Greinar laugardaginn 16. desember 1995

Forsíða

16. desember 1995 | Forsíða | 238 orð | ókeypis

Evrópumyntin kölluð Evró

HIN sameiginlega mynt Evrópuríkja verður kölluð Evró og hún verður tekin upp 1. janúar 1999, samkvæmt ákvörðun fundar leiðtoga aðildarríkja Evrópusambandsins, sem hófst í Madríd í gær. Leiðtogar ríkjanna fimmtán samþykktu einum rómi að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) gengi í gildi í ársbyrjun 1999. Meira
16. desember 1995 | Forsíða | 108 orð | ókeypis

Fótbolti í uppnámi

BÚAST má við mikilli óvissu, hræringum og ókyrrð á knattspyrnumarkaði Evrópu vegna úrskurðar Evrópudómstólsins í gær um að vinnulöggjöfin og reglur Evrópusambandsins (ESB) um atvinnustarfsemi ættu við um atvinnuknattspyrnu. Meira
16. desember 1995 | Forsíða | 81 orð | ókeypis

Fögnuður í Nablus

GÍFURLEGUR fögnuður ríkti í borginni Nablus á Vesturbakkanum er Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), tók við völdum þar í gær. Við það tækifæri hóf hann kosningabaráttu sína vegna forsetakosninga Palestínumanna, sem ráðgerðar eru 20. janúar nk. "Leyfið þið mér að bjóða mig fram?" spurði Arafat. Meira
16. desember 1995 | Forsíða | 269 orð | ókeypis

Leita sólkerfa á júmbóþotu

BANDARÍSKA geimferðastofnunin NASA hyggst verða sér úti um gamla júmbóþotu, skera þriggja metra breitt gat á þakið, setja þar út stjörnukíki og fljúga henni um heiðhvolfið í leit að öðrum sólkerfum. Meira
16. desember 1995 | Forsíða | 441 orð | ókeypis

Skorar á Rússa að hafna "öflum fortíðarinnar"

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, ávarpaði rússnesku þjóðina í gær og skoraði á hana að afstýra því að "öfl fortíðarinnar" kæmust til valda í þingkosningunum á morgun. Hann vísaði þar til kommúnista sem voru alráðir í Rússlandi í 70 ár og eru taldir verða öflugastir á þinginu eftir kosningarnar. Meira
16. desember 1995 | Forsíða | 72 orð | ókeypis

Verkföllin leysast upp

FÓTLÚNIR Frakkar geta tekið gleði sína aftur því franskir járnbrautastarfsmenn (CGT) samþykktu í gær að aflýsa verkfallsaðgerðum. Bundu þeir þar með enda á 22 daga aðgerðir sem lamað hafa almenningssamgöngur. Meira

Fréttir

16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 208 orð | ókeypis

1 tonn af hreindýrakjöti til landsins

EITT og hálft tonn af hreindýrakjöti er væntanlegt frá Grænlandi um helgina. Pétur Pétursson í Kjötbúri Péturs flytur kjötið inn og segir að um sé að ræða hryggi og læri. "Kílóið mun kosta 1.790 krónur, sem er 200 kr. minna en íslenskt hreindýrakjöt kostaði hjá mér í haust, þótt nú séu álögur ríkisins nær 500 kr. á hvert kíló og flutningskostnaður um 200 krónur. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 232 orð | ókeypis

Aðgerðum fækkar um 600

JÓNAS Magnússon, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, segir að horfur séu á að gerðar verði 600 færri skurðaðgerðir á Landspítalanum á næsta ári en á þessu ári, en það er yfir 10% fækkun. Hann segir að þetta þýði að biðlistar muni lengjast. Í dag eru 1.266 sjúklingar á biðlista og segir Jónas að biðlistar hafi heldur verið að lengjast á þessu ári. Meira
16. desember 1995 | Landsbyggðin | 107 orð | ókeypis

Aðventumessa Kálfatjarnarsóknar

Vogum­Við aðventumessu í Kálfatjarnarkirkju 10. desember var í boði fjölbreytt dagskrá; söngur, helgileikur, upplestur og hljóðfæraleik. Fjöldi fólks mætti til messu, svo margt að öll sæti kirkjunnar voru setin. Auk kirkjukórsins komu fram börn úr kirkjuskólanum sem sungu nokkur lög meðal annars Bráðum koma blessuð jólin. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 296 orð | ókeypis

Allar tillögur stjórnarandstöðu felldar

ALLAR breytingartillögur stjórnarandstöðunnar við fjárlagafrumvarpið voru felldar í atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær. Umdeild tillaga Alþýðuflokksins um veiðileyfagjald kom ekki til atkvæða heldur var kölluð aftur til 3. umræðu um frumvarpið. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 200 orð | ókeypis

Almenningur fær Evró- mynt í hendur árið 2002

HELZTU atriði samkomulags leiðtoga ESB-ríkjanna um upptöku sameiginlegrar Evrópumyntar eru eftirfarandi: Myntin verður kölluð Evró. Ákveðið verður "eins snemma og hægt er" á árinu 1998 hvaða ESB-ríki uppfylli skilyrði fyrir þátttöku í EMU og byggt verður á hagtölum ársins 1997. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 392 orð | ókeypis

Átta skjálftar mælst frá 1990

ALLS hafa mælst átta jarðskjálftar á mælakerfi Verkfræðistofnunar HÍ í Reykjavík á tímabilinu 1990 til 1995. Þrír þessara skjálfta voru yfir 4 stig á Richterkvarða og stærstur þeirra var 4,7 stig á Richter, með upptök sín nálægt Kleifarvatni. Meira
16. desember 1995 | Landsbyggðin | 134 orð | ókeypis

Borgarafundir um snjóflóðamál á þremur stöðum

BORGARAFUNDIR um snjóflóðamál og -varnir verða haldnir á þremur stöðum nú um helgina, 16.­17. desember: Á Patreksfirði (fyrir íbúa Vesturbyggðar), á Siglufirði og á Neskaupstað. Hugsanlega verður einnig fundur á Seyðisfirði og þá síðdegis á sunnudag. Fundirnir verða með sama sniði og borgarafundir sem haldnir voru um síðustu helgi á Flateyri, Ísafirði, í Súðavík og í Bolgungarvík. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 49 orð | ókeypis

Brúðarkjólaleiga Dóru flytur

BRÚÐARKJÓLALEIGA Dóru, sem var á Suðurlandsbraut 46, flutti 1. desember sl. í Faxafen 9, 1. hæð og hefur opnað þar verslun og leigu. Þar er hægt að fá leigðan og keyptan brúðkaups- og samkvæmisfatnað. Á myndinni er eigandi verslunarinnar, Dóra Skúladóttir, og Halíma Zogu afgreiðslustúlka. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 291 orð | ókeypis

Brýnt að gæta aðhalds í ríkisfjármálum

"HORFUR um hagvöxt á næsta ári eru betri en búist var við. Nú er reiknað með að hagvöxtur verði 3,2% borið saman við 2% í þjóðhagsáætlun. Þetta er nokkru örari hagvöxtur en spáð er í aðildarríkjum OECD. Þar er spáð 2,5% hagvexti að meðaltali á árinu 1996. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð | ókeypis

Búið að greiða 180 milljónir

FULLTRÚAR Viðlagatryggingar Íslands gengu nú í vikunni frá tjónauppgjöri vegna snjóflóðsins á Flateyri og er búið að greiða um 180 milljónir króna í uppgjör og veðskuldir. Geir Zo¨ega framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar segir að með þessari fjárhæð sé lokið við að greiða tjón að mestu leyti, en það er samkvæmt mati um 200­220 milljónir króna. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 131 orð | ókeypis

Çiller til Madríd

TANSU Çiller, forsætisráðherra Tyrklands, hefur verið boðið til Madríd til skrafs og ráðagerða með "þríeyki" ESB, þ.e. leiðtogum núverandi forysturíkis, þess síðasta og þess næsta (Spánar, Frakklands og Ítalíu). Fundur Çillers og leiðtoganna fer fram í dag og er umræðuefnið framkvæmd tollabandalags Tyrklands og ESB, sem tekur gildi um áramót. Meira
16. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 69 orð | ókeypis

Dönsuðu kringum jólatréð á Torginu

NEMENDUR Barnaskóla Akureyrar hafa safnað leikföngum sem þau ætla að senda börnum í fyrrum Júgóslavíu. Í gær gengu nemendur og kennarar fylktu liði frá skólanum niður á Ráðhústorg með pakkanna, settu þá undir stóra jólatréð frá Randers, dönsuðu kringum tréð og sungu nokkur lög. Eftir það héldu þau aftur upp í skóla en pakkarnir voru sendir af stað til barnanna úti í heimi. Meira
16. desember 1995 | Miðopna | 1478 orð | ókeypis

Ekki annað Víetnam

FRIÐARSAMNINGAR hafa verið undirritaðir og senn taka hersveitir Atlantshafsbandalagsins (NATO) að flykkjast til Bosníu til að sinna þar friðargæslu, sem verður viðamesta verkefni í sögu bandalagsins. Líkt og ævinlega þegar lagt er út í herfarir hefur sú ákvörðun Bills Clintons Bandaríkjaforseta að leggja til 20. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð | ókeypis

Endurnýjað fyrir 50 milljónir

ELSTA rannsóknastofuhúsið á Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum var tekið formlega í notkun á ný eftir gagngerar endurbætur fyrir skömmu. Kostnaður við þessar endurbætur á húsa- og tækjakosti stofnunarinnar, sem hrundið var af stað 1992, nemur um 50 milljónum króna. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 159 orð | ókeypis

Evrópa á eftir Bandaríkjunum og Asíu

Hluti af pappírsflóðinu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Madrid, sem hófst í gær er skýrsla um samkeppnisstöðu ESB. Skýrslan er samin af nefnd tólf frammámanna í evrópsku viðskiptalífi undir forsæti Ítalans Ciampi, fyrrum seðlabankastjóra og forsætisráðherra utanflokkastjórnar. Í skýrslunni er bent á að Evrópa standi höllum fæti gagnvart Bandaríkjunum og Suðaustur-Asíu. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 723 orð | ókeypis

"Evró" tekur gildi 1999

LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu samhljóða á fundi sínum í Madríd í gær að hin sameiginlega Evrópmynt yrði kölluð "Evró". Jafnframt samþykktu leiðtogarnir tímaáætlun þá, sem Evrópska gjaldmiðilsstofnunin hefur lagt fram um innleiðingu hinnar nýju myntar. Hún verður tekin upp 1. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 42 orð | ókeypis

Fagnaðarfundir

NORODOM Sihanouk, konungur Kambódíu, faðmar víetnamska hershöfðingjann Vo Nguyen Giap að sér í upphafi fundar sem þeir áttu í Hanoi í gær. Shianouk er í opinberri heimsókn í Víetnam en tveir áratugir eru frá því að hann sótti Víetnama síðast heim. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

Fatasöfnun við Hallgrímskirkju

FATASÖFNUN ÆSKR, Hjálparstofnunar kirkjunnar og fleiri aðila verður við Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, frá klukkan 12 til 20. Fötin verða send til ríkja fyrrum Júgóslavíu. Fötin verða flokkuð og þeim pakkað jafnóðum og þau berast. Fatasöfnunin er í tengslum við uppákomu fyrir ungt fólk í Reykjavík sem ÆSKR stendur fyrir. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 181 orð | ókeypis

Fá sama kynningartilboð eftir útþenslu

STÖÐ 2 hefur ákveðið að bjóða áskrifendum sínum í Vestmannaeyjum til skrafs og ráðagerða vegna óánægju þeirra með að áskrifendur Stöðvar 2 á Faxaflóasvæðinu fengu Sýn og Fjölvarp án endurgjalds. Mun markaðsstjóri fyrirtækisins vera til viðtals í tvo tíma í dag í þessum tilgangi. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 422 orð | ókeypis

Formaður Baldurs á Ísafirði eftir að Félagsdómur dæmdi uppsögn félagsins ógilda

FÉLAGSDÓMUR dæmdi í gær uppsögn Verkalýðsfélagsins Baldurs á Ísafirði á kjarasamningi félagsins ógilda. Pétur Sigurðsson, formaður Baldurs, sagði í gær að félagið myndi strax eftir áramót óska eftir því við vinnuveitendur að teknar verði upp viðræður um framhaldið og hvernig aðilar gætu sameiginlega bætt kjör fiskvinnslufólks. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 271 orð | ókeypis

Grundvöllur ákvörðunar ekki fullnægjandi

UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að stjórn Atvinnuleysistryggingarsjóðs hafi staðið með ófullnægjandi hætti að því að staðfesta synjun úthlutunarnefndar Iðju, félags verksmiðjufólks, á greiðslu atvinnuleysisbóta til manns vegna þess að hann hafi hafnað atvinnutilboði. Er því jafnframt beint til stjórnar sjóðsins að hún taki málið til meðferðar á ný komi fram ósk þar um. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 19 orð | ókeypis

Göngubrú opnuð

Göngubrú opnuð BORGARSTJÓRINN í Reykjavík og samgönguráðherra opna göngubrú yfir Kringlumýrarbraut á morgun, sunnudag, kl. 16. Aðkoma frá Suðurhlíðum. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

HALLDÓR ÞORMAR JÓNSSON

HALLDÓR Þormar Jónsson, sýslumaður á Sauðárkróki, er látinn á 67. aldursári. Halldór fæddist á Mel í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu, 19. nóvember árið 1929. Sonur hjónanna Ingibjargar Magnúsdóttur húsfreyju og Jóns Eyþórs Jónassonar bónda. Stúdentsprófi lauk Halldór frá MA árið 1950 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ árið 1957. Hann varð héraðsdómslögmaður árið 1961. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð | ókeypis

Heimdallur minnir á "skuldasúpuna"

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun minna á hinar miklu skuldir hins opinbera á táknrænan hátt á morgun, laugardaginn 16. desember. Bragðbetri súpa Gangandi vegfarendum við Laugaveginn verður boðið upp á heita og bragðbetri súpu en skuldasúpuna sem við sitjum öll í, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 245 orð | ókeypis

Helmingi fleiri flytjast á brott heldur en hingað

ALLS hafði 3.321 íslenskur ríkisborgari flutt brott af landinu frá ársbyrjun til loka nóvember í ár, en aðfluttir á sama tímabili voru 1.767. Brottfluttir umfram aðflutta á tímabilinu eru því 1.554, en það eru rúmlega helmingi fleiri en á sama tímabili í fyrra. Þá voru brottfluttir íslenskir ríkisborgarar alls 2.449 og aðfluttir 1.653, eða 796 brottfluttir umfram aðflutta. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð | ókeypis

Hjálmur bjargaði höfðinu

ÖRYGGISHJÁLMUR er talinn hafa forðað manni frá lífshættulegum áverka þegar skófla ámoksturstækis slóst í höfuð hans þar sem hann var við jarðvegsvinnu vegna stækkunar álversins í Straumsvík síðastliðið miðvikudagskvöld. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Hringsjá tekin í notkun

HÚS Starfsþjálfunar fatlaðra og Tölvumiðstöðvar fatlaðra, Hátúni 10 d hefur hlotið heitið Hringsjá. Við opnunina færði Steinn Guðmundsson, fyrir hönd Oddfellow-stúkunnar Skúla fógeta, Starfsþjálfuninni tvær tölvur,Kristján Ingvarsson, gaf bókhaldsforritið Vaskhuga og Bókaútgáfa Máls og menningar gaf 50 bókatitla í bókasafn hússins. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 297 orð | ókeypis

