 200 orð

(fyrirsögn vantar)

GÍSLI Felix Bjarnason átti afmæli í gær, varð 33 ára. Hann mætti með Selfyssingum í Laugardalshöllina þar sem þeir mættu gömlu félögum hans úr KR. Gísli Felix lék ekki með Selfyssingumvegna meiðsla. KR-ingar mundu eftir afmælisdeginum og færðu honum blómvönd fyrir leikinn. Meira
19. október 1995 | Íþróttir | 48 orð

(fyrirsögn vantar)

»Reuter Fjórtán Evrópuleikir í röð án tapsEVRÓPUMEISTARAR Ajax frá Amsterdam eru hreint óstöðvandi. Þeir lögðu Grasshopper frá Sviss auðveldlega, 3:0, í gærkvöldi og hefur Ajax nú leikið fjórtán leiki í Evrópukeppninni í röð án þess að tapa. Hér fagnaleikmenn Patrik Kluivert, sem skoraði tvö mörk í gærkvöldi. Meira

Úr verinu

19. október 1995 | Úr verinu | 107 orð

Áhöfn Garðars II hætt

ÖLL áhöfn Garðars II SH hefur sagt upp og ráðið sig í önnur pláss á Snæfellsnesi. Ástæða uppsagnarinnar var ágreiningur um rækjuverð til sjómanna og ótti þeirra við stopula útgerð í vetur. Ný áhöfn hefur ekki verið ráðin á Garðar og óvíst er hvernig útgerð hans verður háttað í vetur. Meira
19. október 1995 | Úr verinu | 266 orð

Hlýnandi sjór og fiskfriðun ráða mestu um aukna fiskigengd

"ÁHRIF hlýsjávarins við Noreg og í Barentshafi hafa áhrif á fiskgengd," segir Sven Aage Malmberg hjá Hafrannsóknastofnuninni. Hann segir að undanfarin ár hafi hitastig sjávar í Barentshafi verið í góðu lagi. Það sé því ekki einungis fiskveiðistjórnun Norðmanna sem valdi auknum afla í Barentshafi um þessar mundir, þótt hún eigi stóran hlut að máli. Meira

Viðskiptablað

19. október 1995 | Viðskiptablað | 240 orð

Flugþing 1995

FLUGMÁLASTJÓRN efnir hinn 19. október nk til málþings undir heitinu FLUGÞING '95 - Flugsamgöngur á Íslandi. Það er nýjung í starfsemi Flugmálastjórnar að halda Flugþing og er fyrirhugað að halda þingið reglulega í framtíðinni. Nú eru liðin 50 ár frá stofnun Flugmálastjórnar og því þykir við hæfi að helga fyrsta Flugþingið innanlandsflugi. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 380 orð

Framleiðir nú þegar "íslenskan" vodka

HOLLENSKT fyrirtæki, Ursus International, hefur leitað eftir samstarfi við Eldhöku hf. um framleiðslu á nýrri vodkategund. Það vekur hins vegar athygli að þessir hollensku aðilar, sem munu vera þeir hinir sömu og framleiða Black Death- vodka, hafa þegar hafið framleiðslu á þessari vodkategund og ætla mætti af merkingum á umbúðunum að um íslenska framleiðslu væri að ræða. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 14 orð

FYRIRTÆKINói-Síríus í hátíðarskapi /4

FYRIRTÆKINói-Síríus í hátíðarskapi /4 TÖLVURÚtrýmir alnetið pésunum? /8 KRINGLANVill vera áfram í farabroddi / Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 79 orð

GM bætir stöðu sína

GENERAL Motors bílaverksmiðjurnar skýrðu frá betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en búizt var við. Hagnaður fyrirtækisins nam 642 milljónum dollara á fjórðungnum. Sérfræðingar í Wall Street höfðu gert ráð fyrir 450-500 milljónir dollara tekjum á ársfjórðungnum samanborið við 552 milljóna dollara á sama tíma 1994. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 202 orð

