Greinar föstudaginn 22. mars 1996

Forsíða

22. mars 1996 | Forsíða | 109 orð

Á leið til Tævans

TAUGASTRÍÐ Kínverja og Tævana magnaðist enn í gær og Bandaríkjamenn bjuggu sig undir að safna saman stærsta herskipa- og flugvélaflota Bandaríkjanna í A-Asíu frá Víetnamstríðinu. Dagblað í Hong Kong hafði eftir kínverskum embættismönnum að Kínverjar myndu tortíma flotanum með "eldhafi" ef hann sigldi inn á Tævansund. Meira
22. mars 1996 | Forsíða | 286 orð

Ekki verður hvikað frá stækkun NATO

JAVIER Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, gerði rússneskum ráðamönnum það ljóst í Moskvu í gær, að ekki yrði hætt við stækkun bandalagsins í austur, hvað sem andstöðu þeirra liði. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, Meira
22. mars 1996 | Forsíða | 180 orð

E-vítamín dregur úr hjartaáföllum

E-VÍTAMÍN getur dregið úr hjartaáföllum um hvorki meira né minna en 75%. Er þetta niðurstaða breskra vísindamanna við Cambridge-háskóla eftir umfangsmiklar rannsóknir á 2.000 hjartasjúklingum. "Við erum í sjöunda himni og vissulega kom það okkur á óvart, að E-vítamínið skyldi hafa jafngóð áhrif og við höfðum framast vonað," sagði Morris Brown prófessor og einn vísindamannanna. Meira
22. mars 1996 | Forsíða | 351 orð

Fimm ríki setja bann við bresku nautakjöti

YFIRLÝSING Stephens Dorrells, heilbrigðisráðherra Bretlands, um að kúariða geti borist í menn hefur víða vakið ótta og orð hans í gær um að svo gæti farið að lóga yrði öllum nautgripum á Bretlandi hafa verið sem olía á eld. Meira
22. mars 1996 | Forsíða | 49 orð

Ofbeldi mótmælt

ÞÚSUNDIR námsmanna og kennara gengu um götur Varsjár í Póllandi í gær til að mótmæla vaxandi ofbeldi í landinu og syrgja einn félaga sinn. Féll hann fyrir byssukúlum glæpamanna. Námsmenn í Gdansk efndu til "svartrar göngu", eins og þessi mótmæli gegn ofbeldinu eru kölluð, í síðasta mánuði. Meira

Fréttir

22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 182 orð

Aðstoðarframkvæmda- stjóri ráðinn

BERGSVEINN Alfonsson, aðalvarðstjóri í Slökkviliði Reykjavíkur, hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar hf. Hann mun stýra varðstofu Neyðarlínunnar og sjá um samskipti við viðbragðsaðila o.fl. Bergsveinn hefur starfað í slökkviliðinu í 27 ár. Hann hefur störf hjá Neyðarlínunni á mánudag. Meira
22. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Alþýðubandalagið í Eyjafirði

HÓPUR forustumanna Alþýðubandalagsins og óháðra verður á ferðinni á Akureyri og við Eyjafjörð dagana 27. til 30. mars næstkomandi. Fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt, fundað með sveitarstjórnarmönnum og haldnir almennir stjórnmálafundir. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Bandaríkjamaður sýnir áhuga á stálvinnslu

BANDARÍSKUR athafnamaður, Walter Freeman að nafni, hefur sýnt áhuga á að hefja stálvinnslu í stálverksmiðjunni sem Íslenska stálfélagið reisti í Kapelluhrauni en hún hefur staðið ónotuð frá gjaldþroti félagsins 1991. Meira
22. mars 1996 | Miðopna | 1832 orð

Baráttan um orðræðu sannleikans

ÍFYRSTA hefti Félagsbréfa Almenna bókafélagsins sem kom út á stofnunarári félagsins 1955 ritar Bjarni Benediktsson, formaður þess og þáverandi menntamálaráðherra, ávarpsorð. Í þeim leggur hann út af kenningu Ara fróða um að skylt sé að hafa það sem sannara reynist Meira
22. mars 1996 | Landsbyggðin | 59 orð

Bjóða öðrum þátttöku

SAMSTARFSNEFND um sameiningu Egilsstaðabæjar, Hjaltastaðahrepps og Eiðahrepps hefur með formlegum hætti boðið öllum sveitarfélögum á Héraði og Borgarfirði eystra aðild að viðræðum um sameiningu. Í bréfi sem samstarfsnefndin hefur sent til oddvita hreppsnefnda á Héraði er boðað til umræðufundar um málið í dag í Hótel Valaskjálf. Nefndin óskar eftir svörum hreppsnefndanna fyrir 15. apríl. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 216 orð

Borgin frestar viðræðum við LR

FULLTRÚAR Reykjavíkurborgar í viðræðunefnd um rekstur Borgarleikhúss lögðu í gær fram bréf á fundi nefndarinnar, þar sem kveðið er á um að fresta frekari viðræðum um gerð nýs samkomulags við LR. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 278 orð

Dagsbrún í nýtt húsnæði

SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur og Verkamannafélagið Dagsbrún hafa selt ríkinu húseign félaganna að Lindargötu 9, þar sem þau hafa verið til húsa frá 1964. Söluverðið er 55 milljónir. Félögin flytja í sumar í nýtt húsnæði að Skipholti 50D. Meira
22. mars 1996 | Óflokkað efni | 244 orð

Deilt um ráðningu Jóhanns

INGVAR Viktorsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar hefur kynnt drög að samningi við Verkfræðiþjónustu Jóhanns G. Bergþórssonar ehf., um eftirlit með framkvæmdum í Miðbæ. Á fundi bæjarráðs voru lagðar fram bókanir vegna samningsins. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 461 orð

Ekki ástæða til að ætla að þensla sé að aukast

ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að ekki sé ástæða til að ætla að þensla sé að aukast í íslensku efnahagslífi, þótt innflutningur í janúar í ár hafi reynst fjórðungi meiri en í sama mánuði í fyrra og virðisaukaskattskil í febrúar bendi einnig til talsverðra umsvifa. Hins vegar sé full ástæða til að halda vöku sinni og fylgjast náið með þróuninni næstu mánuðina. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 760 orð

Engin skylda um framlag án samnings

FULLTRÚAR Reykjavíkurborgar í viðræðunefnd um rekstur Borgarleikhúss lögðu í gær fram greinargerð á fundi nefndarinnar, þar sem kveðið er á um að fresta frekari viðræðum um gerð nýs samkomulags við LR. Fulltrúar borgar gera kröfu um að stjórn félagsins geri grein fyrir breyttri stöðu, Meira
22. mars 1996 | Miðopna | 969 orð

Erfiðleikar í rekstri AB árum saman

ÁRALANGRI baráttu aðstandenda Almenna bókafélagsins hf. við að koma rekstrinum á réttan kjöl lyktaði með því í síðustu viku að fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skömmu áður hafði það endanlega hætt rekstri. Hefur Skarphéðinn Þórisson hrl. verið skipaður skiptastjóri búsins. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Fagþekking verði nýtt við neyðarsímsvörun

SJÚKRAFLUTNINGARÁÐ Landlæknis hefur sent dómsmálaráðherra eftirfarandi álit um málefni neyðarsímsvörunar: "Mikil umræða hefur verið að undanförnu um málefni neyðarsímsvörunar í landinu og er fagnaðarefni að samræmt neyðarnúmer sé komið fyrir allt landið. Sjúkraflutningaráð Landlæknis starfar samkvæmt reglugerð nr. 503 frá 18. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fimm stórar bílasýningar

FIMM stórar bílasýningar verða um helgina í Reykjavík. Toyota kynnir árgerðir 1996 af Toyota á fjölskylduhátíð í Perlunni á laugardag og sunnudag. Á sama tíma verður sérstök Chrysler sýning á vegum Jöfurs á Nýbýlavegi, þar á meðal verður sýndur nýr Voyager fjölnotabíll og flaggskipið í fólksbílalínunni, New Yorker. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Fimmtíu og tvö móðurmál

"RÚMLEGA þrjúhundruð nemendur í grunnskólum landsins eiga sér annað móðurmál en íslensku, eða alls fimmtíu og tvö," segir Ingibjörg Hafstað, kennari og starfsmaður menntamálaráðuneytisins, en hún er verkefnisstjóri nýbúafræðslunnar, sem er þróunarverkefni á vegum ráðuneytisins. Meira
22. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 232 orð

Fjölbreytt starfsemi í Glerhúsinu

GLERHÚSIÐ á Akureyri verður opnað á ný á morgun, laugardag, en þar verður fjölbreytt starfsemi á vegum Blómavals í Reykjavík og Hölds á Akureyri. Bjarni Finnsson í Blómavali sagði að áhersla yrði lögð á að vera með þær vörur sem viðskiptavinum verslunarinnar stæðu til boða í Reykjavík og á sama verði og þá giltu öll tilboð á báðum stöðum. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 343 orð

Flugkonan var skoðuð en ekki lögð inn

HRAFNKELL Óskarsson, yfirlæknir á Sjúkrahúsi Suðurnesja, segir það ekki rétt sem kom fram í frétt Morgunblaðins á miðvikudag, að breska flugkonan hafi verið útskrifuð of snemma af sjúkrahúsinu. Hún hafi aldrei verið lögð þar inn. Meira
22. mars 1996 | Erlendar fréttir | 313 orð

Fram til orrustu gegn enskuslettum

FRANSKA stjórnin hyggst beita sér í auknum mæli fyrir því að hlítt verði svonefndum Toubon-lögum frá 1994 um að eingöngu skuli notuð franska í öllum opinberum skjölum, auglýsingum og fjölmiðlun. Philippe Douste-Blazy menningarmálaráðherra sagði í vikunni að sett yrði á laggirnar eftirlitsnefnd í þessu skyni undir forystu rithöfundarins Yves Berger. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fyrirtæki verði styrkt til mannaráðninga

LAGT er til í lagafrumvarpi á Alþingi að atvinnurekendur sem hafa 10 eða fleiri launþega í vinnu, fái rétt á endurgreiðslu af tryggingagjaldi og ábyrgðargjaldi ef þeir ráða atvinnulausa einstaklinga í vinnu. Meira
22. mars 1996 | Erlendar fréttir | 134 orð

Geðheilir geta séð ofsjónir

HOLLENSKIR læknar segja í grein í læknatímaritinu Lancet að geðheilt fólk sé oft haldið ofskynjunum en þori ekki að segja frá þeim af ótta við að verða talið geðveikt. Læknarnir segja að rannsókn þeirra bendi til þess að Charles Bonnet-heilkennin, sem einkennast af flóknum ofsjónum geðheils fólks, séu algeng meðal gamals fólks með slæma sjón. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 339 orð

Gefa átti lengri tíma til að semja

STJÓRNARANDSTÆÐINGAR á Alþingi gagnrýndu félagsmálaráðherra harðlega í gær fyrir að leggja fram og mæla fyrir frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Einn stjórnarþingmaður, Guðmundur Hallvarðsson Sjálfstæðisflokki, Meira
22. mars 1996 | Landsbyggðin | 254 orð

Góugleði hjá slysavarnafólki

Þórshöfn-Góugleðin sem haldin var sl. helgi er aðalfjáröflun og um leið árshátíð björgunarsveitarinnar Hafliða og slysavarnadeildar kvenna hér á Þórshöfn. Að þessu sinni stóð meira til en venjulega því nýi Hummer björgunarbíllinn kom í plássið sama dag og mikið fjáröflunarátak í gangi þess vegna. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 180 orð

Greiði bætur vegna hálkuslyss

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær eigendur verslunarinnar Blómavals til að greiða 54 ára konu, sem fótbrotnaði við fall á hálli gangstétt utan við verslunina í nóvember 1989, rúmlega 1,9 milljónir króna í bætur með vöxtum frá árinu 1989. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 34 orð

Grindavík í úrslit

GRINDVÍKINGAR tryggðu sér sæti í úrslitum úrvalsdeildarinnar í köfuknattleik í gærkvöldi með því að sigra Hauka 82:72, í fjórðu viðureign liðanna. Þar með eru Grindvíkingar komnir í úrslit þriðja árið í röð. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 352 orð

Halldór einn í bekk og 275 km í skólann

HALLDÓR Bergsteinsson er nýorðinn 16 ára gamall og er í 10. bekk eins og jafnaldrar hans. En það sem gerir nám hans frábrugðið námi jafnaldranna er að hann notar tölvu og er einn í bekk, í fjarnámi. Halldór er einu ári lengur heima en jafnaldrar hans hér á staðnum, því á Bakkafirði er enginn 10. bekkur. Meira
22. mars 1996 | Erlendar fréttir | 214 orð