Hugsanlegt að opna fyrir fjárfestingar í áföngum

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði að ef sú ákvörðun yrði tekin að leyfa útlendingum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi myndi rökunum gegn aðild Íslands að Evópusambandinu fækka. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 176 orð | ókeypis

IFPL og Faroe Seafood sameinast

SAMKVÆMT hluthafasamkomulagi hafa eigendur fyrirtækjanna IFPL og Faroe Seafood komið sér saman um að sameina rekstur fyrirtækjanna í eitt. Bæði fyrirtækin reka fiskréttaverksmiðjur í Grimsby í Bretlandi, en IFPL keypti í sumar helming hlutafjár í Faroe Seafood. Sameining gengur í gildi fljótlega eftir áramót. Hlutdeild IFPL í sameinuðu fyrirtæki mun verða 75%. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð | ókeypis

Jafnt hjá Hannesi og Jóhanni

JAFNTEFLI varð í skák þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Hannesar Hlífars Stefánssonar í einvígi þeirra í gær um Íslandsmeistaratitilinn. Tefldar eru fjórar umferðir og er tveim nú lokið og er Hannes með 1 vinning og Jóhann Þriðja skákin verður tefld á morgun og hefst hún kl. 17. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð | ókeypis

Jólahangikjötið reykt

KJÖTIÐNAÐARMENN hafa í nógu að snúast þessa dagana við að gera klárt hráefnið sem notað verður í kræsingarnar sem landsmenn munu gæða sér á um jólin. Hangikjötið er sem fyrr einn vinsælasti maturinn um jólin og á aðventunni. Hjá Goða hefur verið nóg að gera undanfarið við reykinguna. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 39 orð | ókeypis

Jólahjólaball Sniglanna

BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins, Sniglar, halda árlegt Jólahjólaball á veitingahúsinu Tveir vinir og annar í fríi. Ágóða af Jólahjólaballinu hefur verið varið til styrktar bágstöddum börnum og mun stjórn sniglanna taka ákvörðun um hverjir hljóta styrkinn að þessu sinni. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 74 orð | ókeypis

Jólahnátur á sögustund í Eyjum

SYSTURNAR Sunna Ósk og Ingibjörg Guðmundsdætur voru í jólaskapi þegar þær fóru í hópi nærri 200 leikskólabarna á sögustund í bókasafni Vestmannaeyja á dögunum. Jólasveinarnir voru að sjálfsögðu mættir og brugðu á leik með börnunum í Eyjum. Sunna Ósk og Ingibjörg tóku dúkkurnar með á bókasafnið og í tilefni dagsins fóru þær allar í jólahnátubúningana sína. Meira
16. desember 1995 | Landsbyggðin | 73 orð | ókeypis

Jólasveinarnir mættu ekki

Vogum­Sunnudaginn 10. desember voru ljós tendruð á jólatré, sem sveitarfélagið hefur látið setja upp á Kirkjuholti. Fjöldi fólks var saman kominn við athöfnina í suðvestan roki. Undir stjórn kirkjukórsins voru sungin nokkur jólalög, en samkoman flosnaði fljótlega upp vegna þess að jólasveinar mættu ekki. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð | ókeypis

Jólasveinninn í vinnu

VERSLUNIN Hrímgull, Vitastíg 10, hefur fengið jólasveininn í vinnu til sín fram til 23. desemer. Jóli ætlar að vera á Laugaveginum og dreifa miðum með skemmtilegum spurningaleik um silki. Svarseðlum skal skilað fyrir Þorláksmessu. Vegleg vöruúttekt á silki er í boði. Meira
16. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 69 orð | ókeypis

Jólasöngvar í Akureyrarkirkju

JÓLASÖNGVAR Kórs Akureyrarkirkju verða annað kvöld, sunnudagskvöldið 17. desember í Akureyrarkirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskránni eru mótettur og aðventu og jólalög frá ýmsum tímum. Antonia Hevesi leikur með á orgel. Stjórnandi kórsins er Björn Steinar Sólbergsson. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð | ókeypis

Jólatrésala Flugbjörgunarsveitarinnar

ÁRLEG jólatrésala Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík hófst í gær, föstudag. Að þessu sinni verða útsölustaðirnir þrír, þ.e. í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg, á Kringlutorgi milli Kringlunnar og Borgarkringlunnar og við Byggingavöruverslunina í Nethyl. Boðið verður upp á Norðmannsþin og íslensk grenitré á sanngjörnu verði. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð | ókeypis

Jólin á Laugaveginum

JÓLADAGSKRÁ verður á Laugaveginum og í Bankastræti í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag sem hér segir: Á laugardeginum frá kl. 14­19 verða jólasveinar á langri vakt. Félagar úr Harmonikkufélaginu og jólasveinarnir halda uppi fjöri í og við útibú Landsbankas á Laugavegi og Bankastræti. Kl. 15­17 syngur barnakór Melaskóla jólalög. Frændkórinn syngur jólalög kl. 15-17. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð | ókeypis

Jól í Görðum

SÍÐUSTU daga hefur Garðhúsið á Akranesi, elsta steinsteypta hús landsins, verið prýtt jólaskrauti eins og tíðkaðist á fyrstu áratugum aldarinnar. Skólabörn hafa komið í heimsókn, kynnst jólahaldi á þessum tíma og hitt íslenska jólasveina. Sunnudaginn 17. desember, frá kl. 13. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 52 orð | ókeypis

Kínatíska

KÍNVERSKAR fyrirsætur spóka sig í klæðnaði sem framleiddur er fyrir kínverskan markað og sýndur var á alþjóðlegri vörusýningu í Peking í gær. Æ fleiri Kínverjar hafa efni á því að ganga í erlendum tískuklæðum og hyggja kínverskir framleiðendur sér nú gott til glóðarinnar og hafa aukið mjög framleiðslu á tískufatnaði. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 165 orð | ókeypis

Kwasniewski biðst afsökunar

ALEKSANDER Kwasniewski, sem tekur við embætti forseta Póllands í næstu viku, baðst í gær í fyrsta skipti opinberlega afsökunar á því að hafa villt um fyrir kjósendum með því að halda því fram að hann hefði meistaragráðu í hagfræði. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð | ókeypis

Kynning á bankaútibúi

ÚTIBÚ Landsbankanns við Laugaveg, Bankastræti og Austurstræti kynna þjónustu sína í dag, laugardag, kl. 13­16. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur jafnframt því sem komið verður upp föndurhorni fyrir yngri kynslóðina. Barnakór Grensáskirkju og kór Melaskóla heimsækja útibúin og syngja jólalög. Jólasveinar verða í útibúunum og Mókollur kemur í heimsókn. Meira
16. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 484 orð | ókeypis

Litlu munaði að eldtungurnar næðu að Bárufelli

"ÉG VAR heppin að vera ekki búin með jólahreingerninguna," sagði Alda Kristjánsdóttir í Bárufelli II, en ekki mátti miklu muna að eldur sem kom upp í sinu í fyrrakvöld næði að heimili hennar. Ungir drengir höfðu verið að fikta með eld við áramótabálköst sem verið er að safna í á Bárufellsklöppum og vildi ekki betur til en svo að eldur varð laus og breiddist hann hratt út. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð | ókeypis

Lækkun fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Framtalsnefndar Reykjavíkur að viðmiðunartölum vegna lækkunar á fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega árið 1996. Í tillögu Framtalsnefndar kemur fram að tölurnar byggjast á upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins en árið 1995 hækkuðu bótagreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega um allt að 3% miðað við árið 1994. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð | ókeypis

Lætur af formennsku í BHMR

PÁLL Halldórsson hyggst láta af formennsku í Bandalagi háskólamanna-BHMR á aðalfundi samtakanna í lok mars og verður þá kjörinn nýr formaður. "Það er ósköp einföld ástæða fyrir því," sagði Páll í gær. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 805 orð | ókeypis

Meiri hagvöxtur og aukin þjóðarútgjöld

Þjóðhagshorfur hafa breyst umtalsvert frá því er þjóðhagsáætlun var lögð fram í haust, m.a. vegna framkvæmda við stækkun álvers og uppbóta á kjarasamninga. Þetta leiðir að mati Þjóðhagsstofnunar til þess, að horfur eru á 3,2% hagvexti á næsta ári og spáð er aukinni verðbólgu eða 2,7%. Meira
16. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 141 orð | ókeypis

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11.00, jólatré. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 17.00. Sr. Birgir Snæbjörnsson prófastur setur sr. Svavar Alferð Jónsson inn í embætti aðstoðarprests í Akureyrarprestakalli, Ath. tímann. Jólasöngvar Kórs Akureyrarkirkju kl. 20.00, Syngjum jólin inn. GLERÁRKRIKJA: Barnasamkoma verður kl. 11.00, síðasta samveran fyrir jól. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 319 orð | ókeypis

"Móttökurnar voru óblíðar"

ANNAR frönsku flugmannanna sem Bosníu-Serbar skutu niður nærri Pale í Bosníu í ágúst sl., segir að Serbar hafi farið ómjúkum höndum um þá. Báðir flugmennirnir fótbrotnuðu er þeir lentu eftir að hafa skotið sér út úr flugvél sinni, og biðu örlaga sinna á jörðu niðri, ófærir um að hreyfa sig. Lágu flugmennirnir með hendur á höfði er bóndi vopnaður veiðibyssu tók þá höndum. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 404 orð | ókeypis

Myndlistamarkaðurinn sagður að glæðast

MÁLVERK eftir Júlíönu Sveinsdóttur var slegið á 850 þúsund krónur á listmunauppboði Gallerís Borgar á fimmtudag, en með 20% uppboðsgjaldi þarf kaupandinn að greiða 1.020.000 krónur fyrir verkið. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 281 orð | ókeypis

Ný fylking í dýraríkinu

NÝJAR dýrategundir finnast öðru hverju en ný fylking í dýraríkinu hefur aðeins fundist þrisvar á þessari öld. Þriðji fundurinn var gerður nýlega af dönskum fræðimönnum, sem hafa birt uppgötvun sína í tímaritinu Nature. Um er að ræða dýr, sem er minna en einn millimetri á stærð og hefur því verið gefið nafnið hringberi eða Cycliophora á latínu. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 348 orð | ókeypis

"Nýjar hugmyndir" Peres ræddar

WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, í Damaskus í gær til að freista þess að fá Sýrlendinga og Ísraela aftur að samningaborði. Christopher sagði þetta rétta tímann til að blása lífi í samningaumleitanirnar og "gera sér mat úr viðhorfsbreytingunum" sem hann kvað hafa orðið í stjórn Ísraels eftir að Shimon Peres varð forsætisráðherra. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð | ókeypis

Opið fram á kvöld í Kringlunni

AFGREIÐSLUTÍMI Kringlunnar hefur verið lengdur fyrir jólin og verða verslanir í Kringlunni opnar í dag, laugardag, frá kl. 10 til 22 og á morgun, sunnudag, frá kl. 12 til 18. Alla næstu viku verða verslanir og veitingastaðir í Kringlunni opin til kl. 22. Það verður mikið um að vera í Kringlunni um helgina. Í dag, laugardag, kl. 13 og 14 skemmtir B2 börnunum fyrir framan Hagkaup á 2. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 162 orð | ókeypis

Ófrumlegt en lítt umdeilt

EVRÓ þykir ekki frumlegt nafn á nýju Evrópumyntina. Það er hins vegar það nafn, sem öll Evrópusambandsríkin geta sætt sig við. Stærsti kostur nafnsins er líklega sá að það hljómar mjög svipað á öllum þjóðtungum Evrópusambandsins. Meira
16. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 347 orð | ókeypis

Óhróður sem ekki er hægt að láta ósvarað

ÁRNI Bjarnason, stýrimaður á Akureyrinni EA, hefur sent Morgunblaðinu yfirlýsingu þar sem hann mótmælir ummælum Óla G. Jóhannssonar í Akureyrarblaðinu í vikunni. Þar ræðir Óli um umgengni íslenskra sjómanna í Smugunni og segir m.a. að þar hafi fiski verið hent í sjóinn alveg miskunnarlaust. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 337 orð | ókeypis

Ráðherra vísar þvingun á bug

SIGHVATUR Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, vísar því á bug að hann hafi skipað stjórnendum Ríkisspítala að skrifa undir samning þann sem hann og fjármálaráðherra gerðu við stjórnendur Ríkisspítala hinn 6. desember 1994 án þess að þeim hafi verið kunnar forsendur samningsins eða hafi tekið þátt í samningsgerðinni. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 248 orð | ókeypis

Rússar ná Gudermes RÚSSNESKT herlið tók að ný

RÚSSNESKT herlið tók að nýju bæinn Gudermes í Tsjetsjníju í gær, en skæruliðar náðu henni á sitt vald fyrr í vikunni. Itar-Tass hafði þetta eftir Anatólíj Kúlíkov, innanríkisráðherra Rússlands, í gær. Beittu Rússar fallbyssuþyrlum, sprengjur og herlið á jörðu niðri gegn skæruliðum. Að minnsta kosti 22 hermenn hefðu fallið en 38 væri saknað. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð | ókeypis

Röskun á flugi Flugleiða

VEGNA verkfalls flugumferðarstjóra í Lúxemborg í gær þurfti vél Flugleiða að lenda í Saarbrücken í Þýskalandi og að sögn Einars Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, var ekið með farþegana til Lúxemborgar. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð | ókeypis

Safnleikur Sambíóanna

SAMBÍÓIN bjóða gestum til sérstaks safnleiks í tilefni jólanna. Í verðlaun eru fyrstu átta myndirnar um James Bond í nýrri safnútgáfu á myndböndum. Leikurinn gengur þannig til að þeir sem fara á bíósýningar í Sambíóunum, Álfabakka, eiga kost á að svara nokkrum laufléttum spurningum um James Bond. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð | ókeypis

Senda má 3 kg af kjöti

HEIMILT er að senda allt að þremur kílóum af kjöti í pósti til Svíþjóðar eftir að þar í landi var slakað á reglum sem kváðu á um að ekki mætti senda nema eitt kíló að hámarki í hverri sendingu. Meira
16. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 41 orð | ókeypis

Síðasta sýningarhelgi

NÚ um helgina lýkur sýningu Lárusar Hinrikssonar í Deiglunni, en hún var framlengd fram yfir helgi vegna góðrar aðsóknar. Á sýningunni eru 24 olíumálverk, myndir málaðar eftir ljóum sem komu nýlega út í bók hans, Bergmál tímans, brotið gler. Meira
16. desember 1995 | Landsbyggðin | 193 orð | ókeypis

SKaupfélag Húnvetninga 100 ára Hátíðarhöld í tilefni dagsins

Blönduósi-Kaupfélag Húnvetninga (KH) er eitt hundrað ára í dag og heldur upp á daginn undir kjörorðunum "Hundrað ár í Húnaþingi". Það var hinn 16. desember 1895 sem Jón Guðmundsson á Guðlaugsstöðum og Þorleifur Jónsson, alþingismaður á Syðri-Löngumýri, boðuðu til stofnfundar KH í Vertshúsinu á Blönduósi. Þorleifur Jónsson var kjörinn fyrsti formaður stjórnar. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 155 orð | ókeypis

