Greinar miðvikudaginn 25. október 1995

Forsíða

25. október 1995 | Forsíða | 71 orð

Ástleysi dugar ekki

AFRÝJUNARDÓMSTÓLL á Spáni úrskurðaði í gær að lagalega séð dygði hjónum ekki að bera því við að ástin væri horfin til að fá skilnað. Dómstóllinn er í borginni Pontevedra í Galiciu-héraði í norðurhluta landsins. Meira
25. október 1995 | Forsíða | 319 orð

Engin lausn á vaxandi ágreiningi

FORSETAR Bandaríkjanna og Kína, Bill Clinton og Jiang Zemin, áttu tveggja stunda fund í New York í gærkvöldi. Að sögn Mike McCurrys, talsmanns Bandaríkjaforseta, voru viðræðurnar "mjög gagnlegar" en eftir sem áður væru alvarleg ágreiningsefni í samskiptum ríkjanna. Var m.a. fjallað um mannréttindamál í Kína á fundi forsetanna. Meira
25. október 1995 | Forsíða | 122 orð

Kartöflur í geimferð

KARTÖFLUPLÖNTUR um borð í bandarísku geimferjunni Colombia fóru að spíra í gær en vísindamenn kanna nú hvort hægt sér að framleiða kartöflur og fleiri jarðávexti við aðstæður þar sem þyngdarafl er nánast ekkert. Meira
25. október 1995 | Forsíða | 204 orð

Myrkur um miðjan dag

ALMYRKVI á sólu var í ýmsum Asíulöndum í gær. Hófst hann í Mið-Afganistan skömmu eftir dögun en færðist síðan austur eftir álfunni og var mest 100 km breiður. Víðast hvar lagðist niður vinna og umferð meðan á myrkvanum stóð, í eina til tvær mínútur, en nokkuð var um að hjátrúarfullt fólk feldi sig innan dyra. Meira
25. október 1995 | Forsíða | 145 orð

Myrt af handahófi

AÐDRAGANDI og orsakir morða í Bandaríkjunum hafa breyst hratt undanfarin ár, að sögn bandaríska blaðsins Washington Post. 1991 fór hlutfall morða sem framin voru nánast af handahófi í fyrsta sinn yfir 50%. Meira
25. október 1995 | Forsíða | 196 orð

Rússnesk stjórnvöld friðmælast

RÚSSAR stokkuðu í gær upp héraðsstjórn er þeir hafa komið á í Tsjetsjníju og sögðu markmiðið vera að reyna að sætta andófsmenn í suðurhluta lýðveldisins. Talið er að nýi forsætisráðherrann, Doku Zavgajev, sé ásættanlegri kostur fyrir heimamenn en forveri hans í embætti, Salambek Khadzíjev. Neitaði helsti leiðtogi uppreisnarmanna, Dzokhar Dúdajev, að eiga viðræður við Khadzíjev. Meira

Fréttir

25. október 1995 | Innlendar fréttir | 152 orð

20 þúsund eintök af Konungi ljónanna seld

MYNDBÖND með Konungi ljónanna eða Lion King hafa selzt mjög vel og á fyrstu 9 dögunum frá því að Sam-film setti myndbandið á markað voru 20 þúsund eintök afgreidd frá umboðsaðila. Eyþór Guðjónsson, markaðsstjóri Sammyndbanda, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi ástæðu góðrar sölu, Meira
25. október 1995 | Erlendar fréttir | 297 orð

29 farast í skjálfta í S-Kína

AÐ MINNSTA kosti 29 manns létu lífið og 100 slösuðust í hörðum jarðskjálfta í Yunnan- héraði í Kína í fyrrakvöld. Fjöldi fólks missti heimili sín í skjálftanum sem mældist 6,5 stig á Richter. Talið er að hann og öflugir eftirskjálftar hafi staðið í allt að fimmtán mínútur en um 200 eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Áfallahjálp í boði

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá yfirstjórn Almannavarna: "Yfirstjórn björgunarmála í Vestur-Húnavatnssýslu vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra er veittu aðstoð sína við aðhlynningu og björgun á vettvangi er hópferðabifreið valt út af þjóðveginum í Hrútafirði sunnudagskvöldið 22. október sl. Meira
25. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 758 orð

Áhersla lögð á umhverfisþáttinn

ENDURSKOÐUN aðalskipulags Akureyrar stendur nú yfir en samkvæmt skipulagslögum skal slík endurskoðun fara fram á fimm ára fresti. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á svokölluð græn svæði og er stefnt að útgáfu á umhverfis- og útivistarkorti, þar sem gerð er grein fyrir notkun og skipulagi þeirra svæða. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 113 orð

Áhrif Biblíu á íslenskt mál

FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Jóni G. Friðjónssyni í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld kl. 20.30. Á fundinum fjallar Jón um orðatiltæki og föst orðasambönd sem eiga rætur sínar að rekja til Biblíunnar. Borin verða saman dæmi úr Stjórn og Guðbrandsbiblíu en einnig tilgreind nokkur dæmi úr fornbókmenntum þar sem ætla má að áhrifa Biblíunnar gæti. Jón G. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 348 orð

Á níunda tug íbúa rýmdu hús sín

Á NÍUNDA tug íbúa í Hnífsdal, á Ísafirði og Flateyri yfirgáfu heimili sín vegna snjóflóðahættu í gærkvöldi. Langflestir gistu hjá vinum og ættingjum. Aðrir fengu inni í Framhaldsskóla Vestfjarða á Ísafirði. Slæmt veður veldur mörgum ugg fyrir vestan og þykir vetur konungur ganga heldur snemma í garð. Þakplötur fuku af þökum og bíll fauk til í ofsaveðri á Siglufirði í gærkvöldi. Meira
25. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 173 orð

Brotajárnsmóttaka í landi Krossaness

BÚIÐ er að setja upp brotajárnsmóttöku í landi Krossaness og er þegar byrjað að taka við brotajárni þar, en móttakan hefur þó ekki verið opnuð formlega. Guðmundur Guðlaugsson, yfirverkfræðingur Akureyrarbæjar, sagði að verkið hefði verið boðið út í vor og var lokið við að útbúa svæðið um miðjan síðasta mánuð. Meira
25. október 1995 | Erlendar fréttir | 448 orð

Dagbók Bjerregaard vekur hneykslan

FJÖLMARGIR danskir stjórnmálamenn fordæmdu í gær bók eftir Ritt Bjerregaard, fulltrúa Dana í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem út kemur síðar í vikunni. Kaflar úr bókinni, þar sem Bjerregaard, ræðir opinskátt um menn og málefni í ESB voru birtir í dönskum dagblöðum á mánudag. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Daggarskríkja á Íslandi

Daggarskríkja sást um helgina við Seltjörn á Reykjanesi og er þetta í fyrsta skipti, sem hennar verður vart á Íslandi og aðeins annað skiptið, sem hún finnst í Evrópu, en fyrsta sinni var það í Englandi 1981. Daggarskríkja að hausti þekkist á grágrænu höfði og baki og á óljósum síðurákum, en mikið ber á svarthvítu stélinu og gula litnum á kviðnum. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 1084 orð

Dýrara tóbak og hjálp til að hætta

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA leggur fram frumvarp til breytinga á gildandi lögum um tóbaksvarnir á yfirstandandi þingi. Frumvarp um þetta efni hefur lengi verið í bígerð. Það var lagt fram á síðasta þingi, en náði ekki samþykki sl. vor. "Ég hef látið endurskoða frumvarpið og það er tilbúið. Meira
25. október 1995 | Erlendar fréttir | 140 orð

Dæmd fyrir morðið á Selenu

35 ÁRA kona, Yolanda Saldivar, var á mánudag fundin sek um að hafa myrt Tejano-söngkonuna Selenu af ásettu ráði á móteli í Texas 31. mars. Saldivar stofnaði aðdáendaklúbb Selenu árið 1991 og veitti honum forstöðu þar til fyrr á árinu þegar faðir söngkonunnar sakaði hana um fjárdrátt. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 243 orð

Eðlilegt að Heilsuverndarstöðin verði eign ríkisins

BORGARSTJÓRI telur vel koma til greina að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur verði eign ríkisins. Þetta kom fram hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra þegar hún mælti með því á borgarstjórnarfundi á fimmtudagskvöld að tillögu sjálfstæðismanna um að borgarstjórn lýsti andstöðu sinni við slíkar hugmyndir yrði vísað frá. Salan verið rædd við ríkið Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Eftirlit með akstri um gatnamót

LÖGREGLAN á Suðvesturlandi leggur í dag og á morgun sérstaka áherslu á eftirlit með akstri um gatnamót samkvæmt ákvæðum umferðarlaganna, ljósabúnaði ökutækja og stefnumerkjagjöf. Af því tilefni vekur lögreglan athygli á eftirfarandi: Beygt við gatnamót Meira
25. október 1995 | Landsbyggðin | 310 orð

Eignast meirihlutann í Andakílsárvirkjun

Akranesi-NÚ LIGGUR fyrir að Akranesbær mun kaupa 26,5% hlut Borgarbyggðar í Andakílsárvirkjun og tilboð hefur verið gert í hlut Andakílshrepps. Með þessum kaupum er eignarhluti Akranesbæjar í virkjuninni um 65%. Akranesbær hefur rætt við aðra eignaraðila virkjunarinnar um kaup á hlut þeirra og kann svo að fara að innan skamms eignist bærinn alfarið Andakílsárvirkjun. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 243 orð

Ekki fleiri uppsagnir á yfirvinnu

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt samhljóða tillögu meirihluta bæjarstjórnar um að ekki sé ástæða til að segja fleiri bæjarstarfsmönnum upp fastri yfirvinnu og öllum fríðindum en þegar hafi verið gert. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 612 orð

Engir alvarlegir hnökrar á framkvæmd GATT

RÁÐGJAFARNEFND landbúnaðarráðuneytisins um inn- og útflutning landbúnaðarvara telur að framkvæmd landbúnaðarhluta GATT- samningsins hér á landi hafi í heild tekizt vel. "Engir alvarlegir framkvæmdaagnúar hafa komið fram og úr þeim hnökrum sem á urðu var jafnað með skjótum hætti," segir í skýrslu nefndarinnar, sem kynnt var á blaðamannafundi á mánudag. Meira
25. október 1995 | Erlendar fréttir | 568 orð

Enn mikil þörf fyrir Sameinuðu þjóðirnar

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ávarpaði í gær hátíðarsamkomu Sameinuðu þjóðanna í tilefni af fimmtíu ára afmæli samtakanna. Hátíðarhöldunum, sem staðið hafa í þrjá daga, lauk í gær en rúmlega 180 þjóðar- og stjórnmálaleiðtogar eru samankomnir í New York vegna þessara tímamóta í starfi samtakanna. Meira
25. október 1995 | Landsbyggðin | 94 orð

Fíkniefnamál upplýst á Húsavík

FIMM játuðu neyslu á hassi og einn ólöglega eign og neyslu á lyfjum á Húsavík um helgina Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík kom málið upp við venjubundið eftirlit sl. föstudagskvöld. Sex Húsvíkingar, á aldrinum fimmtán ára til fertugs, tengjast því. Fimm játuðu neyslu á hassi um helgina og helgina á undan. Meira
25. október 1995 | Landsbyggðin | 67 orð

Fjölmenni í Sparisjóðshlaupinu

Þórshöfn-Þórshafnarbúar létu hvassviðri ekki á sig fá og fjölmenntu í Sparisjóðshlaupið fyrir skömmu en Ungmennafélag Langanesinga og Sparisjóður Þórshafnar stóðu að því í sameiningu. Meira
25. október 1995 | Erlendar fréttir | 271 orð

Frakkar ekki fyrir Evrópudómstólinn

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hyggst ekki draga Frakka fyrir Evrópudómstólinn í Lúxemborg vegna kjarnorkutilrauna þeirra í Suður-Kyrrahafi. Embættismaður, sem Reuters- fréttastofan ræddi við, sagði að framkvæmdastjórnin hefði ákveðið að túlka lagaákvæði um kjarnorkutilraunir þröngt. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 38 orð

Friðarkertum fleytt

FIMMTÍU ára afmælis Sameinuðu þjóðannavar minnzt með hátíðarsamkomu í TjarnarsalRáðhússins í gærkvöldi, þar sem m.a. utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson flutti ávarp.Barnakór Grensáskirkju söng og að því loknufóru kórfélagar og samkomugestir að Tjörninni og fleyttu friðarkertum. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 118 orð