Herforingi flýr Írak ÍRÖSKUM herforingja, Naza

ÍRÖSKUM herforingja, Nazar Khazraji, hefur verið veitt pólitískt hæli í Jórdaníu, að sögn upplýsingaráðherra stjórnarinnar í Amman. Hermt er að hann hafi komist úr landi með því að ferðast um héruð Kúrda í norðurhluta Íraks. Flótti Khazraji þykir áfall fyrir Saddam Hússein einræðisherra jafnvel þótt honum hafi verið bolað frá árið 1990 og ekki gegnt embætti í nokkur ár. Meira
22. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Hlutavelta í Húsi aldraðra

BARNABLAÐIÐ efnir til tombólu upp á gamla mátann í Húsi aldraðra við Gránufélagsgötu á Akureyri á laugardag, 23. mars. Á sama stað verður einnig köku- og munabasar. Húsið verður opnað kl. 14. Fjöldi vinninga er á þessari hlutaveltu, ljósakort, rjómaterta, strætisvagnakort, skautakort, passamyndataka, leikhús- og bíómiðar, matvara og bækur svo eitthvað sé nefnt. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 451 orð

Hlutur Íslands er 45.000 t af karfa

TILSKILINN meirihluti aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) samþykkti í gær á fundi í London málamiðlunartillögu Íslands og Grænlands um veiðistjórnun á úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 333 orð

Hollendingar yfirleitt í hópi þeirra efstu

HOLLENDINGAR hafa yfirleitt verið í hópi þeirra efstu, ef ekki efstir á svokölluðu TOEFL-prófi vegna inngöngu í bandaríska og kanadíska háskóla að sögn íslenska prófstjórans Þórunnar Jónsdóttur. Norðurlandabúar hafa verið í humátt á eftir Hollendingunum og Íslendingar þar meðtaldir. 360 Íslendingar taka prófið á hverju ári Meira
22. mars 1996 | Erlendar fréttir | 475 orð

Hóta áfram kvótum á laxinnflutning

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur ekki gefist upp í baráttunni gegn offramboði á norskum laxi og samkvæmt heimildum Aftenposten er framkvæmdastjórnin nú að undirbúa enn eina tilraun til að setja kvóta á innflutning frá Noregi. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 928 orð

Hvatning til að leysa aðrar fiskveiðideilur Utanríkis- og sjávarútvegsráðherra lýsa ánægju með niðusrtöðu fundar NEAFC í London.

NORÐAUSTUR-Atlantshafsfiskveiðinefndin, NEAFC, tók í gær ákvörðun á fundi í London um stjórn úthafskarfaveiða á Reykjaneshrygg á þessu ári. Meirihluti aðildarríkjanna greiddi málamiðlunartillögu Íslands og Grænlands atkvæði, en Rússland og Pólland voru á móti. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 762 orð

Íslendingar geta látið að sér kveða

NICHOLAS Howen, lögfræðingur hjá Amnesty International, segir smáríki á borð við Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki í tengslum við mannréttindamál. "Þið eruð lítið, sjálfstætt ríki sem leggur mikla áherslu á frelsi. Þið getið því starfað jafnt með hinum Norðurlandaþjóðunum að mannréttindabaráttu sem ein og sér." Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Landburður af boltaþorski

LANDBURÐUR af þorski hefur verið hjá Hornafjarðarbátum undanfarna daga. Það er langt síðan þetta hefur verið svona gott. Og allt boltaþorskur," sagði Bjarni Bragason stýrimaður á Erling SF þegar verið var að landa 40 tonnum úr bátnum á Höfn í gær. Bátarnir leggja netin út af Hálsum, 15-17 mílur frá Hornafirði. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 262 orð

Litlar skemmdir á Vini ÍS

ÞAÐ fór betur en á horfðist er eldur varð laus í vélarúmi línuskipsins Vins ÍS frá Bolungarvík, er skipið var statt skammt frá Deild á leið á miðin um kl. 23.30 á miðvikudagskvöld. Skipverjum tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins og sigldi skipið fyrir eigin vélarafli aftur til Bolungarvíkur. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 133 orð

Ljósmyndasýning grunnskóla og félagsmiðstöðva í Reykjavík

SÝNING á ljósmyndum, sem nemendur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Reykjavík hafa tekið, verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, föstudaginn 22. mars, kl. 16. Borgarstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, opnar sýninguna og afhendir verðlaun. Samtals bárust um 400 myndir í keppnina. Meira
22. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 364 orð

Margar fyrirspurnir borist að utan

UNDIRBÚNINGUR fyrir Arctic- Open miðnæturgolfmótið stendur nú yfir af fullum krafti hjá Golfklúbbi Akureyrar. Mótið fer fram á Jaðarsvellinum dagana 26.­29. júni og er það heldur seinna en undanfarin ár. Mótið hefur jafnan farið fram á Jónsmessunni, sem er 24. júní. Meira
22. mars 1996 | Landsbyggðin | 73 orð

Með árs millibili

Siglufirði- Einstök veðurblíða hefur ríkt undanfarið á Siglufirði og hefur veturinn í heild verið Siglfirðingum vægur, ólíkt síðustu vetrum. Þessar tvær myndir voru teknar frá sama sjónarhorni með árs millibili. Önnur er tekin 19. mars 1995 og hin 19. mars sl. Meira
22. mars 1996 | Erlendar fréttir | 158 orð

Menendez-bræður sekir um morð

KVIÐDÓMUR í Los Angeles úrskurðaði á miðvikudag að bræðurnir Erik og Lyle Menendez væru sekir um morð og samsæri en þeir urðu foreldrum sínum að bana árið 1989. Svo gæti farið að þeir yrðu dæmdir til dauða. Meira
22. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 26 orð

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli á morgun, laugardaginn 23. mars, í Svalbarðskirkju kl. 11 og í Grenivíkurkirkju kl. 13.30. Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirkju sunnudagskvöldið 24. mars kl. 21. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 239 orð

Mikilvægt að leggja rækt við tungumálakennslu

"ÉG HEF lagt ríka áherslu á að af því að góð þekking í tungumálum er lykillinn að svo mörgu fyrir smáþjóð eins og okkur yrðum við að leggja mikla rækt við kennslu í erlendum tungumálum," sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra í framhaldi af niðurstöðu samanburðarrannsóknar Stofnunar í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands á lesskilningi íslenskra og hollenskra stúdenta við upphaf háskólanáms. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 962 orð

Mælt fyrir málinu í ósátt við stjórnarandstöðu

FRUMVARPIÐ var tekið á dagskrá Alþingis í gærmorgun þrátt fyrir hörð mótmæli stjórnarandstæðinga sem sögðu það m.a. vera gerræðisleg vinnubrögð og móðgun við Alþingi að taka jafn viðamikið frumvarp til umræðu án þess að þingmenn fengju tíma til að kynna sér efni þess. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi á þriðjudagskvöld og sagði Ólafur G. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð

Ný Dagsbrún stofnuð

ÞEIR sem stóðu að framboði B-listans við kjör til stjórnar Dagsbrúnar í vetur hafa stofnað félag sem heitir Verkalýðsfélag Reykjavíkur og nágrennis ­ Ný Dagsbrún. Kristján Árnason, sem leiddi B-listann, segir að félagið verði opnað fyrir félagsmönnum ef nýkjörin stjórn Dagsbrúnar haldi áfram að hunsa sjónarmið B-listans. Meira
22. mars 1996 | Smáfréttir | 90 orð

NÝLEGA færði Hans Petersen hf. Íþróttasambandi fatlaðra

NÝLEGA færði Hans Petersen hf. Íþróttasambandi fatlaðra styrk að upphæð 474.225 kr. sem er hluti ágóða af jólakortum sem verslanir Hans Petersen hf. seldu fyrir jólin 1995. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð

Nýr formaður framleiðsluráðs

ÞÓRÓLFUR Sveinsson, bóndi á Ferjubakka II í Borgarfirði, var í gær kjörinn formaður framleiðsluráðs landbúnaðarins. Fráfarandi formaður, Haukur Halldórsson, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 218 orð

Nýsköpunarsjóður námsmanna fær 10 milljónir

BORGARRÁÐ hefur ákveðið að veita 10 milljónum til Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Áður hafði Alþingi samþykkt til hans 15 milljóna króna framlag á fjárlögum og er hann því 25 milljónir eða stærri en nokkru sinni fyrr á þessum árstíma. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 39 orð

Nýtt útlit Austurstrætis?

BORGARRÁÐ mun væntanlega fjalla um á þriðjudag tillögur sem Guðni Pálsson arkitekt hefur unnið fyrir Borgarskipulag Reykjavíkur um nýtt útlit Austurstrætis. Fjallað hefur verið um tillögurnar í skipulagsnefnd og menningarmálanefnd, með tilliti til hugsanlegrar staðsetningar listaverka. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 336 orð

Oddi kaupir hlut SH í Umbúðamiðstöðinni

PRENTSMIÐJAN Oddi hf. keypti í gær 78% hlut Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH) í Umbúðamiðstöðinni hf. Mun Oddi taka við rekstri fyrirtækisins sem verður með svipuðu sniði enn um sinn, segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda. Aðrir hluthafar eru ýmis fiskvinnslufyrirtæki og einstaklingar. Kaupverð fékkst ekki uppgefið. Meira
22. mars 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Ótroðnar slóðir í auglýsingamennsku

Flateyri-Sr. Gunnar Björnsson sóknarprestur að Holti í Önundarfirði fer ekki hefðbundnar leiðir þegar hann auglýsir messugjörð. Á sínum gljáfægða bíl ekur hann um sveitir með auglýsingu í aftari glugga um leið og hann setur auglýsingu hér og þar inn á réttu stöðunum. Allar auglýsingarnar eru listilega og smekklega handskrifaðar. Meira
22. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Óvissa um bensínsölu

SVEITARSTJÓRN Skútustaðahrepps sýnist sem nokkur óvissa sé ríkjandi um framtíðarþjónustu varðandi sölu á eldsneyti fyrir bíla í sveitinni. Fram kemur í bókun sveitarstjórnar að afgreiðslutími á Skútustöðum sé takmarkaður yfir veturinn. Stöðuleyfi Esso í Reykjahlíð sé útrunnið og ekki hafi verið sótt um endurnýjun eða aðra lóð. Meira
22. mars 1996 | Erlendar fréttir | 341 orð

Perot íhugar forsetaframboð

BANDARÍSKI auðkýfingurinn Ross Perot frá Texas íhugar að bjóða sig fram til forseta ef nýstofnaður Umbótaflokkur hans fer fram á það við hann. Í kosningunum 1992 hlaut Perot um 19% fylgi og telja stjórnmálaskýrendur víst að hann hafi tekið það aðallega frá repúblikananum George Bush. Meira
22. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 152 orð

Polaris á Akureyri hefur flutt inn vélsleða í 20 ár

UM ÞESSAR mundir eru 20 ár frá því að fyrsti vélsleðinn af Polaris gerð var fluttur til landsins af Polarisumboðinu á Akureyri. Áhugi fyrir vélsleðum hefur aukist jafnt og þétt á þessu tímabili og hefur umboðið selt eitthvað á fjórða þúsund sleða á síðustu 20 árum. Polaris er eitt þekktasta merkið í vélsleðum og hérlendis hafa slíkir vélsleðar verið í fremstu röð í ýmiss konar keppni. Meira
22. mars 1996 | Erlendar fréttir | 99 orð

Reykti sig í hel

19 ÁRA Kínverji reykti 100 sígarettur í einni lotu nýlega og vann þar með veðmál við vin sinn en uppátækið kostaði hann lífið. Þegar táningurinn hafði tæmt fimmta pakkann varð hann skyndilega náfölur og hneig niður. Læknir úrskurðaði að hann hefði látist af völdum "hjartaáfalls vegna óhóflegrar inntöku sígarettureyks og alvarlegrar nikótíneitrunar". Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 492 orð

Riða finnst ekki í íslenskum nautgripum

RIÐA í kindum hefur ekki borist í nautgripi hér á landi. Ekki hefur heldur verið sýnt fram á tengsl á milli þriggja íslenskra tilfella af Creutzfeld-Jakob veiki í fólki og riðu að því er fram kemur í samtali við Sigurð Sigurðarson dýralækni á Keldum. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Samæfing Björgunarsveita og LHG vegna hugsanlegrar nauðlendingar flugvélar á sjó

BJÖRGUNARDEILD Slysavarnafélag Íslands stendur fyrir æfingu með björgunarsveitarmönnum félagsins á Suðurnesjum, þ.e. björgunarsveitum SVFÍ í Sandgerði, Garðinum, Vogum, Höfnum og Grindavík, laugardaginn 23. mars. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 90 orð