Skert flugmálaáætlun væri stórslys

ÁRNI Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í umræðum um fjárlagafrumvarpið að það yrði stórslys ef fyrirhugaður niðurskurður á flugmálaáætlun næði fram að ganga. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu og frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum er gert ráð fyrir því að af tæplega 400 milljónum, sem markaðir tekjustofnar flugmálaáætlunar eru taldir skila, Meira
16. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 100 orð | ókeypis

Skinnaiðnaður greiðir jólabónus

FORSVARSMENN Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri hafa ákveðið að greiðastarfsfólki sínu sérstakan jólabónus til viðbótar við umsamda desemberuppbót og er það gert í ljósi góðrar afkomu fyrirtækisins á árinu. Launaauki var einnig greiddur starfsfólki fyrir síðustu jól. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1464 orð | ókeypis

Skurðaðgerðum fækkað og dregið úr þjónustu

JÓNAS Magnússon, yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, segir að áætlanir um rekstur deildarinnar á þessu ári geri ráð fyrir að gerðar verði um 600 færri skurðaðgerðir á næsta ári en í ár. Þetta muni leiða til þess að biðlistar lengist, en í dag bíða 1. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 2530 orð | ókeypis

Skylt að bera vitni fyrir dómi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað í gær upp úrskurð, sem hér birtist í heild, um þá kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins að Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, verði gert að svara spurningum um á hvaða heimildum hún hafi byggt greinar sem birtust í Morgunblaðinu í mars 1995 og voru söguleg úttekt á uppgjöri viðskipta Sambands íslenskra samvinnufélaga og Landsbanka Íslands. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 420 orð | ókeypis

Spurning hvort þau eru sæluhús eða gistiskálar

ÁGREININGUR er milli Ferðafélags Íslands og Rangárvallahrepps um hvort félaginu beri að greiða fasteignagjöld af húsum sínum við Álftavatn og Hrafntinnusker. Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga eru sæluhús undanþegin fasteignaskatti, en hreppsnefnd og yfirfasteignamatsnefnd telja að ekki sé um að ræða sæluhús heldur gistiskála og ná undanþágur laganna ekki til þeirra. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð | ókeypis

Statoil fellur frá kröfum og greiðir kostnað

TOGARINN Sambro, sem kyrrsettur var í Vestmannaeyjum sl. sumar, getur væntanlega haldið frá landi innan skamms. Togarinn hefur legið við bryggju í Eyjum í nær 160 daga, eða síðan færeyskt dótturfyrirtæki norska ríkisolíufyrirtækisins Statoil krafðist kyrrsetningar hans. Að sögn Jóns Haukssonar, lögmanns útgerðar Sambro, hefur Statoil nú fallið frá kyrrsetningarkröfu sinni. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 228 orð | ókeypis

Stefnt að fríverzlunarsvæði

LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópusambandsins undirrituðu á fundi sínum í Madríd í gær viðskiptasamning við Mercosur, tollabandalag fjögurra Suður-Ameríkuríkja. Samningurinn markar tímamót í samskiptum bandalaganna og er með honum stefnt að sameiginlegu fríverzlunarsvæði. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 304 orð | ókeypis

Stjórnandinn býðst til að taka við

ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja niður Bingólottó-þættina, sem verið hafa á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöldum. Í kvöld verður sýndur síðasti þátturinn í þeirri þáttaröð, sem verið er að sýna, að sögn Sigurðar Ágústs Sigurðssonar, forstjóra Happdrættis DAS, en þættirnir eru á vegum happdrættisins. Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 397 orð | ókeypis

Stríðsástandi ekki aflýst í Sarajevo

RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba lýsti því yfir í gærmorgun að stríðsástand ríkti ekki lengur í Bosníu, að Sarajevo undanskilinni. Áður höfðu leiðtogar Serba keppst við að fullvissa Bosníu-Serba um að öryggis þeirra verði gætt í hvívetna í borginni. Meira
16. desember 1995 | Landsbyggðin | 395 orð | ókeypis

Stærstu búin skila mestum arði

AFKOMA búa sem komu til uppgjörs hjá Hagþjónustu landbúnaðarins reyndist að meðaltali vera 3,14% lakari í fyrra samanborið við árið þar á undan. Stofnuninni bárust 514 búreikningar frá öllum búnaðarsamböndunum og voru 458 reikningar notaðar í uppgjörinu, sem jafngildir rúmlega tíunda hluta lögbýla á Íslandi. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð | ókeypis

SÚFISTINN

SÚFISTINN mun gangast fyrir kaffibrennslu og kaffikynningu á morgun, laugardag milli kl. 14­16, í húsakynnum sínum á Strandgötu 9, Hafnarfirði. Kl. 15 mun kaffibrennslumeistari og eigandi Súfistans sýna brennsluofn fyrirtækisins og brenna hrákaffi fyrir viðstadda. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 208 orð | ókeypis

Taldi 18 fuglateg-undir í garðinum

FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands gekkst fyrir garðfuglakönnun síðastliðinn vetur og sáust alls 36 fuglategundir í könnuninni sem 23 félagsmenn tóku þátt í. Flestar tegundirnar sáust hjá athuganda í Reykjavík, alls 18. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 471 orð | ókeypis

Tillögur Rússa gætu einangrað Norðmenn

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í gær að þáttaskil hefðu orðið í viðræðum um norsk- íslenska síldarstofninn í Færeyjum, en þeim lauk í gær án niðurstöðu. Hann kvað Rússa hafa lagt fram tillögur, sem einangruðu Norðmenn í viðræðunum, og hafði hörð orð um afdráttarleysi Norðmanna í síldarmálinu. Meira
16. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 65 orð | ókeypis

Trausti Ólafsson ráðinn

TRAUSTI Ólafsson leiklistarfræðingur hefur verið ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hann er fæddur árið 1949 og lauk á þessu ári námi í leiklistarfræðum frá Oslóarháskóla. Hann er einnig lærður kennari og hefur B.A.próf í norsku frá Háskóal Íslands. Hann var á árunum 1985- 1989 skólasstjóri Hvammshlíðarskóla á Akureyri. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 232 orð | ókeypis

Trygginga gjald hækkað um 0,5%

ALÞINGI samþykkti nokkur ný lög á fundi í gærkvöldi, þar á meðal breytingu á lögum um tryggingagjald á laun, sem felur í sér 0,5% hækkun á gjaldinu. Samkvæmt lögunum verður gjaldið eftir breytinguna samsett úr tveimur gjöldum, almennu tryggingagjaldi og atvinnutryggingagjaldi. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 470 orð | ókeypis

Úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar

JÓN Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður sem ritstjórn Morgunblaðsins hefur ráðið til þess að gæta hagsmuna sinna, hefur fyrir hönd Agnesar Bragadóttur, blaðamanns Morgunblaðsins, kært til Hæstaréttar úrskurð sem Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp í gær um að Agnesi sé skylt að koma fyrir dóm sem vitni til að svara spurningum Rannsóknarlögreglu ríkisins um hvaða gögn hún hafi haft undir höndum Meira
16. desember 1995 | Erlendar fréttir | 236 orð | ókeypis

Vesturlöndum kennt um öll vandamálin

RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj lauk kosningabaráttu sinni í gær með skammaræðu yfir Vesturlöndum þar sem hann kenndi þeim um öll vandamál Rússlands. "Meðan þið voruð að japla tyggigúmmí og éta Snickers vorum við að leggja undir okkur geiminn," sagði Zhírínovskíj í 45 mínútna einræðu á blaðamannafundi í Moskvu. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 874 orð | ókeypis

Þorskurinn leikur oft á fiskimanninn

FRÉTTIR hafa borist um mikla þorskgengd fyrir Vestfjörðum og að togarar séu að fá upp í tvö tonn á mínútu í trollið. Vandamálið er hinsvegar að þorskkvótinn er lítill. Fiskifræðingar hafa sagt að fréttirnar af þorskinum væru góðar og að miðin væru ef til vill á réttri leið. Meira
16. desember 1995 | Miðopna | 1105 orð | ókeypis

Öllum brögðum beitt í landi óánægjunnar

BARÁTTAN um atkvæðin í Rússlandi tekur á sig einkennilegar myndir. Þótt engum komi á óvart að stjórnmálamenn í kosningahug freistist til að segja það við fólk sem það vill heyra, þá reyna menn nú yfirleitt að láta í það minnsta líta svo út, að málflutningur þeirra sé ekki allur í þversögnum. En um slíkt skeyta rússneskir stjórnmálamenn ekkert frekar. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 991 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Jólasöngur í Neskirkju AÐVENTUDAGSKRÁ í tali og tónum verður í Neskirkju á morgun, þriðja sunnudag í aðventu, og byrjar kl. 17. Dagskráin nefnist jólasöngvar og hefst með því að Egill Skúli Ingibergsson sóknarnefndarmaður í Nessókn býður kirkjugesti velkomna. Barnakór Víðistaðakirkju kemur í heimsókn og sýnir helgileik undir stjórn Guðrúnar Ásbjörnsdóttur. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson Selurinn Kobbi SELURINN Kobbi lét ekkiathygli barnanna í Húsdýragarðinum á sig fá og héltáfram að fylgjast með leikjumþriggja félaga sinna þegarljósmyndara bar að garði fyrir skömmu. Meira
16. desember 1995 | Innlendar fréttir | 23 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

Það er alveg rétt, Benni minn, það er engin ástæða til að gelta. Það er bara búið að naga annan endann á beininu... Meira

Ritstjórnargreinar

16. desember 1995 | Leiðarar | 867 orð | ókeypis

RÉTTUR BLAÐAMANNA­RÉTTUR FÓLKSINS

Leiðari RÉTTUR BLAÐAMANNA­RÉTTUR FÓLKSINS ÍÐASTLIÐINN vetur birtist hér í Morgunblaðinu greinaflokkur eftir einn af blaðamönnum blaðsins, þar sem fjallað var um endalok Sambands ísl. Meira
16. desember 1995 | Staksteinar | 291 orð | ókeypis

»Sameinað, eyfirzkt sveitarfélag? VESTFIRÐINGAR hafa stigið skref til samein

VESTFIRÐINGAR hafa stigið skref til sameiningar sveitarfélaga. Skoðanakönnun meðal sveitarstjórnarmanna á Eyjafjarðarsvæðinu, sem nýlega var kynnt í Héraðsnefnd Eyjafjarðar, leiðir í ljós að afgerandi meirihluti telur æskilegt að huga að sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð ­ í eitt stórt sveitarfélag. Skagfirðingar virðast og í startholunum. Jákvæð niðurstaða Meira

Menning

16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 415 orð | ókeypis

Besta og helsta útgáfan

Gleðifólkið, breiðskífa Kristjáns Kristjánssonar, KK. Lög og textar eftir Kristján, utan tveir textar sem hann semur með öðrum, og einn texti sem er eftir Hafþór Ólafsson. Kristján syngur og leikur á gítara, en með honum leika Eyþór Gunnarsson píanó- og hljómborðsleikari, sem einnig stýrði upptökum, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Tómas M. Tómasson og Þorleifur Guðjónsson bassaleikarar. Meira
16. desember 1995 | Fjölmiðlar | 431 orð | ókeypis

Breytt vinnubrögð vegna gagnvirkrar fjölmiðlunar

VERALDARVANIR fulltrúar rótgróinna auglýsingafyrirtækja á Madison Avenue í New York verða oft svolítið þreytulegir svipinn þegar þeir eru spurðir um viðbrögð við nýrri fjölmiðlun. Þeim finnst sumum að þeir hafi alltaf verið að takast á við nýja fjölmiðlun og helsta viðfangsefnið, að ná til neytandans, hljóti að vera óbreytt. En nýjasta tæknin krefst nýrra vinnubragða. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 240 orð | ókeypis

Einfaldar formúlur og spaugilegt bull

Eilíft betl, geisladiskur hljómsveitarinnar Betls sem skipuð er Rögnvaldi Rögnvaldssyni, Halldóri Bragasyni og Hreini Laufdal. Lög og textar eftir þá félaga. Ekki kemur fram hver gefur út, né hver dreifir. 53,33 mín., 1.999 kr. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 194 orð | ókeypis

FBI birti skjöl um Lennon

BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, hefur verið dæmd til að gera opinber skjöl varðandi rannsókn sína á John Lennon árin 1971-1972. Dómarinn Robert Tagasuki sagði í dómi á fimmtudaginn að alríkislögreglan yrði að afhenda Frelsissambandi Bandaríkjanna (American Civil Liberties Union) skjöl sem sýndu ástæður fyrir rannsókninni á Lennon. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 51 orð | ókeypis

Goodman hættur

LEIKARINN John Goodman er hættur að leika í sjónvarpsþáttunum "Roseanne". Hann sendi framleiðendum þáttanna bréf þess efnis að hann vildi ekki mæta til leiks er vinna við næstu þáttaröð hæfist. Goodman leikur eiginmann Roseanne, Dan Connor, í þáttunum. JOHN Goodman virðist vera orðinn leiður á að leika í "Roseanne"-þáttunum. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 110 orð | ókeypis

Hattur og stafur á hálfa fimmtu milljón

HATTUR og stafur Charlie Chaplins seldust á fjórar og hálfa milljón króna á uppboði í London. Á uppboðinu, sem uppboðsfyrirtækið Christies hélt á fimmtudaginn, seldust margir frægir munir kvikmyndasögunnar. Má þar nefna slopp þann er Peter O'Toole klæddist í myndinni "Lawrence of Arabia", sem seldist á 1,2 milljónir króna. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 330 orð | ókeypis

Hissa á hamaganginum

SÆLGÆTISGERÐIN hefur haft í nógu að snúast síðan fyrsta breiðskífa hennar, Acid jazz & funk, kom út fyrir skemmstu. Bæði er að skífan selst afskaplega vel og svo hitt að hljómsveitin hefur haft yfrið nóg að gera við ballspilirí og tónleikahald. Meira
16. desember 1995 | Bókmenntir | 156 orð | ókeypis

Hrímfaxi - nöfn og litir íslenzka hestsins

ÚT ER komin bókin hrímfaxi, en hún fjallar um hestanöfn frá fyrri tíð til vorra daga og liti íslenzka hestsins. Bókin er rituð af Hermanni Pálssyni, fræðimanni í Edinborg, en texti bókarinnar er á íslenzku, ensku og þýzku. Kápumynd er málverk Baltasars, Hrímfaxi og Skinfaxi. Meira
16. desember 1995 | Fjölmiðlar | 232 orð | ókeypis

Hvalur á flugi í Iceland Review

ÞAÐ ER ekki á hverjum degi að það tekst að festa stökkvandi hnúfubak á filmu en það gerði nú Páll Stefánsson, ljósmyndari Iceland Review, síðsumars í hvalaskoðunarferð á Skjálfanda, í báti frá Húsavík. Fróður maður taldi að hvalurinn gæti verið allt að 30 tonn að þyngd og þá upp undir 17 m langur. Í samvinnu við Hótel Húsavík var prentuð veggmynd og send samanbrotin með 4. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 214 orð | ókeypis

Hver er Jón Leifsson?

