Greinar laugardaginn 21. október 1995

Forsíða

21. október 1995 | Forsíða | 364 orð

Fyrsti leiðtogi NATO er neyðist til afsagnar

WILLY Claes sagði í gær af sér sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) eftir að þing Belgíu ákvað að svipta hann þinghelgi vegna meintrar aðildar að spillingarmáli. Þetta er í fyrsta sinn í 46 ára sögu bandalagsins sem æðsti embættismaður þess neyðist til að segja af sér. Meira
21. október 1995 | Forsíða | 304 orð

Kozyrev áfram ráðherra um sinn

BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, dró í gær í land með að hann hygðist víkja Andrej Kozyrev utanríkisráðherra úr embætti og sagði að hann þyrfti að fá góðan aðstoðarráðherra til að geta sinnt starfi sínu sem skyldi. Meira
21. október 1995 | Forsíða | 156 orð

Ljær máls á að styðja Ellemann

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra var í gær spurður hvort ríkisstjórnin hefði tekið afstöðu til þess hver ætti að verða eftirmaður Willy Claes hjá Atlantshafsbandalaginu. "Við erum ekki búin að því formlega. Þessi umræða er nú rétt að fara af stað. Mér skilst að danska ríkisstjórnin muni leggja áherslu á Uffe Ellemann- Jensen og við getum alveg hugsað okkur að styðja hann. Meira
21. október 1995 | Forsíða | 58 orð

Logandi olíugeymar

SKÆRULIÐAR Tamíla á Sri Lanka sprengdu í gær upp tvær olíubirgðastöðvar í höfuðborginni, Colombo, og stóðu þær í ljósum logum á eftir. Að minnsta kosti 25 manns féllu í árásinni, stjórnarhermenn og skæruliðar, og hefur sala á flugvélaeldsneyti og öðru verið takmörkuð. Talið er, að árásin geti haft áhrif á sókn stjórnarhersins gegn Tamílum á Jaffnaskaga. Meira
21. október 1995 | Forsíða | 122 orð

Síldin ríkisleyndarmál?

NORSKA sjávarútvegsráðuneytið hefur bannað að birt sé opinberlega skýrsla vísindamanna um göngur síldarstofna á þeirri forsendu að um sé að ræða mjög mikilvægar upplýsingar fyrir þjóðarhag. Skýrslan var unnin af norskum, íslenskum, færeyskum og rússneskum vísindamönnum. Meira

Fréttir

21. október 1995 | Innlendar fréttir | 47 orð

Antikuppboð á þriðjudag

GALLERÍ Borg heldur uppboð þriðjudaginn 24. október í Faxafeni 5 kl. 20.30. Boðin verða antikhúsgögn, postulín, listmunir og ekta handunnin persnesk teppi. Uppboðshlutir verða sýndir í Faxafeni 5 laugardaginn 21., sunnudaginn 22. og mánudaginn 23. október kl. 12-18. Einnig uppboðsdag þriðjudaginn 24. október kl. 10­16. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 1314 orð

Athugasemdir við athugasemdir ritstj.

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóhanni G. Bergþórssyni: Í svari ritstj. Morgunblaðsins við athugasemdum mínum er óskað eftir að undirritaður útskýri betur hvað hann á við með staðhæfingu í athugasemdunum. Hér mun ég því leitast við að leggja fram frekari rökstuðning fyrir ýmsu því sem til umfjöllunar er og þörf er frekari skýringa á. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 127 orð

Athugasemd um ferðakostnað borgarstjóra

MORGUNBLAÐINUR hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Markúsi Erni Antonssyni, fyrrverandi borgarstjóra: "Í frétt Morgunblaðsins í gær um kostnað vegna utanlandsferða hjá núverandi borgarstjóra í Reykjavík, maka hennar og aðstoðarmanni, er tekið fram að kostnaður vegna ferðalaga minna þann hluta ársins 1994 sem ég gegndi borgarstjóraembætti hafi verið 142 þús. krónur. Þetta er rangt. Meira
21. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 362 orð

Atvinnuástandið með besta móti

ATVINNUÁSTANDIÐ hjá smiðum á Akureyri hefur verið gott í sumar. Það hefur orðið veruleg breyting frá síðustu tveimur sumrum og í raun er ástandið í dag allt annað og betra en verið hefur í nokkur ár," segir Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingamanna Eyjafirði. Meira
21. október 1995 | Fréttaskýringar | 307 orð

Aukin ítök Rupert Murdochs í ástralíu

RUPERT MURDOCH, hinn kunni fjölmiðlakóngur, hefur treyst stöðu sína á áströlskum sjónvarpsmarkaði með samningi upp á einn milljarð Ástralíudollara (760 millj. Bandaríkjadala) um samvinnu milli Foxtel-fyrirtækis hans og fyrirtækis keppinautanna, Australis Media Ltd. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

Bandaríkjamenn svara um kjarnorkuvopn

SVAR Bandaríkjamanna við því hvort hér hafi verið geymd kjarnorkuvopn gefur ekki tilefni til að ætla að svo hafi verið, að sögn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Hann sagði að af svari Bandaríkjamanna að ráða væri ekki ástæða til að ætla að þeir hefðu brotið það samkomulag sem gilt hefur milli þjóðanna um að á Íslandi séu ekki kjarnorkuvopn. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Biblíufræðsla í framhaldsskóla

LÖGÐ var fram tillaga til þingsályktunar á Kirkjuþingi í gær um að tekin verði upp biblíufræðsla í framhaldsskólum landsins. Í tillögunni er tekið undir ályktun Samtaka móðurmálskennara frá því í sumar um að íslenskir nemendur séu hættir að skilja tilvísanir í bókmenntum vegna ókunnugleika á Biblíunni. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 310 orð

Bíll í taumi olli slysi á Reykjanesbraut

HARÐUR árekstur varð nálægt Vogaafleggjara á Reykjanesbraut um kl. 20.30 á fimmtudagskvöld. Þar lentu saman fólksbíll, sem verið var að draga, og fólksbíll, sem kom úr gagnstæðri átt. Kalla þurfti til tækjabíl til að losa ökumann úr öðru flakinu. Ökumennirnir sluppu báðir lítið meiddir. Bíllinn, sem var dreginn, fór skyndilega yfir á rangan vegarhelming og nær út af veginum hinum megin. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Börnin fá sjónvörp og myndbandstæki

Morgunblaðið/Kristinn Gjafir til Barnaspítala Hringsins Börnin fá sjónvörp og myndbandstæki TVEIR ungir drengir, þeir Birgir Haraldsson, og Baldur Kristjánsson, afhentu í gær Barnaspítala Hringsins 212. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Danskeppni á Seltjarnarnesi

DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru stendur fyrir danskeppni nk. sunnudag, 22. október, sem er styrkt af Supadance skóumboðinu á Íslandi. Keppnin fer fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi og er opin öllum þeim sem stunda dansnám í dansskólum landsins og verður keppt í öllum aldursflokkum, bæði í dönsum með grunnsporum og með frjálsri aðferð. Keppnin hefst kl. 13 og lýkur kl. 17. Meira
21. október 1995 | Landsbyggðin | 81 orð

Egilsstaðabær leitar til danskra atvinnuráðgjafa

Egilsstöðum-Egilsstaðabær hefur ákveðið að leita til danska ráðgjafafyrirtækisins Probenius Consulting um úttekt á möguleikum til nýsköpunar í atvinnulífi Egilsstaðabæjar og Fljótsdalshéraðs. Atvinnumálaráð bæjarins stóð fyrir opnum fundi þar sem þessi ákvörðun var kynnt ásamt fleiri verkefnum ráðsins. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 334 orð

Ekið verði niður Hverfisgötu

Í TILLÖGUM danska ráðgjafafyrirtækisins Anders Nyvig A/S sem unnið hefur að endurskoðun leiðakerfis SVR, er gert ráð fyrir að byggð verði skiptistöð á Ártúnshöfða, gengið frá skiptistöð í Kvosinni, opnað fyrir akstri strætisvagna vestur Hverfisgötu og þjónusta bætt í hverfum austan Elliðaáa. Meira
21. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Enginn styrkur vegna hátíðarfundar

BÆJARRÁÐ Akureyrar telur sér ekki fært að veita styrk vegna hátíðarfundar sem fyrirhugað er að efna til á Akureyri næstkomandi þriðjudag í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975. Ráðinu barst erindi þar sem sótt var um styrk úr bæjarsjóði vegna fundarins en getur ekki orðið við því. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Erindi um andlegt ofbeldi

FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Náttúrulækningafélags Íslands stendur fyrir erindi um andlegt ofbeldi í Norræna húsinu þriðjudaginn 24. október nk. kl. 20.30. Hvað er andlegt ofbeldi, hverjir beita því? Eru einhverjar sérstakar manngerðir fórnarlömb þessarar tegundar ofbeldis? Hvernig getum við stöðvað andlegt ofbeldi og hvernig má ráða bót á afleiðingum þess. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 254 orð

Fjarðarkaup hf. vilja niðurfellingu fasteignagjalda

FJARÐARKAUP hf. hafa óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um að fyrirtækinu verði endurgreitt gatnagerðargjald vegna bílastæða og að fasteignagjöld áranna 1995 og 1996 verði felld niður. Kostnaður niðurgreiddur Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Friðrik og Gunnlaugur koma fram með Madonnu

FRIÐRIK Karlsson gítarleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari koma fram í breska poppþættinum Top of the Pops ásamt söngkonunni Madonnu miðvikudaginn1. nóvember. Madonna kynnir þar nýjasta smáskífulag sitt,en hún óskaði aðstoðarFriðriks ogGunnlaugseftir að hafa kynnst þeim við upptökur á tónlistinni í kvikmyndinni Evitu. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fyrirlestur um eldsmíði

SVEINN Jóhannsson, eldsmiður og véltæknifræðingur, heldur fyrirlestur um eldsmíði í Norræna húsinu laugardaginn 21. október kl. 14 á vegum Heimilisiðnaðarskólans. Aðgangur er ókeypis. Í fyrirlestrinum mun Sveinn segja frá eldsmíði á járn- og landnámsöld og þróun greinarinnar frá því að vera það sem ómissandi þótti í smíði verkfæra og áhalda aldanna, til þess að vera listgrein nútímans. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Færeyskur djass

FÆREYSKA djasssveitin Gleipnir leikur á Jazzbarnum í kvöld og annaðkvöld. Hljómsveitin er skipuð gítarleikaranum Leif Thomsen, píanóleikaranum Magnúsi Johannesen, trommaranum Rógvi á Rógvu, bassaleikaranum Jokannus á Rógvi Joensen og slagverksleikaranum Kaj Johannesen. Tónleikar Gleipnis á Íslandi eru þeir fyrstu í tónleikaferð um Norðurlöndin. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Förðunarnámskeið í Hólmaseli

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Hólmasel í Seljahverfi hyggst bjóða förðunarnámskeið á næstu dögum undir leiðsögn Ragnheiðar Stefánsdóttir, förðunarfræðings. Kennd verður dagsförðun og kvöldförðun og fá þátttakendur að spreyta sig á því sviði undir leiðsögn og segir í fréttatilkynningu að námskeiðið sé tilvalið fyrir mæðgur, systur eða vinkonur. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Greitt tímakaup hækkaði um 3,5%

GREITT tímakaup í dagvinnu hjá landverkafólki innan ASÍ hækkaði um 3,5% frá 2. ársfjórðungi 1994 til 2. ársfjórðungs 1995. Á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 1,3%. Kaupmáttur greidds tímakaups í dagvinnu jókst því um 2,2%. Þetta er meðal helstu niðurstaðna í kjarakönnun Kjararannsóknarnefndar. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Háskólafyrirlestur

DR. VALERIA Ottonelli, rannsóknarfélagi í heimspeki við háskólann í Genúa, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands og Félags áhugamanna um heimspeki laugardaginn 21. október kl. 14 í stofu 101 í Lögbergi. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Helmingur hagnaðar reiknast sem tekjur

SAMKVÆMT nýjum reglum um greiðslu ellilífeyris, sem gildi tóku 1. september síðastliðinn, reiknast helmingur hagnaðar af atvinnurekstri maka sem laun viðkomandi ellilífeyrisþega og getur því leitt af sér lækkun lífeyris. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 231 orð

Íbúðarhús á hættusvæðum í Súðavík og Hnífsdal verða keypt

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að íbúðarhús á Súðavík sem eru á hættusvæði vegna snjóflóða verði keypt. Öll gamla íbúðabyggðin á Súðavík er talin á hættusvæði samkvæmt hættumati. Því verður slegið á frest að reisa varnarmannvirki fyrir opinberar byggingar og fiskverkunarhús Frosta á Súðavík. Nýtt hættumat er komið fyrir Hnífsdal og þau hús sem eru á rauðu hættusvæði verða einnig keypt. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 320 orð