Segir frá starfi á Vesturbakkanum

FÉLAGIÐ Ísland-Palestína efnir til kaffifundar laugardaginn 23. mars nk. í Lækjarbrekku. Gestur fundarins er Sigurbjörg Söebech, hjúkrunarfræðingur, sem er nýkomin heim frá Palestínu þar sem hún starfaði í rúmt ár á vegum Alþjóða Rauða krossins. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Sina brennd á tveimur stöðum

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út tvívegis á miðvikudag vegna sinubruna og slökkvilið Hafnarfjarðar hefur líka verið kallað út vegna sinubruna. Var eldur borinn í sinu í Fossvogi og Víðidal en að sögn slökkviliðs var um minniháttar bruna að ræða. Fyrir sunnan Vallarbarð í Hafnarfirði var kveiktur sinueldur á miðvikudag en lögregla slökkti sjálf í eldinum. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 195 orð

Sjónmengun á sólskinsdegi

HVÍTI flekkurinn á móts við Lýsi hf. á Eiðisgranda var ekki til mikillar prýði í góða veðrinu á miðvikudag. Af honum er hins vegar ekki önnur mengun en leiðinleg sjónmengun að sögn Baldurs Hjaltasonar, framkvæmdastjóra Lýsis. Hann segir að flekkurinn myndist við afsýringu á lýsi yfir hávetrarvertíðina frá febrúar fram í apríl. Meira
22. mars 1996 | Erlendar fréttir | 163 orð

Skref í átt að stjórnarmyndun

ÞJÓÐARFLOKKURINN á Spáni hefur tekið fyrsta skrefið í átt að myndun nýrrar ríkisstjórnar með samkomulagi við flokk Katalóna, Convergencia i Unio (CiU), um skiptingu sæta í þingnefndum. Joaquim Molins, talsmaður CiU, Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Sóknarnefnd sýknuð af kröfu um lögfræðikostnað

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær sóknarnefnd Digranessóknar af kröfum 25 sóknarbarna sem krafist höfðu þess að sóknarnefndin greiddi lögfræðikostnað sem íbúarnir höfðu af því að andæfa fyrirhugaðri byggingu sóknarkirkju á Víghóli. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Sólstöðuhópurinn ræðir um sorg barna

SÓLSTÖÐUHÓPURINN gengst fyrir fyrirlestri í Norræna húsinu laugardaginn 23. mars kl. 13. Fyrirlesturinn er opinn öllum er áhuga hafa á og kostar 500 kr. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: Glíma barna við sorg og eru fyrirlesarar þau Inga Stefánsdóttir og Sigurður Ragnarsson, sálfræðingur. Einnig mun Ingibjörg Marteinsdóttir syngja einsöng. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 190 orð

Stjórnarandstaða með eigin frumvörp

FORMENN Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Þjóðvaka lögðu í gær fram á Alþingi tvö frumvörp um breytingu á skattlagningu fjármagnstekna, um leið og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra lagði fram frumvörp um sama efni. Frumvörp ráðherra byggjast á áliti nefndar allra flokka, sem náði málamiðlun um málið í febrúar. Meira
22. mars 1996 | Fréttaskýringar | 489 orð

Stjörnukisi og stjörnutík

MÚSÍKTILRAUNIR hófust fyrir rúmri viku, í gær var annað tilraunakvöldið af fjórum og í kvöld verður það þriðja þegar sjö hljómsveitir bítast um tvö sæti í úrslitum. Tónlist sveitanna er ólíkrar gerðar eins og svo oft áður, en í kvöld takast meðal annars á stjörnukisi og stjörnutík og fram kemur hljómsveit sem skipuð er stúlkum að mestu. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 433 orð

Strax hafinn undirbúningur að viðbyggingu á Höfn

BÆJARSTJÓRN Hornafjarðar afgreiddi í gær nýja samþykkt um grunnskólahald í Hornafirði. Samþykktin gerir eins og fyrr ráð fyrir þrískiptingu Grunnskóla Hornafjarðar og að yngstu nemendunum verði ekið 7 km leið í Nesjaskóla. Meira
22. mars 1996 | Erlendar fréttir | 256 orð

Sænska þingið samþykkir Persson

GÖRAN Persson hlaut fulltingi sænska þingsins í gær til að stýra nýrri ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins. Hlaut hann 178 atkvæði, enginn greiddi mótatkvæði en 154 þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Meira
22. mars 1996 | Erlendar fréttir | 131 orð

UEFA gagnrýnir dóm í Bosman-málinu

FULLTRÚAR Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gagnrýndu nýlega ákvörðun Evrópudómstólsins í svokölluðu "Bosman-máli" harðlega er þeir mættu á fund hjá Evrópuþinginu í Brussel í gær. Samkvæmt úrskurðinum er ekki hægt að takmarka fjölda leikmanna frá öðrum Evrópuríkjum hjá knattspyrnuliðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Úrskurðað í dag

SÉRA Bolli Gústafsson vígslubiskup mun í dag kveða upp úrskurð í Langholtskirkjudeilunni. Hann hefur kallað séra Flóka Kristinsson sóknarprest í Langholtskirkju og Jón Stefánsson organista á sinn fund eftir hádegið, þar sem hann ætlar að kynna þeim niðurstöðu sína. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 479 orð

Úttekt gerð á öllum bakaríum með tilliti til hreinlætis

HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur mun á næstunni gera úttekt á öllum bakaríum í höfuðborginni með tilliti til hreinlætis, og er það hluti af kröfum sem gerðar verða til allra matvælafyrirtækja um að koma upp innra eftirliti. Þau áttu að vera búin að koma á þessu eftirliti fyrir 14. desember sl. Meira
22. mars 1996 | Smáfréttir | 57 orð

VINÁTTUFÉLAG Íslands og Kúbu heldur aðalfund laugardaginn 30. mars kl

VINÁTTUFÉLAG Íslands og Kúbu heldur aðalfund laugardaginn 30. mars kl. 14 á veitingahúsinu Lækjarbrekku, efri hæð. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, auk skýrslu og umræðna um Kúbu í dag og verkefni félagsins. Stjórn VÍK skipa Gunnar Magnússon, Inga Sigurðardóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður, Sigurlaug S. Meira
22. mars 1996 | Erlendar fréttir | 56 orð

Vínsafn Stalíns

ÞESSI georgíski kjallarameistari heldur hér á flösku úr einkavínsafni Jósefs heitins Stalíns en það var flutt til Tbilisi í Georgíu, ættlands hans, árið 1956. Þar gleymdist það öllum þar til það fannst nú nýlega. Eru flöskurnar 450, aðallega georgísk vín en einnig frönsk og spænsk. Ákveðið hefur verið að koma þeim fyrir á safni. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

VÍ og FB talast á um græðgi

ÚRSLIT í Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna verður haldin í kvöld, 22. mars, í sal 1 í Háskólabíói. Að þessu sinni eigast við Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Verzlunarskóli Íslands og umræðuefnið er græðgi, sem VÍ mælir með en FB á móti. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 161 orð

Yfirlýsing undirskriftarhóps

HÓPUR sem stóð að undirskriftasöfnun meðal sóknarbarna í Langholtssókn hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna "ásakana sóknarprests, Flóka Kristinssonar og lögmanns hans, Sigurðar G. Kristinssonar," þess efnis að vegið hafið verið "að starfsheiðri sóknarprests og æru". 40% sóknarbarna skrifuðu undir tillögu þess efnis að séra Flóki viki úr starfi. Meira
22. mars 1996 | Erlendar fréttir | 639 orð

Þrýst á ESB að banna innflutning á bresku nautakjöti

HRUN blasir við breskum nautgriparæktendum í kjölfar yfirlýsinga breskra ráðamanna um að menn geti smitast af kúariðu. Frakkar og Belgar bönnuðu í gær innflutning bresks nautakjöts og uppi eru raddir um að bann taki til alls Evrópusambandsins. Meira
22. mars 1996 | Innlendar fréttir | 250 orð

Öryggi barna í bílum

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands, Umferðarráð og "Betri borg fyrir börn" (samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og SVFÍ) efna saman til átaks til að vekja athygli á mikilvægi öryggis barna í bílum dagana 25.­29. mars nk. Meira

Ritstjórnargreinar

22. mars 1996 | Staksteinar | 398 orð

»Áhyggjur af tungumálakunnáttu Í FORYSTUGREIN í Svenska Dagbladet er

Í FORYSTUGREIN í Svenska Dagbladet er fjallað um áhyggjur manna af því að tungumálakunnáttu nemenda fari þverrandi í Svíþjóð. Ömurleg grunnþekking Í LEIÐARANUM segir m.a.: "Tungumáladeildir sænskra háskóla eru ekki ánægðar með tungumálakunnáttu margra þeirra nemenda er koma til þeirra. Það á ekki einungis við um erlend tungumál heldur einnig sænsku. Meira
22. mars 1996 | Leiðarar | 525 orð

leiðariSAMEINING HÁTÆKNISJÚKRAHÚSA EILBRIGÐISRÁÐHERRA hefu

leiðariSAMEINING HÁTÆKNISJÚKRAHÚSA EILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur kynnt tillögur um samvinnu og verkaskiptingu sjúkrahúsa í Reykjavíkur- og Reykjanesskjördæmum fram til aldamóta. Í þeim eru viðraðar ýmsar leiðir til hagræðingar og sparnaðar. Meira

Menning

22. mars 1996 | Menningarlíf | 956 orð

Af draumadísum og prinsum

Leikstjórn og handrit: Ásdís Thoroddsen. Framleiðandi: Martin Schluter. Kvikmyndataka: Halldór Gunnarsson. Hljóðupptaka: Sigurður Hr. Sigurðsson. Leikmynd: Þorvaldur Böðvar Jónsson. Leikmunir: Guðjón Sigmundsson. Búningar: María Valles. Förðun: Dóra Takefusa. Klipping: Valdís Óskarsdóttir. Hljóðvinnsla: Ingvar Lundberg Jónsson og Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson. Tónlist: Einar A. Melax. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 93 orð

Afrakstur ljósmyndanámskeiðs

LJÓSMYNDASÝNING verður opnuð í Myndási, Laugarásvegi 1, næstkomandi laugardag kl. 14. Þar verður til sýnis afrakstur ljósmyndanámskeiðs sem haldið var í svokallaðri opinni viku við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Meira
22. mars 1996 | Fólk í fréttum | 629 orð

Allir að hlusta á allt

BRESK danstónlist nýtur mikillar og vaxandi hylli hér á landi, en hér er einmitt staddur hópur breskra tónlistarmanna og tekur þátt í hátíðinni Mallað og brallað sem haldin verður í Tunglinu í kvöld og annað kvöld. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 153 orð

Bandarískur skólakór heimsækir Ísland

BANDARÍSKUR skólakór frá Kentucky, The Chamber Singers of Artherton High School, heimsækir Ísland dagana 21.-26. mars. Í kórnum eru 30 söngvarar á aldrinum 16-18 ára og er stjórnandi þeirra Stephen Lin. Kórinn syngur við messu í Hallgrímskirkju á sunnudag kl. 11 og heldur tónlieika í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni mánudaginn 25. mars kl. 20.30. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 116 orð

Benjamín dúfa í Svíþjóð og Þýskalandi

NÚ í vor hefjast sýningar á Benjamín dúfu í Svíþjóð og Þýskalandi og nýverið hófust sýningar á henni í Borgarbíói, og enn er hún sýnd í Stjörnubíói. Benjamín dúfa var sem kunnugt er valin í hóp 13. mynda sem kepptu til úrslita sem besta barnamyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni. Meira
22. mars 1996 | Fjölmiðlar | 647 orð

Blaðajöfur í tölvuheimi

KENNETH Thomson, lávarður af Fleet, er auðugasti maður Kanada og eru eignir hans metnar á þrjá milljarða bandaríkjadala. En hann lítur út fyrir að vera bankagjaldkeri og á það til að safna forða af hamborgarabrauði þegar það fæst á útsöluverði að sögn ævisöguhöfundar hans. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Ferðalangar

Soffía Sæmundsdóttir. Opið virka daga frá 10­18, laugardaga frá 10­17, sunnudaga frá 14­17. Til 31 marz. Aðgangur ókeypis. TIL eru málarar sem hafa látið heillast af íkonamálverkinu, sökum allra þeirra upphöfnu tákna sem það inniheldur, dulræna boðskaps og stílfærðu vinnubragða. Meira
22. mars 1996 | Fólk í fréttum | 42 orð

Fertugsafmæli sparisjóðs

SPARISJÓÐUR Kópavogs hélt upp á fjörutíu ára afmæli sitt á miðvikudaginn. Boðið var upp á kaffi og afmælistertu, auk þess sem blöðrur og bolir voru gefin. Meðfylgjandi mynd var tekin í útibúi sparisjóðsins í austurhluta bæjarins á afmælisdaginn. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 433 orð