MEÐAL hljómsveita sem senda frá sér plötu fyrir þessi jól er Tríó Jóns Leifssonar sem lætur í sér heyra eftir tíu ára starf. Útgáfan er gefin út af fullkomnu ábyrgðarleysi að sögn liðsmanna. Í Tríói Jóns Leifssonar eru fimm liðsmenn, og einn þeirra, Bergur Geirsson, segir að fyrst Kartöflumýsnar hafi ákveðið að gefa út plötu hafi þeir ákveðið að gera slíkt hið sama. Meira
16. desember 1995 | Fjölmiðlar | 848 orð | ókeypis

Hvernig selja ber Mozart

VIÐ fyrstu sýn virðist óralangt á milli þess sem oft er kallað yfirborðsmennska auglýsingaheimsins og sígildrar tónlistar, segir í grein breska tímaritsins The Economist nýlega. John Spearman, sem áður gerði garðinn frægan hjá Collet Dickinson Pearce, auglýsingastofu í London, Meira
16. desember 1995 | Bókmenntir | 68 orð | ókeypis

LISTAKONAN Gerður Berndsen

LISTAKONAN Gerður Berndsen hefur samið og myndskreytt barnabók sem nefnist Margt býr í sjónum - Ævintýri á hafsbotni. Sagan er þannig byggð upp að lítil stúlka að nafni Freyja dettur í sjóinn einhvers staðar við Reykjanes og upplifir hin undarlegustu atvik, meðan foreldrar hennar eru að reyna að bjarga henni. Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 61 orð | ókeypis

Ljóð og tónlist

SKÁLDKONAN Elísabet Jökulsdóttir las ljóð og Þossi þeytti skífur við opnun verslunarinnar Spútniks í bílastæðahúsinu, Hverfisgötu, fyrir skömmu. Fjölmenni mikið mætti til hófsins og naut samblands ljóða og tónlistar. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 73 orð | ókeypis

Mannréttindahátíð

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 10. desember stóðu Samtökin '78 fyrir mannréttindahátíð í Íslensku óperunni. Fjöldi listamanna kom fram og má þar nefna Lögreglukór Reykjavíkur, Kolrössu krókríðandi, Pál Óskar Hjálmtýsson, Borgardætur, Bubba Morthens, Caput-hópinn, Elísabetu Jökulsdóttur, Vigdísi Grímsdóttur, Emilíönu Torrini, Braga Ólafsson og Tolla. Fjölmargir gestir nutu skemmtunarinnar. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 348 orð | ókeypis

Með nikku í fangi

Guðjón Matthíasson á langan feril að baki sem lagasmiður og harmoníkuleikari. Nýlega kom út geislaplatan Kveðja til átthaganna, með 19 bestu lögum hans. "ÉG ER mjög ánægður þegar ég hlusta á plötuna og lít yfir farinn veg," segir Guðjón, sem byrjaði að semja lög á sjötta áratugnum. "Aðspurður um uppáhaldslagiðið segir hann að þau séu mörg. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 135 orð | ókeypis

Norsk poppdrottning sækir Ísland heim

Norsk poppdrottning sækir Ísland heim NORSKA poppdrottningin La Verdi er mætt hingað til lands ásamt hljómsveitinni Grandpas Groove Dept. Þau halda tónleika á Hótel Íslandi í kvöld, eftir sýningu Björgvins Halldórssonar, Þó líði ár og öld. Meira
16. desember 1995 | Bókmenntir | 78 orð | ókeypis

Nýjar bækur FJÖLVAÚTGÁFAN heldur áfram mynds

FJÖLVAÚTGÁFAN heldur áfram myndskreyttri útgáfu á ævintýrum hins dáða barnabókahöfundar Sigurbjörns Sveinssonar. Nú er komið út ævintýrið Silfurskeiðin. Áður hefur Fjölvi gefið út Glókoll (ævintýrið með margföldunartöflunni) og Dverginn í Sykurhúsinu. Meira
16. desember 1995 | Menningarlíf | 91 orð | ókeypis

Pallíettur og píanó á Sólon

SÖNGHÓPURINN Pallíettur og píanó heldur tónleika á efri hæð veitingahússins Sólons Íslandus sunnudaginn 17. desember kl. 20. Pallíetturnar þrjár eru Anna Hinriksdóttir, Elísabet Vala Guðmundsdóttir og Kristín Erna Blöndal, við píanóið situr Brynhildur Ásgeirsdottir. Meira
16. desember 1995 | Fjölmiðlar | 193 orð | ókeypis

Pappírs- kostnaður rýrir hag Daily Mail

BREZKA blaðaútgáfan Daily Mail & General Trust plc hefur skýrt frá því að hagnaður fyrir skatta hafi rýrnað um 27%, þar sem verð á dagblaðapappír hafi hækkað. Hagnaður fyrir skatta á tólf mánuðum til 1. október 1995 rýrnaði í 66.8 milljónir punda úr 92.1 milljón punda á næstu tólf mánuðum á undan. Kostnaður vegna kaupa á dagblaðapappír jókst um tæplega 20 milljónir punda. Meira
16. desember 1995 | Fjölmiðlar | 282 orð | ókeypis

Risi fæðist

KANADÍSKA útvarpsfyrirtækið CanWest Global Communications hefur boðið 636 milljónir Kanadadollara í WIC Western International Communications og ef fyrirtækin sameinast verða þau stærsta sjónvarpsnet einkaaðila í Kanada. Meira
16. desember 1995 | Menningarlíf | 48 orð | ókeypis

Rithöfundar í Hádegisleikhúsinu

Í DAG lesa fjórir rithöfundar úr verkum sínum. Þau eru Friðrik Erlingsson, Steinun Sigurðardóttir, Súsanna Svavarsdóttir og Kristín Ómarsdóttir. Létt jólatónlist verður framreidd af Óskari Einarssyni á milli lestra. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 219 orð | ókeypis

Sígild tónlist og hópsöngur í Basel

Sígild tónlist og hópsöngur í Basel SYRPA vinsælla íslenskra laga í útsetningu Elíasar Davíðssonar fyrir saxafónkvartett var frumflutt á fullveldisfagnaði Íslandsfélagsins í Sviss í byrjun mánaðarins. Meira
16. desember 1995 | Fjölmiðlar | 152 orð | ókeypis

Sprangað um vefinn

MARGAR útvarpsstöðvar eru með heimasíður á veraldarvefnum. Þar er einnig að finna stöðvar sem stunda útvarpssendingar um vefinn. Til að taka við þeim þarf tölvan að vera útbúin til að flytja hljóð. Meira
16. desember 1995 | Fjölmiðlar | 202 orð | ókeypis

Sunnlenska fréttablaðið í nýtt húsnæði

SUNNLENSKA fréttablaðið flutti á þessu hausti í nýtt leiguhúsnæði á efri hæð stórhýsis KÁ á Austurvegi 1 á Selfossi. Starfsemi blaðsins hefur vaxið ár frá ári og nú eru þar fimm störf auk blaðburðarstarfa. Staða blaðsins er góð, sérstaklega hin huglæga staða þess meðal Sunnlendinga, maður finnur að blaðið er orðið ómissandi hjá fólki. Meira
16. desember 1995 | Menningarlíf | 101 orð | ókeypis

Sýningu Ásgerðar að ljúka

ÞAð líður að lokum sýningar Ásgerðar Búadóttur í Ingólfsstræti 8. Ásgerður er löngu landskunn fyrir vefnað sinn og er þessi sýning sem er hennar 11. einkasýning sérstaklega unnin fyrir Ingólfsstræti 8. Í kynningu segir: "Sýningin hefur hvarvetna verið lofuð. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 166 orð | ókeypis

Tískusýning á Selfossi

Tískusýning á Selfossi UMFANGSMIKIL tískusýning fór nýlega fram á Hótel Selfossi, þar sem sýndur var fatnaður sem í boði er í verslunum á Selfossi fyrir jólin. Sýningin var skipulögð af heilsuræktarstöðinni Styrk á Selfossi, sem fékk í lið með sér fólk á öllum aldri sem æfir reglulega í stöðinni, samtals 90 manns. Meira
16. desember 1995 | Menningarlíf | 50 orð | ókeypis

Tónleikar í Norræna húsinu

JÓLATÓNLEIKAR almennrar deildar Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar verða í Norræna húsinu í dag, laugardag, og hefjast kl. 16. Á tónleikunum koma fram nemendur í einleik og samleik og flytja fjölbreytta efnisskrá þ.ám. verk eftir Bach, Mozart, Tartini, Haydn, Vivaldi og Tsjaíkovskíj. Allir eru velkomnir á tónleikana. Meira
16. desember 1995 | Menningarlíf | 71 orð | ókeypis

Tónleikar skólalúðrasveita

SKÓLALÚÐRASVEITIR í Reykjavík halda jólatónleika í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar sunnudaginn 17. desember kl. 14.30. Þetta er í fjórða skipti á árinu sem lúðrasveitirnar halda sameiginlega tónleika, en tilefnið er 40 ára afmæli skólalúðrasveita Reykjavíkur. Meira
16. desember 1995 | Menningarlíf | 30 orð | ókeypis

Upplestur í Gerðarsafni

UPPLESTUR verður í Gerðarsafni, Kópavogi, í dag, laugardag, kl. 15. Ljóðskáldin Ágústína Jónsdóttir, Birgir Svan, Einar Ólafsson, Hrafn Harðarson og Þórður Helgason lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 310 orð | ókeypis

Þetta er fínt og það batnar

DÚETTINN Súkkat sendi frá sér eftirminnilega plötu fyrir tveimur árum þar sem þeir félagar Gunnar Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson léku sér með ýmis minni og stef. Fyrir skemmstu kom svo út önnur plata þeirra félaga, sem heitir því sérkennilega nafni Fjap. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 59 orð | ókeypis

Þökkuð vel unnin störf

RÆÐISMAÐUR Þýskalands á Suðurlandi, Magnús Sigurðsson læknir, lét nýverið af störfum. Á meðfylgjandi mynd sjást f.v. Kristjana Karlsdóttir, eiginkona Magnúsar, Magnús Sigurðsson, Dr. Alexander Olbrich, starfandi sendiherra Þýskalands á íslandi og kona hans Rebekka Magnúsdóttir. Meira
16. desember 1995 | Fólk í fréttum | 149 orð | ókeypis

Ævintýramyndin Indíáninn í skápnum í Stjörnubíói

HAFNAR eru sýningar í Stjörnubíói á ævintýramyndinni Indíáninn í skápnum (Indian in the Cupboard). Þetta er heillandi og ævintýrarík fjölskyldumynd sem kemur úr smiðju leikstjórans Franks Oz. Myndin greinir frá sögupersónunni Omri, sem á níu ára afmæli þegar myndin hefst. Hann fær ýmsar afmælisgjafir, svo sem hjólabretti, öryggishjálm og annað dæmigert drengjadót. Meira
16. desember 1995 | Bókmenntir | 772 orð | ókeypis

Ævintýri líkast

eftir Gustave Flaubert. Pétur Gunnarsson þýddi. Bjartur, Reykjavík 1995. 266 bls. Verð: 2.980 kr. FRÚ BOVARY eftir franska rithöfundinn Gustave Flaubert (1821-1880) hefur verið eitt umtalaðasta bókmenntaverk síðari alda frá því það kom fyrst út árið 1857. Meira
16. desember 1995 | Bókmenntir | 119 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

KOMIN er út unglingabókin Vetrarvík eftirMats Wahl. Þessi spennusaga fjallar um John-John sem er að byrja leiklistarnám þegar hann verður ástfanginn. Óvæntir atburðir verða til þess að hann lendir upp á kant við bestu vini sína og kærustu svo öll sund virðast lokuð. En bjartari tímar virðast framundan í lokin. Meira

Umræðan

16. desember 1995 | Aðsent efni | 1243 orð | ókeypis

Aðstæður geðsjúkra frá sjónarhóli félagsráðgjafa á geðdeild

TILEFNI þessarar greinar er einkum að vekja fólk til umhugsunar um málefni geðsjúkra og skýra frá aðstæðum þeirra frá sjónarhóli félagsráðgjafa. Í því samfélagi sem við búum er gert ráð fyrir því að einstaklingarnir séu sterkir og allt sé slétt og fellt. Það þykir ekki við hæfi að sýna tilfinningar og bera vandamál sín á torg. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 740 orð | ókeypis

Blekking nútímamannsins

ÞEGAR byggt er nýtt á gömlum grunni vill oft gleymast að öll okkar mennning og öll okkar hugsun er grundvölluð á ævafornum grunni. Ræturnar liggja hjá Grikkjum, Rómverjum og gyðingum. Grundöllurinn er trúarheimspeki þessara þjóða. Þær reyndu að setja skikk á tilveruna og alheiminn. Þeir þóttust finna að almættið hefði í árdaga skapað reglu á hlutina, sbr. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 895 orð | ókeypis

Er kvótinn búinn?

Þversögnin Í DAG er lausnarorðið "aukin framleiðni". Fyrirtæki er ná þeim árangri, t.d. í iðnaði, fá góðan orðstír fyrir. Á undanförnum árum hefur "framleiðnin" ekki síður aukist í heilbrigðisþjónustunni. Þrátt fyrir fækkun starfsfólks hefur aðgerðum fjölgað mikið og meðallegutími styst verulega. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 931 orð | ókeypis

Fjárlagafrumvarpið og lífeyristryggingar

NÚ nýlega var birt yfirlýsing frá ríkisstjórninni um að bætur almannatrygginga skuli hækka frá 1. janúar 1996 um 450 milljónir króna. Þetta þýðir um 2,3% hækkun til allra bótaþega á árinu 1996 miðað við rúmlega 17 milljarða framlag til lífeyristrygginga á fjárlögum 1996. Engin nánari skýring fylgdi, en sennilega er þetta hluti 3,5 prósentanna, sem lofað var áður. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 731 orð | ókeypis

Forsætisráðherra á villigötum

Í MORGUNBLAÐINU í dag, fimmtudaginn 14. desember, rýfur Davíð Oddsson forsætisráðherra áratugalanga þögn sína um réttindamál kvenna með nokkuð sérstæðum hætti. Hann segist andvígur jákvæðri mismunun kvenna vegna þess að ef slíkt fyrirkomulag væri tekið upp yrðu konur taldar hafa fengið tiltekin störf óverðskuldað. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 398 orð | ókeypis

Friðarhátíð

SUNNUDAGINN 17. desember gengst Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR) fyrir friðarhátíð í og við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Markmiðið með hátíðinni er að gefa unglingum og ungu fólki kost á að hittast, taka höndum saman og gleðjast í kirkjunni síðasta sunnudag fyrir jól. Friðarboðskapur jólanna er fáum eins mikið hjartans mál og unglingum og ungu fólki. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | -1 orð | ókeypis

Fæðingarorlof endurskoðað

ÞAÐ ER fagnaðarefni að ráðherra heilbrigðismála skuli hafa skipað nefnd til að endurskoða löngu úrelt ákvæði um fæðingarorlof. Karlanefnd Jafnréttisráðs telur að brýna nauðsyn beri til að gjörbreyta lögum og reglum um þau mál. Nefndin telur þetta mikilvægt fyrir börnin, foreldra og jafnrétti kynjanna. Meira
16. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 157 orð | ókeypis

Gerið verðsamanburð

NÚ ÞEGAR jólainnkaupin fara í hönd borgar sig að bera sjálfur saman verð á milli verslana á þeim hlutum sem kaupa á fyrir jólin, en fara ekki blindandi eftir auglýsingum. Um síðustu helgi var borinn á heimili mitt myndalisti frá Leikfangaversluninni Leikbæ sem greinilega er ætlað að ná til barnanna með. Meira
16. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 962 orð | ókeypis

Góðhugi

Á STÓRRI eyju í Suðaustur-Asíu búa margar þjóðir sem tala um 200 tungumál. Í öllum heimi talin eru þau margfalt fleiri. Hvaða tungumál átti Guð þá að velja og nota þegar hann ákvað að tími væri kominn að taka upp samband við mennina? Hann hafði augljóslega löngu áður ákveðið að heimsækja þá ­ koma þangað sjálfur. Ég vel fáeina ritningarstaði sem sýna þetta: Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 1088 orð | ókeypis

Hefur mönnum tekist að túlka biblíuna rétt?