Íslendingar falli frá málshöfðun í Haag

NORÐMENN hafa sett það skilyrði fyrir samningum við Íslendinga um fiskveiðar í Barentshafi, að Íslendingar skuldbindi sig til að falla frá boðaðri málshöfðun fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag til að skera úr um rétt Norðmanna á svæðinu kringum Svalbarða. Meira
21. október 1995 | Miðopna | 1408 orð

Íslendingar tóku af skarið fyrir nær 40 árum BRESKA læknafélagið endurtók enn einu sinni áskorun sína um að banna ætti

BRESKA læknafélagið endurtók enn einu sinni áskorun sína um að banna ætti hnefaleika í Bretlandi eftir að skoskur hnefaleikamaður lést sl. sunnudag í kjölfar áverka sem hann hlaut í keppni fyrir helgi. Bretar vísuðu m.a. Meira
21. október 1995 | Erlendar fréttir | 514 orð

Japansmarkaður ekki lokaður öðrum

ÍSLAND er eitt fárra landa í heiminum sem eru með hagstæðan viðskiptajöfnuð gagnvart Japan," segir nýr sendiherra Japans hér á landi, Tadayuki Nonoyama, en hann hefur aðsetur í Ósló. Hann segist telja að viðskiptin muni áfram verða blómleg, Japanar flytji æ meira inn af ferskum fiski frá Íslandi og telji hann mikla gæðavöru. Einnig séu vaxandi tækifæri í ferðaþjónustu hér. Meira
21. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Kartöflur á 24 kr. kg

KARTÖFLUR voru lækkaðar umtalsvert í verði í KEA-Nettó á fimmtudagsmorgun en þar var kílóið selt á 24 krónur. Eingöngu er um að ræða kartöflur af tegundinni gullauga. Í Hagkaup var tveggja kílóa poki boðinn á 79 krónur kílóið, bæði rauðar og gullauga. Aðrar verslanir á Akureyri ætla sér ekki að taka þátt í kartöfluverðstríðinu. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 154 orð

"Keppnin leggst vel í mig"

UNGFRÚ Ísland, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, er nú stödd í Istanbúl í Tyrklandi. Þar munu 36 fegurðardrottningar hvaðanæva að úr Evrópu keppa um titilinn Ungfrú Evrópa 1995 á mánudaginn kemur. Keppninni verður sjónvarpað beint um gervihnattastöðina Show TV sem sést víða í Evrópu. Meira
21. október 1995 | Erlendar fréttir | 743 orð

Kom Kólumbus til Ameríku árið 1477?

Deilur norskra fræðimanna um landafundi og grænlenska landnámsmenn Kom Kólumbus til Ameríku árið 1477? Norsku fræðimennirnir Helge Ingstad og Thor Heyerdahl deila nú í blöðum um tilgátur sænsks fræðimanns, Pers Lillieströms, Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

Kvennakirkjan í Neskirkju

KVENNAKIRKJAN heldur messu í Neskirkju sunnudaginn 22. október kl. 20.30. Messan verður tileinkuð þeim tímamótum að 24. október næstkomandi verða 20 ár liðin frá Kvennafrídeginum. Séra Yrsa Þórðardóttir predikar og stuttar ræður flytja Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, og Jenný Sigurðardóttir, sem kært hefur launamisrétti. Meira
21. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Kynningar- og samráðsfundur

VILHJÁLMUR Ingi Árnason, formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, hefur boðað til kynningar- og samráðsfundar í Stássinu, Glerárgötu 20, nk. sunnudag kl. 14. Til fundarins eru boðaðir kröfuhafar í þrotabú A. Finnssonar hf. og aðrir þeir sem telja sig hafa tapað fjármunum í viðskiptum við fyrirtækin Aðalgeir Finnsson hf. og A. Finnsson hf. Meira
21. október 1995 | Erlendar fréttir | 84 orð

Land í augsýn

TIL uppþota kom í gær um borð í skipi, sem er með 650 Palestínumenn undan Kýpurströndum, en fólkið var rekið frá Líbýu fyrir viku og hefur síðan verið landlaust. Kyrrð komst þó á þegar fulltrúar Sýrlandsstjórnar tilkynntu, að hún ætlaði að leyfa flestum landvist. Fær skipið að koma í höfn á Kýpur og þaðan verður ferðinni haldið áfram til Sýrlands með öðru skipi. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Lífrænt ræktað lambakjöt til sölu

HAGKAUP hóf sölu á lífrænt ræktuðu lambakjöti á því að Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra tók við fyrst bitanum af kjötinu í versluninni í Kringlunni í gær. Kjötið kemur frá Þórisholti og Eystri Pétursey í Mýrdal og er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands. Verðið er um 10% hærra en á hefðbundnu lambakjöti. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Lík fannst í Vestmannaeyjahöfn

SJÓFARENDUR í Vestmannaeyjahöfn fundu í gær lík á floti í höfninni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er talið að um sé að ræða lík Steinunnar Þóru Magnúsdóttur, 14 ára gamallar stúlku, sem mikil leit hefur verið gerð að, en síðast sást til Steinunnar Þóru í Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudagsins 1. október. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglu er eftir að bera formleg kennsl á líkið. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 205 orð

Lætur af störfum í góðum friði

GUNNAR Rafn Sigurbjörnsson, segir það ekki rétt að sér hafi verið vikið úr starfi bæjarritara Hafnarfjarðar. "Það er samkomulag um að ég láti í góðum friði af starfi sem bæjarritari til að taka að mér önnur verkefni fyrir bæinn," sagði hann en Gunnar hefur gegnt starfi bæjarritara í rúm níu ár. Sérverkefni Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 1925 orð

Mat en ekki reikningsleg forskrift

HÉR fer á eftir bréf það sem Kjaradómur ritaði forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, á miðvikudag og greint var frá á blaðamannundi í gær og ennfremur greinargerð ritara Kjaradóms: Tilmælum þeim sem þér, hr. Meira
21. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 272 orð

Mecklenburger orðinn fullgildur aðili að SH

Á FYRSTA stjórnarfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, SH, í nýjum húsakynnum á Akureyri sem haldinn var í gær var samþykkt að taka Mecklenburger Hochseeficherei, MHF, dótturfyrirtæki Útgerðarfélags Akureyringa, sem fullgildan aðila að SH. Þetta er fyrsta erlenda félagið sem fær aðild að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Mikil búbót Meira
21. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 206 orð

Messur

Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11.00. Öll börn velkomin. Munið kirkubílana. Guðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju kl. 14.00, séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup prédikar og þjónar fyrir altari. Biblíulestur á mánudagskvöld kl. 20.30. í Safnaðarheimilinu. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund kl. 13. Meira
21. október 1995 | Erlendar fréttir | 221 orð

N-Ameríka taki áfram þátt í vörnum

ÍSLENZKA sendinefndin á fundi Norður-Atlantshafsþingsins, þingmannasamtaka aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, lagði á það áherzlu á fundi þingsins í Tórínó fyrir skömmu að áfram yrði lögð áherzla á að viðhalda samstarfinu yfir Atlantshafið og að áfram yrði virk þátttaka Bandaríkjanna í vörnum Evrópu tryggð. Meira
21. október 1995 | Miðopna | 1277 orð

Norðurlöndin komast í tísku á ný

Hans Engell formaðurdanska ÍhaldsflokksinsNorðurlöndin komast í tísku á ný Hans Engell, formaður danska Íhaldsflokksins, telur það skyldu Dana að styðja við bakið á dönskukennslu á Íslandi. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 317 orð

Nóg um skattlagningu nú þegar

GUNNAR Olsen, stöðvarstjóri Flugleiða á Keflavíkurflugvelli segir ekki hafa borist í tal við Flugleiðir að til standi að hækka húsaleigu eða innritunargjöld í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær er rætt um að hækka húsaleiguna og innritunargjöld til að auka tekjur Flugstöðvarinnar, Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ný blómaskreytingaverslun

OPNUÐ hefur verið blómaskreytingaverslun, Skógarlist, á Vatnsstíg 4. Eigandi er Heba Hauksdóttir. Lögð er áhersla á skreytingar sem unnar eru úr íslenskum efnum úr náttúrunni, s.s. skógarkransar, skógarvendir o.fl. Skógarlist selur vörur frá íslenskum verslunum, s.s. Randalín á Egilsstöðum, Listiðjunni Eik og Tómstundaiðjunni Egilsstöðum sem m.a. framleiðir handunnin gjafakort. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Nýr aðstoðarprestur við Seltjarnarneskirkju

BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði sunnudaginn 8. október sl. Hildi Sigurðardóttur til að gegna starfi aðstoðarprests við Seltjarnarneskirkju en hún er ráðin í hálft starf á vegum safnaðarins. Sr. Hildur mun hafa yfirumsjón með öllu barna- og unglingastarfi kirkjunnar auk þess sem hún mun skipuleggja fræðslustarf safnaðarins. Meira
21. október 1995 | Landsbyggðin | 204 orð

Opið hús" hjá slökkviliði Hornafjarðar

Hornafirði-Slökkvilið Hornafjarðar var með opið hús nýlega og tók þá í notkun nýjan slökkvi- og tækjabíl. Nú hefur slökkviliðið fjóra bíla til umráða en eins og Steinþór Hafsteinsson slökkviliðsstjóri sagði þá er sá elsti í flotanum orðinn 52 ára og að mestu notaður í "platútköll", þ.e. þegar fornbílar staðarins keyra um göturnar á tyllidögum. Meira
21. október 1995 | Fréttaskýringar | 432 orð

Opinber fjölmiðlastefna varasöm

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra telur varasamt að móta opinbera stefnu í fjölmiðlun þar sem slíkt gæti reist skorður við því frelsi, sem eðlilegt sé að ríki þegar fjölmiðlar eru annars vegar. Þetta sagði Björn í umræðu um þingsályktunartillögu um opinbera fjölmiðlastefnu. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð

Óska rannsóknar á förgun jarðvegs

HEILBRIGÐISNEFND Reykjavíkur hefur ákveðið að óska eftir rannsókn lögreglu á meintri ólöglegri förgun fyrirtækisins Hringrásar hf. á spilliefnum. Fyrirtækið er talið hafa ekið fjórum bílhlössum af menguðum jarðvegi af lóð sinni og losað á tippnum við Klettagarða. Meira
21. október 1995 | Erlendar fréttir | 292 orð

Ráðherraráðið má ekki halda fundargerðum leyndum

EVRÓPUDÓMSTÓLLINN í Lúxemborg komst á fimmtudag að þeirri niðurstöðu að ráðherraráðinu væri óheimilt að neita bresku dagblaði um aðgang að fundargerðum sínum. Var þetta talið vera mikilvægt prófmál og úrskurður dómsins áfellisdómur yfir þeirri miklu leynd er einkennt hefur starfsemi ráðherraráðsins. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

Ráðinn til sérstakra stjórnsýslustarfa

GUÐBJÖRN Ólafsson hefur verið ráðinn til sérstakra stjórnsýslustarfa og til annarra starfa hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðbjörn er 52 ára. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1962 og vann eftir það ýmis skrifstofustörf fram til ársins 1969 er hann tók við starfi bæjarritara í Hafnarfirði og gegndi því starfi til ársins 1984. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 147 orð

Safnað fyrir íbúð

KIWANISMENN selja lykil til styrktar geðsjúkum um allt land 19.­21. október. Þeir safna að þessu sinni peningum til kaupa á íbúð nálægt Barna- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut í Reykjavík handa foreldrum af landsbyggðinni sem fylgja og taka þátt í meðferð barna sinna. Meira
21. október 1995 | Erlendar fréttir | 568 orð

Sakar andstæðinga sína í Belgíu um "pólitískt morð"

WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) kallaði saman blaðamannafund í Brussel síðdegis í gær og skýrði frá því að hann hefði sagt af sér embætti vegna ásakana í sinn garð í tengslum við Agusta-mútumálið. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Samkeppnisstofnun verðleggur ekki egg

SAMKEPPNISSTOFNUN ákveður ekki verð á eggjum eins og fullyrt er í athugasemdum Félags eggjaframleiðenda í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar segir m.a. að hlálegt sé að Samkeppnisstofnun skuli þurfa að fjalla um vöruverð sem hún hafi sjálf ákvarðað. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 500 orð

Samkomulag hefur náðst um meginatriði

SAMKOMULAG hefur tekist milli íslensku álviðræðunefndarinnar og samninganefndar Alusuisse-Lonza (A-L) um öll meginatriði væntanlegs samnings um stækkun álversins í Straumsvík um 62 þúsund tonna afkastagetu á ári, þ.á m. um orkuverð og skatta, að sögn Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra. Stjórn Alusuisse-Lonza fjallar um málið 6. nóvember Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Sex 30 metra mjöltankar rísa á Eskifirði