Fyrirgefning syndanna

Leikstjóri Tim Robbins. Handritshöfundur Tim Robbins, byggt á samnefndri bók Helen Prejean. Kvikmyndatökustjóri Roger A. Deakins. Tónlist David Robbins. Aðalleikendur Susan Sarandon, Sean Penn, Robert Prosky, Raymond J. Barry, R. Lee Ermey, Celia Weston, Louis Smith, Scott Wilson. Bandarísk. Polygram 1995. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 105 orð

Gítardúett í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

GÍTARTÓNLEIKAR verða haldnir á laugardag kl. 17. í Listasafni Sigurjóns Ólasonar. Það er gítardúettinn Icetone 4 2 sem spilar á tónleikunum, dúettinn mynda gítarleikararnir Símon H. Ívarsson og Michael Hillenstedt. Á tónleikunum leika þeir verk frá ýmsum löndum og tímabilum tónlistarsögunnar og er lögð áhersla á fjölbreytileika í efnisskránni. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 69 orð

Góla sýnir í Listasetrinu

SÝNING "Gólu", Gunnhildar Ólafsdóttur, hefst í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi á laugardag. Gunnhildur sýnir þar grafíkverk, (tréristur og steinþrykk). Gunnhildur er fædd árið 1954 og útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1989. Þetta er þriðja einkasýning hennar og hefur hún einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningunni lýkur 8. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 102 orð

Grafíksýning framlengd

SÝNING á steinþrykki eftir danska listamannin Sven Havsteen-Mikkelsen í anddyri Norræna hússins verður framlengd til 31. mars. Á sýningunni eru meðal annars myndir, sem hann gerði 1965, þegar hann ferðaðist um Ísland ásamt danska rithöfundinum Martin A. Hansen. Afrakstur ferðarinnar var ferðasagan Rejse paa Island, sem Sven Havsteen-Mikkelsen myndskreytti. Meira
22. mars 1996 | Fjölmiðlar | 139 orð

Greinar falsaðar í Montrealblaði

BLAÐIÐ Le Devoir í Montreal rannsakar skemmdarverk" á tveimur greinum, sem var breytt á þann veg að þær báru vott um kynþáttahroka og dónaskap þegar þær birtust í blaðinu. Blaðið baðst afsökunar á því á forsíðu að einhver hefði átt við textann og falsað hann án vitundar okkar og þrátt fyrir árvekni okkar. Meira
22. mars 1996 | Fjölmiðlar | 311 orð

Hagnaður Telegraph- blaðanna minni 1995

BREZKA blaðaútgáfan Telegraph Plc hermir að hagnaður fyrirtækisins hafi minnkað um 21% á sama tíma og dagblaðapappír hafi hækkað í verði og afleiðingar verðstríðs hafi sagt til sín. Hagnaður af útgáfu Daily Telegraph og systurblaðsins Sunday Telegraph 1995 minnkaði í 35.5 milljónir punda úr 45.0 milljónum 1994. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 60 orð

Héraævintýri í Norræna húsinu

SEX finnskar teiknimyndir verða sýndar á sunnudag í Norræna húsinu kl. 14. Þar segir frá héranum sem er alltaf að gabba aðra. Hann lendir oft í vandræðum, en alltaf bjargar hann sér með klókindum. Að auki verða sýndar teiknimyndirnar "Sumardagur Kalla kanínu" og "Hérinn og frostið". Myndirnar eru með finnsku tali og eru ætlaðar ungum börnum. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 112 orð

Íkonaskoðun í Listasafninu

Í TILEFNI af sýningu á íkonum frá Norður-Rússlandi í Listasafni Íslands býður safnið á ný upp á skoðun á rússneskum íkonum í eigu Íslendinga, en íkonasýningunni sjálfri lauk síðastliðinn sunnudag. Tveir sérfræðingar frá Listasafninu í Arkangelsk eru nú staddir hér á vegum safnsins og munu þeir taka við íkonum til skoðunar laugardaginn 23. mars kl. 10-18. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 694 orð

Jón Nordal, Tallis og Allegri í Hallgrímskirkju

TÓNLEIKAR á vegum Mótettukórs Hallgrímskirkju og Listvinafélags kirkjunnar verða haldnir í Hallgrímskirkju sunnudaginn 24. mars kl. 17. Flutt verða þrjú tónverk, Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal og tvær sögufrægar mótettur eftir Tallis og Allegri. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju, Sverrir Guðjónsson og Þóra Einarsdóttir. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 78 orð

Kammersveitin í Seltjarnarneskirkju

KAMMERSVEIT Seltjarnarness heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju næstkomandi sunnudag kl. 20.30. Þetta er 6. starfsár hljómsveitarinnar. Á efnisskrá eru fjögur verk: Dagdraumar og tölustafir eftir Hafliða Hallgrímsson. Píanókonsert í A dúr BWV 1055 eftir Johann Sebastian Bach, Elegie op. 4 nr. 1 eftir Leevi Madetoja og Divertimento fyrir strengjasveit eftir Einojuhani Rautavara. Meira
22. mars 1996 | Fjölmiðlar | 439 orð

Kirch lykilmaður í ráðagerð Murdochs

ÞÝZKI fjölmiðlajöfurinn Leo Kirch virðist geta orðið lykilmaður í tilraunum Ástralíumannsins Ruperts Murdochs til að láta að sér kveða á sviði stafræns áskriftarsjónvarps í Evrópu í samvinnu við aðra. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 133 orð

Kóramót á Þórshöfn

KIRKJUKÓRASAMBAND N- Þingeyjarsýslu stóð fyrir kóramóti á Þórshöfn fyrir skömmu og var þar margt um manninn. Fjórir kórar mættust og sungu þeir allir saman og einnig hver kór fyrir sig. Stjórnendur og undirleikarar voru þær Alexandra Szarnowska og Edyta K. Lachor á Þórshöfn, Stefanía Sigurgeirsdóttir á Raufarhöfn og Sigrún Jónsdóttir á Kópaskeri. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 52 orð

Kór Dalvíkurkirkju syngur í Árbæjarkirkju

KÓR Dalvíkurkirkju syngur í Árbæjarkirkju laugardaginn 23. mars kl. 15 ásamt kór Árbæjarkirkju. Flutt verða verk eftir Mozart, Fauré, Elgar, Nyberg, Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Nordal o.fl. Einsöngvarar eru; Katrín Sigurðardóttir, Jón Þorsteinsson og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Undirleikari er Lidia Kolosowska. Meira
22. mars 1996 | Fólk í fréttum | 118 orð

Laugarásbíó forsýnir Náið þeim stutta

LAUGARÁSBÍÓ forsýnir um helgina, föstudaginn 22. og laugardaginn 23. mars, kvikmyndina Náið þeim stutta eða "Get Shorty" með John Travolta, Gene Hackman, Rene Russo og Danny DeVito í aðalhlutverkum. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 203 orð

Ljóðatónleikar í Norræna húsinu

GUÐRÚN Edda Gunnarsdóttir, mezzósópransöngkona, og Iwona Jagla, píanóleikari, halda tónleika í Norræna húsinu, sunnudagskvöldið 24. mars kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Pál Ísólfsson, Markús Kristjánsson og Jórunni Viðar. Síðan flytja þær kunnar perlur eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré og þýska tónskáldið Richard Strauss. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 59 orð

Málverk, skúlptúr og nútímaleg flöskuskeyti

NÚVERANDI sýningum á Kjarvalsstöðum þar sem stefnt er saman verkum eftir Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur, Kjartan Ólason og Philippe Richard lýkur nú á sunnudag. Í austursal heldur hins vegar áfram sýning á verkum Kjarvals sem Helgi Þorgils Friðjónsson hefur valið. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10-18. Kaffistofan og safnaverslunin eru opnar á sama tíma. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 234 orð

Meiri djass á Álftanesi

TRÍÓ Björns Thoroddsen og Egill Ólafsson spila á sunnudagskvöld kl. 21 í samkomusal íþróttahúss Bessastaðahrepps. Þar munu þeir spila efni af nýrri geislaplötu, Híf opp. Dagskráin er á vegum menningar- og listafélagsins Dægradvalar. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 101 orð

Norræn heimilisiðnaðarsýning

SÝNING á norrænum heimilisiðnaði í sýningarsölum Norræna hússins stendur nú yfir. Náttúran er þema sýningarinnar og hráefnið í mununum er úr sjó og af landi, úr mó og mold, haga sem skógi, af dýrum og einnig eru efni endurnýtt. Handverksfólk frá öllum Norðurlöndum á verk á sýningunni, þar á meðal tólf íslenskir þátttakendur. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 177 orð

Norræn útvarpsleikhússverðlaun veitt í fyrsta sinn

FYRIR nokkru ákváðu útvarpsleikhúsin á Norðurlöndum að stofna til nýrra norrænna útvarpsleikhússverðlauna sem verða afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í dag, 22. mars, í ABC-leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Meira
22. mars 1996 | Fólk í fréttum | 307 orð

Pönkið blómstrar í Hollandi

Pönkararnir í hollensku sveitinni Bobwire eru ekki eins ógnvekjandi og tónlist þeirra gefur óreyndum ef til vill til kynna. Að minnsta kosti slapp blaðamaður Morgunblaðsins óskaddaður frá þessu viðtali. Meira
22. mars 1996 | Fólk í fréttum | 145 orð

Regnboginn sýnir Á förum frá Vegas

REGNBOGINN hefur hafið sýningar á myndinni "Leaving Las Vegas" eða Á förum frá Vegas. Sýningin verður í samvinnu Skífunnar ehf., dreifingaraðila myndarinnar hérlendis og SÁÁ og rennur allur ágóði af sýningunni til starfsemi SÁÁ. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 63 orð

Reynir sýnir ljósmyndir á 22

MYNDLISTARMAÐURINN Reynir Katrínarson opnar ljósmyndasýningu á Laugavegi 22 á laugardag kl. 18. Reynir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1976-80. Hann er meðlimur í UKS (Unge kunstneres samfund) og Evolution. Reynir hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis og tekið þátt i mörgum samsýningum víða um heim. Sýningin stendur til 20. Meira
22. mars 1996 | Fjölmiðlar | 144 orð

Ritstjóraskipti í Danmörku

HANS Dam hefur ákveðið að hætta sem aðalritstjóri Berlingske Tidende. Hann tekur 1. maí við af Bent A. Koch sem aðalritstjóri og framkvæmdastjóri Fyns Stiftstidende í Óðinsvéum. Bent A. Koch hefur gegnt þessu starfi í 14 ár. Dam er fimmtugur að aldri og hefur verið aðalritstjóri á Berlingske í 13 ár. Við starfi hans tekur Anne E. Jensen. Meira
22. mars 1996 | Fólk í fréttum | 139 orð

Sambíóin frumsýna Á valdi óttans

BÍÓHÖLLIN og Bíóborgin hafa tekið til sýninga kvikmyndina Á valdi óttans eða "Copycat". Það eru leikkonurnar Sigourney Weaver og Holly Hunter sam fara með aðahlutverkin. Fjöldamorðingi gengur laus í San Francisco og vekur það athygli Helen Hudson (Weaver), sem er afbrotasálfræðingur og hefur sérhæft sig í málefnum fjöldamorðingja. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 31 orð

Síðasta sýning á Þrenningu

Í KVÖLD verður síðasta sýning Íslenska dansflokksins á Þrenningu í Íslensku óperunni. Verkið samanstendur af þremur sjálfstæðum verkum eftir þau Hlíf Svavarsdóttur, Láru Stefánsdóttur og David Greenall. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 76 orð

Stórsveitaveisla í Ráðhúsi Reykjavíkur

STÓRSVEITAVEISLA verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 24. mars kl. 16.00. Stórsveit Reykjavíkur verður þar með tónleika ásamt öllum þeim léttsveitum sem starfandi eru á suðvesturhorni landsins. Auk Stórsveitar Reykjavíkur eru það Stórsveit Tónlistarskóla FÍH, Léttsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Léttsveit Tónlistarskóla Keflavíkur sem þarna munu koma fram. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 33 orð

Sýningu Einars að ljúka

SÝNINGU Einars Marinós Magnússonar í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg lýkur nú á sunnudag. Einar sýnir skúlptúrverk unnin úr járni, stáli, kopar og gleri Stöðlakot er opið daglega frá kl. 14-18. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 83 orð

Tónleikar Samkórs Oddakirkju

SAMKÓR Oddakirkju heldur tónleika í kvöld kl. 21 í Njálsbúð. Eftirtalið tónlistarfólk kemur fram. Kórsöngur: Samkór Oddakirkju. Einsöngur: Ásta Begga Ólafsdóttir sópransöngkona og Magnús Ástvaldsson bassasöngvari. Dúett: Sigurður Sigmundsson tenórsöngvari og Magnús Ástvaldsson bassasöngvari; Ásta Begga Ólafsdóttir sópransöngkona og Gísli Sveinsson tenórsöngvari. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 272 orð