Fræðslurit um tré í Hallormsstaðarskógi

ÚT ER komið á vegum Skógræktar ríkisins fræðsluritið "Innfluttar trjátegundir í Hallormsstaðarskógi" eftir Sigurð Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóra. Í ritinu er fjallað um Hallormsstaðarskóg; birkiskóga þar og sögu skógræktarframkvæmda sem hófst 1903. Meira
25. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 287 orð

Fullnægjandi tilboð enn ekki borist

SIGURÐUR J. Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks óskaði eftir því á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær að bæjarstjóri upplýsti bæjarfulltrúa um stöðu mála varðandi sölu á hlutabréfum bæjarins í Krossanesi. Jakob Björnsson bæjarstjóri hefur átt í viðræðum m.a. við forsvarsmenn fóðurverksmiðjunnar Laxár um kaup á verksmiðjunni. Best að selja á almennum markaði Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Fulltrúi fjárhagsáætlana ráðinn

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Jóhannes Hauksson í stöðu fjárhagsáætlunarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Í tillögu borgarhagfræðings, sem samþykkt var í borgarráði, er lagt til að gengið verði formlega frá ráðningu Jóhannesar í stöðuna. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fundur um fjárlagahallann

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, heldur opinn fund um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í kvöld kl. 20.30. Frummælendur eru Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, sjónarmið stjórnarandstöðunnar, Vilhjálmur Egilsson, þingmaður, meginboðskapur fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar, Kristinn H. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fundur um vinstra samstarf

ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í Reykjavík efnir til opins umræðufundar um vinstra samstarf á fimmtudagskvöldið í Átthagasal Hótel Sögu. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er umræðuefnið Vinstra samtarf ­ til hvers ­ um hvað? Fundurinn verður með því sniði að þátttakendur sitja við panel og ræða málin auk þess sem þeir svara fyrirspurnum stjórnanda og spurningum úr sal. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Fylgst með veikum sjómanni

LANDHELGISGÆSLUNNI barst beiðni í gær um að sækja veikan sjómann um borð í eistneskan togara sem staddur var 300 sjómílur suðvestur af landinu. Vont veður var á þessum slóðum og tvísýnt talið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar af stað í myrkri. Talið er að maðurinn hafi fengið snert af heilablóðfalli. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 118 orð

Fyrsta kvöldvaka Ferðafélagsins

KVÆÐI Jóns Helgasonar, Áfangar, verður tekið fyrir á fyrstu kvöldvöku Ferðafélagsins í nýjum samkomusal að Mörkinni 6 miðvikudagskvöldið 25. október. Kvöldvakan hefst kl. 20.30 en húsið opnar kl. 20. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 711 orð

Fyrsti áfangi framtíðaruppbyggingar fangelsismála

Nýja fangelsisbyggingin á Litla-Hrauni vígð í gær Fyrsti áfangi framtíðaruppbyggingar fangelsismála Selfossi, Morgunblaðið. NÝJA fangelsisbyggingin á Litla- Hrauni var vígð í gær, þriðjudaginn 24. október, að viðstöddu fjölmenni í sal hússins, en athöfninni var einnig sjónvarpað um innanhússkerfi fangelsisins. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Gefin brjóstmynd af fyrsta fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum

BRJÓSTMYND af Thor Thors, fyrrum sendiherra í Washington og fyrsta fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, var gefin utanríkisráðuneytinu fyrir skömmu. Það var Thor Thors yngri, sem afhenti brjóstmyndina við athöfn í Ráðherrabústaðnum, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tók við henni. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Gengið inn með Sundum

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer strandstíginn frá Miðbakka inn á Rauðará og síðan um Tún og Teiga inn í Laugardal í kvöld. Val er um að ganga til baka eða taka SVR. Á leiðinni verður litið inn á Borgarskipulag, Borgartúni þar sem Björn Axelsson landslagsarkitekt kynnir fyrirhugaða aðalstígagerð í borginni. Allir eru velkomnir. Meira
25. október 1995 | Landsbyggðin | 123 orð

Haustslátrun lokið hjá Kaupfélagi Þingeyinga

Húsavík-Haustslátrun er lokið hjá Kaupfélagi Þingeyinga og var alls slátrað um 40 þúsund fjár. Er það nokkuð minna en upphaflega var áætlað vegna þess að minna skilaði sér af utanhéraðs fé, bæði að austan og vestan, en gert var ráð fyrir að slátra til útflutnings en sláturhús KÞ er eitt af fáum húsum í landinu sem hefur fengið staðfestingu til útflutnings. Meira
25. október 1995 | Erlendar fréttir | 447 orð

Heimilisstörfin - týnda stærðin í efnahagslífinu

HEIMILISSTÖRF eru hluti af efnahagsstarfsemi allra þjóða en gleymast hins vegar ávallt þegar þjóðarframleiðslan er metin. Kemur þetta fram í grein, sem hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Gary S. Becker ritaði í bandaríska tímaritið Business Week fyrir hálfum mánuði. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 805 orð

Hverfin skorin af umferðaræðum og íbúar vilja úrbætur Umferðarmál og öryggi barna bar hæst á hverfafundi borgarstjóra sem

HVAÐ er að gerast nákvæmlega í mínum málum? Þannig eru spurningarnar, sem fólk getur borið upp á hverfafundum með borgarstjóra. Íbúar Fossvogs-, Smáíbúða-, Háaleitis- og Múlahverfa fjölmenntu á fund með borgarstjóra sl. mánudagskvöld og ekki skorti spurningarnar. T.d. sagði Guðríður Stefánsdóttir að sjö til átta skólastofur vantaði við Fossvogsskóla og spurði um úrbætur. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Hönnun vélhluta úr plasti

GUÐJÓN Grímur Kárason flytur opinberan fyrirlestur um ritgerð sína til meistaraprófs í verkfræði í dag kl. 16.15 í stofu V-158 í VR- II, Hjarðarhaga 2-6. Ritgerðin fjallar um hönnun og framleiðslu vélhluta úr trefjaplasti. Guðjón rekur hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvernig standa beri að hönnun úr trefjaplasti. Meira
25. október 1995 | Smáfréttir | 60 orð

ITC-MELKORKA í Reykjavík heldur kynningarfund á starfsemi ITC

ITC-MELKORKA í Reykjavík heldur kynningarfund á starfsemi ITC miðvikudagskvöldið 25. október kl. 20 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. ITC eru þjálfunarsamtök sem þjálfa fólk m.a. í mannlegum samskiptum, fundarsköpum og ræðumennsku svo eitthvað sé nefnt. Stef fundarins er: Maður er manns gaman og á dagskránni verður m.a. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ísland með augum útlendings

BANDARÍSKI ljósmyndarinn Jeffrey Hunter heldur dagana 25. október til 5. nóvember sýningu í Kringlunni. Sýningin nefnist Ísland séð með augum útlendings. Á sýningunni sýnir Hunter ljósmyndir sem hann hefur tekið undanfarin ár í ferðum sínum um Ísland. Óspillt náttúrufegurð Íslands hefur verið eitt af helstu viðfangsefnum Hunter, og draga myndir hans fram sérkenni lands og þjóðar. Meira
25. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 52 orð

Íslandsbanki opnar útibú

ÁKVEÐIÐ er að Íslandsbanki opni útibú í Mývatnssveit í nóvember. Hefur bankinn fengið leigt húsnæði í Hótel Reynihlíð. Búið er að ráða tvo starfsmenn héðan úr sveitinni. Gert er ráð fyrir að útibúið verði opið frá kl. 12.00 til 16.00, átta mánuði ársins en allan daginn yfir sumarmánuðina. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 399 orð

Jafn aðgangur karla og kvenna að ákvarðanatöku

Í NÝRRI samstarfsáætlun á sviði jafnréttismála fyrir árin 1995-2000, sem jafnréttisráðherrar Norðurlanda og Norðurlandaráðs hafa samþykkt, er m.a. stefnt að því að stuðla að því að konur og karlar fái jafnan aðgang að ákvarðanatöku í stjórnmálum og efnahagsmálum. Meira
25. október 1995 | Erlendar fréttir | 279 orð

Játar að hafa búið til taugagasið

FYRSTI sakborningurinn í réttarhöldunum vegna gastilræðisins í Tókýó 20. mars var leiddur fyrir rétt í gær og játaði að hafa búið til taugagasið sem notað var. Saksóknarinn sagði að sértrúarsöfnuðurinn "Æðsti sannleikur" hefði staðið fyrir tilræðinu til að skapa ringulreið í Tókýó í von um að geta þannig komið í veg fyrir fyrirhuguð áhlaup lögreglunnar á höfuðstöðvar safnaðarins. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 263 orð

Kennarar í 10. bekk semji ekki samræmdu prófin

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að kennarar í 10. bekk grunnskóla taki ekki þátt í að semja samræmd próf sem lögð eru fyrir nemendur 10. bekkjar. Við gerð prófanna verður leitað til grunnskólakennara sem hafa reynslu af því að kenna í 10. bekk og framhaldsskólakennarar í viðkomandi námsgreinum. Meira
25. október 1995 | Landsbyggðin | 295 orð

Kristniboð kynnt í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Benedikt Arnkelsson, erindreki Kristniboðssambandsins, hefur verið hér í Hólminun undanfarna daga. Hann hefur kynnt starfsemi sambandsins í skólanum og sýnt myndir frá starfinu úti í löndum. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Kvartett Ólafs á Jassbarnum

KVARTETT Ólafs Jónssonar mun leika á Jassbarnum við Lækjargötu í kvöld, en kvartettinn skipa þeir Ólafur Jónsson, saxafónleikari, Kjartan Valdimarsson, píanóleikari, Þórður Högnason, bassaleikari og Einar Valur Scheving á trommur. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 219 orð

Lengjan 50% fram úr áætlun

ÍSLENSKAR getraunir hleyptu nýjum getraunaleik, Lengjunni, af stað í liðinni viku og fór salan fyrstu vikuna 50% fram úr áætlun. Giskað var á fyrir 4.511.900 krónur og voru vinningar samtals 2.659.414 krónur eða 58,94%. Áætlun gerði ráð fyrir sölu upp á þrjár milljónir og þar af um 1,5 millj. kr. í vinninga. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Létust í rútuslysinu

TVÆR konur létust í rútuslysinu í Hrútafirði á sunnudagskvöld. Kristín Halldórsdóttir frá Akureyri og, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, Laufey Marteinsdóttir, búsett á Blönduósi. Kristín Halldórsdóttir bjó að Dalsgerði 1B á Akureyri. Hún var sextug að aldri, fædd 30. mars árið 1935. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjár uppkomnar dætur. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Líf og land með bænastund

SAMTÖKIN Líf og land standa fyrir bænastund í Dómkirkjunni fimmtudagskvöldið 26. október klukkan 20.30. Er þetta samkvæmt nýrri stefnu Lífs og lands, sem hyggst framvegis leggja jafnmikla áherslu á "hið innra sem hið ytra umhverfi mannsins," eins og segir í frétt frá samtökunum. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 342 orð

Mál til komið að stækka Atlantshafsbandalagið

SÓLVEIG Pétursdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks varpaði þeirri spurningu fram í umræðum um utanríkismál á Alþingi, hvort útbúa ætti einhvers konar lista yfir þau skilyrði sem ríki þurfi að uppfylla vilji þau fá aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Málþing um málefni afbrotamanna

STJÓRN félagasamtakanna Verndar, fangahjálparinnar, boðar til málþings um málefni ungra afbrotamanna nk föstudag kl. 13­16 í ráðstefnusölum ríkisins í Borgartúni 6 (salur 2). Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra flytur setningaávarp. Framsöguerindi flytja: Snjólaug Stefánsdóttir, forstöðumaður unglingadeildar félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Erlendur S. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 44 orð

Myndun móbergs í Surtsey

DR. SVEINN Jakobsson jarðfræðingur flytur erindi um myndum móbergs í Surtsey á fundi Vísindafélags Íslendinga í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Í Surtsey hefur gefist einstakt tækifæri til að fylgjast með myndun móbergs, segir m.a. í kynningu á fyrirlestrinum. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Námskeið um Lúther

BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur námskeið um Lúther. Fjallað verður m.a. um ævi hans og trúarbaráttu, megináherslu í boðun og uppfræðslu. Fjallað verður einnig um bænina, almætti Guðs og hinn þrælbundna vilja mannsins. Hvað hefur Lúther að segja okkur nútímamönnum? Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 320 orð