Morgunblaðið/Þorkell Sex 30 metra mjöltankar rísa á Eskifirði FRAMKVÆMDIR standa yfir við byggingu á sex fiskimjölstönkum við Hraðfrystihúsið á Eskifirði, fjórum 32 metra háum lagertönkum og tveim 25 metra háum blöndunartönkum. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Skautað í Laugardalnum

UM 60 þúsund manns komu á skautasvellið í Laugardalnum þá sex mánuði, sem það var opið síðasta vetur. Aðsóknin í vikunni sem er að líða hefur verið góð og margir greinilega beðið eftir því að komast á skauta. Þeirra á meðal þessi ungmenn sem renndu sér og léku á svellinu í gær. Meira
21. október 1995 | Landsbyggðin | 106 orð

Skólakórar í æfingabúðum

Fagradal-Fjórir skólakórar frá sex skólum komu saman í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum og voru þar við æfingar eina helgi nú í október. Kórarnir komu frá sex skólum; Hamarsskóla í Vestmannaeyjum, stjórnandi Eva Bára Grímsdóttir, Skógaskóla og Heimalandi, stjórnandi Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir, Hjallaskóla í Kópavogi, Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 238 orð

Slagorð nasista máluð á kirkjuna

HAKAKROSSAR og slagorð nasista voru máluð með rauðri málningu eftir allri norðurhlið Háteigskirkju, að líkindum aðfaranótt föstudagsins. Stór hakakross hafði líka verið sprautaður á aðaldyr kirkjunnar. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir aðstoðarprestur telur ekki óhugsandi að verknaðurinn sé viðkomandi þeirri starfsemi í kirkjunni sem tengist nýbúum. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 328 orð

Slær ekki á ólguna að mati formanns VMSÍ

KJARADÓMUR hefur sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf þar sem skýrðar eru helstu forsendur fyrir úrskurði Kjaradóms um laun æðstu starfsmanna ríkisins. Forsætisráðherra segir ljóst af þessum upplýsingum að Kjaradómur hafi farið að lögum. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, segir upplýsingarnar engu breyta um þá ólgu sem sé á vinnumarkaðinum. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 738 orð

Smæð Íslands rök fyrir ESB-aðild

CARL B. Hamilton prófessor, sem er fyrrum varaformaður sænsku Evrópuhreyfingarinnar, flytur erindi á aðalfundi Evrópusamtakanna, sem haldinn verður í Átthagasal Hótel Sögu í dag klukkan 13.30. Meira
21. október 1995 | Erlendar fréttir | 261 orð

Stefnubreyting ólíkleg

VERÐI Andrei Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, látinn víkja úr embætti mun það vekja nokkrun ugg á Vesturlöndum en jafnt vestrænir sem rússneskir embættismenn telja, að þó svo fari, muni lítil breyting verða á rússneskri utanríkisstefnu. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Stóraukin útgáfa á sígildri tónlist

ÚTGÁFA á geisladiskum með sígildri tónlist hefur aukist til muna hér á landi undanfarin tvö ár. Á þessu ári verða gefnir út vel á þriðja tug geisladiska með sígildri tónlist, á síðasta ári voru þeir um tíu, en um fimm 1993. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Sýning á Saab

SÝNING verður á 1996 árgerðum af Saab bílum hjá Bílheimum hf. um helgina. Þetta eru fyrstu bílarnir sem nýr umboðsaðili fær af Saab en sýndir verða bílar af gerðunum 900 og 9000. Saab 900 2,0 l, 130 hestafla, fimm dyra kostar beinskiptur 1.980.000 kr. en dýrasti bíllinn, Saab 9000 CS/CD, með 200 hestafla, 2,3 l túrbóvél kostar 3.069.000 kr. beinskiptur en 3.239.000 kr. sjálfskiptur. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 257 orð

Tekur óvenju skýrt undir jafnræðisregluna

VILHJÁLMUR Egilsson, formaður Verzlunarráðs, telur að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem viðurkenndur er réttur sjálfstæðs atvinnurekanda til að gjaldfæra iðgjald sitt í lífeyrissjóð, sé tímamótadómur. Meira
21. október 1995 | Fréttaskýringar | 323 orð

The Daily Telegraph fær nýjan ritstjóra

CHARLES Moore var ráðinn ritstjóri breska dagblaðsins The Daily Telegraph á miðvikudag í stað Max Hastings, sem hafði sagt af sér. Moore var áður ritstjóri systurblaðsins The Sunday Telegraph, en við því blaði tekur Dominic Lawson, ritstjóri tímaritsins Spectator og sonur Nigels Lawsons, fyrrverandi fjármálaráðherra. Meira
21. október 1995 | Fréttaskýringar | 604 orð

Tillaga um opinbera stefnu í fjölmiðlun

FELA á menntamálaráðherra að skipa nefnd um mótun opinberrar stefnu í fjölmiðlun, bæði prent- og ljósvakamiðlun, samkvæmt þingsályktunartillögu sem Lilja Á. Guðmundsdóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmenn Þjóðvaka, hafa mælt fyrir á Alþingi. Meira
21. október 1995 | Landsbyggðin | 120 orð

Trjávespa í trésmiðju

Tálknafirði-Trésmiðir hjá Trésmiðjunni Eik hf. á Tálknafirði fundu um daginn sprelllifandi trjávespu á gólfinu er þeir voru að sópa að loknum vinnudegi. Nokkuð algengt er að flugur komi með innfluttu timbri hingað til lands en ekki það afbrigði er fannst á Tálknafirði. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Umferðarfundur VÍS

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands hf. mun hafa opið hús í Ármúla 3 fyrir unga ökumenn á aldrinum 17­24 ára. Á fundinum verður fjallað um afleiðingar umferðarslysa með sérstakri skírskotun til ungs fólks. Í fréttatilkynningu segir m.a. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 483 orð

Um greiðslu til talmeinafræðinga

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá menntamálaráðuneytinu: "Á SÍÐUM Morgunblaðsins hafa á undanförnum dögum birst greinar eftir þá Karl Steinar Guðnason, forstjóra Tryggingastofnunar, og Þórð Skúlason, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem þeir beina spjótum sínum að menntamálaráðuneytinu vegna greiðslna til sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Meira
21. október 1995 | Fréttaskýringar | 314 orð

Uppboð á sjónvarpi um gervihnött

BANDARÍSKA fjarskiptastofnunin FCC (Federal Communications Commission) hefur samþykkt að hrinda í framkvæmd fyrirætlunum um útboð á síðasta rekstrarleyfinu til að sjónvarpa um gervihnött um öll Bandaríkin. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 394 orð

Varað við sjö gerðum af getnaðarvarnapillum

TUGIR þúsunda kvenna í Bretlandi hafa haft samband við heimilislækna sína og heilsugæslustöðvar eftir að tilkynnt var að sjö gerðir af getnaðarvarnapillum gætu reynst hættulegar heilsu þeirra. Maður, sem vann að rannsókn á pillunum, hefur þó gagnrýnt tilkynninguna harðlega og segir hættuna stórýkta. Reynir T. Meira
21. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Verð á hörpudiski frjálst

SAMKOMULAG náðist ekki um lágmarksverð á hörpudiski á fundi Verðlagsráðs sjávarútvegsins á fimmtudag. Verð á hörpudiski er því frjálst og er það í fyrsta sinn sem svo háttar til að sögn Péturs Bjarnasonar formanns Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Meira
21. október 1995 | Landsbyggðin | 85 orð

Vilja betri þjónustu

TVÖ hundruð einstaklingar, eða um 90% heimila, á Fáskrúðsfirði hafa skrifað undir áskorun til stjórnar Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga um betri þjónustu. Stjórn KFFB hefur ekki tekið erindið fyrir á fundi. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Vitna að banaslysi leitað

LÖGREGLAN óskar eftir að hafa tali af þeim, sem sáu umferðarslys á Suðurlandsvegi, við Gunnarshólma, sunnudaginn 8. október sl. Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi, þegar bifreið fór yfir á rangan vegarhelming og skall framan á annarri. Karlmaður, sem ók fyrrnefnda bílnum, lést í slysinu. Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 938 orð

Vonandi jákvætt innlegg í umræðurnar um kjaramál

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist vona að upplýsingar Kjaradóms verði jákvætt innlegg í þær umræður sem farið hafa fram um kjaramál að undanförnu. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, segir upplýsingarnar engu breyta og Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Meira
21. október 1995 | Innlendar fréttir | 341 orð

Þokaðist í samkomulagsátt í Moskvu

VIÐRÆÐUM embættismanna frá Íslandi, Noregi og Rússlandi um veiðar íslenzkra skipa í Barentshafi lauk í Moskvu í gær án samkomulags. Stjórnvöld í ríkjunum þremur telja þó að árangur hafi náðst á fundinum og þokazt í samkomulagsátt. Nýr samningafundur hefur verið boðaður í lok nóvember og er áfram stefnt að því af allra hálfu að ná samningum fyrir áramót. Meira

Ritstjórnargreinar

21. október 1995 | Staksteinar | 317 orð

»Atvinnuleysið "ATVINNULEYSI er eitt af merkjum þess að íslenz

"ATVINNULEYSI er eitt af merkjum þess að íslenzkt hagkerfi sé ekki í jafnvægi. Ástæðan er sú að miðstýringu er beitt í of ríkum mæli á kostnað búskapar markaðar. Ríkið kemur t.d. ævinlega að samningum á almennum markaði." Svo segir Jón G. Hauksson í forystugrein Frjálsrar verzlunar. Miðstýringeða markaður Meira
21. október 1995 | Leiðarar | 692 orð

VEGAGERÐ Í LANDI STÓRA- KROPPS

LEIDARI VEGAGERÐ Í LANDI STÓRA- KROPPS UNDANFÖRNUM mánuðum hafa orðið töluverðar umræður um fyrirhugaða vegalagningu í landi Stóra- Kropps í Reykholtsdalshreppi. Ung hjón keyptu þessa jörð fyrir nokkrum árum og hafa hafið þar umfangsmikinn búskap. Meira

Menning

21. október 1995 | Fólk í fréttum | 54 orð

Clint fær miskabætur

LEIKARANUM Clint Eastwood voru dæmdar tæplega tíu milljónir króna frá slúðurblaðinu National Enquirerá fimmtudaginn. Blaðið hafði birt "viðtal" við Eastwood, sem aldrei átti sér stað. Lögmenn þess héldu fram að greinin hafi verið birt í góðri trú og Eastwood hafi aðeins verið að jafna gamlar sakir. Clint lét miskabæturnar renna til góðgerðarmála. Meira
21. október 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Haustinu fagnað

HINN ÁRLEGI haustfagnaður Fáskrúðsfirðingafélagsins var haldinn nýlega. Fjölmenni var og skemmtu gestir sér vel. Margt var til skemmtunar, til dæmis flutti söngtríóið Þokan grá lög eftir Óðin G. Þórarinsson. Veislustjóri var Helgi Seljan. SÖNGTRÍÓIÐ Þokan grá: BerglindAgnarsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir ogOddný Þorsteinsdóttir. Meira
21. október 1995 | Fólk í fréttum | 76 orð

Keanu styður Richard í baráttunni

KEANU Reeves, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni "Speed", hitti vin sinn, gamanleikarann Richard Pryor, í bókabúð í Los Angeles nýlega. Pryor var þar að árita sjálfsævisögu sína, "Pryor Convictions and Other Life Sentences", sem kom út fyrir skemmstu. Meira
21. október 1995 | Fólk í fréttum | 353 orð

Klæmst á viðteknum venjum

Fyrsta breiðskífa Sólstrandagæjanna, samnefnd þeim. Sólstrandagæjarnir eru Unnsteinn Guðjónsson og Jónas Sigurðsson, sem leika á flest hljóðfæri, en þeim til aðstoðar eru Stefán Þórhallsson trommuleikari, Páll Sveinsson tamborínleikari, Sævar Helgason gítarleikari og Stefán Jónsson bassaleikari. Meira
21. október 1995 | Fólk í fréttum | 225 orð

Madonna illa liðin hjá Argentínumönnum

KVIKMYNDAÚTGÁFAN á söngleiknum Evítu fer mjög í skapið á Argentínumönnum, enda eru þeir þekktir fyrir að vera skapheitir. Söngleikurinn fjallar um eiginkonu argentínska einvaldsins Juans Perons og samkvæmt honum er hún spilltur tækifærissinni sem náði langt með því að sofa hjá valdamiklum mönnum. Meira
21. október 1995 | Fólk í fréttum | 407 orð

Meira af því sama

Dýra-líf, geisladiskur hljómsveitarinnar "Lipstikk". Lipstikk skipa Ragnar Ingi trommuleikari, Anton Már gítarleikari, Árni gítarleikari, Bjarki Kaikumo söngvari og Sævar Þór bassaleikari. Páll Borg tók upp. Lipstikk gefur út í samvinnu við Spor hf. 53,39 mín. 1.999 kr. Meira
21. október 1995 | Fólk í fréttum | 50 orð