DAVÍÐ Þór Jónsson, radíusbróðir og væntalega verðandi prestur, og Snorri Óskarsson Betelstjóri funduðu saman á dögunum um boðskap Biblíunnar, og virðist eins og hinum unga "guðfræðinema" finnist þversagnir hinnar helgu bókar keyri um þverbak fram. Snorri segir aftur að Biblían sé mál málanna og til þess að fá hinn rétta og góða lífsfarveg þurfi ekki út fyrir hana að leita. Meira
16. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 635 orð | ókeypis

Hver á fiskinn í sjónum?

ÉG var að lesa nokkur orð í Alþýðublaði sem mér var sent, eftir Hrafn Jökulsson, þar er Hrafn að gagnrýna Davíð Oddsson og ummæli hans í ræðu sem hann hélt þann 17. júní síðastliðinn. Þar er hann, þ.e. Hrafn Jökulsson, að bera saman, líkja saman Davíð Oddssyni og Jóni Sigurðssyni fyrsta forseta Íslands, þar er varðar frjáls viðskipti þjóðlanda milli. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 1064 orð | ókeypis

Hvítlaukur: Er lyktin til bóta?

Hvítlaukur: Er lyktin til bóta? Hvítlauksafurðir lækka kólesteról, segir Rafn Líndal, sem hér fjallar um hvítlauk sem heilsubótarefni. FRÆGÐ sína á hvítlaukur að þakka lyktinni. Vinsældir hans eru að þakka lyktsterkum brennsteinssamböndum. Mest áberandi er allicin eða diallyl sulfinat. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 1398 orð | ókeypis

Ísafjarðarbréf

I. Árin 1876­9 gegndi langafi minn, séra Sigurður Gunnarsson (1848­1936), skólastjórastarfi við Barnaskóla Ísafjarðar. Gáfu Ísfirðingar honum forkunnarfagra borðklukku við starfslok, er hann hélt austur í Fljótsdal að taka við prestsembætti að Ási í Fellum. Sr. Sigurður gaf foreldrum mínum klukku þessa í brúðargjöf 1923. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 530 orð | ókeypis

Leyndardómur jólanna

NÚ NÁLGAST heilög jól og sem endranær er undirbúningurinn viðamikill og langur. Þjónustuaðilar búa sig undir að verða við óskum neytenda og auglýsingaiðnaðurinn kemur þessu öllu á framfæri og gyllir boðin. Englar eru áberandi í auglýsingum enda eru þeir "inni" núna. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 2790 orð | ókeypis

List á landsbyggðinni

Ég var byrjaður að tíunda yfirlit yfir listviðburði sumarsins, annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu snemma í haust, en annir og langdregin flensa settu strik í reikninginn. Áður hefur verið greint frá framkvæmdum á Seyðisfirði og í Hallormsstaðaskógi og enn áður framtakssemi á Akranesi og nú er komið að byggðinni norðan heiða. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 318 orð | ókeypis

Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1965

Í GREIN í Morgunblaðinu sunnudaginn 10. þ.m. fjallar gagnrýnandi blaðsins, Jóhann Hjálmarsson, um veitingu nóbelsverðlaunanna í bókmenntum árið 1965 og segir þar varðandi Gunnar Gunnarsson: "Gunnar Gunnarsson var að vísu nefndur en gegn honum stóð að hann hafði skrifað höfuðverk sín á dönsku." Mig langar til að spyrja Jóhann hverjar marktækar heimildir hann hafi fyrir þessari fullyrðingu. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 823 orð | ókeypis

Ómakleg aðför

SNUBBÓTTAR fregnir í ljósvakamiðlum af miklum skuldum Reykhólahrepps og afsögn sveitarstjóra og sér í lagi athugasemdir sjálfskipaðra fréttaskýrenda innan hreppsnefndar við Tímann og DV hafa undanfarið gefið almenningi allskuggalega mynd. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 501 orð | ókeypis

Óminni Ingólfs

INGÓLFUR Guðbrandsson skrifaði grein í Morgunblaðið miðvikudaginn 6. desember sl. Hann fjallaði þar um tónlist Jóhanns Sebastian Bachs, sér í lagi Jólaóratoríuna sem Mótettukór Hallgrímskirkju flutti fyrir nokkrum dögum. Í grein sinni lýsti Ingólfur því hvernig Páll Ísólfsson hóf að kynna orgelverk Bachs hér á landi er hann kom heim úr námi. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 966 orð | ókeypis

Rannsóknir á lífríki Elliðaáa

TILEFNI þessarar greinar er að í október var haldinn opinn fundur í umhverfisnefnd Reykjavíkurborgar. Þar var eitt aðalumræðuefnið umhverfi Elliðaánna. Framsögur voru haldnar um jarðfræði, gróðurfar, skipulagsmál og mannvirkjagerð við og í ánum. Í síðasttalda erindinu var og komið inn á laxveiðar og rannsóknir á laxi. Meira
16. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 444 orð | ókeypis

Sjóndaprir geta ekki lesið dagskrá Morgunblaðsins

UM ÁRABIL hef ég haft það ánægjulega hlutverk á fimmtudögum að klippa dagskrá Rásar 1 úr Dagskrá, C-hluta Morgunblaðsins og stækka hana á A3 síðu til að gera aldraðri móður og sjóndapurri mögulegt að fylgjast með efni útvarpsins. Það sem mikið efni berst til blaðsins þykist ég vita að erfitt sé að gefa Morgunblaðið út án þess að velja, hafna, stytta eða þá að stækka blaðið. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 1122 orð | ókeypis

Sofandi samkeppnisráð

ÞAÐ hefur vakið furðu mína hvernig risarnir á matvörumarkaðinum, eins og tímaritið Frjáls verslun kallar Hagkaup og Bónus, hafa komist upp með það í nokkrar vikur á hverju ári að niðurgreiða bækur og beinlínis selja þær á lægra verði en ætla má að þeir borgi fyrir þær hjá útgefendum. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 1612 orð | ókeypis

Sólstafir í skuggasundi

Í fyrri grein sinni fjallaði höfundur um tvær ferðir Halldórs Kiljans Laxness til Sovétríkjanna á fjórða áratugi aldarinnar m.a. í ljósi heimilda sem varðveittar eru á skjalasafni Kominterns í Moskvu. Í lok ferða sinna ritaði skáldið bækurnar Í austurvegi og Gerska ævintýrið. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 933 orð | ókeypis

Sól stattu kyrr

FYRIR Alþingi liggur eitthvert vitlausasta frumvarp sem þar hefur verið lagt fram. Það er ekki aðeins að frumvarpið sé vitlaust í sjálfu sér, heldur eru forsendur þess byggðar á misskilningi. Þetta er frumvarpið um tímareikning á Íslandi, flutningsmenn Vilhjálmur Egilsson, Árni M. Mathiesen, Arnbjörg Sveinsdóttir og Guðni Ágústsson. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 1043 orð | ókeypis

Tollafgreiðsla bifreiða á Keflavíkurflugvelli

Í VOR sendi ég Varnamálaskrifstofu bréf og óskaði eftir að fá upplýsingar um hve margar bifreiðar á Keflavíkurflugvelli væru fluttar inn án tolla skv. skilmálum varnarsamningsins (l. nr. 110/1951). Ég spurðist fyrir um hvað bandaríski herinn ætti margar bifreiðar. Þær eru auðkenndar með númerinu VL. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 593 orð | ókeypis

Verndum beinin Hvernig getum við verndað beinin? Sigrún Guðjónsdóttir, Svanhildur Elentínusdóttir og Þórunn B. Björnsdóttir úr

BEINþYNNING er algeng orsök þess að bein brotna. Því er full ástæða til þess að vekja athygli á hvað lífshættir ráða miklu um það hve sterk bein okkar eru. Heilbrigðir lífshættir eins og regluleg hreyfing og hollt mataræði eru mikilvægir allt lífið, þeir draga úr beinþynningu og styrkja beinin. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 1549 orð | ókeypis

Þeim varð á í messunni

Hér er dæmi úr sagnabanka séra Birgis Snæbjörnssonar á Akureyri: Það getur stundum kostað mikið átak að missa ekki virðuleikann þegar óvænt atvik gerast við helgiathafnir. Ég skal nefna tvö dæmi um skemmtilega atburði er höfðu næstum því kostað mig allan virðuleika. Ég var að skíra við skírnarfontinn í Akureyrarkirkju, sem er engill með hörpudisk. Meira
16. desember 1995 | Aðsent efni | 837 orð | ókeypis

Þrettánhundruðáttatíuogfjögur?

Þeir móðu vindar, sem skáldið síðar líkir við úlfahjarðir, leita "þess sem þér er kærast", lindarinnar heitu sem "fóstrar blóm og frestar frostsins veldi um sinn". Lindin er íslensk menning og "úlfahjarðir vinda" vilja hana feiga. Meira

Minningargreinar

16. desember 1995 | Minningargreinar | 430 orð | ókeypis

Dóróthea Breiðfjörð Stephensen

Heiðurskonan Dóróthea Breiðfjörð Stephensen er níræð 16. desember. Af því tilefni langar mig til að rifja upp nokkrar helztu staðreyndir lífsins. Laufásvegurinn er ekki gata eins og sumir telja, heldur hús og heimur. Það heitir að fara niður á Laufásveg hvar sem maður er staddur á landakortinu. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 1039 orð | ókeypis

DÓRÓTHEA STEPHENSEN

GLAÐVÆR miðbæjarerillinn á Laufásvegi 4 hefur breytzt úr önn og yfrinni mannaferð í hófsamlegri kröfu, jafnvel kyrrðardaga, er fáir koma upp á loftskörina, aðrir en niðjar og náið vinfólk. Mál var, að minnkaði í vötnunum, tímans straumi, sem hér átti vísan farveg, en bakkafullan. Niðurinn er tómlegri, þegar birtan yfir vatnsborðinu er þorrin og hæð og dýpt jöfn og lygn. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 312 orð | ókeypis

Finna Kristjánsdóttir

Elsku Finna mín! Þegar ég frétti að þú hefðir lagt upp í ferðalagið mikla fann ég bæði fyrir sorg og gleði í brjósti mínu. Sorg af því að ég kvaddi þig ekki, en gleði því ég veit að þú ert ánægð með ferðina. Ekki veit ég af hverju við tvær tengdumst svo sterkum böndum. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 96 orð | ókeypis

FINNA KRISTJÁNSDÓTTIR

FINNA KRISTJÁNSDÓTTIR Finna Kristjánsdóttir fæddist 6. maí 1916 á Breiðumýri í Reykjadal. Hún lést 10. desember sl. í sjúkrahúsinu á Húsavík. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Jónsson og Guðrún Friðfinnsdóttir. Finna var næstelst 5 systkina; þeirra Ágústu, Steingríms, Jóns og Matthíasar. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 173 orð | ókeypis

Guðmundur Kristinn Sigurðsson

Okkur langar að rifja upp nokkrar stundir með Guðmundi Kristni Sigurðssyni. Maður er aldrei viðbúinn að fá fréttir af andláti, sama hvað aldraður viðkomandi er, en við lásum það í blöðum að Guðmundur væri farinn og voru bara tveir mánuðir á milli hans og bestu vinkonu hans, hennar ömmu, Láru Jónasdóttur. Hann var ömmu mikið traust. Hann var vinur, ferðafélagi og túlkur til margra ára. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 291 orð | ókeypis

GUÐMUNDUR KR. SIGURÐSSON

Látinn er nú fyrir skömmu á tíræðisaldri Guðmundur Kristinn Sigurðsson. Það mun hafa verið upp úr 1950 sem ég man fyrst eftir Guðmundi en þá ók hann brauðbíl fyrir Mjólkursamsöluna í Reykjavík. Við strákarnir á Hrísateignum vorum oft að sniglast við brauðbílinn þegar hann var að losa við mjólkurbúðina að Hrísateig 19. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 293 orð | ókeypis

Guðmundur Loftsson

Hann afi minn er látinn. Afi sem ól mig upp í 9 ár ásamt ömmu og mömmu. Afi sem ég kallaði alltaf "pabba" fram á unglingsár. Afi sem fór með mig í sunnudagabíltúr inn á afrétt og sagði mér hvað öll fjöllin hétu og hver þúfa. Afréttinn þekkti hann eins og lófann á sér. Eftir að afi og amma fluttu í Kópavoginn fór ég oft í heimsókn í jóla- og páskafríum. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 369 orð | ókeypis

Guðmundur Loftsson

Í dag kveðjum við pabba. Hann var af þeirri kynslóð sem ólst upp í torfbæ við kröpp kjör og þurfti því snemma að byrja að vinna og taka þátt í brauðstritinu. Pabbi var barn síns tíma, með dugnaði, þolinmæði og eljusemi tókst honum og mömmu að eignast Neðra-Selið og byggja þar allt upp. Aldrei var neitt keypt nema hægt væri að borga út í hönd. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 33 orð | ókeypis

GUÐMUNDUR LOFTSSON

GUÐMUNDUR LOFTSSON Guðmundur Loftsson fæddur í Neðra-Seli 11. september 1913. Hann lést á Vífilsstöðum 5. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju í Holta- og Landsveit í dag og hefst athöfnin kl 14:00 Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 1064 orð | ókeypis

Guðrún Jónsdóttir

Í dag fékk ég þær sorglegu fréttir að amma mín væri dáin og ég er hér hinum megin á hnettinum og mér finnst ég vera svo hjálparlaus og einmana. Ég hafði sjaldan hugsað um það hvernig það væri að missa einhvern svo nákominn mér, en fyrir um mánuði síðan hringdi pabbi í mig og sagði að amma væri veik og seinna kom það í ljós að það var krabbamein. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 31 orð | ókeypis

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Guðrún Jónsdóttir fæddist á Sandfelli í Öræfum 23. febrúar 1912. Hún lést á heimili sínu í Kópavogi 4. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafellskirkju 10. nóvember. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 419 orð | ókeypis

Gunnar Jónsson

Gunnar Jónsson, fyrrum bóndi í Nesi, Rangárvallahreppi, rétt norðan Hellukauptúns, lézt hinn 6. desember síðastliðinn á 92. aldursári í Lundi á Hellu. Fæddur var hann 12. marz 1904. Með Gunnari Jónssyni í Nesi er horfinn af sviðinu einkar merkur maður er ávann sér hvarvetna vinsældir samferða- og samstarfsmanna, sakir heiðarleika, trausts og góðvildar. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 284 orð | ókeypis

Gunnar Jónsson

Kynslóðir koma kynslóðir fara allar sömu ævigöng. (Þýð. Matthías Jochumsson) Einn af öðrum hverfa þeir af sjónarsviðinu samferðamennirnir af kynslóð foreldra minna og í dag kveðjum við Gunnar í Nesi. Nes stendur á bökkum Rangár og voru þau Guðrún og Gunnar meðal frumbyggja Helluþorpsins. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 591 orð | ókeypis

Gunnar Jónsson

Nú er Gunnar tengdafaðir minn horfinn. Langur vegur er að baki, hartnær öldin öll, næstum því níutíu og tvö ár. Langt er um liðið síðan lítill drengur leit fyrst dagsins ljós, á köldum marsdegi austur á fjörðum. Faðirinn stórbóndi í sveitinni, og móðirin ung bóndadóttir úr nágrenninu. Um hjúskap var ekki að ræða þeirra á milli og unga konan fór burt með drenginn og giftist seinna öðrum manni. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 270 orð | ókeypis