Nýr fundur boðaður fyrir ársfund NEAFC

VIÐRÆÐUM Íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja um stjórnun veiða í Síldarsmugunni svokölluðu lauk í Moskvu í gær. Ekki varð nein niðurstaða af fundunum, en nýr fundur hefur verið boðaður fyrir ársfund Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) um miðjan nóvember og annar fundur í Færeyjum í desember. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Nýr skattstjóri Vestfjarða

FJÁRMÁLARÁÐHERRA skipaði í gær Ragnar M. Gunnarsson í stöðu skattstjóra í Vestfjarðaumdæmi frá og með 1. janúar 1996. Ragnar sem er viðskiptafræðingur að mennt hefur starfað hjá embætti ríkisskattstjóra frá árinu 1986 og er nú forstöðumaður eftirlitsskrifstofu embættisins. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 34 orð

Nýr sóknarprestur í Hruna

SÉRA Eiríkur Jóhannsson hefur í lögmætri kosningu verið kjörinn sóknarprestur í Hrunaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Séra Eiríkur, sem er 35 ára gamall, hefur verið sóknarprestur á Skinnastað í Þingeyjarprófastsdæmi undanfarin ár. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Nýtt blað um verktækni

FÉLAGASAMTÖK verkfræðinga og tæknifræðinga hafa tekið höndum saman um útgáfu á fréttablaði sem ber nafnið Verktækni. Blaðinu er ætlað að vera málsvari verkfræðinga og tæknifræðinga og miðill fyrir upplýsingar sem varða þessar stéttir. Lögð verður áhersla á fjölbreytt efnistök til að þjóna ýmsum þörfum þessara stétta sem lítt er sinn af hinum almennu fjölmiðlum. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Opinber fyrirlestur um kvenfrelsi og stjórnmál

HELGA Sigurjónsdóttir flytur opinberan fyrirlestur í Norræna húsinu laugardaginn 28. október nk. Hann hefst kl. 14, er ókeypis og öllum opinn. Fyrirlesturinn er fluttur í tilefni af því að í þessum mánuði er aldarfjórðungur liðinn síðan Rauðsokkahreyfingin var stofnuð hér á landi. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 49 orð

Ók á kyrrstæða bíla

KONA á fimmtugsaldri ók bíl sínum á fjóra kyrrstæða bíla á Gunnarsbraut við Kjartansgötu í gær. Síðan ók hún bílnum á umferðarmerki og lauk ökuferðinni á fimm metra steinvegg við Gunnarsbraut 32. Ökumaðurinn náðist og er hann grunaður um að hafa verið ölvaður undir stýri. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Rannsóknarnefnd tekin til starfa

NEFND sem dómsmálaráðherra skipaði á mánudag til að rannsaka orsakir umferðarslyssins í Hrútafirði á sunnudagskvöld tók til starfa í gær og er stefnt að því að niðurstöður liggi fyrir sem fyrst. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 179 orð

Ríkið vill ekki auka hlut sinn

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segist ekki vita til að ríkið hafi áhuga á að kaupa hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra eru lög um Landsvirkjun afdráttarlaus og er gert ráð fyrir að fyrirtækið sé í opinberri eigu. Meira
25. október 1995 | Landsbyggðin | 300 orð

Ræktunarstarfið skilar árangri

Syðra-Langholti-Héraðssýning á hrútum í Árnessýslu fór fram sunnudaginn 15. október að Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi en sýning sem þessi fer fram fjórða hvert ár. Aðeins 25 hrútar voru sýndir, þ.e. af svæðinu á milli Hvítár og Þjórsár, að undanskildum Hrunamannahreppi en þar hefur greinst riðuveiki tvívegis. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 623 orð

Röð tilviljana bjargaði Þey

TILVILJANIRNAR eru margar í lífinu og röð af nokkrum slíkum urðu til þess að gæðingurinn Þeyr frá Borgarnesi er enn á lífi en ekki dauður í botni skurðar í Mosfellsdal. Hestamaður sem var að leita að týndum hesti í dalnum rambaði af hreinni tilviljun fram á Þey þar sem hann var á kafi í skurði skammt austur af bænum Æsustöðum. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 231 orð

Sala hafin í 4. Bahamaferðina

SAMVINNUFERÐIR-Landsýn hefja í dag sölu í fjórðu hópferðina til Bahamaeyja, sem farin verður 19. nóvember. Fyrsta sex daga ferðin þangað um miðjan október seldist upp á örskömmum tíma og var tveimur ferðum því bætt við, 2. og 12. nóvember og var uppselt í þær báðar á mjög skömmum tíma. Hefur nú verið ákveðið að bæta fjórðu ferðinni við. 200 manns á biðlista Meira
25. október 1995 | Landsbyggðin | 302 orð

Sameining veitufyrirtækja á Akranesi um áramót

Akranesi-HIÐ NÝJA sameinaða veitufyrirtæki á Akranesi tekur til starfa um næstu áramót. Magnús Oddsson, rafveitustjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn veitustjóri hins nýja fyrirtækis og er nú unnið af fullum krafti að undirbúningi starfrækslu þess. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 431 orð

Samið um að stækka veiðisvæði ESB-skipa

ÍSLAND og Evrópusambandið sömdu um það á viðræðufundi í Reykjavík í gær að stækka veiðisvæði skipa frá Evrópusambandinu fyrir suðaustan landið. Útgerðarmenn skipa frá ESB, sem gerðu út á karfa við Ísland í fyrra, hafa kvartað um að erfitt sé að ná kvótanum. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 464 orð

Samningsaðilar hefji viðræður strax

BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands Íslands, sagði í setningarræðu sinni á 18. þingi sambandsins, sem hófst í gær, að ekkert hefði breyst frá því að framkvæmdastjórn VMSÍ ályktaði að segja bæri upp samningum, nema síður væri. Því ættu samningsaðilar að setjast niður strax að loknu þingi Verkamannasambandsins og hefja viðræður. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð

Samtök fólks með meltingarsjúkdóma

STOFNFUNDUR CCU-samtakanna verður haldinn fimmtudaginn 25. október kl. 20.30 í sal Verkstjórafélags Reykjavíkur, Skipholti 3, 3. hæð. CCU-samtökin eða Crohn's - Colitis Ulcerosa samtökin eru hópur fólks með króníska bólgusjúkdóma í meltingarfærum. Sjúkdómarnir geta greinst í fólki á öllum aldri jafnt börnum sem fullorðnum og geta haft margvíslega fylgikvilla í för með sér. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 220 orð

Sjö mánaða verkfalli leikara hjá RÚV er lokið

KJARASAMNINGUR á milli Félags íslenskra leikara og Ríkisútvarpsins var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara síðdegis á mánudag, en verkfall leikara hjá Útvarpinu hefur staðið yfir í tæpa sjö mánuði. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

Stúdentaráð HÍ fær Jafnréttisviðurkenninguna

JAFNRÉTTISRÁÐ veitti í gær viðurkenningu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir framtak til jafnréttismála og var það í fjórða sinn sem viðurkenning af þessu tagi er veitt. Jafnréttisráð fékk til liðs við sig Önnu G. Ólafsdóttur blaðamann, Svein Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins og Stefaníu M. Pétursdóttur, fyrrverandi formann Kvenfélagasambands Íslands. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Styrkja samstarf um Norðurskautsmál

SAMSTARFSRÁÐHERRAR Norðurlanda ákváðu á fundi sl. miðvikudag í Helsingborg að styrkja norrænt samstarf um málefni Norðurskautsins og leggja ráðherranefndartillögu þess efnis fyrir komandi þing Norðurlandaráðs. Meira
25. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Tíu sækja um sviðsstjóra

TÍU umsóknir bárust um stöðu sviðsstjóra félags- og fræðslusviðs Akureyrar, félagsmálastjóra, en umsóknarfrestur er nú runninn út. Þeir sem sóttu um starfið eru; Arnar Sverrisson, Árskógshreppi, Áskell Örn Kárason, Kópavogi, Baldur Dýrfjörð, Akureyri, Björn Þórleifsson, Akureyri, Dögg Káradóttir, Reykjavík, Guðrún Frímannsdóttir, Noregi, Gunnar Frímannsson, Akureyri, Halldór S. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Tríódjass á Kringlukránni

TRÍÓ kontrabassaleikarans Tómasar R. Einarssonar leikur á Kringlukránni í kvöld kl. 22 en með honum leika Björn Thoroddsen á gítar og Gunnar Gunnarsson, píanó. Efnisskráin er fjölbreytt en þeir munu leika nokkur lög af síðustu geislaplötu Tómasar, Landsýn, en af erlendum höfundum verða þeir Sonny Rollins, Charlie Parker og Duke Ellington fyrirferðarmestir. Meira
25. október 1995 | Erlendar fréttir | 383 orð

Tveir norskir njósnarar hurfu

TVEIR norskir njósnarar hurfu í Sovétríkjunum á sjötta áratugnum og Norðmenn sáu m.a. um þjálfun finnskra njósnara sem störfuðu handan járntjaldsins. Þetta kemur fram í nýrri bók eftir tvo norska blaðamenn. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Umhverfisverðlaun 1995

DÓMNEFND um náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 1995 tilkynnti á fréttamannafundi í Kaupmannahöfn á mánudag að Svíinn Torleif Ingelög, forstöðumaður ArtDatabanken við Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar, hlyti náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 1995. Meira
25. október 1995 | Erlendar fréttir | 86 orð

Ungum flóttamanni bjargað á Sri Lanka

EKKERT lát hefur verið á deilum Tamíla, sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki á Sri Lanka fyrir þjóð sína og stjórnarhersins. Sveitir stjórnarhersins bjuggu sig í gær undir áhlaup á Jaffna-borg í norðurhluta landsins til að brjóta á bak aftur uppreisn skæruliða Tamíla. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Vilja aðstoðarprest til Ísafjarðar

LÖGÐ hefur verið fram tillaga á kirkjuþingi um að unnið verði að því að aðstoðarprestur verði ráðinn til Ísafjarðarprestakalls. Flutningsmenn tillögunnar eru séra Karl Matthíasson og Gunnlaugur Finnsson. Séra Baldur Kristjánsson segir að málið snerti Súðavík, því að aðstoðarprestur gæti sinnt þeirri sókn betur en nú eru tök á að gera. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Vopnað rán í Hafnarfirði

GRÍMUKLÆDDUR maður vopnaður barefli réðst á eiganda Söluturnsins Suðurgötu í Hafnarfirði um ellefuleytið á mánudagskvöld og stal einhverjum peningum úr sjóðvél. Eigandinn, Ásbjörn Magnússon, sem er á sjötugsaldri, veitti ræningjanum mótspyrnu og lagði hann í gólfið. Hlaut hann lítilsháttar áverka á höfði og handlegg í átökunum. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 353 orð

Þakplötur fuku á Siglufirði og Skagaströnd

HVASSVIÐRI og úrkoma hömluðu samgöngum víða um land í gær. Hvassast var við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Á Skagaströnd og Siglufirði fuku þakplötur af húsum og varla var stætt utan dyra. Víða var varað við færð eða fjallvegir lokaðir. Rafmagnstruflanir urðu á Vestfjörðum og Siglufirði. Blikkplata fór í gegnum framrúðu á kyrrstæðum bíl á Siglufirði og Fiat Uno bifreið fauk til í miðbænum. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 938 orð

ÞETTA ER ÓSIÐUR OG ÉG ER HÆTT

ÉG REYKTI í rauninni ekkert. Eða nánast ekki neitt. Alla vega voða lítið. Nema stundum. Þá fékk ég mér aðeins fleiri sígarettur. Kannski allmargar einstaka sinnum. Núna er ég hins vegar hætt. Ég get einfaldlega ekki látið eins og ég viti ekki af skaðlegu áhrifunum. Og sóðaskapurinn var fyrir löngu farinn að ergja mig verulega. Það var alltaf slæmt loft í íbúðinni. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 74 orð

Þey bjargað á þurrt

RÖÐ tilviljana varð til þess að það tókst að bjarga gæðingnum Þey frá Borgarnesi upp úr skurði í Mosfellsdal. Maður sem var að leita að týndum hesti í dalnum rambaði af hreinni tilviljun fram á Þey. Sett voru bönd á hestinn og reynt að ná honum upp með handafli en þegar það tókst ekki var náð í dráttarvél og lánaðist þá að ná Þey á þurrt. Meira
25. október 1995 | Innlendar fréttir | 315 orð