Viðurkenning fyrir frumsamda íslenska fræðibók

FÉLAG bókasafnsfræðinga veitti í gær Láru V. Júlíusdóttur viðurkenningu fyrir bókina Stéttarfélög og vinnudeilur sem Alþýðusamband Íslands gaf út í fyrra. Viðurkenningin er fyrir frumsamda íslenska fræðibók fyrir fullorðna og er veitt í fjórða sinn. Fræðibækur annars vegar fyrir börn og hins vegar fyrir fullorðna hljóta að jafnaði viðurkenningu. Meira
22. mars 1996 | Menningarlíf | 56 orð

Vortónleikar Tónlistarskóla Kópavogs

Í LOK mars verður Tónlistarskóli Kópavogs með ferna tónleika í tónleikasal skólans, Hamraborg 11 Nemendur á neðri stigum laugardaginn 23. mars kl. 11, nemendur á efri stigum mánudaginn 25. mars kl. 18, söngnemendur þriðjudaginn 26. mars kl. 20.30 og nemendur í píanóleik laugardaginn 30. mars kl. 11. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Meira
22. mars 1996 | Fjölmiðlar | 139 orð

(fyrirsögn vantar)

JÓHANN Ingi Árnason, 26 ára fjölmiðlafræðingur, hefur verið ráðinn ritstjóri Skinfaxa, sem er tímarit Ungmennafélags Íslands. Jóhann Ingi tók við blaðinu af Jóhönnu Sigþórsdóttur, sem lét af störfum á síðasta ári. Meira

Umræðan

22. mars 1996 | Aðsent efni | 718 orð

48 funda samráð

FRUMVARP félagsmálaráðherra um séttarfélög og vinnudeilur hefur fengið heldur óblíðar viðtökur forsvarsmanna verkalýðsghreyfingarinnar. Ekki efnislega heldur er látið að því liggja að ráðherra hafi rifið málið úr höndum aðila vinnumarkaðarins þegar það var á viðkvæmu stigi. Þetta er alrangt og í raun um vísvitandi útúrsnúninga að ræða. Meira
22. mars 1996 | Aðsent efni | 1121 orð

Agnes ­ fyrir hvern?

FYRIR u.þ.b. ári las ég í blaði að verið væri að vinna að gerð kvikmyndar byggða á síðustu aftökunni á Íslandi. Ég fylltist tilhlökkun, þetta var mynd sem ég vildi gjarnan sjá. Myndin var svo frumsýnd 22. des. sl. og viku síðar dreif ég mig, ásamt tveimur fullorðnum frændsystkinum mínum. Meira
22. mars 1996 | Aðsent efni | 1030 orð

Eiga þrír menn að ráða þessu?

MIKIL umræða hefur verið um vegamál í Reykholtsdal og voru viðbrögð allundarleg þegar meirihluti íbúa Reykholtsdalshrepps tók sig til og lét í ljós skoðun sína á því hvort þeir vildu næstu 30 árin eða svo aka "Ruddann", eða neðri leiðina svokölluðu. Það er rétt að rekja feril málsins í stuttu máli þannig að þeir sem ekki þekkja það fái réttan skilning á því sem satt er og rétt. Meira
22. mars 1996 | Aðsent efni | 481 orð

Finnur finnur annan sökudólg

FINNUR Ingólfsson gagnrýndi fyrrverandi ríkisstjórnir fyrir að hafa ekki hemil á vaxtastiginu. Ef mig rangminnir ekki þá krafðist hann þess að beitt yrði handafli til þess að lækka vexti. Finnur er enn áhugamaður um lækkun vaxta en er nú í erfiðri stöðu. Nú er hann bankamálaráðherra. Í Morgunblaðinu 13. mars sl. Meira
22. mars 1996 | Aðsent efni | 683 orð

Fjölmiðlaofbeldi: Danskar niðurstöður

Á SÍÐASTA ári birtust í Danmörku niðurstöður stjórnskipaðrar nefndar sem hafði það hlutverk að meta áhrif ofbeldis í fjölmiðlum (fyrst og fremst sjónvarpi og myndböndum) á börn og ungmenni og leggja fram tillögur til aðgerða ef þörf þætti. Nefndin fór yfir þær fjölmörgu rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu og í ljósi heildarniðurstöðu þeirrar yfirferðar samdi hún sínar tillögur. Meira
22. mars 1996 | Aðsent efni | 478 orð

Forsetaefni að mínu skapi

AÐ UNDANFÖRNU hef ég hugleitt hvernig komið sé fyrir íslensku þjóðinni í dag. Þjóðlífið einkennist af neikvæðum fréttum, hneykslismálin hrannast upp og fjölmiðlar og fólk veltir sér upp úr ástandinu. "Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg"? Ég leyfi mér að efast um það. Þjóðin er hnípin og lágkúran hefur tekið völdin í þjóðlífinu. Meira
22. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 336 orð

Hvað er Nytjamarkaður Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands?

EINS OG við vitum eru auðlindir jarðar takmarkaðar, því er okkur skylt að nýta þær af skynsemi. Ennfremur að reyna að draga úr mengun, auka gróðurvernd og nýta hlutina betur en við höfum gert. Í því ljósi m.a. getur Nytjamarkaður Rauða krossins orðið að gagni. Tilgangur Nytjamarkaðarins er að stuðla að betri nýtingu nytjahluta, sem eru m.a. húsgögn, leikföng, borðbúnaður, ísskápar og sjónvörp. Meira
22. mars 1996 | Aðsent efni | 1483 orð

Hverjum kirkja Guðs þarf á að halda?

UMRÆÐA um málefni kirkjunnar og trúarinnar á Krist hefur oft goldið þess að þátttakendur telja ýmist að ekki sé hönd á neinu festandi eða þeir leggja til grundvallar sjónarmið sem eru í fremsta máta afleidd. Meira
22. mars 1996 | Aðsent efni | 569 orð

Maður segir ekki nei við foreldra sína!

Í DV mánudaginn 19. febrúar var svohljóðandi fyrirsögn: Ósiðlegt að lokka börnin með peningagjöfum. Í greininni gagnrýnir Gunnlaugur Sigmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, banka og kortafyrirtæki fyrir siðleysi. Ungt fólk fær gylliboð í formi styrkja eða afsláttar ef það tekur kreditkort með a.m.k. 400 þúsund króna ábyrgð foreldra sinna. Meira
22. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 962 orð

Margt er óréttlætið í henni veröld

ÞAÐ ER fimmtudagsmorgunn. Dyrabjallan gellur. Við dyrnar standa litli og stóri. Ég þekki þann litla, ein þriggja ára úr næsta húsi að heimsækja mína. Þær fagnandi heilsast og hjálpast við að klæða kuldaflíkurnar af aðkomusnótinni. Þann stóra hef ég aldrei séð. Meira
22. mars 1996 | Aðsent efni | 849 orð

Menningarborg Evrópu '96

Í KAUPMANNAHÖFN er fimbulveturinn '96 að losa takið og borgin ætlar að hita upp með mörgum spennandi viðburðum á árinu. Meðal margvíslegs efnis eru nokkrir séríslenskir þættir og megum við vera stolt yfir að íslenskir liðir hafa verið valdir úr þeim mörg þúsund hugmyndum er bárust að dagskrá. Meira
22. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 458 orð

Menning til menntunar

BANDALAG íslenskra sérskólanema (BÍSN) gefur sig út fyrir það að styðja félagsmenn sína á sviði lánasjóðsmála og annarra hagsmuna er námsmenn varða. Ekki eru þessi samtök þó eingöngu að sinna því heldur reyna þau að stuðla að því að menningarlegur andi fái svifið yfir námsmönnum svona öðru hverju. Meira
22. mars 1996 | Aðsent efni | 670 orð

Róstukveðja til Sveins á Miðhúsum

SKRIFUM mínum um málefni Reykhólahrepps í Mbl. 14. og 16. febr. svaraði Sveinn Guðmundsson á Miðhúsum í sama blaði 2. mars. Um svipað leyti og mér bárust í hendur skrif Sveins barst mér í innansveitarsímtali sú viðurkenning að greinar mínar hefðu verið betur upplýsandi en flest það sem áður var fram komið um þessi mál. Að svo hafi verið er grein Sveins mér enn frekari sönnun. Meira
22. mars 1996 | Aðsent efni | 128 orð

Skemmdarverk á Miðbæjarskólanum

Á SÍNUM tíma vaktir þú athygli vegna skeleggrar baráttu þinnar gegn byggingu Ráðhúss Reykjavíkur við Tjörnina og byggingu húss Hæstaréttar við Arnarhól. Ef ég man rétt voru verndunarsjónarmið ein meginástæða andstöðu þinnar. Nú hefur meirihluti R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur boðað eyðileggingu á Miðbæjarskólanum, einu elsta og merkasta skólahúsi Reykvíkinga. Meira
22. mars 1996 | Aðsent efni | 1142 orð

Um mikilvægi atvinnugreina

Í MORGUNBLAÐINU sunnudaginn 3. mars er ítarleg og afar fróðleg grein eftir Bjarna Braga Jónsson, hagfræðilegan ráðunaut bankastjórnar Seðlabanka Íslands, um nýja bók Þorvalds Gylfasonar, Síðustu forvöð. Í grein Bjarna eru mörg sjónarmið sem vert væri að gaumgæfa frekar og draga lærdóm af. Meira
22. mars 1996 | Aðsent efni | 905 orð

Vill Morgunblaðið leggja eignarréttinn niður og taka upp sósíalisma?

Í LEIÐARA blaðsins 16. marz sl., "Kvóti í arf", er alvarleg árás á þau mannréttindi sem varin eru af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. "Er það vilji íslensku þjóðarinnar að veiðiheimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu gangi í arf?" spyr blaðið. Allar eignir ganga í arf. Það er ljóst að veiðiheimildir eru keyptar dýrum dómum á hverju ári. Meira

Minningargreinar

22. mars 1996 | Minningargreinar | 216 orð

Björgúlfur Rúnar Ólafsson

Okkur langar að minnast frænda okkar, Björgúlfs Rúnars Ólafssonar, sem lést langt um aldur fram aðeins 26 ára. Ekki vitum við hvers vegna Guð tók þig til sín svo snemma en Drottin fer sínar eigin leiðir sem okkur er ekki alltaf kleift að skilja. Okkur verður orða vant þegar lífsins dyrum er lokað svo miklu fyrr en við vildum. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 256 orð

Björgúlfur Rúnar Ólafsson

Mig langar að minnast elskulegs bróðursonar míns, Björgúlfs Rúnars Ólafssonar, en hann lést 12. mars. Hann var sonur Halldóru Elínborgar Ingólfsdóttur, en hún er látin, og bróður míns, Ólafs Rúnars Björgúlfssonar. Björgúlfur, eða Beggi eins og við kölluðum hann, var næstelsta barn þeirra. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 213 orð

Björgúlfur Rúnar Ólafsson

Nú er hinni löngu þrautagöngu hans Begga lokið. Því miður lauk henni ekki með sigri eins og ég bað og vonaði. Nú tekur við erfiður tími hjá þér, elsku Maja, en ég er viss um að með hjálp og styrk vina og fjölskyldu kemstu heil í gegnum það. Svo skildi hann svo mikið eftir sig, dýrðlega dóttur og fullt af góðum minningum sem þú getur sótt styrk í. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 103 orð

BJÖRGÚLFUR RÚNAR ÓLAFSSON

BJÖRGÚLFUR RÚNAR ÓLAFSSON Björgúlfur Rúnar Ólafsson fæddist í Reykjavík 21. júní 1969. Hann andaðist 12. mars síðastliðinn í Landspítalanum í Reykjavík. Foreldrar hans eru Ólafur Rúnar Björgúlfsson, f. 19.6. 1948, og Halldóra Elínborg Ingólfsdóttir, f. 5.2. 1951, d. 12.9. 1992. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 312 orð

Erdmuthe Einarsson

Við kynntumst Muthe og Hauki fyrst fyrir um það bil tuttugu árum þegar börnin okkar voru lítil og umgengust hvort annað mjög mikið. Þau góðu kynni hafa haldist alla tíð síðan, þó samgangur yrði minni eftir að börnin uxu úr grasi. En nágrannana traustu átti maður alltaf að og er margs að minnast frá liðinni tíð. Muthe, sem ævinlega var svo glaðleg og hress, kunni ráð við öllu. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 32 orð