Hagnaðurinn jókst um 58%

HAGNAÐUR Microsoft hugbúnaðarfyrirtækisins jókst um 58% á síðasta ársfjórðungi og hið nýja Windows 95 stýrikerfi hefur selzt í 7 milljónum eintaka. Báðar þessar tölur eru hærri en sérfræðingar hafa spáð og hlutabréf í Microsoft hafa hækkað mikið í verði. Bréfin hækkuðu um 4,375 dollara í 91,125 dollara áður en skýrt var frá hagnaðinum, en í 93,50 dollara eftir lokun. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 137 orð

HúsbréfÁvöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði í gær, þriðja daginn í röð, og hefur ávöxtunarkrafan nú lækkað um rúmlega 15 punkta á 3

Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði í gær, þriðja daginn í röð, og hefur ávöxtunarkrafan nú lækkað um rúmlega 15 punkta á 3 vikum. Hjá VÍB lækkaði ávöxtunarkrafan úr 5,88% niður í 5,86% og hjá Kaupþingi og Skandía lækkaði ávöxtunarkrafan um 1 punkt, niður í 5,86%. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 232 orð

Hægt að greiða upp lán ef vextir lækka

SKULDABRÉF fasteignalána til 25 ára, sem lífeyrissjóðir hafa að undanförnu boðið gegnum Handsal, Skandia o.fl. fyrirtæki, bera fasta vexti og því njóta lántakendur ekki að óbreyttu hugsanlegra vaxtalækkana sem spáð hefur verið að séu framundan. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 88 orð

IBM með tap vegna Lotus

IBM hefur skýrt frá tapi upp á 543 milljónir dollara á þriðja ársfjórðungi, en þar með er talið gjald upp á 1.8 milljarða vegna kaupa á fyrirtækinu Lotus Development Að kaupunum á Lotus undanskildum segir IBM að hagnaður fyrirtækisins hafi aukizt í 1.3 milljarða dollara, eða 2. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 75 orð

Markaðsstjóri sambands sparisjóða

ÓLAFUR H. Guðgeirssonrekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn markaðsstjóri Sambands íslenskra sparisjóða. Ólafur lauk BA-prófi í almannatengslum og markaðsfræði 1988 og MBA- prófi í rekstrarhagfræði 1990 frá University of Alabama í Bandaríkjunum. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 232 orð

Markið sem fyrr traustur kostur

ERFITT hefur reynzt að breyta þeirri venju að kaupa mörk og svissneska franka vegna óvissu, sem ríkir í gjaldeyrismálum og uggs í sambandi við fyrirhugað myntbandalag Evrópu. Vegna ráðherrafundar Evrópusambandsins á næsta ári mun uggur um aukin hallarekstur ríkisins í mörgum Evrópulöndum valda því að fjárfestar munu varast alla áhættu og markið styrkist. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 994 orð

Með gæðin að leiðarljósi Fyrirtæki sem leggja gæði til grundvallar í rekstri sínum uppskera ekki eingöngu öflugari

ÁFERÐ um Fimmvörðuháls fyrr í haust skaut samferðamaður minn því að mér hvort gæðastjórnun væri ekki jafn gagnslítil og "ljóskan", sem var sagt upp hjá gæðaeftirlitsdeild M&M sælgætisverksmiðjunnar fyrir það að henda öllum sælgætispillunum merktum tvöföldu vaffi. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 178 orð

Nýir aðilar taka við Sportkringlunni

HJÓNIN Anna K. Sigþórsdóttir og Einar Sigfússon hafa tekið við rekstri Sportkringlunnar í Kringlunni. Verslunin, sem er ein stærsta alhliða sportvöruverslun borgarinnar, verður rekin áfram með svipuðu sniði og verið hefur. Um nokkrar áherslubreytingar verður þó að ræða, að því er segir í frétt. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 148 orð

Nýir starfsmenn Útflutningsráðs

ÞÓRARINN Stefánsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri til leigu hjá Útflutningsráði. Hann lauk prófi í markaðs- og hagfræði frá Assumption College í Massachusett í Bandaríkjunum. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 231 orð

Nýr meðeigandi hjá Endurskoðun Norðurlands

RAGNAR Jóhann Jónsson, löggiltur endurskoðandi, hefur gerst meðeigandi í Endurskoðun og reikningsskil Akureyri hf. Jafnframt hefur verið ákveðið að breyta nafni félagsins í Endurskoðun Norðurlands. Endurskoðun og reikningsskil Akureyri hf. var stofnað árið 1986 og er til húsa í eigin húsnæði að Ráðhústorgi 3, Akureyri. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 377 orð