Æskilegt að setja upp öryggisbelti í áætlunarbifreiðum

NEFND sem skilaði niðurstöðu um áætlun í umferðaröryggismálum í byrjun þessa árs, taldi æskilegt að komið yrði fyrir öryggisbeltum í áætlunarbifreiðum. Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður var formaður nefndarinnar og segir hún að nefndin hafi lagt áherslu á að setja öryggisbelti í skólabíla. Meira

Ritstjórnargreinar

25. október 1995 | Staksteinar | 376 orð

»Bændaánauð SÚ BÆNDAÁNAUÐ, sem búvörusamningurinn boðar, er hemill á framfar

SÚ BÆNDAÁNAUÐ, sem búvörusamningurinn boðar, er hemill á framfarir og bætt lífskjör, segir í fréttabréfi VSÍ. Afkomutrygging Í FRÉTTABRÉFINU er grein eftir Þórarin V. Þórarinsson og segir svo í upphafi hennar: "Hagþjónusta landbúnaðarins hefur nýverið birt upplýsingar um rekstur og afkomu sauðfjárbænda á árinu 1994. Meira
25. október 1995 | Leiðarar | 536 orð

leiðari SAMKEPPNI UM LÍFEYRISSPARNAÐ INNUR I

leiðari SAMKEPPNI UM LÍFEYRISSPARNAÐ INNUR Ingólfsson, viðskiptaráðherra, hefur rétt fyrir sér í því, að tímabært er að endurskoða skylduaðild að lífeyrissjóðunum. Meira

Menning

25. október 1995 | Menningarlíf | 98 orð

1. og 5. sellósvíta Bachs

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu í dag miðvikudag flytur Helga Þórarinsdóttir víóluleikari 1. og 5. sellósvítu Bachs. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Helga stundaði nám í víóluleik við Royal Northern College of Music í Manchester og hjá George Neikrug í Boston. Hún hóf störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1980 og gegnir nú starfi 1. víóluleikara þar. Meira
25. október 1995 | Bókmenntir | 1008 orð

Á mörkum draums og veruleika

Eftir Matthías Johannessen, 189 bls. Hörpuútgáfan 1995. MILLI draums og veruleika eru einatt óljós skil og í þeim þokukennda heimi leitar Matthías Johannessen óspart fanga í nýju smásagnasafni sem hann nefnir Hvíldarlaus ferð inní drauminn. Megineinkenni verksins er friðlaus leit höfundarins og persóna sagnanna að merkingu lífs, tilveru og skáldskapar. Meira
25. október 1995 | Fólk í fréttum | 73 orð

Blandað án afláts

KOKTEILAKEPPNIN Hanar og stél fór fram á Óðali á fyrir skemmstu. Keppendur voru fjölmargir, en Rakel Einarsdóttir bar sigur úr býtum. Eftir keppnina voru drykkirnir boðnir upp og söfnuðust 110 þúsund krónur sem renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Meira
25. október 1995 | Fólk í fréttum | 58 orð

Bresk tíska

ERFITT ER fyrir aðra en tískuhönnuði að fylgja duttlungum tískunnar. Hérna sjáum við hönnun þriggja breskra tískuhönnuða, Alexanders McQueen, Roland Klein og Caroline Charles. Þessi tískusýning var hluti London-tískuvikunnar ("London Fashion Week") sem lauk í gær. Reuter HÖNNUN Alexanders McQueens kemur ávallt jafn mikið á óvart. Meira
25. október 1995 | Menningarlíf | 68 orð

Breskur drengjakór syngur við bænastund

KÓR St. James Parish Church frá Grimsby syngur við hádegisbænir í Dómkirkjunni í dag miðvikudag kl. 12. Kórinn hélt tónleika í Hallgrímskirkju síðastliðinn sunnudag og vakti söngur kórsins verðskuldaða athygli, segir í kynningu. Meira
25. október 1995 | Menningarlíf | 78 orð

Cyclo fær Gullna sporann

MYND víetnamska leikstjórans Tran Anh Hung, "Cyclo", hlaut um helgina Gullna sporann, á samnefndri kvikmyndahátíð í Flæmingjalandi í Belgíu. Eru þetta önnur alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur eftir að leikstjóra hennar var veitt Gullna ljónið í Feneyjum í síðasta mánuði. Meira
25. október 1995 | Menningarlíf | 103 orð

Dagskrá Unglistar í dag

DAGSKRÁ Unglistar, listahátíðar ungs fólks, í dag er eftirfarandi; Kl. 9-23 myndlistarsýning í Hinu húsinu. Kl. 10-18 fatahönnunarsýning Iðnskólans í Ráðhúsinu. Kl. 10-17 ljósmyndasýning, myndir frá maraþoni í Háskólabíói (anddyrinu). Kl. 12-16 Internetsmiðja í Síberíu netkaffi. Kl. 13-18 hönnunarsýning Iðnskólans í Fjósinu, Barónsstíg 4. Kl. 13-19 Listasmiðja Unglistar í Hafnarhúsinu. Meira
25. október 1995 | Menningarlíf | 122 orð

Draumaráðningar

ÚT ER komin ný draumaráðningabók sem ber heitið Draumarnir þínir. Þóra Elfa Börnsson tók saman efni bókarinnar. Þar er að finna svör við spurningum um merkingu drauma, svo sem ást og hamingju, gleði og sorg, liti, tákn og mannanöfn, svo nokkuð sé nefnt. Meira
25. október 1995 | Fjölmiðlar | 1241 orð

FJÖLMIÐLUNRafræn útgáfa á vegamótum

TIL ráðstefnunnar voru kvaddir annars vegar fulltrúi metnaðarfyllsta framtaks bandarísks blaðaheims á sviði beinlínuþjónustu við lesendur um þessar mundir og hins vegar fulltrúi árangursríkustu tilraunar evrópsks blaðaheims á sviði rafrænnar útgáfu. Meira
25. október 1995 | Fólk í fréttum | 65 orð

Frumsýning á BarPar

GAMANLEIKRITIÐ BarPar eftir Jim Cartwright var frumsýnt í kjallara Borgarleikhússins síðastliðið laugardagskvöld. Sýningin féll í kramið hjá gestum, en öll hlutverk leikritsins eru í höndum Sögu Jónsdóttur og Guðmundar Ólafssonar. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir. GUÐRÚN Björnsdóttir, Auður Eydal og Jón Gunnar Zo¨ega. Meira
25. október 1995 | Menningarlíf | 152 orð

Gestatónleikar í Vesturbyggð

SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs, yngri sveitin, hélt tónleika í Félagsheimili Vesturbyggðar nýlega að viðstöddum fjölda áheyrenda. Stjórnandi var Össur Geirsson. Á seinni hluta dagskrárinnar léku með hljómsveitinni nemendur úr Tónlistarskóla Vesturbyggðar. Í skólanum eru börn frá Patreksfirði og Bíldudal og starfa tveir breskir kennarar við skólann. Meira
25. október 1995 | Fólk í fréttum | 52 orð

Haldið upp á útgáfuna

ÚTGÁFUHÁTÍÐ Skífunnar var haldin á föstudagskvöld. Listamenn komu fram og kynntu afurðir sínar. Gestum voru boðnar veitingar og gerðu þeir góðan róm að skemmtuninni. Morgunblaðið/Sverrir HLJÓMSVEITIN Hunang lék diskótónlist að eigin hætti. Meira
25. október 1995 | Menningarlíf | 198 orð

Harmljóð úr norðri

Í RÚMENÍU er verið að vinna að útgáfu á harmljóðum úr norðri, það er að segja bæði frá Norður-Evrópu og Norður- Ameríku, og hefur íslenskum skáldum verið boðið að birta ljóð sín í bókinni. Það er Hesperus Cultural Foundation í Búkarest sem stendur fyrir útgáfunni en stofnunin hyggst bjóða skáldunum sem eiga efni í bókinni að fara í upplestrarferð um Rúmeníu, Þýskaland, England, Meira
25. október 1995 | Fólk í fréttum | 69 orð

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir meðal 12 efstu

UNGFRÚ Ísland, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, stóð sig vel í keppninni um titilinn Ungfrú Evrópa sem fór fram í Istanbúl í Tyrklandi á mánudag. Hún komst í 12 keppenda úrslit, en alls tóku 36 fegurðardrottningar þátt í keppninni. Á meðfylgjandi mynd sjást stúlkurnar í 1.-3. sæti, Sofie Tocklin frá Svíþjóð (3. Meira
25. október 1995 | Menningarlíf | 88 orð

Innrás orðsins

KOMIN er út ljóðabókin Um eilífð daganna eftir Ólaf Stefánsson Höfundurinn er 27 ára Hafnfirðingur og er þetta fyrsta bók hans. Í ljóði sem er samnefnt bókinni stendur m. a.: "á jörðina féllu/ táknrænar setningar/ um upphaf//af mælsku daganna/ hóf orðið innrás/ á skáldið." Bókin Um eilífð daganna er prentuð í Prentsmiðju Ólafs Karlssonar. Meira
25. október 1995 | Fólk í fréttum | 582 orð

Í FULLUM BLÓMA

HALLUR var, á árum áður, aðallega þekktur fyrir trommuleik sinn í hinum ýmsu hljómsveitum. Ekki er algengt að trommuleikarar séu um leið lagasmiðir. "Ég var oft í alveg ágætis hljómsveitum en þrátt fyrir góða hljóðfæraleikara voru lögin aldrei nógu góð," segir Hallur. "Ég stalst því gjarnan í gítarinn hjá stóra bróður og fór að semja sjálfur. Meira
25. október 1995 | Menningarlíf | 106 orð

Leirverk í Gallerí Úmbru

LÁRA K. Samúelsdóttir opnar sýningu á leirverkum fimmtudaginn 26. október í Gallerí Úmbru að Amtmannsstíg 1. Sýninguna nefnir hún "Leirmál" ­ leirverk á borð og vegg, en öll verkin eru handmótuð í steinleir og hábrennd. Meira
25. október 1995 | Fólk í fréttum | 158 orð

Lengsta björgunarflugið

ÁHAFNIR nýju þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og Fokker- flugvélar Gæslunnar, TF-SYN, fóru síðastliðinn sunnudag lengsta björgunarflug sem farið hefur verið á flugkosti Landhelgisgæslunnar til þessa. Tveir eistneskir sjómenn voru þá sóttir um borð í eistneskan togara um 262 sjómílur suðvestur af landinu, og tók björgunarflugið hátt á fimmtu klukkustund. Meira
25. október 1995 | Menningarlíf | 142 orð

Lesið í prjón

ÍSLENSKUR heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3, hefur á undanförnum árum kynnt listafólk sem vinnur fyrir verslunina. Nú hefur nýr listamaður bæst í hópinn. Dagana 20.-31. október kynnir Íslenskur heimilisiðnaður textílhönnuðinn Ásdísi Birgisdóttur í versluninni í Hafnarstræti 3. Meira
25. október 1995 | Fólk í fréttum | 75 orð

Luke vinsæll hjá fyrirsætunum

LUKE Perry, sem leikur í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210, nýtur stöðugrar kvenhylli. Nýlega naut hann samvista við tvær ofurfyrirsæturnar í sömu vikunni. Luke mætti til samkvæmis í Orlandó, þar sem hann sýndi Cindy Crawford hvernig á að handleika krókódíl. Seinna sótti hann góðgerðasamkomu til styrktar baráttunni gegn eyðni í New York. Meira
25. október 1995 | Tónlist | 339 orð

MINIATURES

Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Selma Gunnarsdóttir píanóleikari fluttu smáverk fyrir flautu og píanó í tilefni af útgáfu hljómdisks. Sunnudagurinn 22. október, 1995. EINS konar útgáfutónleikar voru haldnir á vegum menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar í Hafnarborg sl. Meira
25. október 1995 | Menningarlíf | 115 orð

Rostropovitsj í Moskvu

RÚSSNESKI sellóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Mstislav Rostropovitsj lék á sunnudagskvöld á góðgerðartónleikum í Moskvu fyrir troðfullu húsi áhorfenda. Tónleikarnir voru haldnir í hinni hálfköruðu kirkju Frelsarans Krists í Moskvu en féð sem safnaðist á að nota til að endurbyggja kirkjuna sem Josef Stalín lét eyðileggja á valdatíma sínum. Meira
25. október 1995 | Fólk í fréttum | 125 orð

