Greinar þriðjudaginn 30. júlí 1996

Forsíða

30. júlí 1996 | Forsíða | 222 orð

Erbakan milli steins og sleggju

FASTLEGA er búist við því að tyrkneska þingið samþykki í dag að framlengja stuðning sinn við fjölþjóðlegar aðgerðir í suðurhluta landsins, sem miða að því að veita Kúrdum vernd gegn íraska hernum. Hefur Necmettin Erbakan, forsætisráðherra Tyrklands, heitið að styðja aðgerðirnar, gegn því að Tyrkir fái að flytja inn olíu frá Írak. Meira
30. júlí 1996 | Forsíða | 305 orð

Kjarnorkutilraun sögð fyrirlitleg

JAPANIR hafa lagt fram formleg mótmæli við síðustu kjarnorkutilraun Kínverja, sem sprengdu kjarnorkusprengju neðanjarðar í gær, og lýstu því yfir að þeir myndu banna frekari kjarnorkutilraunir frá og með deginum í dag. Var tilrauninni mótmælt víða um heim. Meira
30. júlí 1996 | Forsíða | 136 orð

Landnemar vonsviknir

PALESTÍNSKUR verkamaður leggur járn í nýtt íbúðarhús ísraelskra landnema á Vesturbakkanum í gær. Leiðtogar ísraelsku landnemanna áttu í gær fund með Benjamin Netanyahu forsætisráðherra og væntu þeir þess að hann tilkynnti um frekara landnám allt að 50.000 gyðinga á Vesturbakkanum og Gazaströndinni. Meira
30. júlí 1996 | Forsíða | 112 orð

Mikill mannskaðií flóðum í N-Kóreu

FLÓÐ sökum meiri rigninga "en dæmi eru um" í N-Kóreu, hafa kostað fjölmörg mannslíf undanfarnar vikur, að því er segir í tilkynningu hinnar opinberu fréttastofu landsins (KCNA). Óvenjulegrar hreinskilni þykir gæta í henni en þar segir að rigningar í ár hafi valdið meira tjóni en á síðasta ári. Meira
30. júlí 1996 | Forsíða | 88 orð

Skallagenið fundið?

ALÞJÓÐLEGUM hópi vísindamanna hefur tekist að einangra gen sem hefur áhrif á hárvöxt. Þessi uppgötvun kann að leiða til þess að langþráð "lækning" við skalla finnist, að því er segir í nýjasta hefti Nature Genetics. Sé genið gallað, veldur það því að karlar missa hárið, tennur og hafa lítt þroskaða svitakirtla. Meira
30. júlí 1996 | Forsíða | 453 orð

Þingmenn taka vel í tillögur forsetans

UMFANGSMIKIL leit stendur nú yfir í Bandaríkjunum að manni sem talinn er hafa staðið að sprengjutilræðinu á Ólympíuleikvanginum í Atlanta aðfaranótt laugardags. Í gærkvöldi birtu franskar sjónvarpsstöðvar teikningar sem þær sögðu vera frá lögreglu og sýna tvo grunaða. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði áður neitað að birta myndirnar. Meira

Fréttir

30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

251 millj. í hagnað

HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað fyrstu sex mánuði ársins nam 251 milljón kr. en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 77 millj. kr. Að teknu tilliti til söluhagnaðar af hlutabréfum og eignarskatta nam heildarhagnaður Síldarvinnslunnar á fyrri hluta ársins 375 millj. kr. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 354 orð

55,3% andvíg flutningi Landmælinga

MEIRIHLUTI þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, eða 55,3%, er andvígur flutningi Landmælinga Íslands frá Reykjavík til Akraness. 38,1% eru hlynnt flutningi en 6,6% svarenda sögðu að afstaða sín væri ýmsu háð. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 337 orð

Að óbreyttu hætta 127 heilsugæslu læknar 1. ágúst

ÁRANGURSLAUS sáttafundur var haldinn í deilu heilsugæslulækna og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær. Horfir þunglega í deilunni og ber enn mikið í milli, að sögn Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara, sem hefur boðað deiluaðila til annars fundar kl. 10 í dag. Að öllu óbreyttu láta 127 heilsugæslulæknar við 54 heilsugæslustöðvar um allt land af störfum 1. ágúst. Meira
30. júlí 1996 | Miðopna | 514 orð

Atburðarás vegna byggingar á Kirkjusandi

Skipting lóðar númer 89 við Laugarnesveg, nú Kirkjusandur 1-5, var samþykkt í skipulagsnefnd 11. desember 1995. Hinn 5. febrúar 1996 var lagt fram erindi frá lögfræðingi Landsbankans, sem þá var eigandi lóðarinnar, um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi norðurhluta, þannig að landnotkun yrði breytt úr iðnaðar- og athafnasvæði í íbúðarsvæði. Meira
30. júlí 1996 | Landsbyggðin | 90 orð

Árleg íþróttahátíð haldin á Flateyri

Flateyri-Að þessu sinni kom það í hlut Flateyrar að halda íþróttahátíð sem haldin hefur verið ýmist á Suðureyri eða Þingeyri. Hér er um að ræða íþróttahátíð yngri aldursflokka grunnskólabarna. Keppt var í ýmsum greinum frjálsíþrótta, 100 m og 400 m hlaupi, spjótkasti, hástökki, langstökki, kúluvarpi o.fl. Meira
30. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 317 orð

Buyoya sver hófsama stefnu

PIERRE Buyoya, leiðtogi herforingjastjórnarinnar sem tók völdin í Búrúndí sl. fimmtudag, lýsti því yfir um helgina, að brottrekstri flóttamanna af hútú-ættbálki yfir landamærin til Rúanda yrði hætt. Vestrænum sendimönnum sagði Buyoya í gær, að aðgerðirnar sem herinn hefði gripið til væru allar til þess ætlaðar að stöðva drápin sem látlaust hefðu átt sér. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 3097 orð

Bændur og kratar tókust á Á Alþingi hefur verið fluttur allnokkur fjöldi þingsályktunartillagna og lagafrumvarpa þar sem tekið

Tillögur um þjóðareign hálendisins margsinnis fluttar á Alþingi á áttunda áratugnum Bændur og kratar tókust á Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 454 orð

Draumurinn orðinn að veruleika

TUTTUGU og níu af þeim 32 flóttamönnum sem til stóð að kæmu til landsins á laugardag, komu til sinnar nýju heimabyggðar á Ísafirði aðfaranótt sunnudags, eftir langa og stranga ferð frá Belgrad í fyrrum Júgóslavíu. Meira
30. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Dæmdur fyrir kynferðisbrot

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt rúmlega þrítugan karlmann í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir kynferðisbrot. Jafnframt er ákærða gert að greiða allan sakarkostnað. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa sl. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 60 orð

Finnskur arkitekt heldur fyrirlestur

FINNSKI arkitektinn Kristian Gullichsen heldur fyrirlestur í Norræna húsinu þriðjudaginn 30. júlí kl. 20. Fyrirlesturinn kallast Fiðrildið og fíllinn. Kristian er fæddur árið 1932. Hann vann á árum áður með Alvar Aalto. Frá 1961 hefur hann starfað sjálfstætt í samvinnu við þekkta finnska arkitekta og margoft hlotið verðlaun fyrir byggingar sínar. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 813 orð

Fleiri flóttamenn á hverjum degi

ÓMAR Valdimarsson er kunnur af störfum sínum sem blaða- og fréttamaður. Í janúar síðastliðnum hélt hann til starfa fyrir Rauða krossinn í flóttamannabúðum í Tanzaníu og er nú nýkominn heim. Meira
30. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 89 orð

Fréttum um fall Aideeds vísað á bug

ÚTVARPSSTÖÐ Mohameds Farah Aideeds, stríðsherra í Sómalíu, vísaði á bug orðrómi um að hann hefði fallið í átökum við andstæðinga sína og sagði hann hafa flutt ávarp til sómölsku þjóðarinnar á sunnudag. Meira
30. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Fyrirlestur um Jakob forlagatrúar

FRIÐRIK Rafnsson heldur fyrirlestur í Deiglunni í kvöld, þriðjudagskvöldið 30. júlí kl. 20.30 um Jakob forlagatrúar eftir Denis Diderot, en bókin kemur út í þýðingu hans í haust. Jakob forlagatrúar er annað af tveimur þekktustu skemmtiverkum franskra upplýsingabókmennta, en hitt er Birtingur eftir Voltaire. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 414 orð

Greina milli afnota og eignarréttar

"Ég er þeirrar skoðunar að það beri að ganga eins langt og mögulegt er til þess að tryggja almannarétt í óbyggðum og greina á milli hefðbundins afnotaréttar og almenns eignarréttar," sagði Hjörleifur Guttormsson, þegar hann var beðinn að lýsa viðhorfum sínum og Alþýðubandalagsins til spurningarinnar um eignarhald á hálendi landsins. Meira
30. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 1062 orð

Grunur beinist að bandarískum öfgahópum

ENGINN hefur enn lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu í Ólympíugarðinum í Atlanta, aðfaranótt laugardagsins, en talsmenn bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sögðust vongóðir um að þeir myndu komast að því hver hefði komið sprengjunni fyrir. Ein kona lést er sprengjan sprakk og 111 slösuðust. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

HAUKUR HELGASON

HAUKUR Helgason, ritstjóri tímaritsins Úrvals, lést sl. laugardag, 59 ára að aldri. Haukur fæddist á Akureyri 1. desember 1936, sonur hjónanna Katrínar Magneu Guðmundsdóttur húsmóður og séra Helga Sveinssonar. Haukur lauk stúdentsprófi frá MR árið 1955 og prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1960. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 423 orð

Hreyft málinu á hverju þingi

SIGHVATUR Björgvinsson, þingmaður Alþýðuflokksins, segir að Alþýðuflokksmenn hafi á einn eða annan hátt hreyft spurningunni um eignarhald hálendisins og auðlinda þess, á hverju einasta þingi undanfarinn aldarfjórðung og lagt þunga áherslu á málið í stjórnarmyndunarviðræðum. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 894 orð

HVER Á HVERINA?

NÁTENGD umræðunni um það hver eigi hálendið er spurningin um eignarhald að auðlindum landsins; vatnsorku, háhita í jörðu og verðmætum jarðefnum. Tekist hefur verið á um eignarhald á auðlindunum á Alþingi af og til alla öldina og fjölmörg frumvörp hafa litið dagsins ljós, oft fleira en eitt á sama þingi. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 236 orð

Hæstiréttur gaf út kjörbréf forseta

HÆSTIRÉTTUR kom saman í gærmorgun til að fara yfir framkvæmd og úrslit forsetakosninga, eins og honum ber að loknum forsetakosningum samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands, lýsa úrslitum og gefa út kjörbréf til rétt kjörins forseta. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 47 orð

Í óskilum

TÖLUVERT af teppum, sængum, koddum og fatnaði, sem lánað var eftir að snjóflóðið féll, er enn í óskilum. Þessir hlutir eru nú í félagsheimilinu á Flateyri. Eigendur eru vinsamlegast beðnir að vitja þeirra fyrir 7. ágúst. Að þeim tíma loknum verður þeim ráðstafað á annan hátt. Meira
30. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 244 orð

Írakar skella skuldinni á CIA

EINN af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í írak sagði í gær, að yfirvöld í Írak hefðu komið í veg fyrir tilraun til að steypa Saddam Hussein Íraksforseta af stóli vegna mistaka CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Ísland er með í myndinni

ÍSLAND er einn af fleiri möguleikum, sem norska fyrirtækið Norsk Hydro hefur í athugun vegna áforma um byggingu nýs álvers, en staður og byggingartími hafa enn ekki verið ákveðnir. Að sögn Odd Guldbergs, forstöðumanns upplýsingadeildar fyrirtækisins, hefur framkvæmdastjórnin trú á að þótt álverð sé lágt um þessar mundir gefist svigrúm til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Meira
30. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 171 orð

Karl Gústaf og Silvia vöruð við

BLAÐAMENN í Svíþjóð vöruðu sænsku konungsfjölskylduna við í gær og sögðu, að ef hún ætlaði að taka upp þann sið að tjá sig um pólitísk deilumál, þá skyldi hún búa sig undir erfiða tíma. Sænsku konungshjónin hafa ávallt gætt þess að standa utan við dægurþrasið og ríginn í sænsku samfélagi og eru vinsældir þeirra meðal þjóðarinnar ekki síst þakkaðar því. Á þjóðhátíðardegi Svía, 6. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 194 orð

Kaupfélag Skagfirðinga hæst

KAUPFÉLAG Skagfirðinga greiðir hæstu opinberu gjöldin á Norðurlandi vestra, samtals 26.719.989 kr. Opinber gjöld SR-mjöls á Siglufirði lækka um ríflega helming milli ára. Álögð gjöld á SR-mjöl eru nú 22.865.049 kr. en voru í fyrra 47.168.142 kr. Ingimundur Sigfússon, sendiherra, Þingeyrum, greiðir hæst gjöld einstaklinga í umdæminu, 11.220.949 kr. Meira
30. júlí 1996 | Miðopna | 2171 orð

Kröfur um hljóðstig skilgreindar of seint Úrskurður skipulagsnefndar um að útfærsla háhýsa við Kirkjusand uppfylli ekki kröfur

STEFÁN THORS, skipulagsstjóri ríkisins, segir að tekin hafi verið afstaða til þess of seint hvort framkvæmdir á lóðinni Kirkjusandur 1-5 teldust endurnýjun byggðar eða hvort um nýbyggingu væri að ræða. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Kvartett Ómars á Sóloni

KVARTETT Ómars Axelssonar leikur hefðbundna djassstandarda á Sóloni Islandusi í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 10 og þeim lýkur um kl. 00.30. Kvartettinn skipa Hans Jensson á tenórsaxafón, Þorsteinn Eiríksson á trommur, Leifur Benediktsson á bassa og Ómar Axelsson á píanó. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 361 orð

Listamenn ekki í forsvari

SJÖ íslenskir tónlistarmenn, sem nafngreindir voru í fréttatilkynningu um hátíðartónleika á fimmtudagskvöld til heiðurs væntanlegum forsetahjónum, hafa sent frá sér fréttatilkynningu þess efnis að þeir standi ekki fyrir tónleikunum. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 30 orð

Ljóðaupplestur á Kaffi Oliver HJALTI Rögnvaldsson verður með ljóða

HJALTI Rögnvaldsson verður með ljóðaupplestur á Kaffi Oliver í kvöld. Lesnar verða tvær fyrstu ljóðabækur Sigfúsar Daðasonar undir yfirskriftinni "Mannshöfuð er nokkuð þungt". Lesturinn hefst kl. 22. Meira
30. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Læra Mývetningar afríska dansa?