Nýtt hlutafé selt á almennum markaði

FINNUR Ingólfsson, viðskiptaráðherra, telur að opna eigi ríkisviðskiptabankana fyrir nýjum eigendum með sölu á nýju hlutafé eftir að þeim hefur verið breytt í hlutafélög. Þetta kom fram á morgunverðarfundi nemenda í Samvinnuháskólanum sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík í gær. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 510 orð

Of mikill kostnaður fyrir svo lítinn markað

BALDUR Sigurðsson, lektor við Kennaraháskóla Íslands, gagnrýnir það að hugbúnaður skuli ekki vera þýddur á íslenska tungu í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Hann gagnrýnir sérstaklega að ekki skuli vera búið að íslenska Windows95 stýrikerfið og segir þetta vera dæmi um "fjósamennsku þjóðarsálarinnar". Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 177 orð

Ráðin til Fjárfestingarskrifstofu Útflutningsráðs

INGI G. Ingason hefur verið ráðinn skrifstofustjóri hjá Fjárfestingarskrifstofu Viðskiptaráðuneytisins og Útflutningsráðs. Hann lauk BS-prófi í viðskipta- og markaðsfræði frá San Jose State háskólanum í Kaliforníu 1988. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 170 orð

Sala 5 ára ríkisbréfa eykst

VEXTIR á óverðtryggðum ríkisbréfum til fimm ára lækkuðu í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Hins vegar hækkuðu vextir á 3ja ára óverðtryggðum bréfum og 3ja mánaða ríkisvíxlum. Alls var tekið tilboðum að upphæð 515 milljónir króna í ríkisbréf. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 1052 orð

Starfsviðið endurskilgreint Nói-Síríus heldur upp á 75 ára afmæli sitt um þessar mundir. Á þessum tímamótum hafa ýmsar

Nói-Síríus heldur upp á 75 ára afmæli sitt um þessar mundir. Á þessum tímamótum hafa ýmsar breytingar átt sér stað í rekstri þess og er fyrirtækið m.a. að feta sín fyrstu spor í útflutningi á íslensku sælgæti. Þorsteinn Víglundsson hitti Finn Geirsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að máli í tilefni þessa. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 755 orð

Torgið Er frekari vaxtal

Torgið Er frekari vaxtalækkun framundan? »UMRÆÐA um vaxtamál hefur verið mjög áberandi hér á landi að undanförnu, og kannski ekki að furða þar sem raunvextir eru mjög háir hér, sér í lagi ef vaxtastigið er borið saman við það sem tíðkast í nágrannaríkjum okkar. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 999 orð

Útrýmir alnetið einkatölvunni? Sumir spá því, að brátt verði unnt að sækja öll nauðsynleg forrit inn á alnetið en talsmenn

NETIÐ er tölvan" hefur verið einkunnarorð Sun Microsystems, tölvuframleiðanda í Kaliforníu, í næstum því áratug og þau hafa valdið mörgum manninum nokkrum heilabrotum. Allir vita þó, að það eru tölvurnar, sem vinna verkin, og netið er bara leiðslurnar, sem tengja þær saman. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 74 orð

Verkfalli lokið hjá Alcan

TÍU daga verkfalli rúmlega 4.000 starfsmanna þriggja bræðslna Alcan álfélagsins í Quebec er lokið. Launatilboð Alcans hlaut samþykki 71% 2.338 starfsmanna álversins í Jonquiere, Arvida bræðslunnar og Vaudreuil súrálsverksmiðjunnar, á mánudaginn. Meira
19. október 1995 | Viðskiptablað | 82 orð

Visa með kortlausa reikninga

VISA Ísland hefur komið á fót nýrri þjónustu, greiðslureikningi Visa, sem gerir viðskiptavinum kleift að nýta greiðsluþjónustukerfin "boðgreiðslur" og "alefli" án eiginlegs greiðslukorts. Í stað greiðslukorts fær viðkomandi einstaklingur sérstakt greiðsluskírteini með númeri og gildistíma, hliðstætt því sem er á greiðslukortum. Meira

Ýmis aukablöð

19. október 1995 | Dagskrárblað | 172 orð

10.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi.