Gunnar Jónsson

Mig langar til þess að minnast móðurafa míns með nokkrum orðum. Frá því ég man eftir mér hefur hann afi verið partur af tilveru minni. Hann var eini afi minn og ég tengi hann alltaf hlýju og ástúð, nákvæmlega eins og afar eiga að vera. Hann var eins og fyrirmyndar afi í sögubókum. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 248 orð | ókeypis

Gunnar Jónsson

Gunnar Jónsson Gunnar Jónsson fæddist á Nesi í Norðfirði 12. mars 1904. Hann andaðist á dvalarheimilinu Lundi á Hellu 6. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón bóndi á Skorrastað Bjarnason í Viðfirði Sveinssonar og Halldóra Bjarnadóttir bónda í Neðra- Skálateigi Péturssonar. Systkini hans samfeðra voru Bjarni, f. 1889, d. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 95 orð | ókeypis

Gunnar Jónsson Elsku afi. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Við viljum þakka þér allt sem þú varst okkur. Við gleymum aldrei

Elsku afi. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Við viljum þakka þér allt sem þú varst okkur. Við gleymum aldrei umhyggju þinni og biðjum góðan guð að styrkja elsku ömmu okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 664 orð | ókeypis

Gunnar Jónsson viðbót laugardag

Gunnar Jónsson í Nesi, hann elsku afi minn er allur. Sorginni og söknuði yfir að fá ekki að sjá hann aftur fylgir gleði yfir að hafa þekkt hann og ljúfsárt þakklæti yfir því láni að hafa haft fólk eins og hann og ömmu til fyrirmyndar í lífi mínu. Þegar ég man fyrst eftir mér var afi kominn yfir miðjan aldur og þau amma búin að minnka við sig búskapinn. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 27 orð | ókeypis

HALLFRÍÐUR GUÐNADÓTTIR Hallfríður Guðnadóttir fæddist 11. desember 1936 á Rútsstöðum í Gaulverjabæjarhrepp í Árnessýslu. Hún

HALLFRÍÐUR GUÐNADÓTTIR Hallfríður Guðnadóttir fæddist 11. desember 1936 á Rútsstöðum í Gaulverjabæjarhrepp í Árnessýslu. Hún lést í Landspítalanum 7. desember síðastliðinn og fór útförin fram 15. desember. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 139 orð | ókeypis

Hallfríður Guðnadóttir Í minningunni mun Fríða lifa og vera okkur sem

Í minningunni mun Fríða lifa og vera okkur sem þekktum hana sem fyrirmynd fyrir þann dugnað og þá jákvæðni sem hún hafði gagnvart lífinu. Hún gafst aldrei upp og kvartaði aldrei. Þrátt fyrir sárar kvalir og illvígan sjúkdóm bar hún sig alltaf vel og sagðist "hafa það bara ágætt". Með þessu ljóði vil ég votta henni virðingu mína og þér, elsku Eygló, og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 202 orð | ókeypis

HRAFNHILDUR KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

HRAFNHILDUR KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Hrafnhildur Kristín Kristjánsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 26. apríl 1955. Hún lést á Borgarspítalanum 7. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Ólafsdóttir, f. 14. ágúst 1929, og d. 5. júní 1995, og Kristján Sigurjónsson, f. 3. ágúst 1931, d. 15. desember 1983. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 148 orð | ókeypis

Hrafnhildur Kr. Kristjánsdóttir

Í dag er til moldar borin elskuleg móðir okkar, Hrafnhildur Kristín Kristjánsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 524 orð | ókeypis

Hrafnhildur Kr. Kristjánsdóttir

Hrafnhildur Kr. Kristjánsdóttir Nú andar næturblær um bláa voga. Við bleikan himin daprar stjörnur loga. Og þar, sem forðum vor í sefi söng, nú svífur vetrarnóttin dimm og löng. Svo undarlega allir hlutir breytast. Hve árin skipta svip og hjörtun þreytast. Hve snemma daprast vorsins vígða bál. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 180 orð | ókeypis

Hrafnhildur Kr. Kristjánsdóttir

Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til vinkonu minnar Habbýjar sem lést fyrir aldur fram úr illvígum sjúkdómi. Hún var hress í anda fram á síðasta dag, eins og hún var alla tíð hress og kát, létt í skapi og yndisleg. Við kynntumst í Eyjum er ég flutti þangað 9 ára, þá tók hún mig undir sinn verndarvæng. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 587 orð | ókeypis

Hrafnhildur Kr. Kristjánsdóttir

Öll vissum við að Hrafnhildur væri alvarlega veik en að hún færi svona fljótt hvarflaði aldrei að okkur. Jólin höfðum við skipulagt í Arnarsmáranum en þeirra verðum við að njóta á æðra sviði með henni. Habbý var mér, sem svo mörgum öðrum, kær og okkur Kidda fannst við ávallt vera komin heim þegar við komum til hennar. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 562 orð | ókeypis

Hrafnhildur Kr. Kristjánsdóttir

Það eru mjög blendnar tilfinningar sem koma fram þegar ung kona í blóma lífsins er hrifin á brott frá börnum sínum og ættingjum. Samdægurs og þú missir móður þína færðu þær frétti að um illkynja sjúkdóm sé að ræða hjá þér. Hugurinn leitar að einhverri ástæðu, hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Ekkert svar, nema eitt er víst, að það sem eitt sinn fæðist mun einnig deyja. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 415 orð | ókeypis

Hrafnhildur Kr. Kristjánsdóttir

Elskuleg systir okkar, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, er látin. Þessi orð eru sögð með trega og miklum söknuði. Ekki eru nema rúmir sex mánuðir frá því að við misstum hana mömmu okkar eftir stutt en erfið veikindi. Á sama tíma og mamma veikist fær hún systir okkar þær fréttir að hún sé með illvígan sjúkdóm. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 251 orð | ókeypis

Hrafnhildur Kr. Kristjánsdóttir viðb. lau

Okkur íbúa að Arnarsmára 12 langar að minnast kærrar vinkonu sem flutti með okkur í þetta nýja hús fyrir tæpu ári. Fljótlega eftir að við fluttum inn myndaðist samgangur á milli íbúða og fundum við margt sem tengdi okkur saman. Habbý greindist með krabbamein síðastliðið vor og tók hún því af miklu æðruleysi og hugrekki og gífurlegum baráttuvilja. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 257 orð | ókeypis

Hrafnhildur Kr. Kristjánsdóttir viðb. lau

Hvert mannslíf er dýrmætt, gefið af guði til að göfga og fegra sinn stað, því er hver dagur sem við fáum að lifa svo dýrmætur. Öll setjum við svip á umhverfi okkar með einhverju móti og skiljum eftir minningar. Skólasystir okkar er dáin. Staðurinn sem hún prýddi er svo tómur, því lífið er ekki lengur þar. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 126 orð | ókeypis

Hrafnhildur Kr. Kristjánsdóttir viðb. lau

Mig langar að kveðja Hrafnhildi mína í örfáum orðum. Fyrir nokkrum mánuðum greindist hún með alvarlegan sjúkdóm. En þvílíkur baráttuvilji og hugrekki sem hún sýndi myndi hafa verið mörgum lærdómsríkt. Alltaf var hún tilbúin að hjálpa öðrum, leiðbeina og sýna að maður gefst ekki upp þó að á móti blási. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 333 orð | ókeypis

Jóhann Sverrir Kristófersson

Bernskuárin sitja lengi í minni, líklega hvað lengst allra æviskeiða. Bezti leikbróðir minn frá þeim árum var að kveðja jarðlífið. Fullu nafni hét hann Jóhann Sverrir Kristófersson, fæddur á Blönduósi, ólst þar upp, starfaði þar og dó. Á þeim stað þekkti hann hver maður um áratuga skeið og þá undir síðara skírnarnafni og hvern mann þekkti hann í plássinu. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 354 orð | ókeypis

Jóhann Sverrir Kristófersson

Góður drengur, sem lengi setti svip sinn á Blönduósbæ, er genginn, Jóhann Sverrir Kristófersson, fyrrverandi flugvallarvörður og hreppstjóri. Sverrir, en svo hét hann í huga okkar, vina hans, unni heimahögum sínum mjög. Hann var fæddur á Blönduósi, bjó þar allan sinn aldur og þar verður hann borinn til grafar í dag, umvafinn hlýhug og virðingu samborgara sinna. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 106 orð | ókeypis

Jóhann Sverrir Kristófersson

Elsku afi, það er svo tómlegt að hafa þig ekki lengur hérna hjá okkur. En við vitum að nú líður þér vel og að þú ert kominn til hans Silla frænda. Eftir sitjum við með tár í augum og sorg í hjarta og hugsum um allt það sem við gerðum saman. Þú varst alltaf svo góður við okkur, elsku afi, og alltaf vorum við velkomnar til þín og ömmu. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 100 orð | ókeypis

Jóhann Sverrir Kristófersson

Elsku afi, nú ert þú líka fallinn frá. Þú varst búinn að vera veikur svo þú vissir ekki af því þegar pabbi dó. Ég var því fegin, en nú verður þú sá fyrsti sem fær að hitta hann aftur, og ég gleðst yfir því. Ömmu, Kristófer, Hildi, Jóni og Sverri samhryggist ég innilega á þessu erfiða ári. En það koma önnur ár og vonandi verður þetta ár bara til þess að minna okkur á allt sem vel fer. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 175 orð | ókeypis

JÓHANN SVERRIR KRISTÓFERSSON

JÓHANN SVERRIR KRISTÓFERSSON Jóhann Sverrir Kristófersson var fæddur á Blönduósi 3. mars 1921. Hann lést á Héraðssjúkrahúsi Húnvetninga 9. desember sl. ­ Foreldrar hans voru Kristófer Kristjánsson frá Köldukinn, f. 6.6. 1885, d. 7.7. 1964, og kona hans, Dómhildur Jóhannsdóttir, f. á Skúfsstöðum 28.6. 1887, d. 12.5. 1967. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 330 orð | ókeypis

Jóhann Sverrir Kristófersson Kveðja frá dótturbörnum

Seljahverfið í Reykjavík, upp úr miðjum áttunda áratugnum, með sínum nýbyggðu og hálfbyggðu húsum, húsagrunnum, byggingartækjum og móum og mýrum allt í kring, var sannkallað ævintýraland fyrir þá sem þar slitu barnsskónum. Við systkinin vorum í þeim hópi og það var því ekki auðsótt að fá okkur í heimsóknir sem kostuðu hlé frá könnun ævintýralandsins. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 578 orð | ókeypis

JÓN ÁRNI JÓNSSON

JÓN Árni Jónsson, latínukennari við Menntaskólann á Akureyri, er sjötugur í dag. Jón Árni er fæddur á Akureyri, sonur hjónanna Lovísu Jónsdóttur, sem ættuð var úr Steingrímsfirði, og Jóns Kristjánssonar, framkvæmdastjóra á Akureyri, af eyfirskum ættum. Jón Árni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1945 og stundaði nám í latínu við háskólann í Lundi og lauk þaðan fil. kand. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 336 orð | ókeypis

Jón Jóhannesson

Jón Jóhannesson lést að morgni sunnudagsins 10. desember síðastliðinn. Hann var 79 ára að aldri og þó hann hafi verið sjúklingur alla sína ævi þá kom fregnin um lát hans okkur öllum að óvörum. Jón, eða Nonni eins og hann var alltaf kallaður, var þriðja barn Jóhannesar og Helgu á Gauksstöðum en alls voru systkinin 14. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 64 orð | ókeypis

JÓN JÓHANNESSON

JÓN JÓHANNESSON Jón Jóhannesson var fæddur að Gauksstöðum í Garði 30. desember 1916 og lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði 10. desember 1995. Foreldrar Jóns voru þau Helga Þorsteinsdóttir og Jóhannes Jónsson útvegsbóndi á Gauksstöðum. Jón var þriðja barn þeirra hjóna í röð 14 systkina, en nú eru aðeins 6 á lífi. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 382 orð | ókeypis

Jón Jóhannesson viðb.lau

Það er stutt stórra högga á milli hjá okkur systkinunum frá Gauksstöðum í Garði. Hinn 10. desember sl. lést Jón bróðir okkar að Hrafnistu í Hafnarfirði, og er þar með þriðji bróðir okkar sem kveður þennan heim sl. fimm mánuði, en hinir voru Þorsteinn og Einar. Jón var fæddur á Gauksstöðum 30. desember 1916 og var þriðja barn í röð 14 systkina. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 392 orð | ókeypis

Jón Jóhannesson viðb.lau

Jón Jóhannesson var þriðji í röðinni í hópi fjórtán barna sæmdarhjónanna Helgu Þorsteinsdóttur frá Meiðastöðum í Garði og Jóhannesar Jónssonar útvegsbónda á Gauksstöðum í Garði. Á æskuheimili Jóns var lífsbaráttan háð sjósókn og verkun sjávarafla, en auk útgerðar var stundaður búskapur til heimilisþarfa. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 437 orð | ókeypis

Jón Jóhannesson viðb.lau

Á þessari kveðjustundu brjótast margar hálfgleymdar minningar fram úr hugskotinu, allar eru þær bjartar og góðar og fylla hugann þakklæti fyrir að hafa fengið að alast upp með þeim ljúfa dreng sem nú er farinn heim. Flestar æskuminningarnar eru tengdar honum og nú þegar við kveðjum hann, er eins og síðustu tengslin við æskuárin á Gaukstaðatorfunni séu að rofna. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 959 orð | ókeypis

Jón Jóhannesson viðb.lau

Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó, í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 307 orð | ókeypis

Jón Jóhannesson viðb.lau

Þegar ég renni huganum yfir æskuár mín og uppeldi verður nafn Nonna þar efst á blaði. Af honum hafði ég dagleg kynni í hálfa öld vegna nálægðar heimila okkar, það var skóli sem ég hefði ekki viljað vera án. Líkt og jólaljósin kvikna nú í skammdeginu, svo ört fæddust börn afa míns og ömmu á Gauksstöðum í byrjun þessarar aldar. Nonni í birtu jóla þ. 30. desember 1916, sannkallað jólabarn. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 106 orð | ókeypis

KRISTJÁN G. HÁKONARSON

KRISTJÁN G. HÁKONARSON Kristján G. Hákonarson var fæddur á Rauðkollsstöðum, Snæfellsnesi, 6. maí 1921. Hann lést á heimili sínu, Þorragötu 5, Reykjavík, 5. desember síðastliðinn. Foreldrar Kristjáns voru Hákon Kristjánsson, bóndi að Rauðkollsstöðum, og Elísabet Jónsdóttir, húsfreyja. Systkini Kristjáns: Jóhann, f. 1919, d. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 62 orð | ókeypis

Kristján G. Hákonarson Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt sem þú varst okkur. Hvíl í friði. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 493 orð | ókeypis

Kristján Hákonarson

Kristján Hákonarson útvarpsvirki er dáinn. Hann lést skyndilega á heimili sínu að morgni 5. desember síðastliðins og var jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk. Kristján fæddist að Rauðkollsstöðum í Hnappadalssýslu árið 1921 og var næstelstur 4 systkina. Hann ólst upp á Rauðkollsstöðum til 15 ára aldurs, en fór þá til náms til Reykjavíkur og bjó hjá ættmennum sínum. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 132 orð | ókeypis