MÝVETNINGUM stendur til boða að fá danskennara frá Jamæka sem sérhæfir sig í afrískum dönsum og talinn njóta mikillar hylli. Þessi kennari, að nafni Orville Pennant, er tilbúinn að koma frá Reykjavík og halda þriggja daga dansnámskeið í Skjólbrekku í Mývatnssveit dagana 27.-29. júlí. Meira
30. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 280 orð

Maskhadov sýnt banatilræði ÓÞEKKTIR menn hófu í gær skothrí

ÓÞEKKTIR menn hófu í gær skothríð á bifreið Aslans Maskhadovs, yfirmanns hers tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna, nálægt þorpi í suðausturhluta Tsjetsjníju. Maskhadov sakaði ekki en einn lífvarða hans særðist. Ekki var vitað hvort rússneskir hermenn, tsjetsjenskir bandamenn Rússa eða andstæðingar Maskhadovs meðal aðskilnaðarsinna hefðu gert árásina. Meira
30. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 380 orð

Mikil flóð og monsúnrigningar í SA-Asíu

MIKIL flóð eru í báðum kóresku ríkjunum og í Kína er óttast, að ástandið eigi eftir að versna mjög með monsúnrigningunum. Í Bangladesh hafa um 500.000 manns misst heimili sín vegna flóða og talið er, að þau hafi haft meiri eða minni áhrif á líf 30 milljóna manna þar í landi eða þriðjungs landsmanna. Meira
30. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 234 orð

Mikill munur á bílverði

MIKILL munur er á bílverði í Evrópusambandsríkjunum og getur skakkað allt að 20% frá einu ríkinu til annars. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá framkvæmdastjórn ESB en stefnt er að því, að verðið verði eitt og hið sama hvar sem er á innra markaði bandalagsins. Meira
30. júlí 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Minnismerki afhjúpað í Borgarnesi

Í ávarpi sínu við athöfnina sagði Guðmundur Guðmarsson forseti bæjarstjórnar Borgarness meðal annars; "Ég vil fyrir hönd bæjarstjórnar Borgarbyggðar þakka aðstandendum Friðriks Þorvaldssonar fyrir að standa að því að koma hér upp minnismerki um hann, nú þegar eru rétt um 100 ár frá fæðingu hans. Friðrik Þorvaldsson flutti hingað um 1920 og bjó hér fram á sjötta áratuginn. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 48 orð

Morgunblaðið leitaði sjónarmiða fulltrúa stjórnmálaflokkanna til

Morgunblaðið leitaði sjónarmiða fulltrúa stjórnmálaflokkanna til spurningarinnar um eignarhald að hálendinu og afstöðu þeirra til hugmynda í frumvarpi til laga um afmörkun eignarlanda og þjóðlendna. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 522 orð

Mörg mál óupplýst eftir helgina

ALLS voru 353 mál færð til bókar hjá lögreglunni í Reykjavík þessa helgi. 43 ökumenn voru kærðir fyrir að hafa ekið hraðar en lög gera ráð fyrir. Þá voru 8 ökumenn grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis. Alls voru 28 tilkynningar um umferðaróhöpp, þar af 6 þar sem slys urðu á fólki. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ný landakort

LANDMÆLINGAR Íslands hafa gefið út tvö ný aðalkort í mælikvarðanum 1:250.000. Um er að ræða kortblað nr. 3 af Suðvesturlandi og blað nr. 7 af Norðausturlandi. Samhliða þessum kortum hafa komið út ferðakort af Suðurlandi og Norðurlandi í sama mælikvarða. Einnig hafa verið endurskoðuð aðalkortablöð nr. 1, 4, 5 og 6 sem ná yfir Vestfirði, Norðurland, Mið-Ísland og Mið-Suðurland. Meira
30. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 235 orð

Nýr ritstjóri væntanlega ráðinn í dag

GERT er ráð fyrir að á stjórnarfundi í Dagsprenti sem haldinn verður í dag verði gengið frá ráðningu ritstjóra sameinaðs dagblaðs, Dags-Tímans. Starfsfólk Dagsprents kom saman á fundi í gærmorgun þar sem einnig voru fulltrúar Frjálsrar fjölmiðlunar. Á fundinum var farið yfir stöðu mála, en ekki var tilkynnt um nýjan ritstjóra blaðsins. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 35 orð

Nýsköpunardagar ungra uppfinningamanna

FÉLAG ungra uppfinningamanna stendur fyrir svokölluðum nýsköpunardögum í Íslandsbanka við Gullinbrú. Þarna eru til sýnis ýmsir hlutir sem ungir uppfinningamenn hafa skapað, t.d. hlutir úr nýsköpunarkeppni grunnskóla. Sýningin stendur til 16. ágúst. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 271 orð

Næsta landsmót haldið í Skorradal eftir 3 ár

LANDSMÓTI skáta lauk á Úlfljótsvatni um helgina. Mótinu var slitið á laugardagskvöld og héldu skátar til síns heima á sunnudag að lokinni sameiginlegri helgistund. Víking Eiríksson mótsstjóri sagðist vera mjög ánægður með mótið í heild. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 179 orð

Sameign þjóðarinnar

"ÞAÐ er mjög viðtekin skoðun innan Kvennalistans að hálendið eigi að vera sameign allrar íslensku þjóðarinnar," sagði Kristín Halldórsdóttir, alþingismaður Kvennalista. "Að mínum dómi og margra annarra á þetta að vera sameign þjóðarinnar og það þarf að komast að einhverri niðurstöðu um það." "Við getum sótt okkur fyrirmyndir til annarra þjóða, t.d. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 36 orð

Samsölubakarí hlýtur gæðaviðurkenningu

HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur veitti nýlega Samsölubakaríi viðurkenningu fyrir að uppfylla nýjar reglur er varða gæðaeftirlit hjá matvælafyrirtækjum. Gæðaviðurkenningin, eða svokölluð GÁMES-vottun, felur í sér að unnið er eftir ströngu kerfi og öflugu gæðaeftirliti í matvælaiðnaði. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 215 orð

Seltjarnarnes og Garðabær með hæstu gjöldin

ÍSLENSKIR aðalverktakar sf. greiða hæstu opinberu gjöldin á Reykjanesi, samtals 337.960.538 kr. Það eru þó lægri gjöld en fyrirtækið greiddi í fyrra en þá voru álögð gjöld þess 467.851.062 kr. Samtals eru álögð gjöld á einstaklinga, félög og aðra lögaðila 18.755.293.012 kr. í Reykjanesumdæmi, þar af 16.210.478.906 kr. á einstaklinga. Í fyrra nam álagningin tæpum 18 milljörðum kr. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 127 orð

Síldarvinnslan greiðir mest

AÐALSTEINN Jónsson, útgerðarmaður á Eskifirði, greiðir hæstu opinberu gjöld einstaklinga á Austurlandi, 8.642.258 kr., sem eru tæplega helmingi hærri gjöld en þess sem greiðir næsthæstu gjöldin, sem er Sturla Þórðarson, Neskaupstað, 4.653.884 kr. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað er hæsti greiðandi opinberra gjalda fyrirtækja á Austurlandi eins og oft áður. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Skattskráin liggur frammi til 13. ágúst

ÁLAGNINGARSKRÁR fyrir gjaldárið 1996 hafa verið lagðar fram. Þær liggja frammi á skattstofum landsins frá og með 30. júlí til 13. ágúst nk. almenningi og fjölmiðlum til sýnis. Morgunblaðið greinir hér frá álagningu opinberra gjalda í fimm skattumdæmum, Reykjavík, Reykjanesi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 204 orð

Slys á einbreiðri brú

ÞRÍR fólksbílar lentu í árekstri á einbreiðri brú yfir Kaldaklifsá í Austur-Eyjafjallahreppi síðdegis á sunnudag. Þrír voru fluttir með sjúkrabílum frá Hvolsvelli og Vík á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Sótthreinsað á veiðidegi

STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavíkur gekkst fyrir fyrri veiðidegi barnanna við Elliðaárnar í gær. Börnunum eru kennd handtök við veiðarnar og frædd um Elliðaárnar og einnig fá þau að renna fyrir fisk. En þau fengu einnig nasasjón af vandamálum sem veiðimenn þurfa að kljást við, því áður en þau fengu að fara í ána var útbúnaður þeirra, þ.e. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 182 orð

Sparisjóður gjaldahæstur

HEILDARGJÖLD einstaklinga í Vestfjarðaumdæmi nema rúmum tveimur milljörðum kr. og heildargjöld lögaðila rúmum 423 milljónum kr. Hæstu álagningu einstaklinga ber Tryggvi Tryggvason, Ísafirði, samtals 4.817.708 kr. Sparisjóður Bolungarvíkur er gjaldahæstur lögaðila, samtals eru álögð gjöld hans 20.632.996 kr. Meira
30. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 333 orð

Sprengja í farangursrými sögð orsök slyssins

SPRENGJA í fremra farangursrými Boeing 747-100 þotu bandaríska flugfélagsins Trans World Airways (TWA) olli því að vélin sprakk skömmu eftir flugtak frá Kennedy- flugvelli í New York fyrir rúmri viku, og hrapaði í Atlantshafið. Með henni fórust 230 manns. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 349 orð

"Staður skáldanna"

VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Íslands, hefur síðustu daga unnið af kappi við að pakka saman eigum sínum á Bessastöðum áður en hún lætur af embætti á fimmtudaginn kemur. Ætlar að gefa bækur Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 169 orð

Stórlax á efsta svæði Norðurár

Jón Þorsteinn Jónsson fékk á fimmtudag stærsta lax sumarsins í Norðurá. Hann fékk þrjá laxa, 3 pund, 5 pund og þann stóra, sem var 18,5 pund og þó orðinn töluvert leginn. Hængurinn tók Collie Dog 1/4 túbu á Hvassármótum upp undir Fornahvammi. Tók um 30 mínútur að landa fiskinum. Þetta mun vera stærsti laxinn úr ánni í sumar. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Sumarslátrun hafin

SLÁTRUN er hafin í sláturhúsi Ferskra afurða hf. á Hvammstanga, en í gær hófst slátrun dilka, sem sláturhúsið annast fyrir sauðfjárbændur í Vestur-Húnavatnssýslu og Hagkaup í Reykjavík. Verður kjötið komið til sölu í verslunum Hagkaups á fimmtudagsmorgun. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Torfært milli Patreksfjarðar og Flókalundar

LÖGREGLAN á Patreksfirði er óhress með veginn milli Patreksfjarðar og Flókalundar, sem hún segir ófæran smábílum. Jónas Þór lögreglumaður segir það sitt mat að vegurinn sé ófær smábílum, á honum sé hola við holu. Fyrir utan stutta slitlagsbúta sé skásti kaflinn á leiðinni sá sem sérstaklega sé merktur sem grófur og vondur vegna þess að á hann eigi að leggja bundið slitlag. Meira
30. júlí 1996 | Erlendar fréttir | 300 orð

Tólf hafa látist

LÆKNAR í Tyrklandi hafa frá því á sunnudag reynt að bjarga lífi hættulega veikra fanga, sem létu af hungurverkfalli í um 30 fangelsum víðsvegar í Tyrklandi á laugardag. Stjórn landsins varð þá við sumum af þeim kröfum sem fangarnir höfðu lagt fram um bættan aðbúnað í fangelsum. Meira
30. júlí 1996 | Landsbyggðin | 557 orð

Um sexhundruð manns sóttu athöfnina

Sólbyrgi, Reykholtsdal-Ný kirkja var vígð í Reykholti í Borgarfirði á sunnudag en þar á staðnum hefur verið kirkja frá því skömmu eftir árið 1000. Á milli fimm- og sexhundruð manns voru viðstaddir vígsluna. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 517 orð

Ungir neytendur helmingi fleiri en í fyrra

FYRSTU sex mánuði þessa árs hefur misnotkun amfetamíns meðal fólks sem er 24 ára og yngra næstum tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá SÁÁ yfir þá sem leituðu meðferðar á Vogi fyrstu mánuði þessa árs og var niðurstaðan borin saman við niðurstöður fyrstu sex mánuði áranna frá 1993. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

VR býður í Fjölskyldugarðinn

STJÓRN Verslunarmannafélags Reykjavíkur hefur tekið Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal í Reykjavík á leigu á frídegi verslunarmanna næstkomandi mánudag. Pétur Maack, varaformaður VR, segir stjórn VR hafa ákveðið að taka upp gamla venju og halda upp á frídaginn í Reykjavík, en það hafi ekki verið gert svo áratugum skipti. Meira
30. júlí 1996 | Akureyri og nágrenni | 289 orð

Yfir tvö þúsund manns heimsóttu skrifstofuna

YFIR TVÖ þúsund manns heimsóttu nýja skrifstofu Morgunblaðsins á Akureyri við formlega opnun hennar síðastliðinn laugardag. Skrifstofan er í nýbyggingu við Kaupvangsstræti 1, í miðbæ Akureyrar. Rúm tíu ár eru frá því Morgunblaðið opnaði skrifstofu á Akureyri og hefur starfsemin farið ört vaxandi frá þeim tíma. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 106 orð

Þarf að taka af skarið

Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Þjóðvaka, segir það sína skoðun að mestu skipti að tekið sé af skarið um það hverjir hafi með hálendið að gera. "Ég held að það sé mjög áríðandi að það sé gert ljóst hverjir eru eigendur hálendisins." Svanfríður kvaðst þeirrar skoðunar að líta eigi á hálendið sem þjóðareign og teldi mikilvæga hagsmuni í húfi að tekinn væri af vafi í því efni. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 296 orð

"Þjóðlegt og rómantískt brúðkaup"

ÍSLENSK kona, Margrét Guðmundsdóttir, giftist á laugardag inn í norsku konungsfjölskylduna. Brúðguminn, Alexander Fernerm, er barnabarn Ólafs V. heitins Noregskonungs, og systursonur Haralds konungs. Brúðkaupið fór fram í hinni nýuppbyggðu Holmenkollen- kapellu í Ósló og var hennar getið í öllum stærstu fjölmiðlum Noregs; bæði ljósvakamiðlum og blöðum. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 238 orð

Þorvaldur Guðmundsson hæstur með tæpar 40 millj.