Reeve heiðrar Williams

HÉRNA sjást myndir frá góðgerðarsamkomu í New York sem Christopher Reeve sótti á mánudaginn. Hann afhenti vini sínum, Robin Williams, verðlaun fyrir starf í þágu lista. Eins og sést á myndunum andar Christopher með um öndunarvél. Hann hefur aðeins stjórn á andlitinu. Reuter ROBIN hefur sýnt Christophermikinn stuðning. Meira
21. október 1995 | Fólk í fréttum | 136 orð

Regnboginn sýnir Að yfirlögðu ráði

REGNBOGINN hefur hafið sýningar á spennumyndinni "Murder In The First" eða Að yfirlögðu ráði sem byggir á sannsögulegum atburðum sem gerðust innan veggja Alcatraz-fangelsisins. Myndin fjallar um tvo unga menn, fanga og lögfræðing. Fangelsið Alcatraz er staðsett nálægt San Fransisco flóa. Henry Young (Kevin Bacon) er settur í fangelsi fyrir stuld á fimm dollurum. Meira
21. október 1995 | Fólk í fréttum | 39 orð

Simpson nýtur frelsisins

OJ SIMPSON er kampakátur á þessari mynd og vafalaust frelsinu feginn. Hann er staddur í Panamaborg í Bandaríkjunum og þessi mynd er tekin af honum við golfiðkun þar. Borgin er reyndar heimaborg kærustu , Paulu Barbieri. Meira
21. október 1995 | Fólk í fréttum | 72 orð

Suggs hefur einherjaferil

SÖNGVARINN Suggs stökk fyrst til frægðar sem söngvari gleðisveitarinnar Madness. Nú hefur hann hafið einherjaferil og gaf út smáskífu með gamla Bítlalaginu "I'm Only Sleeping" fyrir skemmstu. Reyndar er deilt um ágæti meðferðar hans á því lagi, en það komst í sjöunda sæti breska vinsældalistans. Síðastliðinn mánudag gaf Suggs út breiðskífuna "The Lone Ranger". Meira
21. október 1995 | Fólk í fréttum | 84 orð

Tina stendur í ströngu

ROKKÖMMUNNI Tinu Turner er fullljóst að frægðin kostar sitt. Þegar gefið er út lag þarf að leika í myndbandi og þá þarf að hlýða fyrirskipunum og vera langtímum saman í hárgreiðslu og förðun. Hún syngur titillag væntanlegrar James Bond-myndar, Gullauga, eða "Goldeneye". Meira
21. október 1995 | Fólk í fréttum | 75 orð

Ungir leikarar

AÐ UNDANFÖRNU hefur staðið yfir hljóðupptaka á kvikmyndinni Börnin í Ólátagarði, sem gerð er eftir samnefndri sögu Astrid Lindgren. Aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum barna og leikstjóri íslensku talsetningarinnar er Guðrún Þórðardóttir. Meira
21. október 1995 | Fólk í fréttum | 51 orð

Woody loks með syni sínum

WOODY Allen er nýkominn frá Feneyjum og París, þar sem tökur fóru fram á nýjustu mynd hans. Þrátt fyrir að vera mjög upptekinn þessa dagana gaf hann sér tíma til að vera með syni sínum, Satchel, sem Mia Farrow, fyrrum eiginkona Woodys, hefur látið skíra Seamus. Meira

Umræðan

21. október 1995 | Velvakandi | 163 orð

Alveg ófært! Guðríður

Guðríður hringdi og vildi lýsa óánægju sinni með þáttinn Dagsljós. Þetta er algjörlega ófært, segir hún, og veit um fjölda fólks sem er sama sinnis. Steininn tók úr þegar hún sá mann eltast við mannaskít í sundlaug. Meira
21. október 1995 | Aðsent efni | 391 orð

Bréf til Svanfríðar

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir, alþingismaður, skrifaði grein í Morgunblaðið 14. nóvember sl. og ræðir félagslega húsnæðiskerfið. Ég efast ekki um góðan hug höfundar, en finnst greinin kalla á andsvör vegna vanþekkingar, sem þar birtist, á framkvæmd þessa kerfis og á kjörum fólks yfirleitt. Sú vanþekking er furðu algeng meðal ráðamanna, ekki síst meðal þingmanna og sumra verkalýðsforingja. Meira
21. október 1995 | Aðsent efni | 722 orð

Geðheilsa og menning

Í AFAR snjöllu Reykjavíkurbréfií Mbl. 21. maí sl. segir m.a.: "Geðsjúkdómar hafa nokkra sérstöðu. Þeim hafa um aldir fylgt þekkingarleysi, ótti, og fordómar." Og síðar segir: "Hinir geðsjúku munu ekki láta í sér heyra. Þeir eiga ekki auðvelt með að berjast fyrir eigin hagsmunum. Meira
21. október 1995 | Aðsent efni | 775 orð

Heilsusamlegt starfsumhverfi Er vinnustaðurinn hannaður með þínar þarfir í huga? Berglind Helgadóttir og Þórunn Sveinsdóttir úr

LÍKAMINN er gerður fyrir hreyfingu og fjölbreytni. Hæfileg áreynsla og alhliða álag er okkur hollt, bæði í starfi og leik. Hefurðu leitt hugann að því hvort það álag sem þú verður fyrir daglega er heppilegt eða óheppilegt? Næstu fjóra laugardaga mun faghópur sjúkraþjálfara um vinnuvernd fjalla um hvernig koma má í veg fyrir eða draga úr hættu á óþægindum frá vöðvum Meira
21. október 1995 | Aðsent efni | 820 orð

Hvað varð um bernskuglöðu hlátrana, sem ómuðu í Austurstræti?

ÞEIR, sem muna Austurstræti meðan það var enn göngugata og hluti af "rúntinum", sem svo var nefndur meðan Reykvíkingar komu þangað til þess að sýna sig og sjá aðra og í makaleit, undrast eyðileggingu og niðurlægingu, sem borgaryfirvöld hafa staðið fyrir í söguríku stræti. Meira
21. október 1995 | Velvakandi | 403 orð

Illa farið með reiðskjótana

VIÐ HÖFUM verið á Íslandi í sumarfríi í júlí/ágúst. Við vorum tvö og höfðum með okkur tvö reiðhjól. Þetta var stórkostleg ferð, enda vorum við heppinn að fá gott veður austan- og norðanlands. Við höfðum keypt okkur hringmiða, til að hafa möguleika á að breyta til ef veður eða annað gerði það nauðsynlegt. Okkur var sagt hjá BSÍ, að hægt væri að fá hjólin með rútunum, fyrir 350­500 kr. Meira
21. október 1995 | Aðsent efni | 781 orð

Miðbæjarlíf

SÉRKENNILEGT miðnæturlíf um helgar í miðbæ Reykjavíkur hefur verið til umræðu. Nokkur vandræðagangur hefur verið á umræðunni ekki síður en á næturlífinu. Ekki hefur unga fólkið lagt orð í belg að ráði þótt spjótin beinist að því. Meira heyrist í fullorðnum sem flestir eru sjálfsagt foreldrar. Meira
21. október 1995 | Aðsent efni | 685 orð

Nokkrir punktar um Gilsfjarðarbrúna

HINN 14. október sl. birtist grein eftir Braga Benediktsson prófast á Reykhólum. Óhjákvæmilegt er að gera nokkrar athugasemdir við hana þar sem í henni eru alvarlegar efnislegar villur eða misskilningur. Það hefur lengi verið áhugamál íbúum í Reykhólahreppi að brú verði byggð yfir Gilsfjörð sem skiljanlegt er. Vegurinn fyrir Gilsfjörð er viðsjárverður. Meira
21. október 1995 | Aðsent efni | 421 orð

Nokkur viðbót við sögu neyðarnúmers

Í MORGUNBLAÐINU, sem kom út 3. október sl. er fjallað um neyðarsímanúmerið 112, sem verður tekið í notkun um allt land um næstu áramót. Það er fagnaðarefni, að þetta mikilvæga öryggismál skuli nú loks í höfn. Í umfjöllun blaðamanns Morgunblaðsins segir m.a. Meira
21. október 1995 | Velvakandi | 518 orð

Starfsemi í Fríkirkjunni í Hafnarfirði

Í FRÍKIRKJUSÖFNUÐINUM í Hafnarfirði eru nú nærri 2.700 manns og hefur safnaðarfólki fjölgað verulega síðustu árin. Lætur nærri að fjölgað hafi um 1000 manns á 12 árum en það er meiri fjölgun en í flestum öðrum kirkjufélögum á landinu. Fríkirkjusöfnuðurinn er lútherskur söfnuður og starfar því við hlið Þjóðkirkjunnar og á sama grundvelli. Meira
21. október 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Til varnar æskubyggð

Á FUNDI sem haldinn var á skrifstofu Náttúruverndarráðs 19. september síðastliðinn mætti ég, undirritaður, að beiðni Sævars Geirssonar. Hann er í Hornstrandanefnd Náttúruverndarráðs. Einnig er hann í stjórn Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps. Tilefni fundarins var að ræða staðsetningu slysavarnaskýlis í Höfn í Hornvík. Meira
21. október 1995 | Velvakandi | 412 orð

TUNDUM efast Víkverji um að sum fyrirtæki átti sig á þe

TUNDUM efast Víkverji um að sum fyrirtæki átti sig á þeirri staðreynd, að notkun á íslenzku máli í auglýsingum skiptir miklu máli fyrir ímynd fyrirtækisins. Klúðurslegt orðalag og málvillur geta aldrei verið til þess fallnar að skapa traust hjá viðskiptavininum. Sama á auðvitað við þegar útlenzku er slett að óþörfu. Meira
21. október 1995 | Aðsent efni | 338 orð

Vegurinn yfir Gilsfjörð

SVAR við grein Halldórs Blöndal, samgönguráðherra. Fimmtudaginn 12. október var grein í Morgunblaðinu um vegagerð yfir Gilsfjörð. Þar segir í undirfyrirsögn: "Vegaáætlun gerir ráð fyrir því, að nýr vegur yfir Gilsfjörð verði tekinn í notkun haustið 1997. Halldór, þú segir, að þú sjáir ekkert því til fyrirstöðu að fresta útboði. Það er best að ég svari þér hreint út. Meira
21. október 1995 | Aðsent efni | 1175 orð

Þjónusta við unglinga og fjölskyldur

UNGLINGSÁRIN er okkur flestum minnisstæð sem mikilvæg mótunarár og jafnframt tímabil mikilla tilfinningasveiflna. Flest eigum við ljúfsárar minningar frá þessum árum um fyrstu ástina, sjálfstæðisbröltið o.s.frv. Þetta viðkvæma aldursskeið getur þó reynst mörgum erfitt, ekki síst þeim er höllum fæti standa. Tilveran verður stöðugt flóknari og margvíslegar freistingar á veginum. Meira
21. október 1995 | Velvakandi | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

NÆSTLIÐIN misseri hafa komið upp öðru hvoru stórfréttir í fjölmiðlum af verslanakeðjum í ýmsum löndum, sem segjast tilbúnar að kaupa íslenskt dilkakjöt í stórum stíl, hundruð eða jafnvel þúsundir tonna. Síðan eru höfð viðtöl við þessa aðila eða fulltrúa þeirra. Allt með hefðbundum hætti. Þótt undarlegt megi virðast gleyma fréttamenn oftast að spyrja einnar grundvallarspurningar. Meira

Minningargreinar

21. október 1995 | Minningargreinar | 218 orð

Ásdís Guðmundsdóttir

Í dag kveð ég hana ömmu mína. Söknuðurinn er sár, þó vitað væri að hverju stefndi. Ég bjó fyrstu æviárin mín hjá ömmu og afa eins og fleiri barnabörn þeirra. Amma var ekta amma, amma sem var heimavinnandi, bakaði, prjónaði og saumaði, amma sem var alltaf til staðar. Man ég góðu stundirnar sem við áttum saman á morgnana þegar allir, nema við tvær, voru farnir í vinnu eða í skóla. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 400 orð

Ásdís Guðmundsdóttir

Í dag verður til grafar borin tengdamóðir mín Ásdís Guðmundsdóttir, Hásteinsvegi 36, Vestmannaeyjum. Hún andaðist 9. okt. sl., 82 ára gömul. Flestir þekkja hana, sem Ásdísi í Héðinshöfða, en það var húsið kallað sem hún bjó í ásamt eiginmanni sínum Gísla Gíslasyni. Ég kynntist Ásdísi 19. maí 1952, en þann dag trúlofaðist ég elstu dóttur hennar. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 386 orð

Ásdís Guðmundsdóttir

Æ, hvart ertu amma? Já, ansaðu mér, ég er að gráta og leita að þér. Fórstu út úr bænum eða fórstu út á hlað, eða fórstu til Jesú á sælunnar stað. (Höf. óþekktur.) Elsku amma mín, þá ert þú farin í ferðalagið og eflaust búin að hitta afa og börnin þín fimm, sem þú átt þarna fyrir handan. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 347 orð