ERDMUTHE EINARSSON Erdmuthe Ursula Glage Einarsson fæddist í Gross- Ladtkeim nálægt Königsberg 10. maí 1938. Hún andaðist á

ERDMUTHE EINARSSON Erdmuthe Ursula Glage Einarsson fæddist í Gross- Ladtkeim nálægt Königsberg 10. maí 1938. Hún andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 13. mars síðastliðinn og fór útförin fram frá Fossvogskapellu 20. mars. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 396 orð

Ester Þorsteinsdóttir

Fyrstu kynni mín af Ester voru þegar ég kynntist dóttur hennar en um það leyti var fjölskyldan að flytja til borgarinnar frá Þingeyri þar sem hún hafði átt heima í 15 ár en tengdafaðir minn hafði verið héraðslæknir í Dýrafirði. Með okkur Ester tókst strax góð vinátta. Tengdamamma var ákaflega góð húsmóðir og hafði lag á að gera heimili sitt hlýlegt og vistlegt. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 140 orð

ESTER ÞORSTEINSDÓTTIR

ESTER ÞORSTEINSDÓTTIR Ester Þorsteinsdóttir fæddist á Blikalóni á Melrakkasléttu 17. febrúar 1922. Hún lést 15. mars síðastliðinn. Ester var dóttir Þorsteins Magnússonar bónda á Blikalóni og Jóhönnu Guðrúnar Hálfdánardóttur. Ester ólst upp hjá móður sinni til sex ára aldurs, lengst af á Grenjaðarstað. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 269 orð

Eyrún Guðmundsdóttir

Látin er í Reykjavík Eyrún Guðmundsdóttir. Þegar maður hennar, Jón Þorsteinsson íþróttakennari, dó fyrir nokkrum árum, skrifuðum við um hann fáeinar linur. Þær eiga ekki síður við um hana, svo samhent voru þau. Það er sjónarsviptir að þeim hjónum gengnum. Eyrún var skörungur mikill, bæði í orði og verki. Saman fóru ákveðni og dugnaður, sem eftir var tekið. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 449 orð

Eyrún Guðmundsdóttir

Látin er í hárri elli amma mín, Eyrún Guðmundsdóttir. Það hljómar ef til vill eins og öfugmæli að segja um konu er fæddist á síðustu öld að hún hafi aldrei orðið gömul. Þetta má þó til sanns vegar færa því þótt líkamainn hrörnaði var andinn lengst af sá sami. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast og verða samferða slíkri konu sem amma var. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 187 orð

EYRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

EYRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Eyrún Guðmundsdóttir fæddist á Stokkseyri 25. mars 1898. Hún andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Eir 12. mars 1996. Eyrún var dóttir hjónanna Guðmundar Sæmundssonar, f. 7. júlí 1896 í Hróarsholti, d. 23. janúar 1953, kennara á Stokkseyri, og Eyrúnar Eiríksdóttur, f. 10. júlí 1870 í Fellskoti, d. 3. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 328 orð

Hanna María Ísaks

Elsku Hanna mín. Ég vil í fáum orðum þakka þér samfylgdina í gegnum lífið. Ég kynntist Hönnu á Akureyri sumarið 1952 um 16 ára aldur og var það mitt lán að hún hugðist dvelja hjá vinkonu minni vetrarlangt. Tókust þá með okkur kynni sem hafa enst síðan. Hanna fluttist síðar með móður sinni til Reykjavíkur. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 301 orð

Hanna María Ísaks

Hanna frænka er dáin, þessa sorgarfrétt fengum við þegar við hringdum til að spyrjast fyrir um líðan hennar í síðustu viku. Það þyrmir yfir mann við svona tíðindi þó að við vissum að hún væri mikið veik, en það var trú okkar að hún fengi að lifa lengur á meðal ástvina sinna. Hanna var gift Þorsteini Birgi Egilssyni, en hann lést langt um aldur fram. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 201 orð

Hanna María Ísaks

Í dag er borin til grafar móðursystir mín, Hanna María Ísaks. Þó lengi hafi verið vitað hvert stefndi kom fréttin um andlát hennar sem reiðarslag. Fyrir rúmum þremur árum greindist hún með sjúkdóm þann sem að lokum hafði betur. Styrkur sá og æðruleysi sem hún sýndi í veikindum sínum lýsir henni best. Reisn og sálarstyrk hélt hún fram í andlátið. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 106 orð

HANNA MARÍA ÍSAKS Hanna María Ísaks fæddist á Siglufirði 29. október 1935. Hún lést á heimili sínu 13. mars síðastliðinn. Móðir

HANNA MARÍA ÍSAKS Hanna María Ísaks fæddist á Siglufirði 29. október 1935. Hún lést á heimili sínu 13. mars síðastliðinn. Móðir hennar var Einrún Ísaksdóttir, fædd 27.11. 1905, d. 7.3. 1981. Systkini: Edda Ísaks, f. 28.4. 1934. Hanna giftist Þorsteini Birgi Egilssyni 19.4. 1962, f. 27.1. 1935, d. 9.10. 1981. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 453 orð

Oddný Þorsteinsdóttir

Hún nafna mín, eins og ég kallaði hana alltaf, lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja snemma morguns 15. mars sl. eftir erfiða sjúkralegu og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég man fyrst eftir henni nöfnu minni þegar hún kom heim í Reykholt í Fáskrúðsfirði að heimsækja mömmu sína (langömmu mína) og systur, þ.e. ömmu mína. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 648 orð

Oddný Þorsteinsdóttir

Í dag kveðjum við hinstu kveðju Oddnýju J. Þorsteinsdóttur, húsfreyju og ljósmóður. Hún ólst upp á Borgarfirði eystra og bjó þar með manni sínum Sigvarði Benediktssyni til ársins 1953 er þau fluttust til Ytri-Njarðvíkur. Ég var enn barn að aldri þegar þau Oddný og Sigvarður fluttust í Njarðvíkurnar. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 472 orð

Oddný Þorsteinsdóttir

Kæra Oddný. Það er komið að kveðjustund og mér finnst erfitt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri stundirnar sem við munum eiga saman. Kynni okkar voru ekki löng, rétt rúm fjögur ár. Ég minnist þess þegar ég hitti þig í fyrsta skipti í vetrarbyrjun 1991. Það var í mér talsverður kvíði. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 371 orð

ODDNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR

ODDNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR Oddný J. Þorsteinsdóttir fæddist í Brimneshjáleigu við Seyðisfjörð 14. desember árið 1900. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Erlendsdóttir frá Jarðlangsstöðum í Mýrasýslu og Þorsteinn Jónsson, kennari og útvegsbóndi, ættaður frá Gerði í Suðursveit. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 405 orð

Oddur Jónsson

Við fráfall ástvina vakna minningar um liðna atburði þeim tengda. Í dag, er við kveðjum Odd afa, hverfur hugurinn aftur til gamalla gleðistunda í faðmi hans og Helgu ömmu á Akureyri. Það var ætíð hápunktur hvers sumars að heimsækja þau heiðurshjón og dvelja þar í lengri eða skemmri tíma, en þau voru bæði einkar barngóð. Þeim varð sjálfum ekki barna auðið en tóku í fóstur tvær dætur, Herdísi H. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 272 orð

ODDURJÓNSSON

ODDURJÓNSSONOddur Jónsson fæddist að Hofi í Svarfaðardal 3. október 1899. Hann lést á heimili sínu að Bakkahlíð 39 á Akureyri 14. mars síðastliðinn. Foreldrar Odds voru Júlíana Hallgrímsdóttir, f. 1864, d. 5.6. 1958, og Jón Stefánsson, f. 1863, d. 24.1. 1958, búendur á Hofi í Svarfaðardal. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 312 orð

Ragnhildur Óskarsdóttir

Róska var baráttukona og listakona. Hún barðist fyrir betra hlutskipti fólks og gegn valdbeitingunni, gegn hroka valdhafa og valdstétta. Sumir mundu segja að hún hafi beitt list sinni í baráttunni. Réttara er að list hennar og barátta voru eitt, og samtvinnuð hennar lífi. Það er ekkert líf án baráttu, engin barátta án ástar. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 556 orð

Ragnhildur Óskarsdóttir

Þú mikli eilífi andi sem í öllu og alls staðar býrð þinn er mátturinn, þitt er valdið þín er öll heimsins dýrð þú ríktir frá upphafi alda, ert allra skapari og skjól horfir um heima alla hulinn myrkri og sól. Hver bæn er bergmál af einni tilfinningu og trú. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 420 orð

Ragnhildur Óskarsdóttir

Á haustdögum 1967 fórum við á mjög eftirminnilega myndlistarsýningu í Casa Nova. Þar sýndi Róska 55 myndverk, sem veitti okkur í fyrsta sinni innsýn inn í hinn persónulega skáldheim hennar. Myndirnar voru kröftugar, oft með húmorísku ívafi þótt undirtónninn væri alvarlegur. Nöfn myndanna voru einnig oft skondin. Minnisstæð er mynd nr. 18, "Hlandblautar löggur". Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 331 orð

Ragnhildur Óskarsdóttir

Ótímabært og öllum að óvörum barst sú harmafregn að Róska væri öll. Nýafstaðinn var gerningur í Nýlistasafninu þar sem Róska gaf okkur hlutdeild í lífi sínu, minningum og væntingum. Sögusviðið var samansafn persónulegra muna, nærtækt drasl daganna. Gerningurinn hófst á leitinni að einhverju sem virkar, dömubindi, kveikjara, lögg í flösku. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 478 orð

Ragnhildur Óskarsdóttir

Þessar þekktu ljóðlínur komu mér í huga, þegar ég heyrði um andlát Rósku. "Fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund." Einmitt þannig er minning mín um Rósku frá menntaskólaárunum. Fögur sem álfamær, með jarpt hár, bjart hörund og leiftrandi augnaráð. Það var eitthvað ævintýralegt í fari hennar, eitthvað óstýrilátt, dularfullt. Hún skar sig úr hópi námsmeyja. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 184 orð

Ragnhildur Óskarsdóttir

Róska var ein þeirra myndlistarmanna sem stofnuðu Nýlistasafnið fyrir 18 árum en vegna langdvala sinna erlendis var hún ekki áberandi í starfi félagsins allan þann tíma. Undanfarin misseri var hún hinsvegar í hópi ötulli félagsmanna, kom á flesta viðburði í safninu og var með stór áform í sambandi við sýningu sem stendur til að halda á verkum hennar. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 47 orð

Ragnhildur Óskarsdóttir Hjarta mitt slær hægar af því þú ert ekki hér, eitt og eitt slag hverfur. Blóð mitt rennur hægar af því

Hjarta mitt slær hægar af því þú ert ekki hér, eitt og eitt slag hverfur. Blóð mitt rennur hægar af því þú ert ekki hér, einn og einn dropi hverfur. Burt. Eftir sit ég ein meðal allra í söknuði sem þúsund orð fá ei tjáð. Birna. Meira
22. mars 1996 | Minningargreinar | 125 orð

RAGNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR, RÓSKA

RAGNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR, RÓSKA Ragnhildur Óskarsdóttir, Róska, fæddist í Reykjavík 31. október 1940 og ólst þar upp. Hún lést í Reykjavík 13. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Óskar B. Bjarnason og Sigurbjörg Emilsdóttir. Róska á tvær yngri systur, Borghildi sem er myndlistarkona og Guðrúnu sem er lyfjafræðingur á Höfn. Meira

Viðskipti

22. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 484 orð

Auka þarf flutningsjöfnun eða hækka verð úti á landi

AUKA þarf greiðslur úr flutningsjöfnunarsjóði eða hækka olíuverð úti á landi þar sem starfsemi flutningsjöfnunarsjóðs er með þeim hætti að markmið sjóðsins ná ekki fram að ganga nema að hluta, að því er fram kom í máli Geirs Magnússonar, forstjóra Olíufélagsins, á aðalfundi félagsins í gær. Sagði Geir að í núverandi kerfi væri flutningskostnaður Olíufélagsins frá innflutningshöfnum t.d. Meira
22. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 284 orð

Bestu lánskjör til þessa

RÍKISSJÓÐUR gaf í gær út skuldabréf á alþjóðlegum markaði að fjárhæð 250 milljónir þýskra marka eða sem svarar til um 11 milljarða króna. Bréfin bera breytilega vexti sem eru sléttir Libor-vextir í þýskum mörkum án álags. Þessir vextir voru í gær tæplega 3,4% og eru það hagstæðari kjör en áður hafa sést í markaðsútgáfu ríkissjóðs erlendis. Þóknun banka er 0,175% af lánsfjárhæð. Meira
22. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 166 orð

BM Vallá kaupir hellugerð Pípugerðarinnar

BM VALLÁ hefur fest kaup á hellu- og steinaframleiðslu Pípugerðarinnar hf. að Sævarhöfða 12 í Reykjavík. Pípugerðin mun hér eftir einbeita starfsseminni að framleiðslu á holræsaefni, að því er fram kemur í frétt frá Pípugerðinni. Meira
22. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Flugleiðir kaupa Lotus Notes

FLUGLEIÐIR hafa gert samning við Nýherja um nýtt póst- og skjalavistunarkerfi fyrir allar skrifstofur félagsins hér heima og erlendis. Fyrir valinu varð Lotus Notes Mail, en þessi hugbúnaður hefur verið leiðandi í hópvinnukerfum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Nýherja. Gert er ráð fyrir að uppsetningu búnaðarins verði lokið fyrir lok þessa árs. Meira
22. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Hagnaður 35 millj.