RÓSA SIGURÐARDÓTTIR

RÓSA SIGURÐARDÓTTIR Rósa Sigurðardóttir fæddist á Dalvík 17. janúar 1901. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. desember sl. Foreldrar hennar voru Anna Sigurðardóttir og Sigurður Guðjónsson frá Mói á Dalvík. Hún var þriðja í röðinni af 11 systkinum. Hún giftist Kristni Vilhjálmssyni frá Hrísey árið 1938, d. 22.4. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 372 orð | ókeypis

Rósa sigurðardóttir viðb. laugardag

Nú er amma í Hrísey dáin og mig langar að minnast hennar í fáum orðum. Öll sumur sem ég man eftir mér sem krakki tengjast Hrísey og ömmu Rósu og afa Kristni. Valdís, systir mömmu, og fjölskylda hennar bjuggu þá einnig í Hrísey og þarna var mjög gott að vera fyrir barn úr Reykjavík. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 375 orð | ókeypis

Rósa Sigurðardóttir viðb laugardag

Elsku amma mín er dáin. Þó það sé sárt að missa hana veit ég að henni líður vel núna og er komin til afa og Kidda. Ég á margar góðar minningar um hana ömmu í Hrísey, eins og við systkinin kölluðum hana, og dvaldist ég oft hjá ömmu og afa á sumrin. Ég gleymi aldrei spenningnum þegar ferjan nálgaðist land og litla húsið hennar ömmu kom í ljós. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 616 orð | ókeypis

Sigurjóna Guðmundsdóttir

Mig langar í fáeinum orðum að minnast Sigurjónu Guðmundsdóttur eða Jónu eins og hún var kölluð. Ég kynntist Jónu og Óla manni hennar þegar ég og Jóhanna dóttir þeirra urðum vinkonur rétt eftir fermingu. Fjölskyldan á Faxabrautinni var stór og kynntist ég þeim það vel, að samband mitt við þau öll er enn sterkt í dag. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 158 orð | ókeypis

SIGURJÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR

SIGURJÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR Sigurjóna Guðmundsdóttir fæddist 18. mars 1925 að Bakkárholti í Ölfusi. Hún andaðist á Borgarspítalanum 6. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Ólafsdóttir, f. 6.9. 1901, frá Grímslæk í Ölfusi, og Guðmundur Eyjólfsson, bóndi, f. 27.4. 1983, frá Hraunshjáleigu í Ölfusi. Systkini hennar voru Guðrún, f. Meira
16. desember 1995 | Minningargreinar | 110 orð | ókeypis

Sigurjóna Guðmundsdóttir Ef gjafmildi væri gull, ást og umhyggja silfur, þá hefðir þú, elsku amma, verið hin ríkasta kona.

Ef gjafmildi væri gull, ást og umhyggja silfur, þá hefðir þú, elsku amma, verið hin ríkasta kona. Þrátt fyrir veikindin sem náðu lengra en við fáum munað streymdi alltaf frá þér styrkur, ást og umhyggja. Ekki bara til afa og barnanna þinna sex heldur umlukti hún hvert og eitt okkar barnabarnanna og alla sem stóðu þér nærri. Meira

Daglegt líf

16. desember 1995 | Neytendur | 179 orð | ókeypis

Hvert jólatré með sín einkenni

LIFANDI jólatré eru eins misjöfn og þau eru mörg rétt eins og aðrar verur. Þess vegna getur verðkönnun á jólatrjám aldrei verið nákvæm því hún segir ekki mikið um gæði trjánna auk þess sem smekkur fólks er afar mismunandi. Sumir vilja umfangsmikil og þéttvaxin tré aðrir vilja hafa þau gisin og grannvaxin. Meira
16. desember 1995 | Neytendur | 103 orð | ókeypis

Piparkökuhús Á sjötta tug húsa í samkeppni um piparkökuhús

MARGIR búa til piparkökuhús á aðventu og ýmsum finnst jólin vera að nálgast þegar búið er að baka slíkt hús. Fyrir síðustu helgi var hægt að skoða á annan tug íslenskra piparkökuhúsa í Kringlunni sem var hluti af þeim fimmtíu og tveimur húsum sem bárust í piparkökuhúsasamkeppni sem fyrirtækið Katla og útvarpsstöðin Bylgjan stóðu fyrir. Meira
16. desember 1995 | Neytendur | 291 orð | ókeypis

Sósulitur í strompinn, kandís í gangstíga og jólatré úr ísformum

VIÐ heyrðum auglýst eftir piparkökuhúsum í samkeppni og okkur datt í hug að prófa", segir Daði Kristjánsson en fjölskylda hans fékk önnur verðlaun í piparkökuhúsasamkeppninni. "Við hjónin erum bæði matreiðslumenn en höfum engu að síður aldrei bakað piparkökuhús þó við höfum oft skreytt tertur. Meira
16. desember 1995 | Neytendur | 284 orð | ókeypis

Vinnan við piparkökuhúsið tók um 36 tíma

"ÉG HEF bakað þrjú hús um ævina og þar af tvö þetta árið," segir Hrafnhildur Óskarsdóttir sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni um fallegasta piparkökuhúsið. "Húsið var ég eiginlega með í kollinum og fígúrurnar urðu til þegar ég var að móta þær í höndunum. Ætli það hafi ekki verið tímafrekast við þetta að móta og búa til fígúrurnar", segir hún. Meira

Fastir þættir

16. desember 1995 | Fastir þættir | 440 orð | ókeypis

Alnetsfeðgar

"MÉR HEFUR fundist gæta nokkurs misskilnings um spjallrásirnar," segir Bergþór Pálsson söngvari. Hann er að tala um hið svokallaða "irc", en það er hluti alnetsins. Þar er hægt að skrá sig á spjallrásir og spjalla við alnetsnotendur hvar sem er í heiminum. "Sumir halda að þetta sé einhverskonar hjónamiðlun, en það er um svo margt að ræða. Meira
16. desember 1995 | Dagbók | 2885 orð | ókeypis

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 15.-21. desember, að báðum dögum meðtöldum, er í Hraunbergs Apóteki, Hraunbergi 4. Auk þess er Ingólfs Apótek, Kringlunni 8-12, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
16. desember 1995 | Fastir þættir | 1032 orð | ókeypis

Blessað barnalán

FYRIR framan húsið er eins konar torg, með "vörðum" sem Sigurður Örlygsson hlóð ásamt nágranna sínum, Ragnhildi Stefánsdóttur myndhöggvara. "Hugmyndin er reyndar komin frá Sverri Haraldssyni, en við útfærðum hana í samvinnu við Reykjavíkurborg," segir Sigurður þegar við göngum í bæinn. Þetta er stórt hús, á þremur hæðum. Meira
16. desember 1995 | Fastir þættir | 165 orð | ókeypis

BRIDS Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags eldri

Spilaður var tvímenningur föstudaginn 8. desember 1995. 20 pör mættu og var spilað í 2 riðlum, úrslit urðu: A-riðli: Bergur Þorvaldsson - Þórarinn Árnason130Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Arnórsson125Fróði Pálsson - Haukur Guðmundsson125Sæmundur Björnss. - Böðvar Guðmundss. Meira
16. desember 1995 | Fastir þættir | 90 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Rangæinga og Brei

SPILAÐ var sl.þriðjudag og urðu þessi pör efst: Rósm.Guðmundsson - Brynjar Jónsson132Pálmi Steinþórsson - Indriði Guðmundss.124Baldur Bjartmarss. - Kristinn Karlss.115 Síðasta spilakvöldið á árinu er nk. þriðjudagskvöld. Bridsfélag Sauðárkróks Mánudaginn 11. desember sl. var spilaður eins kvölds jóla tvímenningur. Meira
16. desember 1995 | Fastir þættir | 107 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reykjaví

Fimmta kvöldið af sex í Butler tvímenning félagsins var spilað miðvikudaginn 13. desember. 60 pör spiluðu 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Besta árangri kvöldsins náðu: Björn Theodórsson ­ Símon Símonarson76Steinberg Ríkharðsson ­ Runólfur Jónsson76Guðlaugur R. Meira
16. desember 1995 | Fastir þættir | 132 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara

Sunnudag 7. desember var spilað í 8 og 10 para riðli, í Risinu. Úrslit urðu þessi: A-riðill: Eggert Einarsson - Karl Adólfsson126Þórarinn Árnason - Bergur Þorvaldsson122Ingunn Bergburg - Vigdís Guðjónsdóttir122Eyjólfur Halldórss. - Þórólfur Meyvatnss.116Meðalskor108B-riðill: Meira
16. desember 1995 | Fastir þættir | 320 orð | ókeypis

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Reykjavíkurmót í

Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 1995 verður spilað með sama fyrirkomulagi og undanfarin 2 ár við góðar undirtektir spilara. Ef þátttaka fer yfir 22 sveitir verður skipt í 2 riðla. (Raðað verður í riðlana eftir meistarastigum + 5 ára stig.) Spilaðir verða 16 spila leikir. Meira
16. desember 1995 | Í dag | 26 orð | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Dómkirkjunni af sr. Svavari Stefánssyni Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir og Magnús Þór Ásgeirsson. Heimili þeirra er á Eggertsgötu 22, Reykjavík. Meira
16. desember 1995 | Dagbók | 442 orð | ókeypis

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
16. desember 1995 | Fastir þættir | 185 orð | ókeypis

Fórnað fyrir sólargeisla

SENN líður að dimmasta degi ársins, sem rennur upp, stuttlega, á fimmtudaginn kemur. Er talið að nútíma jólahald og -undirbúningur eigi meðal annars rætur að rekja til ýmissa athafna manneskjunnar í fyrndinni, sem tryggja áttu endurkomu sólarinnar. Meira
16. desember 1995 | Fastir þættir | 1179 orð | ókeypis

Guðspjall dagsins: Orðsending Jóhannesar. (Matt. 11.)

Guðspjall dagsins: Orðsending Jóhannesar. (Matt. 11.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 14. Fjölbreytt tónlist. Helgileikur. Barna- og bjöllukórar. Meira
16. desember 1995 | Fastir þættir | 694 orð | ókeypis

Hannes átti góðan dag

14.­22. desember. Teflt frá kl. 17 daglega. Aðgangur ókeypis. HANNES Hlífar Stefánsson tefldi mjög vel í fyrstu einvígisskákinni um Íslandsmeistaratitilinn og vann öruggan sigur á Jóhanni Hjartarsyni. Einvígið er aðeins fjórar skákir og Hannes á því mjög góða möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Meira
16. desember 1995 | Í dag | 238 orð | ókeypis

Heyrnarskertir greiða hálft gjald Í BRÉFI Jónu Bjargar Páls

Í BRÉFI Jónu Bjargar Pálsdóttur, sem birtist hjá Velvakanda í Morgunblaðinu 13. desember sl., er fullyrt að heyrnarskertir greiði fullt afnotagjald til Ríkisútvarpsins. Þetta er ekki rétt. Heyrnarskertir greiða hálft afnotagjald og skal vottorð frá lækni eða Félagi heyrnarlausra fylgja umsóknum lækkun afnotagjaldsins. Virðingarfyllst, Theodór S. Georgsson,innheimtustjóri. Meira
16. desember 1995 | Í dag | 378 orð | ókeypis

ÍKVERJA finnst það ágæt hugmynd að nefna blettinn milli Hæstarét

ÍKVERJA finnst það ágæt hugmynd að nefna blettinn milli Hæstaréttarhússins og Landsbókasafnshússins Maurerstorg eftir þýzka fræðimanninum Konrad Maurer. Víkverji er ekki sízt fylgjandi hugmyndinni vegna þess að þar væri komin ný nafngift á torg í borginni, sem vísaði í söguna, en slíkar nafngiftir eru nú að leggjast af. Meira
16. desember 1995 | Fastir þættir | 837 orð | ókeypis

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 827. þáttur

827. þáttur SJÁLFSAGT þykir umsjónarmanni að birta eftirfarandi bréf frá Heiðari Jóni Hannessyni í Reykjavík: "Sæll Gísli. Ýmsir áhugamenn um íslenskt mál hafa gert athugasemdir við notkun Morgunblaðsins á orðinu alnet í merkingunni "Internet". Gild rök hafa verið færð fyrir því að orðið alnet sé óheppilegur kostur til þýðingar á "Internet". Meira
16. desember 1995 | Fastir þættir | 683 orð | ókeypis

Marblettir sem ekki hverfa

Æðar rofna Spurning: Hvernig stendur á því að þriggja ára marblettir hverfa ekki? Hvað er til ráða? Svar: Meira
16. desember 1995 | Í dag | 585 orð | ókeypis

SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, bókmenntu

SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, bókmenntum, teiknimyndasögum og kvikmyndum: Kazumi Hotta, 516-K5 4-26 Shirane Asahi, Yokohama-City, Kanagawa, 241 Japan. ÞRETTÁN ára þýsk stúlka með áhuga á hestum, skíðum og siglingum: Johanna de Reese, Starzenbachstr. Meira
16. desember 1995 | Fastir þættir | 730 orð | ókeypis

SÖGU SÖGUR

"HÉRNA skulum við byrja," segir Guðmundur og tekur sér stöðu við síldarréttina á hlaðborðinu. Horfir með velþóknun yfir matinn og kallar í uppáhaldsþjóninn, sem útskýrir nánar réttina sem eru á boðstólum. Við fáum okkur síld, af öllum gerðum, lax, harðsoðin egg, rúgbrauð, kartöflusalat og sitthvað fleira. Þessu fylgir snafs af Álaborgar ákavíti og Egils- pilsner. Meira
16. desember 1995 | Dagbók | 253 orð | ókeypis

Yfirlit: Nor

Yfirlit: Norður af Jan Mayen er 988 mb lægð sem hreyfist allhratt austur. Yfir Skotlandi er 1.038 mb hæð sem fer heldur minnkandi. Langt suður af Hvarfi er allvíðáttumikil 995 mb lægð sem hreyfist norðvestur. Meira
16. desember 1995 | Dagbók | 73 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

16. DES. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

16. desember 1995 | Íþróttir | 477 orð | ókeypis

Chicago á fullri ferð

Ekkert lát virðist á góðu gengi Chicago Bulls þessa dagana. Í fyrrinótt sigraði liðið Atlanta Hawks 127:108 og að þessu sinni var það Scottie Pippen sem var aðallega í sviðsljósinu hjá Bulls. Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 217 orð | ókeypis

"Eflaust fagna stóru félögin"

"VIÐ Íslendingar erum skammt á veg komnir í þessu kerfi, sem tekist hefur verið á um, en ég get ekki neitað því að íslensk félagslið hafa ekki góða reynslu varðandi samskipti við erlend félög, sem hafa fengið leikmenn héðan," sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, þegar hann var spurður um Bosman-málið. Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 637 orð | ókeypis

Ég er mjög þreyttur, en ánægður

BÚAST má við mikilli óvissu, hræringum og ókyrrð á knattspyrnumarkaði Evrópu á næstunni því í gær úrskurðaði Evrópudómstóllinn Belganum Jean-Marc Bosman í hag í máli sem hann flutti gegn því fyrirkomulagi sem viðgengist hefur í Evrópu í sambandi við kaup og sölu knattspyrnumanna. Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 55 orð | ókeypis