Ásdís Guðmundsdóttir

Úr ljóði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi "Konan sem kyndir ofninn minn" má lesa mannlýsingu sem um margt svipar til hennar ömmu okkar í Vestmannaeyjum. Þó svo að við systkinin höfum aldrei verið búsett í Vestmannaeyjum og því ekki haft stöðug samskipti við hana í gegnum árin fann maður samt alltaf fyrir nálægð hennar, að ekki sé nú talað um þegar ættingjar komu saman. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 124 orð

Ásdís Guðmundsdóttir

Okkur systkinin langar til að minnast hennar ömmu okkar í "Héðó", eins og við kölluðum hana alltaf, með nokkrum orðum. Það verður ósköp tómlegt að koma til Eyja núna þegar amma er ekki lengur til staðar. Hún var alltaf á staðnum, tilbúin til þess að taka á móti gestum og þeir voru ófáir sem lögðu leið sína í eldhúsið til hennar og fengu þar kjötsúpuna, eða eitthvað annað góðgæti. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 186 orð

Ásdís Guðmundsdóttir

Elsku amma, nú þegar þú ert farin í ferðalagið þitt til annarra heima söknum við þín mikið. Við vitum að þú ert á góðum stað, og af því þú varst orðin svo veik finnst okkur gott að vita að nú líður þér vel og að þú ert komin til afa Gísla og barnanna þinna sem fóru á undan þér. Við ætlum að hugsa oft til þín og minnast allra góðu daganna í Vestmannaeyjum sem við áttum saman. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 187 orð

Ásdís Guðmundsdóttir

Mig langar að minnast hér í nokkrum orðum á hana ömmu mína sem hefur verið mér svo kær. Allt frá því að ég var lítil stelpa hefur tilhlökkunin verið mikil að fara til Vestmannaeyja og hitta hana ömmu í Héðó. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 156 orð

Ásdís Guðmundsdóttir

Elsku amma mín, upp er runnin kveðjustundin. Það er mjög skrítið að fá ekki að sjá þig á hverjum degi og spjalla við þig um lífið og tilveruna. Hláturinn mildi og brosið þitt, skapið góða, réttlætiskennd þín og raunsæi, alls þess á ég eftiri að minnast. Það var svo gaman að koma til þín, þú hafðir alltaf tíma fyrir hvern og einn. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 380 orð

Ásdís Guðmundsdóttir

Okkur langar í örfáum orðum að minnast móðurömmu okkar, ömmu Ásu í Héðó eins og við kölluðum hana alltaf. Amma var sannkölluð kjarnorkukona. Það var sama hvað kom upp á í hennar lífi, ekkert gat haggað henni. Þó hafði hún upplifað meira mótlæti en flestir verða fyrir á lífsleiðinni. Hún missti eiginmann sinn og fimm af fimmtán börnum sínum og öll létust þau langt fyrir aldur fram. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 607 orð

ÁSDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR

ÁSDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Ásdís Guðmundsdóttir, húsfreyja, var fædd á Sólheimum í Hrunamannahreppi 10. ágúst 1913 og þar sleit hún barnsskónum. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 9. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Brynjólfsson, f. 10. janúar 1865 í Ketilshúshaga á Rangárvöllum, d. 8. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 32 orð

Ásdís Guðmundsdóttir Elsku amma, ég þakka þér fyrir samverustundirnar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar

Elsku amma, ég þakka þér fyrir samverustundirnar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Þín Guðrún Erla. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 1040 orð

Brynjar Eydal

Sjálfum honum hefði verið líkast að standa hjá áhorfandi að dauðastríði sínu og setja fram ígrundaða athugasemd um uppgang lífsins og niðurleið þess. En erfitt dauðastríð gaf ekki tök á slíku. Heimspekin í athugasemdinni hefði getað verið í þá átt, að engum beri að telja sig ómissandi. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 171 orð

BRYNJAR EYDAL

BRYNJAR EYDAL Brynjar Eydal fæddist á Akureyri 22. október 1912. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingimar og Guðfinna Eydal. Ingimar var kennari og síðar ritstjóri Dags á Akureyri. Brynjar kvæntist Brynhildi Ingimarsdóttur frá Húsavík árið 1940. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 32 orð

ELÍN SIGTRYGGSDÓTTIR

ELÍN SIGTRYGGSDÓTTIR Elín Sigtryggsdóttir fæddist í Héraðsdal í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 16. júní 1923. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 16. ágúst. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 108 orð

Elín Sigtryggsdóttir Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegrar vinkonu minnar, Elínar Sigtryggsdóttur, sem síðast

Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegrar vinkonu minnar, Elínar Sigtryggsdóttur, sem síðast átti heimili á Keilusíðu 10b á Akureyri. Ég vil þakka henni alla þá hjálp og þann mikla stuðning, sem hún veitti mér. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 281 orð

Finnbogi Jón Rögnvaldsson

Okkur er sérlega minnisstæð ein sunnudagsheimsókn í Hlíðarbyggðina til Kollu og Finnboga fyrir um einu og hálfu ári. Dóttir okkar var þá tveggja mánaða gömul og oftast óróleg seinni hluta dags. Þrátt fyrir mikla móðurhæfileika viðstaddra kvenna kvartaði hún hástöfum og var lítill friður til samræðna. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 228 orð

Finnbogi Jón Rögnvaldsson

Bróðursonur minn Finnbogi Jón Rögnvaldsson er látinn eftir stutta en harða baráttu. Þegar dauða ættingja og vina ber að, veldur það sorg og trega, en seinna víkur sársaukinn fyrir ljúfum minningum liðins tíma. Finnbogi ólst upp á góðu heimili, umvafinn ást og kærleika foreldra og systkina, fyrst á Sauðárkróki og síðan á Seyðisfirði. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 568 orð

Finnbogi Jón Rögnvaldsson

Lofa skal dag að kveldi stendur skrifað, en það er fátt að lofa þegar maður fær fréttir af andláti vinar, hugurinn fyllist sorg og söknuði og maður spyr almættið. Hvað á þetta að þýða? Maður í blóma lífsins hrifinn burt frá eiginkonu, þremur dætrum, foreldrum og systkinum. Ég sé ekkert réttlæti í því að foreldrar þurfi að lifa börnin sín. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 209 orð

Finnbogi Jón Rögnvaldsson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 360 orð

Finnbogi Jón Rögnvaldsson

Að morgni laugardagsins 14. október kom Linda Bára til mín og bar mér þau sorgartíðindi að pabbi sinn væri dáinn. Finnbogi dáinn, þetta gat ekki verið, þetta kom á mig sem reiðarslag sem ég vildi ekki trúa, þó svo að ég hafi vitað að hann væri mikið veikur. En þeir eru órannsakanlegir, vegir guðs. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 534 orð

Finnbogi Jón Rögnvaldsson

Stundum finnst manni lífið svo hverfult og ósanngjarnt, sérstaklega þegar ungt fólk í blóma lífsins deyr. Mig langar að minnast lítillega, hans Finnboga Jóns Rögnvaldssonar. Kynni mín af honum voru ekki mikil, en ég má til með að þakka honum þá hjartahlýju og góðmennsku sem ég og mín fjölskylda fundum frá honum og þá sérstaklega börnin okkar. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 508 orð

Finnbogi Jón Rögnvaldsson

Já, vinir berast burt með tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt. Fyrir um það bil 25 árum byrjaði að vinna hjá mér ungur mjög dugnaðarlegur og kraftmikill piltur sem verkamaður í byggingarvinnu. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 367 orð

Finnbogi Jón Rögnvaldsson

Okkur langar í örfáum orðum að minnast og kveðja mág okkar og svila Finnboga Rögnvaldssson. Við þekktum hann yfir 25 ár og hann var alltaf elskulegur, hjálpsamur og hrókur alls fagnaðar. Þær voru ófáar ánægjustundirnar sem við áttum á heimili Finnboga og Kollu og var þá hlegið mikið og gantast. Ekki var síður tilhlökkun þegar von var á fjölskyldunni úr Hlíðarbyggðinni austur til okkar. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 141 orð

FINNBOGI JÓN RÖGNVALDSSON

FINNBOGI JÓN RÖGNVALDSSON Finnbogi Jón Rögnvaldsson var fæddur á Sauðárkróki 30. september 1952. Hann andaðist í Gautaborg 14. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Rögnvaldur Elfar Finnbogason, f. 13. maí 1925, og Hulda Ingvarsdóttir, f. 14. júní 1926. Systkini hans eru Ingvar Rögnvaldsson, f. 10. júní 1950, maki Auður Hauksdóttir, f. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 32 orð

Finnbogi Jón Rögnvaldsson Lifir í ljósi leiftursýna. Kveð því aldrei ásjónu þína. Vindarnir gæta minna vona. Enginn það kýs að

Lifir í ljósi leiftursýna. Kveð því aldrei ásjónu þína. Vindarnir gæta minna vona. Enginn það kýs að kveðja svona. Lækirnir leika lögin okkar. Hlæjandi á hlaupum strákahnokkar. Haukur Ingvarsson. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 87 orð

Finnbogi Jón Rögnvaldsson Okkur langar í örfáum orðum að minnast Finnboga Rögnvaldssonar. Kynni okkar við hann voru mjög

Okkur langar í örfáum orðum að minnast Finnboga Rögnvaldssonar. Kynni okkar við hann voru mjög ánæguleg en því miður alltaf stutt. Leiðir okkar lágu saman, þar sem Finnbogi vann við glerísetningar fyrir Vátryggingafélag Íslands. Það var ekki að sjá að þar færi veikur maður, þegar hann var að koma til að sækja gler. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 277 orð

Fjölnir Björnsson

Ég man fyrst eftir Fjölni í frumbernsku minni, sennilega hef ég verið fjögurra eða fimm ára, en þá dvaldi hann á heimili foreldra minna um tíma, rétt eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Tókst þá með okkur góð vinátta, sem enst hefur fram til þessa dags, og bar ég ávallt mikla virðingu fyrir þessum frænda mínum. Fjölni var margt til lista lagt og lagði hann gjörva hönd á margt. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 99 orð

FJÖLNIR BJÖRNSSON

FJÖLNIR BJÖRNSSON Fjölnir Björnsson var fæddur í Mýnesi í Eiðaþinghá 4. apríl 1922. Hann lést á Borgarspítalanum 12. október síðastliðinn. Fjölnir var yngsta barn hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur, f. 8.3. 1884, d. 17.5. 1959, og Björns Antonýssonar, f. 4.10. 1876, d. 30.5. 1930. Alsystkini hans eru: Hrefna, f. 8.8. 1911, Einar, f. 15.4. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 470 orð

GUÐNÝ ÞÓRA ÁRNADÓTTIR

GUÐNÝ ÞÓRA varð á ungum aldri ástfangin af hugsjón jafnaðarstefnunnar. Þeirri æskuást hefur hún verið trú allt sitt líf. Þess vegna hefur mér alltaf fundist að hún ætti heima í samtökum ungra jafnaðarmanna ­ þeirra sem horfa með vonarglampa æskunnar í augum ­ til framtíðarinnar. Það breytir engu þótt almanakið segi að Guðný Þóra teljist vera orðin áttræð. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 491 orð

Guðrún Olga Stefánsdóttir

Hún Olga vinkona mín og frænka er dáin, farin úr þessari jarðlífsvist. Hún var búin að stríða lengi hetjulegri baráttu við skæðan sjúkdóm og var löngu orðin þreytt og þráði það eitt að mega að fá að sofna. Hvað þráir annað helsjúk manneskja en að fá frið, sofna laus úr þessum viðjum. Ég vil minnast hennar frá því ég sá hana fyrst. Hún var glæsileg kona bæði í sjón og reynd. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 192 orð

GUÐRÚN OLGA STEFÁNSDÓTTIR

GUÐRÚN OLGA STEFÁNSDÓTTIR Guðrún Olga Stefánsdóttir fæddist á Akureyri 12. mars 1926. Hún lést á Landspítalanum 24. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hulda Clausen f. 3. apríl 1898, d. 23. ágúst 1970, og Stefán Karl Sigurðsson, f. 18. maí 1897, d. 26. september 1951. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 29 orð

GUNNHILDUR DAVÍÐSDÓTTIR

GUNNHILDUR DAVÍÐSDÓTTIR Gunnhildur Davíðsdóttir fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal 6. mars 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hveragerðiskirkju 16. september. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 254 orð

Gunnhildur Davíðsdóttir Elsku amma mín.