10.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi. 16.25Einn-x-tveir Endursýndur þáttur frá miðvikudagskvöldi. 17.00Fréttir 17.05Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. (258) 17.50Táknmálsfréttir 18. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 215 orð

13.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi.

13.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi. 17.00Fréttir 17.05Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Hafsteinn Þór Hilmarsson. (252) 17.50Táknmálsfréttir 18.00Myndasafnið Endursýndar myndir úr morgunsjónvarpi barnanna. 18. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 227 orð

13.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi.

13.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi. 17.00Fréttir 17.05Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Ýrr Bertelsdóttir. (256) 17.50Táknmálsfréttir 18. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 139 orð

13.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi.

13.30Alþingi Bein útsending frá þingfundi. 17.00Fréttir 17.05Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Hafsteinn Þór Hilmarsson. (257) 17.50Táknmálsfréttir 18.00Myndasafnið Endursýndar myndir úr morgunsjónvarpi barnanna. 18. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 149 orð

15.00Alþingi Bein útsending frá þingfundi.

15.00Alþingi Bein útsending frá þingfundi. 16.35Helgarsportið Endursýndur þáttur frá sunnudagskvöldi. 17.00Fréttir 17.05Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Reynir Harðarson. (255) 17.50Táknmálsfréttir 18. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 235 orð

17.00Fréttir 17.05Leiðarljós

17.00Fréttir 17.05Leiðarljós (Guiding Light) Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi: Anna Hinriksdóttir. (254) 17.50Táknmálsfréttir 18.00Brimaborgarsöngvararnir (We All Have Tales: Bremen Town Musicians) Bandarísk teiknimynd byggð á gömlu ævintýri. Þýðandi: Nanna Gunnarsdóttir. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 401 orð

9.00Morgunsjónvarp barnanna

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir.Myndasafnið Filip mús, Forvitni Frikki, Dæmisögur, Brúðubáturinn og Rikki. Sögur bjórapabba Þýðandi: Ingi Karl Jóhannesson. Leikraddir: Baldvin Halldórsson, Elísabet Brekkan og Kjartan Bjargmundsson. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 420 orð

9.00Morgunsjónvarp barnanna

9.00Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir.Vegamót Björgunin. Þýðandi: Nanna Gunnarsdóttir. Leikraddir: Hallmar Sigurðsson og Ólöf Sverrisdóttir. (19:20) Sunnudagaskólinn Íslensk þáttaröð. 4. þáttur: Babelsturninn. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 157 orð

Aftur í nunnugervið

Stöð 2 kl. 21.40 Stöð tvö sýnir gamanmyndina Systragervi tvö eða Sister Act II með Woopi Goldberg í aðalhlutverki. Systurnar í St. Catherine klausturskólanum þurfa aftur að kalla til hjálpar söngkonuna Deloris Van Cartier frá Las Vegas. Woopi Goldberg er hér öðru sinni í hlutverki söngkonunnar sem þarf að bregða sér í nunnugervi og sker sig svo sannarlega úr hópnum. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 664 orð

Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson SBÍÓBORGIN Br

Brýrnar í Madisonsýslu Meryl Streep og Clint Eastwood gera heimsfrægri ástarsögu ágæt skil. Miðaldraástin blossar í nokkra daga í Madisonsýslu en getur aldrei orðið neitt meira. Sönn ástarmynd. Hundalíf Bráðskemmtileg Disneyteiknimynd um ævintýri meira en hundrað hunda. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 820 orð

DRAMA

Gengið á glapstigum( Walk on the Wild Side Leikstjóri Edward Dmytryk. Handrit John Fante og Edmund Morris, nyggt á samnefndri skáldsögu eftir Nelson Algren. Tónlist Elmer Bernstein. Aðalleikendur Laurence Harvey, Capucine, Jane Fonda, Anne Baxter, Barbara Stanwyck. Bandarísk. Columbia Pictures 1962. Skífan 1995. 112 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 104 orð