Saman eftir 60 ár

29 NEMENDUR Reykjaskóla í Hrútafirði árin 1935-37 og eini eftirlifandi kennari skólans á þeim tíma komu saman á Hótel Esju fyrir skömmu. Umræddur kennari, Áskell Jónsson, og dóttir hans, Aðalheiður, voru heiðursgestir samkomunnar. Á samkomunni var margt um fagnaðarfundi, enda höfðu sumir ekki hist síðan þeir kvöddu Reykjaskóla á vori 1936 eða 1937. Meira
25. október 1995 | Fólk í fréttum | 64 orð

Sean Connery og dvergarnir sjö

LEIKARINN alúðlegi, Sean Connery, hefur gert tveggja ára samning við Disney-fyrirtækið. Sean, sem næst sést í myndinni "The Rock", er góður vinur forseta fyrirtækisins, Michaels Ovitz. Ovitz var umboðsmaður áður en hann hóf störf hjá Disney og Connery var meðal fyrstu þekktu umbjóðenda hans. Meira
25. október 1995 | Fólk í fréttum | 32 orð

Sharon heiðruð í Frakklandi

HÉR sést leikkonan Sharon Stone, þar sem hún var stödd í Frakklandi í gær. Þar var hún slegin til "riddara lista og bréfa" af franska menningarmálaráðherranum Phillippe Douste-Blazy. Meira
25. október 1995 | Myndlist | -1 orð

Smíðisverk

Guðbjörn Gunnarsson Opið frá kl. 10-18 virka daga, 14-18 sunnudaga. Til 29. október. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ fyrsta sem kom upp í hugann við skoðun sýningar Guðbjörns Gunnarssonar í listhúsinu Fold, var að trúlega tengdist listspíran smíðafaginu. Meira
25. október 1995 | Fjölmiðlar | 456 orð

Sprangað um vefinn

BÆÐI blöð og aðrir fjölmiðlar flykkjast nú inn á veraldarvefinn, og er ekki heiglum hent að halda utan um það allt saman. Mjög gott yfirlit yfir dagblöð á alnetinu má þó fá á heimasíðu Editors & Publishers þar sem Steve Outing fylgist grannt með allri nýliðun á þessu sviði auk þess að bjóða upp á tengla við dagblöð út um allan heim. (Slóðin er: http://www.mediainfo.com/). Meira
25. október 1995 | Fólk í fréttum | 163 orð

Stewart hefur nóg að gera

PATRICK Stewart er um þessar mundir að undirbúa leik sinn í leikritinu Ofviðrinu eftir Shakespeare, sem frumsýnt verður 1. nóvember á Broadway. Þrátt fyrir að vera önnum kafinn tók hann sér tíma til að semja um að leika í sálfræðitryllinum "Safe House" nýlega. Meira
25. október 1995 | Menningarlíf | 640 orð

Súkkulaðimolar fyrir leik húsgesti

Í HAUST var bryddað upp á þeirri nýbreytni í starfsemi Leikfélags Reykjavíkur að bjóða íslenskum myndlistarmönnum að sýna verk sín í forsal Borgarleikhússins. Finnbogi Pétursson sýnir nú verk sín þar, annar myndlistarmaðurinn sem það gerir. Á undan honum sýndi þar Ólafur Gíslason. Verk Finnboga, "Stuttbylgja", er á vegg við inngang á stóra sviðið og þónokkuð ofarlega. Meira
25. október 1995 | Menningarlíf | 868 orð

Uppruni skáldskapar ins er í sagnaljóðinu

EINAR MÁR Guðmundsson var nýkominn til Frankfurt frá Englandi þar sem hann hafði verið gestur bókmenntahátíðar sem kennd er við Cheltenham og umræðan snerist um bókmenntir eftir fall múrsins. Meira
25. október 1995 | Kvikmyndir | 519 orð

Verhoeven í Vegas

Leikstjóri: Paul Verhoeven. Handrit: Joe Eszterhas. Aðalhlutverk: Elizabeth Berkley, Gina Gershon, Kyle MacLachlan og Robert Davi. 1995. NÝJASTA mynd hollenska leikstjórans Paul Verhoevens í Hollywood er líka hans versta mynd. Meira

Umræðan

25. október 1995 | Velvakandi | 417 orð

AÐ er merkilegt að fylgjast með þróuninni á landamærum

AÐ er merkilegt að fylgjast með þróuninni á landamærum margra Evrópuríkja. Ekki eru nema fyrr ár frá því að enn var sæmilega virkt eftirlit á landamærum Þýskalands að t.d. Lúxemborg, Belgíu og Hollandi. Þó svo að umferðin hafi runnið greiðlega í gegn fylgdust landamæraverðir með henni og gerðu stikkprufur á bifreiðum. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 716 orð

Af glasafrjóvgun og fóstureyðingum

ÉG VIL þakka Gísla Helgasyni, blokkflautuleikara, þarft innlegg til málaflokks sem varðar fjölda fólks þ.e. glasafrjóvgun - og fóstureyðingar (Morgunblaðið 12. október 1995). Fjölmiðlum hefur upp á síðkastið orðið tíðrætt um halla ríkissjóðs og niðurskurð til heilbrigðismála og enn og aftur er glasafrjóvgunardeild Landspítalans og viðskiptavinir hennar í sviðsljósinu. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 786 orð

Alræðishyggja!

Það er ljóst að alræðishyggja gömlu Sovétríkjanna er grunnur að hugmyndafræði ESB og forstjóra þess. Bendi þar á forræðishyggju þeirra í utanríkismálum aðildarþjóðanna! Er hætta á valdaráni? Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 903 orð

Áhrif fjárlaga á hag aldraðra

ÞAÐ ER venjan að fjárlög ríkisins, sem lögð eru fram í október ár hvert, veki athygli landsmanna. Þetta á ekki síst við nú á tímum, þegar þau koma svo víða við og hafa svo víðtæk áhrif á afkomu margra. Þetta á ekki síður við um aldraða þegna þjóðfélagsins, sem lifa á lífeyrisbótum og uppsöfnuðum feng af langri starfsævi. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 1206 orð

Besti kosturinn fyrir bæjarsjóð

ÞEGAR rannsóknum var lokið á jarðvegi undir húsinu kom í ljós að skipta þurfti um jarðveg undir því niður á sex metra dýpi. Í framhaldi af því vaknaði hjá bæjarfulltrúum áhugi á því að í kjallara hússins yrðu byggð bílastæði í stað þess að fylla grunninn að öllu leyti með jarðvegi aftur. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 718 orð

Geymsluáætlun fyrir skjöl

ÖR þróun í skrifstofutækni hefur haft í för með sér stóraukið skjalamagn hjá fyrirtækjum og aukið á vanda þeirra fyrirtækja sem ekki hafa komið kerfisbundinni stjórn á þennan þátt í rekstrinum. Einn mikilvægasti þátturinn í skjalastjórn hjá fyrirtækjum er geymsluáætlun fyrir öll skjöl fyrirtækisins (retention and disposition schedule) og eru helstu markmið hennar Meira
25. október 1995 | Velvakandi | 163 orð

Gildi hraðlest(r)ar

Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins fyrir nokkrum dögum hljóðaði ein fyrirsögn svo: "Gildi hraðlestar kannað." Átt var við hraðlest milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Könnunin eflaust ágætismál. Ég mislas hins vegar fyrirsögnina sem "Gildi hraðlestrar kannað" og var nokkur vorkunn þar eð ég var á hraðlestrarnámskeiði hjá Ólafi Johnson í Hraðlestrarskólanum. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 1099 orð

Hefur ofbeldi aukist í miðbæ Reykjavíkur?

NOKKUR umræða hefur orðið undanfarið um aukið ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur. Vegna hennar teljum við rétt að benda á nokkrar tölulegar staðreyndir og freista þess þar með að skapa traustari grunn undir umræðuna. Nokkur atriði vega hér þyngst. Meðal þess sem umræðan hefur einkennst af er að aukning hafi orðið á tilefnislausum líkamsárásum í miðbænum. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 1233 orð

Hvers eiga Hafnfirðingar að gjalda?

Hvers eiga Hafnfirðingar að gjalda? Sveitarstjórnarmenn virðast geta tekið þær ákvarðanir sem þeim sýnist, segir Magnús Gunnarsson, og valsað með skattpeninga almennings án þess að bera þar nokkra ábyrgð. Meira
25. október 1995 | Velvakandi | 622 orð

Kleppur, Guð minn almáttugur

Í JÚLÍ sl. skrifaði ég tvær geinar í Morgunblaðið, þar sem ég deildi á stjórnvöld fyrir að ganga of harkalega fram í niðurskurði til heilbrigiðiskerfisins og var aðalástæðan lokun nokkurra geðdeilda Landspítala. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 631 orð

Krafa um bætta löggæzlu

Í KJÖLFAR hörmulegs slyss við Hveragerði hafa "fjölmiðlasérfræðingar" spáð mikið í eftirfarir lögreglu við afbrotamenn á bifreiðum. DV sló upp fréttum um að engar reglur væru til um eftirfarir lögreglu, notkun naglamottu o.fl. og þótti fréttnæmt. Fleiri "spekúlantar" gerðu sér mat úr svipuðum vangaveltum. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 1436 orð

Miðborgin ­ Opnunartími vínveitingahúsa

Miðborgin ­ Opnunartími vínveitingahúsa Aukið frelsi krefst aukins aðhalds, segir Ómar Smári Ármannsson, sem hér fjallar um miðborgina og opnunartíma öldurhúsa. Meira
25. október 1995 | Velvakandi | 387 orð

Minningartónleikar um Hauk Morthens

ÞANN 15. maí 1994 var kominn saman stór hópur af söngvurum og hljóðfæraleikurum á Hótel Sögu til þess að heiðra minningu Hauks Morthens, því hann hefði orðið 70 ára um þær mundir. Þessi samstarfshópur þátttakenda flutti margar dægurperlur Hauks frá liðnum árum og eins og lög gera ráð fyrir var þetta mjög mikil breidd í söng og hljóðfæraleik. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 1411 orð

Opið bréf til foreldra

ÞETTA bréf er til allra foreldra, einkum þó foreldra skólabarna. Þetta er sönn saga úr daglega lífinu og hefst eins og ævintýrin á - Einu sinni var lítil stúlka. Hún hét Lilja. Lilja var sjö ára þegar sagan gerðist og var að byrja í skóla. Hún þekkti alla stafina, en gat ekki ennþá kveðið að. Hún var svo ánægð með skólann sinn, þar var svo gaman og allir voru svo góðir við hana. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 1133 orð

Opið bréf til Maríu Kristjánsdóttur

VEGNA greinar þinnar föstudaginn 20. október um ráðningu leikhússtjóra við Borgarleikhúsið til næstu fjögurra ára frá og með 1. september næstkomandi vil ég upplýsa þig um eftirfarandi: Á síðasta vetri voru liðin fimm ár frá því Leikfélag Reykjavíkur flutti sig um set úr Iðnó í Borgarleikhús. Meira
25. október 1995 | Velvakandi | 408 orð

Röng hlutföll í íslenska fánanum KRISTJANA h

KRISTJANA hringdi og sagðist hafa séð íslenskan fána, sem ekki var í réttum hlutföllum, í kirkju um helgina. Hún spyr hvort það sé ekki skylda að hafa fánann í réttum hlutföllum. Einnig minntist hún á að dagskrá sjónvarpsins væri fyrir neðan allar hellur. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust ÞANN 29. september sl. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 1007 orð

Sameinuðu þjóðirnar undir smásjánni

ANNAR meginþáttur í endurskoðun á starfi lýtur að efnahagsmálum í víðtækasta skilningi þess hugtaks. Í tillögum um bætta skipan þeirra mála á vegum SÞ ber mest á tillögu um stofnun Öryggisráðs um efnahagsmál. Þetta ráð yrði með vissum hætti hliðstætt núverandi Öryggisráði, en með miklu þrengra valdssvið. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | -1 orð

SUNNUDAGUR 5. nóvember RÁS 1 FM 92,4/93,5 8.00Fréttir 8.07Morgunandakt: Séra Tómas Guðmundsson flytur. 8.15Tónlist á

8.00Fréttir 8.07Morgunandakt: Séra Tómas Guðmundsson flytur. 8.15Tónlist á sunnudagsmorgni Verk eftir Georg Friedrich Hndel. Orgelkonsert ópus 4 í F-dúr. Karl Richter leikur með kammersveit sinni. Meira
25. október 1995 | Velvakandi | 528 orð

Til ráðherra í leit að siðferði

Í UMRÆÐUM um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi fyrir stuttu, stakk Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, upp á því, að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur kæmu stjórnmálamönnum til aðstoðar við "að finna siðferðilegan grunn, sem kjarasamningar framtíðarinnar gætu byggt á," eins og hann orðaði boðskapinn. Meira
25. október 1995 | Velvakandi | 452 orð

Til þingmanna!