Mér datt það bara ekki í hug að þegar ég kvaddi þig í júlí áður en ég fór til Frakklands að það væri í síðasta skipti sem ég sæi þig. Ef ég hefði vitað það hefði ég viljað tala meira við þig. Ég er búin að senda þér kort og Habba frænka var búin að lesa það fyrir þig og mér líður betur að vita að þú varst búin að heyra eitthvað frá mér. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 569 orð

Jón Helgi Sveinbjörnsson

Minn elskulegi faðir hefur kvatt þetta líf eftir stutta en erfiða baráttu við lungnakrabbamein. Hann gat verið heima mestallan tímann eins og hann óskaði sér með hjálp mömmu. En var svo síðustu sólarhringana á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi í góðri umönnun lækna og hjúkrunarfólks og hafi þau þökk fyrir. Pabbi var fæddur Skagfirðingur og ólst upp á ýmsum stöðum í Skagafirði. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 62 orð

Jón Helgi Sveinbjörnsson

Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 318 orð

Jón Helgi Sveinbjörnsson

Elsku afi minn. Nú ert þú horfinn sjónum mínum en ég veit að þú verður alltaf til staðar í hjarta mínu. Það er erfiður biti að kyngja, því að ég á ekki eins greiðan aðgang að þér og áður. Ég veit í rauninni ekki hvar þú ert, en ég hef samt mikla trú á því að þú sért í kringum okkur. Það er svo margt sem ég kynntist í gegn um þig, því þú ert gæddur svo miklu hugmyndaflugi og þú gefst ekki upp. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 152 orð

Jón Helgi Sveinbjörnsson

Elsku afi. Ég vil með örfáum orðum þakka þér fyrir samverustundir okkar, sem voru allt of fáar, og þar sem ég er svo langt í burtu, alla leið úti í Tokyo, er svo langt fyrir mig að fara til að fylgja þér hinsta spölinn. En þú ert mér í huga þó langt sé á milli okkar, og vona ég að þú hafir það gott þar sem þú dvelur núna. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 253 orð

JÓN HELGI SVEINBJÖRNSSON

JÓN HELGI SVEINBJÖRNSSON Jón Helgi Sveinbjörnsson fæddist á Skíðastöðum í Ytri-Laxárdal 26. maí 1917. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 11. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnhildur Stefanía Jónsdóttir frá Bakkakoti í Vesturdal í Skagafirði, f. 9. apríl 1887, d. 15. nóv. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 803 orð

Sigurður Sveinsson

Sigurður Sveinsson kom ungur að árum að Ytra-Hrauni í Landbroti og þar vann hann sitt ævistarf. Á bernskuárum hans var að hefjast framfarasókn tuttugustu aldarinnar, sem hefur haldið áfram með vaxandi hraða fram að þessu. Í fyrstu byggðist árangurinn á því að nýta sér arf forfeðranna, þrautseigju, harðfylgni og skilning á kostum náttúrunnar. Afkoman valt á því hvernig það tókst. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 164 orð

SIGURÐUR SVEINSSON

SIGURÐUR SVEINSSON Sigurður Sveinsson var fæddur 15. júní 1909 í Vík í Mýrdal. Sigurður lést á Klausturhólum 15. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Eyrúnar Guðmundsdóttur og Sveins Þorlákssonar, símstöðvarstjóra. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 669 orð

Þorbjörg Hulda Guðjónsdóttir

Vinkona mín, Hulda Guðjónsdóttir, bóndi á Eiríksbakka, hefur fengið kærkomna hvíld eftir erfið veikindi. Þegar ég kom fyrst að Eiríksbakka, hafði ég á tilfinningunni að þar á bæ hefði tíminn stöðvast á fjórða áratugnum. Lítinn tilgang sá ég í þessum búskaparháttum annan en mikið líkamlegt strit fyrir einsetubóndann. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 610 orð

Þorbjörg Hulda Guðjónsdóttir

Þegar laufin eru eitt af öðru að tínast af trjánum og fyrsta snjóinn hefur fest í Vörðufellinu, sem óhjákvæmilega boðar okkur komu vetrarins, berst okkur fréttin um andlát Huldu á Eiríksbakka. Ekki er hægt að segja að það hafi komið á óvart, því að hún hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurt árabil. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 1161 orð

Þorbjörg Hulda Guðjónsdóttir

Þessar ljóðlínur komu í huga okkar er við heyrðum lát nágrannakonu okkar Huldu, en hún er nýlátin eftir erfið veikindi og farin að heilsu og kröftum 78 ára gömul. Þegar öldruð manneskja eins og Hulda okkar fellur frá er því ekki að neita að maður þakkar Guði fyrir að hafa kallað hana til sín. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 105 orð

ÞORBJÖRG HULDA GUÐJÓNSDÓTTIR

ÞORBJÖRG HULDA GUÐJÓNSDÓTTIR Hulda Guðjónsdóttir húsfreyja og bóndi á Eiríksbakka, Biskupstungum, fæddist í Úthlíð, Biskupstungum, 10. júní 1917. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri, 14. október síðastliðinn. Hulda var dóttir hjónanna Guðjóns Eyjólfssonar bónda á Eiríksbakka, f. 27. júlí 1890, d. 2. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 259 orð

Þorsteinn Brynjólfsson

Þegar ég sest niður til að skrifa síðbúna kveðju um afa er svo margt sem kemur upp í hugann. Allar stundirnar sem ég átti heima hjá afa og ömmu þegar ég var yngri. Mikið af mínum bernskuminningum eru tengdar afa og ömmu á Holtsgötu, en þar varði ég miklu af mínum tíma sem barn. Seinna fluttu þau svo á Hagamel 48. En afi bjó þar lengst af einn því amma lést eftir stutta búsetu þar. Meira
21. október 1995 | Minningargreinar | 26 orð

ÞORSTEINN BRYNJÓLFSSON

ÞORSTEINN BRYNJÓLFSSON Þorsteinn Brynjólfsson fæddist í Reykjavík 27. september 1918. Hann lést á Landspítalanum 9. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 20. september. Meira

Viðskipti

21. október 1995 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Dollar og líra lækka gegn sterku marki

DOLLAR seldist í gær á lægsta verði gegn marki í tvo mánuði og markið bætti stöðu sína, einkum á kostnað lírunnar sem stendur illa að vígi vegna pólitískrar óvissu á Ítalíu. Dollarinn lækkað í innan við 1.4040 mörk og seldist síðdegis á 1.3980 mörk, sem vakti ugg um að hann mundi stóreflast á ný gegn dollar og öðrum veikum gjaldmiðlum. Meira
21. október 1995 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Landsframleiðslan sjöfaldast frá stríðslokum

HAGVÖXTUR á Íslandi hefur verið nokkuð í takt við þróunina í ríkjum OECD undanfarin tvö ár, en eins og sjá má á myndinni hér að ofan, hefur Ísland engu að síður dregist verulega aftur úr ríkjum OECD á undanförnum 7 árum vegna langvarandi stöðnunar. Meira
21. október 1995 | Viðskiptafréttir | 175 orð

Lægsta verð á áli í eitt ár

ÁLVERÐ lækkaði skyndilega um 60 dollara tonnið í London í gær og hefur ekki verið eins lágt í eitt ár. Verð á öðrum málmum lækkaði um leið, en álverðslækkunin vakti mesta athygli og fátt annað bar til tíðinda á málmmarkaði í lok vikunnar. Meira
21. október 1995 | Viðskiptafréttir | 591 orð

Mata haslar sér völl

VERÐSTRÍÐ á kartöflum, sem hófst í verslunum á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudag, og enn sér ekki fyrir endann á, virðist eiga rót sína að rekja til harðrar samkeppni meðal dreifingarfyrirtækja. Dreifingarfyrirtækið Mata hf., reynir nú að hasla sér völl á kartöflumarkaðnum með því að bjóða lægra verð. Í september bauðst Mata til að kaupa stærsta dreifingaraðila jarðepla, Ágæti hf. Meira
21. október 1995 | Viðskiptafréttir | 323 orð

Uppfyllum öll skilyrði Evrópska myntbandalagsins

ÍSLAND er eitt þriggja Evrópuríkja sem uppfyllir öll efnahagsleg skilyrði fyrir aðild að Evrópska myntsamstarfinu (EMU) sem ríki Evrópubandalagsins stefna að því að koma á fót eftir rúm þrjú ár. Á alþjóðlegri ráðstefnu Íslandsbanka fyrir bankamenn, sem haldin var í gær, sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Meira
21. október 1995 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Vísitala byggingarkostnaðarhækkar

VÍSITALA byggingarkostnaðar hækkaði um 0,3% á milli mánaða og mældist 205,2 stig eftir verðlagi um miðjan október, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er mesta hækkun vísitölunnar undanfarna 5 mánuði, en síðastliðna tvo mánuði hefur vísitalan staðið í stað. Meira

Daglegt líf

21. október 1995 | Neytendur | 203 orð

Fatahönnun á Fróni

KJÖRORÐIÐ Íslenskt, já takk nær ekki eingöngu til matvæla, síður en svo. Það nær nefnilega líka til hönnunar og fataframleiðslu og hér má sjá glæsilegan vitnisburð fallegs handbragðs og snjallra hugmynda. Meira
21. október 1995 | Neytendur | 208 orð

Meðalverð kartafla 36 krónur kg

ÍSLENSKAR kartöflur hafa verið á óvenjulega lágu verði síðustu daga en um er að ræða gullauga, rauðar og hvítar. Þær eru seldar í kílógrammapokum, 2 kg og einnig í lausu. Neytendasíðan kannaði verðið á kartöflum í nokkrum búðum, en meðalverð kartafla er 36 krónur í eftirtöldum átta verslunum. Bónus er með lægsta kartöfluverðið eða 20 krónur kílóið og 15 krónur í lausu. Meira
21. október 1995 | Neytendur | 802 orð

Ókunnur maður flutti lögheimilið heim til mín

HÚSEIGENDUM ber að tilkynna til Hagstofu þegar einhver flytur á heimili þeirra, hvort sem það er leigjandi eða annar. Sama skylda hvílir reyndar á öllum þeim sem flytja og er kveðið á um þetta í lögheimilislögum og lögum um tilkynningu aðsetursskipta. Sumir hunsa þessi lög og láta hjá líða að tilkynna búsetuskipti og mun algengasta ástæðan vera að einhverjir hagsmunir eru í húfi, t. Meira
21. október 1995 | Neytendur | 138 orð

Réttar vinnustellingar

SJÚKRAÞJÁLFARARNIR Ágústa Guðmarsdóttir og Þórunn Sveinsdóttir hafa skrifað bók, sem sérstaklega er ætluð þeim sem annast sjúklinga, bæði fagfólki og aðstandendum. Í bókinni, sem ber heitið Vinnutækni við umönnun, er kennd vinnutækni og rétt líkamsbeiting þegar verið er að aðstoða fólk við að færa sig úr stað. Meira

Fastir þættir

21. október 1995 | Fastir þættir | 182 orð

15 ÁRA sænsk stúlka, sem hefur áhuga á tónlist, ferðalögu

15 ÁRA sænsk stúlka, sem hefur áhuga á tónlist, ferðalögum og menningu annarra þjóða: Sofia Kantola, Markörgatan 8B, 59351 V¨astervik, Sweden. Meira
21. október 1995 | Dagbók | 2774 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 20.-26. október að báðum dögum meðtöldum, er í Apóteki Austurbæjar, Háteigsvegi 1. Auk þess er Breiðholts Apótek, Mjóddinni, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
21. október 1995 | Fastir þættir | 513 orð

Bermúdaskálin fór til Bandaríkjanna

Keppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn, 8.-20. október BANDARÍKJAMENN unnu Bermúdaskálina í gær eftir að hafa varist skyndiáhlaupi frá Kanadamönnum í lokalotum úrslitaleiksins. Á fimmtudagskvöld unnu Þjóðverjar Feneyjabikarinn eftir spennandi úrslitaleik við Bandaríkin. Meira
21. október 1995 | Fastir þættir | 131 orð

Bridsfélag kvenna og Skagfirðinga Barómeterkeppni félagsi

Barómeterkeppni félagsins hófst á þriðjudaginn. 26 pör mættu til leiks. Staðan eftir 6 umferðir: Óli Björn Gunnarsson ­ Valdimar Elíasson106Sigrún Pétursdóttir ­ Guðrún Jörgensen62Hjálmar Pálsson ­ Dan Hanson58Dóra Friðleifsdóttir ­ Sigríður Ottósdóttir49Rúnar Lárusson ­ Þórður Sigfússon47Gróa Guðnadóttir ­ Margrét Margeirsdóttir43 Vegna Meira
21. október 1995 | Fastir þættir | 273 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag

SPILAÐUR var eins kvölds tölvureiknaður Monrad-barómetermánudaginn 16. október sl. með forgefnum spilum. 16 pör spiluðu 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Sigurjón Harðarson ­ Haukur Árnason+62 (65,8%)Sævin Bjarnason ­ Guðm. Baldursson+18 (54,6%)Björn Höskuldsson ­ Sigrún Arnórsd.+17 (54,3%)Dröfn Guðmundsd.­ Ásgeir Ásbjörnss. Meira
21. október 1995 | Dagbók | 32 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Akureyrarkirkju af sr. Birgi Snæbjörnssyni Jósefína Harpa Hrönn Zóphoníasdóttir og Páll Sigurþór Jónsson. Heimili þeirra er í Helgamagrastræti 19, Akureyri. Meira
21. október 1995 | Fastir þættir | 1082 orð

Guðspjall dagsins: Jesús læknar hinn lama. (Matt. 9.)