Ekkifréttir Hauks Hauks

RÁS 2 Hinn landskunni og ötuli ekkifréttasnápur Haukur Hauksson er kominn til starfa á ný og fær margur pólitíkusinn gusuna frá honum. Hann er fundvís á athyglisverð ummæli og setur málefni dagsins jafnan í hið rétta og sanngjarna ljós ekkifréttanna. Gagnstætt venjulegum fréttamönnum viðurkennir Haukur fúslega að hann taki við mútum. Ekkifréttir eru á dagskrá alla virka daga rétt eftir kl. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 85 orð

Fangelsisstjórinn Sjónvarpið sýnir á sunnudagskvöld fyrsta þátt

Fangelsisstjórinn Sjónvarpið sýnir á sunnudagskvöld fyrsta þátt í nýjum breskum framhaldsmyndaflokki sem nefnist Fangelsisstjórinn og verður sýndur á miðvikudagskvöldum. Í þáttunum segir frá ungri og metnaðargjarnri konu, Helen Hewitt, sem er skipuð yfirmaður Barfield-öryggisfangelsisins. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 773 orð

FIMMTUDAGUR 26. okt. RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Valdimar Hreiðarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1.

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Valdimar Hreiðarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Stefanía Valgeirsdóttir. 7.31 Tíðindi úr menningarlífinu. 7.50 Daglegt mál. 8.00"Á níunda tímanum", Rás 1, Rás 2 og Fréttastofa Útvarps. 8.10 Hér og nú. 8. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 327 orð

Format fyrir aukasjónvarpsstöðvar, auka, 73,7

Format fyrir aukasjónvarpsstöðvar, auka, 73,7ÝMSAR STÖÐVAR Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 140 orð

Framhald á Guðföðurnum

Stöð 2 kl. 21.15 Á sínum tíma höfðu ekki margir trú á því að hægt væri að fylgja eftir fyrstu myndinni um Guðföðurinn enda þótti sú mynd frábær og sópaði að sér verðlaunum. En þegar The Godfather II kom fyrir sjónir áhorfenda tveimur árum síðar varð öllum ljóst að afrekið hafði verið endurtekið. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 87 orð

Fræðimaður og vandræðakona

SJÓNVARPIÐ kl. 21.50 Bandaríska bíómyndin Vísindamaður og vandræðakona eða Bringing Up Baby er frá árinu 1938. Það eru stórleikararnir Katherine Hepburn og Cary Grant sem leika aðalhlutverkin í þessum ærslaleik sem þykir ein best heppnaða gamanmynd allra tíma. Í myndinni segir frá fræðimanni nokkrum sem er ákaflega viðutan. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 287 orð

Föstudagur 20.10. OMEGA 7.00 Þ

Föstudagur 20.10. OMEGA 7.00 Þinn dagur með Benny Hinn 7.30 Kenneth Copeland 8.00 Livets Ord/Ulf Ekman 8.30 700 klúbburinn 9.00 Hornið 9.15 Orðið 9.30 Heimaverslun Omega 10.00 Lofgjörðartónlist 18. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 761 orð

FÖSTUDAGUR 20. okt. RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Eiríkur Jóhannsson flytur. Morgunþáttur Rásar 1.

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Eiríkur Jóhannsson flytur. Morgunþáttur Rásar 1. Stefanía Valgeirsdóttir. 7.31 Tíðindi úr menningarlífinu. "Á níunda tímanum", Rás 1, Rás 2 og fréttastofa Útvarps. 8.10 Hér og nú. 8.31 Pistill. 8.35 Morgunþáttur Rásar 1 heldur áfram. 9. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 111 orð

Heltekinn

Stöð 2 kl. 23.20 Stöð 2 sýnir bíómyndina Heltekinn eða Boxing Helena. Upphaflega átti Kim Basinger að leika aðalhlutverkið í þessari mynd en hún rifti samingum við framleiðendurna vegna nektaratriða í myndinni. Varð það tilefni frægra málaferla. Myndin segir frá skurðlækni sem verður heltekinn af fegurðardís einni. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 109 orð

Jórvíkurlöggur

Stöð 2 kl. 22.30 Stöð tvö sýnir nú nýja syrpu af hinum umtalaða myndaflokki New York löggur eða N.Y.P.D. Blue. Þættirnir hafa fengið hin þekktu Golden Globe sjónvarpsverðlaun sem besti myndaflokkur ársins auk fjölda annarra verðlauna. Í þættinum í kvöld leiðir rannsókn á spillingu innan lögreglunnar til voveiflegra atburða. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 290 orð