FH fær liðsstyrk

FH-ingar hafa fengið góðan liðsstyrk í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu. Tveir leikmenn úr Víði í Garði hafa gengið til liðs við þá - Daníel Einarsson, sem hefur áður leikið með FH-liðinu í 1. deild, einnig Keflavík og Óli Ívar Jónsson. Daníel, sem var fyrirliði Víðis og Óli Ívar, voru lykilmenn Víðisliðsins sl. keppnistímabil. Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 140 orð | ókeypis

Knattspyrna Vináttulandsleikur: Jóhannesborg: S-Afríka - Þýskaland0:0 25.000. HOLLAND: Sparta Rotterdam - Willem II1:1 BELGÍA:

NBA-deildin: Toronto - Indiana100:102 Atlanta - Chicago108:127 New York - Denver94:103 Dallas - San Antonio111:126 Portland - Charlotte116:109 LA Clippers - Miami89:84 Evrópukeppnin Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 47 orð | ókeypis

Leiðrétting Í blaðinu í gær var sagt að Dean Martin, sem lék með KA, hef

Í blaðinu í gær var sagt að Dean Martin, sem lék með KA, hefði gert sigurmark Rochdale og ætti að mæta Liverpool í næstu umferð ensku bikarkeppninnar. Þetta er ekki rétt því Martin sem lék með KA leikur með Brentford í Englandi, en á alnafna í Rochdale. Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 168 orð | ókeypis

Lennart Johansson, UEFAÁr

LENNART Johansson, forseti UEFA, sagðist vera í rusli yfir úrskurðinum. "Við höfum staðið í þessu í fimm ár og reynum að vera ekki tapsárir, en mér hefði þótt gott að fá svona fimm daga til að aðlagast þessu," sagði Johansson. "Þessi úrskurður mun setja knattspyrnuna í Evrópu á annan endann. Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 165 orð | ókeypis

Magnús Scheving á HM í París

MAGNÚS Scheving keppir á heimsmeistaramóti alþjóða fimleikasambandsins í þolfimi í París, sem hefst í dag. Hann hefur æft af kappi fyrir mótið undanfarið, en tognaði á þumalfingri sl. mánudag - fór í hljóðbylgjumeðferð til að minnka bólgur. "Ég vona að meðferðin meðferðin hafi sitt að segja og ég nái mér vel á strik og komist í úrslit, en keppnin skiptist í tvo daga. Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 71 orð | ókeypis

"Ótrúlegt hvað knattspyrnan er öflug á Íslandi"

"ÞEGAR ég hugsa um það, að í heimaborg minni Spokane í Washingtonríki búa fjögur hundruð þúsund íbúar og ber hana saman við Ísland, geri ég mér grein fyrir hvað ótrúlega öflug knattspyrnan á Íslandi er - þar sem hér leikið er í fjórum deildum í meistaraflokki. Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 59 orð | ókeypis

Ragna Lóa í Val

RAGNA Lóa Stefánsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur ákveðið að leika með Val næsta sumar, en hún hefur leikið með Stjörnunni undanfarin sumur og þar áður með Skagastúlkum. Hún mun sjá um að þjálfa 3. flokk kvenna hjá Val jafnframt því að leika með meistaraflokki. Ragna Lóa hefur leikið 19 landsleiki og gert tvö mörk í þeim. Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 475 orð | ókeypis

Rothenberg bjartsýnn ALAN Rothen

ALAN Rothenberg, forseti Knattspyrnusambands Bandaríkjanna, er maðurinn á bak við stofnun nýju atvinnumannadeildarinnar í Bandaríkjunum, Major League Soccer - MLS. Hann er bjartsýnn og segir að þó að deildin verði ekki eins öflug og t.d. á Ítalíu, Englandi og Þýskalandi eigi hún eftir að verða spennandi. "Deild okkar er lítil eins og í Svíþjóð og Sviss. Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 450 orð | ókeypis

Saga Bosman-málsins 1982 - Jean-M

1982 - Jean-Marc Bosman skrifar undir samning hjá Standard Liege, þá 17 ára. 1988 - Seldur til FC Liege fyrir 6,5 milljónir króna. Júní, 1990 - Vill fara til Dunkirk í 2. deildinni í Frakklandi eftir að FC Liege hafði lækkað laun hans um 60% með nýjum samningi sem stóðst fyrir belgískum lögum. Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 67 orð | ókeypis

Stjörnur Nokkrir kunnir ka

Nokkrir kunnir kappar leika ínýju deildinni í Bandaríkjunum -enn hefur ekki verið ákveðið meðhvaða liðum flestir þeirra komatil með að leika: Markverðir: Khalil Azmi, Marokkó Jorge Campos, Mexíkó Varnarmenn: Alexi Lalas, Bandaríkjunum Victor-Akem N'Dip, Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 191 orð | ókeypis

UM HELGINAHandknattleikur LAUGARDAGUR

LAUGARDAGUR1. deild kvenna: Framhús:Fram - ÍBA14 Víkin:Víkingur - FH15 2. deild karla: Framhús:Fram - HK16 Ísafjörður:BÍ - Fjölnir13. Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 455 orð | ókeypis

Valderrama í sviðsljósinu

CARLOS Valderrama, fyrirliði landsliðs Kólumbíu, ákvað í gær að ganga til liðs við nýju bandarísku atvinnumannadeildina í knattspyrnu og eru forráðamenn deildarinnar mjög ánægðir með að fá þennan litríka leikmann. Enn er ekki ljóst með hvaða liði hann mun koma til með að leika - MetroStars sem hefur bækistöðvar í New York/New Jersey, Dallas Burn og Tampa Bay vilja fá hann til liðs við sig. Meira
16. desember 1995 | Íþróttir | 27 orð | ókeypis

(fyrirsögn vantar)

EINAR Thorarinsson er sonur Lárusar Þórarinssonar, fyrrum flugumferðarstjóra og Álfheiðar Einarsdóttur. Eiginkona Einars er Melanie og eiga þau tvær dætur, Kyra 15 ára og Brynja 10 ára. Meira

Sunnudagsblað

16. desember 1995 | Sunnudagsblað | 90 orð | ókeypis

Lagt í langferð

KOLRÖSSUR leggja upp í langferð á næstu dögum; halda til Bandaríkjanna til tónleikahalds og upptökuvinnu. Áður en að því kemur heldur sveitin eina tónleika, í Þjóðleikhúskjallaranum á fimmtudagskvöld. Meira

Úr verinu

16. desember 1995 | Úr verinu | 996 orð | ókeypis

Velta sameinaðs fyrirtækis um 9 milljarðar

SAMKVÆMT hluthafasamkomulagi hafa eigendur fyrirtækjanna IFPL og Faroe Seafood komið sér saman um að sameina rekstur fyrirtækjanna í eitt. Bæði fyrirtækin reka fiskréttaverksmiðjur í Grimsby í Bretlandi, en IFPL keypti í sumar helming hlutafjár í Faroe Seafood. Sameining gengur í gildi fljótlega eftir áramót. Hlutdeild IFPL í sameinuðu fyrirtæki mun verða 75%. Meira

Viðskiptablað

16. desember 1995 | Viðskiptablað | 124 orð | ókeypis

Formaður Kaupmannasamtakanna segir af sér

VIÐAR Magnússon hefur sagt af sér sem formaður Kaupmannasamtakanna og Benedikt Kristjánsson, varaformaður samtakanna hefur tekið við sem formaður. Margrét Pálsdóttir, eigandi verslunarinnar Liverpool, hefur verið skipuð varaformaður. Viðar, sem kjörinn var formaður samtakanna síðastliðið sumar, tilkynnti um afsögn sína á framkvæmdastjórnarfundi Kaupmannasamtakanna s.l. Meira
16. desember 1995 | Viðskiptablað | 265 orð | ókeypis

Samkeppnisstaða heildsala óljós

FÉLAG íslenskra stórkaupmanna hefur ítrekað óskir sínar um að heildsölum verði kynnt hvernig álagningu hjá ÁTVR verði háttað, eftir að ný lög um heildverslun með áfengi tóku gildi þann 1. desember s.l. Baldvin Hafsteinsson, lögmaður félagsins, segir það vera nauðsynlegt fyrir heildsala að fá frekari upplýsingar um þessi mál svo þeir standi jafnfætis aðfangadeild ÁTVR í samkeppninni. Meira
16. desember 1995 | Viðskiptablað | 268 orð | ókeypis

Útflutningsverðmæti eykst um fimmtung

VERÐMÆTI útflutnings iðnaðarvara jókst um 3,3 milljarða króna fyrstu tíu mánuði ársins eða sem svarar til um 20% aukningar frá sama tíma í fyrra. Hefur hlutdeild iðnaðarvara í vöruútflutningi hækkað úr 17,5% í 21% frá árinu 1993. Meira
16. desember 1995 | Viðskiptablað | 176 orð | ókeypis

Væntir góðs af samstarfi við Búr ehf.

STEFÁN Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, segir að stórkaupmönnum lítist vel á áform kaupfélaganna, Nóatúnsverslananna og Olíufélagsins um stofnun innkaupafyrirtækisins, Búrs ehf. Meira

Lesbók

16. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð | ókeypis

Austurstræti Út er komið hjá Vöku- Helgafelli nýtt safn greina Steins Steinars, ásamt viðtölum og ýtarlegum inngangi um ævi

STUNDUM þegar ég er á gangi í Austurstræti, einmana og auralaus, og virði fyrir mér hið snyrtilega, lífsglaða fólk, gljábrenndar bifreiðar og uppljómaða búðarglugga, sem hafa á boðstólum næstum því öll gæði veraldarinnar fyrir lítið, já undursamlega lítið verð, þá kemur það fyrir, þrátt fyrir mína persónulegu vesalmennsku, Meira
16. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 74 orð | ókeypis

Börn í aðalhlutverki

Á JÓLATÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveitar Íslands í dag kl. 14:30 koma fram Gradualekór Langholtskirkju, Kór Öldutúnsskóla, Skólakór Garðabæjar og Skólakór Kársness. Einleikari á tónleikunum er Ástríður A. Sigurðardóttir og einsöngvarar Árný Ingvarsdóttir, Guðrún Árný Karlsdóttir, María Marteinsdóttir og Rúrik Fannar Jónsson. Meira
16. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1424 orð | ókeypis

Engu gleymt Ungverjinn sir Georg Solti er kominn vel á níræðisaldur en stjórnar enn hljómsveitum af sömu ákveðni og styrk og

HLJÓMURINN er óbugandi, hárnákvæmur, hvass, ákveðinn; strengirnir bísperttir og liprir og tónn málmblásturshljóðfæra skarpur. Líklega hefur enginn núlifandi stjórnandi eins ákveðinn og auðþekkjanlegan stíl og sir Georg Solti. Meira
16. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð | ókeypis

Evrópsku bókmenntaverðlaunin

EVRÓPSKU Aristeion bókmenntaverðlaunin 1995 fyrir skáldverk og þýðingar voru veitt nýlega. Verðlaunaupphæðin er 20.000 ECU, um það bil 1,7 millj. Fyrir skáldverk fá eftirtaldir rithöfundar verðlaunin: Peter Handke, Herta M¨uller, Thomas Rosenboom, Nuno Júdice, Carlo Sgorlon og V. S. Naipaul. Herta M¨uller (f. Meira
16. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 339 orð | ókeypis

Hátíðleg gleðitónlist

VERK eftir Vivaldi, Bach og Marcello verða í brennidepli á Jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Áskirkju á morgun. "Þetta er hátíðleg gleðitónlist sem tilvalið er að flytja á aðventunni," segir Eiríkur Örn Pálsson, sem verður ásamt Einari St. Jónssyni einleikari í konsert í D-dúr fyrir tvo trompeta og kammersveit eftir Vivaldi. Meira
16. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 736 orð | ókeypis

Hver á að velja? Starfsmenn Menningardeildar ritstjórnar Morgunblaðsins ætla að hrinda úr vör vikulegum þætti undir heitinu

ÞAÐ ER ekkert óeðlilegt við það að skoðanir séu skiptar um með hvaða hætti fjölmiðlar eigi að umgangast og sinna hinum fjölmörgu listamönnum landsins, listsköpun þeirra og listviðburðum sem þeir standa fyrir. Meira
16. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 992 orð | ókeypis

Maríukvæði

Áður óbirt kvæði Halldórs Laxness fundið í Kaupmannahöfn Maríukvæði Atli Heimir Sveinsson hefur samið lag við kvæðið Nýlega fannst áður óbirt kvæði eftir Halldór Laxness, Maríukvæði, sem Auður Laxness telur hann hafa ort á klausturárum sínum á fyrri hluta þriðja áratugarins. Meira
16. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 494 orð | ókeypis

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir Kjarval ­ mótunarár 1885-1930. Sýn. Einskonar hversdagsleg rómantík og sýn. Einars Sveinss. arkitekts. Önnur hæð Alan Charlton sýnir út des. Gallerí Sólon Íslandus Myndaröð eftir Sölva Helgason. Gallerí Sævars Karls Þór Elís Pálsson sýnir. Gerðuberg Sýn. Meira
16. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 199 orð | ókeypis

Mozart við kertaljós

SÍÐUSTU vikuna fyrir jól heldur kammerhópurinn Camerarctica sína árlegu aðventutónleika með tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Leikið verður í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og að þessu sinni verða tónleikarnir fimm talsins; í Fella- og Hólakirkju mánudaginn 18. desember, Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 19. desember, Kópavogskirkju miðvikudaginn 20. Meira
16. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 43 orð | ókeypis

Myndlistarsýning í Ólafsvík

RÍKEY Ingimundardóttir myndhöggvari opnar sýningu í gistiheimili Ólafsvíkur í dag laugardag kl. 16. Verður sýningin aðeins opin í tvo daga, í dag frá kl. 16 til 22 og á morgun frá kl. 14-22. Sýningin er fjölbreytt og allir eru velkomnir. Meira
16. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 984 orð | ókeypis

Óframkvæmanlegur konsert Implosions heitir geisladiskur Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara sem kom út fyrir skemmstu. Kolbeinn

KOLBEINN Bjarnason er hagvanur í ítölskum útgáfuheimi eftir að hafa leikið inn á fimm breiðskífur með Caput flokknum sem hafa verið gefnar út á Ítalíu. Hann hefur nú sent frá sér sólóskífu á Ítalíu og hér á landi, þar sem hann leikur sex flautuverk frá síðustu tuttugu árum, Flug Ikarusar eftir Hafliða Hallgrímsson, Riding the Wind eftir Bandaríkjamanninn Harvey Sollberger, Meira
16. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 611 orð | ókeypis

Rómantískur andi Fyrir skemmstu kom út geisladiskur Kristins Árnasonar gítarleikara sem hollensk útgáfa gefur út. Í spjalli af

ÚTGÁFA á plötum íslenskra tónlistarmanna hefur verið blómlegri nú en nokkru sinni og í þeirri útgáfugrósku á Kristinn Árnason gítarleikari plötu sem hollenska útgáfan Arsis gefur út. Sú er í eigu Íslendings að hluta og hefur gefið út á annan tug diska með klassík sem dreift hefur verið víða um heim. Meira
16. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1267 orð | ókeypis

Þegar stjarnan snýtti rauðu Eitt nafntogaðasta leikrit aldarinnar, Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams, sem fært verður

Eitt nafntogaðasta leikrit aldarinnar, Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams, sem fært verður upp hjá Leikfélagi Akureyrar um jólin, féll í frjóa jörð þegar það var frumsýnt á Broadway árið 1947. Orri Páll Ormarsson rifjar upp þessa fyrstu uppfærslu, þar sem Jessica Tandy og Marlon Brando voru í aðalhlutverkum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.