HEILDARGJÖLD í Reykjavík samkvæmt álagningarskrá eru rúmir 34,5 milljarðar króna. Þar af greiða einstaklingar eldri en 16 ára rúma 23,5 milljarða kr., börn 6,5 milljónir kr. og lögaðilar tæpa 11 milljarða kr. Tekjuskattur einstaklinga nemur rúmum 13,2 milljörðum kr., útsvar rúmum 8,4 milljörðum og eignarskattur 915 milljónum kr. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Þriðjudagsgangan í Viðey

Í DAG verður hin vikulega kvöldganga um Viðey. Farið verður með Viðeyjarferjunni kl. 20.30 og síðan gengið um Austureyna sunnanverða. Gengið verður með suðurströndinni austur á Sundbakka og þaðan heim að Stofu aftur. Nauðsynlegt er að vera vel búinn og ekki síst til fótanna, einkum ef úrkoma verður. Ferðin tekur innan við tvo tíma. Búist er við, að komið verði í land aftur upp úr kl. 22.30. Meira
30. júlí 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Æsa skoðuð með neðansjávarmyndavél

UNNIÐ hefur verið að rannsókn á orsökum þess að kúfiskveiðiskipið Æsa ÍS-87 frá Flateyri sökk í Arnarfirði sl. fimmtudag og fjörur hafa verið gengnar til að leita mannanna tveggja sem fórust með skipinu. Meira

Ritstjórnargreinar

30. júlí 1996 | Leiðarar | 567 orð

FLÓTTAFÓLKIÐ BOÐIÐ VELKOMIÐ SFIRÐINGAR hafa augljósl

FLÓTTAFÓLKIÐ BOÐIÐ VELKOMIÐ SFIRÐINGAR hafa augljóslega lagt metnað sinn í að taka vel á móti flóttafólkinu frá Bosníu, sem kom til kaupstaðarins aðfaranótt sunnudags. Ekki verður annað séð en að allur aðbúnaður þess sé til fyrirmyndar og þá ekki sízt barnanna. Meira
30. júlí 1996 | Staksteinar | 414 orð

»Gagnrýninni svarað Framkvæmd Ólympíuleikanna í Atlanta hefur verið harðlega

Framkvæmd Ólympíuleikanna í Atlanta hefur verið harðlega gagnrýnd um allan heim og hún um margt talin einkennast af klúðri. Fulltrúar Atlanta-borgar eru hins vegar ekki fyllilega sáttir við þessa gagnrýni og telja hana um margt óréttláta. Brot af heildinni Meira

Menning

30. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 71 orð

Bjartsýnisverðlaun afhent

HAUKUR Tómasson tónskáld fékk bjartsýnisverðlaun Bröste afhent í síðustu viku. Þetta var í 16. sinn sem verðlaunin voru veitt og nema þau 500.000 kr. Verðlaunin eru jafnan veitt þeim íslenskum listamanni sem í sínu starfi þykir sýna djörfung og bjartsýni. Meira
30. júlí 1996 | Kvikmyndir | 649 orð

Blekkingarvefur í brellumynd

Leikstjóri: Brian De Palma. Handrit: David Koepp og og Robert Towne. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Jon Voight, Emmanuelle Béart, Vanessa Redgrave, Emilio Estevez. Paramount. 1996. Einhverjum kann að þykja það undarlegt að leikstjórinn Brian De Palma, sem þekktastur er fyrir litlar en verulega útpældar sakamálamyndir í anda Hitchcocks, Meira
30. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 89 orð

Bróðir Sharonar Stone skilinn

MICHAEL Stone, bróðir leikkonunnar Sharonar Stone, og Tamara Beckwith kona hans eru skilin að skiptum. Skilnaðurinn kom nokkrum dögum eftir að kunningi Tamöru og Michael sagði í spjallþætti í sjónvarpi að hann væri ástfanginn af henni. Meira
30. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 64 orð

Connery móðir

SKOSKI leikarinn sem nýlega lék í myndinni Kletturinn er kankvís og hnyttinn í tilsvörum. Eitt sinn var hann að gefnu tilefni spurður hvernig tilfinning það hefði verið að verða faðir. "Það snerti mig nú ekki mikið," sagði hann með sinni rólyndislegu röddu, "en ef ég hefði orðið móðir hefði það orðið töluvert meira spennandi," sagði hann og brosti og gekk sína leið. Meira
30. júlí 1996 | Tónlist | 736 orð

Dregið, ekki kreist

Biber: Passacaclia í g-moll; J. S. Bach: Sónata nr. 1 í g-moll; Partíta nr. 2 í d-moll. Jaap Schröder, barokkfiðla. Skálholtskirkju, laugardaginn 27. júlí kl. 15. TÓNLEIKA- og fræðslustarfsemi laugardagsins síðastliðna á vegum Sumartónleikanna í Skálholti hófst kl. Meira
30. júlí 1996 | Menningarlíf | 634 orð

GRIMS-ÆVINTÝR HIN NÝJU

Hallgrímur Helgason/Björn Birnir. Gallerí Sævars Karls: Opið kl. 10­18 virka daga og á laugardögum kl. 10­14 til 7. ágúst; aðgangur ókeypis. Gallerí Laugavegur 20B: Opið virka daga kl. 12-18 og kl. 14-18 um helgar fram eftir sumri; aðgangur ókeypis. Meira
30. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 140 orð

Japanskar jógaæfingar fyrir gæludýr

EF ÞÚ heldur að öllum þörfum gæludýranna þinna sé fullnægt með því að klóra þeim stöku sinnum á bakvið eyrun, þarft þú að hugsa þinn gang. Japanir er komnir flestum framar í að rannsaka þarfir gæludýra og hvernig á að uppfylla þær. Þeir hafa búið til fjölmargar framandi æfingar og meðferðardagskrár fyrir dýrin þannig að þau megi lifa hamingjusömu lífi. Meira
30. júlí 1996 | Menningarlíf | 291 orð

Kozana Lucca leiðbeinir á Íslandi

Kozana Lucca leiðbeinir á Íslandi ARGENTÍNSKA listakonan Kozana Lucca verður leiðbeinandi á tveimur námskeiðum hér á landi í næsta mánuði, auk þess sem hún mun efna til málverkasýningar. Fyrra námskeiðið hefur yfirskriftina "raddvinna" og er fyrir söngvara og leikara - atvinnumenn, byrjendur og allt þar á milli. Meira
30. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 101 orð

Loggia bjargar heiminum

BANDARÍSKI kvikmyndaleikarinn Robert Loggia sem leikið hefur í meira ein 60 kvikmyndum þar á meðal "Scarface" og "Big" hefur sjaldan eða aldrei fengið eins góð viðbrögð við leik sínum og hann fær nú fyrir hlutverk sitt í Kvikmyndinni Independendce Day þar sem hann leikur herforingja. Meira
30. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 75 orð

Með mömmu á frumsýningu

BANDARÍSKI leikarinn Matthew McConaughey er nýjasti hjartaknúsarinn í Hollywood. Hann leikur lögfræðing sem tekur að sér að verja mann sem er ákærður fyrir morð í myndinni "A Time to Kill" sem gerð er eftir sögu hins vinsæla rithöfundar Johns Grishams. Meira
30. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 196 orð

Nakinn Washington

BANDARÍSKI leikarinn Denzel Washington sem hlotið hefur margar viðurkenningar fyrir störf sín og leikið í vinsælum myndum er þekktur fyrir geislandi kynþokka þó aldrei láti hann buxurnar síga of langt niður eða afklæðist meira en góðu hófi gegnir. Meira
30. júlí 1996 | Bókmenntir | 373 orð

Óður til náttúrunnar

eftir Steinunni Ásmundsdóttur. Prentuð í Prentsmiðjunni Hjá GuðjónÓ. 45 bls. Útgefandi er Andblær 1996. LJÓÐ FRÁ Þingvöllum er undirtitill ljóðabókar Steinunnar Ásmundsdóttur, Hús á heiðinni. Staðsetningin kveikir strax hugsanir um náttúru og sögu í huga lesandans en þetta eru einmitt tvö meginþemu bókarinnar. Meira
30. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 66 orð

Sade móðir í ágúst

POPPSÖNGKONAN með flauelsröddina, Sade, á von á sínu fyrsta barni í næsta mánuði. Sade varð heimsfræg með lagi sínu "Smoth operator" og hefur notið velgengni síðan. Hún er nú orðin 36 ára og hefur lítið haft sig í frammi á tónleikasviðinu upp á síðkastið, en þrjú ár eru frá því hún kom síðast fram. Barnsfaðir hennar heitir Bob Morgan, hljómplötuútgefandi frá Jamaica. Meira
30. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 268 orð

Spennumyndin "A Time to Kill beint á toppinn.

SPENNUMYNDIN "A Time To Kill" skaust á topp listans yfir tekjuhæstu myndir helgarinnar í Bandaríkjunum þegar hún náði inn 14,5 milljónum dollara fyrstu sýningarhelgina. Independence Day sem sat í fyrsta sætinu í síðustu viku er komin niður í annað sætið, búin að vera í því fyrsta í þrjár vikur. Hún náði inn 13,1 milljón dollara um helgina. Meira
30. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 76 orð

Strákur og stelpa í samkeppni

HJÓNIN Dennis Quaid og Meg Ryan eru bæði leikarar og því eru margir sem halda að oft sé loft lævi blandið á heimili þeirra þar sem samkeppni ríki þeirra á milli. "Hún er stelpa, ég er strákur," segir Dennis um þær sögusagnir, "þannig að það er ekki eins og við séum að keppa um sömu hlutverkin," sagði hann og það hljóta að teljast fullgild rök. Meira
30. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 50 orð

Tina rokkar áfram

ROKKSÖNGKONAN Tina Turner er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu og mun halda tónleika í alls ellefu löndum. Af meðfylgjandi myndum að dæma hefur Tina ekkert róast í sviðsframkomu, en hún er af mörgum kölluð amma rokksins. Þessi mynd er frá tónleikum hennar í Köln um síðustu helgi. Meira
30. júlí 1996 | Fólk í fréttum | 136 orð

Ættarmót á Auðkúlu

UM 170 manns komu saman á ættarmóti á Auðkúlu í Arnarfirði nýlega. Þar voru saman komnir niðjar Bjarneyjar Jónínu Friðriksdóttur og Jóhanns Jónssonar skipstjóra frá Auðkúlu. Jóhann lést árið 1921 en Bjarney 1952. Þau eignuðust níu börn og af þeim er nú eitt á lífi, Friðrik J. A. Jóhannesson, sem nú er orðinn 82 ára. Hann mætti á staðinn og tók þátt í öllum dagskráratriðum mótsins. Meira

Umræðan

30. júlí 1996 | Aðsent efni | 635 orð

Kólf

ÁGÆT grein Helga Hálfdanarsonar um golf í Morgunblaðinu varð til þess að ég kylfdi til orða í góðum bókum og fann þar sitthvað fróðlegt um íþróttina og málfar henni tengt, hér á landi og ytra. Tillaga hans um að nota orðið gylfingar þykir mér athygliverð. Orðið er hljómfagurt og ber konunglegan keim. Meira
30. júlí 1996 | Aðsent efni | 821 orð

Oft var þörf en nú er nauðsyn

Oft var þörf en nú er nauðsyn Eru málefni geðfatlaðra í brennidepli? Ef grannt er skoðað, segir Sigurlaug Sveinsdóttir, eru málefni geðfatlaðra í mjög miklum ólestri. SAGT er að við lifum í landi velmegunar. Meira
30. júlí 1996 | Aðsent efni | 1044 orð

Tilraunir með notkun seyru til skógræktar

UNDANFARIN ár hafa Hvolhreppur og Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins haft samstarf um tilraunaverkefni, þar sem reynd er notkun seyru til skógræktar. Guðlaugur Jónsson, bóndi á Voðmúlastöðum, lagði til 6 ha lands undir verkefnið á Markarfljótsaurum, u.þ.b. 16 km austan við Hvolsvöll. Þegar rotþróin á Hvolsvelli var tæmd sumarið 1993 var allri seyrunni úr henni dreift á tilraunasvæðið. Meira
30. júlí 1996 | Aðsent efni | 733 orð

Umferðarmál og hávaði, og nauðsyn Fossvogsbrautar

UNDANFARIÐ hafa birzt greinar, aðallega frá R-listamönnum, þar sem þeir hrósa sér af því að vera að draga úr umferðarhraða í borgarinni og þar með minnka hávaða og draga úr slysum. Ekki ætla ég að vanmeta þetta. Hins vegar sýnist mér, að enn og aftur séu menn að ráðast að afleiðingum en ekki ástæðum hávaða og slysa. Meira
30. júlí 1996 | Aðsent efni | 864 orð

Umferðarslys ­ hvað svo?

Á UNDANFÖRNUM vikum hefur hrina umferðarslysa dunið yfir og fréttir af slíkum slysum eru nánast orðnar daglegar. Erum við e.t.v. að verða ónæm fyrir slíkum fréttum, líkt og daglegum fréttum frá stríðshrjáðum svæðum heimsins? Við megum þó aldrei gleyma að þessar fréttir snúast um fólk eins og þig og mig, fólk sem fótunum er kippt undan í einu vettfangi. Meira
30. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 225 orð

Upplýsingar um Alnetstengingu við Morgunblaðið

Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Meira
30. júlí 1996 | Bréf til blaðsins | 325 orð

Verslunarmannahelgin í Stykkishólmi

UM verslunarmannahelgina verður lífið í föstum skorðum í Stykkishólmi, en ýmislegt verður gert fyrir ferðamenn sem vilja koma hingað þá helgi. Þjónusta við ferðamenn er alltaf að aukast enda hefur ferðamönnum sem leggja leið sína hingað verið að fjölga á hverju ári. Það er margt sem ferðamenn geta gert meðan þeir staldra við í Stykkishólmi. Meira

Minningargreinar

30. júlí 1996 | Minningargreinar | 167 orð

Eyjólfur Ingjaldsson

Þegar líða tekur að krýningardegi með hinni fölsku sviðsetningu yfirborðskenndarinnar þá hefur einn af kunningjum mínum frá liðnum dögum kvatt sinn jarðneska ævidag. Eyjólfur Ingjaldsson var einn af þeim sem var laus við hina hvimleiðu ókosti yfirborðskenndarinnar og það sama má segja um hans nánustu. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 126 orð

EYJÓLFUR INGJALDSSON

EYJÓLFUR INGJALDSSON Eyjólfur Ingjaldsson fæddist í Reykjavík 3. maí 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar Eyjólfs voru Ingjaldur Jón Ingjaldsson, f. 7.9. 1863, og Sigríður Eyjólfsdóttir, f. 15.11. 1887. Eyjólfur var einn af fjórtán börnum þeirra hjóna, hin eru 1) Magnús Guðbergur, f. 13.10. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 198 orð

Jakob Ármannsson

Bernskubrek og skólaganga eru lífsperlur okkar bekkjarsystkinanna frá Siglufirði, Perlu norðursins. Við fundum þeim stað í hjarta okkar, þar sem þær döfnuðu vegna þess að við héldum þeim við með því að njóta þeirra. Siglufjarðarstuðið var okkar. Sameiginlegt fimmtugsafmæli okkar allra var hápunkturinn. Í sumarbústöðum í Borgarfirði urðum við börn á ný og gengum á vit ævintýranna. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | -1 orð

Jakob Ármannsson

Jakob er látinn. Það er staðreynd sem ekki verður umflúin. Það togast á ólíkar tilfinningar þegar ég hugsa til hans. Sorgin og eftirsjáin er mikil en einnig reiði yfir því að sjá hann aldrei aftur. Ég sé hann í huga mér koma rólega eftir ganginum, halla ofurlítið undir flatt. Þegar hann nálgast brosir hann kankvíslega og glettnin glampar í augunum. Það var gott að vinna með honum. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 191 orð