Laugardagur 21.10. OMEGA 10.00

Laugardagur 21.10. OMEGA 10.00 Lofgjörðartónlist efeitt18.00Heimaverslun Omega 20.00 Livets Ord/Ulf Ekman 20.30 Bein útsending frá Bolholti, endurt. frá sl. sunnudegi 22.00 Praise the Lord SSKY MOVIES PLUS 5.00 Dagskrárkynning 7. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 730 orð

LAUGARDAGUR 21. okt. RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Eiríkur Jóhannsson flytur. Snemma á laugardagsmorgni

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Eiríkur Jóhannsson flytur. Snemma á laugardagsmorgni Þulur velur og kynnir tónlist. 9.03Út um græna grundu. Þáttur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Endurfluttur nk. þriðjudag kl. 15.03) 10. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 142 orð

Leitað að upptökum Nílar

SJÓNVARPIÐ kl. 21.35 Árið 1857 lögðu tveir menn upp í leit að upptökum Nílar. Um víða veröld beið fólk spennt eftir því hvort þeim tækist ætlunarverkið en hetjurnar tvær hugsuðu um það helst að komast lifandi til baka. Þetta voru þeir Richard Burton og John Spekes. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 292 orð

MÁNUDAGUR 23. október OMEGA 7.00

MÁNUDAGUR 23. október OMEGA 7.00 Þinn dagur með Benny Hinn 7.30 Kenneth Copeland 8.00 Livets Ord/Ulf Ekman 8.30 700 klúbburinn 9.00 Hornið 9.15 Orðið 9.30 Heimaverslun Omega 10.00 Lofgjörðartónlist 18. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 751 orð

MÁNUDAGUR 23. október RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Valdimar Hreiðarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1.

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Valdimar Hreiðarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Stefanía Valgeirsdóttir. 7.31 Tíðindi úr menningarlífinu. 8.00"Á níunda tímanum", Rás 1, Rás 2 og Fréttastofa Útvarps. 8.10 Hér og nú. 8.31 Pistill. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 297 orð

Miðvikudagur 25.10. OMEGA 7.00

Miðvikudagur 25.10. OMEGA 7.00 Þinn dagur með Benny Hinn 7.30 Kenneth Copeland 8.00 Livets Ord/Ulf Ekman 8.30 700 klúbburinn 9.00 Hornið 9.15 Orðið 9.30 Heimaverslun Omega 10.00 Lofgjörðartónlist 18. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 768 orð

MIÐVIKUDAGUR 25. okt. RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Valdimar Hreiðarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1.

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Valdimar Hreiðarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Stefanía Valgeirsdóttir. 7.31 Tíðindi úr menningarlífinu. 8.00"Á níunda tímanum", Rás 1, Rás 2 og Fréttastofa Útvarps. 8.10 Hér og nú. 8. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 125 orð

Mikið að gerast hjá systrunum

Stöð 2 kl. 20.40 Stöð tvö sýnir þátt úr myndaflokknum vinsæla Systur í kvöld. Óvæntir atburðir gerast þegar hjónin Georgie og John ætla að heimsækja son sinn, Trevor, á meðferðarstofnun fyrir áfengis- og eiturlyfjasjúklinga. Lögreglumaðurinn James Falconer, kærasti Teddy verður fyrir því óláni að skjóta mann í sjálfsvörn. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 144 orð

Ný framhaldssaga fyrir börn

RÁS 1 kl. 9.35 Í dag byrjar Símon Jón Jóhannsson að lesa Skóladaga eftir Stefán Jónsson á Rás 1. Stefán Jónsson, höfundur Hjaltabókanna og ljóðsins um hann Gutta, sem grettir sig og bara hlær, var bæði rithöfundur og barnakennari. Hann fæddist árið 1905 og var því um þrítugt þegar fyrsta bók hans kom út árið 1936. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 111 orð