Guðspjall dagsins: Jesús læknar hinn lama. (Matt. 9.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn ekur. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Meira
21. október 1995 | Fastir þættir | 754 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson

819. þáttur Í Landnámabók stendur: "Þeirra son var Ketill gufa, er átti Ýri Geirmundardóttur." Ég feitletraði hér orðmyndina Ýrivegna beygingarinnar. Nafnið er þarna í þolfalli. Kvenheitið Ýr(r)var fátítt. Það er náttúrunafn eins og svo mörg önnur. Meira
21. október 1995 | Dagbók | 596 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru út Ludador, Úranus, Mælifell

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru út Ludador, Úranus, Mælifell og Kyndill. Baldvin Þorsteinsson fer út í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrradag fór Santa. Hofsjökull kemur í dag og Strong Icelanderkemur í nótt og fer aftur á sunnudag. Þá fer Haraldur á veiðar. Meira
21. október 1995 | Dagbók | 261 orð

Yfirlit: Fyr

Yfirlit: Fyrir austan land er hæðarhryggur á austurleið en vaxandi 1000 mb lægð yfir vestansverður Grænlandshafi þokast norðaustur. Spá: Í dag verður sunnan kaldi um landið vestanvert en annars suðvestan gola. Sunnan- og vestanlands verða skúrir en á Norður- og Austurlandi léttir til. Meira

Íþróttir

21. október 1995 | Íþróttir | 1065 orð

Átökin voru gífurleg

MAGNÚS Ver Magnússon hlaut titilinn Sterkasti maður heims í þriðja skipti, þegar hann lagði keppinauta sína að velli í þessari árlegu keppni fyrir skömmu. Hún fór að þessu sinni fram á Paradísareyjunni, sem er hluti af Bahamaeyjum og vann Magnús titilinn nú annað árið í röð, en hann vann í fyrsta skipti 1991, þá að keppa í fyrsta skipti. Meira
21. október 1995 | Íþróttir | 309 orð

BARRY Venison

BARRY Venison er hættur hjá tyrkneska liðinu Galatasaray - og er á leiðinni heim á ný, eins og Mike Marsh, sem fór frá félaginu til Southend fyrir stuttu. Þeir áttu erfitt með að aðlaga sig lífinu í Tyrklandi. Meira
21. október 1995 | Íþróttir | 91 orð

Fimm varamenn í Englandi

ENSKU úrvalsdeildarliðin hafa samþykkt að liðin geti verið með fimm varamenn næsta keppnistímabil, en það eru ekki mörg ár síðan aðeins mátti vera með einn varamann á bekknum í Englandi. Flest liðin voru sammála þessu, en aftur á móti var Alan Ball, framkvæmdastjóri Manchester City, á móti - lið hans er nú á botninum í úrvalsdeildinni með aðeins eitt stig. Meira
21. október 1995 | Íþróttir | 1158 orð

Flugferð með meistaranum

ÞEGAR fjórir hrafnar flugu yfir mig á Reykjanesi, þá hugsaði ég um það hvort það væru þrír eða fjórir slíkir sem væru slæmur fyrirboði. Ég átti að fara með Íslandsmeistaranum í rallakstri á sérleið skammt frá. Skömmu síðar sveif Rúnar yfir blindhæð og ók eins og hann ætti lífið að leysa í endamark sérleiðarinnar. Meira
21. október 1995 | Íþróttir | 322 orð

Julian Duranona skorar mest

Kúbumaðurinn Julian Duranona, leikmaður KA, er markahæstur í 1. deild karla að loknum fjórum umferðum með fjörtíu mörk eða tíu mörk að meðaltali í leik. Ekki nóg með að KA-liðið hafi á að skipa markahæsta leikmanninum heldur hafa þeir skorað flest mörk, eitt hundrað tuttugu og fjögur. Næstir þeim koma leikmenn FH með eitthundrað og níu. Fæst mörk hafa ÍR-ingar skorað, áttatíu. Meira
21. október 1995 | Íþróttir | 152 orð

KA líklega heima og að heiman EINS og s

EINS og staðan er þessa dagana eru allar líkur á að KA leiki Evrópuleikina gegn TJ VSZ Kosice frá Slóvakíu heima og að heiman. "Við erum búnir að hafa samband við þá og forráðamenn liðsins tóku mjög illa í að leika báða leikina á Íslandi," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
21. október 1995 | Íþróttir | 263 orð

LOTHAR Mattha¨us

LOTHAR Mattha¨us, fyrrum fyrirliði þýska landsliðsins, reiknar með að leika með Bayern M¨unchení síðari umferð þýsku knattspyrnunnar. Hann hefur verið að styrkja sig og eyðir mestum tíma sínum í lyftingasal félagsins. Mattha¨us, sem er 34 ára, hefur ekki spilað með Bayern síðan í janúar vegna meiðsla í hásin. Meira
21. október 1995 | Íþróttir | 123 orð

Markahæstir Julian Duranona, KA40/14

Julian Duranona, KA40/14 Valdimar Grímsson, Selfossi36/12 Juri Sadovski, Grótta35/17 Knútur Sigurðsson, Víkingi32/14 Dmítríj Filippov, Stjörnunni31/14 Arnar Pétursson, ÍBV29/7 Sigurjón Sigurðsson, FH29/9 Hilmar Þórlindsson, KR27/6 Patrekur Jóhannesson, Meira
21. október 1995 | Íþróttir | 757 orð

Mikil spenna á St Andrews

ÞAÐ ræðst ekki fyrr en í dag hvaða lið komast í undanúrslit í hinni óopinberu heimsmeistarakeppni landsliða í golfi, Alfred Dunhill-liðakeppninni, sem fram fer á gamla vellinum á St Andrews í Skotlandi. Ljóst er þó að Englendingar eiga ekki möguleika því þeir hafa tapað tveimur leikjum í sínum riðli, en það verða aðeins sigurvegarar hvers riðils sem komast í undanúrslitin í fyrramálið. Meira
21. október 1995 | Íþróttir | 507 orð

Sameinar fjórar íþróttagreinar

MAGNÚS Ver er 32 ára gamall og er í sambúð með Ástu Guðmundsdóttur. Hann hefur verið í fremstu röð í aflraunum í mörg ár, en stundaði handbolta, fótbolta og körfubolta á árum áður. Eftir að hann varð Evrópumeistari í kraftlyftingum 1991 sneri hans sér að aflraunum. Honum var boðið í keppnina Sterkasti maður heims 1991 á Tenerife á Kanaríeyjum og vann sigur. Meira
21. október 1995 | Íþróttir | 105 orð

Steinar ætlar að leika með Akurnesingum

STEINAR Adolfsson knattspyrnumaður, sem lék með KR í sumar og þar áður með Val, hefur ákveðið að leika með Skagamönnum næsta sumar. Steinar gaf KR-ingum svar í gær þess efnis að hann ætli sér ekki að leika áfram með félaginu og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins ætlar hann að ganga til liðs við Íslandsmeistara Skagamanna. Ekki náðist í Steinar í gær til að fá þetta staðfest. Meira
21. október 1995 | Íþróttir | 147 orð

UM HELGINAHandknattleikur LAUGARDAGU

Handknattleikur LAUGARDAGUR1. deild karla: Selfoss:Selfoss - FH16 2. deild karla: Fjölnishús:Fjölnir - ÍH16 Akureyri:Þór - Breiðablik13.30 SUNNUDAGUR1. Meira

Sunnudagsblað

21. október 1995 | Sunnudagsblað | 1433 orð

Frægðin er yfirborðskennd

NORSKA hljómsveitin A-Ha, sem er íslenskum tónleikagestum að góðu kunn, er ein vinsælasta hljómsveit poppsögunnar, eða var það að minnsta kosti því allt bendir til þess að saga sveitarinnar sé öll. Meira

Úr verinu

21. október 1995 | Úr verinu | 132 orð

Lítið af háf til Bretlands

FYRSTU 6 mánuði þessa árs fluttum við Íslendingar út 5 tonn af háf til Bretlands að verðmæti um 500.000 tonn. Það er aðeins þriðjungur þess, sem við seldum Bretum á sama tíma í fyrra, en þá fóru 14 tonn utan að verðmæti 3,6 milljónir króna. Þessi innflutningur Breta á háfi héðan er aðeins brotabrot af heildinn, því um mitt þetta ár höfðu þeir flutt inn 1. Meira
21. október 1995 | Úr verinu | 233 orð

Mikil harðfisksala hjá Stöplafiski í Reykjahverfi

SALA á harðfiski hefur aukist hjá Stöplafiski hf. í Reykjahverfi en með heildsöludreifingu Karls K. Karlssonar er vörunni nú dreift um allt land. Að sögn Aðalsteins Árnasonar framkvæmdastjóra væntir fyrirtækið góðs af dreifingaraðila sínum en nokkur samkeppni er á harðfiskmarkaðnum, einnig er hörð samkeppni við annað "snakk" sem hægt er að kaupa. Meira

Lesbók

21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 3335 orð

Á Bermúdaeyjum erenginn að flýta sér

Nafnið Bermúda var upphaflega tengt dulúð og töfrum. Seinna vakti það hjá mönnum hugmyndir um galdra og yfirnáttúruleg fyrirbæri og má í því samhengi nefna Bermúda- þríhyrninginn. Shakespeare er sagður hafa byggt leikrit sitt Ofviðrið (The Tempest) á frásögn William Stracheys, embættismanns í Virginíu, Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 568 orð

Bastillan

ég gref hana djúpt þessa ástar og afmæliskveðju og svona illa dulbúið greftrunarljóð því þú varst jú ekki öll þarsem vildi ég geta séð þig en ég vonaði mér myndi hlotnast allt þitt dimma blóð á meðan lögðu þeir hana að velli en þar var ekki sála í haldi utan vitfirringur einn sem öllum hafði auðnast að gleyma en þú varst ekki unnin nei þó áhlaupin skörtuðu fegursta Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

Diddú og Anna Guðný á Þórshöfn

KIRKJUKÓR Sauðaneskirkju hefur fest kaup á nýjum flygli af gerðinni Samvick og er lengdin eitthvað á þriðja metra og hljómgæðin eftir því. Flygillinn verður staðsettur í Þórsveri og mun gefa ný tækifæri til allskyns tónlistarviðburða. Kaupin á flyglinum eru mikið fjárhagslegt átak fyrir lítinn söfnuð og hefðu ekki verið framkvæmanleg nema fyrir stuðning ýmissa aðila s.s. Þórshafnarhrepps. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 185 orð

efni 21. okt

Ferðafélags Íslands 1995 heitir "Á Hekluslóðum" og er höfundurinn Árni Hjartarson jarðfræðingur. Hér er gripið niður í kafla um Heklugos fyrr á öldum, sem voru mörg og það lengsta, gosið 1764, stóð í tvö ár og mánuði betur. Gosið 1510 var svo stórkostlegt að í Skálholti rotaðist maður af steini úr gosinu og "svo voru brestir og dynkir skelfilegir, að mörgum doðnaði heyrnin, sem úti voru... Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 186 orð

Einfari

Hann átti ekki samleið með öðrum, hans áform skildi ekki neinn. Margt fór í gegnum huga hans, helst þegar 'ann var einn. Þá dreymdi hann stóra drauma, og dásamleg ævintýr. Hann reisti bæi og borgir þar, sem blærinn var mildur oghlýr. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 677 orð

Einskonar hversdagsrómantík

Í DAG verða opnaðar tvær sýningar á Kjarvalsstöðum. Eins konar hversdagsrómantík er titill sýningar á samtímalist sem Auður Ólafsdóttir listfræðingur setti saman fyrir Kjarvalsstaði. Á sýninguna hefur hún valið verk 16 myndlistarmanna, sem teljast til yngstu kynslóðar íslenskra myndlistarmanna. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1068 orð

Endurminninginmerlar æ...

MIKIÐ getur það verið gaman að blaða í Kennaratalinu, sem Ólafur Þ. Kristjánsson ritstýrði. Nýlega flettum við vinkona mín þessu riti. Við stöldruðum við hér og þar, rifjuðum upp kunnugleg andlit, spáðum í önnur og skemmtum okkur konunglega. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1717 orð

Eru Íslendingar komnir af Kjarval Írakonungi?