Jakob Ármannsson

Sjaldan hefur hverfulleiki mannlífsins birst okkur samstarfsmönnum Jakobs Ármannssonar jafn augljóslega og síðustu mánuði, frá því hann kenndi sér meins og þar til hann er nú allur. Jakob verður eftirminnilegur hverjum þeim er honum kynntist, fyrst og fremst fyrir þá fagmennsku og trúverðugleika sem sýndi sig í hverju því máli er hann tók að sér. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 488 orð

Jakob Ármannsson

Í dag kveðjum við Jakob Ármannsson, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra Útvegsbanka Íslands hf. Ég kynntist Jakobi Ármannssyni fyrst fyrir mörgum árum, þá sem viðskiptamaður Útvegsbanka Íslands. Mér varð strax ljóst að þar var afburðamaður á sviði bankamála á ferð. Jakob tók málum mínum ævinlega vel þótt þau væru oft flókin. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 318 orð

Jakob Ármannsson

Það var mikið tjón fyrir Kvennaskólann í Reykjavík að missa Jakob Ármannsson sem kennara í fullu starfi eftir farsæla kennslu um fjögurra ára skeið og mega ekki fastráða hann. Þó var nokkur bót í máli, að hann var lengi stundakennari við skólann, og hans naut einnig við, þegar skólinn færðist yfir á framhaldsskólastig haustið 1979 og brúa varð erfitt bil. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 347 orð

Jakob Ármannsson

Þeir voru þrír Siglfirðingarnir, sem settust í þriðja bekk Menntaskólans í Reykjavík haustið 1955. Þeir voru auðvitað hver með sínu lagi: Einn rammur að afli og manna glaðbeittastur, annar listfengur og drátthagur svo af bar, sá þriðji skaut okkur öllum ref fyrir rass og dúxaði um vorið á þriðjabekkjarprófunum, þeim hreinsunareldi sem við velflest höfðum haft beyg af vetrarlangt. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 180 orð

Jakob Ármannsson

Í trúnaðarstörfum sínum fyrir Búnaðarbanka Íslands átti Jakob Ármannsson oft náið samstarf með lögfræðingum bankans og starfsfólki lögfræðideildar. Okkur, sem áttum því láni að fagna að kynnast Jakobi, urðu snemma ljósir mannkostir hans. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 401 orð

Jakob Ármannsson

Áður en ég fór í stutt leyfi til útlanda í apríl sl. þurftum við Jakob Ármannsson að ræða ýmis mál til að reyna finna á þeim farsæla lausn. Eins og ávallt var Jakob vel heima í málum og tillögugóður og ekki að sjá að þar færi helsjúkur maður. Meðan á dvöl minni stóð var hringt til mín og mér tilkynnt um hin alvarlegu veikindi Jakobs og nú aðeins þremur mánuðum síðar er hann allur. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 279 orð

Jakob Ármannsson

Jakob Ármannsson lézt laugardaginn 20. júlí eftir skamma en harða sjúkdómsraun. Krabbamein dró þennan góða dreng til dauða langt um aldur fram og skarð hans mun standa ófyllt bæði heima fyrir, hjá fjölskyldunni og úti í þjóðfélaginu, slíkur öðlingur sem hann var. Ég kynntist Jakobi fyrst þegar við vorum stráklingar heima á Siglufirði, en þá hófst samgangur milli fjölskyldna okkar. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 637 orð

Jakob Ármannsson

Kæri vinur. Ekki hvarflaði það að mér þegar við skildum við græna borðið í vor að við ættum aldrei eftir að taka í spil saman í þessu jarðlífi. Ég fór að venju til sumardvalar á Austurlandi en þér var ætlað að takast á hendur það ferðalag sem öllum er búið. Ég frétti ekki af veikindum þínum fyrr en seint og um síðir og fékk ekki tækifæri til að eiga við þig orð. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 307 orð

Jakob Ármannsson

Á liðnu vori var ég í hópi stjórnenda í Búnaðarbankanum sem komu saman til árlegs fræðslu- og umræðufundar. Þar flutti Jakob Ármannsson erindi um ýmsar hliðar á veitingu bankaábyrgða en um það efni var hann öllum öðrum fróðari. Þetta innlegg Jakobs bar hans sterku persónulegu einkenni sem starfsfólk bankans þekkti vel af daglegum samskiptum við hann. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 319 orð

JAKOB ÁRMANNSSON

JAKOB ÁRMANNSSON Jakob Ármannsson fæddist í Reykjavík 7. maí 1939. Hann lést á Landspítalanum 20. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ármann Jakobsson, bankastjóri, f. 2. ágúst 1914, og Hildur Sigríður Svavarsdóttir, f. 8. júní 1913, d. 12. febrúar 1988. Bróðir hans er Svavar, aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs, f. 20. ágúst 1941. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 64 orð

Sigurbjörg Guðmundsdóttir Hannah

Ég lifi hjá mömmu og mamma hjá mér í minningu heilagri hvar sem ég er. Ég veit að hún gætir mín vökul og hlý, vonirnar rætast, við sjáumst á ný. (Geir G. Gunnlaugsson.) Elsku mamma. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að vera hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim. Þá stund varstu hetjan mín. Guð blessi þig. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 208 orð

Sigurbjörg Guðmundsdóttir Hannah

Sigurbjörg Guðmundsdóttir Hannah Í dag er kvödd kær frænka mín, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, síðar Hannah. Sissa, eins og hún var jafnan kölluð, ólst frá fjögurra ára aldri upp hjá fósturmóður sinni, Engilráð Hallgrímsdóttur, fyrst í Húnavatnssýslu síðar í Reykjavík, og átti þar heima síðan. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 308 orð

SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR HANNAH

SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR HANNAH Sigurbjörg Guðmundsdóttir Hannah fæddist á Hólmavík 11. ágúst 1922. Hún andaðist í Borgarpítalanum 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Kristín Jónsdóttir, f. 2. ágúst 1883 á Kleppustöðum, Hróbergshreppi, d. 22. september 1960, og Guðmundur Bergmann Jónsson, sjómaður, f. 16. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 121 orð

Sigurbjörg Guðmundsdóttir Hannah Elsku mamma mín, er ég minnist þín mér finnst ég verða lítill um sinn af því í örmum þér um

Elsku mamma mín, er ég minnist þín mér finnst ég verða lítill um sinn af því í örmum þér um stund ég undi mér þá ást og hlýju enn ég finn. Ég hugar kveðju sendi, mamma mín, þig man ég alla stund og Guð ég bið um að gæta þín uns geng ég á þinn fund. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 523 orð

Sigurhans Halldórsson

Það eru aðeins rétt rúmir tveir mánuðir síðan við afi ókum Selvogsgrunninn saman í síðasta sinn. "Ætlarðu þessa leið?" sagði hann við mig og bætti svo við, "hér hefur maður oft gengið". Þar bjuggu þau amma lengst af sinn hjúskap og hjá þeim, með mömmu, sleit ég barnsskónum. Þegar ég hugsa til bernsku minnar hugsa ég til þeirra, - umhyggju þeirra og elsku. Það er svo margs að minnast. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 261 orð

Sigurhans Halldórsson

Nú fagni guð þér og geymi þig vel, og gefi þér blómin sín. Í Drottins hendur minn dýrgrip ég fel, Hann deyfi eggjarnar sáru. Svo líf þú þars lífið ei dvín. (Hannes Hafstein.) Mig langar að kveðja Sigurhans, tengdaföður minn til 16 ára. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 428 orð

Sigurhans Halldórsson

"Er þetta sæmilegur penni?" spurði fársjúkur vinur minn er ég þakkaði honum fyrir fermingargjöf til sonar míns. Hann hafði lagt svo mikla áherslu á að gjöfin bærist á réttum tíma - og vandaður skyldi penninn vera. Reyndar voru þeir tveir - pennasett - og það glampaði einhvern veginn á þá! Tveimur sólarhringum síðar var hann allur. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 164 orð

SIGURHANS HALLDÓRSSON

SIGURHANS HALLDÓRSSON Sigurhans Halldórsson var fæddur í Reykjavík 5. apríl 1920. Hann lést í Landspítalanum 22. júlí síðastliðinn.Sigurhans var sonur hjónanna Jónínu G. Hannesdóttur og Halldórs Jónssonar. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 121 orð

Sigurhans Halldórsson Nú kveð ég þig, elsku afi minn, með sorg og söknuð í hjarta. Ég mun alltaf minnast þín sem besta afa sem

Nú kveð ég þig, elsku afi minn, með sorg og söknuð í hjarta. Ég mun alltaf minnast þín sem besta afa sem til er. Þú varst besti maður sem ég veit um. Ef blindir, heyrnarlausir, fatlaðir, og eða íþróttafélög voru að selja merki, happdrættismiða eða eitthvað annað, keyptir þú. Þú vísaðir aldrei neinum frá eða skildir útundan, þú vildir alltaf hjálpa og gleðja aðra. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 1125 orð

Þórdís Guðjónsdóttir

Föðursystir mín hét fullu nafni Þórdís Ingveldur, en notaði aldrei síðara nafnið og ég hygg að mörgum hafi verið með öllu ókunnugt um það. Hún var eins og sést hér að ofan yngst úr hópi átta systkina er ólust upp á jörð sem nú hefur verið í eyði rúma hálfa öld. Tvö systkinin deyja í frumbernsku og önnur tvö ná aðeins rúmlega tvítugsaldri. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 526 orð

Þórdís Guðjónsdóttir

Dísu kynntist ég fyrst þegar ég sem barn fluttist frá Kirkjubæjarklaustri á Síðu til Reykjavíkur. Foreldrara mínir og föðursystir, Margrét, höfðu tekið á leigu íbúð í litlu húsi við Haðarstíg. Dísa, vinkona Möggu, var með í leigutökunni og voru svefnherbergin 3 en eldhús eitt sameiginlegt. Þarna bjuggum við 5 saman í eitt ár þar til leiðir skildu húsnæðislega. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 570 orð

Þórdís Guðjónsdóttir

Þegar síminn hringir á skrifstofu minni í Kaupmannahöfn eftir hádegi fimmtudag 18. júlí svara ég jafn formlega og ég er vön og vænti þess að um sé að ræða símtal varðandi starf mitt. En þetta er símtal frá Íslandi - Guðrún, móðir mín, að bera mér fréttir um lát Dísu frænku. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 706 orð

Þórdís Guðjónsdóttir

Skömmu eftir, að Þórdís flutti til Reykjavíkur, en það mun hafa verið um 1930, kynntist hún föðursystur minni, Margréti Jónsdóttur. Ennfremur föðurbróður mínum, Hallgrími, konu hans, Þórönnu Magnúsdóttur, og syni þeirra, Jónasi. Það var því að vonum, að Dísa, en svo var hún ávallt nefnd, kynntist fljótlega foreldrum mínum, eftir að þau komu til Reykjavíkur á árinu 1938. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 149 orð

ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR

ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR Þórdís Guðjónsdóttir, saumakona, var fædd á Gestsstöðum í Sanddal, Norðurárdalshreppi, Mýrasýslu, 13. júlí 1909. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 18. þessa mánaðar. Foreldrar hennar voru Guðjón Guðmundsson, bóndi á Gestsstöðum, fæddur 3. júlí 1856 að Uppsölum í Norðurárdal, dáinn 6. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 118 orð

Þórdís Guðjónsdóttir Elsku amma Dísa er látin. Þórdís Ingveldur, hét hún réttu nafni, og var reyndar ekki amma mín heldur besta

Elsku amma Dísa er látin. Þórdís Ingveldur, hét hún réttu nafni, og var reyndar ekki amma mín heldur besta vinkona langömmu Guðnýjar. Dísa var ætíð hjá ömmu Guðnýju í Hvassaleiti, þegar við komum í heimsókn á sunnudögum. Þær spiluðu mikið saman og stundum við mig einnig. Hún var ekkert frábrugðin ömmu Guðnýju eða hinum ömmum mínum, svo mér fannst réttast að kalla hana ömmu Dísu. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 356 orð

Þórður Gröndal

Frændi, vinur og bekkjarbróðir er látinn eftir erfið veikindi. Það er segin saga, að dauðinn kemur manni í opna skjöldu og það sérstaklega þegar um er að ræða jafnaldra, sem yfirleitt var hinn hraustasti, og góður íþróttamaður á yngri árum. Kynni okkar hófust fyrir alvöru er við vorum 11 ára. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 281 orð

ÞÓRÐUR GRÖNDAL

ÞÓRÐUR GRÖNDAL Þórður Gröndal fæddist í Reykjavík 20. september 1931. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Þórðarson Gröndal, verkfræðingur og forstjóri hf. Hamars, fæddur 27. ágúst 1899, d. 11. sept. 1984, og kona hans Halldóra Ágústsdóttir Flygenring, f. 17. júlí 1899. Meira
30. júlí 1996 | Minningargreinar | 420 orð

Þórður Gröndal Þórður Gröndal er látinn. Fyrir um tveimur árum greindi

Þórður Gröndal er látinn. Fyrir um tveimur árum greindist hann með krabbamein sem að lokum hafði búið svo um sig í líkama hans að eigi varð við ráðið og lést hann í Borgarspítalanum sunnudaginn 21. ágúst síðastliðinn. Meira

Viðskipti

30. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 183 orð

Hlutabréf í öryggisfyrirtækjum hækka

VERÐ hlutabréfa í tæknifyrirtækinu Barringer Technologi hækkaði um rúmlega 55% á mánudag vegna frétta um að bandaríska flugmálastjórnin, FAA, hefði samþykkt notkun sprengjuleitartækis fyrirtækisins, IONSCAN, á flugvöllum. Meira
30. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 307 orð

Íslandsbanki opnar Heimabanka á alnetinu

ÍSLANDSBANKI hefur opnað fyrir aðgang að Heimabanka sínum í gegnum alnetið, fyrstur íslenskra banka. Þeir notendur sem hafa aðgang að reikningum sínum í gegnum Heimabankann geta því skoðað yfirlit yfir reikninga sína, kreditkortafærslur og nálgast aðrar upplýsingar sem þar er að finna, á alnetinu. Meira
30. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 159 orð

Netsjónvarp frá Mitsubishi á markað

MITSUBISHI í Japan hyggst setja á markað í haust nýja kynslóð litsjónvarpstækja, sem einnig verður hægt að nota til að ferðast um internetið, alnetið. Netsjónvarpið verður hið fyrsta sinnar tegundar, sem japanskt rafeindafyrirtæki framleiðir. Yfirleitt er tölvur notaðar til að ná sambandi við alnetið. Meira
30. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Rætt við Japana um tölvukubba