Ráðgátur á fimmtudögum

SJÓNVARPIÐ kl. 21.30 Bandaríska þáttaröðin Ráðgátur eða The X-Files, sem Sjónvarpið sýnir á fimmtudagskvöldum, nýtur mikilla vinsælda, enda eru þættirnir spennandi og abragðsvel gerðir. Oft hafa þau Fox Mulder og Dana Scully fengið til rannsóknar dularfull mál og viðfangsefni þeirra í næsta þætti fellur svo sannarlega undir þá skilgreiningu. Dr. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 158 orð

Samsæri á sjúkrahúsi

Stöð 2 kl. 20.55 Stöð 2 frumsýnir fyrri hluta bresku spennumyndarinnar Misgjörðir. Hún segir frá samsæri á stóru sjúkrahúsi og ungum kvenlækni, Önnu Pierce, sem dregst inn í atburðarásina. Önnu er fengið það verkefni að gera tilraunir með stórhættulegt lyf sem hefur verið bannað. Hún gerir athugasemdir við þessi fyrirmæli og er þá flutt til í starfi. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 837 orð

Sj´onv., 38,7KVIKMYNDIR VIKUNNAR

Sj´onv., 38,7KVIKMYNDIR VIKUNNAR SJÓNVARPIÐSTÖÐ TVÖ Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 142 orð

Stundin okkar og Píla

SJÓNVARPIÐ kl. 18.00 Á sunnudag hefja göngu sína í Sjónvarpinu tveir þættir fyrir yngri kynslóðirnar sem verða á hverjum sunnudegi í vetur. Þetta eru Stundin okkar, elsti þátturinn í innlendri dagskrárgerð Sjónvarpsins og Píla, sem kemur í staðinn fyrir þáttinn SPK og er ætlaður eldri börnum. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 294 orð

Sunnudagur 22.10. OMEGA 10.00

Sunnudagur 22.10. OMEGA 10.00 Lofgjörðartónlist 14.00 Benny Hinn 15.00 Eiríkur Sigurbjörnsson 16.30 Orð lífsins 17.30 Livets Ord/Ulf Ekman 18.00 Lofgjörðartónlist 20.30 Bein útsending frá Bolholti. Tónlist, viðtöl, prédikun, fyrirbænir o. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 594 orð

SUNNUDAGUR 22. október RÁS 1 FM 92,4/93,5 8.07Morgunandakt: Séra Tómas Guðmundsson flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni.

8.07Morgunandakt: Séra Tómas Guðmundsson flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni. Orgelsónata í c-moll ópus 65 númer 2 eftir Felix Mendelssohn. Hannfried Lucke leikur á Klais orgelið í Hallgrímskirkju. Klarinettukonsert í A- dúr K 622 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 120 orð

SÞ og breytt heimsmynd

SJÓNVARPIÐ kl. 23.15 24. október er liðin hálf öld frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Af því tilefni átti Hans Kristján Árnason ítarlegt viðtal við fastafulltrúa Íslands hjá Sþ, dr. Gunnar Pálsson sendiherra. Í þættinum fjallar Gunnar um aðdragandann að stofnun Sþ, helstu sérstofnanir samtakanna, sögu þeirra, aðild Íslands og þátttöku í starfinu, og helstu hagsmunamál sem tengjast aðild okkar. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 117 orð

SÞ ­ vonin sem brást

SJÓNVARPIÐ kl. 22.00 Næstu þrjú mánudagskvöld sýnir Sjónvarpið breska heimildarmyndaröð um Sameinuðu þjóðirnar en hinn 24. október er liðin hálf öld frá stofnun þeirra. Allt frá stofnun Sameinuðu þjóðanna hamlaði kalda stríðið starfi þeirra, Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 118 orð

Tildurrófur

Stöð 2 kl. 22.05 Stöð tvö byrjar í kvöld sýningar á breska gamanmyndaflokknum Abolutely Fabulous eða Tildurrófur. Þættirnir hafa fengið mjög góðar viðtökur erlendis og meðal annars unnið til tveggja Emmy-verðlauna. Þykja þeir með afbrigðum fyndnir. Aðalpersónan er Edina, taugaveikluð kona sem þó nýtur mikillar velgengni í starfi. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 128 orð