Egilsstöðum-Rekstur Kaupfélags Héraðsbúa skilaði tæplega 35 milljóna króna hagnaði á árinu 1995 miðað við 16 milljóna króna hagnað á árinu 1994. Rekstrartekjur félagsins voru rúmir tveir milljarðar. Félagið rekur m.a. verslanir á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Borgarfirði. Meira
22. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 249 orð

Landsbréf og Samvinnubréf sameinast

BANKASTJÓRN Landsbankans hefur ákveðið að sameina starfsemi Landsbréfa og Samvinnubréfa Landsbankans undir einn hatt og munu Landsbréf taka yfir starfsemi Samvinnubréfa frá og með deginum í dag. Að sögn Gunnars Helga Hálfdánarsonar, forstjóra Landsbréfa, kemur sameinuð starfsemi til með að vera til húsa í húsnæði Landsbréfa. Meira
22. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 476 orð

Sameinast um flutninga á öllu eldsneyti

OLÍUFÉLÖGIN þrjú, Olís, Olíufélagið og Skeljungur, hafa sameinast um flutninga á öllum tegundum eldsneytis til landsins frá Noregi. Þetta fyrirkomulag tók gildi um áramótin en þrjú ár þar á undan höfðu Skeljungur og Olís átt í samstarfi um flutninga eldsneytis frá Noregi en Olíufélagið flutt inn með sérstöku skipi. Meira
22. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 148 orð

Vanmetin hlutabréf

AÐALFUNDIR fyrirtækja eru oftast heldur formfastir og fátt ber þar út af. Á aðalfundi Olíufélagsins í gær gripu hluthafar þó fram fyrir hendur stjórnar er kom að afgreiðslu tillögu um að félaginu yrði heimilt að eignast allt að 10% hlut í sjálfu sér. Eitthvað hafði stjórninni misfarist því ein málsgreinin hljóðaði svo. Meira

Fastir þættir

22. mars 1996 | Dagbók | 2706 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 22.-28. mars, að báðum dögum meðtöldum, er í Ingólfs Apóteki, Kringlunni. Auk þess er Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
22. mars 1996 | Í dag | 232 orð

Áhugaverð umfjöllun "MIG langar til að þakka umsjónarmönnum

"MIG langar til að þakka umsjónarmönnum unglingaþáttarins Ó fyrir áhugaverða og skemmtilega umfjöllun um þá ímynd kynjanna sem birtist okkur í auglýsingum og fjölmiðlum. Sérstaklega fannst mér umfjöllunin um kvenímyndina skemmtilega fram sett og hvatti hún til umhugsunar. Meira
22. mars 1996 | Í dag | 34 orð

ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 23. mars, verður sjötug

ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 23. mars, verður sjötug Unnur Elíasardóttir, Hátúni 10A, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Blómasal, Hótel Loftleiða,milli kl. 15-18 á morgun, afmælisdaginn, og vonast til að sjá sem flesta. Meira
22. mars 1996 | Fastir þættir | 191 orð

Bridsdeild Rangæinga og Breiðholts ALFREÐ Þ. Alfreðsson og Bjö

ALFREÐ Þ. Alfreðsson og Björn Þorvaldsson sigruðu nokkuð örugglega í þriggja kvölda Butler-tvímenningi sem lauk sl. þriðjudag. Lokastaða efstu para: Alfreð Þ. Alfreðsson ­ Björn Þorvaldsson119Una Árnadóttir ­ Kristján Jónasson93María Ásmundsd. Meira
22. mars 1996 | Fastir þættir | 132 orð

Bridsfélag Siglufjarðar 10 sveitir tóku þátt í undan

10 sveitir tóku þátt í undankeppni Siglufjarðarmóts í sveitakeppni. 4 efstu sveitirnar spila síðan innbyrðis til úrslita í 32ja spila leikjum. Röð efstu sveita í undanúrslitunum varð þessi: Sveit Böðlanna358 Fljótamanna338 Bræðragengisins322 Ingvars Jónssonar305 Níelsar Friðbjarnarsonar291 Í sveit Böðlanna spiluðu: Jón Tryggvi Jökulsson, Meira
22. mars 1996 | Fastir þættir | 125 orð

BRIDS Umsjón: Arnór G. Ragnarsson

Úrslit í hjóna- og parakeppni félagsins urðu eftirfarandi: Berta Finnbogadóttir ­ Birkir Jónsson253Ágústa Jónsdóttir ­ Kristján Blöndal214Margrét Guðvinsdóttir ­ Gunnar Þórðarson200Elísabet Kemp ­ Einar Svarsson193 Bridsfélag Sauárkróks óskar Bertu og Birki til hamingju með glæsilegan árangur. Meira
22. mars 1996 | Í dag | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Árnað heillaBRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. desember sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Eva Egilsdóttir og Guðmundur Valur Magnússon. Meira
22. mars 1996 | Í dag | 40 orð

LEIÐRÉTT Átti börnin með fyrri konunni Í fréttaramma

LEIÐRÉTT Átti börnin með fyrri konunni Í fréttaramma á bls. 6 í Morgunblaðinu í gær er sagt að Baldvin Jónsson eigi þrjú börn. Börnin átti hann með fyrri konu sinni. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar. Meira
22. mars 1996 | Fastir þættir | 67 orð

Morgunblaðið/Benedikt JóhannssonSVEIT Aðalsteins Jónssonar fór

Morgunblaðið/Benedikt JóhannssonSVEIT Aðalsteins Jónssonar fór í frægðarferð í kaupstaðinn um sl. helgi. Sveitin varð í öðru sætií sínum riðli í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni og tryggði sér rétt til að spila í 10 sveitaúrslitakeppni um bænadagana. Meira
22. mars 1996 | Dagbók | 619 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun komu Mælifell, Úranus

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun komu Mælifell, Úranus ogBakkafoss og fara þeir allir út í dag. Henrik Kosan fór út í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrrakvöld fór Óskar Halldórsson á veiðar. Lagarfoss og Kirsten fóru til útlanda. Meira
22. mars 1996 | Fastir þættir | 717 orð

Seinni hluti deildakeppninnar um helgina

Seinni hluti, 22.-23. mars 1996. 5. umferð í kvöld kl. 20, 6. umferð laugardaginn 23. mars kl. 10 árdegis og 7. og síðasta umferðin sama dag kl. 17. Hraðskákmót Íslands 1996 fer fram í Garðaskóla kl. 14, sunnudag. Meira
22. mars 1996 | Í dag | 450 orð

VAÐ kostar að gefa barninu sínu bíl í afmælisgjöf á 17

VAÐ kostar að gefa barninu sínu bíl í afmælisgjöf á 17 ára afmælinu, þegar það fær bílpróf? Þessari spurningu velti Valdimar Benediktsson fyrir sér í tilefni reyklausa dagsins, sem var í gær. Meira
22. mars 1996 | Fastir þættir | 51 orð

(fyrirsögn vantar)

Þriðudaginn 19. mars voru spilaðar 3 umferðir í Halldórsmótinu og er staðan nú þessi:stigSveit Antons Haraldssonar138Sveit Frímanns Stefánssonar116Sveit Soffíu Guðmundsdóttur115Sveit Ævars Ármannssonar114 3 síðustu umferðirnar verða spilaðar þriðjudaginn 26. mars. Úrslit í Sunnudagsbrids 17. Meira

Íþróttir

22. mars 1996 | Íþróttir | 364 orð

Bræður í landsliðshópi Englands

Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United, sem leikur með Inter Mílanó, hefur verið kallaður á ný til liðs við enska landsliði, eftir að hafa staðið utan þess í eitt ár. Þá hefur Terry Venebles, landsliðsþjálfari Englands, valið bræðurna Gary og Phil Neville, Man. Utd., í 26 manna landsliðshóp sinn fyrir vináttuleik gegn Búlgaríu á Wembley á miðvikudaginn kemur. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 124 orð

Fjórum hjá UMFA sagt upp störfum

RÓBERTI Sighvatssyni og Alexei Trúfan, leikmönnum UMFA, var í gær sagt upp störfum við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ. Um leið var Davíð B. Sigurðssyni forstöðumanni og Matthíasi M. Guðmundssyni einnig sagt upp en þeir eru báðir liðsstjórar Aftureldingarliðsins. Var þetta gert sama dag og félagið lék annan leik sinn gegn Val í undanúrslitum Íslandsmótsins. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 374 orð

Frakkar með þrjú lið í undanúrslit

PARIS St. Germain varð í gærkvöldi þriðja franska knattspyrnuliðið sem komst í undanúrslit Evrópumótanna í knattspyrnu í þessarri viku er það lagði Parma með þremur mörkum gegn einu í Evrópukeppni bikarhafa. PSG var um leið annað franska liðið sem kemst áfram á kostnað ítalsks liðs. Í hinum leikjum keppninnar lagði Feyenoord Borussia Mönchengladbach 1:0 og heldur áfram keppni. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 112 orð

Í kvöld Handknattleikur Úrslitakeppni karla, annar leikur: Kaplakriki:FH - KA20.30 Körfuknattleikur Úrslitakeppni karla, 4.

Handknattleikur Úrslitakeppni karla, annar leikur: Kaplakriki:FH - KA20.30 Körfuknattleikur Úrslitakeppni karla, 4. leikur: Keflavík:Keflavík - UMFN20 Blak Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 217 orð

Ísfirðingar í úrvalsdeild í fyrsta sinn

KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Ísfirðinga, KFÍ, leikur í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn næsta vetur. Liðið sigraði Þór úr Þorlákshöfn á Ísafirði í gærkvöldi, 78:61, í þriðja úrslitaleik liðanna. Þórsarar höfðu sigur einu sinni en Ísfirðingarnir tvisvar og stóðu því uppi sem sigurvegarar deildarinnar. Þórsarar eiga enn möguleika á úrvalsdeildarsæti; mæta Akurnesingum í aukakeppni. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 369 orð

Íslandsbikarinn áfram á Akureyri

SKAUTAFÉLAG Akureyrar tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí í oddaleik við lið Skautafélags Reykjavíkur á Akureyri í gærkvöld. Úrslitin urðu 7:4 og var það fyrst og fremst góð byrjun heimamanna sem stóð upp úr í leiknum og skilaði bikarnum í hendur þeirra. Akureyringar hafa því enn forskot á Reykvíkinga í þessari íþrótt þótt menn tali um að bilið sé óðum að jafnast. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 71 orð

Jóhann nefbrotinn

JÓHANN Samúelsson úr Aftureldingu lék með grímu gegn Valsmönnum í gærkvöldi. Ástæðan var sú að hann nefbrotnaði í fyrsta leik liðanna að Hlíðarenda á þriðjudagskvöld. Hann lék með grímu í fyrri hálfleik til að hlífa nefinu, en fannst hún trufla sig og tók hana því niður í hálfleik. Eftir hlé gekk betur hjá honum að skora því hann setti þrjú mörk í síðari hálfleik en aðeins eitt í þeim fyrri. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 76 orð

Knattspyrna

Evrópukeppni bikarhafa 8-liða úrslit, seinni leikir: París, Frakklandi: Paris St. Germain - Parma3:1 Rai (9. vítasp., 68 vítasp.), Patrice Loko (37.) ­ Alessandro Melli (27.). 43.686. Paris sigraði 3:2 samtals. Rotterdam, Hollandi: Feyenoord - Gladbach1:0 Orlando Trustful (84. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 68 orð

Markahæstir Markahæstu leikmenn í úrslitakeppninni: Julian Duran

Markahæstu leikmenn í úrslitakeppninni: Julian Duranona, KA39/15 Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu30/7 Ólafur Stefánsson, Val26/3 Ingimundur Helgason, Aftureldingu26/12 Patrekur Jóhannesson, KA25/2 Sigurður Bjarnason, Stjörnunni23/1 Dimitri Filippov, Stjörnunni23/6 Hans Guðmundsson, Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | -1 orð

Nú ætlum við að ná titlinum

KÖRFUKNATTLEIKURGuðmundur Bragason fyrirliði Grindvíkinga, sem eru komnir í úrslit Nú ætlum við að ná titlinum Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 308 orð