JAPANAR og Bandaríkjamenn segja að vel hafi miðað áfram í lokatilraun þeirra til eða leysa erfiða viðskiptadeilu um tölvukubba. Samningamenn þjóðanna hafa ræðzt við í Vancouver fyrir fund Shunpei Tsukahara viðskiptaráðherra og Charlene Barshefsky viðskiptafulltrúa. Frestur til að ná samkomulagi um kubbana og í annarri deilu um tryggingamál rennur út á miðvikudag. Meira
30. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 792 orð

Skiptar skoðanir um vaxtaþróun í kjölfarið

EKKI eru allir á einu máli um hvort auknar tekjur ríkissjóðs og minni lánsfjárþörf muni hafa áhrif til vaxtalækkana á næstunni. Eins og fram kom í fréttum Morgunblaðsins í síðustu viku jukust tekjur ríkissjóðs um 15% á fyrri helmingi þessa árs og var halli af rekstri hans mun minni en ráð hafði verið fyrir gert. Meira
30. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Vextir og hlutabréf þokast upp

LANGTÍMAVEXTIR hafa haldið áfram að þokast upp á verðbréfamarkaði og var ávöxtunarkrafa húsbréfa komin í 5,6% hjá Landsbréfum í gær samanborið við 5,57% á föstudag. Hefur krafan nú hækkað um 22 punkta frá því í júní þegar hún varð lægst 5,38%. Meira
30. júlí 1996 | Viðskiptafréttir | 313 orð

Vilja samstarf við bankana

HAGSMUNAFÉLÖG um pappírslaus viðskipti hafa skorað á viðskiptabankana að gefa viðskiptavinum sínum kost á stöðluðum pappírslausum viðskiptum. Um 200 fyrirtæki og stofnanir hérlendis stunda nú slík viðskipti að einhverju marki. Mikil þróun hefur orðið á þessu sviði hérlendis, sérstaklega hvað varðar stöðlun pappírslausra viðskipta. Meira

Fastir þættir

30. júlí 1996 | Dagbók | 2698 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 26. júlí til 1. ágúst er Garðs Apótek, Sogavegi 108, opið alla nóttina, en Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, er opið til22. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
30. júlí 1996 | Í dag | 29 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 30. júlí

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 30. júlí, er fimmtugur Jón N. Grettisson. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu Arnartanga 38, Mosfellsbæ, föstudaginn 2. ágúst nk. kl. 18-21. Meira
30. júlí 1996 | Fastir þættir | 95 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Íslendingar enduðu í 7. sæti

Unglingalandsliðið, sem spilaði á Evrópumótinu í Cardiff endaði í 7. sæti, sem verður að teljast mjög viðunandi árangur. Liðið átti glæsilegan lokasprett sl. sunnudag og vann bæði Belga og Grikki með 25 stigum. Lokastaðan: Noregur 507, Rússland 482,5, Danmörk 480, Ísrael 461, Holland 441, Svíþjóð 435, ÍSLAND 433, Ungverjaland 432. Meira
30. júlí 1996 | Fastir þættir | 514 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids í Reykja

Spilamennskan í Sumarbrids heldur áfram af fullum krafti. Miðvikudaginn 24. júlí mættu 26 pör til leiks og spiluðu tölvureiknaðan Mitchell tvímenning með forgefnum spilum. Spilaðar voru 10 umferðir með þremur spilum á milli para. Meðalskor var 270 og efstu pör í hvora átt voru: N-S: Pétur Antonsson - Jóhann Benediktsson323Björn Arnarson - Guðrún Jóhannesd. Meira
30. júlí 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndari Bonni BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní sl. í Háteigskirkju af sr. Vigfúsi Þór Vigfússyni María Steingrímsdóttirog Kjartan Sigurðsson. Heimili þeirra er í Rekagranda 4, Reykjavík. Meira
30. júlí 1996 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí sl. í Selfosskirkju af séra Þóri Jökli Þorsteinssyni Hróðný Hanna Hauksdóttir og Hróbjartur Örn Eyjólfsson. Heimili þeirra er í Hrísholti 8, Selfossi. Meira
30. júlí 1996 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí sl. í Kársneskirkju af sr. Ægi Frímanni Sigurgeirssyni Elísabet Anna Hjartardóttir og Björn Páll Angantýsson. Heimili þeirra er í Engihjalla 7, Kópavogi. Meira
30. júlí 1996 | Í dag | 165 orð

Dýrt að hringja til Grænlands SÍMNOTANDI hringdi til Velvak

SÍMNOTANDI hringdi til Velvakanda og spurði hvernig stæði á því að svo dýrt væri að hringja til Grænlands sem raun ber vitni. "Grænlendingar eru næstu nágrannar okkar," sagði hann, "og því finnst mér skjóta skökku við að miklu dýrara sé að hringja þangað, en t.d. til Danmerkur." Velvakandi kunni ekki skil á þessu, en símnotandinn óskaði eftir skýringu frá forsvarsmönnum Pósts og síma. Meira
30. júlí 1996 | Í dag | 24 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega og söfn

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega og söfnuðu fé til styrktar Barnaspítala Hringsins. Ágóðinn varð 560 krónur. Þær heita Anna Sigrún Ingimarsdóttir og Pollý Hilmarsdóttir. Meira
30. júlí 1996 | Í dag | 27 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til sty

ÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar hjálparsjóði Rauða kross Íslands og varð ágóðinn 2082 krónur. Þær heita Svanhildur Kamilla Sigurðardóttir, Heiðdís Skarphéðinsdóttir og Vigdís Lea Birgisdóttir. Meira
30. júlí 1996 | Í dag | 31 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til sty

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar átakinu "Börnin heim" og varð ágóðinn 1.250 krónur. Þær heita Júlía Aradóttir 8 ára, Anna Francesca Bianchi 9 ára og Birta Aradóttir 6 ára. Meira
30. júlí 1996 | Í dag | 657 orð

íkverja hefur borizt eftirfarandi bréf: "Kæri Vík

íkverja hefur borizt eftirfarandi bréf: "Kæri Víkverji. Ég get ekki orða bundist þegar svo mikillar viðkvæmni gætir hjá þér vegna mis- og vannotkunar íslensks máls, að þú skorar á löggilta málverndarmenn að leggja til atlögu við ófögnuðinn. Meira
30. júlí 1996 | Fastir þættir | 198 orð

Klént í kynbótunum

SAMHLIÐA félagsmóti Snæfellings var haldin héraðssýning kynbótahrossa fyrir Vesturland. Alls komu 50 hross fyrir dómnefndina en 36 hryssur hlutu fullnaðardóm og þrír geldingar sem afkvæmi. Heldur var útkoma sýningarinnar léleg og notaði Kristinn Hugason orðið klént þegar hann talaði um heildarútkomuna. Meira
30. júlí 1996 | Fastir þættir | 550 orð

Úrslit á Kaldármelum

Úrslit á Kaldármelum A-flokkur 1. Ísafold frá Ólafsvík, eigendur Stefán Kristófersson og Steinunn Stefánsdóttir, knapi Vignir Jónasson, 8,35. 2. Ör frá Stakkhamri, eigandi Bjarni Alexandersson, knapi Alexander Hrafnkelsson, 8,34. 3. Fengur frá Uxahrygg, eigendur Gísli Guðmundsson og Guðmundur H. Meira
30. júlí 1996 | Fastir þættir | 757 orð

Vörn í sókn

Hestamannafélagið Snæfellingur hélt sitt árlega hestamót á Kaldármelum í Kolbeinsstaðahrepppi. HESTAMÓT Snæfellings hefur allnokkra sérstöðu miðað við önnur mót. Félagssvæðið er stórt og félagarnir því nokkuð dreifðir. Menn komu ríðandi í flokkum frá Grundarfirði, Ólafsvík, Stykkishólmi og víðar að á mótið. Meira
30. júlí 1996 | Fastir þættir | 212 orð

Þýskur dómari á Íslandsmótinu

Þýskur dómari á Íslandsmótinu ÓÐUM styttist í Íslandsmótið í hestaíþróttum sem haldið verður að Varmárbökkum í Mosfellsbæ 9. til 11. ágúst n.k. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á mótssvæðinu síðustu vikur og mánuði og telja aðstandendur mótsins svæðið eitt hið besta sem völ er á í þessum stærðarflokki. Meira
30. júlí 1996 | Í dag | 353 orð

ÞÆR stöður koma oft upp í sögnum að annar spilarinn getur leyft sér að segja

ÞÆR stöður koma oft upp í sögnum að annar spilarinn getur leyft sér að segja á lítil spil án þess að eiga það á hættu að makker haldi áfram. Oftast eru sagnir þá að deyja út í bút mótherjanna. Dæmi: 1 spaði ­ Pass ­ Pass? Í þessari stöðu er leyfilegt að berjast á lítil spil. Meira

Íþróttir

30. júlí 1996 | Íþróttir | 933 orð

100 m grindahlaup kvenna UNDANRÁSIRsek. 1. RIÐIL

UNDANRÁSIRsek. 1. RIÐILL 1. Katie Anderson (Kanada) 12.86 2. Cheryl Dickey (Bandar.) 12.92 3. Aliuska Lopez (Kúbu) 13.06 4. Sriyani Kulawansa (Sri Lanka) 13.09 5. Birgit Wolf (Þýskal.) 13.16 6. Natalya Shekhodanova (Rússl.) 13.24 7. Jacqui Agyepong (Bretl.) 13.24 8. Sau Ying Chan (Hong Kong) 13. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 755 orð

100 M HLAUP KARLAÓlympíumeistarinn Christie dæmdur úr leik fyrir tvö þjófstört Kanadamenn endurheimtu það sem þeir höfðu um

Loft var lævi blandið á Ólympíuleikvanginum í Atlanta á laugardagskvöldið. Skapti Hallgrímsson fylgdist með spennandi keppni í 100 metra hlaupi karla og kvenna og þrístökki karla. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 694 orð

100 M HLAUP KVENNAOttey ósátt við að Devers væri dæmdur sigur Gail Devers önnur stúlkan í sögunni til að verja ólympíutitil í

ÚRSLITAHLAUPIÐ í 100 metra spretti kvenna var það mest spennandi í langan tíma. Eftir riðlakeppni og undanúrslit þótti ljóst að baráttan um gullið stæði á milli bandarísku stúlknanna Gail Devers og Gwen Torrence og Merlene Ottey frá Jamaíka. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 263 orð

100 m hlaup kvenna: ÚRSLIT:sek. 1. Gail D

100 m hlaup kvenna: ÚRSLIT:sek. 1. Gail Devers (Bandar.)10,94 2. Merlene Ottey (Jamaíku)10,94 3. Gwen Torrence (Bandar.)10,96 4. Chandra Sturrup (Bahama)11,00 5. Marina Trandenkova (Rússl.)11,06 6. Natalya Voronova (Rússl.)11,10 7. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 407 orð

1.500 M HLAUP KVENNASoniu O'Sullivan höfðu verið bókuð gullverðlaun, en hún dróst aftur úr og hætti er 900 m voru eftir Wang

EFTIR þriggja ára fjarveru af hlaupabrautinni og slakan árangur reiknaði enginn með kínversku stúlkunni Wang Junxia í 5000 metra hlaupinu í fyrrakvöld. Sló hún hins vegar spekingunum við og sigraði af öryggi og með miklum yfirburðum. Írsku stúlkunni Soniu O'Sullivan höfðu verið bókuð gullverðlaun, slíkir hafa yfirburðir hennar verið undanfarin ár og í sumar. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 148 orð

400 m grindahlaup kvenna UNDANRÁSIR: 1. RIÐILL:

400 m grindahlaup kvenna UNDANRÁSIR: 1. RIÐILL: 1. Guðrún Arnardóttir (Íslandi)54.88 (Íslandsmet) 2. Sandra Farmer-Patrick (Bandar.)55.55 3. Debbie Parris (Jamaíku)55.64 4. Michele Schenk (Sviss)55.70 5. Tanya Ledovskaya (Hv-Rússl.)55.82 6. Virna De Angeli (Ítalíu)57.12 7. Mary Estelle Kapalu (Vanuatu)58. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 222 orð

-83 kg flokkur: (Snörun, jafnhöttun og samanlagt)

-83 kg flokkur: (Snörun, jafnhöttun og samanlagt) 1. Pyrros Dimas (Grikkl.)180.0 212.5 392.5 2. Marc Huster (Þýskal.) 170.0 212.5 382.5 3. Andrzej Cofalik (Póllandi) 170.0 202.5 372.5 4. Kiril Kounev (Ástralíu) 170.0 200.0 370.0 5. Vadim Vacarciuc (Moldavíu) 165.0 202.5 367. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 198 orð

Alan Shearer til Newcastle fyrir metfé

ÞAU miklu tíðindi urðu í knattspyrnuheiminum í gær að markahrókurinn mikli hjá Blackburn Rovers, Alan Shearer, skrifaði undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Alltaf jafn gaman að verða meistari

KAREN Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja virðist orðin fastur áskrifandi að Íslandsmeistarititli kvenna í golfi, en um helgina tryggði hún sér titilinn áttunda árið í röð, og það hefur enginn leikið eftir og margir telja að það verði ekki leikið eftir. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 456 orð

ÁFRAM »Ekki má láta einn sjúkling eyðileggja hátíð fjöldans

Keppendur á Ólympíuleikunum í Atlanta hafa keppst við að fordæma sprenginguna sem varð í Ólympíugarðinum í miðborginni aðfaranótt síðastliðins laugardags og kostaði tvö mannslíf. Þeir hafa jafnframt hrósa Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefndinni nú fyrir að halda leikunum áfram. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

ÁRANGUR kylfinga frá Leyni

ÁRANGUR kylfinga frá Leyniá Akranesi vakti athygli á landsmótinu. Í meistaraflokki karla urðu þrír Skagamenn í fimm efstu sætunum, því fyrsta, þriðja og fimmta. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 68 orð

Árangur Vésteins -

-á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og í EvrópukeppniÁr mót kast í márangur 1983 HM 55,20Ekki í úrslit1984 Ól 59,58Ekki í úrslit1987 HM 59,32Ekki í úrslit 1988 Ól 58,94Ekki í úrslit1990 EM 60,40Í undankeppni1990 EM 57,36Í 12. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 300 orð

Bailey fljótastur?