Í UPPHAFI þessa árs var stigið mikilvægt skref í réttarkerfinu þegar þið settuð lög um greiðslu sem eiga að taka gildi þann 1. janúar 1996 og vera afturvirk til 1. janúar 1993 og eru mikið réttlætismál. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 969 orð

Um þjónustu prestsins

Í NÚTÍMA þjóðfélagi kemur mönnum fátt á óvart af því sem tekið er til umfjöllunar í ræðu og riti og ástæða þykir að beina athygli manna að í fjölmiðlum. Svo er margbreytileika og fjölhyggju samtímans að þakka eða kenna, eftir því hvernig á málin er litið. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 1254 orð

Úr fjötrum vímunnar

NÝLEGA var skýrt frá því í fréttum, að fundist hefði eitt kíló af amfetamíni og tvö kíló af hassi í fórum fólks, sem var að koma til landsins. Þetta er dæmi þess, að innflytjendur fíkniefna séu að verða æ umfangsmeiri. Ólögleg fíkniefni flæða inn í landið og sífellt fleiri ungmenni ánetjast þeim. Meira
25. október 1995 | Aðsent efni | 897 orð

Vettvangur án hliðstæðu

SÁ ÁRANGUR sem felst einfaldlega í tilvist Sameinuðu þjóðanna verður ekki mældur. Samtökin hafa stuðlað að öryggi og stöðugleika í heiminum, hvort tveggja með alþjóðlegu aðhaldi, jafnvel þar sem framkvæmd ályktana og ákvarðana er ekki tryggð, og sem vettvangur þar sem aðildarríki geta leitað ásjár eða stuðnings, ef þörf krefur. Meira

Minningargreinar

25. október 1995 | Minningargreinar | 152 orð

BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR

BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR Bryndís Rún Björgvinsdóttir fæddist 25. janúar 1936 í Reykjavík. Hún lést í Landspítalanum 15. október síðastliðinn. Móðir Bryndísar heitir Áslaug Theódórsdóttir og faðir hennar hét Björgvin Laufdal Stefánsson, hann lést árið 1937. Meira
25. október 1995 | Minningargreinar | 132 orð

Bryndís Björgvinsdóttir Það er komið að kveðjustund. Binna, eins og við kölluðm hana, er kvödd í dag og þökkum við fyrir

Það er komið að kveðjustund. Binna, eins og við kölluðm hana, er kvödd í dag og þökkum við fyrir samfylgd í 40 ár. Nú er hún hjá Gunnari aftur og allar þrautir að baki. Það leitar margt á hugann eftir 40 ára samfylgd, því það var mikill samgangur milli heimilanna þennan tíma, þar sem Gunnar og Binna voru bæði vinir okkar hjónana og margt sameiginlegt. Meira
25. október 1995 | Minningargreinar | 58 orð

Einar Björn Sigurðsson

Hundrað ára minning Einar Björn Sigurðsson Einar Björn Sigurðsson var fæddur 25.10. 1895 í Pétursborg í Seyðisfirði. Hann lést 14. nóvember 1964. Foreldrar hans voru: Ingibjörg Björnsdóttir Einarssonar frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og Sigurður Vigfússon frá Hofi í Austur-Skaftafellssýslu, sjómaður og landpóstur. Meira
25. október 1995 | Minningargreinar | 788 orð

Einar Björn Sigurðsson

Í nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, Einars Björns Sigurðssonar frá Pétursborg, Vestmannaeyjum, jafnan kallaður Bjössi í Pétursborg. Honum kynntist ég fyrst, þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir Öldu dóttur hans. Ég var feiminn og óframfærinn ungur maður. Meira
25. október 1995 | Minningargreinar | 635 orð

Jóhann Kristinn Guðmundsson

Með örfáum fátæklegum orðum langar mig til að kveðja mikinn og góðan vin minn, Jóhann Kr. Guðmundsson. Jafnvel þó ég hafi vitað, að Jói lægi mikið veikur á sjúkrahúsi og ég hafi reynt að heimsækja hann í hvert sinn er ég kom utanlands frá á síðustu vikum, þá varð mér undarlega hverft við þegar mamma hringdi til mín og tjáði mér að hann hefði kvatt þennan heim. Meira
25. október 1995 | Minningargreinar | 428 orð

Jóhann Kristinn Guðmundsson

Með söknuði og trega í bland við þakklæti kveð ég góðan mann, Jóhann Kr. Guðmundsson. Þeim hjónum, Jóhanni Guðmundssyni og Guðrúnu Jónsdóttur til heimilis að Hringbraut 97 í Keflavík, kynntist ég ungur að árum. Meira
25. október 1995 | Minningargreinar | 413 orð

Jóhann Kristinn Guðmundsson

Hann afi okkar er dáinn. Það var ávallt gott að koma til afa og ömmu á Hringbraut. Söknuður okkar er mikill er við hugsum til þess að fá ekki að spjalla við þig lengur í eldhúsinu hennar ömmu. Þar var alltaf heitt á könnunni og nýbakaðar kökur. Ekki er hægt að tala um annað þeirra nema að hitt sé nefnt í sama orði. Meira
25. október 1995 | Minningargreinar | 991 orð

Jóhann Kristinn Guðmundsson

Jóhann Kr. Guðmundsson er látinn eftir nokkurra mánaða sjúkralegu, 86 ára að aldri. Hann bar aldur sinn einkar vel bæði í sjón og raun, var kvikur í hreyfingum og léttur í lund. Baráttan við Elli kerlingu virtist honum ekki erfið. En fyrir rúmlega ári kenndi hann þess sjúkdóms, sem nú hefur lagt hann að velli. Meira
25. október 1995 | Minningargreinar | 203 orð

JÓHANN KRISTINN GUÐMUNDSSON

JÓHANN KRISTINN GUÐMUNDSSON Jóhann Kristinn Guðmundsson var fæddur í Keflavík 27. ágúst 1909. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja 18. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson, f. 3. september 1867 í Hvaleyrarholtskoti við Hafnarfjörð, d. 6. september 1935, og Steinunn Jóhannsdóttir, f. 31. Meira
25. október 1995 | Minningargreinar | 29 orð

ÞÓRHALLUR HÖSKULDSSON

ÞÓRHALLUR HÖSKULDSSON Sr. Þórhallur Höskuldsson fæddist á Skriðu í Hörgárdal 16. nóvember 1942. Hann lést í Reykjavík 7. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 16. október. Meira

Viðskipti

25. október 1995 | Viðskiptafréttir | 505 orð

Aukin samkeppni við banka og sparisjóði

FORSVARSMENN banka og sparisjóða eru lítt hrifnir af þeirri nýbreytni Lánasýslu ríkisins að hefja útgáfu svokallaðra árgreiðsluskírteina. Þeir segja hana staðfesta að ríkið ætli að halda áfram að vera í harðri samkeppni um sparifé landsmanna og sé það ekki til þess fallið að greiða fyrir almennum vaxtalækkunum. Meira
25. október 1995 | Viðskiptafréttir | 429 orð

Bjóða 20% af kröfum

FORRÁÐAMENN Tölvukaupa hf. sem áður var rekið undir nafninu Örtölvutækni-Tölvukaup, hafa að undanförnu kannað möguleika á nauðasamingum við kröfuhafa félagsins. Ákveðið hefur verið að bjóða almennum kröfuhöfum að greiða 20% af kröfum. Meira
25. október 1995 | Viðskiptafréttir | 101 orð

Nýr framkvæmdastjóri Baugs hf.

HÖRÐUR Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Baugs hf., innkaupafyrirtækis Hagkaups og Bónus, frá og með næstu áramótum. Hann er fæddur í Reykjavík árið 1954. Meira
25. október 1995 | Viðskiptafréttir | 159 orð

Nýsköpun í mjöl- og málmiðnaði

FINNUR Ingólfsson, iðnaðarráðherra kynnti í gær nýtt verkefni, Nýsköpun í mjöl- og málmiðnaði, sem ráðuneytið hefur unnið að í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Samiðn, samband iðnfélaga. Tilgangur verkefnisins er að auka samkeppnishæfni fiskimjölsiðnaðar og tækniþróun í málmiðnaði með því að stuðla að samstarfi fyrirtækja á þessum sviðum um þróun tæknibúnaðar. Meira
25. október 1995 | Viðskiptafréttir | 199 orð

Ólafur Jóhann vann en var vikið

WALL Street Journal skýrði frá því í gær að Sony Corp. hafi ráðið Bruce L. Stein forstjóra og aðalstjórnanda Sony Interactive Entertainment Inc., sem Ólafur Jóhann Ólafsson stýrði áður og að þar með sé lokið þriggja mánaða hræringum í kringum þetta mikilvæga fyrirtæki innan Sony. Meira
25. október 1995 | Viðskiptafréttir | 164 orð

Slegizt um bréf í Nordbanken

ÁHUGI á sölu sænska ríkisins á Nordbanken hefur verið svo mikill að aðeins tveir af hverjum fimm fjárfestum fá hlut í honum að sögn sænskra bankayfirvalda. Áhuginn hefur verið mikill bæði í Svíþjóð og Danmörku. Almenningi var boðið að eignast hlutabréf með afslætti og eftirspurnin var fimmfalt meiri en hlutabréf þau sem í boði voru að því er segir í tilkynningu. Meira

Fastir þættir

25. október 1995 | Dagbók | 2774 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 20.-26. október að báðum dögum meðtöldum, er í Apóteki Austurbæjar, Háteigsvegi 1. Auk þess er Breiðholts Apótek, Mjóddinni, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
25. október 1995 | Dagbók | 31 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudagi

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 25. október, er níræðSigþrúður Sigrún Eyjólfsdóttir, Hrafnistu, DAS v/Kleppsveg. Hún tekur á móti gestum sunnudaginn 29. október nk. í safnaðarheimili Áskirkju milli kl. 15 og 18. Meira
25. október 1995 | Fastir þættir | 132 orð

BRIDS Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendinga

Staðan eftir 4 kvöld í aðaltvímenningi er eftirfarandi: Stefanía Sigurbjörnsd. - Sólveig Rósansd.1197Valdimar Sveinss. - Gunnar B. Kjartanss.1194Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson1183Ragnar Björnsson - Leifur Jóhannesson1181Gísli Víglundss. - Þórarinn Árnason1156Eðvarð Hallgrímss. - Jóhannes Guðmannss. Meira
25. október 1995 | Fastir þættir | 63 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Húsavíkur

Hjá Bridsfélagi Húsavíkur er nýlokið keppni í hausttvímenningi og urðu úrslit þessi: Óli Kristinsson - Guðmundur Hákonarson390Sveinn Aðalgeirss. - Guðm. Halldórsson368Magnús Andrésson - Þóra Sigurmundsd.357Björgvin Leifsson - Hilmar Björgvinss.349Hlynur Angantýss. - Jónas Þórólfsson329 Nú stendur yfir svokölluð hraðsveitakeppni. Meira
25. október 1995 | Fastir þættir | 128 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borga

Fimmtudaginn 19. október spilaði 21 par í tveimur riðlum 8 og 13 para. A-riðill 13 pör yfirseta. Þorleifur Þórarinsson ­ Gunnþórunn Erlingsd.208 Björn Kristjánsson ­ Hjörtur Elíasson180 Þórólfur Meyvantsson ­ Eyjólfur Halldórsson175 Ingibjörg Stefánsdóttir ­ Þorsteinn Davíðsson172 B-riðill 8 pör: Ingiríður Jónsdóttir ­ Meira
25. október 1995 | Fastir þættir | 610 orð

Krap

SORBET er oft kallað krapís, en ég kýs að kalla það krap, sem segir til um áferð réttarins. Krap varð til á undan rjómaís, sem ekki kom fram á sjónarsviðið fyrr en á 18. öld. Kínverjar kenndu Persum og aröbum að búa til krap, en þeir kenndu síðar Ítölum aðferðina. Meira
25. október 1995 | Dagbók | 59 orð

Pennavinir

Pennavinir17 ÁRA finnsk stúlka, sem unir sér við píanó- og trommuleik, íþróttir og margt fleira: Gamilla Forslund, Baggholmsv¨agen 13, 68600 Jakobstad, Finland. Meira
25. október 1995 | Dagbók | 601 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Goðafoss