Ungt fólk og vísindi

Íslenskt hugvit og hugvitsfólk er í brennidepli þessa annars þáttar Dags Eggertssonar um ungt fólk og vísindi sem er á dagskrá Rásar 1 kl. 18.03. Fjallað er um spennandi rannsóknir á nýrri leið til lyfjagjafar í heila sem verið hefur í þróun á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna og leitt gæti til byltingar í meðferð á ýmsum þeim sjúkdómum sem herja á taugakerfið og erfitt hefur verið að ná til. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 292 orð

Þriðjudagur 24.10. OMEGA 7.00

Þriðjudagur 24.10. OMEGA 7.00 Þinn dagur með Benny Hinn 7.30 Kenneth Copeland 8.00 Livets Ord/Ulf Ekman 8.30 700 klúbburinn 9.00 Hornið 9.15 Orðið 9.30 Heimaverslun Omega 10.00 Lofgjörðartónlist 18. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 747 orð

ÞRIÐJUDAGUR 24. október RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Valdimar Hreiðarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Valdimar Hreiðarsson flytur. 7.00Morgunþáttur Rásar 1. Stefanía Valgeirsdóttir. 7.31 Tíðindi úr menningarlífinu. 7.50 Daglegt mál. 8.00"Á níunda tímanum", Rás 1, Rás 2 og Fréttastofa Útvarps 8.10 Hér og nú. 8. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 275 orð

ö15.50Popp og kók Endurtekið 16.45Nágrannar 17.10

16.45Nágrannar 17.10Glæstar vonir 17.30Köngulóarmaðurinn (1:39) 17.50Eruð þið myrkfælin? (1:13) 18.15NBA tilþrif 18.45Sjónvarpsmarkaðurinn 19.1919:19Fréttir og veður 20. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 100 orð

ö16.45Nágrannar 17.10Glæstar vonir 17.30Í vinaskó

17.10Glæstar vonir 17.30Í vinaskógi 17.55Jarðarvinir (1:26) 18.20VISA-sport Endurtekið 18.45Sjónvarpsmarkaðurinn 19.1919:19 Fréttir og veður 20.15Eiríkur 20.40Melrose Place (Melrose Place) (2:30) 21. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 75 orð

ö16.45Nágrannar 17.10Glæstar vonir 17.30Maja býfluga

17.10Glæstar vonir 17.30Maja býfluga 17.55Soffía og Virginía 18.20Stormsveipur 18.45Sjónvarpsmarkaðurinn 19.1919:19 Fréttir og veður 20.15Eiríkur 20.40VISA-sport 21.10Handlaginn heimilisfaðir (Home Improvement) (19:25) 21. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 163 orð

ö16.45Nágrannar 17.10Glæstar vonir 17.30Með Afa

17.10Glæstar vonir 17.30Með Afa Endurtekið 18.45Sjónvarpsmarkaðurinn 19.1919:19 Fréttir og veður 20.15Eiríkur 20.40Systurnar (Sisters) (15:22) 21.35Seinfeld (2:22) 22.05Almannarómur (6:12) 23. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 150 orð

ö16.45Nágrannar 17.10Glæstar vonir 17.30Regnboga Birta

17.10Glæstar vonir 17.30Regnboga Birta (1:13) 17.55Umhverfis jörðina í 80 draumum 18.20Maggý 18.45Sjónvarpsmarkaðurinn 19.1919:19 Fréttir og veður 20.15Eiríkur 20.40Að hætti Sigga Hall Þáttur um allt sem lýtur að matargerð. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 229 orð

ö9.00Kata og Orgill 9.25Dynkur

9.25Dynkur 9.40Náttúran sér um sína 10.05Í Erilborg 10.30T-Rex 10.55Ungir eldhugar 11.10Brakúla greifi 11.35Sjóræningjar 12.00Frumbyggjar í Ameríku 13.00Íþróttir á sunnudegi 16.30Sjónvarpsmarkaðurinn 17. Meira
19. október 1995 | Dagskrárblað | 354 orð

ö9.00Með Afa 10.15Mási makalausi 10.40

10.15Mási makalausi 10.40Prins Valíant 11.00Sögur úr Andabæ 11.25Borgin mín (4:26) 11.35Ráðagóðir krakkar (22:26) 12.00Sjónvarpsmarkaðurinn 12.30Að hætti Sigga Hall Endurtekið. Endursýndur þáttur frá síðastliðnu mánudagskvöldi. 12. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.