Nýkrýndur ólympíumeistari í 100 metra hlaupi karla, Donovan Bailey frá Kanada, verður að teljast fljótasti jarðarbúinn eftir að hafa sett heimsmet í úrslitahlaupinu á ólympíuleikvangnum í Atlanta. En er hann fljótastur? Ef Kanadamaðurinn hefði hlaupið 100 metra til viðbótar á sama tíma og hann hljóp í úrslitahlaupinu, kæmi hann í mark á 19,68 sekúndum. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 99 orð

Baily fékk ráð hjá Ben Johnson

DONOVAN Baily, ólympíumeistari í 100 metra hlaupi, sagðist hafa leitað ráða að undanförnu hjá Ben Johnson um hvernig hann ætti að yfirstíga pressuna sem fylgir því að komast í úrslit á ólympíuleikum. "Ben er sá eini sem getur gert sér grein fyrir hvað ég er að ganga í gegnum núna," sagði Baily. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 342 orð

BALASZ Kiss

BALASZ Kiss sigraði í sleggjukasti karla og vann þar með fyrstu gullverðlaun Ungverja í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum í 20 ár eða frá því Miklos Memeth kastaði lengst allra í spjótkasti karla í Montreal og setti heimsmet, 94,58 metra. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 92 orð

Balazs Kiss

Ólympíumeistari í sleggjukasti karla. Aldur: 24 ára, fæddur í Veszprem í Ungverjalandi. Persónulegt met: 82,56 metrar 1995. Fyrri árangur: Fjórði á heimsmeistaramótinu 1995 - Sigurvegari á stúdentaleikunum 1995. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 279 orð

Bandaríkjamenn sendu heimsmeistarana heim

Heimsmeistararnir í knattspyrnu kvenna, Norðmenn, eru úr leik í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í Atlanta eftir að hafa beðið 2:1 ósigur fyrir gestgjöfunum frá Bandaríkjunum í bráðfjörugum og framlengdum leik á sunnudag. Bandarísku stúlkurnar voru betri aðilinn í leiknum nær allan tímann og þær voru nálægt því að komast yfir strax á 1. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 390 orð

Barátta ÍBV bar árangur

EYJAMENN munu mæta Skagamönnum í úrslitaleik bikarkeppninnar á Laugardalsvelli 25. ágúst, þeir lögðu KR-inga í miklum baráttuleik með einu marki gegn engu í undanúrslitaleik í gærkvöldi. Markið gerðu heimamenn um miðjan síðari hálfleik úr vítaspyrnu og verða úrslitin að teljast sanngjörn því þó KR væri meira með boltann skilaði það engum marktækifærum. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 46 orð

Blak kvenna A-RIÐILL Kína - Ja

Blak kvenna A-RIÐILL Kína - Japan3:0 (16-14 15-11 15-10)S-Kórea - Bandaríkin1:3 (15-10 13-15 9-15 3-15)B-RIÐILL Brasilía - Þýskaland3:1 (15-4 13-15 9-15 3-15)Rússland - Perú3:0 (15-11 15-8 15-1)Blak Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 543 orð

Býst kylfingurinnBJÖRGVIN ÞORSTEINSSONvið því að halda lengi áfram? Stefni að 52 mótum

BJÖRGVIN Þorsteinsson, kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar, er 43 ára og hefur verið lengi að. Hann tók fyrst þátt í landsmóti árið 1964, þá ellefu ára í unglingaflokki. Björgvin er fæddur og uppalinn á Akureyri og "er í átthagafjötrum" og er ævifélagi í Golfklúbbi Akureyrar. Sambýliskona hans er Jóna Dóra Kristinsdóttir. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 86 orð

Chaplin ekki að grínast

YFIRDÓMARI í 100 metra hlaupi karla var John Chaplin. Þessi nafni gamanleikarans fræga á árum áður var þó alls ekki að grínast er hann sýndi Linford Christie rauða spjaldið og vísaði honum þar með úr úrslitahlaupinu. Bretinn neitaði fyrst að yfirgefa hlaupabrautina því honum fannst hann ekki hafa þjófstartað í seinna skiptið. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 94 orð

Charles Austin

Ólympíumeistari í hástökki karla. Aldur: 28 ára, fæddur í Texas í Bandaríkjunum. Persónulegt met: 2,40 metrar 1991. Fyrri árangur: Sigurvegari á heimsmeistaramótinu 1991 - Áttundi á Ólympíuleikunum 1992 - Sigurvegari á bandaríska meistaramótinu 1995 - Sigurvegari á bandaríska meistaramótinu 1996. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 80 orð

Christie gagnrýndur "HVERS vegna ekki?" sva

"HVERS vegna ekki?" svaraði Linford Christie er hann var spurður hvers vegna hann hefði neitað að yfirgefa hlaupabrautina. Hann fór loks til hliðar við rásmarkið en eftir hlaupið skokkaði hann eftir brautinni að endamarkinu og veifaði til áhorfenda. Þegar hann kom í mark faðmaði hann Frankie Fredericks, silfurverðlaunahafa, að sér en þeir æfa saman. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 99 orð

Christie var mjög óhress LINFORD Christi

LINFORD Christie var að vonum ókátur með að vera dæmdur úr leik. "Mér fannst ég fara af stað um leið og skotið var af byssunni," sagði hann um seinna þjófstartið, en vert er að geta að skv. frásögn yfirdómara hlaupsins munaði nánast engu að startið væri löglegt ­ en þó því, að svo var ekki. "Svona er lífið Ég brosi, en mér líður engu að síður illa. Þetta særði mig mjög," sagði Bretinn. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 84 orð

Donovan Bailey

Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi karla. Aldur: 28 ára, fæddur á Jamaíka. Persónulegt met: 9,84 sekúndur 1996 (á ÓL), sem jafnframt er heimsmet. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 188 orð

Donovan Bailey slappaði loks af

Donovan Bailey settist niður með fjölskyldunni og nánum vinum á hótelbar í miðborg Atlanta skömmu eftir að hann hafði sett glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi og slappaði loks af. "Auðvitað átti ég von á að hann sigraði," sagði George Bailey, faðir hans, og bætti við að hann hefði sagt syninum fyrir hlaupið hvernig færi. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 439 orð

DÝFINGAR"Það eina sem skipti máli var að snúa heim með gull í farteskinu," sagði Fu Sautján ára og tvöfaldur meistari

Fu Mingxia frá Kína, sem hefur verið með allra bestu dýfingakonum heims frá tólf ára aldri, varði ólympíumeistaratitil sinn af 10 metra háum palli á laugardag. Fu sigraði með rúmlega 42ja stiga mun, en hún er nú 17 ára gömul, og lét hinar stúlkurnar um það að berjast um silfur- og bronsverðlaun. Fu vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 1991 og náði honum aftur árið 1994. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 56 orð

Eftir þunga sókn ÍBV, þar sem KR- ingar björguðu naumlega

Eftir þunga sókn ÍBV, þar sem KR- ingar björguðu naumlega hvað eftir annað, barst boltinn inn í vítateiginn hægra megin. Tryggvi Guðmundsson og Kristján Finnbogason, markvörður KR, kepptust um að ná honum og endaði kapphlaupið með því að Kristján fleygði sér á Tryggva og boltann og dæmd var vítaspyrna. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 147 orð

Einliðaleikur karla 2. umferð: Kenneth Carlsen

Einliðaleikur karla 2. umferð: Kenneth Carlsen (Danmörku) vann 10- Jason Stoltenberg (Ástralíu) 6-2 3-6 6-3 3. umferð: 5-Wayne Ferreira (S-Afríku) vann Todd Woodbridge (Ástralíu) 7-6 (7-3) 7-6 (7-5) 14-Renzo Furlan (Ítalíu) vann 8-Marc Rosset (Sviss) 6-0 4-2 (Rosset Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 155 orð

Engin Bandaríkjamaður á palli í fjórða sinn

KEPPT hefur verið í 100 metra hlaupi karla á öllum nútímaólympíuleikum og oft hefur verið litið á þessa grein sem sérgrein bandarískra karla, enda hafa þeir oftar en ekki sigrað í þessari grein og jafnvel hirt alla þrjá verðlaunapeningana sem í boði hafa verið. Að þessu sinni tókst þeim ekki að krækja sér í verðlaunapening og hefur það aðeins gest þrisvar sinnum áður. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 79 orð

Erfitt og spennandi

FRAKKARNIR Frank Adisson og Wilfrid Forgues þurftu að hafa sig alla við í svigi á tveggja manna kajak á Ólympíuleikunum um helgina en eftir spennandi keppni fögnuðu þeir gullverðlaununum þegar í land var komið. Frakkar hafa verið sigursælir í Atlanta, eru í þriðja sæti, en í gær höfðu fulltrúar 54 þjóða fengið verðlaun og stefnir í met. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 92 orð

Fatuma Roba

Ólympíumeistari í maraþonhlaupi kvenna. Aldur: 25 ára, fædd í Merero í Eþíópíu. Persónulegt met: 2:26.05 - 1996 (á ÓL). Fyrri árangur: Þriðja í 10.000 metra hlaupi á Afríkumeistaramótinu 1993 - Ellefta á heimsmeistaramótinu í hálfmaraþoni 1994 - Nítjánda í maraþoni á heimsmeistaramótinu 1995. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 325 orð

Fámennum Þrótturum tókst að jafna

Framarar og Þróttarar háðu mikla baráttu á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Leiknum lauk með jafntefli, en bæði lið skoruðu eitt mark. Þróttarar voru manni færri allan síðari hálfleikinn en tókst þrátt fyrir það að jafna leikinn. Leikurinn virtist ætla að vera á rólegu nótunum í upphafi en fljótlega tók að hitna í kolunum. Á 19. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 409 orð

FIMLEIKAR"Ég sagði við sjálfan mig, ég er ekki að keppa á Ólympíuleikum, ég er heima" Fyrsta gull Grikkja í heila öld

Ioannis Melissanidis vann í fyrrakvöld fyrstu gullverðlaun Grikkja í fimleikum í heila öld. Þá sigruðu landar hans í kaðlaklifri og í æfingum í hringjum. Melissanidis fékk 9,850 í einkunn fyrir æfingar á gólfi og skaut m.a. þar með ólympíumeistarnum í fjölþraut Li Xiashuang og Rússanum Alexei Nemov ref fyrir rass. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 95 orð

Fjórir undir 10 sekúndum 100 METRA hlaup karlanna á laugarda

100 METRA hlaup karlanna á laugardag var sögulegt vegna þess að fjórir hlupu í fyrsta skipti undir 10 sekúndum í sama hlaupi. Bailey, Fredericks (9,89), Boldon (9,90) og Bandaríkjamaðurinn Dennis Mitchell (9,99) náðu allir því takmarki og sá fimmti, Michael Marsh, Bandaríkjunum, hljóp á 10 sekúndum. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 266 orð

Fjögur heimsmet féllu

Fjögur heimsmet féllu HVORKI meira né minna en fjögur heimsmet féllu í 83 kílógramma flokki í ólympískum lyftingum á Ólympíuleikunum í Atlanta um helgina og var það Grikkinn ógurlegi Pyrros Dimas sem svo sannarlega var maður dagsins, Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 109 orð

Formula 1 Úrslit í Formula 1 kappakstrinum í Hockenheim í Þýskalandi á s

Úrslit í Formula 1 kappakstrinum í Hockenheim í Þýskalandi á sunnudag: (45 hringir, samtals 307,022 km) 1. Damon Hill (Bretl.) Williams,1:21.43,417 (Meðalhraði Hills var 225,410 km/klst.) 2. Jean Alesi (Frakkl.) Benetton11,542 sek á eftir 3. Jacques Villeneuve (Kanada) Williams33,926 4. Michael Schumacher (Þýskl.) Ferrari41,517 5. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 130 orð

Gail Devers

Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi kvenna. Aldur: 29 ára, fædd í Seattle í Bandaríkjunum. Persónulegt met: 10,82 sekúndur 1992 og 1993. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 436 orð

GAIL Devers

GAIL Devers er aðeins önnur konan sem tekst að verja Ólympíutitil sinn í 100 metra hlaupi. Hin var landi hennar Wyomia Tyus er sigraði í Tokýó árið 1964 og í Mexíkó árið 1968. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 114 orð

Glæsileg heimsmet Grikkjans

GRÍSKI lyftingakappinn Kakhi Kakhiashvili gerði sér lítið fyrir og setti tvö glæsileg heimsmet í 99 kílógramma flokki í ólympískum lyftingum á Ólympíuleikunum í Atlanta á sunnudag. Kakhiashvili var í þriðja sæti eftir keppni í snörun á eftir þeim Anatoly Khrapaty, gullverðlaunahafa frá því á leikunum í Seoul 1988, Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 270 orð

Glæsilegt golf

Það var auðvitað augljóst að ég stefndi á annað sætið eftir annan dag mótsins því þá stakk Birgir Leifur af," sagði Þorsteinn Hallgrímsson, sem var höggi á eftir Björgvini Þorsteinssyni þegar þeir hófu leik síðasta daginn. "Í upphafi stefndi ég að sjálfsögðu á sigur eins og alltaf þegar ég fer í mót. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 1331 orð

Glæsilegt Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur er hún náði öðrum besta tímanum í riðlakeppni "Sérstaklega ánægð með að hlaupa aftur

Guðrún Arnardóttir hljóp á 54,88 sek. og bætti eigið Íslandsmet er hún sigraði í 1. riðli 400 m grindahlaupsins á sunnudag. Skapti Hallgrímsson sá sögulegt hlaup, því Íslandsmet í frjálsíþróttum hafði ekki fallið á Ólympíuleikum í 20 ár. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 385 orð

GUÐNI Guðnason

GUÐNI Guðnason, fyrrum landsliðsmaður úr KR, hefur verið ráðinn þjálfari KFÍ frá Ísafirði sem leikur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik næsta vetur. HM í handknattleik árið 1999 verður í Egyptalandi. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 119 orð

Guðrún í góðum félagsskap

UNDANÚRSLIT 400 metra grindahlaups kvenna á Ólympíuleikunum áttu að fara fram í nótt að íslenskum tíma, eftir að Morgunblaðið fór í prentun. Guðrún Arnardóttir var í seinni riðlinum og ekki í dónalegum félagsskap. Guðrún var á fjórðu braut, henni á vinstri hönd á þriðju braut átti að vera breska stúlkan Sally Gunnell, Ólympíumeistari frá því í Barcelona og fyrrum heimsmethafi. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 141 orð

Guðrún í riðli með verðl

GUÐRÚN hljóp í 1. riðli 400 m grindahlaupsins. Hún var á 1. braut og kom langfyrst í mark. Í riðli með Guðrúnu var m.a. Tanya Ledovskaya frá Hvíta-Rússlandi. Ledovskaya varð heimsmeistari í Tókýó 1991 er hún hljóp á 53,11 sem var sovéskt met og er enn hennar besti tími. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 86 orð

Guðrún sleppti 100 metra grindahlaupinu

GUÐRÚN Arnardóttir, Ármanni, var einnig skráð til keppni í 100 metra grindahlaupi en undanrásir þar hófust um hádegisbilið í gær. En eftir góðan árangur hennar í riðlakeppni 400 metra grindahlaupsins á sunnudaginn ákvað hún að draga til baka í 100 metra grindahlaupinu til þess að einbeita sér að undanúrslitum 400 metra grindahlaupsins sem fram fór í nótt. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 194 orð

Gullæði á heimilinu

GAIL Devers og Kenny Harrison eru kærustupar. Svo skemmtilega vildi til að þau voru að keppa á nákvæmlega sama tíma á Ólympíuleikvanginum í Atlanta á laugardagskvöldið, hún í 100 metra hlaupinu og hann í þrístökkinu. Og þau hafa eflaust verið glöð og sæl er heim kom um kvöldið enda bæði með gullverðlaun í fórum sínum. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 528 orð