Ífornöld var stundum kvartað undan því að enginn geti ráðið uppruna sínum eða valið sér foreldri eftir eigin hugþokka. Þó var sú bót í máli að til voru lærðir menn sem tókust á hendur að yrkja hefðarfólki nýjar og betri ættartölur en það átti skilið. Margt bendir í þá átt að skapandi ættfræði hafi verið stunduð af miklum áhuga hérlendis á fyrra hluta tólftu aldar. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 422 orð

Fagnar með nýrri bók og boðar leikrit

BANDARÍSKA leikritaskáldið Arthur Miller hélt upp á 80 ára afmæli sitt á þriðjudag með því að gefa út nýja skáldsögu og greina frá nýju leikriti, sem hann hefði í smíðum. Miller er eitt helsta leikritaskáld þessarar aldar, þótt ef til vill þekki hann fleiri fyrir að hafa verið kvæntur Marilyn Monroe og barist gegn kommúnistaveiðum Josephs McCarthys í Bandaríkjunum, Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2706 orð

Heklugosfyrr á öldum

Árið 1510. Eftir gosið 1389-90 var kyrrð yfir Heklu í 120 ár en það er lengsta goshlé sem orðið hefur í fjallinu frá 1104. Biskupaannálar Jóns Egilssonar nefna að vísu gos árið 1436 og bæði Jónas Hallgrímsson og Þorvaldur Thoroddsen taka það upp í gosskrár sínar. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 794 orð

HIN HEILAGA MINNING

Þjóðleikhúsið frumsýnir Kardemommubæinn, hið sívinsæla barna- og fjölskylduleikrit Thorbjörns Egner, í fimmta sinn í dag. Orri Páll Ormarsson leit inn á æfingu og upplifði umburðarlyndi í sinni einföldustu mynd. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

HRAUN Í FÓLKI

eftir Björn Th. Björnsson. Mál og menning, Reykjavík, 1995. 272 bls. ÞAÐ ER löngu ljóst að Björn Th. Björnsson er manna fundvísastur á áhugaverð söguefni sem leynast í gömlum heimildum. Bækur hans Haustskip (1975) og Falsarinn (1993) eru óræk vitni þess. Nú hefur Björn sett saman enn eina bókina af þessu tagi, Hraunfólkið. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 171 orð

"Í vesturleið"

SÝNING norræna myndlistarmanna verður opnuð í Nýlistasafninu í dag kl. 16. "Í vesturleið" er samsýning fjögurra myndlistarmanna frá Danmörku, Finnlandi og Noregi, sem allir hafa tengst landinu, á sögulegan eða listrænan hátt. Þetta eru myndlistarmennirnir Helge Røed og Geir Espen Østbye frá Noregi, Carl- Erik Strøm frá Finnlandi og Finn Nielsen frá Danmörku. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 79 orð

Jónas og Keltarnir

JÓNAS Árnason flytur kveðskap sinn við írsk og skosk þjóðlög í samvinnu við Kelta í Borgarleikhúsinu í dag kl. 16 og á mánudag kl. 20.30. Keltar hafa sérhæft sig í flutningi á keltneskri þjóðlagatónlist á undanförnum árum og leika þeir á hefðbundin þjóðleg hljóðfæri. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 88 orð

Kjartan leikur í Seljakirkju

EFNT verður til nokkurra tónleika í Áskirkju í Reykjavík til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Á sunnudag kl. 17 leikur Kjartan Sigurjónsson organisti Seljakirkju í Reykjavík. Á tónleikaskránni verða verk eftir J. Pachelbel, D. Buxtehude, J.S. Bach, Max Reger og Cesar Franck. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2688 orð

Landvinningar áHaukadalsheiði

Sú sjón er mér enn í fersku minni frá bernskudögum í Biskupstungum, að þegar þornaði með norðanátt, mátti sjá tvo mekki fylla loftið svo blár himinninn varð grábrúnn. Annar mökkurinn, dökkgrár á lit, kom upp vestanvert við Heklu og var eins og veggur suður yfir Rangárþing. Hinn mökkurinn var í næsta nágrenni, kominn af Haukadalsheiði og oft brúnn eða gulbrúnn á litinn. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 898 orð

Leitin að þriðja manninum

ÁBÓKASTEFNUNNI í Frankfurt, þeirri 47. í röðinni, var mikið talað um norræna bylgju eða norræna innrás. Norðurlandahöfundar vöktu töluverða athygli. Tveir þeirra eru nú metsöluhöfundar í Þýskalandi, þeir Peter Høeg frá Danmörku, höfundur Lesið í snjóinn, og Norðmaðurinn Jostein Gaarder með Veröld Soffíu. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 479 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir Kjarval ­ mótunarár 1885-1930. Sýn. Einskonar hversdagsleg rómantík og sýn. Einars Sveinssonar arkitekts til 9. des. Listasafn Íslands Haustsýn. safns Ásgríms Jónss. til 26. nóv. Gallerí Sævars Karls Árni Ingólfsson sýnir. Gerðarsafn Kees Ballintijn sýnir. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 73 orð

Miskunnarleysi

Náttúra aldrei fæ ég augum litið fegurð þína. Um ævi mína hef ég ei séð þig - ég hef aðeins snert þig, - fundið ilm þinn, - fundið þig í sálu minni. Ég er blindur ég féll í fossinn ungur að árum. Það nístir hjarta mitt að fá ekki litið aftur því þú áttir stað í vitund minni. Þú tókst sjón mína. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 908 orð

Morð við Skötufoss

GÖMLU bæjarhúsin í Árbæ, býlinu þar sem minjasafn Reykjavíkur nú stendur, þykja fara vel þar sem þau lúra á hæðarbrún með gróin þök og þunglamalega, hæfilega skakka grjótveggi. Þegar gestir líta þau augum á björtum sumardegi dettur víst fáum í hug að þar hafi ríkt annað en friðsæld og kærleikur í aldanna rás, kannski í bland við örlítil vanefni á köflum. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 90 orð

Norðurljós

NORÐURLJÓS nefnast tónlistardagar sem Musica Antiqua heldur í samvinnu við Ríkisútvarpið. Tónlistardagarnir hefjast með tónleikum í Háteigskirkju sunnudaginn 22. október kl. 17. Á efnisskrá eru verk eftir Scarlatti, Telemann og Quants. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 470 orð

Ný endurreisn ­ Ný öld

TÓNLISTARHÁTÍÐIN Norðurljós hefst með tónleikum í Háteigskirkju á morgun kl. 17. Þar koma fram Camilla Söderberg blokkflautuleikari, Sarah Buckley víóluleikari og Martial Nardeau þverflautuleikari. Það er tónlistarhópurinn Musica Antiqua sem stendur fyrir hátíðinni í samvinnu við Ríkisútvarpið en á henni verður lögð áhersla á tónlist frá miðöldum fram að klassískum tíma. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 138 orð

Nýr bókmenntagagnrýnandi

ÞRÖSTUR Helgason hefur verið ráðinn nýr bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins. Þröstur er fæddur 1967. Hann lauk B.A-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1991 og M.A-prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla 1994. Ritgerð hans nefnist Tilurð höfundarins. Efling sjálfsverunnar á 18. og 19. öld í ljósi íslenskrar skáldskaparfræði. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 592 orð

NÖLDRAÐ UM HEANEY

MIKIÐ HEFUR verið fjallað um Nóbelsverðlaunahafann í bókmenntum í ár, Norður-Írann Seamus Heaney, í breskum fjölmiðlum undanfarið. Samkvæmt umfjöllun í Times Literary Supplement hafa flestir lýst ánægju sinni með val sænsku akademíunnar að þessu sinni. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 432 orð

Óvenju lengi í embætti

KARDEMOMMUBÆRINN er vinsælasta barnaleikritið í sögu Þjóðleikhússins en verkið hefur fjórum sinnum áður verið sett upp þar á bæ: 1959, 1965, 1974 og 1984. Hafa 128 þúsund gestir sótt sýningarnar, sem er aðsóknarmet, en þær eru orðnar 233 talsins. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1025 orð

Ráðgáta úr stríðinu

HINAR miklu vinsældir fyrstu bókar breska blaðamannsins Richards Harris, Föðurlands, gerðu honum kleift að láta af störfum sem dálkahöfundur og að festa kaup á glæsihýsi frá viktoríutímanum, skammt frá London. Vinsældirnar urðu honum hvatning til að halda skriftunum áfram og önnur skáldsaga hans, sem kom út fyrir skemmstu, hefur ekki valdið gagnrýnendum vonbrigðum. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 699 orð

Rembrandt eða ekki er spurningin í New York

SNILLI Rembrandts er óumdeild en líklega er fátt annað í lífi og starfi þessa hollenska 17. aldar listamanns sem ekki er deilt um af hörku og fjöri. Ráðgátan við Rembrandt eru falsanirnar. Enginn 17. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð

Röskir ræningjar

KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjørn Egner verður frumsýndur í fimmta sinn í Þjóðleikhúsinu í dag og munu ræningjarnir þrír væntanlega baða sig í sviðsljósinu. Nánar er fjallað um sýninguna á blaðsíðu 3 í Menningarblaðinu í dag. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 160 orð

Skírnarsálmur Anastasíu

Sund og vogar sálma yrkja, syngur Esjan helgilag. Móðir, faðir, kristin kirkja kætast við þinn skírnardag. Lofið Drottin! Lofið Drottin! Lofið Drottin! Amen. Megi hann þig styðja og styrkja, stundir líði þér í hag. Sund og vogar sálma yrkja, syngur Esjan helgilag. Daga ljósa, daga svarta dafni ást þín, von og trú. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 74 orð

Skuggalegt mál

Því dáir þú skuggann svo hverfulan svo ótryggan væntumþykjandi förunaut þeirra stunda, þegar fuglarnir syngja og blómin anga sólskinsins vegna. Vínberið Því ekki að vaxa verða hnöttött litríkt fyllast höfgum safa smjúga í æðar elskendanna berast með blóði að leyndustu stöðum ástarinnar. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 418 orð

Smáverk á tónleikum og geisladiski

ÁSHILDUR Haraldsdóttir flautuleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari halda útgáfutónleika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sunnudaginn 22. október kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna er að finna úrval stuttra tónverka, svokallaðra smáverka, fyrir flautu og píanó sem þær Áshildur og Selma hafa nýlega leikið inn á hljómdisk. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 492 orð

Sungið og spilað til orgelkaupa

Flytjendur: Karlakór Reykjavíkur, Kór Langholtskirkju, Diddú, Anna Guðný og fl. Þriðjudagur 17. otkóber. BAROKKORGEL í Langholtskirkju, hvað skyldi það nú vera? Víst hljómar orðið vel, þótt óíslenskt sé, og víst geta raddir þessara orgela hljómað fagurlega og saman geta þær einnig hljómað fagurlega en þó því aðeins að þeim sé af þekkingu og næmum smekk saman raðað í hljóðfærinu, Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð

Söngferðalag í Listaklúbbi

MÁNUDAGINN 23. október munu Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon píanóleikari koma fram í Listaklúbbi Leikhúskjallarans og flytja dagskrá sem þau hafa kosið að kalla Söngferðalag. Þau munu koma víða við og flytja þjóðlög í búningi ýmissa tónskálda, m.a. úr safni Engel Lund og Ferdinands Rauter og lög í útsetningum eftir Britten, Grainger og Ravel. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 141 orð

Til Guðmundar Inga

Önfirska skáld, oft minn hugur fer heitur í vestur og heimsækir bæinn þinn eftir hrífandi ljóðanna lestur og lítur þar fagnandi inn, þar finnur hann íslenskan anda sem ekki er lítilla sanda. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

Tónleikar í tilefni árs umburðarlyndis og friðar

FIMMTA starfsár Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga hófst í september sl. með léttri djasssveiflu Akurdjassmanna úr Eyjafirðinum, en októbertónleikar félagsins verða með öðru sniði. Í tilefni 50 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna eru haldnir tónleikar eða listasýnignar víða um lönd til að styrkja umburðarlyndi þjóða á milli. Í dag kl. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2585 orð

UPPSVEIFLA Í ÚTGÁFU

EKKI ER langt síðan það þóttu mikil tíðindi ef gefin var út sígild tónlist með innlendum flytjendum á plötu eða diski hér á landi. Þótt enn séu það tíðindi þá stendur útgáfa á sígildri tónlist með íslenskum flytjendum með meiri blóma en dæmi eru um áður; ýmist eru listamennirnir sjálfir að gefa út eða fyrirtæki eða samtök. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 50 orð

Veiðiferð

Ég horfi í spegilinn fer í "veiðifötin" til að hylja "öngulinn" fullkomna beituna svo með silkibindinu set á mig JOOP og fæ mér Becks Hendi mér svo út í iðu mannlífsins og svamla um á Kaffi Reykjavík Bíð eftir að einhver bíti á... Höfundur er viðskiptafræðingur í Kópavogi. Meira
21. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 666 orð

Öl, átök og orrusta orða

Leikhópurinn Barflugur frumsýnir í kvöld í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur Bar Par eftir breska leikritaskáldið Jim Cartwright í Veitingastofu Borgarleikhússins. Orri Páll Ormarsson brá sér á barinn og andaði að sér andrúmsloftinu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.