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Goðafoss og af veiðum komu Freyja RE og Stefnir. Út fóruSiglir, Reykjafoss fór á strönd, norska rækjuskipið Pero og Skagfirðingur á veiðar. Kyndill kom og fór samdægurs. Puente Sabaris kom í nótt. Meira

Íþróttir

25. október 1995 | Íþróttir | 268 orð

Arnór líklega áfram í Svíþjóð

Fulltrúar Vals og Grindavíkur hafa rætt við Arnór Guðjohnsen um þann möguleika að hann verði spilandi þjálfari á næsta keppnistímabili. "Ég neita því ekki að þessi félög hafa haft samband við mig, en eins og staðan er í dag er líklegast að ég verði áfram hjá Örebro eitt ár í viðbót," sagði Arnór. Arnór sagðist hafa verið í viðræðum við sænska liðið frá því í júlí. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 164 orð

BBC gerir golfþátt hér á landi BRESKA

BRESKA ríkissjónvarpið, BBC, hyggst gera sjónvarpsþátt um golf hér á landi næsta sumar. Þátturinn verður hluti af þáttaröð sem hinn kunni sjónvarpsmaður Peter Allis er að gera um golf í heiminum. Allis þessi er talinn einn besti golfþulur nútímans, en áður en hann snéri sér að þeirri iðju var hann atvinnumaður í golfi og var þekktur fyrir hvað honum gekk alltaf illa á flötunum. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 147 orð

Broddi og Árni Þór í 124. sæti

BRODDI Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson eru í 124 sæti í tvíliðaleik á nýjum heimslista, sem Alþjóðabadmintonsambandið sendi frá sér í byrjun október. Elsa Nielsen og Vigdís Ásgeirsdóttir eru í 116. sæti í tvíliðaleik kvenna á sama lista. Bæði þessi pör stefna að þátttöku í ólympíuleikunum í Atlanta þar sem 20 bestu pör heimsins keppa í hvorum flokki. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 569 orð

"Eigum möguleika"

RÚSSARNIR eru að koma - þeir mæta Íslendingum í Kaplakrika á miðvikudaginn kemur í Hafnarfirði í Evrópukeppni landsliða. Það er ekki hægt að segja að undirbúningur landsliðsins sé mikill fyrir leikinn gegn Rússum og síðan aftur í Moskvu sunnudaginn 5. nóvember; landsliðshópurinn kemur saman aðeins tveimur dögum fyrir leikinn í Kaplakrika. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 120 orð

Framstúlkur leika báða leikina í Noregi

"VIÐ teljum það besta kostinn fyrir okkur í stöðunni að leika báða leikina í Noregi," sagði Sigurður Tómasson, formaður meistaraflokksráðs kvennaliðs Fram, sem mætir Byåsen frá Þrándheimi í Evrópukeppni bikarhafa í 2. umferð. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 244 orð

Handknattleikur 2. deild karla Ármann - Fram11:42Knattspyrna

2. deild karla Ármann - Fram11:42Knattspyrna England 3. umferð deildarbikarkeppninnar Barnsley - Arsenal 0:3Hollendingurinn Dennis Bergkamp þaggaði niður í 18.000 stuðningsmönnum heimamanna með frábærri aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 35 orð

Í kvöld

Handknattleikur 1. deild karla: Höllin:KR - Víkingur20 Kaplakriki:FH - Valur20 KA-hús:KA - Stjarnan20 Seljaskóli:ÍR - Selfoss20 Seltjarnarnes:Grótta - Haukar20 Eyjar:ÍBV - UMFA20 1. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 86 orð

Karl Ómar áminntur af GSÍ GOLFSAMBA

GOLFSAMBAND Íslands hefur veitt Karli Ómari Jóhannssyni íþróttakennara áminningu vegna kennslu sem hann hefur verið með í golfi austur á fjörðum. Eins og við skýrðum frá í sumar var Karl Ómar kærður vegna þess að hann tók þátt í sveitakeppninni samhliða því að kenna golf eystra, en menn sem kenna verða að afsala sér áhugamannaréttindum sínum. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 110 orð

Mikið um jafntefli í Þýskalandi

ÞAÐ eru margir sem eru ekki ánægðir með nýju þriggja stiga regluna í Þýskalandi og segja að hún hafi ekki dregið úr jafnteflum, heldur hafa jafntefli aldrei verið fleiri. 40% af leikjunum hafa endað með jafntefli, eða 36 leikir af níutíu sem búnir eru í 1. deildarkeppninni. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 91 orð

NFL-deildin

Sunnudagur: Carolina - New Orleans20:3Chicago - Houston35:32Cleveland - Jacksonville15:23Miami - NY Jets16:17St. Louis - San Francisco10:44Tampa Bay - Atlanta21:24Washington - Detroit36:30Eftir framlengingu. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 70 orð

Ómar Jó þjálfar Hauka ÓMAR Jóhannsson,

ÓMAR Jóhannsson, fyrrum leikmaður ÍBV og Fram, hefur verið ráðinn þjálfari Hauka úr Hafnarfirði næsta sumar en þess má geta að hann er nú búsettur í Hafnarfirði. Lið Hauka féll niður í 4. deild í haust þannig að verkefni Ómars verður að reyna að koma félaginu rakleiðis upp aftur. Ómar var við stjórnvölinn hjá Kópavogsliðinu HK í sumar og áður hafði hann þjálfað lið Hattar á Egilsstöðum. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 125 orð

Pétur ræðir við Eyjamenn

Pétur Marteinsson, fyrirliði U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu, hefur rætt við Eyjamenn um hugsanleg félagaskipti úr Fram og sagði við Morgunblaðið að vel gæti komið til greina að hann skipti þó ekkert hefði enn verið ákveðið í því efni. "Ég hef hugsað mér til hreyfings en ekkert ákveðið," sagði hann í gærkvöldi. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 491 orð

Robson einnig á eftir Brasilíustráknum Caio

Brasilíumaðurinn Juninho fékk óvænt atvinnuleyfi sem leikmaður Middlesbrough í fyrradag en hann er ekki væntanlegur til Englands fyrr en á morgun og því er talið ólíklegt að hann leiki með liðinu gegn Manchester United á Old Trafford á laugardag. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 548 orð

Sex Íslendingar framarlega á heimsafrekaskránni

"VIÐ höfum ekki átt svo marga keppnismenn svo ofarlega á heimslistunum. Þetta sýnir mér að við höfum verið að vinna vel og erum á réttri leið. Það gefur okkur í forystunni vissulega byr undir báða vængi að eiga svo marga svo ofarlega. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 571 orð

Steingrímur velti undir lok keppni eftir að hafa náð þriðja sæti

STEINGRÍMUR Ingason rallökumaður keppti nýverið tvívegis á Bretlandseyjum, í síðara skiptið síðastliðinn laugardag. Hann féll úr keppni í bæði skiptin, en var í þriðja sæti í seinni keppninni þegar tvær sérleiðir voru eftir. Þá velti hann að lokinni sérleið, eftir að hafa reynt að bjarga sér útúr óvæntri beygju á blindhæð. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 304 orð

"SVONA

"SVONA verður þetta hjá okkur í vetur vegna þess að við höfum stóran hóp leikmanna," sagði sagði Roy Evans, yfirþjálfari Liverpool í tilefni þess að Collymore og Ruddock komast ekki í liðið eins og er. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 274 orð

Teitur Þórðarson á faraldsfæti

TEITUR Þórðarson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið á faraldsfæti um Evrópu síðan hann fór frá Akranesi 1977 til að gerast leikmaður með sænska liðinu Jönköping. Teitur, sem hefur herjað í Svíþjóð, Frakklandi, Sviss og Noregi, er nú að breyta um dvalarstað - halda austur; til Tallinn í Eistlandi, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær, Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 115 orð

Tveir Júgóslavar til Sheffield Wednesday

SHEFFIELD Wednesday hefur samið við Rauðu stjörnuna í Belgrad um að kaupa tvo landsliðsmenn frá félaginu. Umsamið verð er fjórar milljónir punda (um 405 milljónir kr.) en samningurinn er háður samþykki Knattspyrnusambands Englands og Alþjóða knattspyrnusambandsins og því hvort þeir fái atvinnuleyfi í Englandi en gert er ráð fyrir að það skýrist ekki fyrr en eftir tæpan mánuð. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 271 orð

Umræðan um áhuga Inter Milan er að verða svolítið þreytandi

ÍTALSKA stórliðið Internazionale frá Mílanó er enn einu sinni að reyna að fá Eric Cantona frá Manchester United. Samkvæmt ítölskum og enskum blöðum í gær er félagið að undirbúa tilboð upp á sjö millj. punda, jafnvel skipti á Paul Ince, fyrrum leikmanni United, og Frakkanum en markaðurinn á Ítalíu verður opinn í viku frá 2. nóvember. Viðbrögð United voru þau sömu og fyrr. Meira
25. október 1995 | Íþróttir | 118 orð

Valsmenn taka á móti Braga ÍSLAND

ÍSLANDSMEISTARAR Vals í handknattleik hafa ákveðið að leika heimaleikinn heima í 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða, en þeir mættu CSKA Moskva í fyrstu umferð og fóru báðir leikirnir fram í Þýskalandi. Valsmenn hafa selt síðustu heimaleiki, en næst mæta þeir portúgalska liðinu Braga og eiga fyrri leikinn heima. Meira

Úr verinu

25. október 1995 | Úr verinu | 183 orð

22% minna af karfa óunnið utan

SALA á óunnum karfa á fiskmarkaðnum í Bremerhaven í Þýzkalandi dregst verulega saman um þessi misserin. Lengi var útflutningur á ferskum karfa nokkuð stöðugur í um 23.000 tonnum, jafnvel meiri, en nú stefnir allt í að hann verði langt undir 2.000 tonnum. Allt árið í fyrra nam þesi útflutningur um 20.000 tonnum og hafði þá dregist töluvert smaan milli ára. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 205 orð

270 vilja fara til Rússlands

UMSÓKNIR frá 270 manns bárust til Íslenzkra sjávarafurða í kjölfar auglýsingar eftir 30 manns í vinnu austur á Kamtsjatka í Rússlandi. Auglýst var eftir fólki til starfa á sjó og í landi og mun vinna hefjast innan nokkurra vikna. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 73 orð

ARNAR Í FLOTKVÍNNI

TOGARINN Arnar HU frá Skagstrendingi er í söluskoðun og ýmsum viðgerðum sem koma upp við þá skoðun hjá Slippstöðinni Odda á Akureyri, en hann hefur verið seldur til Grænlands. Búist er við að hann verði tilbúinn innan fárra daga, en hann er nú í hinni nýju flotkví þeirra Akureyringa. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 452 orð

Bræla

BRÆLA er nánast eina orðið, sem heyrist nú, þegar aflað er frétta af fiskveiðum. Í gær voru nánast öll skip Ísfirðinga við bryggju þar auk nokkurra aðkomuskipa. Mjög fáir voru á sjó, enda enginn vinnufriður vegna brælunnar. Margir bátanna eru nú að búa sig undir línuveiðar, en tvöföldunartímabilið hefst nú um mánaðamáotin. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 208 orð

Engin tæring og þrifin auðveldari

ÞÓRSHAMAR GK og Beitir NK hafa tekið í notkun RSW-sjókælikerfi frá Teknótherm í Noregi, sem Akurfell er umboðsaðili fyrir á Íslandi. Kerfið kostar um 20 milljónir, en með því er hægt að fara í lengri veiðiferðir, án þess að gæði síldar eða loðnu sem ætlaðar eru til manneldis bíði skaða af. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 1405 orð

Fúlir ef verðið er undir 100 krónum

ÞAÐ hefur vakið marga til umhugsunar þegar talað er um aflaverðmæti að þrátt fyrir minnkandi kvóta og minni afla sem berst á land hefur verðmæti aflans aukist í öfugu hlutfalli við minnkandi afla. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 1609 orð

Kolmunnaveiðar freista margra

MIKLAR kolmunnagöngur hafa fundist fyrir suðurströnd landsins eins og kom fram í fréttum Morgunblaðsins síðustu viku. Öfugt við undanfarin ár er þarna um að ræða mikið magn af stórum kolmunna, sem er vel nýtanlegur í bræðslu, vinnslu eða þurrkun. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 80 orð