HÁSTÖKK KARLA"Við viljum sjá árangur hjá hver öðrum og það örvar okkur til að gera vel" Austin í fótspor Fosburys

Bandaríkjamaðurinn Dick Fosbury þróaði stíl í hástökki sem hefur verið kenndur við hann síðan, Fosburystíllinn, og allir bestu hástökkvarar hafa tekið upp. Hann stökk 2,24 metra á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968 og sigraði en síðan hafa Bandaríkjamenn ekki fagnað sigri í greininni á Ólympíuleikum fyrr en Charles Austin fór yfir 2, Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 72 orð

Heli Rantanen

Ólympíumeistari í spjótkasti kvenna. Aldur: 26 ára, fædd í Lammi í Finnlandi. Persónulegt met: 67,94 metrar 1996 (á ÓL). Fyrri árangur: Sjötta á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 - Fjórða á heimsmeistaramótinu 1993 - Fjórfaldur finnskur meistari. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 160 orð

ÍBV - KR1:0

Vestmannaeyjavöllur, undanúrslit í bikarkeppni KSÍ, mánudaginn 29. júlí 1996. Aðstæður: Suðaustan gola og fínn völlur. Mark ÍBV: Bjarnólfur Lárusson (67. úr vítaspyrnu.) Gult spjald: Eyjamennirnir Leifur Geir Hafsteinsson (39.), fyrir brot, Hermann Hreiðarsson (46.), báðir fyrir að handleika knöttinn, Tryggvi Guðmundsson (63. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 75 orð

Jan Zelezny reynir hafnabolta

JAN Zelezny, ólympíumeistari og heimsmethafi í spjótkasti frá Tékklandi fer ekki heim strax að ólympíuleikum loknum og svo kann að fara að hann ílendist í Atlanta. Hefur hann samþykkt að reyna fyrir sér sem kastari hjá hafnaboltaliðinu Atlanta Braves eftir leikana. "Ég hef unnið allt sem hægt er að afreka í frjálsíþróttum," sagði Tékkinn þrítugi. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 88 orð

Jón og Gísli komnir í þorpið JÓN Arnar Magnússon

JÓN Arnar Magnússon byrjar að keppa á morgun, miðvikudag. Hann og Gísli þjálfari hans Sigurðsson ætluðu ekki að koma í Ólympíuþorpið fyrr en í gær, tveimur dögum fyrir keppni, en fóru um leið og Vésteinn Hafsteinsson á sunnudag. "Við vildum hafa vaðið fyrir neðan okkur. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 111 orð

Kenny Harrison

Ólympíumeistari í þrístökki karla. Aldur: 31 árs, fæddur í Milwaukee í Bandaríkjunum. Persónulegt met: 18,09 metrar 1996 (á ÓL), sem jafnframt er ólympíumet. Fyrri árangur: Sigurvegari á Friðarleikunum 1990 - Sigurvegari á heimsmeistaramótinu 1991 - Sigurvegari á Friðarleikunum 1994. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 215 orð

Keppni á einstökum áhöldum Karlar Gólfæfingar:

Karlar Gólfæfingar: ÚRSLIT: 1. Ioannis Melissanidis (Grikkl.) 9.850 2. Xiaoshuang Li (Kína) 9.837 3. Alexei Nemov (Rússl.) 9.800 4. Ivan Ivanov (Búlgaríu) 9.750 5. Thierry Aymes (Frakkl.) 9.750 6. Eugeni Podgorni (Rússl.) 9.550 7. VÍtalíu Scherbo (Hv-Rússl.) 9.275 8. Grigory Misutin (Úkraínu) 9. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 177 orð

Kersee varð að hætta

Jackie Joyner Kersee heimsmethafi í sjöþraut kvenna varð að draga sig út úr keppni í sjöþraut á laugardaginn er hún hafði lokið keppni í fyrstu grein, 100 metra grindahlaup. Kersee varð önnur í hlaupinu á 13,24 sek. Hún vildi ekki greina frá hvar þessi meiðsli væru sem hrjáðu hana en vitað var fyrir keppnina að hún hefur verið meidd í læri og var reifuð í grindahlaupinu. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 591 orð

KRINGLUKAST"Jæja, strákar. Nú er ég hættur. Fernir Ólympíuleikar eru nóg fyrir mig" Vésteinn Hafsteinsson komst ekki í úrslit á

Íslandsmethafinn var langt frá sínu besta í gær. Byrjaði á því að kasta 53,94 metra, síðan aðeins 52,14 en skásta kastið kom síðast: 56,30 metrar. Hann lenti í 32. sæti af 39 keppendum og Vésteinn og var auðvitað alls ekki ánægður með sjálfan sig. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 166 orð

Kringlukast karla UNDANKEPPNI 1. RIÐILLmetrar

UNDANKEPPNI 1. RIÐILLmetrar 1. Lars Riedel (Þýskal.)64,66 2. V. Dubrovshchik (Hv-Rússl.)63,22 3. Attila Horvath (Ungverjal.)62,90 4. Vaclovas Kidykas (Litháen)62,74 5. Juergen Schult (Þýskal.)62,58 6. Adam Setliff (Bandar.)62,36 7. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 424 orð

Körfuknattleikur karla A-RIÐILL

Körfuknattleikur karla A-RIÐILL Litháen - Kína116:55 Saulius Stombergas 19, Rimas Kurtinaitis 17 - Zhi-zhi Wang 18, Nan Li 12 Bandaríkin - Króatía102:71 Charles Barkley 14, Grant Hill 9, David Robinson 13, Scottie Pippen 9, Mitch Richmond 16, Reggie Miller 7, Karl Malone 10, John Stockton 2, Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 344 orð

Landsmótið Meistaraflokkur karla:

Meistaraflokkur karla: 1. Birgir Leifur Hafþórsson GL 69647377283 2. Þorsteinn Hallgrímsson GV 70747472290 3. Björgvin Þorsteinsson GA 71707675292 3. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 189 orð

Lauk hlaupinu með krampa

HIN 16 ára Rachida Mahamane frá Níger tók þátt í 5.000 metra hlaupi kvenna á föstudag. Þegar líða tók á hlaupið fékk hún krampa í fæturna og var tveimur hringjum á eftir keppinautum sínum, sem hlupu framhjá henni hvað eftir annað. Hvatningaróp áhorfenda á ólympíuleikvanginum voru slík að hún hélt áfram að hlaupa þrátt fyrir krampann. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 224 orð

Lögregla á tennisvöllinn

LÖGREGLAN í Atlanta var kölluð til þegar ólæti brutust út við tennis vellina í Stone Mountain-garðinum. Aðdáendur Andre Agassi brugðust reiðir við þegar leikurinn sem Agassi átti að leika var færður yfir á annan völl. Skemmtileg stemmningin á aðalvellinum breyttist skyndilega þegar tvíliðaleikur Agassis og Mali Vai Washingtons var færður yfir á einn af minni völlunum. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 804 orð

Mamma ómetanleg

Íslandsmeistarinn í karlaflokki, Birgir Leifur Hafþórsson er Akurnesnigur og varð tvítugur 16. maí í vor. Foreldrar hans eru Ella Kristín Sigurðardóttir og Hafþór Harðarson. Hann er búinn að vera í golfi í níu ár, byrjaði 11 ára á Akranesi. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 210 orð

MARAÞON KVENNA"Ég var alltaf nokkuð viss um að ég myndi vinna" Roba ryður veginn

Fatuma Roba frá Eþíópíu sigraði í maraþonhlaupi kvenna á sunnudag. Hún hljóp á 2:26.04 klst. og skaut ólympíumeistaranum í Barcelona, Valentínu Yegorovu frá Rússlandi, ref fyrir rass. Yegorova hljóp á 2: 28.05 klst. - tveimur mínútum á eftir Robu. Bronsverðlaunin féllu í hendur Yuko Arimori frá Japan, en hún hljóp á 2:28.39 klst. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 215 orð

Mikilvægur sigur Húsvíkinga

Völsungur frá Húsavík nældi sér í þrjú dýrmæt stig í baráttunni í neðri hluta 2. deildar þegar liðið fékk botnlið deildarinnar, Leikni, í heimsókn á sunnudag. Leikurinn fór hægt af stað og fátt markvert gerðist fyrstu mínúturnar en um miðjan fyrri hálfleik kom Ásmundur Arnarsson heimamönnum yfir eftir góðan undirbúning frá Jónasi Grana. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 85 orð

Mutombo gefur stúlkum fé

Mutombo gefur stúlkum fé KÖRFUKNATTLEIKSMAÐURINN sterki, Dikembe Mutombo, er svo sannarlega bjargvættur kvennalandsliðs Zaire, sem um þessar mundir tekur þátt í körfuknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Atlanta. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 50 orð

NM U-20 ára kvenna Noregur - Ísland1:1 Margrét

Noregur - Ísland1:1 Margrét Ólafsdóttir (69.). Lið Íslands: Sigríður Pálsdóttir, Helga Ósk Hannesdóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Erla Hendriksdóttir (Laufey Ólafsdóttir 88.), Rósa Júlía Steinþórsdóttir (Áslaug Ákadóttir 69.), Inga Dóra Magnúsdóttir, Edda Garðarsdóttir (Helga Rut Sigurðardóttir 55. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 683 orð

Ólympíumeistararnir úr leik

Ekkert þeirra fjögurra liða, sem um helgina tryggðu sér sæti í undanúrslitum knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í Atlanta hefur áður náð að krækja sér í ólympíugullið eftirsótta og það er því ljóst að síðar í þessari viku munu verða krýndir ólympíumeistarar í knattspyrnu, sem hljóta munu þennan mikla heiður í fyrsta sinn. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 82 orð

Óvænt í 800 kvenna

SVETLANA Masterkova frá Rússlandi sigraði óvænt í 800 metra hlaupi í Atlanta í gærkvöldi. Hafði hún forystu í hlaupinu síðustu 600 metrana og hristi af sér allar tilraunir annarra hlaupara til þess að komast fram úr. Tími hennar var 1.57,73 mín. Hún er nýbyrjuð að keppa aftur, hætti fyrir þremur árum þegar hún eignaðist barn. Í öðru sæti varð Ana Quirot frá Kúbu á 1. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 85 orð

Perec varði titilinn

FRANSKA stúlkan Marie-Jose Perec varði ólympíumeistaratitil sinn í Atlanta í gærkvöldi með yfirburða sigri á 48,25 sek. Er það þriðji besti árangur sem náðst hefur í greininni frá upphafi. Bætti hún ólympíumet sovésku stúlkunnar Olgu Bryzgínu frá Seoul um 0,40 sek. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 63 orð

Ragnar hefur valið EM-liðið

RAGNAR Ólafsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið þrjá kylfinga til þátttöku í Evrópumeistaramóti einstaklinga sem fram fer í Karlstad í Svíþjóð í ágúst. Þeir sem leika fyrir hönd Íslands eru: Birgir Leifur Hafþórsson, nýkrýndur Íslandsmeistari úr GL, Björn Sigurbergsson, GK, og Kristinn G. Bjarnason, GL. Þeir félagar halda utan til Svíþjóðar 19. ágúst og keppa þar 22. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 246 orð

RÓÐUR"Allt líf fjölskyldunnar undanfarin fjögur ár hefur miðast við 27. júlí 1996" Gefur róðurinn upp á bátinn

Útkeyrður lagðist Bretinn Steve Redgrave útaf í bát sinn er hann reri yfir marklínuna ásamt félaga sínum, Matthew Pinsent, á tveggja manna báti á laugardag. Þar með varð hann sigursælasti ræðari ólympíuleikanna fyrr og síðar og einn fjögurra íþróttamanna sem unnið hafa gullverðlaunum á fernum leikum í röð. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 135 orð

Róður Parakeppni karla: ÚRSLIT: 1. Bretland 6:20,09

Róður Parakeppni karla: ÚRSLIT: 1. Bretland 6:20,09 (Steven Redgrave/Matthew Pinsent) 2. Ástralía 6:21,02(David Weightman/Robert Scott) 3. Frakkl. 6:22,15(Michel Andrieux/Jean-Christophe Rolland) 4. Ítalía 6:28,61(Marco Penna/Walter Bottega) 5. N-Sjál. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 409 orð

SJÖÞRAUT"Þegar hún tekur upp kúluna er eins og hún sé að handleika kaffibaunir" Fær Shouaa höll fyrir sigurinn?

BÚAST má við að Ghada Shouaa hljóti mótttökur sem þjóðhöfðingi er hún snýr heim til Sýrlands eftir að hafa unnið fyrstu gullverðlaun landsins á Ólympíuleikum með sigri í sjöþrautinni í Atlanta á sunnudag. Hátíð var í Damaskus þegar hún vann heimsmeistaratitil í Gautaborg í fyrra og var henni gefið hús að launum við heimkomuna. Í þetta sinn gæti hún hlotið höll að launum. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 96 orð

Skeggið að verða tilbúið SKEGG Jóns Arnars Magnús

SKEGG Jóns Arnars Magnússonar er að taka á sig rétta mynd, en eins og kom fram í Morgunblaðinu á laugardag verður hann prýddur óvenjulegu "keppnisskeggi" í tugþrautinni að þessu sinni. Að ósk Jóns Arnars verður ekki upplýst hvernig "keppnisskegg" hans verður í fyrramálið, er baráttan hefst, en ljóst má vera að það verður nokkuð þjóðlegt! Fólk bíður eflaust spennt. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 117 orð

Skrýtið; hræddari við þær evrópsku!