Riley fékk góða gjöf

"ÞEIR hreinlega yfirspiluðu okkur. Miami er mjög gott og hugmyndaríkt lið," sagði Grant Hill, leikmaður Detroit Pistons, eftir að hann og félagar máttu þola tap fyrir Miami Heat 102:93. Leikmenn Heat, sem eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina, gáfu þjálfara sínum sigur í afmælisgjöf. Pat Riley hélt upp á 51. afmælisdag sinn. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 628 orð

Taugar Grindvíkinga reyndust sterkari

GRINDVÍKINGAR eru komnir í úrslit Íslandsmótisins í körfuknattleik eftir að hafa sigrað Hauka í gærkvöldi 82:72 í leik þar sem taugar leikmanna virtust ráða mestu. Taugar Grindvíkinga reyndust sterkari og ekki má gleyma stuðningi hinna frábæru fylgismanna þeirra, sem hvöttu sitt lið óspart til dáða. Grindvíkingar höfðu því betur í rimmunni gegn Haukum, sigruðu í þremur leikjum en Haukar í einum. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 110 orð

UMFA - Valur22:25

Varmá, undanúrslit karla um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik, 2. leikur, fimmtudaginn 21. mars 1996. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 4:3, 5:6, 7:10, 8:12, 10:13, 11:13, 12:15, 17:15, 18:16, 19:18, 19:24, 21:24, 21:25, 22:25. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 104 orð

UMFG - Haukar82:72

Íþróttahúsið í Grindavík, fjórði leikur í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, fimmtudaginn 21. mars 1996. Gangur leiksins: 0:2, 4:6, 8:12, 11:14, 17:17, 23:20, 36:25, 39:37, 47:41, 50:41, 58:51, 58:57, 63:57, 63:61, 68:62, 70:68, 73:70, 74:72, 82:72. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 678 orð

Vaskir Valsmenn

ÍSLANDSMEISTARAR Vals hafa ekki sagt sitt síðasta og sýndu vasklega framgöngu er þeir mættu í íþróttahúsið að Varmá í gærkvöldi. Fullir sjálfstrausts sigruðu þeir Aftureldingu með 25 mörkum gegn 22 og dönsuðu vals á eftir. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 104 orð

Viggó og Filippov til Wuppertal

VIGGÓ Sigurðsson handknattleiksþjálfari hefur gert tveggja ára samning við þýska 2. deildarliðið Wuppertal. Þá er ljóst að rússneski landsliðsmaðurinn Dmitrí Filippov, sem leikið hefur undir stjórn Viggós hjá Stjörnunni tvö síðustu keppnistímabil, fer með honum utan til þýska félagsins. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 28 orð

Þannig vörðu þeir

Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA12/1 (3/1): (6 langskot, 2 úr horni, 1af línu, 2 (2) eftir gegnumbrot, 1 (1)víti. Guðmundur Hrafnkelsson, Val 5/1(1): 4 (1) langskot, 1 víti. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 37 orð

Þeir hafa varið mest Þeir markverðir sem hafa varið mest í úrslitake

Þeir markverðir sem hafa varið mest í úrslitakeppninni (knötturinn aftur til mótherja, innan sviga), eru: Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA69/4(21) Guðmundur A. Jónsson, KA55(12) Bjarni Frostason, Haukum44/4(17) Magnús Árnason, FH44/3(10) Hallgrímur Jónasson, Selfossi43/1(13) Guðmundur Hrafnkelsson, Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 202 orð

Æfingaáætlun

NÚ HÖLDUM við áfram og munið að almenningsgöngur (Íslandsgöngur) eru haldnar víða um land fram í maí. Vikuáætlun (12) 1. dagur: Róleg æfing með 10-15 stuttum sprettum. Sprettirnir eiga að vera stuttir, u.þ.b. 15 sekúndur, og nokkuð hraðir. Þetta er gert til að fá snerpu í gönguna. Gleymið samt ekki tækninni. Æfingatími 30-75 mínútur. 2. Meira
22. mars 1996 | Íþróttir | 43 orð

(fyrirsögn vantar)

Leikir í fyrrinótt: Toronto - Charlotte 107:89 Atlanta - Vancouver 98:93 Miami - Detroit 102:93 New York - Indiana 102:99 Utah - Philadelphia 107:84 LA Clippers - Minnesota 110:96 Boston - Orlando 90:112 Washington - San Antonio 101:112 Milwaukee - Meira

Úr verinu

22. mars 1996 | Úr verinu | 422 orð

Víðtæk kynning á sýningum og alnetinu

SAMSTARFSVETTVANGUR sjávarútvegs og iðnaðar er yfirskrift verkefnis sem miðar að því að auka vinnsluvirði í sjávarútvegi og efla tækniþróun fyrir útgerð og fiskvinnslu. Að verkefninu standa sjávarútvegs-, iðnaðar- og menntamálaráðuneyti, LÍÚ, Samtök iðnaðarins og Samtök fiskvinnslustöðva. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1244 orð

Blindir eiga fá einkamál en með nýrri og byltingarkenndri tækni stendur það til bóta

ÞAÐ HLÝTUR að vera farið að vora. Snjóinn tekur hratt upp og auðvelt fyrir flesta að fara um, gangandi, akandi eða á hjóli, og viðra sig í góða veðrinu. Og það er einmitt það sem Ágústa Gunnarsdóttir, 28 ára gömul kona úr Reykjavík, gerði einn morguninn í vikunni; hún fór í langan göngutúr með einkakennaranum sínum í sænsku og ensku og sá þá akkeri í fyrsta skipti. Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 211 orð

Búinn að senda mörg bréf

TÓMAS Lupinski var átta ára þegar hann fluttist til Íslands frá Bialystok í Póllandi. Þar til fyrir rúmlega ári bjó hann með móður sinni í Súðavík, en eftir hörmungar snjóflóðanna, sem Tómas fór ekki varhluta af, fluttust mæðginin í Kópavog og Tómas hóf nám í Hjallaskóla. Hann talar ágæta íslensku, en þarf á aukatímum að halda til að þjálfa ritmálið og auka orðaforðann. Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 328 orð

Fengu ýmsarupplýsingarum ættlandiðá heimasíðu

ÞEIM hafði aldrei orðið kalt fyrr en á flugvellinum í Keflavík fyrir sex árum. Í stuttbuxum og ermalausum bolum komu bræðurnir Jens Hung og Einar Dung ásamt móður sinni, stjúpa og tveimur systkinum til Íslands eftir dvöl í flóttamannabúðum í Hong Kong. Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 890 orð

Hamingja matargesta veitir gestgjafanum mesta gleði

ÁHUGI á lífrænt ræktuðum afurðum fer vaxandi í hinum vestræna heimi vegna þess að fólk hefur uppgötvað áhrif mataræðis á heilsuna, sem margir meta sína dýrmætustu eign. Hvers vegna að nota unnið salt, hvítan sykur og hvít hrísgrjón þegar steinsalt, ávaxtasykur og hýðishrísgrjón eru miklu betri fyrir heilsuna? Fólk í mörgum löndum hefur vaknað upp við fjöldaframleitt kjúklingakjöt, Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 543 orð

Hætti að vinna við pappíra og ætlar í hjálparstarf í Afríku

VINIR og kunningjar eru farnir að kalla hana kúlukonuna því undanfarið hefur hún búið til tugi ef ekki hundruð skrautkúlna úr frauði, gylltum perlum, borðum og mismunandi efnum. Sigrún Gunnarsdóttir er með föndurgerðinni að safna í langa ferð sem hún á fyrir höndum, hún ætlar að láta draum rætast og vinna að hjálparstarfi í Afríku. Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 27 orð

ÍSLAND ÁRIÐ 2018 Hver var framtíðarsýnin s

ÍSLAND ÁRIÐ 2018 Hver var framtíðarsýnin síðustu aldamót? Hvernig verður á fullveldisafmælinu eftir 22 ár? Hver var hún árið 1974 fyrir 22 árum? Hvers vegna keppni um f Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 287 orð

Í þykkbotna skóm með gróft tölvuúr á hendi

ÍSLENDINGAR taka gjarnan nýjungum með trompi og svo er einmitt nú þegar þykkbotna "íþróttaskór" eru orðnir hátískuvara ásamt stórum og grófum tölvuúrum. "Þessir skór seljast hratt þessa dagana. Þeir eru mjög vinsælir á meginlandi Evrópu ekki síður en hér þó vinsældirnar séu meira áberandi hérna," segir Ragnheiður Hrafnkelsdóttir,einn af eigendum Bossanova í Kringlunni. Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 150 orð

Lappað upp á Louis Vuitton

FANGAMARK tískuhönnuðarins Louis Vuitton er heimsþekkt. Í tilefni aldarafmælis fyrirtækisins var leitað til 7 þekktra hönnuða og þeir beðnir að hanna töskur með hinum þekktu Louis Vuitton sérkennum. Árangurinn þótti frumlegur og glæsilegur og töskurnar bera hönnuðum sínum fagurt vitni. DROPALAGA bakpoki með regnhlíf sem hægt er að losa af. Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 731 orð

Lyfjameðferð eftir sólargangi, tungli og árstíðum

LÍKAMI okkar er þannig úr garði gerður að hann leitast við að viðhalda stöðugleika sínum. Ef líkamshitinn hækkar svitnum við til að kæla okkur niður og ef blóðþrýstingurinn fellur reynir hjartað að vega upp á móti blóðþrýstingsfallinu. Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 75 orð

Megrun með plástrum

ÞAÐ er með ólíkindum hvað fólk getur látið sér detta í hug þegar markmiðið er að léttast. Nýjasta æðið í Japan er að vefja sérstökum plástri um puttana. Þannig telur fólk sig nefnilega geta örvað sérstaka punkta sem leiða til þyngdartaps! Japanskir sjónvarpsþættir og tímarit ýta undir þetta nýjasta töfraráð, en enginn virðist almennilega vita hvaðan það er upprunnið. Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 821 orð

MOSKVA Eitt lítið bros er allt sem þarf

María E. Ingvadóttir hefur undanfarið ár búið í Moskvu þar sem hún sinnir starfi viðskiptafulltrúa á vegum Útflutningsráði Íslands. Afgreiðslustúlkan í bankanum brosti til mín í dag. Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 201 orð

Ný öld og heimsmynd

Ný öld og heimsmynd TRAUSTI Valsson hefur skrifað bók sem heitir Framtíðarsýn, Ísland á 21. öld, (Fjölvaútgáfan 1991). Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 132 orð

Salat dagsins

Salat dagsins Gunnhildur í Á næstu grösum miðlar hér uppskrift sem ættuð er frá Suður-Tyrklandi. Hún segir hana sterka og að hún geymist vel. Hún hentar vel með grænmetisréttum en líka fiski og kjötréttum. Kryddað rauðrófusalat 450 g rauðrófur, skrúbbaðar 90 ml edik (má sleppa) 2 msk. Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1550 orð

Samskiptatækni til stuðnings nýjum Íslendingum Rúmlega 300 grunnskólanemendur eiga 52 önnur móðurmál en íslenskuna. Heimasíðan

"ÍSLENDINGAR búa í eigin landi og deila því ekki með öðrum þjóðum. Allir Íslendingar tala sama tungumálið," segir í kaflanum Eitt land, ein þjóð, ein tunga í íslenskukennslubókinni Mályrkju I, sem kennd er í 8., 9. og 10. bekkjum grunnskóla. Samt eiga rúmlega þrjú hundruð grunnskólanemendur annað móðurmál en íslenskuna, alls 52. Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 646 orð

Símalína fyrir foreldra með spurningar um börn

Símalína fyrir foreldra með spurningar um börn "ÍSLENSKIR foreldrar eru hikandi og ég hef áhyggjur af því að margir séu að glata brjóstvitinu í uppeldi barna sinna," segir Margrét Halldórsdóttir sálfræðingur, Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 919 orð

Sýn Íslendinga til framtíðarinnar frá aldamótum til okkar daga og aftur

FRAMTÍÐIN er óvissan ein, en lengi má spá í hana, jafnvel morgundagurinn mun koma á óvart. Samt er auðveldara að spá í hann en til dæmis árið 2018, en þá verða hundrað ár liðin því Ísland varð fullvalda ríki. Núna er að renna upp tíminn til gera upp öldina, meta stöðuna og spá um framtíðina. Meira
22. mars 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 471 orð

Það er kominn tími til að kaupa veggspjaldið ef þú hefur keypt bílinn, lesið bókina eða séð myndina

Það er kominn tími til að kaupa veggspjaldið ef þú hefur keypt bílinn, lesið bókina eða séð myndina SÖGU veggspjalda er hægt að rekja um 500 ár aftur í tímann, eða til upphafs prentlistarinnar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.