Kristín til Progress Pack í Frakklandi

KRISTÍN María Blin hefur verið ráðin sem sölustjóri innflutnings- og útflutningsdeildar hjá franska fyrirtækinu Progress Pack í St. Nazaireí Frakklandi. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 365 orð

Kynna rekakkeri fyrir smábátana

"Ég er mjög ósáttur við að það skuli hafa verið tekið út úr reglugerð um smábáta að rekakkeri eigi að vera um borð," segir Valdimar Samúelsson, umboðsmaður Paratek-rekakkera. "Það kom mér á óvart, sérstaklega í ljósi þess hve skoðunarmenn eru öryggissinnaðir, að forstöðumenn Siglingamálastofnunar skyldu ekki kynna sér hversu mikið öryggisatriði rekakkeri eru í smábátum. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 88 orð

Meira selt til Japan

ÚTFLUTNINGUR Indverja á sjávarafurðum til Japans náði hámarki á síðasta ári. Alls nam magnið þá 50.000 tonnum og verðmæti þess um 33 milljarðar króna. Útflutningur sjávarafurða til Japans hefur aldrei verið meiri frá Indlandi og eru sjávarafurðir nú í öðru sæti yfir mikilvægustu viðskiptin við Japani. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 788 orð

Mikil aukning á eldi á laxi og vatnasteinbít í heiminum

GÍFURLEGUR vöxtur er nú í fiskeldi ýmis konar og skilar það stöðugt vaxandi hluta heildaframboðs fisk og fiskafurða. Laxeldi nemur í dag um 550.000 tonnum á ári og því er spáð að það nái brátt 800.000 tonnum. Í Bandaríkjunum er mikill eykst eldi á svokölluðum vatnasteinbít stöðugt og er nú í kringum 200.000 tonn. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 122 orð

Miklu eytt í fiskmetið

ÚTGJÖLD Bandaríkjamanna vegna fiskneyzlu náðu hámarki á síðasta ári, en þá borðaði hver Bandaríkjamaður að meðaltali tæplega 7 kíló af fiski. Alls eyddu þeir 250 milljörðum króna í fiskátið þetta ár, en fyrra met var var frá árinu 1987 og var það naumlega slegið nú. Þá borðuðu Bandaríkjamenn hins vegar meira af fiski en nú, eða um 7,4 kíló hvert mannsbarn. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 180 orð

Mun minna af þorski utan

VERULEGUR samdráttur er enn á útflutningi á ferskum þorski á uppboðsmarkaðina í Hull og Grimsby. Í lok september í ár höfðu 1.315 tonn af óunnum þorski farið á þessa markaði, en 2.151 tonn á sama tíma í fyrra. Munurinn er 39% og verð hefur einnig lækkað um 2 til 3%. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 241 orð

Norður-Noregur fyrst og fremst hráefnisútflytjandi

FISKURINN, sem veiðist við Norður-Noreg, verður nú fyrst og fremst til að fjölga störfunum í Suður-Noregi og í útlöndum. Fiskvinnslan í landshlutanum er aðallega í flökun, þurrkun og söltun en mikill hluti aflans er sendur áfram óunninn. Fullvinnslan fer næstum eingöngu fram í ríkjum Evrópusambandsins eða í Suðaustur-Noregi. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 275 orð

Nýir starfsmenn hjá SH á Akureyri

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur formlega hafið starfsemi sína á Akureyri í gamla Linduhúsinu við Hvannavelli. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 160 orð

Ofnbökuð síld með sveppum, gráðosti og rækju

ÞAÐ HEFUR varla farið framhjá mörgum að síldarvertíðin er hafin, a.m.k. ekki Guðmundi Ragnarssyni matreiðslumanni á veitingahúsinu Lauga-ási. Hann kynnir hér lesendum Versins síldarrétt fyrir fjóra eða ofnbakaða síld með sveppum, gráðosti og rækjum. Hann tekur þó fyrst fram að undirstaða góðs síldarréttar sé algjör beinhreinsun líkt og gildi um bleikjuflök. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 235 orð

Samið um 60.000 tunnur

SAMNINGAR eru komnir í höfn hjá Síldarútvegsnefnd á útflutningi á um 55-60 þúsund tunnum af saltsíld á vestræna markaðinn og unnið er að fleiri samningum. Eitthvað magn hefur verið flutt til Rússlands, en ekki er gott að segja fyrir um hversu mikið verði flutt þangað á þessu ári, vegna óstöðugs ástands í Rússlandi og aukinna innflutningsgjalda. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 316 orð

Samið um sölu 60.000 tunna af saltsíld á vestræna markaði

SAMNINGAR eru komnir í höfn hjá Síldarútvegsnefnd á útflutningi á um 55-60 þúsund tunnum af saltsíld á vestræna markaðinn og unnið er að fleiri samningum. Eitthvað magn hefur verið flutt til Rússlands, en ekki er gott að segja fyrir um hversu mikið verði flutt þangað á þessu ári, vegna óstöðugs ástands í Rússlandi og aukinna innflutningsgjalda. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 223 orð

Smíða togara fyrir Rússa

NORSKT fyrirtæki, Norway Seafood/Resource Group International, RGI, hefur gert samning um að smíða 16 togara fyrir rússnesk útgerðarfyrirtæki. Er smíðakostnaðurinn áætlaður að minnsta kosti 14 milljarðar íslenskra króna og RIG sjálft fjármagnar fjögur fyrstu skipin. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 413 orð

Um 27 milljónum tonna af fiski fleygt í sjóinn árlega

ÁÆTLAÐ er að um 27 milljónum tonna af fiski sé árlega hent í sjóinn við fiskveiðar um allan heim. Það er FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun sameinuðu þjóðanna, sem hefur komizt að þeirri niðurstöðu að þetta magn sé meðaltal þess sem fleygt hafi verið fyrir borð á árunum 1988 til 1992. Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 512 orð

"Það er allt of algengt að sjómenn séu hlunnfarnir"

"ÞAÐ er allt of algengt að sjómenn séu hlunnfarnir. Verði á fiski upp úr sjó er haldið niðri með ýmsum hætti og þrátt fyrir að bátar hafi kvóta, er verið að gera upp við sjómenn eins og verið sé að leigja til þeirra kvóta. Þetta getur munað miklu, kannski 20 krónum á kíló, og það er fljótt að verða að töluverðum upphæðum," segir Ingólfur Aðalsteinsson, stýrimaður á Sólborgu RE, í samtali við Meira
25. október 1995 | Úr verinu | 478 orð

"Það er svo ófínt að stúdera þorskinn"

FRAMLÖG til Stýrimannaskólans, Vélskólans og Sjómannaskólahússins eru minnkuð um 9 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Guðjón Ármann Eyjólfsson sson skólameistari Stýrimannaskólans segir að þetta hafi verið rökstutt með því að nemendum hafi fækkað í skólanum. Meira

Barnablað

25. október 1995 | Barnablað | 49 orð

2 dalmatíuhundar

ÓSKÖP eru þeir ráðvilltir, dalmatíuhundarnir tveir, sem eru að reyna að komast heim til sín í hlýtt húsið handan við flókið göngustígakerfið framundan, sem er í raun völundarhús hið mesta. Hvernig væri nú að þið kæmuð þeim til hjálpar og greidduð götu þeirra í hlýjuna heima Meira
25. október 1995 | Barnablað | 159 orð

Brandarabanki Myndasagnanna!

HÆSTU mögulegir vextir: Gleði og bros svo að skín í endajaxlana ef þeir eru þá komnir í ljós - Ef þið akið ykkur í spiki, leyfið því að gutla svolítið og hristast af ykkur með lestri Brandarabankans - Brandarabankinn; besta heilsubót sem völ er á - Mesta og besta ávöxtunin Meira
25. október 1995 | Barnablað | 83 orð

Er athyglin í góðu lagi?

VIRÐIÐ myndina fyrir ykkur í eina mínútu eða svo. Hyljið hana síðan og athugið hvort þið getið svarað eftirfarandi spurningum (ekki lesa spurningarnar áður en þið skoðið myndina!). 1. Lýsið höfuðbúnaði mannsins. 2. Er þotan á leiðinni undan sólu eða móti henni? 3. Hvert er leiðanúmer strætisvagnsins? 4. Meira
25. október 1995 | Barnablað | 118 orð

Garður á Suðurnesjum

HÆ. Ég heiti Þorbjörg og er 5 ára. Ég verð 6 ára 20. desember. Hér er mynd sem ég teiknaði af húsinu okkar, sem er í Garðinum. Ég er byrjuð í skóla, það er gaman. Kveðja. Þorbjörg Bergþórsdóttir, Melbraut 29, 250 Garður. Meira
25. október 1995 | Barnablað | 48 orð

Í einu eintaki

HVERJIR hlutanna á myndinni eru aðeins í einu eintaki hver? Þegar þið hafið gengið úr skugga um það gáið þið að Lausnum og þær hafa náttúrlega svar á reiðum höndum eins og alltaf þegar á þær er vísað. Sýnið þolinmæði og verið þrautseig, góðu börn. Meira
25. október 1995 | Barnablað | 764 orð

Konungur ljónanna

KRAKKAR! Hvað er eiginlega um að vera, það eru allir að tala um einhvern Konung ljónanna? Þið virðist líka kannast við kauða því um leið og litaleiknum okkar var hrundið af stað tóku umslögin að streyma til okkar í hundraðatali. Myndasögur Moggans og SAM-myndbönd þakka frábærar undirtektir! SAM-myndbönd munu senda vinningshöfum verðlaunin á næstu dögum. Verði ykkur að góðu. Meira
25. október 1995 | Barnablað | 317 orð

Pennavinir

Hæ, hæ, Myndasögur Moggans. Ég ætla að biðja ykkur að birta þessa orðsendingu í pennavinakassanum. Ég er búin að senda svolítið oft en það hefur aldrei verið birt. Viljið þið biðja Valdísi Dröfnog Hildi Georgsdóttur að senda mér bréf. Ég þakka ykkur fyrir gott blað. Sóley Þórisdóttir Kæra Morgunblað. Meira
25. október 1995 | Barnablað | 65 orð

Uppbygging á Kjalarnesi

STRÁKUR að nafni Birgir Þór Guðbrandsson, 8 ára, Esjugrund 41, Kjalarnesi, sendi okkur þessa mynd af ungum byggingameisturum á Kjalarnesi. Ef þið hafið ekið Vesturlandsveg í sumar og haust hafið þið ef til vill tekið eftir myndarlegu kofahverfi úr kassafjölum rétt utan við þjóðveginn á Kjalarnesi undir Esjuhlíðum. Meira

Viðskiptablað

25. október 1995 | Viðskiptablað | 71 orð

47% minni hagnaður Apple

HAGNAÐUR Apple-tölvufyrirtækisins minnkaði um 47% á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir metsölu. Hagnaðurinn nam 60 milljónum dollara, eða 48 sentum á hlutabréf, samanborið við 115 milljónir dollara, eða 95 sent á hlutabréf, fyrir ári. Lækkunin var meiri en búizt hafði verið við, en sala á ársfjórðungnum jókst í 3 milljarða dollara. Meira
25. október 1995 | Viðskiptablað | 122 orð

50% meiri hagnaður Norsk Hydro

HAGNAÐUR Norsk Hydro A/S jókst um ríflega 50% á þriðja ársfjórðungi vegna betri markaðsskilyrða, hærra verðs og aukinnar skilvirkni að sögn fyrirtækisins. Rekstrarhagnaður frá júlí til september nam 2.72 milljörðum norskra króna samanborið við 1.80 milljarða króna á sama tíma 1994. Meira
25. október 1995 | Viðskiptablað | 132 orð

Cargolux gagnrýnir ríkisstyrki

CARGOLUX hefur gagnrýnt framkvæmdanefndina í Brüssel fyrir að samþykkja áætlanir til bjargar flugfélögum í aðildarlöndum Efnahagssambandsins Þessi stefna er fáránleg sóun á peningum skattborgara," sagði Pierre Wesner, einn æðsti maður Cargolux, í viðtali Við fáum ekki ríkisstyrki og því skyldu flugfélög eins og Air France, Meira
25. október 1995 | Viðskiptablað | 295 orð

Intuit með Quickenþjónustu á Alnetinu

INTUIT-fyrirtækið hefur ákveðið að tengja Quicken forritið, hið vinsæla heimilisbókhald, Alnetinu. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu mun Quicken veita auðveldan og ódýran aðgang að alnetinu og ókeypis tengingu við nýtilkomna heimasíðu Intelnets í veraldarvefnum, QFN (Quicken Financial Network). Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.