"Í UPPHITUNINNI dettur manni oft eitthvað skrýtið í hug. Fer að velta alls konar vitleysu fyrir sér. Núna áttaði ég mig á því að ég er orðin svo vön að keppa í Bandaríkjunum, að ég var hræddari við hvítu stelpurnar frá Evrópu en þær svörtu héðan frá Bandaríkjunum. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 226 orð

SLEGGJUKASTFyrsti verðlaunapeningur Ungverja á ÓL síðan í Montreal 1976 Löng bið Ungverja á enda

Balazs Kiss batt enda á langa bið Ungverja eftir verðlaunum í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum þegar hann sigraði í sleggjukasti á sunnudag. Hann kastaði 81,24 metra í þriðja kasti sínu og kast hans var lengra heldur en margar heiðarlegar tilraunir keppinauta hans og var munurinn aðeins tólf sentimetrar þegar upp var staðið. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 209 orð

Spenna hjá stúlkunum

Tvöfaldur heimsmeistari í fimleikum, rússneska stúlkan Svetlana Chorkina, sigraði í æfingum á tvíslá í fyrrakvöld er keppni hófst á einstökum áhöldum og rúmenska stúlkan Simona Amanar þótti sýna kvenna mestar kúnstir í stökki, en hún varð heimsmeistari í greininni árið 1995. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 488 orð

SPJÓTKAST"Mjög erfitt að bíða í eina og hálfa klukkustund eftir að hafa tekið forystuna" Fyrsta gull Finna

Finnar hafa verið framarlega í spjótkasti karla um árabil og sjö sinnum staðið á efsta þrepi á Ólympíuleikum síðan 1906 en Heli Rantanen varð fyrst landa sinna til að sigra í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikum. Hún kastaði spjótinu 67,94 metra í fyrstu tilraun í úrslitakeppninni í Atlanta um helgina og það nægði henni til sigurs en áður átti hún best 66,54. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 368 orð

Sú hæfileikaríkasta

Norbert Elliott hefur þjálfað Guðrúnu í fjögur ár við háskólann í Athens, skammt frá Atlanta. Hann aðstoðar hana á Ólympíuleikunum, en aðalstarfi hans þar er reyndar að vera einn þjálfara frjálsíþróttalandsliðs Bahama-eyja. Elliott hældi Guðrúnu mjög í samtali við Morgunblaðið. "Hún er í mjög góðri æfingu núna. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 186 orð

Sú útskúfaða tryggði Ítölum gullpeninga

Fransesca Bortolozzi hefur verið mjög reið út í ítalska skylmingasambandið síðan hún var valin sem varamaður á Ólympíuleikana í Atlanta. Hún var í þriggja manna liðinu sem vann silfur árið 1988 og tók einnig þátt í Barcelona 1992. Vinátta Fransescu og félaga hennar í liðinu í Barcelona, Díönu Bianchedi, hefur hrakað mjög síðan Diana hóf að æfa með liðinu fyrir leikana í Atlanta. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 222 orð

TENNIS"Ég var að spila á móti öllum áhorfendum í dag" Seles tapaði í spennutrylli

Jana Novotna frá Tékklandi sigraði Monicu Seles í átta manna úrslitum tenniskeppni Ólympíuleikanna í gær, 7-5, 3-6 og 8-6. Novotna er því komin í undanúrslit. "Ég var að spila á móti öllum áhorfendum í dag og þið segið að ég sé ekki nógu sterk á taugum. Ég sannaði að það er ekki rétt," sagði tékkneska tenniskonan. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 61 orð

Tjáir sig ekki fyrr en eftir þrautina JÓN Arnar Magnússon hef

JÓN Arnar Magnússon hefur óskað eftir því við íslenska fjölmiðla að vera algjörlega látinn í friði meðan á tugþrautarkeppninni stendur. Hann vill ekki mæta í viðtöl eftir fyrri keppnisdag, eins og venja er, heldur einbeita sér algjörlega að keppninni ­ þannig að hann hyggst ekki tjá sig við fjölmiðla fyrr en eftir keppni á fimmtudagskvöldið. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 110 orð

Vésteinn heitir á Guðrúnu

GÓÐ frammistaða Guðrúnar hefur þegar kostað Véstein Hafsteinsson, kringlukastara, 5.000 krónur og hann þarf að punga meiru út ef velgengnin heldur áfram. "Við sátum og vorum að spjalla er Vésteinn dró allt í einu 5. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Vængbrotnir Þórsarar misstu flugið

Skagamenn eru komnir í úrslit bikarkeppninnar eftir öruggan sigur á 2. deildar liði Þórs, 3:0. Fjórir fastamenn Þórsara voru í leikbanni og tveir fóru á sjúkralista skömmu fyrir leik, auk þess sem einn meiddist í leiknum. Liðið var því vængbrotið. Ungu strákarnir vörðust þó vel allan fyrri hálfleik en misstu síðan flugið. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 129 orð

Wang Junxia

Ólympíumeistari í 5.000 metra hlaupi kvenna. Aldur: 23 ára. Persónulegt met: 14.51,87 - 1996. Fyrri árangur: Sigurvegari í 10.000 metrum á heimsmeistaramótinu 1993 - Sigurvegari í 10.000 metrum á meistaramóti Asíu 1993 - Sigurvegari í 10.000 metrum á Asíuleikunum 1994 - Sigurvegari í 5. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

ÞORSTEINN Hallgrímssonúr Eyjum

ÞORSTEINN Hallgrímssonúr Eyjum var kominn út á þriðju braut þriðja daginn þegar hann mundi eftir því að hann hafði gleymt sandjárninu við golfskálann. Hann sendi kylfusvein sinn, alþingismanninn Lúðvík Bergvinsson,eftir járninu og var hann ekki lengi að skjótast uppí skála, enda var hann lengi í fótboltanum og því í ágætis æfingu. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Þórir Áskelsson stökk upp í skallabolta í eigin vítateig en

Þórir Áskelsson stökk upp í skallabolta í eigin vítateig en rak höndina í knöttinn og Bragi Bergmann dæmdi vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.Mihajlo Bibercic skoraði örugglega í hægra hornið. Í upphafi seinni hálfleiks, nánar tiltekið á 49. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | -1 orð

Þór - ÍA0:3 Akureyrarvöllur, undanúrslit í bikarkeppni karla í knatt

Akureyrarvöllur, undanúrslit í bikarkeppni karla í knattspyrnu, sunnudaginn 28. júlí 1996. Aðstæður: Ljómandi knattspyrnuveður, hægur sunnanvindur, þurrt og 19 stiga hiti framan af, síðan norðan gola og dálítil rigning. Mörk ÍA: Mihajlo Bibercic 2 (45. vsp., 49.), Kári Steinn Reynisson (87.). Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 64 orð

Þrír féllu á lyfjaprófi

ÞRÍR íþróttamenn voru sendir heim með skömm um helgina og tveir þeirra beðnir að skila verðlaunum sínum eftir að þeir höfðu fallið á lyfjaprófi. Rússneski sundmaðurinn Andrei Korneyev, sem var þriðji í 200 metra bringusundi, Rússinn Zafar Guliyev, sem fékk bronsverðlaunin í fjölbragðaglímu, Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 398 orð

ÞRÍSTÖKK KARLAKenny Harrison annar maðurinn sem fer lengra en 18 metra í þrístökki Gull eftir fimm ára baráttu við meiðsli

BANDARÍKJAMAÐURINN Kenny Harrison fagnaði sigri í þrístökki á Ólympíuleikunum á laugardagskvöldið. Hann bætti Ólympíumetið tvívegis, stökk fyrst 17,99 í fyrstu tilraun og fór síðan 18,09 metra. Þar með varð hann aðeins annar þrístökkvari sögunnar til að fara yfir 18 metra markið. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 84 orð

(fyrirsögn vantar)

(Dags. - Heimsmethafi - Tími)6.6. 1912 - Donald Lippincott (Bandar.)10,6 23.4. 1921 - Charles Paddock (Bandar.)10,4 9.8. 1930 - Percy Williams (Kanada)10,3 20.6. 1936 - Jesse Owens (Bandaríkjunum)10,2 3.8. Meira
30. júlí 1996 | Íþróttir | 1349 orð

(fyrirsögn vantar)

Sjöþraut kvenna ÚRSLIT 1. Ghada Shouaa (Sýrland) 6.780 (100 m grindahlaup 13,72, 1018, hástökk 186, 1054, kúluvarp 15,95, 925, 200 m hlaup 23,85, 995, langstökk 6,26, 930, spjótkast 55,70, 971, 800 metra hlaup 2,15, 887) 2. Natasha Sazanovich (Hv-Rússl.)6. Meira

Fasteignablað

30. júlí 1996 | Fasteignablað | 192 orð

Atvinnuhúsnæði í Njarðvík

HJÁ Eignamiðlun Suðurnesja er nú til sölu atvinnuhúsnæði að Fitjabraut 30 í Njarðvík. Að sögn Sigurðar Ragnarssonar hjá Eignamiðlun Suðurnesja er þetta 860 ferm. húsnæði, byggt 1988. Þetta er stálgrindarhús, klætt með bárujárni. Húsnæðið býður upp á mikla möguleika, meðal annars er lofthæð mjög góð," sagði Sigurður ennfremur. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 655 orð

Frestun á vanda getur þýtt lausn

Allt frá árinu 1985 hefur Húsnæðisstofnun ríkisins aðstoðað íbúðareigendur í greiðsluerfiðleikum með ýmsum hætti. Í fyrsu voru veitt sérstök lán úr Byggingarsjóði ríkisins vegna greiðsluerfiðleika. Þau voru til lengri tíma og með lægri vöxtum en almennt voru í boði hjá lánastofnunum og því hagstæð þeim sem þurftu á aðstoð að halda. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 187 orð

Grafar- holt

REYKJAVÍKURBORG efnir nú til hugmyndasamkeppni um skipulag íbúðarbyggðar í Grafarholti, sem yrði fyrsta hverfið í borginni austan Vesturlandsvegar. Svæðið er um 100 ha. að stærð, en allt að 80 ha. geta nýtzt undir íbúðarbyggð. Miðað við 15-20 íbúðir á ha. getur svæðið rúmað 3500-5000 manna byggð með tilheyrandi þjónustu. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 1496 orð

Grafarholt - Nýtt landnám í Reykjavík Borgin hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag íbúðarbyggðar í

BYGGINGARLAND innan borgarmarka Reykjavíkur er senn takmarkað og úr þeim vanda er ætlunin að leysa með nýju byggingarsvæði í Grafarholti. - Þessi íbúðarbyggð er nýtt landnám. Í fyrsta sinn verður skipulögð byggð austan Vesturlandsvegar og það er því við hæfi að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag þessarar nýju byggðar, segir í keppnislýsingu. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 288 orð

Hús á stórri lóð við Elliðavatn

HÚS á stórum lóðum við Elliðavatn hafa mikið aðdráttarafl fyrir marga. Hjá fasteignasölunni Laufási er nú til sölu nýtt einbýlishús á bakka Elliðavatns. Að sögn Magnúsar Axelssonar hjá Laufási er húsið 180 ferm. að stærð og stendur á 6000 ferm. lóð. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 227 orð

Hús með tveimur íbúðum við Logafold

HJÁ fasteignasölunni Húsvangi er til sölu húseigin Logafold 89. Húsið er með tveimur samþykktum íbúðum og eru þær báðar á efri hæð hússins. Að sögn Geirs Þorsteinssonar hjá Húsvangi er húsið reist 1984 og það er 262 ferm. samtals að flatarmáli, þar af er 59 ferm. tvöfaldur bílskúr með tvöföldum hurðum. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 625 orð

Hvað er sameiginlegt með bensíni og vatni? Skipulagt viðhald og stilling lagnakerfaskilar sér ekki aðeins sem sparnaður, segir

Það hefur löngum verið talið erfitt að blanda saman vatni og olíu svo búast má við að flestir telji þetta tvennt eiga fátt sameiginlegt. En það er hægt að finna skyldleika, í það minnsta með olíu eða bensíni annars vegar og heitu vatni hins vegar. Hvoru tveggja hefur í sér geymda orku sem nýta má á margan hátt. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 134 orð

Mannvirkja- þing í haust

MANNVIRKJAÞING 1996 verður haldið föstudaginn 1. nóvember nk. að Grand Hótel Reykjavík, en þingið er haldið á vegum Byggingarþjónustunnar. Að venju verður fjallað um stöðu og horfur í íslenzkum byggingariðnaði. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 1016 orð

Margs að gæta við hönnun fyrir hreyfihamlaða

ALLIR iðjuþjálfar lenda einhvern tíma í vandamálum í starfi sínu sem rekja má til hönnunar og vegna starfs okkar og menntunar fáum við oft verkefni sem tengjast endurhæfingu fólks heima fyrir. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 386 orð

Mikil aukning í húsbréfaumsóknum byggingaraðila

UMSVIF í byggingu nýrra íbúða hafa verið mun meiri á fyrstu sex mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Þannig varð um 40% aukning í innkomnum umsóknum byggingaraðila um húsbréf á þessum tíma. Aukning varð líka í umsóknum einstaklinga vegna nýbygginga. Veruleg aukning hefur einnig orðið í húsbréfaumsóknum vegna notaðs húsnæðis eða 21%. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 269 orð

Norska bakaríið" í Fischersundi til sölu

HJÁ Eignamiðluninni er til sölu húsið Fischersund 3 í Reykjavík. Þetta er gamalt og sögufrægt hús. Eigendur þess nú eru Þráinn Bertelsson rithöfundur og Sólveig Eggertsdóttur myndlistarmaður. Að sögn Sólveigar er húsið um 250 ferm. að stærð, en það er kjallari, hæð og ris. Húsið er reist árið 1874 til 1876, en hefur verið algjörlega endurnýjað. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 247 orð

Stórt og vandað hús í Garðabæ

HJÁ fasteignasölunni Hraunhamri er til sölu húseignin Sigurhæð 1 í Garðabæ. Að sögn Ævars Gíslasonar hjá Hraunhamri er þetta samtals 292 ferm. hús á tveimur hæðum. Það er byggt 1992. Þetta er mjög vandað hús," sagði Ævar. Komið er inn í flísalagða forstofu og þaðan er gengið inn í gott forstofuherbergi. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 363 orð

Sögufrægt hús á Eyrarbakka

HJÁ Lögmönnum á Suðurlandi er nú til sölu húsið Reginn, Eyrargötu 30 á Eyrarbakka. Húsið er 207 ferm. alls og stendur á 1100 ferm. lóð. Það er timburhús, klætt bárujárni og byggt 1907 sem smíðahús. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 269 orð

Verzlunarhúsnæði í Mörkinni 1

HJÁ fasteignasölunni Kjöreign er nú til sölu gott verzlunarhúsnæði í Mörkinni 1. Húsnæðið er alls 1167 ferm., en þar af eru 314 ferm. á aðalhæð hússins og 854 ferm. eru lager- og þjónustuhúsnæði í kjallara. Ásett verð er 55 millj. kr., en brunabótamat húsnæðisins er 77 millj. kr. og fasteignamat húss og lóðar 43,7 millj. kr. Meira
30. júlí 1996 | Fasteignablað | 237 orð

Viðurlög við hávaða í Bretlandi

HÆGT verður að sekta hávaðasama nágranna á staðnum um 100 pund eða um 10.000 ísl. kr og gera hljómtæki þeirra upptæk samkvæmt breskum lögum, sem afgreidd voru á síðasta þingi í Bretlandi að sögn breskra blaða. Meira

Úr verinu

30. júlí 1996 | Úr verinu | 389 orð

Loðnuaflinn í júlí um 250.000 tonn

ÍSLENZKU loðnuverksmiðjunar hafa tekið á móti meiru en 250.000 tonnum af loðnu í júlímánuði og hefur aldrei verið tekið á móti svo mikilli loðnu í þessum mánuði fyrr. Þetta er algjör metmánuður hjá öllum verksmiðjum og skipunum líka, þrátt fyrir að þurft hafi að halda aftur af veiðunum vegna þess hve geymsluþol loðnunnar er lítið. Um helgina var afli íslenzku skipanna orðinn um 235. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.